Lögberg - 22.08.1918, Side 3

Lögberg - 22.08.1918, Side 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 22. AGÚST 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. |?RIÐJI KAFLI. XI. KAPITULI.................. Lafði Jana áttar sig. Morguninn eftir að það fór fram, sem um er getið í næsta kapítula á undan þessum, sat lafði Jana og Lucy við morgunverðarborðið. Lucy hafði kvartið yfir höfuðverk; hún sat og studdi hönd undir kinn, þegar Judith kom inn með miða í hendi sinni. Hann var frá lafði Iiauru; hún sagðist liafa skekt ökla sinn í liði, svo hún væri nú fangi og óskaði þess, að Lucy kæmi til sín til að vera hjá sér til skemtunar þenna leiðilega dag. “Eg er fús til að fara, Jana”, sagði Lucy. ‘ ‘ Hreyfing í fersku lofti eyðir ef til vill höfuð- verk mínum”. “Ertu viss um að þér sé ekki ilt í hálsin- um?” spurði Jana nokkuð kvíðandi. Hún hafði spurt að því áður. Lucy brosti. Fólk var auðvitað grunsamt með höfuðverk um þetta leyti. “Eg held mér sé ekki ilt í hálsinum, Jana; eg borðaði morgun- verðinn með beztu lyst. Eg svaf ekki vel í nótt, og það hefir ollað mér þjmgsla í höfðinu”. Þegar Lucy kom til Carltons, fann hún Lauru liggjandi í legubekknum í búningsklefa sínum, mjög snotur þerbergi á fyrsta lofti. ‘ ‘ Hefir þú meitt þig svo mikið að þú verðir að liggja?” spurð,i Lucy. “Ekki alt af, eg get staulast um stofuna; en öklinn er bólginn og sár. Var Jana því mót- fallinn að þú kæmir hingað?” “Nei, alls ekki. Hvernig meiddir þú þig, Laura?” “Eg var að gera dálitlar brellur”, svaraði Laura hálfhlæjandi. “Og þú veizt, að þegar menn eru að gera brellur með leynd, þá fá menn áreiðanlega hegningu sína. Segja ekki fyrstu sögurnar í stafrófskverinu okkar frá því?” “Hvaða brellur varst þú að gera?” spurði Lucy. “Carlton og mer kemur ekki sem bezt sam- an; það er ósamlyndi á milli okkar”, svaraði Laura. “Þú þarft ekki, að vera svo alvarleg Lucy; eg meina ekki að við séum köttur og hund- ur, en við erum heldur ekki neinar dúfur. Hann 'nefir leyndarmál, sem hann dylur mig, og þeim vil eg komast eftir. Nú eru svik í spilinu, og eg lofa sjálfri mér því, að eg skuli uppgötva þau”. Lucy hlustaði undrandi og hissa á hana, en Laura vildi ekki segja meira. “Nei”, sagði hún, “það á ekki vel við þín eyru, láttu það því sitja við þetta. Hann á sterkan járnskáp í kjallaran- um, og í honum geymir hann skjöl, bréf og því vun líkt; eg veit það, því eg fór þangað ofan í gær, en þegar hann sá mig, skelti hann skápnum x lás. Nú, svo fanst mér að mig langaði til að vita hvað hann geymdi í þessum skáp, og eg læddist ofan í kjallarann í gærkveldi með lykla bippuna mína, til að vita hvort eg gæti opnað hann”. “ó, Laura!” sagði Lucy allskelkuð. “Hvern ig gat þér dottið slíkt í hug? — Hvernig gast þú gert þetta? ‘ ‘ Hinkraðu vrið, þangað til þú eignast mann eins og Carlton, sem orsakar þér raunir með sinni lævísu framkomu, og sjáðu þá hvað þú munir hugsa og gera”, svaraði Laura. Og Lucy þorði ekki að koma með fleiri at- hugasemdir; því hún hafði eitt sinn, sem barn, orðið að hlýða skipunum hennar, og bar enn þá dálitlá virðingu fyrir henni. “Eg fór í myrkrinu, svo fólkið skyldi ekki sjá mig”, sagði hún, “eg tók með mér nokkrar vaxeldspýtur, til að kveikja á þegar eg kæmi þangað ofan. Alt gekk vel. Eg reyndi lyklana mína, en enginn þeirra dugði, eg var því göbbuð þarna, slökti ljósið og sneri til baka aftur. Mað- ur verður að stíga niður þrjár tröppur, þegar maður kemur út úr klefanum þar sem skápurinn er, og upp aðrar tvær til að komast inn í kjall- arann. Það hafa verið lélegir byggingameist- arar, sem bygðu þenna kjallara, fyrst að maður er neyddur til að fara ofan til þess að komast upp aftur. Nú, Lucy, mér skrikaði fótur á efstu tröppunni af þeim þremur, það var eitthvað límkent, og eg datt ofan. Eg gat ekki staðið upp strax sökum sárrar tilfinningar í fætinunf, og eg var reglulega hrædd, af því eg bjóst við að verða að kalla á fólkið, þó hepnaðlst mér að skríða til baka. Þarna hefir þú alla söguna”. Og mjög heiðarlega sögu líka! Lucy sat undrandi. “Eg hefi sagt þér þetta að gamni mínu”, sagði Laura, sem sýndist vera alveg kærulaus, “og þú mátt endurtaka það fyrir Jönu, ef þú vilt. Þegar hann kom heim, vildi hann fá að vita hvernig eg hefði fengið þetta. ‘Skrikað’, svaraði eg, og hann fékk ekki meira að vita hjá mér”. Nú varð þögn, sem Lucy rauf, með því að fara að tala um annað. “Við höfum heyrt að Carlton muni ætla að hætta við starf sitt hér, Laura. Friðrik Grey mintist á það”. . “Hann segist vilja það. Eg veit það ekki. Iiondon er auðvitað bezti staðurinn fyrir lækna. Fyrst við minnumst á Friðrik Grey, hver er ástæðan til að hr. Carlton er honum svo and- vígur?” “Um það veit eg ekkert”, svaraði Lucy. “Eg heyrði hann tala við Jefferson og bölva því, að Friðrik Grey væri hér og tæki þátt í læknastarfi bæjarins. Þeim hefir aldrei komið vel saman. Ungi Grey var all-djarfmæltur við hann; hann var vanur að segja, að Carlton hefði hrakið föður sinn úr bænum”. “Eins og hann gerði líka”, svaraði Lucy rólega. Að minsta kosti var það alment sagt um það leyti, það man eg. En því er nú lokið, það tilheyrir liðna tímanum; Friðrik var að eins drengur þá. Hann skitir sér ekkert af læknis- starfi Carltmis”. “Nei, Oarlton vildi lieldur vita liann þar sem piparinn grær, en að leyfa það. Lucy, ertu veik? Þú ert svo deyfðarleg til augnanna og kinnar þínar eru blóðrjóðar”. Seinustu mínúturnar hafði Lucy stutt liönd undir kinn, eins og hún hafði gert fyr þenna dag, þegar hún sat við morgunverðarborðið hjá Jönu systur sinni. “Eg vaknaði með höfuð- verk”, svaraði hún og leit upp mjög deyfðarlega “Eg hélt að ferska loftið mundi hressa mig, þegar eg gekk hingað, en það gerði það ekki, og mér er að verða ílt í liálsinum”. “llt í liálsinum!” endurtók Laura. Svo varð augnabliks þögn, þangað til Laura þaut á fætur, gleymandi veika fætinum sínum, þreif í systur sína og dróg hana með sér xit að glugg- anum. “Lucy! Það getur þó ekki verið tilfellið! Þú færð þó líklega ekki veikina?” “Nei, auðvitað fæ eg hana ekki”, var svarað. En Lucy fékk þó veikina. Og lafði Jana fekk ekki að vita það fyr en um kveldið, þegar hún bjóst við Lucy heim, því annaðhvort af lcæruleysi eða af annari ástæðu, sendi Laura henni engin boð um ásigkomulagið. Kl. níu var þjóninn sendur með fregnina; en það var Carl- ton sem sendi hann. Lafði Jana gat ekki trúað þessu. Það var hinn vitgranni Jónathan, og hún hélt að hann hefði misskilið fregnina, sem hann átti að flytja lienni. Lucy var í rúminu, sagði hann. Hún varð veik strax eftir að hún var komin til Carl- tons. Hr. Carlton var þá ekki heima; en þegar hann kom heim, sagði hann að það væri þessi umgangsveiki. Hann hafði beðið Jónathan að flytja lafði Jönu kveðju sína, og segja henni, að hinni veiku skyldi veitt öll möguleg umhyggja og athygli. Þessi fregn var sú versta sem Jana gat feng- ið. Eftir hennar skoðun var eitthvað rangt við það, að Lucy væri tekin til að liggja þar veik, og hún kvartaði um þetta við Judith. Án tillits til kvíðans, sem Jana bar fyrir Lucy, var það henni ósegjanlega mikið á móti skapi, að hún yrði að liggja veik í húsi Carltons, að hún yrði að hafa hann fyrir lækni, og að hún sjálf yrði að dve’ja í því húsi á meðan Lucy væri veik. Hún hugs- aði um þetta með sjálfri sér, því lafði Jana lét sjaldan augnabliks áhrifin stjórna sér, svo fcr hún í yfirhöfn sínaog lagði af stað til húss Carl- tons og tók Judith með sér, um leið og hún skip- aði sínum eigin þjón að fara til hr. Grey, og biðja hann að koma til húss Carltons undir eins og honum væri mögulegt. Bezta herbergið, stór, fögur, ferköntuð stofa, við hliðina á búningsklefa lafði Lauru, var í snatri búið út handa Lucy. Hún lá þar og leit út fyrir að vera lieit og kvíðandi, og kvart- aði yfir höfuðverk og sárindum í hálsinum. “Jana”, hvíslaði hún, þegar systir hennar laut niður að henni, ‘ ‘ Carlton segir að þetta sé umferðarveikin. Eg vildi að eg væri heima hjá þér”. ‘ ‘ Þú hefðir átt að koma heim á sama augna- bliki og þú fanst að þér versnaði, Lucy”, svar- aði Jana. “Eg hélt að þú mundir hafa haft hugsun á slíku, barn. Laura, þú hefðir átt að senda hana heim, hvar var vagninn þinn, fyrst hún gat ekki fengið að nota hann?” “Það var ekki henni að kenna — heldur ekki mér”, svaraði Laura. “Hr. Carlton gaf henni einhver lyf fyrir hádegið, þegar við örð- þess vör að hún var vesöl, og liann vildi fá að sjá áhrifin; nú segir hann að hún sé of veik til að flytja hana. En ef þú vilt leyfa mér að segja meiningu mína, Jana, þá held eg að það sé bezt eins og það er; því livar ætti hún að vera stund- uð betur, heldur en á heimili læknis? Og þú mátt reiða þig á það, að það verður litið vel eftirhenni”. — “Laura, eg vil heldur að hún sé hjá mér; liún er í minni umsjá, eins og þú veizt, og eg ber ábyrgð á henni. Ætli það sé ekki mögulegt að flytja hana?” ‘ ‘ Þú hlýtur að vera heimsk, fyrst þú heldur það”, sagði Laura. “Eg sagði hr. Carlton að eg væri nógu frísk til að vera flutt lieim”, sagði Lucy; “en hann sagði að eg vissi ekki í hvaða hættu eg stofnaði mér. Eg held að það hafi mátt flytja mig lieim, Jana”, Jana spurði hvar Carlton væri. Hann var í borðstofunni, þar sem hann neytti ýmsra hress inga eftir þenna erfiða dag, og hún gekk inn til hans. Hann stóð upp undrandi. Lafði Jana Chesney á hans heimili! “Hr. Carlton”, sagði hún rólega, þó hún væri afarreið, “eg er komin til að sækja lafði Lucy. Eg held að eg geti það án þess að stofna henni í hættu”. “Ómögulegt, lafði Jana. Það gæti orsakað dauða hennar”. Mér finst, hr., að áður en þér tókuð á yður ábyrgðina að hafa liana hér, hefðuð þér átt að gera mér boð til að spyrja um meiningu mína í því tilliti”, sagði lafði Jana alvarleg. “Veikin hefir hlotið að vera lítil í byrjuninni, og það var engin ástæða til að senda hana ekki heim. Hún var nógu frísk til að ganga liingað í morgun og eg efast um að hún hafi verið svo veik síðari hluta dags, að ekki hefði mátt fylgja henni heim”. “Veil^in hefir komið snögglega”, svaraði Carlton, “ og eg er hræddur um að hún verði á vondu stigi”. “Eg vil samt taka hana heim með mér, ef það er mögulegt”, sagði Jana, “og eg hefi sent boð eftir hr. Grey, svo hann geti komið og sagt mér sína skoðun um þetta. Með þessu er það ekki tilgangur minn að sýna yður lítilsvirðingu, lir. Carlton; en Grey er minn eigin læknir, og eg ber ótakmarkað traust til hans; auk þess verður úrskurður hans ekki hlutdrægur um það, hvort liún megi flytjast. En það erum við ef til vill”. “Eg skil yður ekki”, sagði læknirinn. “Eg vil taka hana með mér, en þér viljið haf^i hana hér; hr. Grey mun þar á móti láta sína. hreinskilnu skoðun í ljós; því hann getur enga ástæðu haft til að hallast að annari hvorri hliðinni”. “ Jú, liann getur”, svaraði Carlton. “Hann fær mikilsverðan sjúkling til meðferðar, ef hann fær lxana flutta heim til yðar”. Þessi orð voru sönn að vissu leyti, en þau vöktu gremju lijá Jönu. “Hún verður hvort sem er hans sjúklingur, hr. Carlton. Eg efast ekki um dugnað yðar; enn minn eigin læknir skal annast lafði Lucy, hvar sem hún liggur”. Kaldi, drambsami rómurinn og svipurinn sem þessum orðum fylgdi, og orðin ‘lafði Lucy’, særðu Carlton. Framkoma Jönu gagnvart hon- um og neitun hennar um, að eiga nokkuð saman við hann að sælda, hafði honum gramist í mörg ár. Hann gleymdi sinni vanalegu ró, hann gleymdi sér svo mikið, að í æsing sinni talaði hann þau orð, sem hann hefði ekki átt að gera, hann heimtaði að fá að vita hvort hann væri ekki eins nothæfur og John Grey. Með sinni ró- legu sjálfstjórn kom Jana honum til að þagna. “Hr., það er raunar satt, að systir mín er kona yðar; en eg bið yður að gleyma því ekki, að eg er lafði Jana Chesney, og að eg á kröfu til vissrar virðingar, jafnvel í yðar húsi. Eg trúi því, að þér séuð eins nothæfur og John Grey, að dugnaður yðar sé eins mikill og hans; en hér er ekki um það að ræða. Hann er minn læknir og eg kýs að hann megi annast sjúkl- inginn”. “Það er kunnugt, hr., að þegar einhver er veikur, þá er enginn staður jafn hentugur þeim og heimilið”, sagði Judith, sem var á sömu skoðun og húsmóðir hennar, og hafði fylgt henni inn til Carltons. “Það væri miklu betra að fá lafði Lucy heim”. Áður en tími var til að svara, heyrðist háv- aði úti í ganginum; Carlton fór þangað og Jana á eftir honum. • Friðrik Grey var kominn inn, og hann var í svo mikilli geðshræringu og óró- legur, að því er erfitt að lýsa. Hann sneri sér að lafði Jönu. “Frændi minn var ekki heima, og þess vegna kem eg í staðinn hans ’ ’, og geðshræringin gerði orð lians lítt skiljanleg. “Hvar er hún? Er hún mikið veik?” Nú byrjaði riflildi. Carlton, sem var í æstu skapi — sjaldgæft fyrir liann — tók sér stöðu fyrir framan gest sinn, til að varna honum að ganga upp stigann. ‘ ‘ Þér getið ekki litið eftir henni. Þér meg- ið ekki gangaupp mína stiga”. “Ekki líta eftir henni?” endurtók Friðrik, um leið og hann starði á Carlton, eins og hann héldi að hann væri brjálaður. “Ekki líta eftir lienni? Þér vitið ekki hvað þér segið; hún er lieitmey min; hr. Carlton”. 5vma hefði þotið beint að stiganum ef Carl- ton hefði ekki varnað honum þess, og gasljósið af einni eða annari ástæðu sloknað. Vinnufólk- ið var í ganginum, það hafði læðst út þegar það heyrði riflildið; lafði Laura með veika fótinn staulaðist ofan stigann; stúlkurnar hljóðuðu þegar myrkrið skall á; þær hafa máske áður verið við því búnar að hræðast vegna orðastríðs- ins, og lafði Laura hljóðaði líka, án þess að vita af hverju hún hljóðaði. Það var alt í vandræðum, fólkið. Stúlkurn- ar hlupu til húsbónda síns til að leita verndar, en gegn hverju, það vissu þær ekki, og Friðrik Grey, sem ún nokkurrar kurteisi ýtti þeim til hliðar sem í vegi hans voru, þaut upp stigann. Carlton hefði varnað honum þess, en gat það ekki af því, að fólk hans hópaðist í kring um hann, og á sama augnabliki var fáum orðum hvíslað í eyra hans með ókunnri rödd. “Ætlar þú að hafa hana hér til að gefa henni eitur í rúmi sínu, eins og þú gerðir við hina?” Jafnframt þessu heyrðist hreyfing við gang dyrnar, eins og einhver hefði komið inn eða far- ið út. Dyrnar voru hálfopnar eftir að Friðrik Grey kom inn; því þjónn lafði Jönu stóð fyrir utan dyrnar og beið eftir skipunum hennar. Carlton, sem mist hafði allan ákafann, alt mótstöðuafl, hallaðist upp að veggnum og þurk- aði andlit sitt, sem orðio var kalt og rakt. Ef hann hefði ekki heyrt fótatak Friðriks Grey í stiganum, hefði hann eflaust eignað honum orð- in. Einhver kveikti á eldspítu, og Carlton sá við liósglætuna að ókunnur maður var í nánd — fá- tæklega klæddur maður, sem stóð við gangdyrn- ar. Hvað það var sem lækninum hugsaðist, veit hann bezt sjálfur, en liann þaut til mannsins, þreif til hans og hristi hann. “Hver ert þú bófinn þinn?” En rödd Carltons var breytt, og hann mundi naumast hafa þekt hana sjúlfur. Hinn ókunni maður reyndi að losa sig og kvartaði sáran. “Eg verð að álíta að þetta sé all-undarleg móttaka þegar maður kemur að sækja læknirinn sinn. HVaða móðgun er eg sekur um, fyrst eg er hristur þannig?” Þetta var hinn meinlausi Vilkes, rakarinn frá" rakarastofunni þar í nándinni. Carlton starði á hann undrandi við birtuna af gasljósinu sem nú var búið að kveikja á aftur. “Eg bið fyrirgefningar, Vilkes. Eg hélt að það væri — Hver kom inn eða fór út?” spurði Carlton og leit hringinn í kring um sig. Fólkið liafði engan séð. Það hafði verið svo dimt. “Eg kom til að sækja yður, hr.”, sagði rak- arinn, sem stundum skóf burtu skegg Carltons. “Næst. elzti drengurinn minn er vesæll, og eg hélt að það væri máske umgangsveikin. Eg ætl- aði ekki að koma fyr en á morgun, hr., en eg fékk engan frið fyrir konunni minni, sem sagði að ekkert væri eins gott og að taka lyf til að verj- ast veiki, nógu snemma; þegar eg lokaði, kom eg því hingað. Þér álítið mig eflaust vera viltan björn, sem gengi í kring í leyfisleysi?” Areiðanlegustu Eldspíturnar í Keimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRASTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en aðrar eldspítur á markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPlTUR Húðir, Ull og . . . . LDDSKINN Ef þú óilut eftir fljótrí afgreiðdu og hesti verði fyrír ull og loðskinn.ikrífið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. Ull, Gœrur og Seneca Rœtur i Vér kaupum vörur þesaar undir eins í stórum og imáum alumpum. Afarhátt verð borgað. Sendið oss vörurnar strax. R . s. R0BINS0N W I N N I P E G, 157 RUPERT AVENUE og 9 150-2 PACIFIC AVE. East M AN . - 1 AUGLÝSIÐ I LÖGBERGI. Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín Beztu Meðmæli. Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann- gjamt. Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra eru í ólagi. Dr. C. C. JEFFREY, „Hinn varfærni tannlaeknir** Cor. Lofjan Ave. oá Main Street, Winnipeé XOÐ8KINN Bwndur, Veiðlmennn og Veralnnarmenn LOBSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mestu skinnak.upmenn í Cnnada) 213 PACIFIC AVENCE................-WIN NIPFX}, MAN. Hrsta verð borgað tyrir Gæmr Húðir, Seneca rætur. SENDIÐ OSS SKINNAVÖRU YÐAR. Perlan frá Tóledo. tStælt eftir sænskuh Eftir Prosper Merimée. Hver getur sagt mér, hvort sólin er fegurri þá er hún rís úr ægi, efia þeg- ar hún hnigur til viöar? Hver getur sagt mér, hvort er hiö fegursta tré í skógi, hvort heldur olíuviðurinn eSa mandeltréö? Hver getur sagt mér hvorir eru meiri hreystimenn, Valen- tsiumenn eöa lAndalúsíubyggjar? Hver. getur sagt mér, hver er fegurst kvenna? — Eg get sagt þér hver er fegurst kvenna; þa8 er Áróra de Var- gas, perlan frá Tóledó. Túzani svarti heimti kesju sisa, hann heimti skjöld sinn: kesjuna, hana hefir hann í hægri höndinni; skjöldinn ber hann um öxl sér. Hann gengur niður í hesthús sitt; hann á þar 40 hryssur; hann skoöar þær all- ar, hverja af annari. Hann segir: “Bera er sterkust; á hennar breiöu lend hefi eg á burt meÖ mér perluna frá Tóledó; eða, heyri þaö allar helg- ar kindir! aö öörum kosti mun eng- inn líta mig augum framar í Kor- dóvu’’. Hann fer af staö, hann riður mik- inn, hann kemur til Tóledó, og hann mætir gamalmenni einu nálægt Zúca- tin. “Öldungur íiieö hvíta skeggiö”, mælti hann, “færöu bréf þetta honum Don Guttier de Saldana- Ef hann er heldur maður en mús, þá kemur hann og berst við mig viö Almami-lind. Annarhvor okkar skal eignast perl- una frá Tóledó”. Og hinn gamlimaður tók viö bréf- inu, hann tók viö því, og hann færöi það greifanum frá Saldana, er hann sat að tafli viö perluna frá Tóledó Greifinn las bréfiö, hann las hólm- gönguboöiö, og svo hart baröi hann í borðiö, að töflurnar hrukku ailar um koll. Og hann stendur upp, og heimt- ar kesju sína og sinn góöa jó; og perlan frá Tóledó stóö líka upp, titr- andi eis og reyr; þvi hún skildi, aö hann ætlaöi til einvigis. Guttiere! Herra minn! Don Guttiere De Sald- ana! Gerðu þaö fyrir mig, vertu kyr og telfdu aftur viö mig”. “Eg vil ekki leika að tafli lengur; eg mun heyja hildarleik viö Almami-lind”. Og tár Áróru máttu ekki aftra honum því enginn hlutur heftir för riddara, er ríður til einvígis. 'Þá tók perlan frá Tóledó skikkju sína, og settist mjp á múlasna sinn, og hélt af staö til Almami-lindar. Grasiö viö lindina var rautt. Vatnið í lindinni er líka rautt. En þaö er ekki kristins manns blóö, er litar grasið rauöu, er laugar rauöu vatnið í lindinni. Túzani hinn svarti liggur flatur ájöröu; kesja Don Guttieres stendur í brjósti hans brotin; blóöiö i>unar i lækjum út frá honum- Hryssa hans, Bera, stendur upp yfir honum og tárast; því hún getur ekki grætt sár húsbónda síns. / Perlan frá Tóledó stígur af baki múlasna sínum. “Vertu hughraustur, riddari!” mælti hún; “þú munt lifa og eignast serkneska meyju fagra; hönd mín kann aö græöa sár þau er riddari minn veitir”. “Ó, þú perlan hvíta!” mælti hann, “ó, þú perlan fagra! Kiptu úr brjósti mínu kesju- broti þessu, er tætir þaö í sundur. Hún grunar hann ekki og laut aö hon- um; en hann tekur á öllum sínum mætti og ristir meö brandi sínum breiða skrámu um þvera hina fögru á- sjónu meyjarinnar. —Iðunn. Brown & McNab Selja I heildsölu og smisölu myndir, myndaramma. Skriflð ettlr verði ft. stækkuSum myndurn 14x20. 175 Carlton St. - Tais. Main 1357 GOFINE & CO. Tals. M. 3208. — 322-332 Ellice Ave. Horninu ft Hargrave. Verzla með og virða brökaða hú»- muni, eldstör og ofna. — Vér kaup- um, seljum og skiftum & öllu sem er nukkurs virSL

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.