Lögberg - 31.10.1918, Síða 2

Lögberg - 31.10.1918, Síða 2
t LCMiKKKG. FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1918 pann 18. sept. andaðist að sjúkrahúsi í New Westminster hér í fyikinu, konan ólína Guð- brandsdóttir. Hún hafði verið þar um tveggja mánaða tíma sér til lækninga, en heimili hennar var og hafði verið hér í bænum irm fjórðung aldar. Hún hafði iengi verið heilsulítil, enda orðin háöldruð, og oftast unnið mikið um dagana. — Lík hennar var flutt hingað til bæjarins og jarð- að ihér í grafreit Breiðfjörðsf jöl- skyldunnar í “Ross Bay” kirkju- garðinum þann 23. s. m. Hús- freyja Sigurlína Thomson, bróð- urdóttir hinnar látnu, sá um út- förina, sem fór fram frá Thom- son Funeral Ohapel. Síra Will- iam Stevenson, prestur Baptista- kirkjunnar, héit ræðu í útfarar- stofunni, og sá, er þetta ritar, tal aði þar einnig nokkur kveðjuorð til hinnar látnu félagssystur sinn ar á íslenzku í bundnu og ó- bundnu máli. Flestir íslending- ar hér í bænum, ásamt nokkru af hériendum konum, voru við jarðarförina, sem fór að öllu leyti vel fram. — pessir laiilar voru líkmenn: P. Thompson, E. Brynj- ólfsson, T. K. Anderson, E. Brandson, J. A. J. Líndal og P. Christianson. Ólína var fædd fyrir rúmum 70 árum sn'ðan, að Kaldrananesi við Bjamafjörð í Strandasýslu á íslandi — þar sem héraðshöfð- inginn Ásgrímur Bergþórsson bjó á Sturlungaöldinni —. For- eldrar hennar, sem þar bjuggu þá, voru þau hjónin Guðbrandur Sturiaugsson (ríka) í Rauðseyj- í Breiðafirði, Einarssonar, ÆfimÍDDm? Ólínar Guðbi ardsdctt) dul í skapi, en þó félagslynd; unni íslandi og íslenzkum bók- mentum, las talsvert, og hafði gaman af sögum og ljóðum. Og hefði hún notið góðrar mentunar mundi hún t. d. hafa getið sér góðan orðstýr fyrir skáldsagna- og æfintýra-ritan. Á það benti margt af því, er húra samdi og sagði fram á fundum vorum hér í félaginu “Mendingur”, sem hún hafði hjálpað til að mynda, styrkt eftir mætti, og til'heyrði til dauðadags. Með fráfalli ólínar Guðbrands- dóttur er enn mikið skarð höggv- ið í hinn fámenna hóp vom ís- lendinga hér í bænum, sem einatt fer minkandi; og er hennar sárt saknað af fólki hennar og félags- systkinum. Victoria, B. C., 14. okt. 1918 J. Ásgeir J. Lindal. Blöðin á íslandi eru beðin að taka upp þessa æfiminningu. um og Sigríður Guðmundsdóttir, Arasonar bónda á Reykjahólum í Barðastrandarsýslu, Jón'ssonar prests á Reykjanesi í sömu sýslu. ólína fluttist á barnsaldri með foreldrum sínum frá Kaldrana- nesi að Hvítadal í Saurbæ í Dala- sýýslu, þar sem þau svo bjugu mesta rausnarbúi í mörg ár, og þar dóu þau bæði fyrir nokkrum ámm síðan. ólína mun lengst af hafa dvalið í foreldrahúsum þar til hún fluttiist til Vestur- heims fyrir rúmum 30 ámm síð- an. Fyrst dvaldi hún um tíma að Garðar N. D., en þaðan fór hún til Seattle, Wasih.; var þar í fá ein ár, en fyrir hér um bil 20 árum fluttist hún hingað til bæj- arins, þar sem 'hún hefir búið æ síðan. — pau af systkinum ólínar, er náðu fullorðins aldri, voru þessi: 1. Margrét, kona Jóns Brands- sonar bónda að Garðar, N. Dak., en móðir dr. B. J. Brandsonar í Winnipeg; hún er dáin fyrir nokkrum árum sáðan. 2. Anna, kona Bjöms Kristj- áns'sonar, ættuðum frá Hjalla- sandi undir Jökli; hún er einnig dáin fyrir nokkrum árum síðan. 3. Sturlaugur, kaupmaður og fyrrum bæjarstjóri í Minneota, Minn. 4. Hafliði, bóndi að Garðar, N. D. 5. porsteinn, bóndi að Bjam- amesi í Strandasýslu. 6. Einar, kom vestur um haf, var í nokkur ár við verzlun í Edinburg, N. D., en flutti aftur heim til Mands samkvæmt ósk föður síns, sem þá var orðinn mjög hniginn að aldri og elli- hrumur, enda látinn þegar Einar kom heim; hann lézt ógiftur og barnlaus á íslandi fyrir nokkrum árum síðan. 7. Helga, koha Böðvars kaup- manns á Akranesi, porvaldsson- ar prests á Stað í Steingrímsfirði (bróður síra pórarins í Görðum á Álftanesi). 8. pórunn, búsett í Noregi, ekkja eftir norskani skipstjóra, Hansen að nafni. 9. Jóhann Breiðfjörð, sem búið liefir ihér í bænum í nær 30 ár. pó Ólína bæði mig oftar en einu sinni, og síðast er eg sá hana lifandi, sem var rúmum tveimur mánuðum fyrir andlát hennar,— að geta um lát sitt í íslenzku blaði, ef að eg lifði hana, þá hafði eg samt því miður aldrei ritað neitt niður hjá mér af æfiatrið- um hennar, og get eg því ekki sagt frá þeim eins greinilega og eg hefði viljað; á þessu bið eg vini og vandamenn hennar afsök- unar. — Ólína Guðbrandsdóttir giftist aldrei, og hefði hún þó að líkind- um ekki átt erfitt með það á yngri árum sínum, því hún var mjög myndarleg kona, eins og hún átti ætt til. Hún var mikil dugnaðar- og framkvæmdakona, sem bezt má ef ti'l vill sjá af því, að hún hafði hér um eitt skeið greiðasöluhús (restaurant), en til þess þarf auðvitað allmikið á- ræði, útsjón og atorku, ef vel á að fara, og gjöra því slíkt ekki nema kvenskörungar. — pá var hún í mörg ár umsjónarkona á einum barnaskóla bæjarins, og 'þótti j hún leysa það starf sitt vel af hendi. ólínu græddist talsvert fé um æfina, því hún var að sama skapi reglusöm og sparsöm, sem hún var dugleg. Hún átti t. d., þeg- ar hún dó, þrjár bæjarlóðir og gott íbúðarhús hér í bænum, eina bæjarlóð í Seattle (síðan hún átti 'þar heima) og eitthvað dálíti, af peningum á banka. Og er mér sagt að hún hafi mælt svo fyrir í erfðaskrá sinni, að það, sem eftir yrði af eignum hennar, að skuldum frádregnum, skyldi ganga til Vífilstaðaheilsu- hælisins á íslandi, og sýnir það glögt hve mjög mikla ást og ræktarsemi að 'þessi látna merk- iskona bar í brjósti til ættjarðar- innar. Og þess væri óskandi að fleiri íslendingar vestan hafs sýndu ættarðarást sína á líkan hátt. pó ólína ætti nú þessar fast- eignir, sem nefndar eru hér að ofan, þá mun 'hún samt á seinni árum sínum, eftir að heilsan bil- aði, oft hafa átt all-örlugt upp- dráttar, og mun þá pórunn syst- ir hennar, sem kvað vera vel efn- uð, og systursonur hennar, Dr. Brandson, stundum hafa rétt henni hjálparhönd. Og peningar þeir, er eg get hér um að hún hafi átt á banka, munu hafa ver- ið frá þeim. pessara hjálpsömu og hjartagóðu skyldmenna sinna mintist hún oft á við mig með klökkum þakklætisorðum. ólína var nokkuð einræn og Óiína Guðbrandsdóttir. frá Hvítadal. (Kveðja, flutt við jarðarför henn ar í Victoria, B. C., 20. sept. 1918. Æfivegur (þá'er þinn þrotinn, góða kona! Innan skamms eg enda minn. — Alt er lífið svona. Fyrir aðra “ull” þú spanzt, eins og tíðum gengur. En sem hetja æ þú vannst orku þinni lengur. Löngum helzta lið og vörn lífs- í stríði -nauða: Ástsæll maki, indæl börn ei þig syrgja dauða. En iþig, vina, alt mun hér íslenzk harma mengi. Til þess margt og mikið ber að minnumst vér þín lengi: Ættjörð varstu einatt trú, óð vel meta kunnir, fornsögunum frónsku %þú og fróðleik mörgum unnir. Samdir þú og sagna-óð sinni meður snjöillu. Hreinskilin og hjartagóð, hispurs'laus í öllu. Æ þú studdir “fslending” orðum með og dáðum; fyrir það eg*þftkkir syng þér— frá okkur báðum. Ljós og friður fylgi 'þér fram á nýjar brautir, þar sem mæða engin er eða nokkrar þrautir. pví ef eiliíft áframhald er á þessu líf i; veit eg að þitt vinnugjald veitist fjarri kífi. Minning, fróð og myndarleg, marg-oft gladdir dróttir; ein sinn ruddi æfiveg — ólína Guðbrandsdóttir. J. Ásgeir J. Líndai. Peningagjafir til 223. aðstoðadeildarinnar, safnað af Mrs. Th. Gíslason og Miss K. Paulson, Gerald, Sask.: Mrs. Th. Gíslason 3.00 M. Paulsaon 5.00 B. Halldórsson 5.00 J. Tochor 2.00 T. Frost 1.00 E. Paulson 1.00 A. N. Paulson 0.50 H. E. Faulson 0.25 Anna Paulson 0.25 Elin Paulison 0.25 K. G. Paulson 1.00 John Weselok 1.00 John Henska 0.80 A. K. Paulson 0.75 G. S. Gíslason 1.00 S. Stevenson 2.00 H. Bardall 2.00 Mrs. Backman 0.50 Mrs. Stephenson 1.00 K. Gíslason 1.00 T. Bjarnason 1.00 K. C. Gíslason 1.00 V. Gíslason 2.00 J. Einarsson 1.00 C. Paulson 1.70 G. Gíslason 2.00 W. Guðnason 5.00 J. Guðnason 2.00 B. Guðnason 5.00 Mrs. Guðraason 2.00 Miss L. Guðnason 1.00 C. Sigurdson 2.00 S. E. Otterason 2.00 Safnað af kvenfélaginu “Til- raun”, Churöhbridge, Sask., fyrir 223. Íherdeiíldina: Mrs. E. Sigurðsson 3.00 Miss S. Sigurðsson 1.00 Mrs. J. Johnson 0.50 ónefnd 0.50 Miss E. Hindrickson 1.00 Mi^s G. Hindrickson 2.00 Enfremur: Miss G. Joíhnson, 645 Elgin Ave 5.00 Mrs. Guðrún Johrason, ( fs- lendingafljót) 2.00 Mrs. G. Eggertson, Victor St., Wpg. 10.00 Mrs.Stefánson, Hazelmere Aptmts. 3.00 Kvenfél. Iðunnv Wpg. Beach 5.00 Mrs. S. Vopni, Tantallon 2.00 Jíon. T. H. Johnson Wpg. 25.00 Mrs. Jón Julius, Wpeg 1.00 Mr. Chr. ólafsson, Wpg. 10.00 Dr. B. J. Brandson, Wpg. 25.00 Mrs. K. K. Albert, Wpg. 5.00 Með bezta þakklæti. Mrs. B. J. Brandson aðstoðarféh. 776 Victor St. COPENHAGEN Munntóbak Búið tilúr hin- um beztu, elstu,. safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakstölum Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsin bezta munntóbek Eimreiðin komin beim. Dr. Valtýr Guðmundsson, sem verið hefir eigandi og útgefandi Eimreiðarnnar, hefir nú selt út- gáfuréttinn, allar útistandandi skuldir og óseldar leifar af fyrri árgöngum, Ársæli Ámasyni bók- sala í Reykjavík. Og sendi hinn nýi eigandi oss 1. og 2. hefti 24. árgangs ritsms, með síðasta pósti, sem vér kunnurn honum þakkir fyrir. Hinn ytri frágangur ritsins í sínum nýja búningi er ekki ó- smekklegur...Nú er kápan græn og skrá yfr innihald ritsins prentuð á framsíðuna. Innihald þessara hefta er: Fyrst “Eimreiðin komin heim” Nokkurskonar ávarp til kaupend- anraa, um leið og það er áminning um þjóðræknisvöknun, sem í því á að vera fólgin að flytj'a -alt, sem íslenzkt er, heim til fslands. Næst er, að jþví er oss virðist, gullfalleg þýðing á hirau heims- fræga kvæði Tennysons “Locks- ley HaH”, með athugasemd um það eftir hinn nýja ritstjóra Eim reiðarinnar, Magnús Jónsson docent, fyrrum prest að Garðar N. D. Prófessor Lárus H. Bjama- son ritar um sambandslagafrum- varpið nýja. Telur hann á því ýmsa galla, en með velvilja og góðum hug megi það að góðu verða báðum máisaðilum. Ann- ars er eirakennilegt að sjá að flestir, eða allir þeir, sem um þenna samning tala, benda á að Sparið, kaupið Victory Bond! hann sé þó ekki verri heldur en uppkastið frá 1908, sem þjóðin vildi ekkert hafa með að gjöra. “Veizlan í gryfjunni”, brot úr sögu eftir Patreck McGiIl. “Guð- inn Gleraugna-Jói”, saga eft- ir H. G. Wells. prjú lagleg kvæði eftir Guðm. G. Hagalín. “Heljartök Miðveldanna”, skýr og skarplega rituð grein eftir ritstjórann. pá er saga, “í lífi og dauða” eftir Gunnar Gunnarsson. Tveir landar, sem gitftir eru sinni syst- urinni hvor, era altaf að rífast, þar til annar þeirra, Sigmundur, deyr; þá unir Jón sér svo illa, að hann tekur snæri, fer út í fjár- hiús og hengir sig. Lítil saga og lærdóssnauð, en smellið samtal sumstaðar. “Beinasta leiðin”. Hugmynd ameríkskrar konu nokkurrar um það hvemig bezt væri að enda stríðið — að herinn eigi einn góðan veðurdag að leggja niður vopn og fara heim, hvað svo sem herforingjamir segja, — heldur ólíkleg hugmynd og ekki sem heilbrigðust, eins og nú standa sakir. Sagan létt og lipurt þýdd af ritstjóranum. Skopvísa um skáldleyfi, eftir Jónas Hallgrímsson. “Per Hall- ström Fhocas”, saga. “Ovida Treskó”, byrjun á sögu. “Er íslenzkt þjóðemi í veði?” Ritgjöi'C eftir ritstjórann, þar sem hann setur þessa spumingu fram, og virðist sjá hættuna sökum bættra samgangna og aukinna áhrifa stórþjóða. Síðast er ritsjá eftir ritstjór- ann. Af því, sem að ofan er sagt, sést að innihald Eimreiðarinnar hinnar nýju er margbreytt og skemtilegt, frágangur góður á pappír og prentun, og mun vera lesendum hér vestra kærkominn gestur. Til meðlima Nonpartiz- an League í Norður Dakota. pó að íslendingar, sem þeim fé-1 lagsskap tilheyra séu að eins ör- lítið brot atkvæðisibærra manna : í ríkinu vildi eg ávarpa þá fáum orðum, til hvers sem það leiðir. j “Ekki veldur «á sem varir, þótt j ver fari”, segir máltækið. Viðj kosraingamar sem liggja fyrir í næstu viku, 5. nóv., ætla eg ekki að minnast á mennina, sem um emfoættið sækja. pa,r verður hver að fylgja sínu áliti. Menn- irair koma og fara og geta ekki gert stórmikið mein þó illla velj- ist, ef að breytingar þær á grund- vallarlögum ríkisins, sem berast upp til atkvæða, ekki verða við- teknar. En lukkist Townley og i hans liði að koma þeim breyting- um fram, gætu bændur og búalið orðið fjárhagslega rúnir inn að sikyrtunni, í stað þess að öðlast gull og græna skóga, eins og þeim hefir veríð lofað af Townley og útsendurum hans, fyrir að leggja áríega $16.00 i sjóð, sem i ■hann hefir einn yfir að ráða, og þarf eingum reikningsskil að j gera. Breytingaratriðin eru tíu. Ekert þeirra er nauðsyralegt eða líklegt til gagns, en þrjú em hættuleg, eins og þau liggja fyr- ir, og á þau vildi eg minnast, ef skeð gæti það opnaði augu ein- hverra, fyr en í ótíma er komið. pað er búið að raða þeim nið- ur á kjörlistan og byrja eg á því sjöunda í röðinni. páð hljóðar um skattlagning — Taxation — og set eg útdrætti sem málið varð ar eins og þar stendiur: “Taxes shall be uniform upon the same class of property.”— “The legLstlature may by law exempt any and all elasses of per-, sonal property from taxation, and within the meaning of this section, fixtures, buildings and improvements of every character whatsoever, upon land shall be deemed personal property.... Hér er stefnt að einskajtts fyr- irkomulagi, sem all-mikið hefir verið rætt og ritað um, bæði með og mót. Reynslan yrði sú, ef slíkt leiddist hér í lög, að aðal-skatta- byrðin félli á bændur. Bæimir mundu sleppa tiltölulega skatt- fríir, svo hvað sem drægist þar undan, frá þvá sem nú er, yrðu bændur og landeigendur að borga Enn þá viðsjárverðara er 9. breytingaratriðið um Debt Limit par er ákveðið: “The state may issue or quar- anty the payment of bonds, pro- vided that all bonds in excess of two milion dollars shall be secu- red by first morgage upon real estate in amounts not to exceed one half of its value, or upon real and personal property of state- owned utiiities enterprises or in- dustries in amounts not exceed- ng its value and provided further that the state shall not issue or guaranty bonds upon property of state-owned utilities in excess of ten milion dollars.” pama sýnist í fljótu bragði að skuldbindinga takmark ríkisins væri fært upp úr $200,000 eins og það er nú í að eiras tólf miljón ir, en við nánari athugun sést að takmarkið er ekkert annað en verðmæti þess lands sem ríkið hefir til umráða til að veðsetja. Tíu miljóna takmarkið nær að eins til þeirra skulda sem trygð- ar em með veði í jármbrautum, komhlöðum, hveitimylnum, slát- unhúsum eða öðmm hlutum sem yrðu ríkiseign í komandi framtíð1 Sama breytingaratriði gerír fyr- ir aíborgun lána á þessa leið: “Every law authorizing a bond issue shall provide for levying an annual tax, or make other provi- sions sufficient to pay the inte- rest semiannually, and the prin- cipal within thirty years from the passage of such law and shall specially appropriate for pro- ceeds of such tax or of such other provisions to the payment of said principal and interest, and such appropriation shall not be repealed nor tax or other provi- sions discontinued until such debt both principal and interest shall have been paid.” Eg veit að viðkvæði margra verður: Engin hætta á ferðum. pingmenn hlaupa ekki á sig, og ríkisstjórinn, Frasier — ef hanra verður kosinn, setur ekki ríkið í ógöngur. Reynslan er búin að sýna við 'hverju má búast. Árið 1917 vom non-partizans meiri hlutinn í neðri málstofu iþingsins par var Townley og hans hjálpar menn til taks, og höfðu þingmenn svo í 'lófa síraum að 'þeir sam- þyktu nýjan grundvallarlaga- bálk, móti fastsettum laga ákvæð um. pað féll í efri málstofunni, en nú koma breytingamar í þess stað, og verða að lögum, ef sam- þykki næst með meirihluta at- atkvæða fólksins. Hivað Frasier snertir, þá 'hafði Nonpartlzan Leader — málgagn Townleys — það erftir Frasier að hann sæi ekik ert á móti því að ríkið skuldaði 300 miljórair. í sama tón skrifar S. A. Olsness, Insurance Commis- sioner í vikunni sem leið. petta er að eins fjórði partur af því sem þinginu væri leyft að skuld- binda ríkið fyrir, ef nokkur gild- andi takmörk væru sett, sem ekki er, og þá er að gæta þess hvað það mundi kosta. Með 5% vöxtum yrðu ársrentur af þrjú hundruð miliónum fimtán mil- jónir. Við það bættust árlega tíu miljónir til iúkningar höfuð- stóls skuldarinnar, eftir 30 ár, svo ríkisskattar að meðtöldum stjórnarkostnaði og útgjöldum yrði ekki langt neðan við þrjátíu miljónir á ári, sem undir ein- skattlögum kæmi aðallega á bændur að mæta. — pað er eng- um blöðum að fletta um tilgang Townleys og hans fylgif iskar. Eg tel ekki bændur þar með, heldur þá menn sem ganga hans erinda bæ frá bæ til að veiða bændur eins og mýs í gildru með loforð- um um það, sem þeim dettur ekki í hug að efna. Tilgangurinn er sá að koma ríkinu undir Social- ista og einvalds stjóm í fylsta skilningi, með eignarétti afnumd um og stjóm í eiras eða örfárra manna ihöndum. Ef þeim lukk- ast framlhaldið, eins og nú er ver- ið að búa í pottinn, þá kemur þetta alt af sjálfu sér. pegar bændur mega ekki við því lengur að mærta skyldum og skötitum iþá verður gengið að landeign þeirra á þann hátt að alt fellur til ríkis- ins. Úr Iþví verða þeir, böm þeirra og baraabörn að búa sem leigu- liðar undir umsjón einhvers stjórmar þjóns sem til þess verð- ur settur. pegar svo er komið verður atkvæðisrétturiran þýðing arlaus, þó við haldist að nafninu til. Fólkið verður að búa undir þýzku keisanavaldi, sem er það eina stjómarform hugsanlegt á Socialista grunni. Til að koma í veg fyrir að svo fari, er eiraa ráðið að drepa alla þessar Socialista grundvallarlaga breytingar við kosningamár í haust, og víkja frá embættum öM um iþeim mönnum sem breyting- unum eru hlyntir. pað er rétt- mæt sjálfsvöm bænda. peim er engin vorkunn að sjá hvert stefn- ir. Jónas Hall. N Frelsisins Vegna Ú veitist yður öllum, sem valið hafið Canada að bústað, tækifæri á að láta í Ijósi, hve vænt yður þykir nú um yðar nýja fóstur- land. Canada er í stríði — er að hjálpa til þesis að vinna bug á miskunar- lausum ræningjum, sem réðust út úr pýzkalandi í þeim tilgangi að leggja undir sig heim allann og gera fólkið ánauðugt. Brýn þörf er á peningum til þess að hinir CanadÍBku hermenn geti Iiaft nægilegt fæði og klæði til þess að þeir geti fullkomnað sigurhrós sitt, yfir hinum hálf yfirunraa óvini. PeningamLr, sem þú leggur í Victory Bonds, hjálpa til þeSs að út- vega þær nauðsynjar er hermaðurinn þarfnast til þess að geta barist. pú ert ekki beðinn að gefa eitt cent ■ peniragum þíraum sem láni. • stjómin tekur að eins á móti Og misSerislega greiðir stjómin þér vöxtu all-háa — af láni þvi, sem þér nú veitst forróttindi tii þess að taka þátt í. í gjalddaga endurgreiðir stjómin þér peningana að fullu. petta er þitt tækifæri til þess að sýna og saama að þú sért fús til þótt þú takir ekki beinan ihemaðar þáfct í vöm Canada, að fórna eira- hverju fyrír það eima isem vert er að lifa og berjast fyrir — Frelsið. Þessvegraa skaitu kaupa Victory Bonds — spara hvert cent til þess að gefca keypt fleiri Victory Bonds — borða mirana — kaupa minna af fötuni, og verja minna af peningum til skemtana, og nota alt er þú sparar til þess, að kaupa fyrir Victory Bonds. — Til (þess að sanna að þú trúir á framtíð Canada. — Til (þess að sanna að þú sért fús á að fóraa einhverju fyrir það freisi, er iþú trygðir þér með komu iþimni til Canada. Issucd by Canada’s Victory Loan Committee in co-operation witli the Minister of Finance of the Dominion of Canada

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.