Lögberg - 22.08.1918, Síða 5

Lögberg - 22.08.1918, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. AGÚST 1918 5 Það er mjö gnauðsynlegt að nota lifindsor Tv Ðair IIsss S< THg^CANAO.IANJSAlT CO, UMITEO eftir tillögum stjórnar hvors lands, atS fengnu áliti háskóla þess. 15. gr. Hvort land fyrir sig ákveö- ur, hvernig hagsmuna þess sjálfs og þegna þess skuli nánar gætt í hinu landinu. V. 16. gr. Stofna skal dansk-islenzka ráögjafamefnd, sem í eru aö minsta kosti 6 menn, annar helmingur kos- inn af ríkisþingi Danmerkur og hinn helmingurinn af alþingi Islands. Sérhvert lagafrumvarp, sem vartSar nánari meöferS mála þeirra, er um ræöir i sambandslögum þessum, og lagafrumvörp um sérmál annarshvors ríkisins, sem einnig varöa hitt ríkiö og stööu og réttindi þegna þess, skal hlutaöeigandi stjórnarráö leggja fyr- ir nefndina til álita áöur en þau eru lögö fyrir ríkisþing eöa alþingi, nema þaö sé sérstaklega miklum vandkvæö- um bunditS- Nefndinni ber aö gjöra tillögur um breytingar á þeim frum- varpsákv'æöum, sem hún telur koma í bága viö hagsmuni annarshvors ríkis- ins eöa þegna þess. Nefndin hefir ennfremur þaö hlut- verk, annaöhvort eftir tilmælum stjórnanna eöa af eigin hvötum, að undirbúa samning lagafrumvarpa, er miöa að samvinnu milli ríkjanna og samræmi í löggjöf þeirra, og að taka þátt í samvinnu um sameiginlega lög- gjöf á Norðurlöndum. Nánari fyrirmæli um tilhögun og starfsemi nefndarinnar setur konung- ur eftir tillögum frá stjórnum beggja landa. 17. gr. Nú rís ágreiningur um skilning á ákvæðum sambandslaga þessara, sem stjórnirnar geta ekki jafnað með sér, og skal þá skjóta mál- inu til gjörðardóms 4 manna, og kýs æðsti dómstóll hvors lands sinn helm- ing þeirra hvor. Gjörðardómur þessi sker úr ágreiningnum og ræður afl atkvæða. Ef atkvæði eru jöfn, skulu úrslitin falin oddamanni, sem sænska og norska stjórnin á víxl eru beðnar að skipa. VI. 18. gr. Eftir árslok 1940 getur rik- isþing og alþingi hvort fyrir sig hve- nær sem er krafist, að byrjað verði á samningum ,um endurskoðun laga þessara. Nú er nýr samningur ekki gjörður innan 3 ára frá því að krafan kom fram, og getur þá ríkisþingið eða al- þingi hv’ort fyrir sig samþykt, að samningur sá, sem felst í þessum lög- um, sé úr gildi feldur- Til þess að á- lyktun þessi sé gild, verða að minsta kosti þingmanna annaðhvort í hvorri deild ríkisþingsins eða í sam- einuðu alþingi að hafa greitt atkvæði með henni, og hún síðan vera samþykt við atkvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem atkvæðisrétt -,hafa við almennar kosningar til löggjafarþings landsins. Ef það kemur í ljós við slíka atkvæða- greiðslu, að atkvæðisbærra kjós- enda að minsta kosti hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og að minsta kosti y greiddra atkvæða hafi verið með samningsslitunum, þá er samn- ingurinn fallinn úr gildi. VII. 19. gr. Danmörk tilkynnir erlend- um ríkjum, að hún samkvæmt efni þesara sambandslaga hafi viðurkent ísland fullvalda riki, og tilkynnir jafnframt, að ísland lýsi yfir ævar- andi hlutleysi sínu og að það hafi eng- an gunnfána. 20. gr. Sambandslög þessi ganga í gildi 1. desember 1918. Athuyascmdir við framanskráð frum- varp. Um frumvarpið alment láta dönsku nefndarmeninrnir þessa getið: Dansk-islenzka nefndin frá 1907 segir í áliti sínu, dagsettu 14. mai 1908 að með samþykt þeirrar stjórnarskip- unar, sem nefndin stakk upp á, mundi ríki'sréttarsamband Danmerkur og Is- lands verða algjörlega annað en lög- in frá 2- janúar 1871 gjöra ráð fyrir. “I stað þess að skipað var fyrir um það einhliða með dönskum lögum að- eins, þá verður sambandið framvegis bygt á samhljóða lögum, sem sett eru eftir samningi beggja aðilja og sam- þykt af löggjafarvöldum beggja landa”. ísland mundi samkvæmt þessu verða frjálst og sjálfstætt land, er eigi yrði af hendi látið, í sambandi við Danmörku um einn og sama kon- ung og um þau mál, er talin eru sam- eignleg í frumvarpi nefndarlnnar, og þannig eins og Danmörk sérstakt riki með fvfllræði yfir öllum málum 6Ínum, nema að því leyti, sem beint er a- kveðið, að þau skuli sameiginleg. Sameiginleg mál skyldu vera þessi: Konungsmata og gjöld til konungs- ættar, utanríkismálefni, hervamlr á- samt gunnfána, gæzla fiskiveiðarétt- ar, fæðingjaréttur, peningaslátta, hæstiréttur, kaupfáninn út á við. Að 25 árum liðnum gátu ríkisþing og al- þingi krafist endurskoðunar. Ef hún yrð árangurslaus, gat hvor aðilji kraf- ist að sambandinu yrði slitið um öll þau mál, er að framan greinir, að undan'skildum þrem hinum fyrst nefndu. Frumvarp það, sem hér ligugr fyrir, fer í sömu stefnu, sem ætlast var til samkvæmt því, er að faman greinir, að frumvarpið frá 1908 færi, og leit- ast v'ið að marka hana enn skýrar til þess að koma í veg fyrir nokkurt til- efni til ágreinings framvegis. Sam- kvæmt þessu frumvarpi eru Danmörk og Island jafn-rétthá, frjáls og full- valda ríki, í sambandi um einn og sama konung og um samning gjörðan af frjálsum vilja beggja. Þessi samningur fjallar um sömu mál sem frumvarpið frá 1908, með þessum undantekningum: Greiðslur af ríkisfé til konungs og ættmanna hans ákveður hvort ríki fyrir sig (5. gr.); ísland hefir eigin kaupfána, einnig út á við; umtal um sameigin- leg hermál er fallið burt, með því að ísland hefir engin hermál og ekki heldur gunnfána (T9. gr.ý. Að því er snertir endurskoðun samnngsins og uppsögn, ef til kemur, eru settir nokkru styttri frestlr held- ur en í frumvarpinu frá 1908, en jafnframt eru þau skilyrði sett fyrir samningsslitum, að ályktun um það sé samþykt í öðru hvoru landinu með tilteknum meirihluta atkvæða, bæði af löggjafarþinginu og við atkvæða- greiðslu meðal kjósenda (1?>. gr.). íslenzku nefndarmennirnir óska að taka fram það, er hér segir: I upphafi var það uppástunga ís- lenzku nefndarmannanna, að gjörður væri sérstakur sáttmáli um konungs- sambandið og önnur grundvallarat- riði um samband landanna, Islands og Danmerkur. En síðan skyldi ann- ar samningur gjörður um önnur mál, er sæta kynnu sameiginlegri meðferð eða varða kynnu ríkin bæði á annan hátt. Dönsku nefndarmennirnir töldu ríkisþing Dana ekki geta haft aðra aðferð, er það samþykti ákv'æðin um samband landanna, en þá, er lög væru samþykt. Það var allri nefndinni ljóst, að það væri auka-atriði, hvaða aðferð höfð væri um samþykt sam- bandsákvæðanna. Hvor aðili færi með það eftir ákvæðum sinna stjórn- skipunarlaga og þingskapa. Svo var og báðum nefndunum ljóst, að það væri einnig auka-atriði, í hvaða form sambandsákvæðin væru búin, hvort þau væru heldur i einu eða tvennu lagi, því að form ríkjasamninga er hvergi föstum reglum bundið. Alt veltur á efninu. Á því telja nefnd- irnar engan v&fa vera. Sambands- ákvæði þau, er hér greinir, verða til fyrir samkomulag, þar sem tvelr jafn- réttháir aðiljar semja um ákveðið samband sín á meðal og báðir binda sig aðeins samkvæmt sjálfs sín vilja og eru af engu öðru valdi til þess knúðir. Samkvæmt þessu hafa íslenzku nefndarmennirnir eigi heldur talið það máli skifta, þó sambandsákvæðin væru nefnd ‘‘sambandslög” á íslenzku og “Forbundslov” á dönsku, enda þar fyrir auðsætt, að efni þeirra, að und- anteknu konungssambandinu, byggist á samningi, sem og er viðurkent í 1. og 18. gr. Nefndimar báðar láta það um mælt er hér segr, um einstök atriði frum- varpsins: Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefir í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt. Þess vegna er af Dana hálfu lögð áherzla á að skýlaust sé ákveðið, að öll ríkis- borgararéttindi séu algjörlega gagn- kvæm án nokkurs fyrirvara eða af- dráttar. Af þessari gagnkvæmi leið- ir það, að afnema verður allar þær takmarkanir, sem nú eiga sér stað á fullu gagnkvæmi jafnrétti (sv'o sem misrnun þann á kosningarrétti, sem kemur fram í 10. gr stjórnskipunar- laga íislands frá 19. júní 1915). Með því að hvort landið fyrir sig veitir ríkisborgararétt (TæCingjaréttJ, sem einnig hefir verkanir í hinu land- inu — en sú skipun er svipuð því, sem nefndarfrumvarpið frá 1908 kveður á um í því efni — er gjört ráð fyrir að fyrirmæli um það, hvemg menn öðlast og missa rikisborgararétt verði sem áður innbyrðis samræm í löndunum. Að því er sérstaklega snertir hinn gagnkvæma rétt til fiskiveiða í land- helgi, hefir því verið haldið frarn af hálfu Islendinga, að eins og ástatt er, sé þessi réttur meira virði fyrir Dani en Islepdinga. Það hefir því komið fram ósk um að Islendingum veitist kostur á að stunda fiskveiðar i land- helgi Grænlands., Þetta getur ekki orðið meðan stjórn Grænlands er með þeim hætti, isem nú, en það er einsætt, að ef dönskum ríkisborgurum verður að meira eða minna leyti veittur kost- ur á að stunda fiskiveiðar í landhelgi Grænlands, þá munu íslenzkir ríkis- borgarar einnig verða sama réttar að- njótandi. Um 7. gr. Enda þótt danska utanríkisstjórnin, sem fer með utanrikismál Islands í þess umboði, hljóti að vera ein, undir einni yfirstjórn, til þess að girða fyr- ir gagnstæðar ályktanir og fram- kvæmdir hafi þó verið sett ákvæði til að tryggja það, að utanríkisstjórn- in eigi við meðferð islenzkra mála kost á nægilegri sérþekkingu, bæði í utanríkisstjórnarráðinu og við sendi- •sveitirnar og við ræðismannaembætt- in. Til þess að þessi ákvæði geti komist í fulla framkvæmd er þess að vænta, að íslendingar, frekar en ver- ið hefir að undanförnu, sæki um og fái stöður í utanríkisráðinu til þess að afla sér þeirrar fullkomnunar, sem þörf er á. Þar sem í frumvarpinu segir, að is- lenzka stjórnin geti eftir nánara sam- komulagi við utanríkisráðherrann sent sendimenn úr landi til þess að semja Um málefni, sem sérstaklega varða ísland, er þetta ákvæði ekki því tii fyrirstöðu, að þegar sérstaklega brýn nauðsyn ber til, og ekki æfin- lega er unt að ná til utanríkisráðherr- ans áður, geti íslenzka stjórnin eigi að siður neyðst til að gera ráðstaf- anir, eins og þegar hefir átt sér stað á tímum heimsstyrjaldarinnar. Það er gengið að því vísu, að utanríkis- ráðherranum verði skýrt frá hverri slíkri ráðstöfun svo fljótt sem þvi verður viðkomið. Það leiðir af sjálfstæði landanna, að ekki verður gerður nokkur samn- ingur, er skuldbindi ísland, nema sam- þykki réttra íslenzka stjórnvalda komi til, óg má eftir ástæðum veita það samþykki annaðhvort áður eða eftir að samningurinn er gerður. Um 8. gr. Danmörk ber kostnaðinn af þeirri fiskiveiðagæzlu, sem hún hefir á hendi. Danmörku ber eigi skylda til að auka hana frá þvi, sem verið hefir ......... . .Um 10. gr. Á meðan að hæstiréttur hefir á á hendi æðsta dómsvald í islenzkum málum, skal skipa í eitt dómarasæti íslending með sérþekkingu á íslenzk- um lögum og kunnan íslenzkum hög- um, sem auk þess veður að fullnægja hinum almennu skilyrðum til þess að geta orðið dómari í hæstarétti. Það getur því orðið þörf á að breyta 43. gr- í hinum dönsku lögum um dóm- gæzlu. Um 12. gr. Meðal þeirra málefna, er við koma dómgæzlunni og æskilegt væri að gera nánari samninga um, hefir af hálfu Islendinga meðal annars verið bent á aðfararhæfi dóma. Um 13. og 14. gr. Samkomulag er un það, að öll skuldaskifti milli Danmerkur og ís- lands, sem menn hefir greint á um, hvernig væru til komin, eigi að vera á enda kljáð, eins og líka var tilætl- unin í nefndarfrumvarpinu frá 1908, og því er lagt til, að fjárhæð sú, að npphæð 60.000 kr., sem ríkissjóður Danmerkur hefir undanfarið árlega 'greitt, skuli falla niður. Sömuleiðis fellur niður kostnaður Danmerkur af skrifstofu stjórnar- ráðs íslands í Kaupmannahöfn og for- réttindi íslenzkra námsmanna til hlunninda við Kaupmannahafnarhá- skóla. Jafnframt er lagt til, að Danmörk greiði 2 miljónir króna, er verja skal til að efla andlega samvinnu milli land anna, styðja islenzkar vísindarann- sóknir og aðra vísinda starfsemi og styrkja islenzka námsmenn. Um 15- gr. Það er nauðsynlegt, að hvort land- ið um sig hafi i hinu landinu máls- svara — i líkingu við núverandi skrif- stofu stjórnarráðs Islands í Kaup- mannahöfn, — sem hafi það hlutverk að tryggja samvinnu milli stjórnanna og gæta hagsmuna borgara síns lands. En hvort land er látið sjálfrátt um að ákv'eða, hvernig það kynni að vilja haga þessu fyrirsvari. Um 16. og 17. gr. Það hefir náðst fullkomið sam- komulag um stofnun tveggja nefnda, annarar ráðgjafanefndar, sem hefir það hlutverk að efla samvinnu milli landanna, stuðla að samræmi í lög- gjöf þeirra og hafa gætur á þvi, að engar ráðsafanir séu gerðar af öðru landinu, sem geti orðið til tjóns fyrir hitt landið, —■ hinnar gerðardóms- nefndar til þess að skera úr ágrein- ingi, er rísa kynni um skilning sam- bandslaganna. Um 19. gr. Yfirlýsingu íslands um ævarandi hlutleysi hvílir á því, að samkvæmt eðli þessara sambandslaga getur ann- að ríkið verið hlutlaust, þó að hitt lendi í ófriði. Um 20. gr. Þar sem ákveðið er að lögin gangi í gildi 1. desember þ. á., er búist við, að nægur tími verði til þess, að lögin geti orðið samþykt í tæka tið af al- þingi og íslenzkum kjósendum og af rikisþingi Danmerkur. Reykjavik, 18. júlí 1918. C. Hage, Jóh. Jóhannesson, Erik Arup, Bjarni Jónsson frá Vogi, Einar Arnórsson, horsteinn Jónsson. Hvert er Yðar þak? |>að er nmnur á að sjá vatnsheldan vel "stained” þakspón eða þornaðan upp og illa hvítan, og það hcíir ekki svo lítil á- hrif á álit þitt í samfélaginu. Vanrsekið ekki þakið á húsinu yðar — þuð borgar sig illa, pér skuluð nota, frá því að síðasti nagiinn var rckinn SHINGLE STAIN og gera bygginguna þar með langt um _______ varanlegri. STEPHENS’ Single Stain, er búin til ör Cresote og vernandl oliu, sem ver viðinn algeriega fúa. þér haf- ið úr seytján litum aS velja á húsið yðar. BltSjið STEPHPENS’ kaup-* mann yðar um áætlun. G. F. STEPHENS & OO., IdMITED Paint and Varnish Makers WINNiPEG - CANADA Ráöuneyti íslands felst á framan- skráð frumvarp. Reykjavík, 18. júlí 1918. Jón Magnússon, Sig. Eggerz, Sig- urður Jónsson. Berglind eða Blanda? Margir hér munu hafa beðið með óþreyju eftir seina.sta ís- iþarf engar getur að leiða. — hugir Vestur-íslendinga stefndu heim, fremur nú en endranær, er öllum ljós. Að heiman áttu þeir von mikilla tíðinda, þar sem kunnugt var, að í Reykjavík hafði setið á rökstólum íslenzk- dönsk fulltrúa nefnd, er gera átti út um það, hvort ísland skyldi í framtíðinni verða frjálst og full- valda ríki, eða halda áfram að vera háð Dönum á sama hátt og verið hefir. Ef einhver efi hefði leikið á því, hvort Vestur-íslendingar léti sig þetta mál nokkru varða, eða ef einhver hefði látið sér detta í hug, að oss hér stæði á sama hver árangur yrði af nefndar- starfinu í Reykjavík, þá hefði slíkur efi horfið hjá hverjum þeim er staddur hefði verið á þjóðmenningardag Winnipeg ís- lendinga 2. ágúist s. 1. Velmet- inn og nýkominn bróðir frá Reykjavík gat þess þar, í sam- bandi við kveðjuorð, er hann á hátíðinni flutti oss að heiman, að þótt hann hefði orðið að ferð- ast hingað yfir hafið undir dönskum fána, þá vonaðist hann eftir, og væri þess fullviss, að er hann sneri heimleiðis aftur í haust, myndi íslands-fáni blakta við skips-hún allá leið jrfir haf- ið. Ekki hafði hann fyr slept orðinu, en allur þingheimur laust upp fagnaðarópi miklu, og var sem hver vestrænn íslands niðji, er þessi spádómsorð heyrði, hækkaði töluvert í lofti við tiil- hugsunina um ættjörðina kæru aftur komna í sinn fyrra sess, sem frjálst og óháð ríki. Hvort slíkt hugarþel og það, er kom í ljós 2. ágúst hér í Winnipeg, að þvi er snertir vel- ferð og veg Fjallkonunnar kæru eigi sér stað hvar sem íslend- ingar búa hér vestra, um það þarf engum getum að leiða. — Allstaðar var beðið eftir íslands- blöðunum með ófþreyju. Um síðustu ihelgi kom svo fs- landspóstur og Reykjavíkur- blöðin með sambandslaga-frum- varpið (nefndar-starfið) prentað skýru letri á framsíðum. Blöð þessi voru frá 25. Júlí, og sama dag var nefndar-starfið birt í Kaupmannahöfn, því þá voru dönsku nefndar-mennirnir komn- ir heim aftur, enda höfðu þeir lokið starfa sínum (laga-smíð- inu) í Reykjavik viku áður. Ekki hafði þó neinum bróður heima þótt ómaksins vert, að senda boð um þetta hingað vest- ur, að Vestur-íslendingar mættu á þjóðmenningardeginum hér samgleðjast yfir fengnu frelsi föðurlandsins. Að líkindum hef- ir fögnuðurinn út af hinni nýju frelsis-skrá, fylt svo ihjörtun þar heima, að hugsunin um bræð- uma vestra hefir ekki komist að. En það gerir nú minst. — Gleymum því, en lesum ‘heldur fslandsblöðin, og sjáum hvað “Vér, Kristján hinn X. o. s. frv. gjörum kunnugt”, í hinni nýju “frelsisskrá”, í 20 greinum. par er þá fyrst tekið fram, að ísland skuli vera frjálst og fuH- valda ríki, í félagi við Danmörku um einn og sama konung, og samkvæmt þeim skilmálum er fram séu teknir 1 “frelsis- skránni”. Af sjálfstæðinu leiðir það nú auðvitað, að íslenzki fán- inn er viðurkendur af Dönum á hóli og hafi. Pama er þá öll “eftirgjöfin”. — ]?að, sem fslendingar kröfð- ust, hefir allra mildilegast verið veitt. En hvað hafa þeir látið í staðinn ? Hvað hafa þeir borgað fyrir þann rétt, sem þeir ávalt hafa þózt eiga, og sem þeir, sam- kvæmt guðs og manna lögum vissulega áttu frá alda öðli? — Um eftirgjöf fslendinga les mað- ur í Sambandslaga-frumvarpinu Eg las þessa nýju “frelsis- skrá” hvað eftir annað, og reyndi í hvert sinn er eg byrjaði á lestrinum, að telja sjálfum mér trú um, að eg væri vakandi, að mig væri ekkj að dreyma; allir íslenzku nefndarmennirnir hefðu skrifað undir þetta “dókúment” og sjálfir ráðherramir í iþokka- bót — já, og alþingi, meira að segja lagt blessun sína yfir með öllum atkvæðum (—nema tveim mesta djásn—en mig að dreyma Bezt að lesa það enn á ný, og nudda stýrumar vel úr augunum fyrst. En alt fer á sömu leið, djásnið er mér ósýnilegt, og í stað þess koma þessar spuming- ar fram í hugann: Hefði forset- inn trúfasti, Jón Sigurðsson, viljað kaupa “frelsið” þessu verði? Og: Mundi Skúli hafa skrifað undir þetta, hefði hann nú staðið uppi og setið 1 néfnd- inni?” Trauðla trúi eg því, en á hinu skyldi mig ekki furða: þótt íslendingar vöknuðu upp við vondan draum, þegar danska dáleiðslan er runnin af þeim. Lögrétta skýrir lesendum sín- um frá því, að án efa verði frum- varpið samþykt af íslenzku þjóð- inni með miklum meiri hluta við kosningar, er fram eigi að fara í næsta mánuði (septem- ber). Ef til vill fer nú svo, enda er kjósendum ekki gefinn of langur tími til þess að melta þessa nýju náðargjöf. pað má vel vera að allar hendur verði á lofti með því að ísilendingar bindi sig við danska kónginn um aldur og æfi, eins og “frelsis- skráin” nýja virðist heimta; að þeir skuli verða að hanga í tengslunum við Dani hartnær fjórðung aldar enn, hvort sem þeim líkar betur eða ver og hvémig sem afstaða þjóða heimsins hverrar til annarar kann að verða í framtíðinni. Vera má að ísl. þjóðin þjóti upp til handa og fóta og hrópi há- stöfum til Dana að þiggja jafn- rétt (fæðingar-rétt) á borð við landsins sonu, og þar með öll hlunnindi til lands og sjávar er Mendingar sjálfir eigi. Ef til vil'l ráða íslenzkir kjósendur ekki við sig fyrir ofsa-kæti út af þeirri miklu náð, að fá að gefa danska háskólanum miljón krón- ur, í stað þess, eins og að undan- förnu að þiggja “ölmusur” ís- lenzkum námsmönnum til handa við þá “lærðu” stofnun. Ef ti'l vill 'hlaupa íslenzku bræðumir heima, sem atkvæðisréttinn eiga og systumar 'Hka — kjósend- umir allir, hver í kapp við ann- an, með atkvæðin sín því ti'l stuðnings að Dönum veitist þessi hhmnindi, sem að ofan em nefnd og önnur, sem frumvarpið bend- ir til. Ef til vill, segi eg. En, er það líklegt ? Frá mínu sjónarmiði er jafn- réttis ákvæðið afar-viðsjárvert. VMji Danir, sem teljast í miljón- um nota sér þau ihlunnindi, er hætt við að lítið yrði úr 80 þús- undunum ísilenzku. Býsna lítið ber á kristalstærum bæjarlækn- um Menzka, eftir að hann hefir samlagað sig Blöndu eða pjórsá. Og að þvá er við kemur styrkn- um til háiskólans danska, virðist hagnaðurinn allur Dana megin, og býsna hart þætti einstak- lingnum það, ef einhver, sem skuldar honum stórfé, byði-st til að borga skuldina ef hann fengi að segja fyrir um það, hvemig verja skyldi fénu. Með þessu háttalagi neyða Danir íslendinga til þess að senda námsmenn sína til háskólans í K.höfn, vilji þeir njóta styrks af þessum stóra sjóði, sem Danir alllra mildileg- ast lofast til að greiða. — Lítil- þægur er nú landinn orðinn, ef hann gerir sér slíkt að góðu. Danir hafa sannarlega riðið feitum hesti úr þessari för. Enda virðist þeim hafa verið áhugamál að samningar tækjust sem fyrst—og því er nefndin send. peir gátu engu tapað, miklu heldur græfct—eins og nú er raun á orðin; ef fslendingar bíta á krókinn. Hitt sætir undrum, að íslend- ingar skyldu ekki láta kyrt vera sem stóð, þar til heimsstríðið er á enda kljáð. Alment er þó víst sú skoðun að glæðast í heiminum að sambönd hinna ýmsu þjóða muni breytast að mjög miklum _ mun smá-þjóðunum og hinum ! máttarminni í vil. Og að sjálf- sögðu mundi slíkt þá einnig ná til íslendinga. Vonandi ihugsa nú bræðumir heima sig tvisvar um, áður en þeir í næfeta mánuði með at- kvæðum sínum steypa saman B'löndu hinni dönsku og íslenzku berglindinni. s. íhugunarvert. Herra ritstjóri! Það varð víst að samkomulagi hjá okkur, er við sáurnst síðast i New York, að eg sendi þér línu einhvern er það alveg frágangssök að manni geti dottið nokkuð í hug í þessum vellandi hita, sem hér hefir verið og er enn. En eg las nýlega nokkuð, sem aðrir hafa hugsað og kölluðu í- hugunarvert, og ætla eg aC senda dá- lítinn útdrátt úr því. Hefi þess vegna sett þessa fyrinsögn- I blaðinu “New York American”, sem talið mun með helztu blöCiwn Bandaríkjanna, var nýlega skýrt frá því, að ýmsir mentamenn, og þar á meöal sálarfræöingar, hefðu eftir ítrekaðar tilraunir komist aC þeirri niðurstöðu, að böra á skólaaldri í Bandaríkjunum vissu alment nauða- litið í andlegum efnum og þektu ekki einu sinni hina vanalegustu mynd af frelsaranum. Er þetta taliS alvarlega íhugunarvert. — Frederick Newton Scott, prófessor við ríkisháskólann í Michigan byrjaSi þessar tilraunir og valdi til þess myndina: “Hin siSasta kvöldmáltíS”, éftir Leoniardo de Vinci, þar sem Kristur situr til borSs meS öllum postulunum, og hefir mál- arinn hugsaS sér þaS augnablikiS, er Kristur lýsti því yfir, aS á þeirri nóttu muni einn þeirra svíkja sig. Er sú mynd talin úfcbreiddust og bezt þekt allra mynda af Kristi og postul- unum, og í samræmi viS andlitsdrætti og likamsgerfi þeirrar myndar eru lang-flestar Krist myndir gerSar. Við sem fórum þroskuð heiman aS, mun- um víst flest eftir þeirri mynd, þvi hún var mjög víða altaristafla í kirkj- Um, um land alt, auk þess sem hana mátti sjá víða annarstaSar. — Pró- fessor Frederick byrjaði á því aS fara með myndina í einn barnaskól- ann í cimun hinna stærri bæja í Michigan og varS niðurstaSan sú, aS ekki eitt einasta af bömunum gat sagt hvaS myndin ætti að tákna, en sögðu þó aS það vteri samisæti. Og ekki eitt einasta gat sagt af hverjum myndin fyrir miSju borSi væri, nema hvaS ein lítil stúlka gat þess til aS þaS væri George Washington, og féllust þá hin á þaS. Mörg skritin svör voru gefin, þegar spurt var um hvað látbragS sumra postulanna mundi tákna, eins og það er sýnt á myndinni, en ekki er rúm aS tilgreina þau hér. Lík nSurstaða og þetta varS á flestum skólum- En þaS tekur höfundurinn fram, að enginn vafi sé á þvi, að flest þessi börn, ef ekki öll mundu óðara háfa þekt mynd af Charlie Chaplin og Mary Pickford t. d., þó ekkert þeirra þekti mynd frels- arans, og sennilega líka lang-flest þeirra hafa þekt mynd af Wilson forseta. Á kaþólsknní sérskólum hefir niS- urstaðan orSið önnur. Þar hafa lang- flest bömin vitað hvaS myndn tákn- aSi og sum getaS tilgreint orS frelsar- ans viS þaS tkifæri, andsvar Péturs o. fl. Þetta er vel trúlegt, þvf á þeim skólum er lögS afar-mikil áherzla á aS innprenta unglingunum trúna, eins og viS vitum. SárnaS hefir mér oft, þegar eg hefi heyrt Islendinga halda því fram, aS þaS v'æri ekki annaS en hégómi og heimska aS vera aS eySa tima i aS fræSa börnin í kristlegum efnum, nóg væri annaS þarfara aS læra. Og ekki væri þaS annaS. en brjálskapur aS vera aS skíra og ferma börn, og þá auSvitaS boriS fyrir sig hérlenda siSi til þess aS gefa þvi mikilmenskubrag. Eg veit aS vísu aS þetta er aS breyt- ast til batnaSar viSa. En mér liggur viS aS spyrja: Mundu þeir ekki nokk- uS margir íslenzku unglingarnir, sem ekki mundu þekkja Krist, ef þeir mættu honum í þvi líkamsgerfi, sem honum er gefiS á flestum myndum, en sem óSara þektu Carlie Chaplin, ef hann yrSi á vegi þeirra ? — Væri unglingum veitt ofurlítiS meiri fræðsla í kistilegum fj-æSum, mundum viS, sem mes-tmegnis umgöngumst óbreytta verkamenn, ekki þurfa aS hlusta á hiS hroðalega sóSatal og svívirSilega guSlast, sem viS oítlega verSum aS heyra, einkum hja hinum yngri. Er þeftá nú áhnars ekki ihugunar- vert ? M.ig langar til aS skrifa miklu méira ritstjóri góður, en eg held aS eg verSi aS hætta. AS eins ætla aS bæta því viS aS.mér var ánægja i aS hitta þig hér á dögunum, eftir öll þessi ár, en hamingjan má vita hvar og hvenær viS sjáumst nætst- — Dálitlum aS- finnslum langar mig líka til aS hreyta úr rriér líka viS þig, en það bíSur betri tíSar. tima, ef mér dytti eitthvað í hug. En mér dettur nú sjaldan neitt í hug, ur—). petta hlaut að vera sem prentsvertu er eySandi á, og svo Sayreville, N. J. Sigurður Magnússon. ÁSKORUN til Vinnufærra Kvenna Með hinum aukna ekrufjölda, sem sáð hefir verið í, og hinn vanalega skort, vinnukvenna á bændabýlum, hefir fylkið að ráða fram úr alvarlegum örðugleikum í því að útvega KVENN-VINNUKRAFTA. Bænda eða borgaheimili, sem hafa, yfirfljótanlegt af dætrum eða vinnustúlkum, ættu að brýna fyrir slíkum persónum, að skifta sér niður til vinnu á bændabýlunum, þar sem vinnukrafturinn er minstur. I ár verður að flýta fyrir uppskerunni, þreskingu og flutningum. Til þess að svo verði, verða fleiri karlmenn fengnir til aðstoðar bændum, Iieldur en að undanförnu. Og slíkur mannfjöldi hlýtur að auka mjög á STÖRF KVENNA sem þó höfðu áður víða ofmikið að gera. Það er því bráðnauðsynlegt, að konur og stúlkur bjóði sig fram sjálfviljugar til þess að vinna á búgörðum, um mesta anna tímann. Og yfir höfuð verður hver vinnufær maður og liver vinnufær kona, að fara út í bændavinnu í þetta sinn, og hjálpa til. Það fólk, sem ekki hefir enn þá ákveðna staði í hug- anum, ætti að skrifa hið allra fyrsta til THE BUREAU OF LABOR. Department of Agrieulture. Regina, Sask.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.