Lögberg - 21.11.1918, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. NÓVEMBER 1918
8
Dœtur Oakburns
lávarðar.
Eftir MRS. HENRY WOOD.
J?RIÐJI KAFLI.
Hann hafði fulla ástæðu til að segja þetta.
Vagninn sneri inn í South Wennoek götuna, og
þeir voru alt í einu staddir í mannmörgum og
fagnaðaræpandi ihóp. Tilfellið var, að frú Fitch
sem ekki var færari um að geyma leyndarmál en
kvenfólk í heild sinni er, hafði breitt út þá fregn
meðal manna, að Sir Stephen mundi koma þang-
að í lokuðum tvíeykisvagni, og að hún vonaði að
þeir myndu hrópa húrra.
-Þessi meðmæli voru óþörf. Hópurinn,
sem stóð og beið vegnisins, æpti gleðióp þegar
hann sá hann. ‘ ‘ Lengi lifi Sir Stephen Grey!”
Ætli hann fyrirgefi þeim nokkurntíma að þeir
mistrygðu hann'? Þeir myndu aldrei fyrirgefa
sér sjálfum. “Iíeilbrigði, gæfu og langrar æfi
óskum vér Sir &tephen Grey! ’ ’
Þeir slógu hring um vagninn meðan gleði-
ópin ómuðu. Ekki gleyptu þeir Sir Stephen, en
það lá við að þeir hristu.hendurnar af honum.
Og áður en ihann vissi hvað þeir höfðu fyrir
stafni, voru þeir búnir að taka hestana frá vagn-
inum, senda ökumanninn burt með þá, en beita
sjálfum sér fyrir hann, umleið og þeir rifust um
live margir og hverjir þeirraættu að njóta þess
lieiðurs. Á þann liátt, með gleðiópum, húrra-
hrópum og ýmsum látbrögðum, fóru þeir að aka
Sir Stephen áleiðis til liúss bróður hans.
Friðrik var ekki hneigður fyrir að þiggja
virðingarmerki. Hann opnaði vagndyrnar í því
skyni að stökkva út, en þar eð liinn þétti mann-
hópiir þakti mörg fet af götunni hringinn í kring,
var slíkt ekki liættulaust. Hann mótmælti fyrir-
tæki mannanna, og Sir Stephen sömuleiðis, en
það framleiddi ennþá fjörugri gleðióp og vax-
andi hraða vagnsins; þeir urðu því neyddir til
að taka því sem að höndum bar. Sir Stephen
híó og hneigði sig viðstöðulaust.
Alt í einu var numið staðar; það var skyndi-
leg hindrun lögð á leið sigunhrósslestarinnar.
Hópurinn mætti öðrum hóp, sem lengi var búinn
að bíða fyrir utan ráðhúsið eftir því, að Carlton
kaani út. Hann kom nú loks út ásamt öllum lög-
reðluþjónum South Wenneck bæjar, sex að tölu,
og hópurinn sem með þeim var, hljóp og danz-
aði í ki-ing um þá. Hóparnir sameinuðu nú
raddir sínar, og gleðiópin fyrir Sir Stephen
breyttust í reiðiorg.
Fanginn og tvíeykisvagninn stóðu hvor við
annars hlið, og hvorugur gat hreyft sig hið
minsta, því hóparnir réðu hér. Lögregluþjón-
arnir voru magnlausir.
‘ ‘ Niður með hann! Við sikulum taka hann!
Aðeins úþetta skifti skulum við nota dómleysis-
lögin hér. Hvaða heimild hafði hann, sem vissi
hvað hann hafði gjort, til að koma á okkar heim-
ili og líta eftir konum okkar og börnum? Við
skulum veita honum það, sem hann verðskuldar.
Við skulum gjöra við hann það sem hann gjörði
,við hana! Ilingað með hann!”
Áður en mínútan var liðin hefði Carlton
\erið ofurseldur grimd skrílsins, ef Sir Stephen
hefði ekki staðið upp og komið honum til hjálp-
a,r. Hann stóð upp í sætinu í vagninum og tók
ofan hattinn um leið og hami sneri sér að hinum
æsta hóp; blikandi ljós frá kjötsölubúð sendi
birtu sína á andlit hans.
‘ ‘ Ef þið leyfið ykkur að snerta eitt hár á
liöfði Carltons, skal eg hér efíA- fyrirlíta og
skammast mín fyrir bæjarbúa mína. Eg hefi
altaif álitið ykkur sanna Englendinga. Ef að
Carlton er kærður fyrir afbrot, þá notum við
lögin, svo að hann fái sína verðskulduðu hegn-
ingu.. Þið eruð ekki lögin og ekki heldur kær-
endur hans. Hann hefir ekki móðgað ykkur.
Vinir mínir, á þessu augnabliki, þegar þið hafið
glatt mig með því að bjóða mig velkominn, mun-'
ið þið ekki vilja eyðileggja ánægju mína með því
að ráðast á mann, sem nú er í hendi láganna.”
“Það var hann, sem hrakti yður burt úr
bænum, Sir Stephen; það var hann, sem með
hræsniislygum sínum kom okkur til að ætla yður
ilt og snúa bakinu að hinum tryggasta vini, sem
við höfum nokkru sinni, átt. ’ ’
‘ ‘ Það kemur mér við en ekki ykkur, ’ ’ svar-
aði Sir Stepken í skipandi róm. “Hann hrakti
ykkur ekki úr bænum. Þegar eg fyrirgef og
gleymi því umliðna, þá ættuð þið að geta það
líka. Hr. Carlton! ’ ’ sagði hann skyndilega, ‘ ‘ eg
íyrirgef yður af alhuga öll þau rangindi, sem
inenn halda að þér hafið drýgt gagnvart mér, og
eg óska yður alls góðs. Eg vona að þér sleppið
við hegningu — það er að sega, ef þér finnið að
þér eigið að gjöra það. Eg óska ykkur gæfu,”
sagði hann með aðlaðandi röddinni sinni, um léið
og hann sneri isér að manngrúanum. “Og,
drengir góðir, þar eð þér hafið tekið að yður að
fvlgja mér til heimilis bróður míns, bið eg vkkur
að halda áfram, svo eg ihafi enga ástæðu til að
kvarta undan ykkur. Komið og tef jið mig ekki
hér, með því að standa kyrrir í þessum kulda.”
Hans að sumu leyti kærulausa, að sumu leyti
skipandi, en verulega vingjarnleg rödd, hafði
þau eftirvæntu áhrif. Vagninn var aftur dreg-
Inn af stað, og allur hópurinn fylgdi honum, um
leið og fagnaðarópin og húrrahrópin ómuðu.
“Þökk fyrir, Sir Stephen,” sagði Carlton,
uan leið og hann gekk fram hjá á milli tveggja
lögregluþjóna.
Einni mínútu síðar kom aftur ný töf. flljóð-
listaflokkur kom til þeirra, hvar hann hafði
fundist, vissu aöeins hinir æstu íbúar bæjarins,
eða máske frú Fitch alein. Hann átti að bjóða
Sir Stephen velkominn til hans eigin bæjar, með
hljóðlist sinni. 1
‘ ‘ Hljóðlistarflokkur, ’ ’ sagði ihann og stundb
nm leið og hann hallaði sér aftur á bak í vagn-
sætinu. “Mín vegna. Hver halda þeir að eg
sé ? Fólkið er brjálað í kvöld. ’ ’
Friðrik þoldi þetta ekki lengur. Hann
stökk ofan úr vagninum, þótt hættulegt væri, og
hljóp hlæjandi burt, skiljandi föður sinn eftir í
sömu vandræðunum.
En hljóðlistamennirnir komu sér ekki sam-
an. Annar flokkurinn áleit að velkomandasöng-
urinn ætti að vera persónulegur, eins og t. d.:
‘ ‘ Sjá, þar kemur liin sigrandi hetja”; hinn flokk
urinn áleit að hann ætti að vera þjóðlegur, og
stakk upp á ‘ ‘ Rule Britania ’ ’. Hvorugur flokk-
urinn gat slakað til, og léku því hvor sitt lag, svo
velkomandasöngurinn lét einkennilega í eyrum
Sir Stephens.
Á þenna hátt var Sir Stephen Grey fluttur
til húss bróður síns, — sami Sir Stephen, sem
fyrir nokkrum árum var sama sem hrakinn burt.
Og Carlton, sem áreiðanlega var orsök að
öllu þessu, var nú leiddur til náttstaðar síns —
sem South Wennock íbúar kölluðu “Svarthol*
ið”.
XXIV. KAPITULI.
Sjálfstraust Boivters lögregluþjóns.
Fangelsið í South Wennock var gamalt.
Nýja lögreglustöðin var mjög lítil, og fangar,
sem ekki var búið að yfirheyra eða dæma, voru
geymdir í gamla fangelsinu, þangað til þeir voru
fluttir í fangelsi greifadæmisins. Fangelsið var
þar á móti rúmgóð bygging, með fimm eða sex
herbergjum — eitt þeirra var afarljótur klefi,
— sem öll voru á neðsta gólfi, því byggingin var
lík heyhlöðu í laginu og stóð í útjaðri bæjarins,
ekki langt frá heimilli Carltons.
Carlton var nú fluttur til þessa staðar. Fyr
á tímum hafði hann einstöku sinnum komið þar,
til að líta eftir veikum föngum. En sá munur
þá og nú. Lögregluþjónarnir, sem ennþá voru
alúðlegir við Carlton, fylgdu honum inn í hinn
áður um getna klefa, og hneigðu sig fyrir hon-
þegar hann gekk þar inn. Carlton þékti klefann\
og beit á jaxlinn, en sagði ekkert. Engir aðrir
en glæpamenn, sem kærðir voru fyrir viðbjóðs-
leg brot, voru látnir í þenna klefa, sem kallaður
var ‘.‘sterka stofan”, og álitinn að vera áreið-
anlegur geymslustaður, þar eð þar var enginu
gluggi. Enda var ómögulegt þaðan að flýja.
Það fyrsta sem lögregluþjónarnir gerðu,
var að rannsaka klæðnað Carltons, og afsökuðu
sig með því, að það væri skipun dómaranna.
Hann veitti enga mótsstöðu, en sýndist jafnvel
ætla að spaugast að því. Naumast var þetta
búið þegar Billiter kom og fékk leyfi til að vera
lokaður inni hjá fanganum.
“Og nú”, sagði Carlton, sem byrjaði á því
efni er hann Skildi minst í, og settist á eina stól-
inn sem til var, en lögmaðurinn varð að nota
járnrúmstokinn, “viltu máske gera svo vel og
segja mér hvaðan bréfið kom”.
“Eg sagði þér það á meðan við vorum í
ráðhúsinu. Það fanst í járnskápnum þínum.”
“Það er ómögulegt, það hefir* aldrei í.
skápnum verið”, svaraði Carlton.
“Heyrðu nú, Carlton”, svaraði lögmaður- 1
inn; “það er gagnslaust að vera að skreyta'mál-
efnið fyrir mér. Eg get ekki bjargað skjólstæð-
ing mínum úr neinni klípu, þegar eg verð að vera
í myrkri.”
“Það er eg, sem er látin vera í myrkri”,
sagði Carlton. “Eg segi þér sannleikann, þegar
eg segji, að bréfið hafi aldrei verið í skápnum
mínum, og eg skil ekki tilveru þess. ’ ’
“Það var nú samt í skápnum þínum”, full-
vrli lögmaðurinn. “ Ef þú veist ekkert um það
þá er það annað mál; kona þín, lafði Laura,
fann það þar.”
“Lafði Laura!”
“Sagan er þannig”, sagði lögmaðurinn.
“Lafði Laura hefiu þessa síðustu tíma verið af-
brýðissöm með tilliti til — en það þarf eg ekki
að tala um. Hún hefir grunað þig fyrir eitthvert
slark, og langaði til að vita hvað þú geymdir í
þessum skáp, fór eitt kvöldið ofan — fyrir fáum
dögum síðan — opnaði skápinn og fann þetta
bréf, hún sá undir eins að Clarice systir sín hefði
skrifað bréfið. Hún hafði enga hugmynd um
þýðingu þess; áleit að þa$ af einhverjum ástæð-
um hefði lent í þínu umslagi; en hún sýndi lafði
Jönu það, og lafði Jana sýndi frú Smith það. Og
það er ihún sem er völd að þessum óþægindum.”
Carlton starði framundan sér og endurkall-
aði liðna viðburði í huga sinn. Nú fyrst datt
honum í hug að hann hefði brent bréf föður síns
en geymt þetta. Honum fanst sem hníf væri
stungið í hjarta sitt. Var það kona hans, sem
var orsök þessa mótlætis! — kona hans, sem
hann hafði elskað á sinn hátt.
“Og lafði Laura auglýsti öðrum innihald
þessa bréfs?” sagði hann eftir langa þögn, með
beiskum og tilfinningasárum róm.
“Ekki með þeim ásetningi að gera þér mein
Hún hafði enga liugmynd um hvaða þýðingu
bréfið gat liaft, og hélt, eins og eg sagði, að þú
hefðir fengið það af einhverjum misgripum.
Hún sýndi lafði Jönu það af því, að það var rit-
hönd Clarice systur þeirra.”
“Þet'ta hefi eg aldrei vitað”, sagði hann
með dreymandi róm. Billiter tók aftur til máls.
“Maður hefði aldrei vitað hvernig bréfið
kom í 1 jós, án sjálfsásakana lafði Lauru; þegar
hún varð þess vör, að bréfið var orsök til fanga-
vistar þinnar. Þegar búið var að taka þig í dag,
var frú Pepperfly í húsi þínu — af hvaða til-
viljun veit eg ekki — og lafði Jana kom þangað
inn, meðan hún var þar. Lafði Laura fleygði
sér í faðm systur sinnar, ásakaði sjálfa sig um,
hvernig hún hefði útvegað aðallykil, opnað skáp-
skrána og fundið bréfið. Gamla digra konan
I\eyrði alt saman og sagði mér það, fiegar við
mættumst. Sá sem mætti henni næst held eg að
hafi verið lögmaður, og hún sagði honnm sög-
una; svo fér hún beina leið til Drone og sagði
ilionum hana, og á þenna hátt hefir hún borist t.il
eyrna réttvísinnar. Það lítur út fyrir að fingur
forlaganna hafi starfað með þetta bréf.
Fingur forlaganna hefir máske unnið gagn '
með þessu bréfi, en á annan hátt en Billiter
meinti. Hann talaði orðin af augnabliks gremju
Hvað ætli hann hefði sagt, ef hann hefði vitað
hve einkennilega bréfið hafði geymst, þar eð
Carlton hélt að það væri fyrir löngu síðan eyði^
lagt t
Meira var ekki hægt að gera fvr en næsta
morgun, og Biliiter óskaði skjólstæðing sínum
góðrar nætur. Nokkurir menn — kunningjar
hans — komu til að sjá Carlton; lianr. var enn
ekki yfirgefinn! En lögregluþjónarnir neituðu
öllum aðgöngu, nema lögmanni han3, um leið
og þeir sögðu að það væri ekki siður eða venja
í holinu. Carlton var spurður um hvað Iiann
vildi borða, en hann kvaðst ekki hafa lyst á nein-
um mat og bað um skriffæri. Hann fékk það á-
samt litlu borði að skrifa við, og auk þess lampa
með logandi ljósi, sem fangar með minna áliti
hefðu naumast fengið. Lögregluþjónavnir kunnu
ekki við að fara með Carlton eins og vanalegan
fanga, og menn geta væntanlega afsakað það,
þegar þess er gætt, í hvaða stöðu hann stóð í
South Wennock fyrir tólf stundum síðan, og að
hann var enn þá að eins kærður.
Það var ungur maður, sem nýlega hafði tek-
ið að sér lögreglustörf. Nafn hans var Bowler.
Carlton hafði fyrir nokki'u síðan hjálpað honum
í veikindum hans og verið honum vingjarnlegur,
og Bowler sýndi honum nú virðingu og vinsemd
i staðinn. Hann gekk inn í klefann til hans seint
um kveldið, til að spyrja hvort hann óskaði
nokkurs, og sá bréf á borðinu með áritaninni,
lafði Laura Carlton.
“Yiljið iþér láta færa henni þetta í kvöld,
hr. ? ” spurði maðurinn.
“Ó, nei”, svaraði Carlton, “Það er nógu
snemt á morgun. Færið þér henni það á morgun
snemma, Bowler.”
Maðurinn yfirgaf svo Carlton og óskaði
honum góðrar nætur; læsti svo dyrunum og lét
slagbfand fyrir.
Það var sami aðgætni þjónninn — hann
vildi vera stimamjúkur við Carlton og gera hon*
um fangavistina þægilega — sem kom fyrst inn
í klefann um morguninn. Hann kom til að bjóða
honum heitt kaffi; en fanginn virtist sofa föst-
um.svefni.
“Það er engin ástæða til að vekja hann
núna,k’ hugsaði Bowler; “hann er máske ný-
sofnaður, og má eflaust sofa eina stund enn þá,”
Hann læddist hávaðalaust út úr klefanum,
en mundi þá eftir bréfinu, sem Carlton vildi láta
skila snemma; sneri við og tók bréfið af borðinu
og fékk það öðrum þjón, sem var eldri og hafði
meiri reynslu og ábyrgð en hann.
‘ ‘ Eg má líklega fara með iþað ? ’ ’ sagði hann,
um leið og hann sýndi honum bréfið. “Carlton
bað um að skila því árla. Hann er ekki vaknað-
ur enn.”
Eldri þjónninn tók við bérfinu og velti því
á ýmsa vegu. Öll smáatvik sem stóðu f sambandi
við slíkan fanga og Carlton, vöktu áhuga lög-
reglunnar. Bréfinu var vel læst með lími.
“Þér -getið farið með það strax”, sagði
hann.
En hve hlyntir sem þjónarnir eru föngurp
um, sem þeim er trúað fyrir, þá erxx þeir sjaldn-
ast hneigðir fyrir að neita sjálfu^ sér þeirrar á-
nægju, að fá máltíðir sínar á réttum tímum. þeg-
ar þeim er það mögulegt, og Bowler áleit að
hann mætti hafa heimild til að borða smurða
brauðið sitt og drekka kaffið, áður en hann færi,
eins vel og á eftir. Þegar þessu var lokið fyrir
framan ofniim í holinu, stóð hann upp og gekk
út, en spurði um leið:
“Á eg að koma með svar aftur?”
“Já, ef nokkurt svar er. Þér getið spurt
um það.”
Bowler gekk ofan götuna, kaldur og auðug-
ur af sjálfstjói'n útvortis, en afarhreykinn inn-
vortis yfir því, að vei'a fylgjandi þessa bréfs,
sem lá í óhultum vasa, dulið fyrir forvitnum
augum fólksins. Það var reglulegur vetrar-
morgun, talsvert frost, skýað loft með bláum
blettum hér og hvar. Göturnar voru fullar af
fólki; allir bæjarbúar höfðu ásett sér að ná stöðu
í ráðhúsinu í dag, hve óheppir sem þeir voru
daginn áður, og héldu sannsýnilega, að því fyr
sem þeir væni á fótum, þess betra útlit væri til
þesis, að þeir fengju framkvæmt áfonn sín.
Bowler gekk inn um girðingarhliðið hjá
Carlton, barði tvisvar að dyrum og hringdi einu
sinni, eirxs og siður var póstþjóna í London.
Jonathan laxxk upp.
“Get eg fengið að tala við lafði Lauru
Carlton?”
“Nei”, svaraði Jonatlxan og hristi höfuðið.
Fyrst í stað vissi Bowler ekki, hvernig hann
ætti að bera sig að, til að ná tali af lafðimxi.
“Er þá ekki mögulegt að fá henni þetta strax?”
sagði hann, “ og segðu, að ef hún vilji svara
nokkuru, þá skuli eg færa Carlton það.”
“Lafðin er ekki liér,” sagði þjónninn. “Hún
er í Cedar Lodge. Hún fór þangað í gærkveldi
með lafði Jönu.”
Bowler stóð dálitla stund og hugsaði sig utn
lét svo bréfið aftur í vasann og ætlaði að fara
af stað til Cedar Lodge. Jonathan stöðvaði hann
um leið og hann sneri sér við.
‘ ‘ Heyrið þér, hr. Bowler, haldið þér að þetta
rnál sé hættulegt fyrir húsbónda minn?” spurði
hann með kvíðandi svip. ‘ ‘ Eg vona að þér segið
mér eins oger?”
Bowler svaraði að það gæti verið og gæti
ekki verið hættulegt. Þesskonar kærur væri
vanalega erfitt að losna við, þó hinir kærðu sigr-
uðu stundum.
Svo fór hann af stað til Cedar Lodge, þar
sem lafði Laura var. Hann sagði Judith frá er-
indi isínu, og var fylgt inn til húsmóður hennar.
J ana var í morgunverðarstofunni og drakk kaffi
Hún hafði ekki háttað, því Laura hafði verið í
mikilli geðshræringu alla nóttina, stundum
kveinaxidi yfir óhöppum manns síns, og ásakandi
sjálfa sig fyrir að vera orsök tiDógæfu hans,
stundum talandi hörð orð um hann, fyrir svik
hans á liðnurn dögum. Kosturinn við þessa á-
köfu geðshræringu var sá, að hxxn mundi vara
skemur. Allur ákafi hjá Lauru var óstjórnlegur
um stund, en aldrei langvinnur.
..
R.S.Robinson
Kanpir og selur
r RAW FURS r
VER KAUPUM No: 1. stór rottuskisn $1.00
UNDIR EINS Afar-stór No. 1. Ulfaskinn $20.00
Smserrl tegundir hlutfallslega lægri.
FAID YDUR VERDSKRA VORA
SENDID BEINT TIL HEAD T™’
Stofnsett 1883
HöfutSstóll $250,000.00
útlbú:
Seattle, Wash., U. S. A.
Edmonton, Alta.
Le Pas, Man.
Kenora, Ont.
B. LEVINSON & BROS.
281-3 Alexander Ave. ■B WINNIPEG
Hæsta verð greitt fyrir Loðskinn, Senecaræt-
ur, og Ull. Jafnt stórar sem vcrða keyptar. smáar sendingar
REYNIÐ OSS!
Vér Kaupum Skinnavðru Yðar
Látíð oss fá nœstu sendingu yðar af Gærum,
Húðum, Ull, Tólg, Seneca rótum og Raw Furs
og sannfærist um að vér korgum Hæzta vérð.
THE ALBERT KERR Company, Limited
Aðal-Skrifstofa: Toronto, Ont.
Otibú; Winnipeg, Man., Edmonton, Alta, Vancouver, B. C,
KOL
Vér getum fullnægt
þörfum yðar að því er =
snertir HÖRÐ og LIN j|
KOL. Finnið oss ef §)
þér hafið eigi nú þeg- ■
ar byrgt yður upp.
Viðskifti vor gera yður ánœgða.
V Talsími Garry 2620
D. D. Wood & Sons, Ltd. 8
0FFICE og YARDS: R0SS AVI., Horni ARLINGTON STR. §
mm
IIIIHlllMini«liaiUIHIilHl&lHIIIIIHniHI!HI!IHiil!IHI!1!HmiHllinill1ll
TIL ATHUGUNAR
500 menn vantar undir eins til þess að læra aS stjörna bifreiCum
o/ gasvélum — Tractors á Hemphills Motorskölanum I Winnipeg,
Saskatoon, Edmonton, Calgary, Iæthbridge, Vancouver, B. C. og Port-
land Oregon.
Nú er herskylda 1 Canada og fjöida margir Canadamenn, sem
stjórnuöu bifreitSum og gaAractors, hafa þegar oröiö aö fara I herþjön-
ustu eöa eru þfi á förum. Nú er timi til þess fyrir yöur aö læra góöa
iön og taka eina af þeim stööum, sem þarf aö fylla og fá i laun frá
$ 80—200 um mánuðinn. — I»aÖ tekur ekki nema fáeinar vtkur fyrlr
yöur, aÖ læra þessar atvinnugreinar og stööurnar biöa yðar, sem vél-
fræðingar, bifreiöastjörar, og vélméistarar á skipum.
Námið stendur yflr í 6 vikur., Verkfæri frí. Og atvlnnuskrlf-
stofa vor annast um aö tryggja yður stööurnar aö enduðu námt.
SláiÖ ekki á frest heldur byrjið undir eins. Veröskrá send ökeypls.
Komiö til skólaútibfls þess, sem næst yður er.
Ilemplulls Motor Scliools, 220 Pacific Ave, Wlnnipeg.
ötibú I Beglna, Saskatoon. Edmonton, Lethbridge, Calgary, Vancouver,
B. C. <?g Portland Oregon.
Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við
þá eða þau félög sem auglýsa í blaðinu
Mrs.Sigurlín Sigurðsson
Silver Bay, Man.
Dáin 15. sept. 1917,
Móðir, kona, hússixis hjarta
helguð trausti, voxi og dygð,
frá þér kærleiks brosið bjarta
breiðir Ijós á þraut og hrygð,
þú ex*t Mknar lindin tæra,
lxfsins blóma dögg og sðl,
þitt er eðli æ að næra
alt sem þráir lið og skjól.
pví er lífið þrungið harmi
þig nær reira dauðans bönd
engin vefur börn að baxrni
blítt, sem fyr þín mjúka hönd.
ó, þú móður ástin bjarta
alt hjá þinni sól er húm,
guð 1 þínu göfga hjarta
geislar ytfir tíð og rúm.
Munarljúfa, mæta kona
minna daga gleðiraust,
Markið allra æðstu vona
andans þróttur hvöt og traust,
þú vaxist Mfs míns sigur saga
sönn í hverri raun og þraut,
eldur hjartans instu slaga
yfir fama stunda braut.
Eins og forðum fljóðið merka
frægt sem prýddi Bergþórshvol,
áttir þú til orðs og verka
andans dygðir, trygð og þol,
beittur vilji, hlýja höndin,
hugans bjarta sjón og mál,
ksýtti hjartans helgu ixöndin
halin yfir glys og tál.
Heit að þxnu hljóða leiði
hjartans falla þakkaxtfár,
unnið starf á stunda skeiði
statfar geislum liðin ár,
kostaríka víf þú valdir
veruleikans sönnu braut,
sem í gegnum ár og aldir
æðstu sigurlaunin hlaut.
Eg, og -bömin bljúg í anda
beygjum kné að þinni gröf,
þú ert brott tii ljóssins landa
lífs vors hæsta sigurgjöf.
Sálin lifir, dygðin drotnar,
dýrð'og friður stiila lag,
þegar húmsins bylgja brotnar
býður þú oss góðan dag.
f nafni ekkjmannsins Mr. G.
Sigurðssonar og barna hinnar
látnu.
M. Markússon.