Lögberg - 31.10.1918, Blaðsíða 4

Lögberg - 31.10.1918, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1918 Gefið út hvem Fimtudag af The Cel- umbia Press, Ltd.,)Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARKY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Ijtanáskritt til blaðsins: THE 60LUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipcg, M»n. Utanáakrift ritatjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. -«►27 Höfuðlœrdómar sigurlánsins. Hvað er Signrlánið 1918 ? pað er annað Sigurián og hið fimta stríðslán Canadaþjóðarinnar. Hvað er Sigurlánsskýrteini ? pað er Ioforð Canadastjórnarinnar um að end- urgreiða lánsupphæðina með vöxtum í ákveðinn gjalddaga. Hvaða tryggin'g felst að baki Sigurláns skýr- teina? öll framleiðsla, allar auðsuppsprettur Canada- þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Hvenær var hið fyrra Sigurlán boðið út ? pað var í nóvember 1917, og skrifaði fólkið sig þá fyrir $420,000,000—f jögur hundruð og tuttugu miljónum dala. Hvemig var öllu því fé varið ? J?ví var varið til áframhaldandi hluttöku Can- ada í stríðinu, og til þess að starfrækja stór-iðnað heima fyrir á meðal þjóðarinnar. Á hvem ihátt ? Miljónum var varið til útbúnings hermanna og flutnings styrktarliðs austur um haf. Hvemig var fénu varið heima fyrir? J7ví var varið á margvíslegan hátt. Brezku stjóminni var veitt mikið lán, en í þess stað gaf hún Canada stórar pantanir að skotfærum, hveiti, laxi og öðrum nauðsynjum til hersins. Hversvegna (þurfti Bretland á slíkum fjár- greiðisJum að 'halda frá Canada? Peninganna var þörf, til þess að greiða með fjárhæðir, er Bretland hafði af hendi látið, í sam- bandi við kostnað Canadahersins fyrir austan haf. Hvaða áhrif hefir Sigurlánið á hag hinnar Canadisku þjóðar? < Án Sigurlánsins hlyti hluttaka þjóðarinnar í stríðinu að hrynja saman og verða að engu; iðnað- arfyrirtæki mundu lenda í hættu og hinn erlendi markaður mundi lokast fyrir framleiðslu verk- smiðjumanna og bænda. Á ihvem hátt hefir Sigurlánið orðið bændum aðliði? Með því hefir keyptur verið mestur hlutinn af hveitiuppskéru þeirra, og haldið opnum góðum markaði fyrir afurðir mjólkurbúa og kvikfjár- ræktar. Hvað Ihefði orðið um slíka framleiðslu án Sig- urláns? Mikið af hveitinu hefði verið óselt og verðið hefði lækkað feykilega, og ostur og reykt svína- kjöt mundi hafa orðið næsta fágætt á markaðinum ef það hefði þá sést nokkursstaðar. Hefir Sigurlánið stuðlað að nokkrum nýjum iðnaðarfyrirtækjum ? Með því hefir nýjum skipasmíðum verið hrundið af stað — nýjar skipasmíðastöðvar settar á fót við St. Lawrence og Vötnin miklu — The Great Lakes; og þar að auki hafa stofnaðar verið stórar verksmiðjur til þess að búa til loftför. — Hversvegna er nauðsynlegt að afla þessa Sig- urláns í Canada? Vegna þess, að eins og nú standa sakir, er hvergi hægt að fá peninga annarsstaðar. — Sambandsþjóðir vorar hafa allar sínar þungu byrðar að bera, hver um sig, og vér megum til með að bera vorn skerf sjálfir. Hversvegna era pjóðverjar að berjaist? Til þess að reyna að brjóta undir sig allann heiminn, og binda heimsmenningunni helskó. — Fyrir nokkrum árum fórust þýzka hershöfð- ingjanum von Bernhardi, þannig orð: “Hið næsta stríð vort skal háð verða til hinna allra víðtækustu hagsmuna fyrir þjóð vora. — Heimsdrotnun, eða skilyrðislaus tortíming, skal vera kjörorð vort.” — Hvers vegna er Canada þjóðin að berjast? — Til þess að vernda sig sjálfa og menninguna í heild sinni, frá því ósvífnasta banatilræði, sem frelsi heimsins hefir nokkru sinni sýnt verið. Hver áhrif ihafa peningar í þessu stríði ? Jafnframt því, sem fylkingar hraustra manna eru vitanlega ómissandi, getur engin þjóð átt í stríði og barist til sigurs, án nægra peninga — SILFURKÚLNA. Vestur-íslendingar! pjóðin krefst þess af yð- ur engu síður en öðrum borgurum sínum, að þér, sökum hins góða málefnis, er vér berjumst fyrir, veitið Sigurláninu óskiftan stuðning yðar. Flestir atburðir sýnaist nú hníga að því, að lán þetta muni verða SIGURLÁN í orðsins fylsta skilmngi. Fregnirnar af Heljarslóð hafa aldrei gefið jafn ófvíræð fyrirheit um fulkominn sigur. Heimsdrottnunar-hyllingar þjóðverja, Austur rikismanna og Tyrkja, eru að hrynja eins og spila- borgir. — Samherjar vorir eru að sigra. Vorir eigin hermenn eru að sigra — réttlætinu er nú sigurinn vís! Hornsteinn að Gyðinga-háskóla lagður á Scopus-fjalli. Eftir Chas W. Whitehair. Þótt sorgarský þungt og svart hvíli nú yfir gjörvöllum heiminum, sá eg rofa til sólar í gegn um það fyrir utan veggi Zíonsborgar. Nei, geisl- arnir brutust í gegnum það bjartir og hlýir, sem að ná til hjartna allra hvar sem þeir eru á hnettinum. Dagur sá verður söguríkur hjá þjóð þeirra. Að loknu hádegi fór fólk að fara í hópum saman út um borgarhlið Jerúsalem, og mann- fjöldinn jókst þar til að það var ein mannþyrp- ing á brautinni frá Jerúsalem og til Scopus- fjallsins. Flest af fólkinu var gangandi, því flestir af því voru fátæklingar; og svo höfðu Tyrkir, þeg- ar þeir fóru burt úr borginni, tekið með sér alla liesta og ökutæki, sem þar veru. Maður þurfti ekki annað en að líta fólk þetta, til þess að sjá að það var fátækt af verald- argæðum. En það sjálft fann ekki til þess, yfir- bragð þess var bjart, vonargeisli glampaði í augum þeirra. Þeir voru fullir eftirvæntingar og vonar — allir glaðir yfir komu hins nýja dags; og þeir höfðu fylstu ástæðu til þess, því engin ]>jóð hefir liðið meir, eða liðið lengur, held- ur en Gyðingar. Endurreisn Gyðingaþjóðarinnar t nánd. f hundruð ára hafa þeir beðið með hrærðum hjörtum, að sá dagur rynni upp, að þeir mættu aftur hverfa til Palestína og eignast aftur land feðra sinna. Staður sá í Jerúsalem, sem flest- um ferðamönnum er minnisstæður, er hinn svo kallaði Harmstaður. Gyðingar hafa í hundruð ára safnast þar saman til þess að biðja dag eftir dag, viku eftir viku, ár eftir ár, um endurreisn þjóðar sinnar. Að síðustu virðast vonir þeirra ætla að rætast og bænheyrsla að fást. 1 Arthur James Balfour, utanríkisritari Breta hefir skrifað í þessu sambandi: “Stjórn hans hátignar Breta konungs lítur velþóknunaraugum á að gjöra Palestínu að fram tíðarbeimili Gyðinga, og skal gjöra sitt ýtrasta lil þess, að sú hugsjón nái að rætast, og hún vill láta það skilið, að ekkert skal verða gjört, sem stofnað geti í hættu borgaralegum eða trúarleg- um réttindum annara þjóða mannna, sem í Pale- stínu búa, né heldur afstöðu Gyðinga í öðrum löndum ’ ’. An yfirlætis kom fólk þetta saman í fjalls- hlíðinni. Við fætur þess var eyðimörk Júdea, lengra í burt Jórdan-dalurinn og Mobs-hæðim- ar yzt við sjóndeildarhringinn; vestan við læk- inn Kitron Jerúsalem, og til suðurs Olíufjallið. Með upplyftum augum söng mannfjöldinn Hóseanna og Halelúja. Var svo hornsteinninn lagður með lotningu, án nokkrurrar annarar viðhafnar. Á háskólabyggingunni sjálfri verður ekki byrjað fyr en eftir stríðið. En við þessa athöfn glæddist von hjá öllu þessu fólki, sem þarna var viðstatt — þarna í Jerúsalem, og alstaðar þar sem Hebreskt hjarta slær, — von um nýjan dag, þegar allir Gyðingar koma heim, eftir nálega 2000 ára útlegð, í land feðra sinna. Því Abra- ham var faðir Gyðingaþjóðarinar og það var á Moriu-fjallinu, síðar kallað Salem, nú Jerúsal- em, sem hann bygði altarið til þess að fórna sinni dýrustu fóm. Nýlendur Gyðinga blómlegar. Undir hinni mjög svo ósanngjörnu stjóm Tyrkja hafa Gyðingar myndað nokkrar nýlend- ur í Palestína; og þeir, sem efast um hæfileika þeira til þess að drífa sig áfram á því svæði, ættu að lieimsækja sumar þeira. Hvernig að fyrirkomulagið á stjóm þessa nýja ríkis verðtir, er ekki gott að segja að svo stöddu. Það verður undir sambandsþjóðunum komið. En sjálfsagt verður það fyrirkomulag að verða svo, að Jerúsalem verði ekki aðeins eign Gyðinga, heldur og alira þjóða. Því kristnu fólki verður Jerúsalem, Betle- bem, Olíufjallið og fleiri staðir í landinu helga hjartfólgnir og heilagir, og hjá Muhamedstrúar- mönnum kemur Jerúsalem næst Mecca að heilag- leik. Þegar herforingi Breta, Allenby, tók Jerúsalem, gjörði hann það á þann hátt, að ekki var skotið af einni einustu byssu á borg- ina, og hún tekin án þess að þar yrðu nokkrar skemdir. Ef maður ber þá varúð saman við komu Þýzkalandskeisara til borgarinnar, þegar að hann lét rífa skarð í múrvegginn, svo að hann gæti haldið innreið sína í borgina; gjörði minna til þótt hann vanhelgaði staðinn og stéttina, þar sem Pílagrímarnir höfðu áður gengið berfættir, Á þetta var litið þá sem mikilmensku vott af sér- góðum og keipóttum þjóðhöfðingja. Nú sér maður að það var fyrirhugað og yfirlagt ráð til þess að mikla sjálfan sig í augum Múhameds- trúarmanna, og draga hugi þeirra-að sér og hinu volduga ríki sínu. 1 sambandi við hinar djöfullegu fyrirætlan- ir sínar, lét hann byggja klaustur eitt mikið á Olíufjallinu, og nefndi það Ágústa Victoría, og hafði fólk orð á því þegar í byrjun, að sú bygg- ing líktist meira vígi en hæli fyrir pílagríma, enda kom upp úr kafinu, að keisarinn lét setja þar inn eina af hinum aflmestu loftskeytastöðv- um, sem þektar eru — líklega til þess, samkvæmt þýzkum kúltúr, að gjöra bænir Pílagrímanna áhrifameiri. • Síðar komust þeir að því, að undirstaðan uúdir byggingu þessari væri að bila, svo að þeir bygðu pall einn mikinn henni til stuðnings, sem er einkennilega líkur undirstöðum þeim, sem Þjóðverjar nota nú undir fallbyssur sínar á víg- stöðvunum. Þannig flutti keisarinn fyrirætlan- ir siínar inn í landið helga undir kristilegu yfir- i skini. En Ameríkumenn og aðrir mega vera þakklátir fyrir að honum tókst ekki að koma þeim í framkvæmd, því hvorki Þjóðverjum né > Tyrkjum hefir tekist að eyðileggja Jerúsalem. Að stríðinu loknu. f iii. Eitt af því, sem að sjálfsögðu verður tekið til alvarlegrar íhugunar að stríðinu loknu, eru mentamálin. Þau málin, sem mestu varða um framtíðarheill mannanna, eða réttara sagt, sem eru undirstaðan undir framtíðarheill þjóðanna, og þá líka einstaklinganna. Og það er hlutverkið æðsta, að gjöra menn að sönnum mönnum, og vanda verkið mesta. Um þetta hafa menn verið að hugsa, og að þesu hafa menn verið að vinna í þúsundir ára. Að drengurinn eða drengirnir mættu verða góð- ir og nýtir menn í mannfélaginu, hefir víst verið von foreldranna frá alda öðli, og að dæturnar mættu verða ættarlaukar, sem bæru hin fegurstu blóm kvenlegrar prýði í lífinu. Vort er ekki að dæma, að hve miklu leyti þetta hefir hepnast, eða að hve miklu leyti það hefir mishepnast. En þetta voðastríð sýnir oss berlega, að það hefir mishepnast að allmiklu leyti. Og ástæðan er: mentun, sem hefir leitt mennina frá sönnum manndómi, en ekki að hon- um. Gjört þá máske að lærðari mönnum, en ekki að betri mönnum. Fyrir nokkrum árum síðan var af stjórn þessa lands sett nefnd, til þess að athuga og gefa bendingar um mentamál, sérstaklega um alþýðu- mentun. Nefnd þessari var ekki markaður bás. Hún mátti kynna sér mentunarfyrirkomulag hinna ýmsu þjóða. Þessi nefnd sat á rökstólun- um svo árum skifti, og gaf út skýrslur um athug- anir sínar og niðurstöður mjög ítarlega, að oss minnir í þrem bindum; þau höfpm vér ekki séð. En vér hlustuðum á einn nefndarmanninn flytja ræðu hér í bænum um þetta efni. Var sú ræða fróðleg og vel flutt. Han sagði frá alþýðu- mentunarfyrirkomulagi ýmsra þjóða, og fann sumu því nokkuð til ágætis, öðru ekkert; en einna fullkomnast fanst honum það á Þýzka- landi. Þar væri mentunarfyrirkomulagið svo fast og fullkomið, að það tæki barnið inn í lægstu deild alþýðuskólanna og slepti ekki af því hendi einni fyr en það væri útskrifað — fullnuma og gæti gengið að verki sínu, þar sem að því væri markaður bás á starfsviði lífsins. Ríkið, tók við barninu á meðan að 11 karah- ter” þess var enn ómótaður, sálarlíf þess hreint, saklaust og hlýtt, og vonir þess bjartar sem dag- urinn; og þegar það skilaði því aftur, var það orðið að maskínu, sem féll inn í eitthvert autt rúm í hinni miklu verksmiðju lífsins. Aðal- hugsjón ríkisins var að gjöra manninn verkhæf- an en ekki viðkvæman; sterkan og stórvirkan, en ekki hugsjónaríkan og hamingjusaman. Gera manninn svo úr garði, að hann gæti unnið fyrir sem mestum peningum handa sér eða öðrum, var aðalatriðið. Afleiðingin — þjóðin getur af- kastað öllum ósköpunum í vi-ssa átt, í þá átt, sem mentunin bendir henni, eins og stríð þetta hefir sannað. En sál sinni hefir hún glatað. Oft heyrðum vér á fyrri árum vorum í þessu landi, landa vora vera að tala um hið dásamlega skólafyrirkomulag þessa lands; svo oft hevrðum vér þetta, að vér fórum að hafa það eftir, án þess þó að hafa neina persónulega reynslu, eða eigin- lega nein skilyrði til þess að tala um slík mál. En við nánari yfirvegun höfum vér komist að þeirri niðurstöðu, að hér hjá oss sé potturinn meira en lítið brotinn í þessu efni. Skóla fyrirkomulag vort, sem er fjarskalegt bákn og kostað er til ærnu fé hefir verið^Ið stefna í sömu áttina og það sem hér að framan er minst á að búa menn undir stöður. Frá því að böm vor 6 ára byrja hér-á alþýðuskólunum og þangað til þau útskrifast frá háskólunum, að búa þau undir stöður. I sjálfu sér er nú náttúrlegt að menn vilji sjá sér atvinnulega borgið í lífinu. En menn mega ekki horfa svo mjög á þá hlið, að allar aðrar hliðar lífsins hverfi. Hve oft heyrir maður ekki fólk vort segja, ]>egar að það er komið svo á legg, að það er farið að tala um að velja sér lífsstöðu: “Eg vil ekki þessa eða hina stöðuna af því að hún er svo illa launuð.” En hversu fáa heyrir maður ekki segja: “Egætla að læra til þess að geta gjört sem mest gott — vera öðrum, og þá sjálfum mér til sem mests gagns og gleði í lífinu. Læra til þess að verða sem mestur og beztur maður, án tillits til lífsstöðu, sem vanalega leitar svoleiðismenn uppi. Eru þeir ekki ömurlega fáir vor á meðal sem það gjöra? Er það þó ekki hin sanna menning — hin sanna mentun? Og ef það er, því leggja menn sig þá ekki meira eftir henni? 1 fyrsta I'agi, sökum almennings álitsins, það heimtar atvinnuhliðina — peninga hliðina, og vér Islendingar höfum ekki vanist því að bera \ irðingu fyrir mentun þeirri, sem ekki er hægt að láta í askana. Lýðurinn hneigir sig fyrir þeim hálaunaða, yngisstúlkurnar tilbiðja hann og valdavonirnar töfra hann. í öðru lagi eru það skólarnir sjálfir, eða skóla fyrirkomulagið, sem gjörir nemendurnar eintrjáninglega og kalda. Iíér eigum vér ekki við kennarana, heldur við fyrirkomulagið og svo andrúmslöftið sem það fyrirkomulag skapar. Börnin hér hjá oss, líka tekin af ríkinu á unga al'dri, og öll saman soðin í sama pottinum í 8 ár, og hver er komin til að segja hvað mörg sérein- kenni þessara barna eru horfin og að engu orðin eftir þann tíma. Hvað mörg blóm, sem hefðu getað borið dýrðlegan ávöxt hjá þeim eru visnuð og dauð ? Framhald. Kaupíð VICTORY BOND með því hjálpið þér Canada þetta plást er gefíð til styrktar málefninu af THE DOMINION BANK THE R0YAL BANK 0F CANADA HöíutSstOU löggiltur $25.000,000 Höfu8st6U greiddur $14.000,000 Varasjóöur...........$15,000.000 Forsetl........................Sir HCBERT S. HOLT Vara-forseti - - - - E. L, PEASE Aðal-ráSsmaður - - O. E NEELIj Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum reikninga vlB einatakllnga eða félög og sanngjarnlr skilmálar veittlr. Avlsarilr seldar til hvaBa staBar sem er & fsl&ndl. Sérstakur gaumur geflnn sparirjöBslnnlögum, sem byrja má meB 1 dollar. Rentur lagBar viB 6. hverjum 6 mánutum. T* E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður Co Wiliiaxn Ave. og Sherbrooke St„ - Winnipeg, Man. Walters Ljósmyndastofa Vér skörum fram úr í því að stækka myndir og gerum það ótrúlega ódýrt. Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi. Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið þér $1.00 afslátt frá voru vanaverði. Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave. Talsími: Main 4725 NORTH-WEST GÍMIN CDMPANY j íslenzkir hveitikaupmenn Látið íslenzkan hveitikaupmann sitja fyrir hveitikaupum. H. J. L.INDAL, * Ráðsmaður. I 245 Grain Exchanp - WINNIPEG | Við veginn. Eftir ÖRVAR-ODD. Með hverjum deginum verða friðarhorfurnar vænlegri. Alt bendir til þess að Friður með óvinimir hugsi nú sigri. aðeins um að frið- ko’stimir, sem þeim vérða settir, megi verða þeim eins aðgengilegir og unt er. Lengi hefir því verið spáð, að Austurríki ætti eftir að falla í mola áður en leikslok yrðu að fullu. Um langan aldur hafa hin ýmsu þjóðbrot, sem það ríki mynda, sýnt sig líkleg til þess að segja sig laus við sambandið. Nú hafa 'hin slavnesku þjóðarbrot tilheyrandi Austurríki, lýst því yfir að ekkert fuilnægi þeirra kröfum nema algjör skilnaður frá ihinuim öðrum Ihilutum ríkis- ins. Ef það nær framkvæmd, þá þýðir það tvö ný ólháð ríki. Umgverjar krefjast einnig skiln- aðar frá Austurríki, og verður sú þjóð einnig sjálfstætt ríki. pess- ar frelsishreyfingar eru í fullu samræmi við þá Ihugsjón, sem nú hefir gagntiekið hugi manna um nær allan iheim, að hver þjóð skuli hafa sem fullkomnast sjálf- stæði og fu'llkomin yfirráð yfin sínum eigin ihögum. Aðeins meo því móti er hægt að búast við happasælu stjómarfari hjá hverri þjóð fyrir sig. ]7ar sem hin ýmsu þjóðbrot, sem mynda keisaraveldi Habsborgarættar- innar, sýnast nú líkleg til þess að brjóta af sér þá hlekiki, sem lengi hafa ihamlað framþróun þeirra, er ekki nema eðlilegt, að Austurríkisstjóm nú lýsi því yf- ir, áð hún gangi að öllum friðar- skilmálum Wilsons. þetta þýðir að þessi óvinur er um að bil að gefast upp skilyrðislaust. pegar Austurríki er úr sögunni, þá er áðeins erkióvinurinn eftir, en um leið sá óvinurinn sem hættuleg- astur er. Stjórn pýzkalands reynir nú eftir mætti að sýnast sannir fulltrúar þjóðarinnar. Hervaldið á uú að lúta í lægra haldi fyrir ihinu borgarlega valdi. Samt ber að gæta þess, að þeir menn, sem enn stjóma, eru hinir sömu menn, sem við völdin hafa setið síðan stríðið byrjaði. Eins lengi og útlit var fyrir að her- valdð mundi gjörsigra alla óvini sína, kom aldrei fram nein rödd um að takmarka vald þess. Eins lengi og þýzkur friður sýndist möguleiki, þá hafði hervaldið ein- dregið fylgi þjóðari-nnar. En nú, þegar sigurinn sýnist gemginn úr höndum pýzkalands, þá er snúið við blaðinu. pað er full ástæða til að tortryggja friðarumleitan- ir þær, sem nú koma fram, þar i til fullkomnar sannanir fást fyr-1 ir því að ekki séu Ihér svik í tafli, og fullnægjaindi trygging fæst fyrir því að vopnahléið sé fyrsta sporið til varanlegs friðar. Full- trúar bandamanna sitja nú á ráð- stefnu í París, og má búast við að þeir komi sér saman um skilyrði fyrir vopnahlé. Hvemig J7ýzka- land tekur þeim skilyrðum, sem þar verða sett, verður Ijós vottur hve mikil alvara er á bak við frið- artilmæli J7ýzkalands. Aldrei hef- ir átt sér stað hjá samherjum vomm eins mikil eining og nú. Nær einróma heimta menn að óvinimir fái engan frið, þar til þeir gefast upp skilyrðislaust. Aðeins með því þykjast menn sjá vissu um varanlegan frið, og-var- anlegur friður er lífsspursmól fyrir framtíðarvonir þjóðanna. Harden hefir lengi verið talinn allra merkasti blaðamaður J?jóð- verja. Hefir hann Maximilian oft sýnt ótrúlega Harden. mikið sjálfstæði, alveg ólíkur iþví, sem menn eiga að venjast Ihjá þýzkum blaðamönnum, sem yfir- leitt eru leiðitamir þjónar yfir- valdanna. Hann hefir jafnan not- ið mikils fylgi hjá þjóðinni, svo mkils að keisaranum sjálfum er sagt að hafa þótt nóg um, og vegna þess mikla fylgis hefir honum liðist að segja margt, sem öðrum ihefði verið stranglega hegnt fyrir. Nýlega hefir Har- den sagt í samtali við fregnritara frá Kaupmannahöfn: “Við byrj- ftðum þetta stríð með svikum, og allir okkar stærstu sigurvinning- ar ihafa verið fengnar með svik- um. Keisarinn er eins og hreyfi- myndaleikari, og þýzka þjóðin er eins og viðbjóðsleg myndasýning Við sitjum í dag í rústum eftir 30 ára stjórn Hohenzollernættarinn- ar.” Jafnan þykir það heiðarleg framkoma af manni í opinberri stöðu, þegar hann Marshall ihreinskilnisle ga vara-forseti. viðurkennir, a ð hann hafi skift um iskoðun á einhverj u máli og gjörir grein fyrir hvað þeiri skoðanabreytingu hafi valdið. Slík framkoma rýrir ekki álit nokkurs manns, iheldur þvert á móti. Murshad vara-forseti Bandaríkjanna er slíkur maður. í ræðu, sem hann hélt nýlega í New York, fórast honum þamnig orð: “Eg kem hingiað í dag til þesis að biðja auðmjúklega afsö’k- unar fyrir afstöðu mína í hálft þriðja ár gagnvart þessu geig- vænlega stríði, afsökunar fyrir það að láta mér koma til hugar, að nokkur guðhræddur maður á þessari tuttugustu öld menning- arinnar geti jafnvel dreymt um að nokkur þjóð eða nokkur góður maður gæti verið hlutleysingi eða látið sig engu skifta. þegar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.