Lögberg


Lögberg - 07.11.1918, Qupperneq 3

Lögberg - 07.11.1918, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1918 9 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. J?RIÐJI KAFLI. Lafði Grey gaf ekkert glögt svar. Hiín hafði aldrei minst á liinn djarfa, og að henni fanst, ósanngjama grun gegn Carlton, og lnín vildi nú ekki minnast á það. “Ætlar þti að fara, Stephen?” ” Já, undireins. Það er ekkert, sem bannar mér að fara í dag, og eg vildi fara til heimsend- ands til að sanna sakleysi mitt fyrir íbúum South Wennock. Eg held að eg nái í fyrstu lest- ina.” Tilfellið var að Friðrik Grev liafði fengið að vita á undan flestum öðrum, hvað fram fór fyrir réttinum, fékk sér því röskan hest og fór til Great Wennock, þaðan sem hann sendi hið um getna símrit til föður síns. Hann vildi ekki hjálpa til að opinbera glæp Carltons; nei, liann hefði heldur komið í veg fyrir það, ef hann hefði getað; en fyrst að málið var nú byrjað, þá væri bezt að faðir hans væri nærverandi til að heyra sannanirnar fvrir sakleysi sínu. Þegar hann reið heim aftur, fór hann hægra, þó ekki mjög hægt samt, því það var sem upp- reist í South Wennock. Yfirheyrsla Carltons var byrjuð, þegar hann kom til ráðhússins, og hver einn, sem stóð í isambandi við hana, var orðinn vel kunnur gangi málsins. Hann hefði getað gengið á höfðum manna fyrir utan ráðhúsið, er sú bygging var nefnd, þar sem réttarhaldið fór fram, og sem ekki einn tiundi hluti þeirra, sem komnir vorn, gat komist inn í. Aldrei liafði slík hreyfing átt sér stað í South Wennock; mannfjöldinn, sem var við- staddur rannsóknina á dauða frú Crane, var ekkert í samanburði við þenna. En mannfjöldinn viðurkendi heimild Frið- riks til þess að lilusta á réttarhaldið, sem son hins eitt sinn ásakaða manns, og dómararnir einnig, svo að hann fékk þriggja eða fjögra þumlunga breitt sæti á dómarabekknum, þar sem John frændi hans var einnig. Yfiriieyrslan var komin nokkuð langt á leið. Frú Smith hafði isagt frá öllu, sem hún vissi, og öllu sem liún ímyndaði sér; því við verðum að segja lesendunum það, sem ekki þékkja kring- umstæðurnar, að í sveitaþorpum spyrja dómar- arnir sína eigin forvitni, livað þeir eigi að lieyra og hvað ekki, og hafa mjög takmarkaða skoðun um hvað sé löglegt að láta vitnin bera fram. Þeirra eigin skoðun gildir alloft í stað laganna. Það var verið að spyrja Judith Ford, þegar Friðrik kom inn, og Carlton, sem nú var fangi, greip stöðugt fram í fyrir henni, og lenti þar af leiðandi í þrætu við lögmann sinn. Nafn hans var Billiter, sem hafði strax verið sóttur til að verja Carlton, og sem hann gjörði eins vel og hann gat. Carlton varði sinn málstað með dæmafárri ró. Hann var mjög fölur, en bæjar- búar voru vanir að sjá hann þannig, en einstöku sinnum hreyfði hann sig, eins og hann væri ó- rólegur. Með sitt góða, greindarlega og ment- aða útlit, sýndist staða hans þar í réttarsaln- um honum ósamboðin. “Eg mótmæli þ\Tí að þetta haldi áfram!” sagði hann að minsta kosti í tíunda skifti, þegar Friðrik Grey settist. ‘ ‘ Eg mótmæli vitnisburði þessarar stúlku. Eg segi — eins og eg sagði þá — að þessi veika kona væri mér Ókunnug; hvaða gagn gat eg — ” “Nú, Carlton, eg vil ekki heyra þetta,” sagði hann og þurkaði svitann af andliti sínu. “ Ef þú heldur áfram að eyðileggja málstað þinn þá.hætti eg að verja þig. Þú mátt vera rólegur og treysta mér. ’ ’ “Eg þ'ekki hana ekki,” sagði fanginn. “Eg spyr, hvaða ástæðu —” “Við getum ekki hlustað á þetta, Carlton,” sagði dómarinn, sem liingað til hafði verið um- burðarlyndur. “Þér getið komið með vörn yð- ar á réttum tíma, en þetta er aðeins til' að eyða tíma dómaranna, og gagnar yður ekkert. Vitn- in verða að fá næði til að flytja vitnisburð sinn.” Vitnið leit þannig út, eins og liún vissi ekki hvað hún ætti að gjöra, að sumu leyti af því, að allir horfðu á hana, og að sumu leyti af truflun- um Carltons. Það var auðséð að Judíth var ekki fús til þess að bera vitni. “Haldið þér áfram, vitni,” sagði dómarinn. “Þér lituð inn í herbergið, segið þér, og sáuð Carlton. Hvað var hann að gjöra ? ’ ’ “Hann hélt á mjög litlu glasi, herra; hefði hann ekki haldið því á lofti rétt fyrir framan ljósið, þá hefði eg naumast séð hvað það var. Hann lét tappan í það og stakk því svo í vestis- vasann. Svo tók hann hitt glasið —” “Hitt glasið, sem stóð á dragkistunni rétt lijá honum; það var glas af sömu stærð og það, sem herra Stephen sendi þangað með sefandi dryfcknum. Tappinn lá við 'hlið þess, og liann greip hann fljótlega og lét hann í glasið —” “Þér getið ekki svarið, að það var sama glasið með lyfinu og Stephen Grey hafi sent.” “Nei,” sagði Judith, “en eg held að það hafi verið sama glasið. Eg gat séð seðil límd- an á það, og það var fult af lyfi. Það var ekkert annað lyfjaglas í húsinu það kvöld, sem var fult af lyfi, eins og hjúkrunarkonan vitnaði fyrir rétti í það skifti.” “Haldið þér áfram, vitni,” greiþ dómarinn fram í, og eyðilagði á þann hátt þetta Carltons “en”. “Þegar Carlton var búinn að láta tappann í,” sagði Juditli aftur, “lét hann glasið í krókinn á hyllunni í dragkistunni á þann hátt að það liall- aðist, og kom svo snögglega út úr herberginu að eg hafði ekki tíina til að fela mig. Eg tók mér stöðu við vegginn, en —” ‘ ‘ Þar sem liann liefði gengið fram hjá vður, þegar hann færi ofan ? ’ ’ “Nei, lierra, hann hefði ekki gengið fram lijá, eg var lengra í burtu, nær svefnherbergis- dyrunum. Hann sá mig þar, að minsta kosti sá hann andlit mitt og spurði hver eg væri; en eg svaraði ekki og hann var hræðslulegur. Meðan liann var að sækja ljósið, læddist eg inn í sópa- skápinn hjá svefnherberginu. ‘ * En þér voruð þó efcki dökki maðurinn með kinnskeggið, sem svo mikið hefir verið talað um?” spurði einn af lögreglumönnunum. “ Jú, herra, að minsta kosti var það eg, sem Carlton áleit vera karlmann. Eg ihafði sökum verkja í andlitinu bundið flosdúk um kinnar mínar, og hann og svarta ræman, sem hann var bundinn með, leit út alveg eins og kinnskegg við hina daufu tunglsbirtu. ” “En hversvegna bjugguð þér yður þannig út?” spurði dómarinn, þegar undrun hans og hinna var farin að minka. “ Hver var ástæða yðar til þess?” “Afsakið, berra, en mér kom alls ekki til hugar að dulbúa mig,” svaraði Judith. “Slíkt datt mér eklci í hug. En eg hafði sára verki í andlitinu, sem var mikið bólgið, og Stephen Grey sagði að eg yrði að binda um það. Eg hafði enga aðra ástæðu til að gjöra það. Hefði eg beðið þangað til Carlton kom út, þá hefði hann séð hver þetta var. ’ ’ “Þetta er mjög einkennil’eg viðurkenning, vitni,” sagði Billitter, samkvæmt sinni eigin skoðun. “Má eg spyrja, vissuð þér nokkuð um Carlton, eða þektuð hann, fvrir þann tíma?” “Nei,” svaraði hún. “Eg sá hann aka fram hjá á götunni, og 'þekti hann því að útliti; en hann hafði aldrei séð mig.” “Hver var ástæða yðar til að veita honum athygli þetta kvöld?” ‘ ‘ Eg hafði enga ástæðu til þess, og það var ekki áform mitt að athuga hann, en þegar eg kom upp stigann, hevrði eg lireyfingu í dagstof- unni og var hrædd um að það væri frú Crane, sem af óforsjálni hefði farið ofan úr rúminu. Eg hafði engan grun um að neinn annar væri uppi; en þegar eg leit inn, sá eg að það var Carl- ton, og sé hann gjöra það, sem eg hefi þegar sagt frá.” Hversvegna sögðuð 'þér ekki, hver þér vor- uð, þegar hann spurði ? ’ ’ “Eg verð aftur að segja að eg hafði engan slæman tilgang,” svaraði hún. “Mér fanst eg vera að standa á hleri til að forvitnast um það, sem mér kom ekfci við, og vildi því ekki láta Oarl- ton sjá mig. Aðra ástæðu hafði eg enga. Síðan liefi eg margoft óskað þess, þegar talað hefir verið um manninn í stigaganginum, að eg hefði látið hann sjá hver eg var.” “Ætlið þér að telja okkur trú um, að þér hafið getað gengið upp stigann og inn í skápinn, án þess að Carlton heyrði til yðar?” “Ó, já, eg var með þá skó, sem eg notaði alt- af í sjúkraherbergi. Þeir voru búnir til úr ofn- um dúk. ’ ’ “Grunaði yður að Carlton væri að gjöra nokkuð rangt?” spurði einn af lögreglumönn- unum. “Nei, herra, mér datt alls ekki í hug að ætla líonum neitt slæmt, fyr en morguninn oftir, þeg- ar eg heyrði að frú Crane væir dáin af því að hafa neytt svefndrykksins, og að það var upp- víst að hann var eitraður. Þá fékk eg illan grun; eg mundi eftir orðunum, sem Carlton og sjúklingur hans skiftust á kvöldinu áður, og sem sýndu að þau voru mjög vel kunnug; en þó hélt eg ekki að Carlton hefði drýgt slíkan glæp. Það var fyrst við yfirheyrsluna, þegar eg heyrði hann sverja það, sem eg vissi að var ósatt, að hjá mér lifnaði verulegur grunur um breytni hans.” “Þetta er eins gott og leikrit,” sagði Billit- ter lögmaður háðslega. “Eg vona að þér, há- tigni herra, veitið vitnisburði þessara stúlku at- hygli. Það sem hún segir, er bæði einkennilegt og ótriílegt,” bætti hann við. “Fyrst minnist hún á ástarorð milli Carltons og stúlkunnar, sem hann \útjaði sem læknir, og svo kemur liún með soguna um glösin. Hví skyldi hún, fremur eu aðrir, hafa setið í myrkrinu í herbergi frú Crane hið fyrsta kvöld? — Hví skyldi hún, fremur en aðrir, hafa slæðst upp stigann í myrkrinu annað kvöldið, einmitt á sömu stundu og Carlton var þar? Og hvemig gat hún hafa komist upp án þess að frú Gould og hjúkrunarkonan sæi hana ekki? Þér —” “Afsakið, herra,” sagði Juditli. “Þær sátu báðar við kvöldverðarborðið; eg sá þær þegar eg gekk fram hjá, eins og eg hefi sagt.” “Eg segi,” sagði Billitter, “að þessi vitn- isburður er óskiljanlegur; hann er blandaður verstu tortrygð, og fyrir réttlátan dómara hlýt- ur 'hann að líkjast skáldsögu, sem er búinn til í því skyni að víkja gruninum frá henni sjálfri. Það er ekki óhugsandi að hún hafi sjálf átt við lyfið, hafi það annars verið hreyft, og reyni nú að kenna öðrum um það. Svarið mér einni spurningu, vitni: Fyrst þér urðuð þess varar að alt þetta var gjört af Carlton, af hverju sögð- uð þér ekki frá því þá?” ‘ ‘ Eg hefi sagt það, ’ ’ svaraði Judith, ‘ ‘ af því eg var hrædd um að mér yrði ekki trúað, að það yrði skilið á sama líátt og þér skiljið það nú, hr. Eg var hrædd við að gruninum yrði snúið að mér, eins og þér nú reynið að gjöra.” “Þér voruð liræddar um að vitnisburður vðar, án sannana, yrði gagnslaus gagnvart Carl- ton,” sagði einn af lögreglumönnunum. “ Já, herra,” svaraði Judith. “Eg bar eng- an verulegan grun gegn Carlton, fyr en eftir yf- irheyrsluna, og þá vildi eg ekki tala, af því eg hafði ekki gjört það áður. Eg hefði þá verið spurð ihversvegna eg héldi því leyndu. Auk þess var eg ekki alveg sanrifærð um, að Carlton hefði gjört þetta. Mér var næstum ómögulegt að trúa því.” ‘ ‘ Og um leið og þér segið þetta, takið þér að yður að sanna, að Carlton hafi blandað blásýru í lyfið, meðan þér horfðuð á ihann í gegn um- dyragættina?” spurði Billiter. “Eg fullyrði ekkert slíkt.; eg hefi aðeins sagt, hvernig hann fór með glösin, annað ekki,” svaraði Judith. “Ó,” sagði Billiter, “þér hafið ekki sagt annað unga stúlka? Mér finst að allir megi ætla, að þér hafið viljað segja eitthvað meira, þó þér hafið ekki gjört það. Hávelbomu herrar,” sagði hann um leið og hann sneri sér að lögreglu mönnunum, “eg get ekki séð að nokkurt orð af þessum vitnisburðum hafi nokkurt gildi gagn- vart Carlton. Hann segir yður að fní Crane hafi komið hingað jafnókunn Sér og öllum öðr- um, og það er ekkert sem sannar að þetta sé ó- satt. Þér getið ekki felt sektardóm á slíkan mann og Carlton, vegna óljóss vitnisburðar vinnukonu, sem hefði átt að tala þessi orð, ef þau eru sönn, fyrir mörgum ámm síðan. Að undanteknum fáeinum orðum, sem hún heyrði Carlton og veiku konuna skiftast á, er alls engin sönnun fyrir 'því að þau hafi þekst.--” “Þér gleymið bréfinu, sem konan skrifaði Cariton kvöldið sem hún kom,” sagði einn af lögreglumönnunum. ‘ ‘ Alls ekki, ’ ’ svaraði Billiter hiklaust. ‘ ‘ Það er engin sönnun fyrir því, að bréf hafi verið skrifað til Carltons — eða hafi nokkru simii ver- ið í hans vörzlum. Saga konunar Smith, að hún hafi fengið það hjá lafði Jönu Chesney, og að lafði Jana hafi fengið það hjá konu Carltons, er einkis verð. Eg gæti tekið bréf úr vasa mín- um, rétt yður það og sagt, að sá, sem eg fékk það hjá, hefði sagt að hann hefði fengið það hjá Tyrkjasoldáninum; en það væri líklega ekki nær sannleikanum fyrir það að hann sagði það.” Áheyrendumir brostu. Carlton greip í ermi lögmanns síns, og hann laut niður að lionu- um. “Hvaða bréf er það, sem hér er talað um?” Hingað til hafði Carlton ekkert heyrt um bréfið. Enginn hafði sagt honum neitt um það. ‘ ‘ Yeizt þú það ekki ? ’ ’ hvíslaði lögmaðurinn. “Hefir þú ekki séð bréfið? Og það er þó þetta bréf, sem veldur öllum óþægindunum að heita má.” “Eg hefi hvorki séð né heyrt um neitt bréf. Hvaðan kemur það?” “Út úr skáp í kjallara þínum — hefir mér verið sagt. Það er slæmt bréf, Carlton, nema ef þú getur skýrt frá tilgangi og tilveru þess,” sagði lögmaðurinn. “Hafa menn rannsakað heimili mitt?” spurði Carlton þóttalega. “Alls ekki. Eg er ekki viss um að dómar- arnir viti um hvernig það kom í ljós, nema að lafði Jana Chesney lánaði þessari frú Smith það eina eða tvær stundir, og hún sagðist hafa feng- Íð það hjá lafði Lauru. Eg mætti Pepper- fiy-----” ‘ ‘ En það var ekkert bréf í skápnum, ’ ’ sagði Carlton, hálfringlaður yfir þessum orðum. ‘ ‘ Eg skil ekki hvað þú átt við. Get eg fengið að sjá bréfið ? ’ ’ Billiter beiddi um leyfi dómarans til þessa, og bréfið var rétt Carlton. Það er ómögulegt að lýsa undrun hans, þegar hann sá þetta bréf, sem hann hélt sig hafa brent fyrir mörgum árum síðan. Hann sneri því á alla vegu, alveg eins og bréfpartinum sem líkskoðarinn léði honum, og hann las hvert orð; hann starði á stafina, sem voru farnir að fölna, og hann gat alls ekki skilið þetta. Af útliti hans sást ekki annað en undrun á svipnum. ‘ ‘ Eg fullvissa ykkur um að eg veit ekkert um þetta bréf! ’ ’ sagði liann. ‘ ‘ Eg á það ekki. ’ ’ “Það fanst í læstum skáp í kjallaranum yð- ar, ’ ’ svaraði dómarinn, sem var hyggnari en Bil- liter hélt. “Eg neita því algjörlega að liafa haft slíkt bréf sem þetta. Eg held að hér sé illúðlegt sam- særi á ferð. ’ ’ “Þekkið þér ekki bréfið, herra Carlton?” spurði einn af dómurunum. “Hvernig á eg að þekkja bréf, sem eg hefi aldrei séð?” ‘ ‘ Þér hafið þó séð nokkuð af því áður. Þér hljótið að muna eftir rifna sneplinum af bréfinu. sem kom í ljós við yfirheyrsluna við dauða frú Crane. Niðurstaðan, sem maður nú kemst að, er sú, að ihún hafi liætt við að skrifa fyrra bréf- ið vegna blekklessunnar, og byrjað á þessu; þau eru bæði eins.” “Eru þau eins?” svaraði Carlton. “Eg hafði gleymt því, það er svo langt síðan. En til hvers er þetta bréf skrifað?” “Þér sjáið að það er skrifað t-il yðar.” ‘ ‘ Eg sé að nafn mitt er á umslaginu. Hvern- ig það hefir borist þangað, eða hvað það á að þýða, það er mér alveg óskiljanlegt. Þetta bréf sýnist skrifað til manns hennar, en ekki til mín, sem lwknis hennar.” “Niðurstaðan, sem menn hafa reynt að komast að af þessu bréfi, er sú, að það hafi ver- ið skrifað til yðar sem manns hennar. En það er auðvitað ekki sannað enn. ’ ’ “Eg þakka yður fyrir þenna viðbæti,” sagði Billiter. “ Það er ekki sannað; Það verð- ur hvorki mér eða skjólstæðing mínum að kenna, ef við getum ekki sannað að þessi ásökun er fölsk, á máske rót sína að rekja til til hrapar- legs misskilnings. Ósanngjarnari ásökun hefir ef til vill aldrei verið borin á nokkurn lækni. Tíversvegna ætti Carlton með ásettu ráði að drepa sjúkling, unga konu, sem hann var beðinn að hjálpa, algerlega ókunnug honum. Hann —” “Ef sú heilsun, sem vitnið Judith Ford hef- ir skýrt frá, getur álitizt að vera sönn, þá hefir hún ekki verið honum alveg ókunnug, lierra Bil- liter.” ‘ ‘ Það er að sönnu satt, tigni herra, en eg get ekki ímyndað mér, að þér takið orð ungu stúlk- uiínar fram yfir orð Carltons? An tillits til orða stúlkunnar, er enginn sönnun fyrir því. að Carlton liafi þekt frú Crane. Og án sannana, er ómögulegt að halda áfram þessari kæru gegn honum. Frii Crane talaði sjálf um Carlton sem ókunnan sér. Ekkjan Gould-------” Húðir, Skinn, Ull, Seneca Rœtur , Vér kaupum vörur þessar undir eins í stórum og emáum slumpum. Afarhátt verð borgað. Sendið oss vörurnar strax. R. S. ROBINSON, W I N N 1 P E G, 157 RUPERT AVENUE og 150-2 PACIFIC AVE. East M AN . B. LEVINSON & BROS. 281-3 Alexander Ave. - WINNIPEG Hæsta verð greitt fyrir Loðskinn, Senecaræt- ur, og Ull. Jafnt stórar sem smáar sendingar vcrða keyptar. REYNIÐ OSS! Vér Kaupum Skinnavöru Yðar Látið oss fá nœstu sendingu yðar af Gærum, Húðum, Ull, Tólg, Seneca rótum og Raw Furs og sannfærist um að vér borgum hæzta verð. THE ALBERT KERR Company, Limited Aðal-Skrífstofa: Toronto, Ont. Utibú; Winnipeg, Man., Edmonton, Alta, Vancouver, B. C, TIL ATHUGUNAR 500 menn vantar undir eins til þesa a8 læra a8 stjðrna blfreiSunr og gasvélum — Tractors &. Hemphills Motorskðlanum I Wlnnipeg, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port- land Oregon. Nú er herskylda I Canada og fjölda margir Canadamenn, sem 8tjðrnu8u blfrelSum og gas-tractors, hafa þegar or818 a8 fara T herþjðn- ustu e8a eru þá & förum. Nú er tlnii til þess fyrir y8ur a8 læra gö8a 16n og taka eina af þeim stö8um, sem þarf a8 fylla og f& I Iaun fra $ 80—200 um m&nuSinn. — pa8 tekur ekki nema f&einar vtkur fyrlr y8ur, aS læra þessar atvinnugreinar og stöSumar bt8a y8ar, setn vél- fræSingar, blfreiSastjðrar, og vélmeistarar á skipum. NámiS stendur yfir í 6 vikur. Verltfæri fri. Og atvlnnuskrif- stofa vor annast um a8 tryggja ySur stöSurnar aS endu8u námi. SláiS ekki á frest heldur byrji8 undlr eins. VerBskrá send ökeypls. Komi8 til skólaútibús þess, sem næst ySur er. Hcmphills Motor Schools, 220 Padflc Avc, Wlnnipcg. útibú I Begina, Saskatoon, Edmonton, Lethbridge, Calgrary, Vancouver, B. C. og Portland Oregon. Hvers virði nýlendur eru á stríðstímum. 'eem til stríðs, og verkaí sambandi við stríðið, hafa verið kvaddir af pað var . nokkuð áliðið þegar pjóðverjar vöknuðu til meðvit- undar um þýðing nýlenda. Fyrstu nýlendu sína Togoland eignuð- ust þeir árið 1884, og er nýlenda sú um 33,000 ferhymingsmílur að stærð, og í byrjun stríðsins voru pjóðverjar búnir að leggja undir sig nýlendusvæði, sem til samans voru 1,027,820 ferhym- ingsmílur að stærð, með 12,041,- 603 innfæddra, en 25,000 hvítra manna. Elsta nýlenda Frakka, Guiana, er þeir eignuðust árið 1626. En nú í byrjun stríðsins vom nýlend- ur frakka til samans 3,449,614 fermílur að stærð. fbúatalan í Bretaveldi, hafa 1,900,000 komið frá nýlendum þeirra. Frá árinu 1914 og til júlímán- aðar 1918 hafa frönsku nýlend- umar hlaupið undir bagga með hinni frönsku þjóð, og sent frá Alger og Tunis 340,000 hermenn; f rá Sudna, Senegal og Madagask- og Tanken 250,000 og frá frönsku | Vestur-Indíaeyjunum 31,000, alls i 621,000 hermenn og auk þess 1238,000 verkamenn. Oas vantar mcnn og konur tll þess a8 iæra rakaraiSn. Canadiskir rak- ara hafa orSiS a8 fara svo hundruSum þeim nam 40,702,528, þar af vom um 1,500,000 hvítra manna. Bretar eignuðust sína fyrstu nýlendu á 15. öld. Höfðu í byrj- un stríðsins nýlendur ,sem til samaas vom 12,624,435 ferhym- ingsmílur að stærð, með 400 miljónum íbúa. í þessu stríði hafa sambands- menn lagt undir sig alla nýlendu- eign þjóðverja. En í þaú þrjá- tíu ár, sem pjóðverjar héldu þeim, tókst þeim aldrei að ná hylli nýlenda sinna, sem þetta stríð hefir sýnt að Bretum og Frökkum ‘hefir tekist. pví styrk- ur sá, er þær hafa veitt Bretum og Frökkum, þó ekki væri nema um vistir að ræða, er ómetan- legur. Af 7,500,000 hermönnum, skiftir I herþjðnustu. þess vegna er nú tækifært fyrir y8ur aS læra pægl- lega atvinnugrein oy komast I gö8ar stöSur. Vér borgum y8ur gð8 vlnnu- laun á me8an þér eru8 a8 læra, og Ot- vegum y8ur stöSu a8 loknu námt, sem gefur frá 818—25 um vikuna, e8a Vi8 hjálpum y8ur til þess a8 koma á fót “Business” gegn mánaSarlegri borgun —• Monthly Payment Plan. — Námi8 tekur a8eins 8 vikur. — Mörg hundruS manna eru a8 læra rakaraiBn á skðlum vorum og draga há laun. SpariB járnbrautarfar me8 þvt aS læra a næsta Barber College. llemphill's Barber Collcgc, 220 Pacific Ave, Winnipeg. — Útibú; Re- glna, Saskatoon, Edmonton, calgary. Vér kennum einnig Telegraphy, Moving Picture Operating á Trades skðla vorum a8 209 Paciflc Ave Wlnni- peg__________________________________ KAUPIÐ VICTORY BOND! SPARIÐ TIL J7ESS AÐ KAUPA

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.