Lögberg - 16.01.1919, Blaðsíða 4
«
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
16. JJANÚAR 1919
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Pre**, Ltd.,jCor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TAtiSIMI: GARKY 416 og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
Lltanáskrift til blaðsin*:
Tt)E 801UMBIA PRESS, Itd., Box 3172, Winnlpeg, Man-
Utanáskrift ritstjórana:
EDITOR LOCBERO, Box 3172 Winnipeg, H[&n.
VERÐ BLAÐSINS: »2.00 um áriS.
iiuminii
Samheldni.
Öllum heilvita mönnum liefir ví«st skilist, að
lífsspursinál var fyrir os® að halda vel saman —
stefna sem einn maður að settu marki á meðan
á stríðinu stóð. Mönnum hefir víst skilist, að
þjóð, sem í stríði er sundurlaus og ósamtaka, er
eins og herfylking sem hefir riðlast og óvinirn-
ir geta vaðið í gegnum og strádrepið. En það
er ekki einungis í sambandi við stríð, að sam-
heldnin er nauðsvnleg. Hún er nauðsynlegt
þroskaskilyrði hjá liverri þjóð og hverju félagi.
En þótt «að stríðið sé búið, þá er síður en
svo að afleiðingar þess séu búnar — góðar og
vondar. Og það er aðeins með samheldni, að
vér fáuni notið þeirra góðu, að vér fáum varð-
veitt þær og flutt þær út í lífið, til þess að það
\-erði bjartara, hreinna og fegur'ra. Og það er
aðeins með samlieldni að vér fáum varist þeim
vondu.
Eitt af þeim hinum afskaplegustu afleiðing
um af þessu stríði, er alda sú, sem nefnd er
Bolshevism, s«em lagt hefir Eússland í rústir, og
er að leitast við að ná yfirráðum á Þýzkalandi
og víðár.
En því er alda þessi afskapleg og hættuleg?
Af því að hún stjórnast af æðisfullum tilfinn-
ingum án fyrirhyggju, og kemur algjörlega í
bága við mannfélagsskiimlagið eins og það nú er
Vér segjum ekki að ekkert nýtilegt sé í þessari
kenningu, en vér segjum «að enn sem komið er,
þá nýtur það sín ekki, og það sem langmest ber
á í sambandi við hana, er Ijótleikinn. Og það
hlýtur svo að vera, þrí valdið í höndum þess
fólks, sem minst tækifæri hefir haft til fullkomn-
unar, getur ekki verið öðruvísi en ófullkomið —
getur ekki orðið betra en fólkið er, þegar það
veitir því móttöku. En það getur orðið verra
og hættulegra í höndum þess fóiks, heldur en það
er í byrjun, eins og raunin hefir á orðið á Rúss-
landi og allstaðar, þar sem þessi kenning hefir
náð sér niðri, sem heldur er ekki að furða, því
breytingin, sem henni fylgir, er afarmikil.
Eignarréttur allra manna er skafinn burtu
á svipstundu, og eignir allar af mönnum teknar,
og þeir menn, sem hafa sótt fram á ýmsum svæð-
um verklegra eða menningarlegra framkvæmda,
standa uppi jafn ómögulegir og hjálparlausir og
þeir, sem aldrei'hafa getað séð fótum sínum for-
ráð — aðalhugsjónin að taka á augabragði alt
frá þeim, sem eitthvað hafa, og gefa þeim, sem
ekbert eiga. Þetta getur nú ef til vill gengið
um tíma — á meðan að verið er að eta upp efni
þeirra, sem eitthvað áttu. — En svo þegar að
þau eru búin — þegar allir eru orðnir efnalegir
vesalingar og hungrið fer að kreppa að mönn-
um, þá kemur hnefarétturinn og tekur það sem
til er.
Einn stóri gallinn á þessu Bolsheviki fyrir-
komulagi er það, að leiðtogar þeirrar kenning-
ar hafa frá byrjun lagt sig í bleyti til þess að
finna ráð til að ná þeim efnum, sem aðrir eiga,
en aldréi til þess að framleiða sjálfir, og eru
þess vegna ómögulegir til þess. — En þar sem
engin framleiðsla er, þar getur heldur engin vel-
rnegun verið.
Hér er því um stórkostlega andlega mein-
semd að ræða, ekki einungis á Eússlandi, heldur
hefir hún barið að dyrum hjá flestum þjóðum,
eða réttara sagt, er að berja að dyrum hjá flest-
um þjóðum. Og allstaðar er hún innhýst —
allstaðar eru menn andlega sjúkir — menn, sem
finnst þeir vera afskiftir — og eru óánægðir
með lífskjör sín, og eru reiðubúnir til þess að
taka hvaða meðul «sem þeim býðst til að ná sér
niðri á þeim, sem þeim finst að sitji yfir hlut
sínnm. — Menn, sem vanalegast eru innfluttir,
urðu að yfirgefa feðralönd sín sökum þess, að
viðfangsefni lífsins reyndust þeim þar of erfið,
feiluðu í heimalandinu, eða urðu að hröklast
þaðan sökum siðferðislegra skipbrota; en þrátt
fyrir það álíta sig sjálfkjörna leiðtoga og mál-
svara annara, hvar svo sem þeir eru niðurkomn-
ir og tækifæri gefst. Og geta slíkir menn oft
verið hæftulegir, ef að samheldni þeirra manna,
sem með ró og festu skoða hlutina og bera vel-
ferðarmsíl þjóðfélaganna fyrir brjósti, ekki
Vama þeim að eitra hugsunarháttinn o«g spilla
innbyrðisfriðnum.
Bretar hafa nú svarað málaleitunum
Bolsheviki-hugsjónarinnar á Bretlandi svo á-
kveðið og skýrt, að engum getur dulist. Sam-
heldnin þar svo mikil, að allir þeir, sem henni
voru hlyntir, eða á sér höfðu látið heyra, að þeir
vildu gefa henni undir fótinn, féllu í valinn við
kosningarnar nýafstöðnu. í Bandaríkjunum á
þessa stefna heklur ekki griðland, samheldnin
og festan þar of mikil til ]>ess að gjöreyðendur
þessir nái þar að festa rætur, svo að nokkru
muni.
En hvað er um Canada? Hér stendur
dáMtið öðruvísi á. Þjóðin hér er yngri, og fest-
an því pkki eins mikil og hjá Bretum og Banda-
ríkjamönnum. Á meðal vor em margir útlend-
ingar, sem láta ef til vill meira stjómast af
hugsunarhætti heimalandsins, heldur en af
hugsunarhætti hér inufæddra manna. Og f jöldi
þeirra «er einmitt frá- þeim löndum, þar sem
Bolshevisminn geysar nú sem mest. Þannig
eru hér í Caiiada 63,784 Eússar og 70,000 Aust-
urríkismenn ásamt fjölda af Þjóðverjum, Búlg-
urum og mönnum af slavneskum stofni, sem
flestir era að meiru eða minúa leyti snortnir af
þessum Bo^lsheviki-kenningum. Yér höfum því
hina fylstu ástæðu til að athuga grandgæfilega
afstöðu vora í þessu máli og gjöra o«ss ljósa
hættuna, sem einnig hér getur verið á ferðinni,
ef að þeir, sem heilir eru af þessari andlegn far-
aldsýki, ekki halda saman og í horfinu.
Á þessum vanda- og hættutímum eiga Vest-
ur-lslendingar ;að sýna sig staðfasta og stóra,
halda sem allra bezt saman og gjöra allar æsing-
ar og æsingamenn útlæga úr sínum félagsskap.
Theodor Roosevelt.
“VíSa eru vöríSur reistar
á vegum þessa sögulands,
úr fornöldinni fljúga neistar
frarataksins og hraustleikans."
Þannig kveður Grímur Thomsen um sögu-
landið fræga —< Island. — En þetta getur líka
átt við um fleiri lönd —og um fleiri menn held-
ur en íslendinga hina fornu. Það getur átt við
alla menn, sem standa upp úr hafi sinnar samtíð
ar —sem eru andlegir merkisberar samtíðar og
framtíðarinnar. Og það getur, finst oss, eink-
ar vel átt við hiuri afar einkennilega og merki-
lega mann, Theodore Eoosevelt, «sem nú er fyrir
skömmu dóinn.
“Það er ilt að hugsa sér að rödd Theodors
Eoosevelts sé þögnuð, og að hönd hans hreyfi
pennan efcki framar. Er það áreiðanlega svo ? ’ ’
Þannig spyr eitt blað við fráfall hans. Að vísu
er Roosevelt horfinn að sýnilegum návistum við
/ oss —en rödd 'hans er ekki þögnuð, «hún hljómar
í eyrum vorum með þeim styrkleika, sem hann
einn gat gefið henni; hún þrengir sér inn í lfff
vort og sál vora, með «því sahnleiksafli, sem hann
eínn átti. Neistaflugið frá þeirri sál leikur enn
alt í kringum oss; og frá þeirri andlegu stærð,
frá þeirri vörðu, siem reist var á vegj hinnar
amerísiku þjóðar, eiga neistarnir eftir að lýsa á
leiðum hennar um ókomnar aldir.
Theodor Roosevelt var ólíkur flestum ef
ekki öllum sínum samtíðarmönnum — ákveðnari
í öllum málum og stefnufastari en flestir sam-
tíðarmenn sínir; verkahringurinn stór — við-
fangsefnin mörg og vffðtæfk, sem náðu ekki ein-
ungis til félagsbræðra hans — til þjóðar hans —.
heldur og til allra manna þar sem ensk tunga er
töluð «og víðar. Það virtist eins og að rödd
hans ryddi sér braut — léti til sín heyra hvar
svo sem að menn stóðu ráðþrota, eða voru í
vanda staddir með sín mannfélagsmál. Og alt
af virtist hann geta sagt það s«em við átti. Og
enginn af samtíðarmönnum hans gat flutt mál
sitt með slíku afli, sem hann, né hrært strengi
hjartna tilheyrenda sinna betur en hann.
Mótstöðumaður var Eoosevelt óvæginn.
Það var ekkert til sem kom honum til að slá af
kröfum málstaðar þess, sem hann áleit réttan,
og alt, sem á móti þeim stríddi, Var í augum
hans falskenning og átti engan rétt á sér. Hann
var óvæginn í orðum við mótstöðumenn s«ína, og
sagði þeim miskunnarlaust til syndanna. En
svo var hann hreinn og einlægur, að jafnvel þeir
sem hann átti í höggi við — þeir, sem fengu að
kenna á hinu beitta sverði anda hans — elskuðu
kann og virtu, svo að líkindum hefir enginn
maður náð jafnmiklum vinsældum hjá þjóð
þeirri, er hann ól, að undanteknum þeim George
Washington og Abraham Lincofn. — Þeir virtu
hann og elskuðu líka sem mútstöðumann, því
hann barðist ekki aðeins sem hetja, heldur og
líka æfinlega sem maður.
Þegar að stríðið brauzt út 1914, gjörðist
Eoosevelt undireins talsmaður sambands-
manna. Það duldist honum ekki, hvert stefndi
í þeim málum —honum duldist ekki, að lýðfrels-
inu í heiminum var hætta búin, svo framarlega
að hervaldið þýzka næði yfirráðum — duldist
það ekki, að frelsishugsjónum þjóðarinnar hans,
Bandaríkjaþjóðarinnar — hugsjónum, sem sú
þjóð hafði’ lagt svo mikið í sölumar fyrir, og
sem að hann elskaði — væru í jafnmikilli hættu
staddar og frelsishugsjónir þeirra þjóða, sem á
var ráðist. 0g liann tók með öllu sínu þreki,
öllu sínu andans afli, að telja kjark í þjóð sína
og hvetja hana til framgöngu og þátttöku í því
réttláta stríði, til þess að verja frelsishugsjónir
sínar og annara; og hvað mikinn þátt.að Theo-
dor Eoosevelt á í þeim glæsilega sigri, sem hinn
réttláti málsstaður hefir nú unnið, vitum vér
ekki. En um hitt eram vér sannfærðir, að þeg-
ar saga þeirra manna, sem mest og bezt lögðu
sig fram til þess að málstaður frelsis og mann- «
réttinda ynni sigur, þá verður nafn Roo«sevelt3
þar.
Tbeodor Roosevelt var fæddur í borginni
New York 27. október 1858. Hann var af hol-
lenzkum ættum, sonur Theodors og Mörthu
Eoosvelts.
Faðir Roosevelts, sem var leirvörukaup-
maður, var ættaður úr Norðurríkjum Bandaríkj
anna. En móðir hans, Martha, var ættuð úr
Suðurríkjunum. Ilann ólst upp á heimili for-'
cldra sinna, sem var í 20. götu að austanverðu
við Broadvay í Nev York. 1 æsku var hann
Veikburða, og hefði enginn maður haldið þá, að
hann ætti eftir að verða eins mikil stærð í lífi
þjóðar sinnar og heimsþjóðanna, og raun varð
á. Þau sýstkyn voru fjögur og fengu öll gott
uppeldi, því foreldrar þeirra vora efnuð.
Bkólamentun sína fékk Roosevelt þar í borg
inni aðallega og útskrifaðist í .lögum, en hann
lagði þá atvinnu samt aldrei fyrir sig, heldur
tók að gefa sig við stjóramálum; var kosinn á
fvlkisþingið í Nev York 1882, þá 24 ára gamall,
og lét strax mikið til sín taka; og« árið 1884 var
hann formaður sendinefndar frá Nev York rík-
inu á Eepublica-þingið í Ohicago. •
Eftir það lét hann stjórnmálin eiga sig í 2
ár; en fór til Norður-Dakota og keypti þar bú-
jörð stóra og nautahjörð, meðfram á þeirri, er
Missouri hin minni kallast, og eyddi þar tíman-
nm ýmist við gripasmölun eða skriftir.
Arið 1886 fór hann aftur til Nev York og sótti
þá um' borgarstjóraembættið undir merkjum
Republicana, en tapaði; en árið 1889 var hann
settur af forseta Bandaríkjanna, Harrison, í
stjórn-þjónustunefnd, en -sagði af sér því em-
bætti 1895, til þess að taka að sér að verða um-
sjónarmaður lögreglunnar í Nev York, og vakti
framkoma hans í því embætti svo mikla eftir-
tekt, að McKinley forseti gjörði hann að undir-
hermálaritara árið 1897. Árið 1898 brauzt
spánska stríðið út; sagði þá Roosevelt af sér em-
bættinu, myndaði herdeild á meðal nautahirða
vestur frá í fylkjum Bandaríkjanna og fór í
stríðið. Árið 1899 var hann kosinn borgar-
stjóri 'í Nev York, og sýndu hans miklu hæfileik-
ar sig til bóta í þeirra stöðu. 1 forsetakosning-
unum 1900 var- hann kosinn varaforseti. En
áður en Congfessinn kom saman 1901 var Mc
Kinley forseti myrtur «og tók Eoosevelt þá við
forsetaemtettinu. Aftur sótti hann um forseta-
embættið 1904, og var þá kosinn með fleiri at-
kvæðum, en nokkurt annað forsetaefni hafði áð-
ur fengið, þá aðeins 46 ára, yngstur allra þeirra
manna, er það virðulega embætti höfðu skipað
hjá þeirri þjóð.
Þjóðernishugleiðingar.
“Svo traust viS ísland mig tengja bönd,
ei trúrri binda son viS móSur.
/ St£T. Th.
Sólarljóðaskáldið yfirlætislausa, Steingrím-
ur Thorsteinsson, v«ar einn þeirra manna, er
glæddi og styrkti iþjóðernismeðvitund íslend-
inga stórkostlega með ritsmáðum sínum, frum-
sömdum og þýddum. — Óbrotin fegurð íslenzkr-
ar tungu einkendi alt, er hann reit. Meistara-
þýðing hans á Þúsund og einni nóttí munu vást
flestir fullorðnir Vestur-lslendingar kannast
við. Þýðingarnar á Andersens æfintýrunum
eru vitanlega mörgum einnig kunnar, en líkleg-
ast því miður eigi eins mörgum og vera ætti. —
Slíkar bækur ættu að vera á hver ju einasta heim
ili. — Þótt æfintýr þessi séu að vísu eigi frum-
samin á íslenzku, þá eru þau engu að síður
í íslenzka hátíðaskrúðanum hahs Steingríms,
þannig úr garði gjörð, að fátt vitúih vér betur
fallið til þess, að glæða með í hjörtum vestur-
íslenzkra ungmenna ást og aðdáun á fegurð og
tign íslenzkrar tungu. — Islenzkir foreldrar í
Vesturheimi ættu ekki að láta hjá líða, að kenna
börnum sínum að lesa og skilja rétt Andersens
æfintýrin. Ekkert bam mun lesa svo æfintýrið
“Litla stúlkan með eldspíturnar”, að eigi hitni
því um hjartaræturnar. Viðkvæmni og göfug-
léiki efnisins, ásamt ljúfasta samræmi máls og
forms, gjörir þetta litla æfintýr að svo ljómandi
perlu, að áhrifin hljóta að brenna sig inn í hugs-
ana- og framkvæmdalíf lesandans — gjöra hann
að meiri og betri manni. — Slíkt hið sama ættu
auðvitað allar bækpr að gjöra, — >en þær eru því
miður ekki allar góðar — ekki allar skrifaðar í
þeim tilgangi að fegra og styrkja framsóknar-
viðdeitni mannsandans, heldur sýnisf í alt of
mörgurn tilfellum alveg hið gagnstæða eiga sér
stað. —
Eins og ástatt er hér á meðal vor Vestur-
Islendinga nú um þessar mundir—þegar verið er
að bindast samtökum um nýja þjóðernislega
vakning á meðal vorra tvístruðu bræðra og
svstra, víðsvegar um þetta mikla meginland, þá
veltur á miklu hvernig grundvöllurinn er lagð-
ur. — Hið fyrsta og allra nauðsynlegasta, sem
gjöra þarf í þessu sambandi, er það, að' innræta
ungmennum vorum virðingu fyrir íslenzku þjóð-
emi, tungunni, sögunni, íslenzkum ljóðum, ís-
lenzkri li-st og öllu því fegursta í eðli og ætt þjóð-
ar vorrar.
Ganga má að því sem- vísu, að eitthvað
kunni menn að greina á, að því er snertir aðferð
ina við útbreiðslustarfsemi vora í þjóðernisátt-
ina. En því viljum vér trúa í lengstu lög, að
um merg málsins sé í raun og veru flestir sam-
mála og geti með góðri samvizku tekið undir
með Steingrími og sungið: “Svo trútt við ís-
land mig tengja bönd”.
En til þess nú að þessi nýja þjóðernisvakn-
• ing, eða vakningartilraun, verði meira en fall-
egur draumur, og að ekki lendi við orðin tóm,
þá ríður lífið á að verða samtaka.
Hvað ætti líka að verða því til fyrirstöðu?
Við erum ekki að aðhafast neitt Ijótþ þótt
' vér á drengilegan hátt bindumst samtökum úm
að varðveita í lengstu lög þjóðerni vort, — mál
og sögu þeirrar þjóðar, er framleitt hefir slíkar
ágætis bókmentir, að frægustu og -djúpsamstu rit
liöfundár víðsvegar um heim, hafa skipað þeim á
bekk með því óbrotgjarnasta, er ritað var á gull-
aldartímabili Grikkja og Rómverja. —
Vér höfum ákveðið að halda við þjóðerni
voru, eins lengi og þess er nokkur kostur, sökum
þess að vér erum sannfærðir um að vér ejgum
þar kjörgripi svo dýrmæta, að örðugt verði að
eignast aðra jafn góða, hvað þá heldur betri, ef
oss henti það slys að missa þeirra.
Vér þurfum ekki að falla fyrir neiun þjóð-
ernislegan ætternisstapa, ef vér aðeins verðum t
samtaka í þjóðernisviðleitni vorri, og trúum á
málstað vora. '
Þjóðernisviðleitnin, eins og vitanlega öll
önnur menningarviðleitni vor í þessu nýja fóst-
urlandi, verður að sjálfsögðu að byggjast á
ræktarsemi til Canada. — Um það þarf heldur
ekki að efast.
Vér trúum ,því eindregið að vér verðum,
með því að varðveita tungu vora og þjóðerni,
andlega sterkari menn og líklegri til þess að
geta lyft þyngri Grettistökum kjörþjóð vorri til
sæmdar og gagns.
Þjóðemi vort hefir verndast til þes-sa dags
í bókmentunum.
Sparsemi mótar manngildið
Nafnkunnur vinnuveitandi sagði fyrir skömmu:
“Beztu mennirnir, er vinna fyrir oss I dag, eru þeir,
sem spara peninga reglulega.
Binbeitt stefnufesta, og heilbrigSur metnaður lýsir
sér í öllum störfum þeirra.
peir eru mennirnir, sem stöðugt hækka i tigninni, og
þeir eiga sjaldnast á hættu að missa vinnuna, þótt atvinnu-
deyfð komi meö köflum.” .
Notre Dame Branch—W. 31. IIAMTIjTON, Manager.
Seikirk Branch—F. J. MANNING, Manager.
THE DOMINION BAMK
THE R0YAL BANK 0F CANADA
HöfuSstöll löggiltur $25.000,000
Varasjóður........................
Forseti ...
Vara-forseti
Aðal-ráðsmaður
Höfuðstóll greiddur $14.000,000
....,..$15,500,000
Sir HDBERT S. HOI.T
E. Ij. PEASE
C. E NEHjIi
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga viC elnstakllnga
eBa félög og sanngjarnlr skilmáiar veittir. Avlsanir seldar til hvaCa
staBar sem er á fslandl. Sérstakur gaumur gefinn sparirjöBsinniögum,
sem byrja má meB 1 dollar. Rentur lagBar viB á hverlum 6 mínutum.
WINNIPEG (West End) BRANCHES
Cor. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager
Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager
Cor. Portage & Sherbrook R. Li. J’aterson, Manager
m
Frá því bezta í bókmentum vorum, hlýtur
þjóðernisvakuingin að koma. — Það næst bezta
kemur ekki að hálfu haldi.
Ef að þjóðernisviðleitni vor á ekki að lenda
á blindskeri, þá megum vér til með að kenna öll-
um ungmennum vornm fegurstu gullaldarljóð
þjóðar vorrar — ekkert nema þau fegunstu. —
Vér þekkjum mörg ungmenni af þjóðflokki vor-
nm, fædd í þessu landi, sem hafa brennandi á-
huga á þjóðernismálinu, og heita því óskiftu
fylgi- i
Oss, sem alin vorum á ísíandi, ætti í raun
og veru ekki að þurfa að hvetja!
M«argt hafa góðskáld vor faigurt sagt um á-
gæti íslenzkrar tungu. En um leið og vér slá-
um botninn í þessar hugieiðingar, getum vér
ekki stilt oss um að taka npp vísu eftir lárviðar-
skáldið Matthías Jochnmsson um tunguna.
‘ ‘ Tungan geymir í tffmans straumi
trú og vonir landsins sona,
dauðastunnr og dýpstu raunir,
darraðarljóð frá elztu þjóðum,
heiftar eim og ástar-hríma,
örlaga hljóm og refsidóma,
land og stund í lifandi myndum,
ljóði vffgð hún geymir í sjóði”.
Bændaþingið.
Hið árlega þing bænda var sett
í Brandon, Man., í vikunni sem
leið. Á fyrsta fundinum var
rætt um búpening og ýmislegt í
sambandi við Ihann.
Ryrsta málið, sem var tekið
þar til urnræðu, var fóður handa
gripum, og innleiddi W. C. Mc
Killician þær umræður- Hélt
hann því fram, að enn sem komið
væri gjörðu bændur ekki nóg að
því, að rækta maís til fóðurs.
Fyrst og fremst væri mais með
allra helztu fóðurtegundum, sem
þektar væru, og ff öðru lagi gæti
það verið spamaður mjög mikill,
þvff hann hélt þVí fram að óþarft
væri að hvíla land, sem ekki væri
því óhreinna, eða þar sem jarð-
vegurinn væri ekki of sendinn —
heldur gáeti þessi mais-rækt kom-
ið í staðinn. Hún hvíldi landið
og endumærði það, en gæf i í aðna
hönd næglegt til þess að borga
íyrir vinnukostnaðinn.
f sambandi við þessa maisrækt
hélt hann þv!í fram, að sjálísagt
væri að geyima maiisinn í Silo;
enda væri reymslan sú, að Silage
— eða mais-fóður það, sem í Silo
er geymt, reynist mikið betur til
eldis beldur en það gjörir, þegar
það væri þurkað. Og þeirri stað-
hæfing sinni til sönnunar sagði
hann, að tilraun hefði verið gjörð
á fyrirmyndarbúi stjómarinnar,
s«em að hann væri viðriðinn; að
tvö naut hef ðu verið tekin og al-
in, annað á mais, sem þurkaður
hefði verið, ihitt á Silo-mais; og
niðurstaðan varð.sú, að á meðan
að naut það, sem þurra maisinn
fékk, þyngdist um 260 pund, þá
þyngdist það, sem Silo-maisinn
fékk, um 340.
Umræður urðu nokkrar um
þetta, og um það, hvaða tegund
fóðurs væru beztar, og sýndist
þar dálítið sitt hverjum, eins og
gengur. E,n að þeim umræðum
loknum, flutti búnaðarskólast j óri
Reynolds, frá Manitoba, snjalt
og vandað erindi um endurreisnar
tímabilið, og hvemig að bændur
ættu að mæta því. Og birtum
vér hér útdrátt úr þeirri ræðu.
“f samibandi við CaUada verður
þeþta hugtak um viðreisn eða
endurreisn ekki misskilið. Við
verðum að búa oss undir að mæta
breyttum kringumstæðum í sam-
bandi við hina miklu þjóðskuld
vora t. d.; og þeir menn, sem kvik
fjárrækt stund'a, ættu að gjöra
sér þær «kringum«sitæður ljósar og
taka þátt í þeim. Ekki samt sem
bændur, er sérstaklega stunda
kvikfjárrækt, heldur sem borg-
arar. Canada þarfnast ekki end-
urreisnar við í sama skilningi og
Belgía, Frakkland og' Serbía —
framfarirnar vor á meðal hafa
farið hægt á liðnum árum, sumar
jafiwel staðið í stað; og vér mun-
um enn finna, að vér verðum að
byrja á hlutunum eins og þeir
voru 1914, iþegar stríðið byrjaði,
með máske ýmisum nýjum kröf-
um, sem við bætast; að yrkja
landið, sem er óunnið og f jölga
nautgripimí, er nauðsynlegt; en
það var nú Mka nauðsynlegt áður
en stríðið skatlil á.
pað nauðsynlegasta.
Gripaibændur gjöra skyMu sffna
í því, að byggja upp Canada, ef
að þeir mæta þremur brýnum
kröfum, sem fyrir hendi eru.
Fyrst að hjálpa til að byggja upp
nautgripastofninn í Evrópu, sem
hefir ge«n«gið svo mjög til þurðar,
Annað, að halda við, að minsta
kosti, stofninum heima fyrir. Og
í þriðja lagi, bæta hann. Ef að
bíða á eftir einstaklingnum, til
þess að endurreisa stofninn í Ev-
rópu, þá tekur það langan tíma.
Og ef bffða á eftir því að hann
vaxi upp á vanalegan hátt, þá get
ur maður ekki gjört sér von um,
að það verði mikil sala í Evrópu
fyrir nautpening frá Ameríku.
En ef að stjómimar taka þetta
mál að sér — stjómir hinna sér-
stöku ilandá, sem hlut eiga að
máli, hver þeirra út af fyrir sig,
, eða allar í «sam«einingu, vérður
stofhinn endurbættur, eða öllu
heldur bætt við stofninn eins
•fljótt og umt er, með því að kaupa
nautgripi af hreinu kyni í Norð-
ur-Ameríku. Og eg þykist vera
viss um, að það verði mikil sala
fyrir nautgripi frá Norður-Ame-
rfku, af þeirri tegund, í Evrópu á
næstkomandi árum.
Sú eftirsókn—og það verð, sem
henni fylgir —hlýtur að hafa það
í för með sér, að bændur sjá þörf-
ina á því, að þeirra eigin naut-
gripum fækki eikki; en það verði
afgangurinn — viðkoman, eða
sem henni svarar — sem selt
verður.
pað er óhætt að fullyrða, að ef
ekki verður mikil eftirspum frá
Evrépu eftir búfénaðarafurðum
héðan, á næstkomandi tveimur
árum, þá verður það ekki af því
að Evrópa þurfi þeirra ekki með.
Ef vér fáum ekki gott verð fyrir
útsendar vörur, þá verður það af
því, að vér höfum ekki vörumar
til, eða þá að við getum ekki kom-
ið þeim frá okkur, sökum skorts
á flutningstækjum. Eða að sam-
bönd vor við Evrópu verða ófull-
komin; að millimenn komist á
milli vor og kaupendanna, sem að
taka allan ágóðann- Um eftir-
spumina þurfum vér ekki að ótt-
ast. Aðalatriðið er að tryggja
heilbrigt samband á milli seljend-
anna lí Canada og kaupendanna í
Evrópu.
Nautgriparækt hér ff Canada
hófir verið miklum breytingum
háð, einkum þó í isambandi við þá
nautgripi, sem menn ala upp til
sölu. Og eiga þær aðallega rót
sína að rekja til þess, hve óviss
og óreglullegur markaður hefir
verið fyrir þá. EbM sökum
vinnu.fólkseklu eða framleiðélu-
kostnaðar, því það er meira af
mjólkurkúm, í fylknu — «sem þó
eru kostnaðarmestar, og fer alt-
i