Lögberg


Lögberg - 22.08.1918, Qupperneq 2

Lögberg - 22.08.1918, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. AGÚST 1918 Æfiminning Sveins Kristjánssonar, Wynyard j ASfaranótt hins 7. apríl andaöist merkismaðurnn Sveinn Kristjánsson, til heimilis að Wynyard, Sask. Hann var fæddur 15. september 1836 og var í báðar ættir Suður-Þing- eyingur. Foreldrar hans voru Krist- ján Markússon (?) og Guðný Sveins- dóttir frá BjarnarstöÖum í Báröar- dal. Þá er Svenn heitinn var á barns- aldri, misti hann móöur sína. Ólst hann þá upp á ýmsum stöðum og hjá ólíkum húsbændum. Af þeim húsbændum mintist hann Stefáns bónda Helgasonar frá SkútustöSum meö mestu þakklæti og innilegustum hlýindum- Stefán var listfengur hag- leiksmaöur, greindur vel og hínp beati drengur. Hann var faðir þeirra Jóns Stefánssonar skálds og Helga Stefánssonar aö Wynyard, sem nú eru báöir látnir. Sv'einn heitinn var vinnumaður í Baldursheimi um nokkurn tima og kyntist þar meiri alúö við búpening og betri afnotum hans en algengast var þá. Þaðan fluttist hann að Bjarnarstööum. Varö hann þar ráðs- maöur hjá ekkju Jóns Halldórssonar, Hólmfríöi Hansdóttur, og siðan eig- inmaður hennar. Bar skjótt á því aö Sveinn reyndist góður búhöldur. Hneigðist hann mjög til verklegra umbóta, og skildi flestum fremur hve miklu arðvænlegra og sæmilegra er hverjum manni aö fara vel með fén- að sinn. Eftir nokkurra ára sambúö á Bjarnarstöðum misti Sveinn heitinn konu sína, Hólmfríöi. Áttu þau sam- an tvö börn, sem á lífi eru: 1. Jónínu Guðnýju, gifta Hirti Sig- valdasyni að Selkirk, og 2. Helga; var fyrri kona hans Krist- in Jónsdóttir, en seinni kona hans er Ljótunn Goodman; þau búa að Lundar. Eigi all-löngu eftr að Sveinn heit. misti Hólmfríði, giftist hann öðru sinni. Var seinni kona hans Veron- ika Ragnheiður, systir síra Jóhanns Þorkelsonar dómkirkjuprests í Rvik- Bjuggu þau hjón áfram á Bjarnar- stöðum, þar til þau fluttu vestur um haf tjl Kanada áriS \883' Tóku Þau trygðír við"starfið* og"lét”ekki”teíjast ser bolfestu j Nýja-Islandi og voru þar yfir 20 ár. Við marga og mikla því. Þá fluttist hann í bæinn og var þar til heimilis fram á dánardægur, lengst af hjá Rögnvaldi synl slnum og konu hans Jóhönnu. Laugardagskvöldið hinn 6. april s. 1. gekk Sveinn heitinn til hvílu á venjulegum tíma, glaður og hress og virtist ekki kenna sér neins meins. En næsta morgun lá hann liðinn i hvil- unni. Benti alt á að hann hefði lát- ist í svefni, þjáningalaust. Hann var á 82. aldursári er han lézt. Fór jarð- arför hans fram 10. apríl s- 1., að við- stöddu miklu fjölmenni. Sá, er þetta ritar, átti ekki kost á að kynnast Sveini Kristjánssyni fyr en hann var kominn undir áttrætt. Á þeim aldri er flestum tekið mjög að förlast; starfsþrekið er þá v'enjulega þrotið, áhuginn á því, sem við ber í veröldinni, lítill eða enginn og hug- urinn orðinn sljór og dofinn. En ekki var því svo farið með Svein. Starfsþrek hans var undra mikið, á- huginn heitur og lifandi fyrir flestu, sem að framförum laut, og svo mikið fjör og skerpa í hugsuninni að sjald- gæft mun um mann á hans aldri. Eg kyntist honum býsna náið þrjú síð- ustu æfiár hans, og var svo heppinn að geta talið hann í flokki góðvina minna. Við vorum sambýlingar rúm- lega ár. Þá kyntist eg bezt atorku- seminni hans. Þann vetur voru stundum aftaka heljur, svo að mönnum á bezta aldri þótti þá ekki úti verandi. En aldrei hindruðu heljurnar Svein frá verki. Þegar vér bæjarbúarnir vorum að skjótast á milli húsanna, allir upp- dúðaðir, með höfuðin á kafi niðri i loðkrögum, þá máttiheyra sagarhljóð- ið kv'eða við einhversstaðar í bænum. Þar stéð hann við viðarköstinn, iðju- maðurinn áttræði, og sagaði mönnum til eldsneytis. Honum var jafnan ant um að öðum gæti verið hlýtt- En stundum vildi til að hann kom sjálfur heim að kveldi kalinn á höndum og andliti. En Sveini varð ekki mikið um slíkt. Hann var ekki að kveinka sér undan kali. Hann bara hló að þvi. Hann hafði bundið órjúfanlegar orða og orðtækja, þegar svo bar und- ir. Það var emstaklega skemtilegt að sitja áð samræðum með Sveini. Is- lenzkan var eitthvað svo veigamikil í munni hans og naut sín svo vel. Og líkast var því sem hann hefð.i æfinlega viturleg og hnyttileg sv'ör til taks. Fjörið : hugsuninni skorti ekki held- ur, þótt kominn væri hann um áttrætt. Mér er það fyrir minni, að þegar hann kom heim að kvöldi, eftir erfitt dagsverk, sambýlisveturinn okkar, þá var það oftast hann sem mest lífið og fjörið lagði í samræðurnar- Glað- lyndi hans og óvenju notalegt spaug brást ekki meðan eg þekti hann. Hvar sem hann sat að samræðum mátti eiga víst að ekki skorti fjör né skynsamleg orð. Svona var hann síungur í anda til hins síðasta, og svo laus við kredd- ur og fordóma, að sliks munu færri dæmin. íslenzki hetjuhugurinn gamli var ofinn inn í skap Sveins. Fornkappa- hreystin var runnin honum í merg og bein. Nær skapi var honum að brosa að sárum sinum, en að kvarta undan þeim; og fátt mundi honum hafa þyngra fallið en að verða handbendi annara. Hitt kails hann flestu frem- ur: að standa straum af öðrum. Og það mun hann hafa gert oft um æfina Hins vegar v'ar Sveinn viðkvæmur maður í skapi, framúrskarandi barn- góður og innilegur vinum sínum. bágindi annara snertu hann mjög. Og vitanlegt var það að hann gat ekki neitað neinum um aðstoð sína og hjálp, enda þótt hann yrði þá að taka sér nærri. Fyrir ástmenn sína og vini hefði hann feginn viljað brjóta sig í mola, og var alt af að reyna að þægja þeim á einhvern hátt Traustari vin og betri en hann, var ekki unt að eign- ast. Hvort sem hann batt vinfengi við menn eða málefni þá entist það æfilangt. Það var alt svo traust í pðli hans, þar var enginn lausalopa- bragur á neinu- í brjósti Sveins þroskaðist íslenzk- ur kjarngróður, sem ekki hnígur fyrir einni kuldanótt. Lögmál alföður het- ir nú flutt þann gróður þangað, sem vér hyggjum að v'axtarskilyrðin séu betri en hér. Um slíkt er þvi ekki að sakast. En vist er um það, að mörg- um fanst mun tómlegra í Wynyard- bæ, er Sveinn Kristjánsson var Iátinn. 7/a—’18. 7. K. íslands blöð gjöri svo vel og taki upp. Minni Islands. Ræða flutt á Islendingadaginn i Winnipeg 2. ágúst 1918 eftir síra * G. Árnason. örðugleika var að etja þar, einkum fyrstu árin. En yðjusemi og atorka urðu þó erfiðleikunum yfirsterkari. Þeim hjónum, Sveini og Veroniku, varð 13 barna auðið og eru 10 þeirra á lifi: L Sólveig, gift Símoni Sv'einssyni í Wynyard. 2. Rögnvaldur, giftur Jóhönnu Björnsdóttur í Wynyard. 3. Óttar giftur Magneu 3jörnsdóttur í Wynyard. 4. Svanberg, gftur Þorbjörgu Sveins dóttur í Dafoe. 5- Þorkell, giftur Jóhönnu Eggerts- dóttur i Selkirk. •6. Rakel, gift Birni Bjömssyni Dafoe. , 7. Ólöf Fríða, gift Guðmundi Jósefs- syni að Elfros. 8. Jón Halldór, ógiftur, í Kanada- hernum á Fakklandi. 9. Vernharður, giftur Fridu Brown; hann er i flugdeild Kanadahersins á Frakklandi. 10. Ástríður Björg, gift Schutz lög- reglumanni i Regina. Árið 1905 fluttist Sveinn heit. til Wynyard, Sask-, og kona hans skömmu síðar. Voru þá börn þeirra uppkomin og höfðu sum þeirra flutt þangað á undan þeim. Sveinn nam land skamt fyir austan Wynyard-bæ og dvaldist þar, þar til hann hafði unnið til eignarréttar á frá því. Vinnan var honum skilyrði ánægjulegs lifs. Það getur verið hætta á því, að sá, sem ann sér varla nokkurrar hvíldar frá líkamlegum störfum, vanræki vits- munalíf sitt. En fjærri fór því að slíkt ætti sér stað um Sv'ein. Hugur hans var sivakandi eins og hönd hans var sístarfandi. Lítinn kost mun hann hafa átt á bóklegri fræðslu í æsku. En i vöggu- gjöf var honum gefin ágæt greind. Og svo kjarngóð var sú grelnd og vel varðveitt, að ellin virtist engan bug á henni vinna. Þær stundir, er afgangs urðu Hkamlegu starfi, var Sveinn heitinn sílesandi- Og hann gjörði meira en bara að lesa. Hann hugsaði vandlega um það er hann Jas. Fyrir því hafði hann miklu meiri not af lestri sinum en alment gjörist og bar svo einkargott skynbragð á það, er vel var hugsaðog sagt. Hann hafði yndi af skáldskap, var sjálfur vel hagorður, en fór sv'o dult með, að fæstir vissu um það. íslenzkum sagnafróðleik unni hann og mjög, einkum fornsögunum, og varð varla betur skemt en við samræður um þær. Hann talaði svo hreina og kjarnyrta islenzku að leitun er á stíku. Brá oft fyrir í tali hans sjaldgæfum, ram- íslenzkum orðum, sem aðrir áttu enga völ á. Enda hafði hann hugsað mik- ið um islenzkt mál sem vel máttl heyra á ýmsum skarp-skynsamlegum álykt- unum, er hann gjörði um uppruna Herra forseti! Háttvirtu tilþeyrendur! Það er mér ljúft að mæla nokkur orð fyrir minni Islands á þesari þjóð- minningarhátíð okkar Vestur-íslend- inga; og eg veit að ykkur er öllum ljúft að minnast Islands, bæði þennan dag og aðra daga. Lengi höfum við, mörg okkar ávalt síðan við fluttum hingað frá ættlandinu, minst íslands, minst þjóðfrnis okkar, þennan dag; og eg vona að við öll höldum áfram að gjöra það meðan við lifum. Hversvegna er okkur þá svo ljúft að minnast Islands ? Það á vel við að við reynum að gjöra okkur sem ljósasta grein fyrir því nú, að við stingum hönd inn í eigin barm og reynum að skilja sem bezt tilfinning- ar okkar og afstöðu gagnvart Islandi og íslenzkri þjóð. Sú saga er sögð um einn af merk- ustu vísindamönnum Breta, Kelvin lávarð, að þegar hann var unglingur, hafi viðkvæði hans jafnan verið, er um eitthvað var að ræða, sem ekki var auðskilið: “Eg vil fá að vita hvernig þessu er í raun og veru far- ið”. Þefcta er hin eðlilega þrá vís- indamannsins að skilja viðfangsefni sín til hlítar. Og allir menn ættu að hafa eitthvað af henni, þega um það er að ræða, að skilja sjálfan sig og afstöður sínar í lífinu. Hversvegna elskum við ísland og íslenzka þjóð? Sálarfræðingarnir segja okkur að sálarlif okkar mannanna sé undið úr þremuf aðalþáttum, sem að visu séu ekki hver öðrum óskildir, en samt nægilega ólíkir til þess að auðvelt sé að greina þá hvern frá öðrum. Þess- ir þrír þættir: vitið, viljinn og til- finningarnar. Þeir segja okkur enn- fremur að tilfinningar okkar eigi sama rétt á sér og vit og vilji, að þær séu okkur jafn eðlilegar og skipi á- kveðið rúm í lífi okkar. Það er þessi þáttur sálarlífsins, tilfinningarnar, sem fyrst og fremst koma tl greina, þegar við reynum að skilja samband vort og afstöðu til Is- lands. Og mér finst að hér megi taka til samanburðar þá tilfinningu, sem á, að minsta kosti á vissu aldursskefði, einna dýpsta rætur í sálarlífi flestra manna; en það er ást barnsins til móður sinnar. Ef við nú spyrðum sjálf okkur að, hvers vegna við elskum mæður okk- ar eða minningu þeirra, þá gæt! svar- ið ekki verið það, að við gerðum það af þvi að hún móðir þín eða hún móð- ir min væri sú mesta og bezta kona, sem við hefðum þekt. Að öllum líkind- um höfum við vel flest þekt einhverj- ar aðrar konur, er við verðum að kann ast við að hafi verið mæðrum okkar fremri í einhverju. En þrátt fyrir það elskar hvert okkar sina móður umfram allar aðrar persónur, ekki v'egna yfirburða hennar yfir aðrar konur, heldur vegna hins sérstaka og öllu öðru ólika sambands, sem á sér stað milli móður og barns. Og eitt er eftirtektarvert við ást barnsins til móðurinnar, sem er það, að hún verður því dýpri og einlægari, er barnið vitkast, sem móðirin hefir lagt meira á sig barnsins vegna, því meiri erfiðleika og harðari baráttu, sem hún hefir haft fyrir tilveru barnsins meðan það var ósjálfbjarga. Svona er ást allra sannra manna til mæðra sinna farið. Og ást manns til ættlands síns og þjóðar er lík henni. Hún er blátt áfram eðlileg tilfinning, sem á sér djúpar rætur í sálarlífi mannsins- Hún verður ekki þaðan upprætt með skynsamlegum ályktun- um um það, að manni sé einhverra or- saka vegna betra að vera án hennar; enginn viljakraftur er nógu sterkur til að útrýma henni alveg; hun er eitt af sálarlífseinkennum okkar, sem við aldrei gætum losnað við, þótt við feg- in v'ildum. Þegar við minnumst íslands, þá er það meira en landið sjálft, og fólk- ið, sem i því býr nú, sem við minn- umst. Við minnumst sögu þjóðar- innar, þjóðlífsins, eins og það hefir verið frá byrjun og fram á þennan dag. Minning okkar um land og þjóð er ófullkomin nema hún feli í sér þetta. Og þegar við lítum í fljótu bragði yfir sögu íslenzku þjóðarinn- ar, þá líklega gjörir sú hugsun fyrst vart við sig hjá okkur, að hún sé að mörgu leyti raunasaga. Frá því fyrsta að Island varð að ganga út- lendu ' konungsvaldi á hönd vegna sundurlyndis og ójafnaðar hinna is- lenzku höfðingja, hefir eitthvert út- lent kúgunarvald dregið þrek og kjark úr þjóðinni, framundir þessa síðustu áratugi. Noregskonungar hrifsuðu undir sig réttindin, sem höfðu áður verið í höndum íslendinga sjálfra; og eftir því sem lengra -leið frá þeim tíma, er ísland glataði þjóðarsjálf- stæði sínu, kreptust járn&lær konungs- valdsins og verzlunareinokunarinnar fastar og fastar jtan um þjóðina; og sv'o fast var að|crept,að lokum, að furða er að öll n.anndá'S og allur dug- ur skyldi eigi /zyðileggjast að fullu og öllu. Það má heití-i að þessum ófrelsis- hörmungum sé nýlega aflétt á ís- landi, eins og rtíunar n.á segja að sé víðast hvar í iheiminam, þar sem frelsi hefir rutt sér til rúms; það er stutt síðan alV' frelsisireyfingarnar fóru að bera ávexti, þegar það er bor- ið saman við þ au tímab'l, er sagan seg ir frá. En y íir því me;um við gleðj- ast, að á ættla.ndi okkarhefir mikið á- unnist á skö' imi'n tírm. Eftir því, sem við fáuni be^t seð, er það eitt af mestu áhugamálum allra Islendinga áð þjóðin verði sem frjálsust að unt er, að hún fái sem fullkomnast stjórn- arfarslegt sjálfstæði og standi í öllu jafnfætis sambantlsþjóð sinni. Þetta virðist nú vera vilji allra og einlæg ósk, þótt ef til vill einhver ágreining- ur kunni að eiga sér stað um það, hvernig eigi að fá því framgengt. Hvern mundi hafa dreymt um þáð nú fyrir nokkrum árum, að danskir stjórnmálamenn mundu verða sendir heim til íslands til að ræða við ís- Ienzka stjórnmálamenn um samband- ið milli Islands og Danmerkur? En nú er svo komið að þetta hefir verið gjört. Og látum okkur öll óska þess, að samningarnir, sem nú þegar munu vera um garð gengnir verði sem við unanlegastir fyrir íslenzku þjóðina og henni til sem mestrar blessunar iframtíðinni. Eða hv'ern mundi hafa dreymt það nú fyrir örfáum árum, að íslendingar sendu sín elgln skip til annara landa, og að nýir verzlun- arvegir opnuðust, má ske til ómetan- legs gagns fyrir land og þjóð- Það er saga landsins og kjör þjóði arinnar á liðnum öldum, þær raunir, sem hún hefir þolað án þess að bug- ast, og hið nýfengna vaxandi frelsi og þroskun, sem gjöra okkur ísland kærara en það jafnvel hefði getað verið, hefði það verið stórt og vold- ugt land. Vegna þess að það hefir verið smátt og fátækt, þetta föður- land okkar, tekur okkur svo sárt til þess; og það á, vil eg segja, ekki lít- inn þátt í því að ást okkar til þess er djúp og einlæg. Minningarhátíðin okkar — Islend- ingadagurinn, eins og við nefnum hann — ætti að vera meira en endur- minningahátíð; við eigum að gjöra meira en að minnast íslands og þess að við erum af íslenzku bergl brotn- ir. Hvað annað og meira getum við gjört? HvSða þýðingu hefir þjóð- erni okkar hér í nýju landi, þar sem við ásamt mörgum þúsundum annara erum að umskapast i nýja þjóð? í annari ræðu, sem flutt hefir verið hér í dag, var vitnað til nokkurra orða eftir fyrverandi forseta Bandaríkj- anna, Theodore Roosewelt, og þar á meðal voru þessi orð: Þeim manni ber að vantreysta, sem ekki á nelna föðurlandsást.” Þessi orð eru eftir- tektarverð, og það felst í þeim mikill sannleikur. Alveg eins og við mund- um vantreysta þeim manni til að taka góðan þátt í nokkrum velferðarmál- um, sem skortir ást og ræktarsemi við heimili sitt eða þá, sem honum eru nánastir, svo ber að vantreysta þeim, sem hafa enga föðurlandsást, til heppilegrar afstöðu og þátttöku í þjóðmálunum. Það liggur í augum uppi, að þeg- við ekki borið aðra föðurlandsást í brjósti en ást til Islands. Og vegna þess að föðurlandsástin er tilfinnlng, sem á sér djúpar rætur í sálarlifi okk- ar, í mannlegu eðli, mætti segja, hljót- um við að hafa þessa föðurlandsást hér um langan tíma. En er hún þá því til fyrirstöðu að við getum orðið góðir og nýtir borgarar i þessu nýja landi? Hér virðist mér að mikill misskiln- ingur sé ráðandi hjá þeim, sem halda því fram, í allri einlægni að virðist, að alt, er við höfum komið með hing- að, hljóti að vera því til fyrirstöðu að við verðum góðir kanadiskir borg- arar. Enmitt vegna þess, að við höf- um ættjarðarást, þegar við komum hingað, má treysta okkur til þess að fá nýja og aukna ást á Kanada og þeirri þjóð, sem við eruimað leggja efnivið í ásamt svo mörgu öðru fólki. í félagslegu lífi sinu og sambandi við annað fólk er hver einstaklingur ekki ólíkur tré,- sem stendur þar stöðugar og þolir því betur öll veður, sem ræt- ur þess ná lengra út í allar áttir. Það er þá skylda okkar sem Islend- inga að vernda tungu okkar og þjóð- erni í lengstu lög; og það er skylda okkar sem borgarar hér, að glæða í sjálfum okkur alt það, sem gjörir okkur að sem nýtustu og beztu fólki. Föðurladsást er eitt af því, sú eðli- lega föðurlandsást, sem er okkur eig- inleg, líkt og ástin til móðurinnar er hverju barni eiginleg. Verndum þjóð- ernisarf okkar í lengstu lög; þann arf, sem hefir borið frægðarorð Islands út um önnur lönd; andlega arfinn, sem við öll eigum í máli okkar og bókmentum- Við elskum þetta, því það er okkur í té látið af móður okk- ar allra, en við þurfum enn sterkari og einlægari vilja til þess að gjöra alt, sem í okkar v'aldi stendur, til að vernda það og geyma með þakklátum huga. Megi það verða sameiginlegt áhugamál okkar allra. Menn segja að nú sé ekki tími til að hugsa um annað en þáttöku i hinni miklu bar- áttu, sem stríðið leggur okkur á herð- ar, sem er barátta fyrir viðhaldi lýð- frelsisins í heiminum. En hvaða stórræði, sem fyrir höndum eru, er á- valt réttur tími til að glæða í sjálfum sér ást til íslands og ást á öllu góðu, sem við höfum flutt með okkur þaðan. Ávalt er réttur tími til að meta rétt þjóðararf okkar og okkur sjálf; ávalt féttur tími til að þroskast sem menn og verða hæfari til að byggja um dugandi þjóð, sem elskar land sitt og vinnur samhuga að þrifum þess. Endurminnmgar frá Miklagarði. Eftir Henry Morgenthau fyrv. sendiherra Bandaríkjanna Framh. Francis Joseph, Austurríkiskeisara var kunnugt um að stríð mundi vera t aðsigi. Sendiherra Austurríkis í Mikla- garði, Pallavicini, beinlínis viðurkendi fyrir mér, að Miðveldin hefðu verið við stríði búin. — Hinn 18- ágúst, sem var afmælisdagur keisarans, fór eg yfir til sendiherrabústaðarins, eins og að undanförnu, til þess að láta í ljósi árnaðaróskir mínar. Og eins og að líkindum ræður, hneig samtalið fyrst og frenvst að hinum aldna þjóðhöfð- ingja, er þann sama dag fylti áttatiu og fjögra ára aldurinn. Pallav'icini talaði um keisarann með dýpstu lotn- ingu. og til þess að geta sýnt mér fram á með sem ljósustum rökum, hve keisarinn fylgdist vel með í öll- um málum, þá vitnaði hann til núver- andi ófriðar. í maímánuði árið þar á undan, hafði Pallavicini fengið á heyrn keisara og átti við hann alllangt samtal; og sagði Pallavicini mér, að keisarinn hafði þá fullyrt að Norður- álfustríð mundi óumflýjanlegt. Mið- veklin gætu aldrei tekið gildann hinn svonefnda Bucharest-samning, að því er snerti Balkanmálin, og þeirri deilu yrði aldrei til lykta ráðið á viðunandi hátt, öðruvíst en með úrslitastríði. — Bucharest-samningurinn var gjörður enda annars Balkan-ófriðarins, og skifti mjög löndum Tykja í Norður- álfunni, að undanteknum Miklagarði og dálítilli sneið, er umhverfis lá, á milli Serba og Grikkja. — Samningur þessi jók mikið á veldi Serbiumanna, og svo höfðu auðæfi og framleiðslu- skilyrði þeirra aukist, að Austurríkis- mönnum stóð af hinn mesti ótti, og hugðu að með því væri verið að Ieggja hornsteininn undir voldugt ríki, sem gæti seinna meir orðið þrándur í götu Austurríkis, og skapað innlim- unarhugsjónum þess aldurtila. Um þesar mundir var mikill fjöldi serb- nesks fólks háður oki Austurríkis- manna, einkum þó 1 fylkjunum Bosnia og Hersegovina, og þráði það und- antekningarlaust að geta sameinast aftur móðurþjóðinni. — Og svo kom líka hitt til greina, að hernaðarráð- stafanir Þjóðverja að austan, frá þeirra sjónarmiði, beinlínis kröfðust þess að Serbía skyldi verða eyðilögð, þvi hún var einmitt sá þröskuldur, er stóð í vegi fyrir Þjóðverjum austur á bóginn. Þjóðverjar og Austurríkis- menn höfðu. beðið þess með óþreyju, að Balkanistríðið mundi gjöra út af við Serbíjj sem þjóð — að Tyrkir myndu, með öðrum OTðum, brytja niður til agna hersveitir Péturs kon- ungs. Þetta var í raun og veru það, sem Þjóðverja kröfðust, og af þeirri HEIMSINS BEZTA MUNNTIÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölom Austurríkismenn, að koma í veg fyrir Balkanstríðin. En árangurinn varð allsendis öfugur við það, er þeir höfðu ætlast tib — Serbía kom út úr eldraununum stærri og sterkari en nokkru sinni fyr og bauð Þjóðverj- um byrginn. Flestir sagnfræðingar halda því fram, að samningurinn í iBucharest hafi hlotið óumflýjanlega að leiða til stríðs. Og eg hefi per- sónulega játningu Pallavicini mark- greifa fyrir því, að slíkt hafi og verið skoðun Francis Joseph keisara. — Samtal þettia, er eg hefi áður minst á, fór fram í maí, eða meira en mán- uði áður en hertogahjónin voru myrt. Af þessu er augljóst, að til ófriðar mundi hafa dregið engu að síður, þótt eigi hefði unnið verið hermdarverkið i Serajevo. Það var aðeins notað sem blekkingarmeðal, grýla, til þess að hrinda af stað þessum skelfilega ó- friði, sem Miðveldin höfðu fyrir löngu lagt grflndvöllinn að, og einung- is beðið eftir hinum hentuga tíma! III. Mánuðina ágúst og september hélt Wangenheim uppteknum hætti, ýmist [fullur af yfirlæti og hroka, sökum hinna þýzku sigurvinninga, eða þá þunglyndislegur og hugsjúkur, ef hon- um þótti ekki alt ganga að óskum á vígstöðvunum. Mér sýndi hann, sem Ameríkumanni nokkumvegin viðun- verður engum — engum hlíft! ÖIl listaverk Parísarborgar flytjum vér til Berlínar, alveg á sama hátt og Napoleon flutti listaverkasafn ítalíu til Frakklands.” Framh. Dánarfregn. Hinn 3. maí s. I. andaðist að heimilí sínu i minneota, Minn., sómakonan Katrín Magnúsdóttir Ólafsson, kona Jónasar Ólafssonar. Katrín sál. var fædd í febrúar árið 1835 á Nesi í Loð- mundarfirði í Norður-MúJasýslu á íslandi. Foreldrar hennar voru þau hjón Magnús, sem þá bj- á Nesi og kona hans. Þau hjón, foreldrar Kat- rinar sál. mun hafa verið fremud fá- tæk, en börnin mörg. Var Katrín sál. því á unga aldri tekin til fósturs af föðursystur sinni og manni hennar, sómahjónunum Magnúsi Guðmunds- syni og konu hans Sigríði Jónsdóttur; þau hjón bjugguw Hnefilsdal og Gauks stöðum á Jökuldal. Þau hjón ólu hana UPP og dvaldi hún hjá þeim þar ti» hun v'ar rúmJega tvítug. Þá giftist hún fyrra manni sínum, Jóni Péturssyni með honum mun hún hafa búið um 16 ár. Þá dó hann, og tvö börn sem þau áttu dóu í æsku, en tvö önnur Juifðu, stúlka og piltur. Árið 1878 kom Katrín sál. til Ame- andi kurteisi í umgengni, en þó lítt | ríku, og staðnæmdist i grend við þakklæti; en ernidrekum óvinaþjóða iMinneota Lyon C. O-, með þessi tvö sinna sýndi hann jafnaðarlega kalda j'börn sín. En svo var hún fátæk, að fyrirlitningu. Hann sat löngum á steinþrepinu fyrir framan kofa þann, er áður hefir verið getið um, þvi þar var han nennþá nær sambandi viö Corcovado Ioftskeytastöðina, og fljót- ari til taks að fá fréttir þær, sem hon- um voru iðulega sendar frá Berlin. Hann lét aldrei nokkurt tækifæri ó- notað til þess að hampa á lofti hinum miklu sigurvinnngum þjóðar sinnar, og í seinni tíð var hann teklnn að leggja það í vana sinn, að heimsækja mig daglega, án nokkurs fyrirvara, og lesa fyrir mér síðustu fregnirnar, er hann fékk. Hann var ávalt opin- skár og stundum nærri þvi ótrúlega málhvatur, af manni í hans stöðu. Eg minnist þess lengi, hve undarleg framkoma háns var daginn þann, sem Bretland hið mikla fór í stríðið. Hann virtist altaf hafa dáðst að Englandi, en þó einkum Bandaríkjunupjc “Það eru aðeins til þrjú stórveldi,” var hann vanur að segja: “nfl. Þýzkaland England og Bandaríkin.” “Og ef þessi þrjú ríki gengju í bandalag, þá gætu þau tvímælalaust drotnað yfir allri veröldinni,” bætti hann við. —■ En álit hans á Englandi var ekki lengi að breytast, er stórveldi það ákvað að fara i stríð, til þess að vernda, helga milli-þjóða sáttmála. Wangenheim hafði spáð þvf, að ó- mal friðurinn mundi ekki standa yfir nema stuttan tíma, og að 2. dag ,sept- embermánaðar mundu halda innreið sína í París. Hinn 5. ágúst heimsótti eg Wan- genheim, og Var hann í sérstaklega æstu skapi. Barónessa von Wangen- heim sat í stofu sinni, sokkin niður í að lesa Endurminningar móður sinn- ar, frá stríðinu 1870, og fansf þeim hjónum báðum eins og fregnirnar frá Englandi snerta þau blátt áfram per- sónulega, umfram annað fólk. — En það, sem þó vakti mest bæði undrun mina og eftirtekt, var hið dæmalausa skilningsleysi, sein virtist koma fram þjá Wangenheim, að því er til kom afstöðu Englands. “Alt saman póli- tík, ekkert annað en kolbikuð pólitík á hlið Englendinga!” hrópaði hann upp yfir sig hvað ofan í annað. Skoðanir hans voru alveg nákvæm- lega hinar sömu og þær, er Bethman von HoIl,weg hélt fram, að þegar í ar við komum hingað til lands, getum ástæðu reyndu hvorki þeir, né heldur harðbakkana slægi, þá voru allir þjóðasamningar ekkert annað en pappírstætlur — “scrap of paper”. Hinn 26. ág. var eg á skemtigöngu og hitti Wangenheim af hendingu- Hann byrjaði, eins og hann var vanur, að tala um sigurvinningar Þjóðverja á Frakklandi og að innan skamms mimdu þeir verða komnir til Parisar. Hann sagði einnig að það mundu verða Krupp-fallbyssurnar, er gjöra mundu út um stríðið. “Og þér skuluð muna það vel,” bætti hann við digur- barkalega, “að vér Þjóðv'erjar erum að fara í stríð, og eftir það tökum vér eigi tillit til nokkurs annars, en okkar eigin hagsmuna. Oss skal eigi henda hið sama i þetta sinn, og í síðasta ó- friðnum 1870, þegar Victorla drotn- ing, Rússakeisari og Francis Joseph gripu fram fyrir hendur vorar og komu oss til þess að hlífa París. — Nú verður París ekki hlíft — það hún varð að taka til láns nokkuð af fargjaldinu fyrir sig og börnin; og varð hún því að taka hvaða vinnu, sem hún gat fengið, og þær mæðgur, þvi stúlkan var vaxin og myndarleg, til að vinna upp skuldirnar; drengur- inn var ungur, um 12 ára. En eftir fárra ára 'dvöl hér misti hún bæði börnin, og var það sárt ofan í ýmsar raunir, sem hún var búin að ganga í gegnum. En hún bar það, sem ann- að, með þolgæði, kjarki og stillingu, sem hún var svo auðug af. Enda studdist hún við æðri kraft, því hún var sann-guðhrædd kona. Eftir tvö ár, eða svo, sem Katrín sál. hafði dvalið hér í landi, fór hún sem bústýra til Jónasar Ólafssonar, sem þá hafði tekið sér land í Islend- ingabygðinni í Lincoln, C. O., Minne- sota. Hann Var ekkjumaður, mjög fátækur, eins og vér fleiri landnemar á þeirri tið. En hann átti tvo drengi á barnsaldri. Það fór svo að þau giftust, og bú þeirra blómgaðist bráð- lega, og það svo, að þau urðu stórum efnum búin- Og þarna bjuggu þau blómabúi í nær 30 ár. Þá seldi Jónas bú sittog jarðir fyrir nokkrum árum og flutti til Minneota; bjó þar til niyndarlegt heimili; og þar hafa þau búið síðan, og þar sálaðist Katrín 3. sem fyr segir, og var jörðuð 6. s. m. að viðstöddum fjölda fólks. Einn son eignuðust þau Jónás ög Þjóðverjar íKatrin, og komu honum myndarlega 'til manns. Hann er mörgum Vestur- íslendingum að góðu kunnur. Það er síra Carl J. Olson, nú prestur hjá ensku mælandi fólki vestur í Sask., Canada. Katrin sálaða var góð eiginkona, þolinmóð, eftirlát óg ástrík, og þá var hún ekki síður alúðleg og um- hyggjusöm móðir og stjúpmóðir. Stjúpsonum sinum reyndist hún sem bezta móðir- Sem húsmóðir var hún geðprúð, notaleg og nærgætin, og öl^- um, sem hún kyntist, sýndt hún góð- semd og göfuglyndi. Minning henn- ar geymist því með ást og virðingu, ekki einungis í hjarta eftirlifandi eig- inmanns, sonar og stjúpsona, heldur einnig allra þeirra mörgu, sem kynt- ust henni og nutu þeirrar ánægju að kynnast hennar góðsemi og göfug- lyndi. Katrín sál. var sannköluð prýði heinlilis síns, sómi stéttar sinnar og höfuðprýði bænda sinna. Góðkunningi hinnar látnu. WHEN using \ WILSONS FLY PADS fe^READ DIHECTIONS CAREFULLY AND U FOLLOW THEM, EXACTLY. Er miklu betri en gúmi flugnapapplr- lnn. Hreinn 1 meCferð. Fæst hjft lyfsölum og matvörusölum.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.