Lögberg


Lögberg - 23.05.1918, Qupperneq 2

Lögberg - 23.05.1918, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. MAí 1918 I Rœða Wilsons forseta Út af samningum þeim er pjóð- verjar gjörðu við Rússa og Rúmeníumenn. Meðborgarar:—I dag er ár lið- ið síðan pjóverjar neyddu oss út þetta stríð. — Síðan vér fórum út í þetta stríð, til þess að vernda rétt vom til þess að fá'að lifa, sem frjálsbornir menn — og ekki einasta rétt vorn, heldur og líka rétt allra frjálshugsandi manna. pjóðin er vakandi, lögeggjun- ar gerist ekki þörf; vér vitum hvað stríðið muni kosta okkur, — fórnfærslu—líf okkar hraust- ustu sona — aleigu vora, ef þörf gerist. Lánið, sem vér höfum komið hér saman til að tala um, er að eins örlítill partur, þó að hann sé þýðingarmikill, af því sem vér verðum að leggja á oss. Fólkið í landi yoru skilur þá þýðingu og er til þess búið að leggja fram sinn skerf, jafnvel þótt af litlum efnum sé að lána. pað mun líta með hinni mestu fyrirlitningu á þá, sem verða illa við tilmælum þjóðarinnar í þessum efnum, eins og nú á stendur, á þá sem heimta hávexti eða þá sem nota sér þessa þörf þjóðarinnar til þess að auðgast á henni. Eg hefi þess vegna ekki komið hingað til þess að ryðja þessu láni braut, heldur til þess að reyna að skýra sem bezt fyxir mönnum til hvers lánið á að notast. Ástæðumar fyrir þessu mikla stríði, af hverju það varð að koma, hvers vegna þörf er á að berjast djarflega og þýðing úr- slitanna er nú miklu skýrara fyr- ^ir oss heldur en það hefir áður verið. pað er í augum uppi hvað þetta lán meinar, sökum þess, að málefni það, sem vér erum að berjast fyrir er í skýrara í huga vorum, en það hefir nokkru sinni verið síðan þetta stríð hófst. Enginn er svo fáfróður, né held- ur svo sljó-skygn að hann ekki bæði skilji og sjái hvemig mál- efni réttlætis og sannleika er farið, og hve óforgengilegt það málefni er, sem hann er beðinn að styrkja. Meðborgarar mínir, ef nokkur vafi hefir verið á því í huga yðar, að þetta stríð hafi ekki verið yðar stríð, þá getið þið nú sannfærst um að svo er ekki, stríðið er yðar stríð, og ef það skyldi tapast, þá tapar þessi þjóð frelsi sínu og framtíðarstöðu á meðal þjóðanna með því. Áform vor eru ákveðið. _ Meðborgarar mínir, eg tek yður til vitnis um það, að aldrei í þessum óskaplega hildarleik hefi eg viljað dæma pjóðverja ó- sanngjarnlega. Eg mundi fyrir- verða mig, þegar um jafn þýð- ingarmikil efni er um að ræða, fyrir að tala af ógætni eða í hefndarhug. Vér verðum að dæma eins og vér viljum að aðrir dæmi oss. Eg hefi gjört mér far um að kynn- ast aðferð og áformi pjóðverja í þessu stríði, í gegnum þeirra eigin talsmenn, og reynt til þess að fara með þeirra eigin hugsan- ir, eins og eg viildi að þeir færu með mínar. Eg hefi sett fram hugsanir og áform vor eins ljóst og skýrt og mér er unt, og hefi beðið þá að segja frá því jafn hispurslaust hver sé stefna þeirra. Vér höfum sjálfir aldrei farið fram á neina ósanngirni né yfir gang. Vér erum reiðubúnir hve- nær svo sem sakir vorar verða jafnaðar, að sýna hinni þýzku þjóð alla sanngimi — að breyta sanngjamlega gagnvart hinum þýzku valdsmönnum, jafnt og öllum öðrum. pegar jafnaðar- reikningurinn verður gjörður upp getur ekki komið til mála, að einn beri meiri hlut frá borði heldur en annar — að einum sé gjört hærra undir höfði en öðr- um, í því væri ekkert réttlæti.— hið fylsta réttlæti, hinni þýzku þjóð, hvenær sem er, væri sama og misbjóða voru eigin málefni, og svívirða sjálfa oss, sem vér erum ekki reiðubúnir að veita öðrum. pað hefir verið í þessum anda, sem eg hefi leitað mér upplýs- inga frá talsmönnum pjóðverja, um það, hvort að það væri rétt- lætishugsjónir, von um auknar landvinningar og þeirra eigin frekja, sem þeir vildu þrengja upp á þjóðir þær, sem þeir eiga í höggi við, og þeir hafa svarað — svarað á þann hátt að engirt getur misskilið svar þeirra. peir hafa svarað, að það sé ekki rétt- læti heldur landvinningar og að þeir megi óhindraðir gjöra það sem þeim gott þykir. $ peir sem ráða á pýzkalandi pessi játning hefir ekki komið frá stjómmálamönnunum þýzku Hún hefir komið frá leiðtogum hervaldsins þýzka — frá herfor- ingjunum sem nú ráða þar öllu. Stjórnmálamenn pjóðverja hafa látið í ljós -vilja sinn til þess að tala um frið, — þeir hafa sagt að þeir vilji frið, og væru reiðubún- ir til þess að mæta mótstóðu- mönnum sínum til þess að tala um þau efni. Kanzlarinn þýzki hefir sagt, þó á huldu væri, en eins ljóst og honum sýndist við eiga, að honum findist að friður ætti að vera samin á þeim grund- velli, sem vér höfum haldið fram að væri sá eini rétti. f Brest-Litovsk töluðu hinir borgaralegu umboðsmenn pjóð- verja í sama anda. Létust vilja semja þann frið, sem gæfi fólki því, sem hinn málsaðilinn var málsvari fyrir, rétt til þess að ákveða sjálft um sína framtíð. En svo komu framkvæmdimar, þá tóku leiðtogar hermannanna í tauminn, — mennimir sem nú ráða á pýzkalandi, og sýndu í íramkvæmdunum hver meining þeirra var og er, framkoma þeirra gagnvart Rússum, Finn- um, Ukrainíu og Rúmeníu verð- ur ekki misskilin. — pað er hinn sanni prófsteinn á réttlætishug- sjónum þeirra, og af því getum vér séð hvers vænta má frá þeirra hendi. peir njóta hins auðunna sigurs yfir Rússum. — Sigurs, sem eng- in drenglunduð þjóð mundi lengi vera stolt af — voldug þjóð, ó- sjálfbjarga í sinni eymd, er um stundarsakir á þeirra valdi. Hvað hefir orðið úr drengskaparheit- um þeirra gagnvart henni? — peirra hefir hvergi orðið vart, en aftur hafa þeir með sínum myndugleik, látið greipar sópa hugsað eingöngu um sinn eigin hagnað. Og á hið yfirun'na fólk svo að vera frjálst undir slíku fyrirkomulagi! Er ekki sennilegt að halda að þeir mundu gera það sama í Vestur Evrópu, ef þeir ættu þar ekki að mæta her, sem jafnvel þeirra legionir af hermörinum gátu ekki yfirstigið. Ef pjóðverjar finna að þeir geta ekki yfirunnið her vorn, þeir skyldu bjóða sæmilegan frið hvað Belgíu Frakkland og ítalíu áhrærir. Gætu þeir láð oss það, þó vér mundum halda að þeir gjörðu það þá að eins til þess að geta haldið því sem þeir nú hafa náð í austur Evrópu. peirra áform er auðsjáanlega að leggja undir sig hin SÍavneska þjóðflokk, allar Balkanskaga þjóðíraar, öll landsvæðin sem Tyrkir hafa yfir að ráða, og illa farið með, sameina þau svæði og byggja þar upp einveldi'í verzl- un og viðskiftum. Einveldi, sem væri jafn óvinveitt Ameríku og Evrópu. Einveldi sem með tíð og tíma yrði Austurlanda þjóð- unum yfirsterkara. Lýðveldis hugsjónirnar svívirtar f þessum fyrirætlunilm geta frelsishugsjónir vorar ekki átt nokkra hlutdeild. Hugsjónir rétt- lætis, mannúðar og frelsis, sem er grundvöllur fyrir sjálfsá- kvörðun þjóðaranna, og sem þær allar ekki að eins krefjast, held- ur og líka eiga hpimting á, er al- deilis ekki teknar með í reikning- inn — er meira að segja útlæg- ar gjörðar, en í staðinn settur- réttur máttarins. peir sterku eiga rétt að ráða yfir þeim sem veikari eru. Hvar sem flagg þeirra flyzt, flyzt og þeirra verzlun, hvort að mönnum líkar það betur eða ver. Fólkið á að verða undirgefið valdi þeirra allsstaðar, þar sem þeir hafa þrótt til þess að beita því. Ef þetta áform pjóðverja tekst, þá verða Bandaríkin að hervæðast, og með þeim allir þeir, sem þora eða vilja láta skríða til skara, og í þeirri viður- eign verðum vér um stund að gleyma réttlætiskröfum fólksins rétti konanna og þeirra sem veik- bygðari eru, þær tilfinningar verða að vera fótum troðnar unv stundarsakir, en stríðið, eins gamalt og saga mannkynsins fyrir frelsi og mannréttindum að byrja á ný. Alt það sem þessi þjóð hefir elskað og lifað fyrir, alt það sem hefir gert hana vold- uga og sterka að engu orðið og hliði mannúðar miskunarlaust læzt fyrir öllum mönnum. Slíkt væri óhæfilegt og óhugs- andi. En þó er þetta meiningin með þessu stríði pjóðverja og ekkert annað. ósanngjarn dóm- ari vil eg ekki vera, þrátt fyrir það þó þetta standi nú hryggi- lega skýrt fyrir hugskotssjónum mínum. Eg dæmi að eins eftir framkomu þeirra, — dæmi eftir þvl sem her pjóðverja hefir komið fram, og í frammi haft, með tilfirfningarlausri grimd, hvar sem hann hefir farið. Bandaríkin taka hólmgöngu- áskoraninni. Og hvað eigum vér svo að gjöra? Sjálfur er eg reiðubúinn til þess að tala um sanngjarnan frið, sé hann af einlægni boðinn, hvenær sem er, — frið, sem gef- ur þeim veika jafnrétti við þann sterka. En þegar eg býð slíkan frið, kemur svarið frá hershöfð- ingjum pjóðverja í Rússlandi, og það svar get eg ekki misskilið. Eg tek á móti hólmstefnunni. Eg veit að þið gjörið það. Allur heimurinn skal vita að þið gjörið það. pað skal verða augljóst í fómum þessarar þjóðar, og sjálfsafneitun. Hann skal sjá, að vér eigum ekkert það til, sem vér ekki viljum gefa. Elskum ekkert svo heitt að vér viljum ekki leggja það í sölumar til þess að heimurinn geti verið heim- kynni frjálsra manna. petta skal þá vera brenni- punktur hugsuna vorra og gjörða Meðborgarar mínir, látúm grunntón sannleikans í öllu því, sem vér hér eftir hugsum, gjör- um eða áformum vera ljósan, og í samræmi við réttlætishugsjón- ir vorar, unz göfgi og vor sam- eiginlegi styrkur hefir þrengt sér inn í hugsun vora, og éyði- lagt það afl þeirra manna, sem nú fótumtroða það, sem vér höf- um í heiðri og elskum. pjóðverjar hafa enn einu sinni lýst yfir því, að valdið skuli skera úr hvort að friður og rétt- læti eigi að verða hlutskifti mannanna. — Hvort að frelsi, eins og vér Bandaríkjamenn skiljum þáð, skuli ráða í fram- tíðarlífi þjóðanna. pað er þess vegna að eins eitt svar sem mögulegt er fyrir oss að gefa. Stríð, stríð með öllu því afli, sem vér eigum til. Stríð til enda, drengilegt stríð, þar til rétti mannanna, fátækra jafnt sem ríkra, voldugra jafnt sem vol- aðra er borgið, og eigingimi og valdafýkn er fótum troðin. Þjóðrœkni. pegar mér barst símskeyti, þann 27. f. m., þess efnis, að son- ur minn Skúli Guðbr. Lindal hefði fallið á Frakklandi 15. s. m. fanst mér þetta vera holsár; þar sem eg var fyrir hálfu öðru ári særður svo tilfinnanlega úr þess- ari sömu átt. penna sama dag hafði eg meðtekið annað skeyti, um sem annar sonur minn, væri væntanlegur að heimsækja mig, á ferð sinni meðal vina og vanda- manna, þar sem hann vildi gefa þeim tækifæri til að samgleðjast sér á dögum hinnar sæluríku vonar; þar sem er þungamiðj- an, sú tilfinning, sem í gegnum vonina varpar ljóma fram á ó- farna æf ibraut (Honey-days). En hér stóð samt meiri alvara á bak við en vanalega gjörist. — Eg stend hér sem visnuð eik í laufgrænum skógi, og finn og sé að dagar mínir eru þegar taldir, og verð eins og eikin orpin visn- uðu skógarlaufi og jarðsverði. Hér í okkar jarðneska lífi koma fram allar hugsanlegar andstæður, svo sem: ljós og myrkur, dagur og nótt, hiti og kuldi, sumar og vetur, sorg og gleði, ílt og gott, líf og dauði. Fávísir værum vér mennirnir.ef vér nokkurntíma gleymdum þess um, oss nauðsynlegu, sannind- um. ósjaldan eru sælar tilfinn- ingar foreldranna, sem öllu vilja fóma fyrir nýgræðinginn c: vorgróður mannlífsins. Já, fóm- fýsin er hin sama, hvemig sem kringumstæðumar em að öðru leyti. ömurlegt, yl-laust og skugga- legt væri alt líf einstaklingsins, ef hann að eins fyndi, sæi og lifði í hinni sýnilevu náttúru. En guði sé lof, hann sér í gegn um hin oft skuggalegu ský, sól hlýjinda, friðar og huggunar. Og hann hugsar út í orð Jesú, þar sem hann sagði um dóttir Jaríusar sveitarhöfðingja: “Stúlkan er ekki dáin, heldur sefur hún”. Sú lifandi og sannfærandi trú, styrkir oss til að þola allar sorg- ir og raunir lífsins, sem ósjaldan fylgja ástvina missir, að ástvin- irnir lifa og hafa sömu ástríkar tilfinningar til vor eins og þeir áður höfðu. — Samt verða ein- staklingar stundum fyrir þelm örlögum' að yfirgnæfir, þar sem með ástvininum hafa þeim horf- ið allar líkur til að geta lifað þol- anlegu lífi, það sem eftir er æfi- daga þeirra, t. d. þar sem ekta- maður og faðir er burt kallaður frá fátækri fjölskyldu, og aðrar svipaðar kringumstæður. Nú á þessum voðalegu stríðs- tímum, þegar heita má að heim- urinn logi upp af haturshug og drápskeytum þjóðanna, þá get- ur einstaklingurinn varla varist að hugsa um mannlífið með meir alvöru heldur en vanalega gjorist á friðartímum. Og við alvarlega íhugan finnum vér, að jafnvel þó að líf einstaklingsins sé mjög takmarkað hér á jörð- unni, og þar með lífskjör hans skammvinn, þá er lífi þjóðarinn- ar ekki þann veg farið. Líf þjóð- telagsins í einhverri stjórnar- farslegri mynd, er í okkar skaiíisýnu augum eilíft, þ. e. vér getum ekki náð ábyggilegri hugs un um endir alls lífs á jörð- inni. Af því að líf þjóðfélagsins er svo mikið á ókomnum tímum, þá stendur sú hugsun svo ljós og sú tilfinning svo næm, hjá öllum þjóðhollum mönnum, að nauðsyn þeri til að varðveita þjóð sína frá eyðileggingu sem þjóð; þeg- ar önnur þjóð eða þjóðir vilja eyðileggja hana eða þrælkúga. pegar Leonidas fór með hinn litla flokk af hermönnum frá Aþenuborg, sem voru fúsir að leggja lífið í sölurnar, ef það gæti hindrað að Persar, hin vold- uga þjóð, gæti þrælkúgað hina mikið smærri þjóð Grikki, þá var það framtíðarlíf þjóðarinnar, sem þeir fórnuðu sínu lífi fyrir. Öll mannkynssagan er þrungin af samkynja dæmum, nefnilega að einstaklingar þjóðanna hafa á ýmsum tímum fundið nauðsyn bera til að fóma lífi sínu fyrir líf þjóðarinnar. pegar vér athugum ástandið með þjóð vorri, þ. e. öllum Can- adabúum, finnum vér að fólkið skiftist í marga flokka, gagn- vart hinu voðalega veraldar stríði Sumir sitja hjá, og vilja helzt ekkert leggja fram til þátttöku með þeirri hlið, sem þeir verða þó að viðurkenna Canada megin. Hvorki menn eða fé, ef þeir hefðu ráð yfir fjármálum þjóð- arinnar. Aðrir hafa barist með hnúum og hnefum á móti því að þjóðin tæki nokkum þátt í stríð- inu. Og enn eru margir, sem hafa sýnt mikin fjálgleik í fram- komu sinni í þessu máli, með því að hvetja unga menn sem sjálf- boða til að innritast, þar sem þeir sjálfir hafa aldrei fundið til skyldunnar að fara í hildarleik- inn. Margir úr þessum flokki hafa tekið sér stöðu með tignar- einkennum og háum launum hér í landi, en svo brugðist þessari stöðu þegar á hólminn átti að ganga. pessir menn hafa kom- ið fram sem agentar við innflutn- ing á fólki til að byggja upp strjálbygð lönd, og þannig notað þessa stríðtíma til að draga ó- verðskuldað fé í sinn eigin vasa. Og enn er einn flokkur, það eru samvizkulausir auðkýfingar, sem gera samninga við stjórn lands- ins um að standa fyrir innkaup- um á nauðsynjavörum til hers- ins, sem sendur hefir verið á her- stöðvar á Frakklandi, þessir auð- kýfingar hafa bæði svikið vör- una qg selt hana með okurverði. Enn fremur hafa ýmsir verið fundnir sekir í því, að beita pen- ingamapi sínu og áhrifum til að skrúfa upp almennar nauð- synjavörur meira en. nauðsyn bar tii. pessir menn þykjast vera þjóðhollir og slá mikið um sig. Yfirleitt má segja að fjöld- in af öllum þeim, sem vinna fyrir stjórnina að framkvæmdum með eitt og annað, sem að stríðinu lítur, dragi ósæmilegt kaup fyr- ir starf sitt, og nota þannig á- stæðurnar, sem stafa af stríð- inu til að auðga sjálfa sig, og um leið aúka þjóðskuldina fram yfir það, sem nauðsyn krefur. peir minna oss á frásöguna um hinn rangláta ráðsmann. En megin þorra þjóðarinnar teljum vér samt í þeim flokk, þar sem drengskaparlundin er nógu sterk til að fórna öllu fyrir frelsi þjóðarinnar. peir sem með fúsum vilja fara í hild- arleikinn og hughraustir mæta hverju, sem að höndum ber, það eru þjóðræknumennirnir, hverra endurminning að sagan mun geyma með lofi og heiðri hjá ó- bomum kynkvíslum. f sambandi við þessar frelsishetjur má vel geta þess að ýmsir hafa um sárt að binda og þunga byrði að bera. svo sem: ekkjur og ungböm, örvasa foreldri og aðrir sem mist hafa alt hér í lífi með ást- vinunum. pessir líða, er þegnar stríða, en þjófar bíða í heims- lysting; þá mun svíða seinni tíða, sú ástríða í fánýt þing. —- Eg vil enn fremur taka hér fram það, sem hefir haft tals- verð áhrif á mig, viðvíkjandi þessu stríði, sem sé, að ótvírætt hefir komið fram í bréfum frá Canada hermönnunumi sem stað- ið hafa í eldraununum á Frakk- landi, að þeir hafa alls ekki yðr- ast þess, að þeir fórauðu lífi og limum í þessum hildarleik, held- ur þvert á móti. Eftir að þeir höfðu séð og heyrt af svo mörg- um samvizkulausum níðingsverk um, sem óvinir allra mannrétt- inda hafa framið á saklausu fólki, hefir þeim vaxið svo ás- megin, að þeir eru glaðir yfir að mæta öllu fyrir hið góða málefni. petta eru ungir menn, sem upp- haflega voru meira leiddir af öðrum hér í landi til að innritast til herþjónustu, heldur en fyrir eigin hvatir. Enda þá óljóst um þýðingu þessa stríðs. Blessuð sé minning allra, sem vinna af fölskvalausum hug á móti hinum fom-rómverska her- valdsanda. Ritað 14. maí 1918. Aldurhníginn fómarfús faðir. Opið bréf til hr. ólafs Eggertssonar. Hamars-slag, á Hamars-slag, i hvíni sérhvern æfidag. Undra-hamar brjót mér beina braut til fjallsins dimmu leyna. (Undra-hamar brjót mér beina þraut til hjartans dulu leyna.) Kæri ólafur Eggertson! petta bréf til þín á að vera uppbót á því að eg var ekki kom- inn á fætur, og kvaddi þig ekki \T s • .. I • * timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettu, og al.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og flugnahurðir. Komið og ajáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co, ---------------Li m ited ---------;- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG morgunin, sem þú fórst á lestina eftir nóttina, sem þú varst hér á Betel. Eg hélt um kveldið að þú ætlaðir ekki að fara með þeirri lest. pegár eg tók pennan, duttu mér í hug þessi orð skáldsins, sem að bréfið byrjar á, um “gullnemann og fjallið”. Hann þreytist ekki, — gengur dag eft- ir dag með hamarinn sinn og ber með honum högg eftir högg á fjallið, unz fjallið lýkur sér upp og gefur honum af hinum gullnu og huldu fjársjóðum sínum. “Fjallið”, sem að trúin á þetta land flutti hingað á slétturnar, og víðsvegar um alla Amerlku, er hinn íslgnzki þjóðflokkur sam- anstandandi sem ein fögur heild. fagurt og tignarlegt fjall, sem að gnæfir upp úr sléttunni, og sem margir hafa litið undrandi til, — svo sem eins og hissa. petta fjall hefir trúin flutt frá langt í burtu, ókunnu landi, sem að fjöldinn allur, er fyrir er, þekkir svo lítið um, nema að það land er langt, langt í burtu og kent við ís. En þó fjallið hafi flutzt þaðan hefir það hið feg- ursta útlit og gefur ekki öðrum fjöllum eftir, hvað unað og nyt- semi snertir. pú Mr. Eggerson ert námu- maðurinn, sem að tekur hamar- inn þinn, skoðar hann og segir við hann: Undra-hamar brjót mér beina braut til fjallsins dulu leyna. En af því að þér þá dett- ur í hug, að í fjallinu kunni að bærast og lifa mismunandi hjörtu, vendir þú máské orðun- um við og segir: Undra-hamar brjót mér beina braut til “hjart- ans dulu leyna”. Fjallið opnaði sig og lét þér í té gull í ríkum mæli, því að í því barðist hjarta sem að fann til. Og án þess að gullneminn, eða þú, kæri Eggert- son, sért að gera fjallinu nokkra mótgjörð með hamrinum þínum, er samt, um leið og það gefur þér gullið, eins og það gefi þér og okkur öllum meira. Með gjöf $inni er eins og það gefi oss öll- um þetta mikilverða heilræði: pú átt að gjöra öllum gott, og jafnvel fyrir mótgjörðir, eins og skelin, sem gefur þeim gim- steina, er brýtur hana, eins og f jallið, sem að gefur þeim gull er sprengir það, eins om ilmtréð sem gjörir öxina er fellir það ilmandi. Já, kæri Eggertson, mikið hef- ir fólkið út um hin ýmsu hémð og hina víðu veröld þessarar álfu látið sér ant um þessa stofnun, Gamalmennaheimilið. Og án þess beinlínis að vita af því hefir það spunnið og ofið band, það mætti segja með öllum regnbog- litum kærleikans, sem nú, eins og bindur saman hugi og sam- eiginlegt daglegt líf fólksins í bygðum og bæjum, sem þú hefir komið í með hamarinn þinn. Og mikið hefir þú átt gott að kynn- ast öllum þeim blómarósum og glæsimönnum, á öllum aldri, — höfðinglegum og hugrökkum bændum og rausnarlegum og raungóðum konum. peir eru sumir að segja, að þú hafir gert ósköp vel að gefa allan þenna tíma þinn, sem þú varst að ferð- ast þetta. En eg er nú ekki al- veg á því, að þú sért neitt brjóst- umkennanlegur fyrir það, og segi að þú hafir fengið full- komna borgun. — En þá get eg vel ímyndað mér hvað þú munir segja. Náttúrlega að eg brenni af öfundsýki, af því eg nefndi blómarósir. — þarna er heimin- um rétt lýst. En þá segi eg ykk- ur bara blátt áfram þessa setn- ingu og hún ætti að duga, ef þið ætluðuð nokkuð að bekkjast við mig fyrir öfundsýki: “Vér gim- umst ei stjörnur, þó glói þær skært, — en gleðjum oss við þeirra ljóma”. Samt sem áður átt þú, kæri Eggertson, eins og aljir sem þú heimsóttir og þig hýstu og allir þeir hinir sem til þín komu með örlæti sitt og áhuga fyrir góðu málefni, margfaldar þakkir skil- ið. Svo enda eg þetta bréf með innilegum óskum til þín og allra, er tóku vel á móti þér og málefni þínu. pinn einlægur, J. Briem. 14. maí 1918. HAIL INSURANCE Nú er tíminn fyrir þig bóndi góður, að kaupa hagl-ábyrgð, og ákveða undir eins hvort þú ert reiðubúinn að verja þig gegn uppském missi, eða ekki. pú stendur þig ekki við, að missa uppskeru þína af völdum hagls, en þú stendur þig vel við að greiða dálitla upphæð, til þess að vemda þig gegn hættunni. . TRYGGING Álíka þýðingarmikið er að kaupa hagl-ábyrgðina í áreiðanlegu félagi. Vér höfum einmitt núna komist að samningum við The Employers’ Liability Assurance Corp. Ltd., London England, og gerst þar rrieð þeirra aðal-um- boðsmenn. petta félag, er hið lang-traustasta, brezkt félag, sem leyfi hefir á hagl- svæðunum í Vestur-Canada, með höfuðstól sem nemur meira en tuttugu og einni miljón dollara. Með því að taka Policy (skírteini) hjá þessu félagi, þá ertu viss úm að fá kröfum þínum fullnægt, fljóta afgreiðslu ef þú tapar uppskéru, og öldungis strang-áreiðanlega tryggingu. SKRIFIÐ Á ÍSLENZKU pér getið skrifað oss hvort heldur að þér kjósið á íslenzku eða ensku, og vér skulum senda yður eyðublöð til þess að fylla út, prentuð á íslenzku. Leitið undireins hjá oss allra upplýsinga, er þér þarfnist. — pað getur verið gott fyrir yður að eiga oss að, í öllu því er haglskemdum lýtur. ELDSÁBYRGÐ Vér seljum einnig eldsábyrgðir af öllum tegundum, sem umboðsmenn fyrir eitt sterkasta félag þeirrar tegundar, í öllu landinu. Skrá yfir vátryggingargjöld, á húsum, akuryrkjuverkfærum, bifreið- um og heimilismunum, send tafarlaust, þeim er æskja. J. J. SWANSON, & CO. 504 Kensington Bldg., Winnipeg k

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.