Lögberg - 23.05.1918, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. MAí 1918
»5S
Bjartsýni og bölsýni.
Aldrei er náttúran eins fögur, og þegar
loftið er bjart og heiðskýrt, og sólin sendir yl-
geisla sína yfir láð og lög, vermandi og lífgandi
alt sem lifað getur. Og aldrei er hún heldur
eins döpur, og þegar þoku-skýin fylla loftið og
byrgja útsjónina. Skýin, sem að vísu geta
haft að geyma daggarperlur blómanna, en aftur
á móti geta haft í sér fólgin haglél vetrarins og
storraa eyðileggingarinnar.
Því þráum vér allir sumarið í náttúrunni,
að þá vekur sólin, — sumarsólin bjarta og hlýja,
alla náttúruna til nýs lífs, nýs þroska, nýrra
verka.
Þannig höfum vér lært að hugsa um sum-
artíðina í náttúrunni,—þannig höfum vér lært
að þekkja náttúrulögin.
En hafa menn veitt því eftirtekt, að í lífi
mannanna eru líka árstíðaskifti? Hafa menn
hugsað um það, að sumarið í lífi mannanna er
bjartsýnið, og að bölsýnið er veturinn.
Það er bjartsýnið, sem kemur æskumann-
inum til þess að líta björtum vonaraugum á
lífið, sem vekur honum lífsgleði og lífsþrótt,
sem ekkert fær bugað, nema bölsýnin ein.
Það er bjartsýnið, sem gefur hverri ein-
ustu fagurri hugsjón lífsins byr undir báða
vængi; en það er bölsýnið, sein amar.
Það er bjartsýnið, sem gefur mönnunum
þrótt til þess, að berjast á móti og yfirstíga
torfærur lífsins, — gjörir lífið sjálft svo bjart
að skuggamyndir þess skríða saman, og myndu
alveg hverfa, ef að bölsýnismennimir væru ekki
altaf að kasta skuggum sínum, og hreyta hinum
járnköldu éljum inn á brautir mannanna.
Allstaðar, þar sem fagurt og þróttmikið líf
er, þar ríkir bjartsýnið með von sína, bendandi
áfram og upp á við, með kraftana ólamaða til
þess að fylgja henni. — Með lífsgleðina fölskva-
lausa, til þess að njóta lífsins gæða, eins og þau
geta verið, og í rauninni eru, þegar blæja böl-
sýnisins ekki skyggir á þau, eða breiðir sig yfir
þau, eins og köld og nístandi vetrar þoka.
Hugsum okkur, að skuggamyndir lífsins
yrðu allar bjartar.
Hugsum okkur, að það ljóta og svarta í
hugsun mannanna hyrfi.
Hugsum okkur að öll nístandi kulda-yrðin,
sem vér hreytum hver að öðrum, væru vermd og
upplýst af sól bjartsýninnar.
Hugsum okkur að lífsgleðin og bjartsýnið
fengju að fylla hugi þeirra, sem daprir eru;
hjörtu þeirra, sem sorgin bugar, og næði að
skína inn í líf þeirra, sem bölsýnið þjakar. Hví-
lík breyting mundi það ekki verða á mannlífinu!
Mundi það þá ekki verða bjartara, hreinna og
sterkara, en það er nú?
Látum oss leggja rækt við bjartsýnið. Það
er hið ágætasta veganesti mannanna í lífinu á
öllum tímum og undir öllum kringumstæðum.
En ekki sízt nú, þar sem böl mannanna er meira
og þyngra en orð fá lýst.
Ef til vill finst mönnum það vera út í hött,
og ef til vill ófyrirgefanlegt, að tala nú um
bjartsýni, þegar heimurinn er fullur af angist
og neyð. En svo er þó ekki. Það,.hvernig nú
er komið í heiminum, sýnir einmitt hryggi-
lega ljóst, hvar lendir, þegar að ísa-þoka böls
og bölsýnis, fær að vef ja sig utan um hugsjónir
og sálarlíf mannanna, svo að þangað komist
ekki inn geislar mannúðar eða bjartsýnis. Það
er einmitt þá, sem þarf að tala bjartsýnishug-
sjónirnar inn í líf allra manna. Það er einmitt
þá, þegar sorgin blý-þung og dimm eins og nótt-
in, grúfir yfir bygðum manna, sökum þess að
bjartsýnin hefir verið fótum troðin, og lífsgleð-
in særð holundar sári, að þörf er að minna menn
á hana.
Látum pss þá sí og æ hafa ljósu hliðar lífs-
ins fyrir augum vorum, og líka á þessum rauna
tímum.
Verkfallið.
Það heldur enn áfram og fer vaxandi. Með
þeim sem fyrst gjörðu verkfall hefir nú tekið í
strenginn, félag stúlknanna, sem vinna við tal-
síma bæjarins og slökkviliðsmennirnir, og hafa
mörg önnur félög ákveðið að gjöra verkfall, ef
ekki takist samningar bráðlega. Og er útlit
fvrir, eins og nú standa sakir, að öll verka-
mannafélög bæjarins muni komast í þetta verk-
fall, og ef til vill, já, meira segja er mjög lík-
legt, ef ekki verður bót ráðin á þessu, að þá
breiðist verkfall þetta út, yfir alt þetta land, og
að alt lendi hér í heljar greipum áður en menn
vita af.
Þetta verkfall, eins og öll önnur verkföll,
er í fylzta máta sorglegt — sorglegt fyrir þá,
sem líða fyrir það. Þetta verkfall, eins og öll
önnur verkföll, er tap — tap fyrir verkamenn-
ina, sem látið hafa af vinnunni, tap fyrir at-
vinnuvegina, sem þeir unnu við, og tap fyrir
þjóðfélagsheildina.
Hvernig stendur þá á því, að þetta þarf að
koma fyrir? Hvernig stendur á því, að þetta
skuli koma fyrir, einmitt nú, þegar þetta mann-
félag er í dauðans hættu statt, og þessi þjóð er
að berjast fyrir tilverurétti sínum upp á líf og
dauða.
Það er af því, að sjóndeildarhringur, bæði
verkamannanna og vinnuveitendanna er of
þröngur. Af því að þeir hugsa meira um sinn
persónulega hag á þessum yfirstandandi tímum,
heldur en um framtíðarhag þessarar þjóðar.
Af því að fórnar tilfinningin hjá báðum er ó-
skýrari, heldur en þæginda kröfur hins daglega
lífs.
Fjarri sé það oss þó, að vilja neita verka-
mönnum eða nokkrum manni um daglegar nauð-
synjar — um sómasamlega lífsframfærslu fyrir
sig og sína; því það væri að neita mönnum um
tilverurétt. Þjóðfélagið þarf að veita borgur-
um sínum þann rétt, ekki með hangandi hendi—
ekki með nauðung, heldur af frjálsum vilja og
með einlægni, að svo miklu leyti sem það getur.
En í þessu ttlfelli/ hefir þetta ekki verið
gjört — hefir ekkl tekist, af því að hugsunar-
háttur beggja málsaðila hefir verið beiskju
blandinn. Það bróðurþel, sem þarf að liggja
til grundvallar, þegar um svona mál er að ræða,
hefir ekki verið til staðar. Það hefir borið
meira á beiskju hjá báðum þessum málsaðilum,
\*ér mættum segja öllum þessum málsaðilum,
en á bróðurkærleik. Og svo hafa þeir menn, og
líka þau málgögn, sem málið hafa tekið til með-
ferðar, blásið að ófriðareldinum, í staðinn fyrir
að reyna að slökkva hann — hafa æst tilfinning-
ar manna á báðar hliðar, og er slíkt ekki aðeins
illa farið, heldur beinlínis illa gjört.
Þessi eldur, sem nú brennur hér í Winni-
peg, er nógu ljótur og nógu illkynjaður, þótt
menn leiki sér ekki að því að æsa hann. Væri
ekki nær, að reyna til þess að slökkva hann —
er ekki sjálfsagt að reyna að slökkva hann, áður
en hann læsir sig um alt landið? Er það ekki
blátt áfram sjálfsagt fyrir bæjarstjómina og
þessa verkamenn hennar, að koma saman og
reyna að jafna þessar sakir—reyna að komast
að niðurstöðu, sem báðir málspartar geta unað
við. Jú, vissulega, og það án tafar; því óhætt
er að fullyrða að í þessu máli sé potturinn
brotinn hjá báðum, — eins og nú er komið, er
það eina ráðið. Að láta þetta halda áfram eins
og það er nú, og eins og áhorfist, er brjálæði.
Um rétt manna til þess að gjöra þetta uppi-
stand, hefir verið deilt og má kannske deila, því
það má deila um alt, þegar menn vilja. En
óneitanlega virðist vera mótsögn í því, að senda
hermenn vora til þess að berjast fyrir frelsis-
hugsjónum vorum, en veita svo málum fjand-
mannanna lið heima fyrir.
Gildi sönglistarinnar.
Dr. Anna Howard Shaw, ein af frægustu
konum Bandaríkjanna, er um undanfarin ár
hefir staðið mjög framarlega í kvenréttinda
baráttunni, á meðal þjóðar sinnar, og skipar
forsæti í landvarnarnefnd kvenna (Council of
National Defence), fer mjög fögrum orðum um
gildi sönglistarinnar á yfirstandandi hættutím-
um:
‘ ‘ Samfélagslífið og þjóðræknis-starfsemin
gætu ekki beðið nokkurt stærra tjón en það, ef
að tilsögn í sönglist og söngraddarnotkun félli
r.iður.
Vald það, sem sönglistin hefir á þjóðfélag-
ið á tímum hörmunganna, er óútreiknanlegt. Vér
getum sungið oss frjáls, ef allar aðrar leiðir
lokast. —
Hermenn vorir, þreyttir og þjakaðir, syngja
á eyðimerkur-göngunni, þjóðsöngva sína til við-
halds hugrekkinu, og voninni. —
En hvort mundum eigi vér, sem heima sitj-
um, þarfnast sömu uppörvunarinnar, til þess
að geta leyst af hendi vom skerf, í því að vinna
stríðið? Hefir sönglistin sama gildi fyrir oss,
sjálf, eins og hún hefir á hugi hermanna vorra
á orustuvöllum Norðurálfunnar ? Eg vildi óska
að hver einasti bær, hver einasta borg, hefði
einhverskonar sönglistar-miðstöð, þar sem fólk
gæti komið saman á degi hverjum, þótt eigi
væri nema stutta stund, til sameiginlegra söng-
iðkana.
1 öllum barna og unglingaskólum, ætti söng-
náminu að vera skipað á bekk með hinum allra
göfugustu þjóðræknisskyldum.
Sönglistin hefir ómælanlegt ménningar-
gildi!”
Thor Lange
1850—1915
Norræna langspilsins blíðhreimur blíðasti
blundar í grafþöglum kór, —
kliðmjúku ljóðanna svanurinn síðasti
syngjandi’ á blávegu fór.
Ómurinn dulrænn frá austrænu heiðunum,
andaði’ á strengleiknum hans,
vorhlýr, sem blær yfir laufgrónum leiðunum,
léttur sem blómálfa dans.
Ljóðperlur sléttunnar látlausu bamanna
las hann og þjóð sinni gaf, —
greyptar í ljóðgull hans, lengst upp til
ljóma þær norður um haf. [stjamanna
Alt af í hreinleika skærara, skærara
skína þær glöggvar eg sá.
Alt af varð skáldið mér kærara, kærara,
— kærast í minning og þrá.
Bjart er um aðalsmann andans á þinginu
útvaldra snillinga ljóðs.---
Angurvær þröstur í íslenzku ljmginu
árnar þér framliðnum góðs!
Guðm. Guðmundsson.
Bréf frá fyrverandi Rússakeisara
Menn liafa mjög efast um það, hvort að
Nikulás fyrverandi Rússakeisari hafi verið
samherjum sínum einlægur, eða hvort hann hafi
verið í leynilegu sambandi við Þjóðverja. Bréf
það, sem hér fer á eftir frá keisaranum til
Poincare forseta, virðist taka af öll tvímæli í
því efni. Bréf þetta var skrifað upa vorið 1916
og hljóðar svo:
“Kæri háttvirti vinur! Nú þegar samband
Frakklands og Rússlands er nánara en það
hefir nokkru sinni áður verið, í baráttunni, þar
sem þau standa hlið við hlið ásamt samherjum
sínum, þá hefir það verið mér hin mesta
ánægja að taka á móti sendimönnum Frakk-
lands. Mér þótti vænt um að hafa tækifæri til
þess að kynnast M. Viviani á ný, sem eg hafði
þá ánægju að kynnast er við hittumst síðast, og
dettur mér í hug samtal okkar þá, sem var að
vinna að framförum landa okkar af alúð og
einlægni. Við vissum þá ekki, að fjandmenn-
irnir voru að búa sig undir þetta stríð—vissum
þá ekki, að þeir mundu hrinda Evrópu lit í
blóðugt stríð, í von um að geta orðið yfirdrotn-
arar heimsins.
Mér var einnig hin mesta ánægja í því að
kynnast M. Albert Thomas, skotfæraráðherra
Frakklands, sem með sínum ágætu hæfileikum
hefir gjört svo mikið fyrir oss og alla samherja
vora.
Mér hefir ávalt verið það mikið áhugamál,
að samvinna milli þessara tveggja ríkja,
Frakklands og Rússlands, geti verið hin bezta.
En mér er það ekki sízt nú, þar sem vér höfum
fastákveðið allir samherjar að skerast aldrei úr
leik né leggja niður vopn, þar til vér gjörum
það í sameiningu, eftir unninn sigur.
Slíkt áform gjörir samvinnu vor á
meðal enn þá nauðsynlegri, til þess að vér
getum enn betur notið vorra sameiginlegu
krafta í þarfir þeirrar hugsjónar. Og það er
víst engum efa bundið, að hverri og einni af
sambandsþjóðum vorum er það áhugamál,
meira að segja eina áhugamálið, að leggja alt
sitt fram, áhugamálinu eina til sigurs.
Það er með þessum óbifanlega ásetningi að
stjórn mín og herforingjar, hafa í sambandi við
sendinefnd frönsku stjórnarinnar athugað á
hvern hátt vér mættum verða samherjum vorum
að sem mestu liði. Það er þess vegna von mín
að M. Viviani og M. Thomas fari héðan saun-
færðir um það, að hvað Rússlandi við kemur,
þá verði ekkert sparað að málefni samherja
vorra megi bera sigur úr býtum, og það sem
fyrst.
Mín heitasta ósk er sú að vér fá-
um unnið fullkominn og farsælan sigur, sem
allra fyrst. Og svo á eg aðeins eftir að láta í
Ijósi aðdáun mína út af vörn frönsku hermann-
anna við Verdun. Frakkar hafa þar enn einu
sinni unnið sér, og sinni þjóð frægð, sem aldrei
deyr. ’ ’
Bamafæðingum fækkar
í Ungverjalandi,
___ •
1 ungverska þinginu gaf Lodovico Hallo
þingmaður þessa skýrslu 16. janúar síðastl.:
Aður en stríðið byrjaði fæddust árlega á
Ungverjalandi 765,000 börn; árið 1914, sem var
fyrsta stríðsárið, fækkaði barnafæðingum um
18,000. 1915 fæddust aðeins 481.000 börn, og
eru það 284,000 færra en á friðartímum. 1916
fæddust 333,000, það er 432,000 færra en fyrir
stríðið. Arið 1917 fa:ddust 328,000, og er þá
afturförin orðin 438,000. Og hefir fólki þar
því á þennan hátt fækkað um 1,172,866. Dauðs-
föll, sem voru 34%, sjö næstu árin á undan
stríðinu, voru komin upp í 48% 1915, og upp í
50% 1916.
Þetta sýnir hve blóðtakan í Ungverjalandi
<*r gífurleg, og hvað það fólk má líða fyrir valda
fíkn Þjóðverja.
Gefið út hvern Fimtudag af The Cel-
umbia Ptess, Ltd.,|Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: GAKRY 416 og 417
Jón J. Bfldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
Ijtanáskrift til blaðsin*:
THE B01UMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winniptg.
Utaná*krift ritstjórans:
EDIT0R L0CBERC, Box 3172 Winnipog, Ran.
VERÐ BLAÐSINS: B2.00 um áriB.
•^»»27
THEDOMINIONBANK |
SIR EDMUND B. OSLER, W. D. MATTHEWS, |
President. Vice-President.
Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið. j
Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við hann reglulega |
Notre Dame Branch—YV. M. HAMII/TON, Manager.
Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager.
NORTHERN CROWN BANK
Hófuðstóll löggiltur $6,000,000 HöfuSstólI greiddur $1,431,200
Varasjóðu......$ 920,202
President.................Capt. WM. ROBINSON
Vlce-President - * JOHN STOVED
Slr D. C CAMERON, K.C.M.G. YV. R. BAWI.F
E. F. HUTCÍn NGS, A. McTAVISH CAMPBEIrLi, GEO. FISHEB
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vlB elnstakllnga
eða félög og sanngjarnir skilmá.lar velttir. Avlsanir seldar tll hvaCa
staðar sem er 4 Islandl. Sérstakur gaumur geflnn sparirjóðslnnlögum,
sem byrja má meB 1 dollar. Rentur lagBar viB & hverjum • mAnuBum.
T* E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður
Co Williass Ave. og SKerbrooke St.,
Winnipeg, Man.
Búpeningur í fardögum 1916.
* Sauðfénaður
Samkvæmt búnaðarskýrslunum fyrir árið 1916 var tala sauð-
fénaðar í fardögum það ár rúml. 589 þús. Er það 33 þúsundum
fleira heldur en vorið áður, en 4 þúsundum fleira heldur en vorið
1914. Fjölgun fénaðarins 1915—16 hefir því heldur meira en vegið
upp á móti fækkuninni árið á undan (1914—15). En vorið 1913
var fénaðurinn talinn 635 þúsund, svo að 1913—14 hefir honum
fækkað um 46 þús., en vorið 1913 náði sauðfénaður hæstri tölu.
Eftirfarandi yfirlit sýnir, hvemig sauðfénaðurinn skiftist
vorið 1916 samanborið við vorið á undan.
1915 1916 Fjölgun
Ær með lömbum............ 329,213 325,562 ~ 1%
Geldar ær ................. 68,555 79,712 16—
Sauðir og hrútar........... 54,749 44,177 -4-19—
Gemlingar ................ 103,454 139,892 35—
Sauðfénaður alls .... 555,971 589,343 6%
Aðallega hefir gemlingunum fjölgað. Ærnar hafa líka fjölgað
um 7 þúsund eða tæplega 2%, en óvenjulega margar af þeim hafa
verið geldar (um k af öllum ánum). Aftur á móti hefir sauðum
og hrútum fækkað töluvert.
f eftirfarandi yfirliti má sjá fjölgun sauðfénaðarins í hverjum
landsfjórðungi.
1915 1916 Fjölgun
Suðurlandi ............... 145,110 161,005 11%
Vesturland ................ 106,306 126,265 19-—
Norðurland ................ 193,251 193,932 0—
Austurland .................111,304 108,141 -4- 8—
pað er aðeins á Vestur- og Suðurlandi, sem sauðfénu hefir
verulega fjölgað. Á Norðurlandi hefir það hér um bil staðið í stað
0g heldur fækkað á Austurlandi.
Nautgripir.
f fardögum 1916 töldust nautgripir á öllu landino 26,176, en
árið áður 24,732. Hefir þeim þá fjölgað um 1,444 eða um 6%. Af
nautgripunum voru:
1915 1916 Fjölgun
Kýr og kefldar kvígur ... . 18,271 18,186 0%
Griðungar og geldneyti .. 911 765 -4-16—
Veturgamall nautpeningur . 1,959 2,411 23—
Kálfar 3,591 4,814 34—
Nutpeningur alls ... . 24,732 26,176 6%
Kálfum og veturgömlum nautgripum hefir fjölgað mikið.
kýrnar hafa hér um bil staðið í stað, en griðungum og geldneyti
hefir fækkað.
f landsfjórðungunum var nautpeningstalan þessi:
1915 1916 Fjölgun
Suðurland . 10,171 10,748 6%
Vesturland . 5,284 6,112 16—
Norðurland 6,641 6,596 -4- 1—
Austurland 2,636 2,720 3—
Á Vesturlandi hefir nautgripunum fjölgað tillölulega mest,
en í Norðurlandi hefir þeim heldur fækkað.
Hross.
Hross voru í fardögum 19þ6 talin 49,146, og hafa þau aldrei
áður verið svo mörg, mest tæp 49 þúsund árið 1905 og 1906.
Vorið 1915 voru hrossin talin 46,618, svo að þeim hefir fjölgað
árið 1915—16 um 2,528 eða um 5%. Eftir aldri skiftust þau þannig:
1915 1916 Fjölgun
Fullorðin hross . 28,934 29,409 2%
Tryppi . 13,300 15,339 15—
Folöld 4,381 4,398 0—
Hross alls ... . 46,618 49,146 5%
Fjölgunin er langmest á tryppunum, enda voru folöldin með
langflesta móti árið á undan. Folaldatalan er álíka mikil 1916,
en fullorðnum hrossum hefir fjölgað dálítið.
f landsfjórðungunum var hrossatalan svo sem hér segir:
1915 1916 Fjölgun
Suðurland . 15,999 16,935 6%
Vesturland 9,475 10,084 6—
Norðurland . 17,486 18,331 5—
Austurland 3,658 3,796 4—
f öllum fjórðungum landsins hefir hrossunum fjölgað.
Geitfé
var í fardögum 1916 talið 1358. Árið á undan var það talið 1,127,.
svo að því Hefir samkvæmt því fjölgað á árinu um 231 eða rúm-
lega 20%.
—Frón.