Lögberg


Lögberg - 22.08.1918, Qupperneq 4

Lögberg - 22.08.1918, Qupperneq 4
4 r %.v - • LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. AGÚST 1918 ögbecg Gefið út hv«m Fimtudag af Th« Cal- umbia Pre**, Ltd.,fCor. Wiiliam Ave. & Sherbrook. Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARRY 418 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. Vopni, Business Manager Otaná«kri(t til blaSsinc THE 801UMBIA PRESt, Ltd., Box 3172, Winnipog, Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERQ, Box 3172 Winnipog, K[an. VERÐ BLAÐSINS: *2.00 u«n AriB. ^Þ-27 Euuiuuu»iMuiMimiiHimRuiuiiiiiniiiinuuiniiuiiiHiiiniiiiiiiiiiiiuwíiiiiBiHiintiiiiHHíui!iuiiiiiiiiHHitiiiiiuamiiiiiuHmiii Sáttmáli Islendinga. Það hefir víst verið ljóst öllum lesendum vorum, að samningar á milli Islendinga og Dana hafa staðið yfir í Reykjavík á Islandi undanfar- andi, og hafa allir Islendingar beðið eftir því með óþreyju að sjá hver endir þar á yrði. Nú eru þessir samningar fullgerðir af báðum máls- aðilum, og birtum vér þá í heilu líki á öðrum stað bér í blaðinu, og geta menn athugað þá sjálfir og myndað sér afstöðu gagnvart þeim. Sjálfir böfum vér ekki enn átt kost á að yfirfara þá nógu vel til þess að kveða upp dóm um þá, en það skal gjört við fyrstu hentugleika. Vér þykjumst þess fullvissir, að ýmislegt í þessum samningum muni ekki falla Vestur-ls- lendingum í geð, og ættu þeir þá að láta mein- ingar sínar í Ijósi hispurslaust, því að þótt að til séu menn á ættjörðu okkar, sem k\inni að lita svo á, að vér séum útlendingar orðnir, og að oss varði því ekkert um þeirra sérmál, en slíkt eru að eins óforsjálir menn, sem svo hugsa eða mæla Sá hugsunarháttur getur ekki verið málstað þeirra stoð, né heldur getur hann létt af sjálfum oss þeirri byrði skyldunnar, að vinna ættlandi voru, íslandi, alt það gagn er vér megum — gofa því það bezta er vér eigum, alt af og undantekn- ingarlaust, en ekki síst þegar jafn mikil tíðindi ;eru að gjörast hjá þjóð vorri og nú. Án tillits til þess hvort að mönnum líkar betur eða ver. 1 langa tíð hefir þjóð vor átt í stríði — stríði út á við — í stríði við útlent vald, sem hefir með valdi sínu þröngvað kosti hinnar fámennu ís- ienzku þjóðar, en hún hefir staðið stöðug við frelsishugsjónir sínar fram á þenna dag. Og stríð hefir borist inn fyrir landhelgina, inn í landið, og bræður þar borist á pólitískum bana- spjótum. — Það er því ekki að undra þótt þjóð- in þrái frið. — En til þess að nokkuð sé unnið með friði, þá verður hann að geta orðið varan- legur. Svo varanlegur, að órói og óánægja falli niður, og menn geti snúið heilum hug sínum frá stríðsmálunum og að innbyrðis áhugamálum.— En til þess að það megi verða, þá verður sigur- þrá og frelsishugsjónum íslendinga að vera borgið. Mörgum mönnum þótti það mikiil viðburð- Þe?ar það fréttist að Danir voru orðnir svo áfram um að semja við Islendinga um samband Dana og forna lýðveldisins fræga, Islands, að þeir vildu vinna það til, að sækja Islendinga líéim til þess, og jafnvel töldu það atvik sigur fyrir hina íslenzku þjóð. Því voru Danir svo ófram um að semja einmitt nú, þegar nálega all- ur heimurinn er að berjast fyrir tilverurétti og sjálfsákvörðunarrétti allra smáþjóðaf Var það af því að þeir vildu unna Islendingum þess frels- is, er þeir voru svo lengi búnir að þrá, og bérjast fyrir ? Eða var það af því að þeir voru hrædd- ir við dóm þeirra manna, sem í nálægri fram- tíð væntanlega standa á hálsi yfirgangs og of- beldis, þess er þeir sjálfir hafa sýnt hinum þrótt minni bræðrum sínum, og þeir hafa verTð að berjast á móti í mannsaldur, og vildu svo vera búnir að binda hnútinn áður en dómur sá yrði uppkveðinn? Við fyrsta lestur þessa samnings getur vér eigi varist þeirrar hugsunar að svo hafi verið. Það sem að oss virðist hafa verið skýlaus réttarbót, fram yfir það sem áður var, er það að Islendingar eru undanskyldir þátttöku í hern aði, og að Danir lofast í þessum samning til þess að kynna það öllum þjóðum, að hin íslenzka þjóð ætli engan gunnfána að hafa, og að Islendingar séu undanþegnir herskyldu. Hitt er hinn ís- lenzki siglingarfáni, sem að þeir vitanlega þorðu ekki að neita íslendingum um. Vér höfum verið að draga upp mynd í huga vorum af sjálfstæðu ríki — lýðveldi eins og það var áður. — Vér vorum að hugsa um Fjallkon- una norður við heinlskaut í svalköldum sævi, krýnda lýðveidis kórónunni, sem hún áður bar, en þessír samningar, ef þeir verða að lögum, gera þá von að engu, því samkvæmt þeim kon- ungssambandið að vera um aldur og æfi. Ummæli Dr. Frank Crane Fyrir hverju erum vér að berjast? Það er afar-áríðandi að vér gerum oss ljóst hvernig svara skuli þessari spurningu. Vér erum ekki einungis að berjast til þess að brjóta á bak aftur hinn þýzka her. — Og hvað mundi taka við að því loknu? Þó er það auðvit- að fyrsta verkið, sem vér verðum að vinna, en ef vér gerðum hvorki annað né meira en það, mundum vér eiga á hættu að þurfa að byrja á nýjan leik — nýju stríði, áður en langt um liði. Það er ekki tilgangur vor — eftir að vér höfum unnið sigur yfir hinu þýzka hervaldi — að kvelja allan hinn þýzka lýð, flytja hann nauð- ugan í burtu, selja hann í þrældóm, eða brenna borgir, eins og Þjóðverjar sjálfir gerðu í Belgíu Slíkt gethr engin göfug, sann-mentuð þjóð látið sér til hugar koma. Því líkt athæfi er bæði ilt og afskræmilegt. — Þýzkir hermálasnápar telja sér slíkar aðfarir samboðnar, en vér gerum það ekki Hvað er það þá í raun og veru, sem vér er- um að berjast fyrir? Vér erum að berjast til þess, að hrinda af stað stjórnbyltingu í Þýzkalandi, Austurríki, Búlgaríu og Tyrklandi. Vér erum að berjast til þess, að koma á fót lýðfrjálsu stjórnskipulagi á meðal þessara þjóða Vér getum ekki eyðilagt þær — viljum það held- ur ekki. En vér megum til að breyta þeim. Vér getum fyrst og fremst breytt þeim, með því að vinna gjörsigur á herstjórnarkerfi þeirra — því kerfi er heldur þeim í Þrældómi þræl- dómsins. Þessvegna er hluttaka vor í stríðinu réttmæt og nauðsynleg. En í viðbót við herstyrk vorn, verðum vér að hafa útbreiðslustarfsemi. Alveg eins og Þjóðverjar útbreiða málstað sinn um víða veröld með mútum og lygum, þurf- um vér einnig að útbreiða með jafnmiklu kappi á meðal fólks Miðveldanna, boðskap heilbrigðrar skynsemi og frelsisástar. Því eftir að vér höf- um unnið sigur á þeim þjóðum, hljótum vér að hafa við þær viðskifti, en meðan sami einveldis- andinn ríkir meðal þeirra, eru öll viðskiftasam- bönd óhugsandi. Þessvegna ættum vér að styðja og styrkja hverja lýðfrelsishreyfingu á meðal Þjóðverja í Ameríku, það gæti orðið bræðrum þeirra í heimalandinu til þarfrar fyrirmyndar. Því meira af óeðlilegu hatri, sem vér sýn- um hinni þýzku þjóð, þess margfalt fastara fleygjum vér henni í járngreipar hervaldsins, ineð því hún mundi þá skoða þann flokkinn, sinn eina verndara. Þeim mun skýrara, er vér reynum að sýna íbúum óvinaríkjanna, að vér erum að berjast fyrir frelsi þeirra, þess fyr vinnum vér fullkom- inn sigur. Vér getum hatað þá einveldishöfðingja, er viltu þjóðirnar út í þetta stríð, en vér megum ekki hata fólkið sjálft, vér verðum ávalt að halda fyrir því opnum dyrum til iðrunar — til þess að það geti losnað við þau stjórnarvöld, er að eyðilegging þess unnu, svo að það geti orðið hluttakandi í því frelissambandi veraldarinnar sem hlýtur að myndast friðinum til verndar, að loknum yfirstandandi ófriði. Þetta er í samræmi við heilbrigða skynsemi. — Hugsið um það! Sendið drengjunum böggla. Matsparnaðarnefnd Canada stjórnarinnar (“Canada Food Board”) hefir nýlega gefið út ýmislegar fróðlegar upplýsingar um matsparn- aðarstarf sitt og þær heillavænlegu afleiðingar sem af því hefir leitt fyrir sambandsþjóðirnar. Meðal ráðstafana sem nefndin hefir gert eru þessar: Óþörf eyðslusemi matvæla er háð þungum fjársektum og hinum ýmsu sveitahéruðum lands ins hefir verið veitt fullt vald til að hafa alla sparnaðarumsjá á hendi innan sinna takmarka og að hegna einstaklingum eða félögum fyrir óþarfar vöruskemdir. Brauðgerðarstofnanir hafa verið skyldaðar til þess að gera allar samskonar brauð, sem ekki felur í sér meira en 76 per cent af hreinu hveiti- mjöli. Engum er leyft að draga að sér meiri mat- væli, en hann þarfnast fyrir hús sitt eða starf um ákveðin stuttan tíma. Og þegar upp hefir komist að einhver hefir brugðið frá þeirri skip- an, þá hefir nefndin látið taka vörurnar og selja þær. Tilbúningur þeirra fæðutegunda, sem krefjast óþarflega mikils sykurs eða feiti, hefir verið bannaður. Opinberir greiðasölustaðir hafa verið skyld aðir til þess að fylgja ákveðnum fyrirmælum um sparsemi í notkun ákveðinna fæðutegunda, og hefir þetta orsakað mikin sparnað, kjöt, hveitimjöls, smjörs og osta, og hjálpað þannig tif að auka fóðurforða hermanna í Errópu. stjórnin hefir og tekið að sér nákvæma umsjá allra fæðutegunda, sem fluttar eru út úr landinu með því augnamiði, að ekkert skuli útflutt til annara landa en þeirra, sem þarfnast þeirra fæðutegunda fyrir hermenn sambandsþjóða vorra. Gangur vöruflutningslesta á járnbrautum hefir og verið svo ákveðinn og honum stjórnað svo, að engar vörur þurfa að skemmast í flutn- ingi vegna nokkurra tafa á gangi vagnanna. Ýmsar aðrar nytsamar ráðstafanir hefir nefndin gert, sem allar lúta að því sama tak- marki, að sem allra mest sparist hér í heima- landi, til þess að auka matarforða hermanna sambandsþjóðanna. Afleiðingarnar af öllum þessum ráðstöfim- um eru þær: 1. Að flutningur nautakjöts frá Canada hefir aukist um 75 miljónir punda árlega frá því sem var á tímabilinu frá 1910 til 1914. Þessi ár- legi aukningur nemur 6,795 percent. 2. Útflutningur svínakjöts hefir aukist um 125 miljónir punda á ári síðan stríðið hófst, sú aukning nemum 571 per cent umfram það, sem árlega var útflutt á 5 ára tímabili áður en ófrið- urinn hófst. 3. Áður en stríðið hófst, keypti Canada 7 miljónir punda smjörs frá öðrum löndum. Nú framleiðir landið nægilegt til heima nautnar og flytur þess utan 4 miljónir punda út á hverju ári 4. Það er áætlað að Canada hafi flutt út frá 25 til 30 per cent meira hveitimjöl á síðasta ári, heldur en hægt hefði verið að selja, ef íbúar landsins hefðu ekki sparað alt það sem þeir gátu samkvæmt tilmælum nefndarinnar, og undir fyr- irskipunum, sem hún hefir gert. 5. Með því að ákveða blöndun hveitimjöls hér í landi, hefir Canada sparað 20 þúsund tunn- ur mjöls á hverjum mánuði, áður át Canada- þjóðin 800 þús tunnur mjöls á mánuði, nú að eins 600 þús. tunnur. Þessi spamaður þýðir hartnær hálfa þriðju miljón tunna mjöls á ári. 6. Kjötspamaður Canada þjóðarinnar er áætlaður nægur til þess að nægja hálfri miljón hermanna, eða rúmlega það. 7. Sykursparnaður Canada nemur nú í ár meira en 100 þús. smál., miðað við sykureyðslu þjóðarinnar árið áður. 8. Með ráðstöfunum nefndarinnar um flutning matvæla með járnbrautum, hafa spar- ast 8 hundmð vagnhleðslúr af matvælum, hvert vagnhlass um 39,000 pund. 9. Okurgróði hefir og verið takmarkaður, svo sem mest hefir verið mögulegt, t. d. kostaði hveitimjöl vorið 1915 $14.50 hver tunna, þó bónd inn fengi ekki nema $6.93 fyrir hveitið sem í hana fór, en á s.l. vori kostaði hveititunnan að eins $11.00, en bóndinn fékk $8.32 fyrir hveitið sem í hana gekk. Af þessum skyldu-sparaaði leiðir verzlún- arþurð, sem nemur nær 50 miljónum dala á mánuði. Vörur þær, sem flytjast verða og geymast í kælirúmi og sem flytjast verða til hermanna vorra í Evrópu eru, þó þær virðist miklar að punda fjölda, að eins smáræði við það sem þörf- in krefur, eins og tafla þessi sýnir: Pundatala nú Endist í Canada að eins Smjör............. 1,689,260 pund 21 kl.stund Ostur ............ 2,190,098 “ 2y2 daga Nautakjöt ....... 17,203,918 “ 2% daga Svínakjöt........ 29,458,903 ‘ ‘ 14% daga ma Reykt kjöt ..... 13,113,967 “ 5% daga 1 þessari töflu em ekki teknar til greina þarf ir Frakklands eða Italíu. En hér er önnur tafla, sem sýnir verð í sambandslöndunum á þeim vör- um, sem aðallega verður að vera lífskjami her- sveita allra semherja vorra. Fæðuskamtur Samhcrja vorra. Bretland. Frakkland. ftalía. Allskonar nýtt kjötmett. Viku úthlutun fyrir fulloröna 1 pd. fyrir barn 8 únzur. KJöt 111 fáan- legt og verð hátt. Nautakjöt 60c. tll 90c. pd. og svtnakjöt 80c. pd. 4 kjöt-dagar t viku. KJöt lttiö og dýrt. Nauta- kjöt 89c. pd„ kálfskjöt 66 til 79c. pd. SvinaJjJöt^ Viku úthlutun fyrir fulloröna 1 pd. fyrir börn 8 únzur. Ill-fáanlegt nema með afar verði. Úthlutað þar sem fáanlegt er 5 únzur á mán. Brauð Herbrauö að Léleg tegund eins ekki herbrauða 4 lb. skamtaö. 10 únz. á viku. Vikuskamtur 3 Ib. 8 flnzur af strtðsbrauöl Smjör og smjör Ilki. Vikuskamtur b Ill-fáanlegt únzur. smjör 90c. pd. Skamtað eftir föngum I hér- uðum sem þaö fæst t. Svlnafeiti Vikuskamtur 2[IU fáanlegt. unzur. Úthlutað t hér- uðum þar sem þaö er fáanlegt Sykur Vikuskamtur 8 únzur. Vikuskamtur 4 einn tíundi únz Vikuskamtur 2 % únzur. Te. 2 unzur á viku. Skamtað eftir föngum. Einhver kann nú að spyrja, hvað allar þess- ar undangengnu skýrslur, komi við beirri á- skomn sem fyrirsögn greinarinnar ber með sér — að senda böggla til hermanna vorra á vígvell- inum. Jú, það kemur málinu við, og er í raun réttri mergur þess. Því að taflan síðasta sýnir lójslega — Ijóslegar miklu, en almenningur mun að þessum tíma hafa gert sér nokkra hugmynd um, hve afarmikill skortur er á þeim vörum í bardagalöndum samherja vorra. Satt er það að vísu, að skamturinn sem að síðari taflan til- tekur, er það sem ætlað er hverjum fullorðnum manni eða konu í nefndum löndum. En það mun óhætt að fullyrða að skamtur hermanna er engu meiri. Þess vegna er þá líka það að piltar vorir á herstöðvum rita svo innileg þakkarbréf fyrir þær sætabrauðssendingar, sem þeir fá frá ættingjum og vinum, að einmitt sætindin, sem þeir fá í þessum sendu kössum uppfylla þá þörf, sem þeirra finna mest til, því að sætindin eru jöfnum höndum saðning og aflgjafi. Það styrkir og hressir drengina að fá væna kassa fulla með góðum kökum og súkkulaði og hnetum Hinsvegar er það þýðingarlítið að senda smá- kökur, samkynja þeim sem alment em gerðar í meðallags fjölskyldu húsum, heldur burfa það að vera íburðarmiklar kökur, jafngildi þeirra, sem beztar eru gerðar af góðum bökumm og nefndar eru jólakökur, með þeim ætti að stinga í kassan ærlegri hálfspunds súkkulaði köku og svo nokkru af afhýddum ‘ ‘ Almond ’ ’ eða ‘ ‘ Wal ’ ’- hnetum. Senda má og ýmislegt annað, svo sem kjötseyði í smá könnum eða glösum, þurkuð ald- ini, smjör og annað sem gómsætt er og seðjandi. Fæði það, sem hermenn hafa á vígvellinum er ekki æfinlega eins lystugt eins og ákjósanlegt væri, þó það sé að sjálfsögðu eins gott og mikið eins og þjóðirnar eiga kost á að hafa það, og máltíðar em engan veginn reglubundnar. Það er því gott fyrir hermennina að geta haft eitthvert saJgæti í föggum sínum, sem þeir geta nartað f eða glefsað þegar langt líður á milli máltíða. þess er og vert að geta, sem reyndar flestir her- menn taka fram í bréfum sínum, þó mörgum hætti við að láta það eins og vind um eyrun þjóta að böggul sendingar frá virium og ættingjum í heimahögum verka á þá eins og hressandi lvf, og eykur þeim von og þrótt og þolgæði og heldur þeim í góðu skapi, það sættir þá við lífskjör sín og þeir gleðjast af þeirri meðvitund að þeir séu hvorki gleymdir né vanræktir af vinunum heima Sendið drengjunum böggla! Sparsemi mótar manngildið Nafnkunnur vinnuveitandi sagði fyrir skömmu: "Beztu mennirnir, er vinna fyrlr oss I dag, eru þeir, sem spara peninga reglulega. Einbeitt stefnufesta, og heilbrigöur metnaöur lýsir sér 1 öllum störfum þeirra. þeir eru mennirnir, sem stötSugt hækka S tigninni, og þeir eiga sjaldnast & hættu aö missa vinnuna, þótt atvinnu- deyftS komi meö köflum.” Byrjið að leggja inn í sparisjóð hjá. Notre Dame Branch—W. M. HAMII/TON, Manager. Selklrk Branch—i’. J. MANNING. Manager. THE DOMINION BANK THE R0YAL BANK 0F CANADA Höfuöstóll greiddur 314.000,000 ...315,000,000 Slr HTJBERT S. HOI.T E. Jj, PEASE - C. E N ElliTi Höfuöstóll löggiltur 325.000,000 Varasjóöur.... Forseti ... - Vara-forsetl Aðal-ráðsmaður Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum relkninga vlö elnotaklinga eöa félög og aanngjarnir skilm&lar velttlr. AvSsanlr seldar tll hvaöa staöar sem er A lslandi. Sérstakur gaumur geflnn sparifjóösinnlögum, sem byrja má meö 1 dollar. Rentur lagöar viö A hverjum 8 mánuöum. T’ E. THORSTEIN9SON, Ráðsmsður Co Williass Ave. og Sherbrooke St.. - Winnipeg, Man. Walters Ljósmyndastofa parna láta þeir íslendingar taka af sér myndir, er vilja fá góöa mynd á ágætt verö. Muniö eftir myndastofu vorri, þegar þér komiö á Is- lendingadaginn næstkomandi. Fyrstu 5 dagana af ágúst, gefum vér hverjum þeim, sem tekur hjá ss tylft af mynd- um, eina mynd frltt, stærð 11 x 14. petta tilboð gildir aöeins 1 fimm daga. Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave. Talcími: Main 4725 Frumvarp til dansk-íslenzkra sam- bandslaga. Nefndir þær, sem skipaðar hafa verið af stjórn og ríkisþingi Dan- merkur og Alþingi íslands til þess aö semja um stöðu landanna sín á milli, hafa í einu hljóði orðiS ásáttar um frumvarp þaS til dansk-íslenzkra sani- bandslaga, sem hér fer á eftir, og leggja til, aS stjórnir og löggjafat- þing beggja landa fallist á þaS. Þegar frumvarpiS hefir náS sam- þykki bæSi ríkisþings Danmerkar og Aiþingis Islands og íslenzkra kjós- enda viS atkvæSagreiSsIu, sem fyrir- skipuS er í 21. gr. stjórnskipunarlaga Islands nr. 12, 19. júní 191.5, ag þegar frumvarpiS, þannig samþykt, hefir hlotiS staSfestingu konungs, verSa lög in ásamt inngangi á þesa leiS: Vér Christian hinn tíundi o. s. frv. Gjörum kunnugt: Rikisþing Danmerkur og Alþingi Islands og kjósendur hafa á stjórn- skipulegan hátt fallist á og Vér staS- fest meS allra hæstu samþykki Voru eftirfarandi Dansk-íslensk sambandslög. I. 1. gr. Danmörk og Island eru frjáls og fullvalda ríki, í sambandi um einn og sama konung og um samn- ing þann, er felst i þessum sambands- lögum. Nöfn beggja ríkjanna eru tekin í heiti konungs. 2. gr. Skipun konungserfSa er sú, er segir í 1. og 2. gr. konungserfSa- laga frá 31. júlí 1853. KonungsierfS- um má ekki breyta, nema samþykki beggja rikjanna komi til. 3. gr. Ákv’æSi þau, er gilda nú í Danmörku um trúarbrögS konungs og lögræSi, svo og um meSferS konungs- valds þegar konungur er sjúkur, ó- lögráSur eSa staddur utan beggja rikjanna, skulu einnig gilda á Islandi. 4. gr. Konungur getur ekki veriS þjóShöfSingi í öSrum löndum án sam- ^þykkis rikisþings Danmerkur og al- ^ þingis íslands. 5. gr. Hvort ríki fyrir sig setur á- kvæSi um greiSslu af rikisfé til kon- ungs og konungsættar. II. 6. gr. Danskir ríkisborgarar njóta aS öllu leyti sama réttar á íslandi sem jslenzkir ríkisborgarar fæddir þar, og gagnkvæmt. Ríkisborgarar hvors lands eru und- anþegnir herskyldu í hinu. BæSi danskir og íslenzkÍT ríkisborg- arar hafa aS jöfnu, hvar sem þeir eru búsettir, frjálsa heimild til fisk- veiSa innan landhelgi hvors rikis. Dönsk skip njóta á Islandi sömu réttinda og islenzk skip, og gagn- kvæmt. Danskar og íslenzkar afurSir og afrek skulu gagnkvæmlega eigi aS neinu leyti sæta óhagkvæmari kjörum en nokkurs annars lands. III. 7. gr. Danmörk fer meS utanrík- ismál Islands í umboSi þess. 1 utanríkisstjórnarráðinu skal skipa eftir ósk íslenzku stjórnarinnar og í samráSi viS hana trúnaSarmann, er hafi þekkingu á íslenkum högum, til þess aS starfa aS íslenzkum málum. Nú er einhversstaSar enginn sendi- herra eSa ræSismaSur, og skal þá skipa hann eftir ósk islenzku stjóm- arinnar og í samráSi viS hana, enda greiSi ísland kostnaSinn. MeS sömu skilyrSum ska-1 skipa ráSunauta meS þekkingu á íslenzkum högum viS sendisveitir og ræSismannaembætti þau, sem nú eru- Ef stjórn Islands kýs aS senda úr landi sendimenn á sinn kostnaS, til þesá aS semja um sér- stök íslenzk málefni, má þaS verSa í samráSi v'iS utanríkisráSherra. Samningar þeir, sem þegar eru gjörSir milli Danmerktir og annara ríkja og birtir, og Island varSa, gilda og þar. Ríkjasamningar þeir, sem Danmörk gjörir efti aS sambands- lög þessi hafa náS síaSfestingu, skuld- binda ekki ísland, nema samþykki réttra íslenzkra stjórnarvalda komi til. i 8. gr. Danmörk hefir á hendi gæzlu fiskiveiSa í íslenzkri landhelgi undir dönskum fána, þar til ísland kynni aS ákveSa aS taka hana í sínar hendur, aS öllu eSa nokkru leyti, á sinn kostnaS. 9. gr. Myntskipun sú, sem hingaS til hefir gilt í báSum rikjum, skal vera áfram í gildi meSan myntasam- band NorSurlanda helzt. Ef ísland kynni aS óska aS stofna eigin peningasláttu, verSur aS semja viS SvíþjóS og Noreg um þaS, hvort mynt sú, sem slegin er á Islandi, skuli vera viSurkendux löglegur gjaldeyrir í þessum löndum. 10. gr. Hæstiréttur Danmerkur hefir á hendi æSsta dómsvald i ís- lenzkum málum, þar til Island kynni aS ákveSa aS stofna æSsta dómstól 5 landinu sjálfu- En þangaS til skal skipa íslending i eitt dómarasæti í hæstarétti og kemur þaS ákvæSi til ’ framkvæmda, þegar sæti losnar næst í dómnuim. 11. gr. AS þvi leyti, sem ekki er ákveSiS aS framan úm hlutdeild Is- lands í kostnaSi þeim, sem leiSir af meSferS mála þeirra, sem TæSir um í þesum kafla, skal hún ákveSin meS samningi milli stjórna beggja landa. IV. 12. gr. ÖSrum máluim en þeim, sem aS framan eru nefnd, en varSa bæSi Danmörku og Island, svo sem samgöngumálum, verzlunar- og tolla- rálum, siglingum, póstmálum, síma- og loftskeytasambandi, dómgæzlu, máli og vigt og fjárhagsmálum, skal skipa meS samningi gerSum af þar til bærum stjórnvöldum beggja ríkja- 13. gr. FjárhæS sú, aS upphæS 60,000 kr., sem ríkiissjóSur Danmerk- ur hefir undanfariS árlega greitt ís- landi, og kostnaður ríkistsjóSs Dan- merkur af skrifstofu stjórnarráSs Is- lands í Kaupmannahöfn, fellur niSur. SömuIeiSis eru afnumin forréttindi íslenzkra námsmanna til hlunninda viS Kaupmannahafnar háskóla- 14. gr. RikissjóSur Danmerkur greiSir 2 miljónir króna, og skal stofna af þeim tvo sjóSi, hvorn aS upphæS 1 miljón króna, í því skyni aS efla andlegt sambapd milli Islands og Danmerkur,stySja íslenzkar vís- indarannsóknirog aSra vísindastarf- sem og stySja íslenzka námsmenn. Annar þessara sjóSa er lagSur til há- skólans í Reykjavik, en hinn til há- skólans i Kaupmannahöfn. Nánari fyrirmæli um stjóm og starfsemi sjóSanna setur konungur

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.