Lögberg - 22.08.1918, Page 6

Lögberg - 22.08.1918, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1918 Lohengrin. Nú fór heldur að fara um lafði Ortrud, hún vissi að hvíti svanurinn, sem sfit við bakkann, var engin annar en Gottfreð, og hún vissi líka að ridd- arinn, sem ætlaði að fara að berjast við Telramund var ekki dauðlegur maður. En nú varð að skríða til skara, svo að stríðsvöllur var útmældur, og riddararnir sóttu hver að öðrum. Elsa kraup á kné hjá konungi ng Ortrud stóð þar hjá henni með vfirlætissvip, en var þó hugsjúk yfir því hvernig að fara mundi, og var það ekki að ástæðulausu, því ríddararnir höfðu ekki skipst nema fáum höggum á, þegar ókunni riddarinn sló sverðið úr hendi Telramundar og hann lá hjálparlaus við fætur riddarans ókunna. Riddarinn horfði iitla stund á mótstöðumann sinn þar sem hann lá, og mælti síðan: “Rístu á fætur barón Telramund, eg gef þér líf þitt, og eg vona að þú berir gæfu til þess að fara betur með það hér eftir, heldur en þú hefir gjört hingað til”. Og Telramund stóð á fætur, og hafði sig á burt ásarrg konu sinni Ortrudi. Okunni riddarinn gékk því næst fj rir konung og beiddist leyfis að mega taka Elsu sér fvrir konu og það væru sigurlaun þau er hann kysi sér, og gaf konungur samþykki sitt til þess. En ókunni riddarinn hélt máli sínu áfram og mælti: “Það er eitt skilyrði sem eg set, og sem eg bið þessa göfugu mær að gefa mér svar upp á, og það er að hún má aldrei spvrja mig hvaðan eg sé, né heldur hvað eg lieiti. Ef að hún ekki getur treyst mér og gjört þetta verða leiðir okkar að skilja, eg verð þá að fara heim til mín. Viltu lofa mér þessu Elsa? Eg skal reyna a^ vera þér eftirlátur og góður eigin- maður”. Elsa lofaðist til þess að muna eftir því og halda þetta skilvrði, og þau leiddust lieim í höllina þar sem farið var að búa undir brúðkaupsveizlu, og konungurinn lofaðist til að bíða þar til athöfn þeirri væri lokið. II. Til þess að bæta fyrir misgerðirnir sínar, og óverðskuldaðar aðdróttanir, ásetti fólkið í Ant- werp sér að giftingardagur Elsu skyldi verða svo tilkomu mikil að elztu menn bæjarins myndu ekki eftir neinu slíku. Riddarinn tígulegi var á hvers manns vörum, og aðalsmennirnir er steinþögðu þegar að hún stóð frammi fyrir ko>nunginum, og ákærurnar dundu á henni, keptust nú hver við annan að hrósa henni og senda lienni gjafir. Og allir voru fúsir til að þjóna riddaranum ókunna og heitmey hans hinni fögru. Margir voru að brjóta heilann um það, hver þessi Svans-riddari (því svo var hann kallaður) væri, og hvaðan að hann mundi að kominn. En Eftir að hann hafði yfirunnið Telramund, voru menn of hræddir til þess að forvitnast um uppruna hans og heimilisfang, héldu að hann mundi kanske skora sig á hólm. Það var mikið um dýrðir í Antwerp kveldið fyrir giftingarda'ginn. Flöggin blöktu yfir flest- um húsum í bænum, og bönd voru fest milli hús- anna yfir um göturnar og á þau voru fest alla vega lit flögg.. Blómstur voru í gluggunum og í boga- göngum úti og inni og fyltu loftið með ilm. Á sölutorginu stóðu hlaðar af kössum með vínflöskum í, og borð voru sett þar víðsvegar, þar sem veizluréttir skyldu fram bornir daginn eftir, því allir áttu að eta og drekka og vera glaðir. Alt um kring sáust flögg, sem á var letrað: “Lengi lifa Elsa prinsessa og hinn göfugi riddari hennar”. í miðjum bænurn var autt torg, all-stórt á því torgi var gosbrunnur, og hjá honum stóð svanur, sem búinn var til úr hvítum rósum, og um háls hans hékk keðja, sem gerð var af gullnum liljum. Glugginn á hallarherbergi því, sem Elsa svaf í vissi út að þessu torgi, og hún gekk út að glugg- anum og sá svaninn — hið gullfallega skjaldar- merki riddarans, sem hafði barist fyrir hana. Dagur var að kveldi kominn og skuggar næt- urinnar breiddu vængi sína vfir bæinn, litla, og fólkið önnum kafna. Greifahöllin var öll uppljóm- uð og í gegnum opna gluggana bárust hljómöld- urnar frá hörpum snillinganna, og liinar fögru og þýðu söngraddir bárust út um þá, út í kveldkyrð- ina, titruðu á loftöldunum og dóu, og í gegnum gluggana gátu þeir er úti voru, séð prúðbúið fólk ganga fram og aftur um sali hallarinnar. Nálgt einu horninu á þessu stóra torgi, rétt á rríóti greifakastalanum, stóð dómkirkjan í Ant- werp, tignarleg, en þögul, stóð hún þarna við torg- ið á meðal húsanna, sem nú voru alsett flöggum og öðru skrauti. Ekkert skraut bar hún að utan, hurðir og hlerar voru harð læstir. Inni var hún prýðileg, þar logaði á mörg hundruð kertaljósom, siikislæður og hin fegurstu blóm skreyttu kirkjuna að innan, og var hún albúin undir giftingarathöfn- ina, sem fram átti að fara daginn eftir, og sem konungurinn sjálfur ætlaði að heiðra með nær- veru sinni. Á háum steintröppum, sem lágu upp að framdyrum kirkjunnar sat maður og kona, og bar skugga á þar sem þau sátu, þau tóku aldrei augun af gluggunum í þeim parti hallarinnar, sem herbergi Elsu var í. Þessar persónur voru Telra- mund og Ortrud. Missætt mikil hafði orðið á milli þeirra, frá því að Svan-riddarinn hafði yfirunnið Telranmund og gefið honum líf, og Telramund gat með engu móti fyrirgefið Ortrud að hún hefði komið honum til þess að bera ljúgvitni gegn Elsu. Ortrud var að brjóta heilann um það, hvernig hún gæti kbmið Telramund til þess að trúa sér til þess að snúa ósigri upp í sigur, og líka hvernig að þau gætu ráðið niðurlögum Elsu og riddarans, sem þau hötuðu. Þegjandi honfðu þau á gestina kveðja og fara og síðastur allra kvaddi ókunni riddarinn, og þau sáu gleðisvipinn á andliti Elsu þegar hún kvaddi hann. Með snjóhvíta skykkju yfir sér, og með sverðið með krosshjöltin hangandi við hlið sér gekk ridd- arinn frá höllinni, og yfir torgið, og þegar hann gekk fram hjá gosbrunninum, þar sem svanurinn sat, mælti hann: ‘‘Vel gerir þú minn trúfasti fugl lán það er þú óskaðir að eg nyti, er nú nálega í minni hendi”. Barón Telramund gat ekki liorft á mótstöðu- mann sinn, svo hann stóð upp og fór rakleiðis heim til sín, en Ortrud hreyfði sig ekki. Eftir dálitla stund opnaði Elsa gluggann á svefnherbergi sínu og steig út á veggsvalirnar, sem voru fyrir utan hann, hún hafði farið úr brúð- arskarti sínu, og klætt sig í hvítan kyrtil, hár henn- ar, sem var glóbjart, féll laust um herðar hennar, hún hélt að sér höndum, rendi augunum til him- ins og söng ástarkvæði með þýðri en hljómfagurri rödd, og þegar hinir hreinu og hljómþýðu tónar hennar bárust til eyrna Ortrudar, þar sem hún sat í myrkrinu, fyltist hjarta hennar öfund og í huga hennar mynduðust hinar illmannlegustu fyrirætlanir. Alt í einu rann það upp fyrir henni hvernig hún gæti eyðilagt þessa fögru og gæfu- sömu mey og hefnt sín á henni, og komið í veg fyr- ir að hún og hinn ókunni riddari næðu ríkisráðnm, en trygt þau sér og manni sínum. Hún stóð á fæt ur, gekk rakleiðis yfir torgið og staðnæmdist undir veggsvölunum þar sem Elsa var. “Elsa, Elsa!” kallaði hún í hálfum hljóðum. Elsa hætti að syngja, leit fram af veggsvölun- um og spurði. “Hver er að kalla?” “Beygðu þig niður, svo eg geti talað við þig”, mælti Ortrudur. “1 guðanna bænum hlustaðu á það sem eg hefi að segja”. Elsu rann til rifja að sjá þessa mikillátu konu þannig beigða og mælti: ‘ ‘ Þú mátt koma inn, lafði Ortrud. Eg skal hlusta á það, sem þú hefir að segja”, og þegar lafði Ortrud kom inn, settist hún niður þegjandi. Eftir dálitla stund tók Elsa til máls og mælti: ‘ ‘ Mig langar til að vita hvað kom þér til að þess að halda að eg væri sek um bróður morð?” 1 sorgblöndnum róm svaraði Ortrud: “Eg trúði því sökum þess að fyrir mig bar sýn, kæra Elsa, sýn, sem eg trúði að væri eins sönn og á- byggileg og sú, er þú sást er riddarinn birtist þér, Mér birtust járntöflur, og á þær var letruð með skýru letri að þú hefðir gjört þetta, og á hvern hátt Mér kom ekki í hug, að vitran þessi væri frá óvin mannanna, en nú sé eg það, og kem því til þess að biðja þig fyrirgefningar, svo eg geti eitt því, sem eftir er æfi minnar í iðrun og yfirbót”. Þessi orð Ortrudar höfðu mikil áhrif á Elsu. Sýn sú, sem fyrir hana bar hafði reynst virkileiki og gat hún því ekki rengt lafði Ortrud, og hún var of saklaus og hreinlynd til þess að ætla henni ilt. Svo hún sagði: “Af öllu mínu hjarta fyrirgef eg þér, lafði Ortrud, og eg býð þig velkomna að vera hér hjá mér í nótt og vera viðstadda við giftingar- athöfn mína á morgun”. Ortrud virtist vera Elsu mjög þakklát fyrir vinahót hennar, og þær töluðu saman um gifting- una og um frækleik riddarans ókunna, þar til dag- ur ljómaði á lofti. Elsa hafði að vísu ásett sér að búa sig undir hina hátíðlegu giftingarathöfn með bæn, en tal Ortrudar um elskhuga hennar, riddar- ann tígulega, hafði hrifið hana svo, að hún gleymdi því og sér. “Segðu mér kæra Elsa”, mælti Ortrudur, “af því að eg hefi, síðan maðurinn minn var yfirunnin hvergi verið á mannamótum, hvaðan ókunni ridd- arinn er, og hvað hann heitir. Eina nafnið, sem eg hefi heyrt á honum er Svan-riddarinn”, og hún gaut augunum til Elsu, því hún vissi vel að Elsa vissi ekkert meira um þetta heldur en hún. Alvörusvipur færðist yfir andlitið á Elsu, og hún svaraði: “Eg get ekki svarað spurningum þínum, lafði Ortrud, riddarinn minn hefir fyrir- boðið mér að spyrja sig að þessum spurningum, og eg, sem á honum svo mikið að þakka, hefi lofað því”. “Er það ekki undarlegt, að prinsessan Elsa frá Brabrant, skuli fleygja sér í hendurnar á óþekt um vegfaranda, guð gefi að hið yfirnáttúrlega fley og hinn yfirnáttúrlegi fugl, sem dróg það, hafi komið frá heimkynnum friðarins, og að kom- andi tíð sýni, að myrkravöldin eigi ekkert skylt við fyrirbrigði þessi, og villi þér sjónir, éins og þau gerðu mér. Heldur þú ekki að þú verðir alt af hrædd um að hann muni hverfa frá þér þegar minst varir, á sama hátt og hann kom. Þú þekkir máltækið sem segir, “að sá sem kemur á yfirnátt- úrlegan hátt, getur og á sama hátt farið”. Elsa svaraði með nokkurri þykkju: “Mér dettur ekki slíkt í hug, lafði Ortrud. Eg er allsend is óhrædd, eg finn ekki til hræðslu, því eg veit að riddarinn minn er enginn svikari, eg þarf ekki annað en að líta á hann til að sjá það. Eftir þetta samtal stóð Ortrud upp kvaddi og fór. En Elsa sat eftir í þungum þönkum, út af því, sem hún hafði sagt, og fram í huga hennar gægðist í fyrsta sinn tortrygnin, rödd freistarans hvíslaði í eyra henni, því skyldi riddarinn ekki vilja segja mér nafn sitt? Mér, sem innan stund- ar á að verða konan hans, og smátt og smátt fór traustið á riddaranum þverrandi, og hún ásetti sér að fá að vita nafn hans og hvaðan að hann væri þegar þau væru gift. Þegar Ortrud skildi við Elsu fór hún rakleitt á fund Telramund og sagði honum frá fyrirætlun- um sínum, en Telramund tók máli hennar stuttlega því hann var í mjög vondu skapi út af óförum þeirra beggja. “Telramund, Telramund! láttu ekki liggja svona illa á þér”, mælti Ortrud, “hlustaðu á það sem eg hefi að segja þér, við skulum enn bera sig- ur úr bítum í viðureign okkar við riddarann og Elsu”. Telramund vildi fyrst ekki hlusta á það, sem Ortrud var að segja honum, en þegar að hann heyrði að hún hefði verið hjá Elsu um nóttina og að húVi væri boðin til brúðkaupsins daginn eftir, þá fór hann aftur að trúa því að kænska og slægð Ortrudar mundi bera sigur úr bítum í þessari við- ureign, og hann Iofaðist til að gera hvað sem hún. beiddi hann um. “Eg hefi sáð frækorni efasemda og eiturs í sál Elsu, sem lætur hana aldrei í friði unz að hún brýtur loforð sitt við riddarann, og þegar að hún gerir það, þá veit eg að hann verður að yfirgefa hana, og þegar svo er komið er ríkið okkar. Ef að þetta mistekst er einn annar vegur til, og þér einum er hann fær, því ef einn blóðdropi riddar- ans hnigur til jarðar, þá er máttur hans þrotinn, og eg er viss um að jafn hraustur maður og þú ert getur með einhverju móti komið á hann sári, þótt að þú getir ekki yfirunnið hann. Þau töluðu margt, og lengi um þetta sameiginlega mál sitt. En á hádegi bjóst Ortrud hátíðarbúningi sínum, gekk til kirkjunnar og beið eftir brúðhjónunum á tröppunum við kirkjuna ásamt fleiru aðalsfólki. En hún þurfti ekki lengi að bíða, því nálega sam- stundis gullu við lúðrar kallaranna, sem tilkyntu mönnum að brúðurin væri á leiðinni, og rétt á eft- ir kom Elsa. Hún var klædd í snjóhvítan kjól, á höfði bar hún blómsveig. Á eftir henni komu sex ungmeyjar og báru þær allar karfir fullar af blóml um, sem þær ætluðu að strá á leið hennar þegar giftingin væri afstaðin, og þegar Elsa gekk upp tröppurnar, sem voru fyrir framan kirkjudyrnar þá hrópaði allur mannfjöldinn, sem fylti torgið: ‘Lengi lifi vor göfuga prinsessa Elsa frá Brabant’. Þegar Ortrud heyrði fagnaðaróp fólksins og sá hve tíguleg og falleg að Elsa var, greip hana öfund og ofsareiði, og þegar að Elsa ætlaði að ganga fram hjá henni og inn í kirkjuna, hleypur Ortrud í kirkjudyrnar og mælti: “Bíddu við stúlka, eg er hinn rétti ríkiserfingi og sökum ættgöfgi minnar, þá á eg að ganga inn í á undan þér”. Þessi hamskifti Ortrudar gengu nærri því fram af Elsu. Henni kom í hug illa klædda konan, sem kveldið áður hefði setið uppi hjá sér og beðið sig fyrirgefningar. Nú stóð þessi sama kona frammi fyrir henni skrautklædd og svívirti hana í orði, en Elsa náði brátt jafnvæginu og svaraði með hægð: “,Eg held þér skjátlist, lafði Ortrud, sem löglegur erfingi föður míns, krefst eg þess að verða drotningin í þessu ríki, og ásamt mínum á- gæta riddara, þjóna því til dauðadags”, og hún ætlaði að fara fram hjá Otrudi og inn í kirkjuna. En Ortrudur setti sig í veginn fyrir hana, og kallaði með hárri röddu, svo allir gætu heyrt: “Hver er þessi dularfulli riddari þinn? Getur þú sagt mér hvaðan að hann er? Eg er viss um að ef greifinn af Brabrant hefði verið á lífi, þá hefði hann aldrei gift dóttur sína óþektum umrenningi, og eg efast um að fólkið í Antwerp kæri sig um að láta galdradann ráða yfir sér”. “Elsa fór að gráta, og fólkið í krinum hana tók að gjörast hávært. En rétt í því bar brúðgum- ann að, í fylgd með honum voru margir aðalsmenn og hermenn. Hann kom nógu snemma til þess að heyra síðustu orð Ortrudar, og sá hana, þar sem hún stóð í kirkjudyrunum. Eins og elding hljóp hann upp tröppurnar, og þangað sem Elsa stóð. “Hver hefir gefið þessari konu leyfi til að koma nærri prinsessunni”, sagði hann um leið og hann tók Elsu í faðm sinn og þrýsti henni að brjósti sér. “Hefirðu gleymt aðvörun minni, kæra Elsa?” mælti riddarinn í blíðum róm. “Þú skilur ekki þau hin illu öfl, sem eru að ofsækja þig”. ‘Hún kom til mín hrygg og niðurbrotin og beiddi mig fyrirgefningar, og eg fyrirgaf henni”, stundi Elsa upp. “Eg vissi ekki, að jafnvel þá var hún að brugga mér vélráð. “Hafðu þig á burt héðan, svikafulla kona”, mælti ókunni riddarinn, og leit til Ortrudar með svo hvössu augnaráði, að hún stóðst það ekki, heldur leit undan, skammaðist sín og hvarf inn í mannfjöldan. Barón Telramund hafði verið þarna viðstadd- ur, og heyrt samtalið á milli konu sinpar og Elsu, og þegar hann sá konu sína víkja fyrir riddaran- um, gekk hann fram, og í heyranda hljóði skoraði ókunna riddarann á hólm, og bætti við: “Það er öllum ljóst, að það var hvorki hreysti þín, vígfimi, né hugprýði, sem þú sigraðir mig með þegar við börðumst á árbakkanum, heldur með göldrum þín- um og kyngi krafti, sem þú hefir frá myrkravald- inu. Segðu nú til nafns þíns og livaðan þú ert kominn, svo skulum við berjast eins og riddurum sæmir um það hvor okkar skuli ráða ríkjum”. Áður en ókunni riddarinn gat svarað, kom konungur og þeir, sem með honum biðu inn í kirkj- unni, út í kirkjudyrnar. Svan-riddarinn sem liafði staðið í sömu sporum, með Elsu í faðmi sér, snéri að konungi undir eins og hann varð var við hann og mælti: “ Náðugi herra! Eg bið yður að svara barón Telramund, hann efast um drengskap minn og hreysti. En livað spurningum hans viðvíkur, þá er það til svars, að eg segi engum manni til nafns míns, né heldur hvar eg á heima, nema Elsu, en hún lofaði í allra ykkar viðurvist að hún skyldi aldrei reyna að grenslast eftir því leyndarmáli. Síðan að það loforð var gefið og til þessa dags hefi eg dvalið á meðal ykkar, og þið hafið séð hvað eg hefi aðhafst og heyrt orð mín. En ef að þið trúið því ekki að guð himnanna sé mitt athvarf og aðstoð, þarftu ekki annað, Hinrik konungur, en segja mér að fara, og skal eg þá kveðja Elsu prinsessu, og ykkur öll, og þér munuð aldrei sjá migframar”. En konunginum, sem þótti vænt um ókunna riddarann, mælti svo allir heyrðu: “Virðulegi riddari, eg hefi aldrei efast um hvaðan fulltingi þitt er komið, né heldur um drengskap þinn og sannleiksást. Þegar eg gaf samþykki mitt til ráða- hags við Elsu prinsessu, þá meinti eg það, og eg veit að hún hefir svarið þess dýran eið, að virða og varðveita leyndarmál þitt. Presturinn bíður nú eftir því ag gefa ykkur saman”. Að svo mæltu fór konungurinn aftur inn í kirkjuna, og rétt á eftir honum kom Svan-riddar- inn og leiddi Elsu við hlið sér. Giftingarathöfnin fór prýðilega vel fram, og að henni lokinni gekk konungurinn ásamt brúðhjónunum út úr kirkjunni og stönsuðu á tröppunum fyrir framan hana, þar sem þau tóku á móti lukkuóskum fólksins, sem það lét í ljósi með því að hrópa “húrra*” fyrir konungs hjónunum. Svo var haldið heim í greifahöllina, þar sem hin dýrðlegasta veizla var búin og settist konung- urinn, brúðhjónin og aðalsmennirnir í Brabant að veizlu, og var þar mikil gleði allan daginn og fram á kveld. En á torginu fyrir utan höllina höfðu borð verið reist, og hlaðin með mat og öli, þar sem allir gátu komið, etið og drukkið og verið glaðir. — Enda var gleðibragur á öllu fólki yfir því að Elsa frá Brabant hefi gifst svo ágætum riddara. Framhald. i Tíu lífsreglur fyrir unga menn. 1. Elskaðu af öllu hjarta alt, sem þú finnur að er þér og öðrum til góðs, en forðastu hið gagn- stæða eins og heitan eld. 2. Varastu að segja nokkuð um aðra menn, nema það, sem þú vilt að þeir segji um þig, því “oft má satt kyrt liggja”. 3. Farðu snemma að hátta og snemma á fæt- ur. “Morgunstund ber gull í mund”. 4. Eigðu ekki marga vini, en gerðu alt sein þú getur fyrir sanna vini þína. Legðu lífið í söl- urnar fyrir þá, ef á þarf að halda. 5. Vertu aldrei iðjulaus. Ef þú hefir ekkert handa á milli, þá starfaðu með heilanum, þér og öðrum til gagns. 6. Sparaðu hvem eyri, sem þú getur, án þess að gera þér eða öðrum með því skömm eða skaða. 7. Hjálpaðu af ítrasta megni þeim, sem bágt eiga, — bæði í orði og verki. 8. Haltu öllu þínu í röð og reglu. 9. Innrættu æskulýðnum alt, sem þér hefir reynst vel sjálfum, en varaðu hann við því gagn- stæða. 10. Neyttu aldrei áfengra drykkja né tóbaks. —Heimilisblaðið. /

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.