Lögberg - 31.10.1918, Side 6

Lögberg - 31.10.1918, Side 6
o LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1918 Sagan af Bjarna Sveinssyni og Salvöru systir hans, Maður hét Sveinn. Ilann var bóndi norður í Skagafirði. Kvæntur var hann, en ekki er þess getið, hvað kona hans hét. Sveinn var maður vel efnaður. Hann átti tvö börn, sem sagan nefnir. Hét sonur hans Bjarni, en Salvör dóttir. Þau voru tvíburar, og unnust mjög. Þau voru þá um tvítugt þegar þessi saga gjörðist. Eitt vor um Jónsmessu fóru margir Skagfirðingar á grasafjall. Sveinn bóndi ætlaði líka að láta Bjarna son sinn fara. En þegar Salvör heyrði það, vildi hún og fara. For- eldrar hennar vildu það ekki, en létu þó tilleiðast fyrir þrábeiðni hennar. Attu nú bæði systkinin að- fara á grasafjallið. En nóttina áður en þau fóru, dreymdi Svein bónda, að hann þóttist eiga fugla tvo hvíta, og þótti honum mjög vænt um fuglana. Þóttist hann þá missa kvenfuglinn og sakna hans mikið. Sveinn réð svo draum sinn að hann mundi bráðum missa dóttur sína, og fékk það honum rnik- illar áhyggju. Vildi lrann nú ekki, að hún færi á grasaf jallið, en hún lynti okki, fyrr en hann lét það eftir henni. Fóru þau nú systkinin, og segir ekki af ferðum þeirra. Gcngu þau hinn fyrsta dag og týndu grös, eins og aðrir. En um nóttina varð Salvöru snögglega ílt, og gat hún ekki farið með fólkinu. Varð jm Bjarni eftir hjó systur sinni heima í tjaldinu. Liðu svo þrír dagar, að Salvöru þyngdi alt af, og var Bjarni hjá henni. En hinn fjórða daginn fékk hann annan mann, til að vera hjá systur sinni, og gekk einsamall fró tjaldinu. þegar hann hafði tekið grös í tínupoka sinn, settist liann undir stein einn mikinn, og studdi hönd undir kinn. Var hann að hugsa um sýki systur sinnar. og var mjög hugsjúkur og áhyggjufullur. En þeg- ar hann hafði litla stund setið, heyrir hann dyn mikinn. Lítur hann þá um, og sér hvar koma tveir anenn ríðandi. Þeir riðu mikinn, og stefndu að Bjarna. Reið annar þeirra rauðum hesti, og var hann á rauðnm klæðum. Hinn var dökk-klæddur, og reið hann brúnum (svörtum) hesti. Þeir stíga af baki við steininn, og heilsa Bjarna með nafni. Spurði j>á rauðklæddi maðurinn hvað að honum gengi. Bjarni vildi ekki segja það. Hinn rauð- klæddi maður segir, að hann muni eigi hafa verra af því. Bjarni segir honum þá frá veikindum syst- ur sinnar. Segir hann, að nú ætli samferðamenn- irnir að fara heim, “og má eg þá verða hér einn eftir hjá systur minni,” segir hann, “og veit eg ekki, nær hún kann að deyja í höndum mínum.” “Bágt átt þú Bjarui,” segir rauðklæddi maðurinn, “ og vorkenni eg þér þetta. En viltu nú ekki gefa mér hana systur þína?“ “Nei,” sagði Bjarni, “eg mó það ekki. Eg veit engin deili á þér, og ekki veit eg hvaðan þú ert. Eða hvaðan ertu ? ” “ Þig varðar ekki um það,” sagði hinn. Tekur hann þá upp hjá sér gullroðna silfurdós með steini í lokinu og segir: “Viltu ekki selja mér hana systur þína fyrir dósimar þær arna?” “Nei,” sagði Bjarni, “eg gef þér hana aldrei, hvað sem þú býður.” “ Jæja,” segir maðurinn, “þigðu samt af mér dós- irnar til minningar um, að þú hefir fundið ókunn- ugan mann á fjöllunum.” Tekur Bjarni þá við dósunum og þakkar manninum gjöfina. Kveðja þá komumenn Bjarna, og ríða burtu, En hann fer heim að tjaldi. Um morgunin fara samferðamenn þeirra Bjarna heim, og er hann þá einn eftir hjá systur sinni, og þorði ekki að sofna; því hann var hræddur um að hinir ókunnugu menn kynnu að stela Salvöru frá sér. Vakir nú Bjarni þann dag allan, en um nóttina sækir mjög svefn á hann; legg- ur hann sig þá niðftr hjá systur sinni. Spennir hann þá greipar utan um hana, og ætlar, að hún skuli ekki vera svo burt numinn, að hann verði þes« ekki var. Sofnar Bjarni fast. En þegar hann vaknar, er systir hans öll á burt. Verður hann nú angraður mjög, og leitar þann dag allan, en finnur hana ekki. Tekur sig þá upp og ríður heim um nóttina, og segir tíðindin. “Þetta grunaði mig snemma,” segir Sveinn, “dregur æ nokkuð til þess sem verða vill.” Var ]m safnað saman möpnum, og leitað vandlega, en Salvör fanst ekki að heldur. Þótti öllum þetta mikill skaði; því stúlkan var efni- leg og hvers manns hugljúfi.' Líður nú þangað til Bjarni er þrítugur orðinn Var hann þá kvongaður og farinn að búa. Eitt haust vantaði sauðamann hans féð alt, og leitaði hann þess þrjá daga, en fann ekki. Segir þá Bjarni konu sinni að búa handa sér vikunesti og skó góða; því hann kvaðst ætla að leita kinda sinna. Foreldr- ar Bjarna lifðu þá enn, og báðu þau hann að fara ékki. Hann sagði, að þau skyldu ekki vera hrædd, og vona ekki eftir sér, fyr en að viku liðinni. Eftir það fór hann, og gekk nú samfleytt í þrjú dægur. Kom hann þá að helliskúta einum; þar lagði hann sig fyrir að sofa. Þegar hann vaknaði var komin á níðamyrkursþoka. samt hélt hann á stað, og viltist hann nú skjótt, og vissi ekki hvert hann fór. Gekk hann þá lengi, þangað til að hann kom á end- anum í dal einn stóran. Þá var liðið á dag. Þoku- laust var niður í dalnum. Þegar hann kom ofan í dalinn, sá hann þar bæ mikinn og reisulegan. Þang- að fór hann. Þar sér hann karla og konur við hev- skap á engi fvrir utan túnið. Gengur hann þar að ,som konurnar eru; þær voru þrjár, og var ein þeirra tígulegri en hinar. Hann heilsar þeim, og spvr, hvort hann muni fá að vera þar um nóttina. Þær segja allar já, og fer ein þeirra með honum heim að bænum. Það var ung stúlka, ofur lagleg. Það var eins og Bjarna sýndist hún Kk systur sinni, sem hann hafði mist á grasaf jallinu forðum. Rifjaðist þá allur sá atburður upp fyrir honum, og varð hann angraður með sjálfum sér, en lét þó stúlkuna ekki verða vara við það. Koma þau nú heim, og leiðir stúlkan Bjarna í bæinn. Voru þar stór hús og falleg. Koma þau nú í lierbergi eitt rúmgott og vandað. Þar fær stúlkan honum stól, og biður hann bíða sín. Hleypur hún þá út, en kemur að vörmu spori inn aftur, og setur mat og vín ó borðið fyrir Bjarna. Snæðir hann síðan, en að því búnu biður stúlkan hann ganga til hvílu. Fylgir hún ihonum inn í hús eitt lítið, og er þar sæng uppbúin. Háttar nú Bjarni, og dregur stúlk- an af lionum vosklæði, býður honum síðan góðar nætur, og gengur burt. Iíugsar nú Bjarni um, hvar hann muni vera, og hvernig á því muni standa að þessi stúlka skyldi ryfja svo upp fyrir sér harma sína, og skilur ekki í því. tJt frá þessum hugsunum sofnar hann, en vaknar við það, að hann heyrir söng upp yfir sér. Heyrir hann þá, að á loftinu upp yfir sér er verið að lesa, eins og títt er í sveitum. Sungu þar margir, karlar og konur, og bar þó ein rödd af öllum hinum. Þessi rödd vakti algerlega upp harma Bjarna; því þar þóttist hann þekkja hljóð Salvarar systur sinnar. Var hann nú nokkra stund að hugsa um þetta, en síðan sofnar hann aftur, og vissi ekki fyr en litla stúlkan, sem hafði þjónað lionum til sængur um kveldið, vakti liann. Kom hún þó með góð klæði og bað hann fara í þau; því hún sagði, að hann mundi verða þar um daginn, sem var sunnudagur. Fer svo stúlkan út. En á meðan Bjarni var að klæða sig, kom inn til hans piltur dálítill. Hann var á grænum klæðis- kjól, og að öllu vel búinn. Sveinninn heilsar Bjarna, og er mjög ræðinn við hann. “Rvað ertu að fara,” segir pilturinn. “Eg er að sviþast eftir kindum,” segir Bjarni. “Ekki hef eg orðið var við þær hér í dalnum,” segir pilturinn. “Þú verður kyr hjá okkur í dag, því hann pabbi minn ætlar að messa,” segir hann. í þessu kemur stúlkan inn og segir: “Sveinn,, vertu ekki að neinu bulli við manninn.” Ber hún þá á borð fyrir Bjarna. En þegar hann var búinn að borða fer hún út. Sér hann þá fjölda fólks vera að koma. Tekur nú pilturinn í hönd honum honum, og leiðir hann í kirkjuna, og vísar honum til sætis. Litast Bjarni nú um, og þekkir rauðklædda manninn við hliðina á sér,sem komið hafði til hans á fjöllunum. En það sá hann að var presturinn, sem þá var í dökku klæðunum. Margir voru í kirkjunni, og voru flestir karlmennirnir illilegir og stórir. Sumir þeirra voru í sauðsvörtum prjónafötum. Tekur þá Bjarni upp dósirnar góðu, og býður sessunaut sín- um í nefið, og þáði hann það. 1 framkirkjunni sér Bjarni konu eina tígulega búna, og þóttist hann þar þekkja Salvöru systur sína. Þau horfðu hvort ó annað, og var sem hún ýmist brosti eða gréti þeg- ar hún sá hann. Þóttist nú Bjarni sjá hvernig í öllu lagi, og að hann væri kominn til systur sinnar. Leið nú idessan, og fór embættisgjörðin ágætlega fram. Eftir blessan tekur pilturinn í hönd Bjarna og leiðir hann út. En þegar þeir koma út fyrir dyrnar, situr þar karl gamall og illilegur. Hann bregður fæti fyrir Bjarna svo hann dettur. Hleyp- ur þá pilturinn inn í kirkjuna að rauðklædda mann inum og sækir hann. Rauðklæddi maðurinn tekur þá til karlsins og dustaði hann til, en pilturinn leiðir Bjarna í bæinn. Að litlum tíma liðnum koma þeir þar rauðklæddi og bláklæddi maðurinn. Þeir heilsa Bjarna vingjarnlega, og spyrja, hvort hann þekki sig. Hann sagði svo vera, og varð nú heldur fár við; því margt rifjaðist nú upp fyrir lionum. En f þessu kemur inn konan, sem Iiann sá í kirkj- unni, og hélt að væri systir sfn. Hún hljóp í faðm- inn á Bjarna og segir: “1 faðmlögum vorum við í móðurlífi, grátandi var eg tekin úr faðmi þínum, bróðir, en nú kem eg lilæjandi í hann aftur.” Heils- ast þau nú, og verður þar hinn mesti fagnaðar- fundur. Sagði hann henni þá alt, sem við hafði borið í Skagafirði, síðan hún hvarf. Þá segir rauð- klseddi maðurinn: “Eg tók systur þína, Bjarni, úr faðmi þínum forðum og gifti hana þessum dökkklædda manni. Hann er sonur minn og prestur okkar dalbúa, en eg er hér sýslumaður. Nú tók eg fé þitt, og vilti þig hingað, svo þið gætuð fundist, systkinin, og sagt hvert öðru sögu ykkar, síðan þið skilduð. A morgun skal eg fylgja þér, og fá þér fé þitt, en vertu hér í nótt, og talaðu við systur þína.” Bjarni gjörir nú þetta. Um mogunin fer Bjarni, og kveður systur sína með mörgum tárum. Rauðklæddi maðurinn fylgdi honum, og ráku þeir féð með sér. Rláklæddi mað- urinn var og með þeim, og fylgdu þeir honum ofon undir bygð. Þar skilja þeir, og mæltu til vináttu hvorir af öðrum. Segist þá dökkklæddi maðurinn ætla að senda eftir Bjarna að vori, og skuli hann vera ferðbúinn um fardagana; “skaltu nú búa hjá oss í dalnum.” — Kemur nú Bjarni heim, og segir foreldrum sínum og konu ferðasögu sína og fyrir- a*tlan, en biður þau leyna því. Líður nú að fardög- um; þá komá þrír menn með hesta til Bjarna. Fór hann um nóttina með alt sitt bú, karl og kerlingu, konu og börn. Komu þau í dalinn, og varð þar fagnaðarfundur. Þar bjó Bjarni lengi. En þegar hann var gamall orðinn, fór hann aftur til Skaga- fjarðar. Sagði hann þá þessa sögu, og dó síðan í góðri elli. Brezk munnmœli og þjóðsögur. i. Maðurinn í tunglinu. Það var einn sunnudagsmorgun, að maður nokkur gamall fór að heiman fró sér og í skóg til þess að afla sér eldiviðar. Hann hafði höggvið nokkrar hríslur og bundið þær í bagga; síðan tók liann hrísbaggann á herðar sér og sneri heimleiðis. A leiðinni heim mætti hann engli, sem ávarpaði hann á þessa leið: “Veiztu að í dag er sunnudag- ur á jarðríki og að allir menn eiga að hvílast?” “Sunnudagur á jörðu, eða mánudagur á himn- um, er nú alveg sama til mín,” mælti gamli maður- inn. “ Jæja,” sagði engillinn, “fyrst að þú vilt ekki lialdá sunnudaginn heilagan á jörðu, þá skalt þú • verða uppnuminn til tunglsins, og þar skaltu vera , með hrísbaggann á bakinu til dómsdags.” Og gamli maðurinn hvarf upp í tunglið, þar sem hann enn er, því í tunglsljósi á kvöldin getum við séð eins og stóran skugga af manni með viðar- bagga á bakinu í tunglinu. Það er sagt að maður- inn í tunglinu hafi komið niður og spurt til vegar til Norwich, en enginn hefir orðið var við að hann hafi komið til þess bæjar. 1 Hinn helgi Keynés-brunnur. Cromwall-héraðið á Englandi er eitt hið allra auðugast hérað landsins af munnmælasögum. Sög- ur um helga menn og konur, sem í lieiðni komu og boðuðu fólkinu kristna trú, lifa á vörum Cromwall- búa. Sumar þessar sögur eru bundnar við upp- sprettur og helga brunna, og er sagan um hinn helga Keynés-brunn ein þeirra. Hinn forni Wells-konungur, St. Breöhan, sá * er lét reisa bæinn Brecknook, var tuttugu og , fjögra barna faðir og fimtán þeirra komust í tölu heilagra manna, eins og faðir þeirra hafði verið. Það helzta á meðal þessara fiintán var mær ein, forkunnar fögur, sem Keynsé hét. Hún gjörði ekkert annað en að ganga á meðal fólksins, sem ekki þekti Guð — hafði aldrei heyrt talað um hann — segja því frá lionum og fá það til þess að trúa á liann og treysta honum, og er nafn hennar enn í heiðri haft í bænum Keynsham í Somerset, og í St. Keynés-Well í Cromwall. Brunnur þessi er ná- lægt stað þeim, sem Keynsé dó á, en áður en hún andaðist plantaði hún fögur tré í kring um brunn- inn, víðir, eik, álmvið og ask, og blessaði síðan vatnið í brunninum; og síðan fylgir einkennileg náttúra þessu vatni. Þegar að hjón gifta sig á þessu svæði, er það oft þeirra fyrsta verk að bragða á vatninu úr brunninum helga, og fylgir því sú náttúra, að hvort þeirra, sem fyr bragðar vatn- ið hefir yfirhöndina á lífsleiðinni, og leggja lijónin því hið mesta kapp á að komast, hvort um sig, sem allra fyrst að brunninum og ná í vatnið. Kistillinn í Caller Pit. Caller Pit er vatnspollur nálægt Southwood í Norfolk kallaður, og eru gamlar munnmælasögur um það, að á botni vatnspollsins, eða vatnspittsins, væri járnkassi fullur af gullpeningum. Svo einu sinni fóru tveir menn frá Southwoor, þegar að poll urinn var orðinn þur, og grófu og grófu niður í botn pollsins, þar til loks að þeir komu niður á járnkistilinn. Ilann var ákaflega þungur og var stór járnhringur í lökinu á honum. “Við höfum nii náð kistlinum,” sagði annar maðurinn, “og þó að Pit kæmi sjálfur afturgenginn, skyldi hann ekki ná honum frá okkur.” Rétt þegar að hann hafði mælt þessi orð, sló svarta þoku yfir þá, og þeir sáu hvar stór, svört mannshendi kom upp úr gryfjunni og tók um kistilinn og dró hann aftur niður í hol- una. Mennirnir héldu ó móti alt sem þeir gátu, en ekkert dugði. Það eina, sem þeir höfðu til minja, var járnhringurinn úr lokinu, sem slitnaði úr því og þeir héldu eftir. Hringur sá er nú í kirkju- hurðinni í Southwood. Og þó að menn hafi grafið aftur niður í pollinn, þar sem svarta höndin fór niður með kistilinn með gullinu f, hefir aldrei neitt fundist síðan. Stúlkurnar frá Biddenden. A páskadaginn eru þúsund kökur gefnar fólk- inu, sem kemur til kirkju í bænum Biddenden í Kent á Englandi, og ó þessum kökum eru mvndir af tveimur stúlkum, sem fastar eru saman á öxl- unum og á mjöðmunum. stúlkur þessar hétu Elíza- betog María Clukhurst. Þær fæddustárið 1100, og voru eins og að ofan er sagt, fastar saman á öxlum og mjöðmum. Þær lifðu þannig í 34 ár. Þó dó önnur systirin. Sú, sem eftir lifði, varð mjög hrygg og mælti: “ Við komum saman í heiminn, og saman för um við úr honum. “Og hún lifði sex kl.tíma eft- ir að systir hennar dó. Systurnar áttu 20 ekrur af landi. Þennan landblett ánöfnuðu þær umsjónar- manni kirkjunnar í þorpinu, sem þær höfðu lifað í, með þeim skilmála að tekjum þeim, sem blettur- inn gæfi af sér, væri varið ár hvert til þess að út- býta kökum á póskadagsmorguninn öllum þeim sem kæmu þá til kirkjunnar, sem þær sóttu á meðan þær lifðu — og skyldi þetta vera gjört til minning- ar um þær. Konungar og hirðfífl. Hirðfífiin voru eins og sjálfsögð við hirðir konunganna í fornöld, eins og ráðgjafar konung- anna eru nú. Hvað gömul þau eru vita menn ekki, en þau eru eins gömul og sagan. Ástæðan fyrir því að þau urðu til er mönnum ekki ljós. Þess er þó getið til, að snemma hafi menn fundið til þess að óliolt væri að neyta fæðu sinnar í þögn og þung- lyndi, og að þessi atvinnugrein hafi svo orðið til, til þess að auka á glaðlyndi og skerpa meltingu. Þegar að maður lilær skerpast meltingarfærin. Og liafa víst fornaldarmennirnir, sem mjög mikið átu, fundið til þess, og verið sér úti um menn, sem gátu haldið þeim í góðu skapi og sí hlæjandi á meðan þeir voru að borða. En með vaxandi þekkingu og hreinni smekk fóru þessi hirðfífl að týna tölunni. List þeirra varð að víkja fyrir annari, grínistunum. Á hirð- fíflunum og grínistunum var mjög mikill munur. Hirðfíflin ólmuðust, grettu sig og létu öllum illum látum. En grínistarnir voru oft menn mjög vel gáfaðir, komu vel fyrir og kunnu manna bezt að segja sögur. Þeir voru nokkurskonar gagnrýnar- ar í stjórnmálum, trúmálum og hegðun manna, og litu mjög niður á fyrirrennara sína. Þessir grín- istar voru oft á meðal valdmestu manna hjá kon- ungunum. Hann gat afstýrt stríði, frelsað menn frá gálga, rétt hluta þeirra fátæku. Á meðan þeir gátu haldið konungunum í góðu skapi, og lótið þá hlæja yfir borðum, höfðu þessir grínistar meira að segja heldur en nokkur annar. Það fyrsta hirð- fífl, sem sagan getur um, var kvenmaður; liún hét Samby, og var nafnkunn við hirð Eleusis drotn- ingar á Grikklandi, fyrir líkamshreyfingar, fyrir það hve skemtin hún var í svörum og gat sagt vel sögur. Hreggviður. Svo hét forustusauður einn, er faður minn, Jón bóndi ögmundsson á Bíldsfelli átti. Það var stór og fönguleg skepna. Hyrndur var hann, — voru hornin stór og vanin út og aftur. Vanaleg- ast var hann mjög styggur, svo ilt var aðkomas/ nærri honum, og mjög var honum á móti skapi að lóta króa sig, eða taka sig fastann; og ekki var það ósjaldan, að þegar féð var rekið að á haustin, að Hreggviður lyfti sér út yfir réttarvegginn og hafði sig í burtu. Þó kom það fyrir að Hreggviður var svo spakur, að að honum mótti ganga; var það á vetrum þegar sauðir voru í húsum, að Hreggviður vildi stundum ekkert út fara, en það vissi æfinlega á vont veður. Einu sinni var það, þá er snjókoma allmikil hafði gengið og jarðlítið var, að sauðamaður fór til beitarhúsa. Hann fann sauðina alla við húsin, og þóttí honum það einkennilegt, því veður var gott, en þá var Hreggviður æfinlega vanur að fara með hópinn í haga, þrótt fyrir það þó hagalítið væri. Sauðamaður rekur því sauðina frá beitarhúsun- um og inn á hæðir nokkrar, sem ekki voru langt í burtu frá þeim, og kallaðar voru Landbrúnir. Þar dreifði hópurinn úr sér, og fóru sauðimir að tína kvist eða krafsa ofan í mosaþúfumar. Sauðamað- ur stendur á hæð dálitla stinid og horfir á hópinn. En hann var ekki búinn að standa þar mjög lengi, þegar hann tók eftir því að eitthvað gekk að Hregg við; hann var hyskinn við beitina, vor smátt og smátt að líta upp og vildi ekki fylgja hinum sauð- unum, sem dreifðu sér til og frá um hæðirnar. Eft- ir dálítinn tíma tekur Iíreggviður að gjörast enn órórri og vill þá hreint ekki fara lengra í burtu frá húsunum, heldur leggur af stað í áttina til þeirra. Þegar hann hafði farið dálítinn spöl stanzaði hann, sneri sér við og jarmaði, og þegar að hann sá að þetta dugði ekki, fór hann til baka og reyndi að fá hópinn til að elta sig. Þetta gekk þrisvar sinnum; altaf fór Hreggviður af sað til beitarhúsanna og altaf sneri hann til baka, þegar hann fékk ekki hóp- inn til þess að fylgja sér. Sauðamanni fór nú ekki að standa á sama, hélt að eitthvað mundi undir þessu búa, og fór að líta í kring um sig. Sá hann þá að veðurútlit hafði skyndilega breyzt, og áður en hann hafði ráðrúm til þess að ná sauðunum saman, var skollið á veður svo vont, að tvísýnt hefði verið hvort hann hefði náð til beitarhúsanna með féð, ef Hreggviður hefði ekki beðið eftir hon- um. Á vorin, þegar búið var að rýja, hvarf Hregg- viður æfinlega, og enginn vissi hvar hann hélt sig á sumrin. Sjálfsagt hefir hann verið einhvers- staðar inni á afrétti, þótt aldrei yrðu menn varir við hann, þó farið væri um þær slóðir. En á haust- in, viku fyrir réttir — altaf í sama mund — kom Hreggviður með nokkrum sauðum, sem hann hafði valið sér til fylgdar um sumarið, heim á hól einn í túninu, og jarmaði eins og liann vildi segja: “Hér er eg kominn,” og labbaði svo út í haga. Hreggviður lifði til hárrar elli, var skynug^ur og skyldurækinn í lífinu; og sauðamaður sgknaði vinar í stað, þegar hann var farinn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.