Lögberg - 23.01.1919, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.01.1919, Blaðsíða 3
JuÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JANÚAR 1919 8 Mercy Merrick Eftir VILKIE COLLNIS. saga virtist svo einkennileg, að yfirvöldin álitu hana sprottna af sinnisveiki. En saimt sem áð- ur — við nákvæmarirannsokn reyndist allmikið af henni satt. Frönsku mennirnir, sem særðust um sama ieyti, fundust; enginn þeirra hafði séð hjúkrun- aristúlku í svörtum klæðnaði með rauðan kross á öxlinni. Sú eina lifandi stúlka, isem þar var, var xmg ensk stúlka í grárri ferðayfirhöfn, er tafðist þar við landamærin, og var hjálpað heim á leið afenskum fregnritara.” “Þiað var Graoe,” sagði lafðin. “Og fregnritarinn var eg,” sagði Horace, sem hafði hlýtt á vin sinn með nákvæmni. “Ennlþá fáein orð,” sagði Júlfan, “og þér munuð skilja hvers vegna eg liagnýtti mér góð- mensku og eftirtekt yðar. ” ' Hann tók bréf upp úr vasa sínum, sem hann hafið fengið frá enska konsúlnum í þýzka bæn- um, og las endirinn af því “í stað þess að fara sjálfur á sjúkrahúsið, sagði eg skriflega frá því, ihvemig tilraun mín að finna hina horfnu hjúkrunarstúlku hefði mis- 'hepnast. Um tíma heyrði eg ekkert um hina veiku stúlku, sem eg held áfram að kalla Mercy Merrick. Fyrst í gær fékk eg aftur boð um að finna sjúklinginn. Hún var nú orðin svo frísk, að hún mátti' yfirgefa sjúkrhúsið, og gaf í skyn íið áform sitt væri að fara til Englands. Yfir- læknirinn hafði þess vegna sent boð eftir mér. Það var ómögulegt að tef ja ferð hennar vegna mismundandi skoðana læknanna um sjúkdóminn, Alt, sem hún gat gjört, var aðgefa mér nauðsyn- legar bendingar, og fela mér svo málið í hendur. Þegar eg sá hana næst var hún daufleg og þögul. Hún duldi það ekki, að það væri að kenna skeyt- Ingarleysi mínu, að eg gat ekki fundið hjúkraxl- arstúlkuna. Að mínu leyti hafði eg enga heim- Ild til að teppa för ‘hennar. Eg spurði hana að- eins hvort hún hefði næga peninga til ferðarinn- ar, o>g sagði hún mér að sjúkraíhúspresturinn hefði opinberað hina yfirgefnu stöðu sína fyrir biæjarbúum, og að ensku f jölskjddurnar, sem þar ættu heima,hefðu skotið saman dálítilli upphæð lianda sér, sem gjörði benni mögulegt að komast til' föðurlands síns. Þegar eg spurði hana hvort hún ætti vini á Englandi, svaraði hún: ‘ ‘ Eg á einn vin, som er meira virði en mikill fjöldi — það er lafði Janet Roy. ’ ’ Þér getið ímyndað yð- ur hve hissa eg varð að heyra þetta. Eg áleit þýðingarlaust að spyrja hana um fleira, hvem- ig hún þekti frænku yðar, ihvort hún byggist við íienni o. s. frv. Undir þessum kringum'stæðum hefi eg, þar eð eg veit fyllilega að eg má treysta yðar isamhygð með þeim ógæfusömu, eftir ná- kvæma umihugsun, ásett mér að veita þessari vesalings stúlku nokkra vernd þegar hún kemur til London, með því að léta hana færa yður þetta bréf. Þér fáið sjálfur að heyra, hvað hún hefir að segja, og þér getið betur en eg dæmt um það, hvort hún stendur í nokkru sambandi við lafði Roy. Eg hefi aðeins einni upplýsingu við að bæta, áður en eg enda þetta langa hréf. Eins og eg sagði, forðaðist eg að spyrja um nafn hennar í fyrsta siktfti sem eg sá hana. Þegar eg fann hana í annað sinn, ásetti eg mér að spyrja hana mn það.” “Þegar JúHan las þessi orð, varð hann var við að frænka hans hreyfði isig. Hún hafði stað- ið upp, gengið að baki hanis og ætlaði sjálf að lesa bréf konsúlsins yfir öxl hans. Júl'ían sá þetta nógu snemma til að geta l'agt hendi sína ofan á tvær síðustu línurnar. “Því geiúrðu þett^?” sagði lafðin önug. ‘ ‘ Yður er velkomið að lesa endirinn á bréf- inu, lafði Janet,” sagðiJúlían. “En áður en þér gjörið (það, verð eg að búa yður undir óvænt at- riði. Leyfið mér því að lesa endirinn, meðan þér horfið á mig, þangað til eg tek hendina ofan af tveim síðustu orðunum í bréfi vinar míns. ’ ’ Svo lais hann áfram: ‘ ‘ Eg horfði í augu stúlkunnar og sagði við Iiana: ‘ ‘ Þegar 'þér komuð hingað, neituðuð þér að það væri yðar nafn, sem fötin eru merkt með. En ef þér heitið ekki Mercy Merrick, hvað hfeit- ið þér þá?” Hún svaraði ihiklaust: “Nafn mitt er-------” Júlían lýfti hendinni af bréfinu. Lafði Janet sá tvö næstu orðin, hrökk við og rak upp undrunaróp, sem kom Horace til að stökkva upp af sitólnum. “Segðu mér það,” hrópaðivhann. “Hvað nefndi hún sig?” Júlían svaraði: ‘ ‘ Grace Roseberry. ’ ’ Það var sem Horace hefði orðið fyrir eld- ingu, og horfði ráðaleysislega á lafði Janet. Þegar hann var búinn að ná sér ögn, sagði 'hann við Júlían: “ Er þetta spaug ? Sé svo, þá finn eg ekkert skemtilegt við það. ’ ’ Júlían svaraði um leið og hann benti á hinar þétt skrifuðu línur bréfsins: “Maður, sem skrifar jafn langt bréf og þetta, skrifar í fullri alvöru. Stúlkunni var full alvara þegar hún sagðist heita Graoe Roseberry, og þegar hún fór frá Mannbeim, fór hún beina ieið til Englands, í því skyni eingöngu að finna lfifði Janet Roy. Svo sneri hann sér að frænku sinni og sagði: ‘ ‘ Þér isáuð mig hrökkva við, þegar eg heyrði yður í fyrsta sinn nefna nafnið ungrú Rose- lærry. Nú vitið þér hvers vegna. ’ ’ Svo sneri hann sér aftur að Horace og sagði: “Þér heyrðuð mig seg’ja að þér, sem vænt- anlegnr eiginmaður ungfrú Roseberry, mynduð yilja hlusta á samtal okkar lafði Janet. Nú vit- ið þér hvers vegna.” ‘ ‘ Þessi stúlka hlýtur að vera brjáluð, ’ ’ sagði •afði Janet. “En það er að sönnu mjög ein- kennileg tegund af brjálsemi. Yið verðum, að minsta kosti fyrst um sinn, að halda þessu leyndu fyrir Grace. ’ ’ ‘ ‘ Það er sýnilegt, að Graoe, í sínu núverandi heilbrigðisástandi, má ekkert vita um þetta,” sagði Horace. “Það væri bezt að segja þjón- unum að hleypa henni ekki inn, ef hún skyldi koma.” “Það skal strax verða gjört,” sagði lafðin. “En mig furðar það, Júlían — gjörðu svo vel að hringja bjöllunni — að þú í bréfiþínu segist bera áhuga fyrir þessari stúlku.” Júlían svaraði, án þess að hringja: ‘ ‘ Eg ber nú meiri áhyggju fyrir henni en áð- ur, þegar eg veit að ungfrú Roiseberry er gestur í yðar eigin liúsi.” “Þú hefir ávalt verið undarlegur í skoðun- um þínum,” sagði lafðin. “En hvers vegna hringir þú ekki?” “Af góðri ástæðu, kæra frænka. Eg vil ó- gjarnaii heyra yður skipa þjónunum að loka dvr- unum fyrir þessari vinalausu stúlku. ’ ’ Lafði Janet leit á hann þeim augum, sem sögðu að hún áliti hann beita heldur mikilli þrjózku við sig, og sagði: “Þú ætlast víst ekki til, að eg veiti þessari stúlku viðtökuf ” ‘ ‘ Eg vona að þér kynokið yður ekki við því,’ svaraði Júlían rólegur. “Eg var ekki heima þegar hún kom til mín. Eg verð að heyra, hvað hún hefir að segja, — og eg vil helzt heyra það í nærveru yðar. Þegar eg fékk svarbréfið yðar, þar sem þér leyfðuð að hún væri kynt yður, skrif t aði eg henni og bað liana að koma hingað. ’ ’ Lafði Janet leit upp í loftið o gspurði: ‘ ‘ Nær veitist mér sá heiður að taka á móti lafðinni?” “1 dag,” svaraði Júlían. ‘ ‘ Á hvaða tíma ? ’ ’ Júlían leit rólegur á úrið sitt. “Það eru nú liðnar tíu mínútur síðan hún átti að vera hér, ’ ’ Á sama augnabliki kom þjónn inn og rétti Júlían nafnmiða. “StúLkan óskar.að tala við yður, herra.” “Það er hún,” sagði Júlían rólegur. Lafði Janet leit á nafnmiðann og sagði gremjulega: “Ungfrú Roseberry! Það er prentað á nafnmiða hennar. Júlían, eg vi‘1 ekki sjá hana’. “Hvar er stúlkan núna?” spurði Júlían þjóninn. ‘ ‘ 1 morgunverðarherberginu, herra. ’ ’ “Láttu hana vera þar kyrra, og bíð þú fyr- ir utan þangað til þú heyrir í bjöllunni. ’ ’ Þjónninn fór og Júlían sneri sér að frænku sinni: , “FyriWefið mér að eg gef þjónunum skip- anir í nærvérti yðar, en mér er það áríðandi, að þér takið engin vanhugsuð áform. Við verðum að heyra hvað þessi stúlka hefir að segja.” Horaoe var á annari skoðun, og sagði með ákafa; ‘*Það er móðgun gegn Grace, að hlusta á orð hennar.” “t>að er mín skoðun líka,” sagði lafði Janet. “Það er ekki áform mitt að kasta neinum skugga á ungfrú Roseberry, eða að flækja henni inn í iþetta málefni.” Svo sneri hann sér að frænku sinni: “Eins og þér máske munið, minnist konsúll- inn á það í brófi sínu, að læknarnir höfðu mis- munandi skoðanir um sálarheilbrigði hennar.” “Með öðrum orðum sagt,” sagði lafði Jan- et, “að það er brjáluð manneskja í mínu húsi, sem ætlast er til að eg veiti móttöku. ’ ’ “Við skulum engar öfgar nota,” sagði Júl- ian. “Ef hún þjáist af veikri sál, spyrjið yður þá livort rétt sé að flegja henni út í heiminn, án þess að útvega henni viðeigandi samastað.” Lafði Janet varð að viðurkenna sannleik- ann í þessum orðum. Hún flutti sig til á stólnum og sagði: “Þetta er sannleikur, Júlían. Álítið þér ' það ekki líka, Horaoe?” “Það get eg ekki viðurkent,” sVaraði hann. Júlían sagði: , “ Við höfum öll þrjú áhuga á því að komast að réttri niðurstöðu í (þessu efni. Eg vil benda yður á það, lafði Janet, að nú er bezta tækifærið, ungfrú Roseberry er ekki heima. Ef við notum ekki tækifærið nú, hver veit nema einhverjar ó- geðslegar tilviljanir komi fyrir næstu dagana.” “Látum stúlkuna koma inn,” sagði lafði Janet. “En strax, Júlían — áður en Graee kemur aftur. Máske þú viljir hringja núna?” Nú hringdi Júlían. “Má eg skipa þjóninum?” spurði hann. ‘ Skipaðu honum hvað sem þú vilt, en láttu l>etta taka enda eins fljótt og mögulegt er,” sagði lafðin, stóð upp og fór að ganga um gólf til að jafna sig. Horace bjóst til að fara. “Þér farið líklega ekki?” sagði lafðin. ‘ ‘ Eg sé enga ástæðu til að vera hér, ’ ’ sagði hann önugur. “En ef eg vil að þér séuð hér?” ‘ ‘ Það er annað mál — þá verð eg náttúr- lega, en eg verð samt að minna yður á það, að eg er á annari skoðun en Júlían. Að mínu áliti 1 liefir þessi stúlka engar réttmætar kröfur til okkar. ’ ’ Nú reiddist Júlían í fyrsta skifti. “Allar stúlkur hafa kröfur til okkar,Hor- ace,” sagði liann hörkulega. “Maður má ekki vera of tilfinningarlaus.” Út af þessum mismunandi skoðunum höfðu þau ósjálfrátt nálgast livert annað, og sneru nú baki að bókblöðudyrunum. Þau heyrðu nú ofurlítinn hávaða á bak við sig og sneru sér við. Fyrir innan dyrnar stóð lítil stúlka, klædd dökkum fátæklegum fötum. Hún Ivfti blæjunni og sýndi sorgþrungið, fölt og magUrt andlit. Ennið var lágt en breitt; óvanalega langt á milli augnanna; en að hinu leytinn var andlitið lag- legt; í góðum holdum hefði andlit þetta verið fallegt. Litla, magra stúlkan stóð kyr við dyrnar. Hinar þrjár persónur stóðu í sömu sporum og horfðu á hana. Enda iþótt þau þektu alla siði félagslífsins, voru þau í þetta sinn ögn feimin, sem þau höfðu aldrei verið síðan þau voru börn. Hafði þessi sanna Grace Roceberry vakið hjá þeim nokkurn efa um þá stúlku, sem stolið hafði nafni hennar og stöðu? Nei, al'ls ekki. Lafði Janet fékk strax Óþokka á þessari stúlku, og hins sama fundu þeir til, Horaoe og J úlían. Það var eins og grunur um yfirvofandi ógæfu hefði komið inn með henni. Algjörð þögn var í herberginu um nokkrar mínútur. Rödd hinnar ókunnu — hörð skír og róleg — rauf þögnina. Hún leit spyrjandi á mennina um leið og jhún sagði: “Herra Júlían Gray?” Júlían nálgaðist hana. ‘ ‘ Mér þykir leitt að eg var ekki heima, þeg- ar þér komuð með bréf konsúlsins til mín,” sagði hann. “Viljið þér ekki fá yður sæti?” Til þess að gefa fyrirmynd, settist lafði J anet, en Horace stóð við hlið hennar. “Eg neyðist til að hlusta á þessa stúlku,” liugsaði gamla konan, “en eg þarf ekki að tala við hana. Það verður Júlían að gjöra.” “Viljið þér ekki setjast?” sagði Júlían aft- ur. Horfandi á húsmóðurina spurði hún: “Er þetfa hifði Janet Roy?” Júlían sagð\ svo vera og vék til bliðar til að vita hvað nú kæmi. Ókunna stúlkan gekk nú til lafðinnar. Öll framkoma hennar, síðan hún kom inn, benti hæ- versklega á það, að ihún bjóst við góðri móttöku. ‘ ‘ Síðustu orðin sem faðir minn sagði við mig á banabeði sínum,” sagði liún, “voru, frú, að eg mætti búast við vingjarnlegri móttöku og verad hjá yður. ’ ’ Lafði Janet svaraði engu. Hlustaði á hana með nákvæmri eftirtekt og beið eftir meiru Grace Roseberiy hopaði á hæl, ekki kjark- laus, en hún fann sig auðmýkta, “Hafði faðir minn rangt fyrir sér?” spurði hún með þeim tiguleik og röggsemd, sem kom lafði Janet til að hætta við þögnina. Hún spurði kuldalega: “Hver var faðir yðar?” Grace Roseberry svaraði hissa: “Hefir þjónninn ekki fengið yður nafn- spjald mitt?” “Hvert af nöfnum yðar?” ‘ ‘ Eg skil yður ekki. ” “Þá skal eg tala ljósara. Þér spurðuð hvort eg þekti ekki nafn yðar. Nú spyr eg við hvaða nafn þér eigið. Á nafnmiða yðar stóð: “Grace Roseberry”, en á fatnaði yðar, þegar þér láuð á sjúkrahúsinu, stóð: Mercy Merrick”. Nú kom hálfgjörður ráðaleysissvipur á Grace. Svo leit hún bænaraugum til Júlans, og sagði: ‘ ‘ Konsúilinn, vinur yðar, hefir líklega get- ið þess í bréfi sínu með hvaða nafni föt mín voru merkt?” “Konsúllinn hefir skrifað mér um alt, sem þér hafið sagt honum, ’ ’ svaraði Júlían vingjarn- lega. “En ef eg rná ráðleggja yður, þá ættuð þér með yðar eigin orðum að segja lafði Janet sögu yðar. ’ ’ Fremur óviljug, en iþó með kurteisi, sagði Grace við lafði Janet: “Fatnaðurinn, sem þér mintust á, var eign annarar stúlku. Regnið streymdi niður, þegar hermennirnir hindruðu ferð mína við landamær- in. Bg var búin að vera á ferðinni marga klukkutíma, svo föt mín voru gegniblaut. Föt- in, sem vom merkt “Mercy Merrick”, léði Mercy Merrick mér sjálf, meðan hún hengdi mín til þerris í eldhúsinu. Eg var í fötum hennar þegar eg varð fyrir sprengikúlunni, og í sömu fötunum var eg borin meðvitundarlaus burt, eftir að búið var að skera mig upp.” Lafði Janet hlustaði á hana — en það var líka alt. Hún sneri sér að Horace og sagði háðslega: ‘ ‘ Hún hef ir svar sitt tilbúið. ’ ’ Horace svaraði á sama hátt: “Það er of vel frá því gengið.” Grace leit til þeirra og roðnaði. Sagði svo tiguleg og róleg: “Á eg að skilja af þessu að þér trúið mér ekki?” Til þess að stilla til friðar greip Júlían fram í: “Lafði Janet spurði yður áðan, hver faðir yðar væri, ’ ’ sagði. hann. ‘ ‘ Faðir minn var hinn framliðái Roseberry ofursti. ’ ’ Lafðin leit gremjulega til Horaoe og sagði: ‘ ‘ Mig furðar hve örugg hún er. ’ ’ Júlían greip aftur fram í áður en frænka hams gat sagt meira. “Eg bið yður að leyfa okkur að lieyra hvað hún hefir að segja.” Ilann sneri sér nú að Grace og sagði vin- gjarnlega: “Getið þér gefið okkur nokkura sönnun fyrir því, að þér séuð dóttir Roseberry ?” “Sönnun! Eru ekki orð mín nóg?” sagði hún hörkiilega. Með sömu rólegu röddinni sagði Júlían: “Afsakið, en þér gætið þess ekki, að þetta er í fyrsta isinni, sean þér og lafði Janet sjáist. Reynið að setja yður í hennar stað. Hvernig getur hún vitað að þér séuð dóttir hins fram- liðna ofursta Roseberry ?” Grace laut niður og settist. Svipur lienn- ar lýsti bæði gremju og ráóaleysi. “ Ó, ef eg hefði bréfin, sem stolið var frá mér.” ✓ Overkuð skinnvara [ Húðir, Ull, Seneca-rætur Sendið alt til vor. Þér getið átt von á réttu og hæsta verði og fljótri borgun. Skrifið eftir verðlista. B. 281 LEVINSON & BROS. -3 Alexande Ave. - WINNIPEG R S.Robinson Stofnsett 1883 *tlbú: Saottle, Wuh., EOnonton, Alta. Lo Pu, Man. Konora, ínt U. S. A. Gæror Ull Kaaplr oo oolor Höfottotúll__$250,000.0° Soneoa RAW FURS $ 1.60 1.20 12.00 No. 1 Afar-stór $22.00 No. Fín Ulfa 1 Afar-st6r 20.00 Vanaleg: Ulfa rættr N,o. 1 Stor Vetrar Rotta No. 1 Stór Haust Rotta No. 1 Afar-8tór Svört Mlnk Smærrl og lakari tegunAir hlutfallalegra lægri. _____ BíttitS ekki meöan eftirspurn er mlkil. SENDID BEINT TIL mtrtOBm NEAD 0FFICE 197 BUPERT ST., WINNIPEG Jl Frosin NautshúS .15 150—152 Puifio Avo. Eaot Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín Beztu Meðmæli. Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann- gjamt. Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra eru í ólagi. Dr. C. C. JEFFREY, „Hinn varfærni tannlæknir" Cor. Lo^an Ave. oé Main Street, Winnipeé TIL ATHUGUNAR 500 menn vantar undir eins til þess aS læra atS stiðrna blfreiCum og gasvélum — Tractors á Hemphills Motorskólanum í Winnipeg. Saskatoon, Edmdnton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port- land Oregon. Nú er herskylda I Canada og fjölda margir Canadamenn. sem stjórnuSu bifreiðum og gas-tractors, hafa þegar orBiB aS fara I herþjön- ustu eSa eru þá á förum. Nö er tlmi til þess fyrir ySur aS læra góSa iSn og taka eina af þeim stöSum, sem þarf aS fylla og fá f laun frá $ 80—200 um mánuSinn. — paS tekur ekki nema fáeinar vlkur fyrtr yBur, áS læra þessar atvinnugreinar og stöSumar biBa ySar, sem vél- fræSingar, bifreiSastjórar, og vélmeistarar á skipum. NámiS stendur yfir I 6 vikur. Verkfaeri frf. Og atvinnuskrlf- stofa vor annast um aS tryggja ySur stöSuraar aS enduSu náml. SláiS ekki á frest heldur byrJiB undir eins. VerSskrá send ókeypls. KomiS til skólaútibús þess, sem næst ySur er. Hemphills Motor Schools, 220 Pacific Ave, Winnipeg. Otibú I Begina, Saskatoon. Edmonton, Lethbridge, Calgary. Vancouver, B. C. og Portland Oregon. Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við þá eða þau félög sem auglýsa í blaðinu í toe;0 Sanitary Sóttgerlar blómgast að jafnaði hvergi betur en í samskeytum á mjólkurfötum almennings. Pað er naestum sama hve vand- lega reynt er að þvo þaer; innan lítils tíma eru þær orðnar aftur að gróðrarstöð gerla og sótt- kveikja EDDY’S INDURATED FIBREWARE MJÓLKURFÖTUR fullnægja 100 per cent af blátt áfram óforgengileg- heilbrigði, vegna þess að á þeim eru engin sam- skeyti eða fellingar. Þær eru búnar til í einu lagi, mað alveg einstakri vand- virkni. — Yfirborðið er hulið óslitandi glerungi, og þolir hvað sem er. Eddy’s mjólkurfötur eru ar. Þær geta hvorki dal- ast, sprungið né ryðgað, og engin venjuleg slys geta orðið þeim að tjóni. Þær kosta ekki meiri pen- inga, en algengar mjólkur- fötur. Þær spara heimil- inu mikið verk undireins og i framtíðinni peninga. The E. B. EDDY CO. Limited HULL, Canada Makers of the Famous Eddy Motches B4 Markaðsskýrslur. HeUdsöluverS f Winnipeg: Nýjar kartöflur 75 cent Bush. Creamery smjör 49 cent pd. HeimatilbúiS smjör 40 cent Pd. Egg send utan af landi 45 cent. Ostur 24%—26 cent. Hveiti bezta teg. S6.37% c. 98 pd. Fóðnrmjöl vlð mylnumar: Bran $31.42, Short $36.00 tonniS. Gripir: gripum 7.00—7.75 ... ___ All-góSar 6.76—7.25 — TJxar: þeir beztu 7.60—8.00 GóSlr 6.00—7.00 _ MeSal 6.00—7.00 — Graðungar: Beztu 6.80—7.00 .. _____ GóSir 15.76—6.25 - ,,, | MeSal 6.00—6.60 — Kálfar: Beztu 9.00—9.50 GóSir 7.59—8.50 __ Fé: Beztu lömb 14.75—15.00 — 13.22 100 pd. Bezta fullorSiS fé 9.oo—íi.oe diBtegund og betra$9.26—12.50 100 pd. Svfn: Kvígur: Beztu 17.60 Bezta tegund $8.00—9.00 þung 13.50 — — Beztu fóSurgriplr 7.00—7.75 — Gyltur ll.lt. MeSal tegund 6.75—6.75 Geltir 8.00 Kjt: Ung 14.00—16.00 Beztu kýr geldar 8.00—8.50 — Korn: DágóSar — góSar 7.00—7.75 — Hafrar 0.81% buah. Til niSursuSu 6.75—6.75 — Barley ni. 3 c. W. 1.05 — Fóðurgripir: — no. 4 1.00 — Bezta 9.00—10.00 — — FóSur 0.91 — Úrval úr geltum Flax v 3.65% —

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.