Lögberg - 31.10.1918, Síða 3

Lögberg - 31.10.1918, Síða 3
LÖGBERG. FJMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1918 9 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. J7RIÐJI KAFLI. Drone ypti öxlum. “.Það er eins þægilegt líf og nokkurt annað. En það sem eg ætlaði að skýra fyrir yður er, að ef við fáum sönnuina og getunvlagt hana fram fyrir lögregluna, þá verð- ur hún að gefa varðhaldsskipun. Og þar eð eg býst við að fá sönnunina — sé hún til — rétt bráðum, er hyggilegra að bíða með þessa kröfu í eina eða tvær stundir ennþá. ’ ’ ' “Þá skal eg segja yður, herra, að eg vil ekki bíða eina eða tvær stundir; nei, ekki eina mínútu. Undireins og réttarsalurinn er opinn og dómararnir í sætum sínum, skal krafan vera iögð fram. Ef þér viljið ekki gjöra það, þá gjöri eg það.” Svo sannfærð var frú Smith um að Carlton hefði framið morðið, og svo æst var hún af því gegn honum, að hefði liún getað hengt hann upp í eitthvert tré með einhvern af silkiklútunnm sínum um hálsinn, þá hefði hún gjört það án þess að bíða eftir drætti og truflun laganna. Drone réði ekkert við frúna, hún var þver- úðgari og kappmálli en nokkur önnur kona, og er þá mikið sagt. Lögmaðurinn er ekki sá eini maður, sem hefir gagnstætt sannfæringu sinni orðið að fara að vilja kvenmanns; og klukkan 11, því réttvísin var seint á ferli þennan dag, fylgdi hann henni til ráðhússins og bað um leyni- legt samtal- Þeir liávelbornu herrar urðu við bón hans, og byrjuðu málið innan lokaðra dyra. Á meðan á þessu stóð vitjaði Carlton sjúkl- inga sinna og talaði vingjarnlega við þá, eins og hann var vanur, án þess að vita hið minsta um þann köngulóarvef, sem óvinir hans riðu í kring um hann. Enginn vingjarnlegur andi, hafi hann ann- ars átt nokkurn, gjörði honum aðvart. Hann ók frá liúsi til húss og kom heim fyri en vana- lega. Veikin fór óðum batnandi og læknarnir höfðu meiri frítíma en áður. Carlton gekk inn í lyfjastofuna og skrifaði fóeina lyfjamiða, sem Jefferson átti að búa til lyfin eftir, þegar hann kæmi heim, og gekk svo inn í borðstofuna klukk- an eitt. Lafði Laura var þar. Það var í fyrsta skifti, sem hún kom á réttum tíma til að neyta matar síns. Hún var að setjast niður við morg- unverðarborðið, og það var svo sjaldgæft að maður hennar kæmi inn til að neyta matar ásamt henni, að ln'm leit undrandi á hann. ‘ ‘ Ó, Laura! Við morgunverðarborðið aft- ur! Það gleður mig, góða mín- ’ ’ Hann talaði innilega og alúðlega; það var oftast vani lians að tala í þeim róm til konu sinnar. “Þú ert kominn snemma heim í dag,” sagði Laura, slepti stólnum sem liún liafði ætlað að setjast á og gekk að ofninum. “Fyr en eg er vanur þessa síðustu daga. Tjaura, eg ætla nú að gjöra alvöru úr því, að fó öðrum í hendur starf mitt. ’ ’ “Fá öðrum í hendur starf þitt?” “Eg er orðinn leiður á þessu hvíldarlausa starfi. Og gjöri eg aldrei tilraun til þess, losn- um við aldrei héðan. En hvað þú háttaðir snemma í gærkvöldi, ’ ’ sagði Carlton. “Eg var þreytt,” svaraði Laura út í hött. Hún var í rauninni ekki þreytt, en reið yfir því að Jana fór orsakalaust í burtu. “Maturinn þinn verður kaldur ” Laura leit á borðið og hristi höfuðið. Hún horfði beint í augu manns síns, þar sem hann stóð fyrir framan hana. “Mér er sagt að barnið sé dáið.” “Hvaða barn?” sagði Carlton. Hann var að hugsa um annað og skildi hana ekki strax. ‘ ‘ Eins og þú vitir það ekki. Barnið í Tup- pers húsi.” “Ó, já, hann dó í gærmorgun, litli vesalings dreng-urinn. Móður hans fellur |»að mjög sárt, ’ ’ bætti hann við. “ Viltu staðfesta það nú, þegar barnið er dá- ið, að }>ú hafir ekki átt það?” “Nei,” svaraði Carlton afar kuldalega- ‘‘Eg svaraði þér eitt sinn þessu viðvíkjandi, og iiélt þú værir ánægð. Ef þú ert úftur byrjuð með ímyndanir þínar, verður þú ein um þær, eg tek engan þátt í þeim.” Carlton grunaði alls ekki hve langt var frá þvj að Laura væri ánægð, hvílíkt afbrýðishyl- dýpi bjó í huga hennar. “Svo móðurinni féll það mjög sórt,” sagði Laura. “1 gærmorgun var það svo. Eg var þar hálfri stundu eftir að barnið dó, og eg held að eg hafi aldrei séð jafn átakanlega sorg og hennar. Eg varð alveg hissa. En þegar geðshræringin grípur þessar hörðu og eðlisköldu persónur, þá er hún vanalega sterk. Hún hefir eflaust verið horfin áður en dagurinn endaði ” “Þú hefir efíaust huggað hana?” Carlton horfði fast á konu sína; kom hún aftur með þessa heimsku? “Laura!” “Nú?” “Við hvað áttu?” Gremjulega andlitið og rjóðu kinnarnar svöruðu fyrir hana, svo Carlton þurfti ekki að spyrja aftur. En Carlton fanst þessi grunur hennar svo hlægilegur, að andlit hans varð að einu brosi. “Ó, Laura, þessi luralega, gamla kona.” Þessi fáu orð gjörðu meira gagn en margra stunda afsakanir, þau opnuðu augu hennar fyrir heimskulega gruninum. Hún leit feimnislega á hann og varir liennar skulfu. Carlton lagði liendi sína alúðlega á öxl henxiar. “Þarf eg að fullvissa þig um það aftur, Laura, að eghefi aldrei þekt þessa koma? Hvaða heimska hefir gripið þig ? ’ ’ Laura vissi það alls ekki, nema að það var ginning sem blindaði dómgreind hennar og gerði hana ógæfusama. ITenni fanst hún sannfærast um það, að sér hefði skjátlast, og nú fann hún til iðrunar og fyrirvarð sig fyrir það, að hafa grunað hann að óstæðulausu; að hún hafði opin- berað afbrýði sína fyrir Jönu og Judith; að hún hafði opnað skrána að skápnum hans. Hún tók hendi hans af öxl sinni og þrýsti bana, á meðan tárin hreyfðust í augnahárum hennar- Carlton laut niður að henni. “Við skulum bráðum byrja nýtt líf annars- staðar, Laura,” livíslaði hann. “Það skal ekki verða mér að kenna, ef þá kviknar ósamlyndi á milli okkar. ’ ’ Laura þerraði tárin af augum sínum og sneri sér að morgunverðarborðinu. Þar voru tvær eða þrjár tegundir af aðlaðandi mat. Hún greip tvo af matardiskunum og hélt þeim við ofninn, til að velgja matinn á þeim. Carlton tók þá frá henni til að halda á þeim sjálfur. ‘ ‘ Þú borðar ásamt mér í dag, Lewis, mér til ánægju.” “Það verður að vera mjög lítið”, sagði liann og settist. “Eg borða ávalt góðan morg- unverð strax á morgnana. Hvað er þetta? Maukaðar ostrur. Eg ætla að smakka á þeim. Á eg að gefa þér nokkurar ? ’ ’ Laura kinkaði kolli. Hann var biiinn að fó henni nokkrar, og ætlaði að fara láta eina eða tvær á sinn eigin disk, þegar dyrnar voru ,opn- aðar og Jonathan kom inn. Hann var náfölur og liræðslulegur. “Hvað er nú, Jonathan?” spurði húsbóndi hans. “Menn sem vilja tala við yður, lir., ef þér viljið gera svo vel.” “1 lyfjabúðinni? Eg skal koma áður mín- úta er liðin.” “Nei, hr., nú, ef þér viljið vera svo góður”, stamaði Jonathan. Carlton stóð upp snögglega. Honum datt í hug að eitthvert slys hefði átt sér stað í húsinu. f ganginum stóðu tveir lögregluþjónar. Jonath- an lokaði dyrunum á eftir húsbónda sínum. Mínútu síðar voru þær aftur opnaðar. Lafði Laura kom til þess að seðja forvitni sína. Ijögregluþjóiiarnir stóðu sinn við hvora hlið hans, annar þeirra sýndi Carltbn pappírsmiða meðan liann talaði lágt; Jonathan stóð út af fyr- ii sig undrandi og kvíðalegur. Þegar Carlton sá Lauru, leiddi hann lögregluþjónana inn í hlið- arlierbergið og lokaði dyrum þess. “Jonathan, hvað þýðir þetta?” “Það mó hamingjan vita, lafði”, svaraði Jonathan. “Hvað vilja þessir lögregluþjónar? Þú ert svo hræðslulegur. Hvað sögðu þeir? Hvað heyrðir þú?” “Eg vildi að eg þyrfti ekki að svara yður”, sagði liann hikandi. ‘ ‘ Það er ekki gott fyrir yður að heyra það, lafði.” “Hvernig vogar þú þér að neita að svara mér, Jonatlian?” sagði hún í skipandi róm. segðu mér það strar.” ‘ ‘ Ó, lafði — eg heyrði eitthvað um morð, og að húsbóndinn ætti að mæta fyrir rétti og vera yf iríheyrður. ’ ’ Hún trúði þessu ekki; hún hló jafnvel að Jonathan. En á þessu augnabliki komu þeir út aftur og Carlton gekk til hennar. Það var eitt- livað í andliti lians, sem kom konu hans til að hopa á hæl að dyrastafnura. Eða var það henn- ar eigin óákveðni ótti, sem hræddi hana? “Laura, eg fer til ráðhússins í viðskifta- erindum, eg skal ekki vera lengur fjarverandi en eg þarf. ’ ’ Hljóð hennar endurrómaði í ganginum. Þetta virtist vera sönnun þeirra orða er Jon- athan hafði talað. “Ó, Lewis, hvað er það? Jonatlian segir að það sé eitthvað um morð.” “En það rugl”, svaraði liann. “Það er ó- sanngjarn misskilningur, sem eg skal fljótlega ieiðrétta. Vertu ekki hrædd, eg skal vera heima um dagverðartímann.” Það var ekki tími til að tala meira. Þetta sýndist að eins vera augnbliks starf. Carlton gekk út og upp götuna; annar lögregluþjónninn gekk við hlið hans, hinn á eftir honum. Hún leit í kringum sig í algerðum vandræð- um, og skildi ekkert í þessu. Fljótráð og bráð- lynd eins og hún var, þaut hún út að hliðinu til að horfa á eftir þeim. Þá varð lafði Laura þess vör, að skríllinn var ó hælum Carltons og fylgdarmanna lians. Tilfellið var, að sagan hafði borist út um bæinn og olli fólkinu all-mikillar æsingar. Hún undr- aðist meira og meira og hefði máske hlaupið á eftir þeim, ef liún hefði ekki komið auga á frú Pepperfly í hópnum rétt hjá hliðinu. Hún þekti hjúknmarkonuna og greip í handlegg hennar. “Segið þér mér hvað nú er á seiði?” stam- aði hún. “Þér vitið það.” Fyrsta hreyfing frú Pepperfly var, að ganga inn í hús og draga lafði Lauru með sér. Gamla konan lokaði borðstofudyrunum á eftir sér og lét vesalings Jonathan vera í ganginum fyrir framan. “Eg dey ef þér segið mér ekki þetta strax”, sagði Laura æst. ‘ ‘ Hvað gengur á ? ” “Það er ein af þessum tilhlutunum forsjón- arinnar, sem við heyrum getið um, þegar við höfum tíma til að fara í kirkju”, svaraði hjúkr- unarkonan. “ Að hugsa sér, að við skulum hafa lifað hér öll þessi ár, og aldrei grunað Carlton um neitt — og hann, sem kom á hverjum degi í Tuppers hús að líta eftir barninu! En morð verða ávalt uppvís. Yðar kjör eru hörð, vesa- lings lafði mín.” “Er hann myrtur — litli drengurinn í Tup- pers húsi?” ‘ ‘ Hann ? ’ ’ svaraði frú Pepperfly. ‘ ‘ Ó, guð iilessi yður, hann dó alveg eðlilega af tæringu. Það er hin ógæfusama móðir hans.” “Er hún dáin?” stamaði Laura, sem nú datt ýmislegt í hug. “Hún konan?” “Það er ekki hún”, sagði frú Pepperfty. “Hún var alls ekki móðir hans, eins og nú er augljóst orðið. — Það var hin-----” “Ekki móðir hans!” sagði Laura, og öll ósanngirnin við hina fyrverandi afbrýði bennar stóð nú svo glögg fyrir hugskotsjónum hennar. “Ekki fremur en eg”, sagði frú Pepperfly. “Það er sú ógæfusama, sem eg stundaði sjálf, lafði; hún, sem var deydd með blásýru í Palace Street, og menn segja að það hafi verið Carlton, sem helti henni í lyfið. Og nafn hennar var — ó, himneski faðir, það er raunar erfitt fyrir vkkur allar, lafðirnar.” “Hvert var nafn hennar?” spurði Laura með mjallhvítar varir. “Alls ekki frú Crane, lafði, heldur Clarice Ohesney; því menn segja að hún hafi verið kona hans.” Lafði Laura hné magnlaus af hræðslu nið- ur á stól. Frú Pepperfly, sem ekki var mjög við- kværn sjálf, gat ekki ímyndað sér að aðrir væri það fremur en hún, og hélt áfram: “Menn tala um fingur forlaganna og slíkt óskiljanlegt rugl, en hafi ekki forlögin haft fing- ur sinn í þessu, þá hafa þau aldrei haft fingur sinn í neinu enn þá. Þetta liefir alt komið í ljós með bréfi sem Carlton átti, og sem sagt er að þér hafið fundið, þar sem það hefir legið geymt í mörg ár, og afhent lafði Chesney það. Þetta bréf hefir bent á glæpamanninn, og dómararnir höfðu það liggjandi beint fyrir framan nefið á sér, þegar þeir skrifuðu varðhaldskipanina um að taka Carlton.” Hún! Bréfið! Hafði hún með hinni ógeðs- legu breytni sinni byrlað manni sínum þessa ógæfu? Ó, þú viðbjóðslega Laura Carlton, end- urminningin um þetta fylgir þér til daganna enda, hugsaði hún. “Ó, kæra lafði, takið yður þetta ekki svo nærri. Allir hafa eitthvað að bera, sumir líða andlegar kvalir; aðrir líkamlegar; sumar eru kvíðandi vegna manna sinna; aðrar af því að þær engan eiga. Það er enginn hlutur til sem huggar betur en eitt glas af púnsi”, sagði frú Pepperfly; “það má fá vatnið á svipstundu í eldhúsinu.” Hún sneri sér við og leit í kringum sig til að vita hvort hún sæi hvergi romm eða konjak. Maturinn á borðinu var tælandi þó kaldur væri. t horninu var skápur og þangað gekk gamla kon- an; en Laura sat á stólnum sínum eins og hún væri heyrnarlaus, augnatillitið hreyfingarlaust cg svipurinn afarhræðslulegur. “Ef eg má biðja um ofurlítið af heitu vatni, þá skal eg á augnabragði koma roðanum fram í kinnar yðar. Hvílíkur heimur þetta gæti verið, mín kæra lafði, ef engin geðhræring ætti sér stað. Eg varð líka æst í morgun yfir þessari ný- ung, og er naumast jafngóð enn. Svo lenti eg í þessum viðbjóðslega hóp hér fyrir utan; mér voru gefin olnbogaskot og stígið á fætur mína, svona------hálft glas af púnsi, lafði---” “Komdu heim með mér, Laura”, sagði blíð og sorgbitin rödd, ‘ ‘ komdu heim til mín. ó, barn þetta er erfitt fyrir okkur allar, ósegjanlega þungt fyrir þig. Komdu með mér, Laura; heim- ili mitt skal hér eftir vera þitt. Pabbi hefir séð lýrirfram þetta mótlæti sem beið þín, þegar hann lá banaleguna, og hann sagði mér að ann- ast þig, ef þú þyrftir þess með.” Laura stóð upp, augun skutu eldingum, kinnamar blóðrjóðar af reiði og tók sér stöðu fyrir framan Jönu. “Kærðir þú hann? Sýndir þú bréfið sem þú tókst með þér? Það var laglega gert, lafði Jana.” Jana leit niður að hinni æstu systur sinni, \ ingjarnlega, rólega andlitinu sínu. “Það er ekki eg, sem hefi gert það, Laura. Kæra mann- inn þinn? Nei, þín vegna hefði eg tekið leyndí armálið með mér í gröfina.” Með mismunandi tilfinninguim féll Laura aftur niður í stólinn grátandi. Hún lagði höf- uð sitt við brjóst systurinnar, og viðurkendi hreinskilningslega hvern þátt hún ætti í þessu með tilliti til aðal-lykilsins og járnskápsins. Og frú Pepperfly, sem af undrun dró sig í hlé, var sártirygg yfir því að missa af púnsinu, sem hún var nærri búin að fá. XXII. KAPÍTULI. Yfirheyrslan. Hér um bil um sama leyti og Carlton var tekinn sem fangi, eða máske fáum mínútum seinna, sat lafði Grey með handvinnu sína á heimili sínu í Sevilli Row, þegar símrit frá Great Wennock var borið inn. Hún Opnaði það ekki, }>að var áritað til Sir Stephen; en hana grunaði hvert innihaldið væri, og brosti að því með sjálfri sér. “Ný afsökun, til að mega vera einn eða tvo daga enn þá hjá Lucy”, sagði hún við manninn sinn, þegar hann kom inn og hún rétti honum símritið. “Þá skal eg senda Friðrik alvarlega áminn- ingu”, svaraði Sir Stephen, sem ekki varð mjög ánægður. “Hann hefði átt að vera hér fyrir viku siðan. Halló, hvað er þetta?” “Great Wennock stöðinni, kl. eitt eftir hádegi. Friðrik Grey til Sir Stephen Grey, Dr. M. Gátan með tilliti til blásýrunnar, er komin að því að verða ráðin. Komdu strax ef þú getur Eg hefi heyrt þig segja, að þér þætti vænt um að geta verið til staðar, þegar þetta mál >TÖi opin- bert. Segðu mömmu, að eg hafi haft rétt fyrir mér. ’ ’ Sir Stephen las það trcisvar sinnum, og svo las hann það hátt fyrir konu sína. “Hve undar- legt!” sagði hann hálfhissa. “Og segðu móður minni að eg liafi liaft rétt fyrir mér.” Hvað á }>að að þýða, Mary?” Húðir, Skinn, Ull, Seneca Rœtur Vér kaupum vörur þessar undir eins í stórum og smáum slumpum. Áfarhátt verð borgað. Sendið oss vörurnar strax. R. S. R0BINS01 WINNIPEG y 157 RUPERT AVENUE og 1 150-2 PACIFIC AVE. East MAN. B. LEVINSDN & CO. 281-3 Alexander Ave. WINNIPEG, - MAN. Hssta verð greitt fyrir FURS GŒRUR, SENECARÆTUR og ULL. Jafnt smáar sem stórai vörusendugar keyptar. Vér Kaupum Skinnavöru Yðar Látið oss fá nœatu sendingu yðar af Gærum, Húðum, Ull, Tólg, Seneca rótum og Raw Furs og sannfærist um að vér borgum hæzta verð. IHE ALBERT KERR Company, Limited Aðal-Skrífstofa: Toronto, Ont. Utibú; Winnipeg, Man., Edmonton, Alta, Vancouver, B. C, !■! 1 UII1IIIWIIWIIWII1i!i1l8WMfWIIWIIIBIIBillMl!BIMB|Hiliyi KOL Vér getum fullnægt | þörfum yðar að því er snertir HÖRÐ og LIN KOL. Finnið oss ef fj þér hafið eigi nú þeg- 1 ar byrgt yður upp. Viðskifti vor gera yður ánœgða. Taisími Garry 2620 D. D. Wood & Sons, Ltd. I OFFICE og /ARDS: ROSS AVS., Horni ARUNGTON STR. | MfliatiiimtwiiWHWiMniWiíinawiuaiiiiWiiHHiHamiiiHiauHiimiwMixiHmiiiiaminiHiHiHfiiHiHna TIL ATHUGUNAR 500 menn vantar undir eins til þess a8 lœra. atS st.iðrna bifreiBum og gasvélum — Tractors & Hemphills Motorakólanum I Winnipeg, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port- land Oregon. Nú er herskylda í Canada og fjölda margir Canadamenn, sem stjörnuCu blfrelöum og gas-tractors, hafa þegar or8i8 a8 fara t herþjön- ustu e8a eru þá á förum. Nú er tlmi til þess fyrir ybur a8 læra g68a i8n og taka eina af þeim stö8um, sem þarf a8 fylla og fá í laun frá % 80---200 um rnánuSinn. — pa8 tekur ekki nema fáeinar vlkur fyrtr ySur, á8 læra þessar atvinnugreinar og stöSumar blSa y8ar, sem vél- fræðingar, bifreiSastjörar, og vélmeistarar á skipum. NámiS stendur yfir I í vikur. Verkfæri fri. Og atvinnuskrif- stofa vor annast um a8 tryggja yBur stöSuraar ai5 endu8u námt. * SláiS ekki á frest heldur byrjiB undir elns. Ver8skrá send ökeypls. KomiS til skólaútibús þess, sem næst ySur er. Hemphllls Motor Schools. 220 Padflc Ave, Winnipeg. útibú I Begina, Saskatoon, Edmonton, Lethbridge, Calgarj-, Vancouver, B. C. og Portland Oregon. Landsbókatafnið í Reykjavík 100 ára, 28. Ágúst 1918. Aldarafmæli Landsbókasafn s íslands var hátíðlegt haldið í lestrarsal safnsins, sem var smekklega skreyttur, að við- stöddum f jölda fólks. Fyrir sam- komu þessa hafði porsteinn Gísla son ort fallegan ljóðaflokk, sem vér munum síðar birta. Kór- sönginn annaðist söngfélagið ‘17. júní”, en einsönginn söng herra Einar Viðarr. En allur þing- heimur söng minningarkvæði Rafns. Jón Jacobsson Lands- bókavörður flutti ítarlega og snjalla ræðu, sem er of löng til þess að endurprenta hana, en vér getum ekki stilt oss um að taka upp svohljóðandi niðurlag ræð- unnar: “-------Minnumst þess, að frelsi er tvíeggjað sverð, þar sem önnur eggin veit að sveröberan- um sjálfum, að frelsið er í hönd- um fáfræðinnar, heimskunnar, eigingiminnar og vonzkunnar sem vopn í höndum óðs manns og að frelsið á engan verri óvin en sínar eigin öfgar. Trúum á Guð, Iþví trúin er von, sem nærir og glæðir, en alt visnar 1 vonleys- inu; elskum þekkingu, Iþvi hún greiðir sannleikanum götu, en sannleikurinn mun gjöra oss frjálsa. Og svo að síðustu: pú drott- inn minn og guð minn, þú sem hefir sólina fyrir boðbera í myrk- um mannheimum, sem glóir í hverjum daggardropa, glitrar í hveriu tári og skín í hverri fag- urri hugsun, þér fel eg þessa dýr- ustu stofnun lands vors — eg segi dýrustu, því bækur lifa, þótt menn deyi, því miður, einnig þær, sem hafa að geyma verstu hugs- anir vondra manna — þér fel eg hana um næstu 100 ár og óbomar aldir og óska og vona, að hún megi blómgast, landi og lýð til æ- vaxandi blessunar og ununar.” Gjafir til Jóns Sigurðssonar félagsins. Mr. og Mrs. Thorsteinsson Ber- esford, 4.00 — Mrs. M. Jöhnson, Brandon, 1.00 — Mrs. Daníel Pétursson, Framnes P. O. 2.00 — Mrs. Jóhanna Ellis, Winnipeg, 1.00 — Mr. K. Halldórsson. Pad- dling Lake, Sask., 10.00 — Kven- félag Kristnessafnaðar 15.00 — Mrs. Jos. Johnson, Lower Fort Garry, 10.00 — Mrs. Vilborg Ein arsson, Vestfold P. O., 2.00 — Mrs. Kr. Schraan, Geysir P. O., 2.00 — The Harward Knitting Glub, Wynyard, 25.00 — Mr. Guðjón Hermannsson, Keewatin, 5.00 — Mrs. Guðrún Bjamason, Otto P. O., 2.00 — Mrs. R. Hjör- leifsson, Otto P. O., 1.00. Móttekið með þakiklæti. Rury Árnason féh. 635 Furby St. Wpg.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.