Lögberg - 23.01.1919, Side 6

Lögberg - 23.01.1919, Side 6
6 / . LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JANÚAR 1919 III. Stund. Eftirsókn manns og iðja. 1. " Undarlega mannlíf! Það er oft á svip- stundu sem himnaríki og helvíti skiftist um fyrir þér. 2. Þú átt í sífeldri baráttu, maður! því þú ert altaf að sækjast eftir einihverju botrar og berst á móti straumi atburðanna, en öldur lífsins skella hart á íþér, og eyða kröftum 'þínum því miður oft fyrir tímann. 3. Mjög margar ráðagjörðir hefir þú haft f rá barnæsku; ótal margar óskir hafa leitt þig til óteljandi ýmsra athafna. Og hvað liefir orðið úr öllum þ'ínum ráðagjörðum, öllum þínum óskum? 4. Oft sá þær sami dagur koma og fara; oft barstu þær með þreki og stöðuglyndi frá einu ári til annars og lézt ekki af þeim; og lohsins þegar þú hugsaðir, að þú værir kominn nærri takmarkinu, som 'þú hgifðir lengi þráð, hratt þér eitthvert smá- ahúk langt í burtu frá því. Með eftirsjá sleptir þú þeirri von, sem skemti þér svo árum skifti, en sveik þig þó á endanum. 5. Bf þú ryf jar upp fyrir }>ér hina fögru daga æsku þinnar — ó, þá var æfin önnur! Hversu langaði þigjþá til að verða stundum þetta, stundum hitt, að öðlast ýmist þetta, ýmist hitt! (>. Af þúsund hlutum, sem þú gjörðir þér þá von uin, veitist Iþér eldd einn; hvor vonin hratt annari burt; og Iþegar blómið brosti á móti þér í mestu fyMingu, blós fx*á himni hægur gustur, svo blómið fölnaði; þú litaðist um eftir ávöxtum, en sást enga. 7. Þú eltist. og tilfinningar jþínar urðu þá enn næmari og viðkvæmari; nýjar óskir kviknuðu í brjósti þínu, og nýjar ráðagjörðir konra upp í huga þínum, og alt var búið unaðsfegurð ímyndunar- aflsins. 8. Hin unga mær sökti sér niður í draumsjón ir um æfi sína, og stefndi með áhuga að miði sinna heimulegu óska. 9. Yngismaðurinn réði sér ekki fyrir fjöri og frelsi, sá veröldina og hennar dýrð blasa á móti sér, og hugsaði að hann gæti náð því öllu. 10. Samsíða hinum ungu, sem ímyndunarafl- ið gjörir svo sæla með sjálfxxm sér, gengur full- orðni maðurinn, konan og móðirin. 11. Með meiri alvörugefni og gætni ganga þau kringum frækornin, sem þau sáðu, er þúsund- um saman dóu út af, meðan þau voru að koma upp, og þúsundum saman spruttu upp til þess að*brotna út af í storrni, er minst vonum varði, áður þau náðu fullum (þroska. 12. Æ, af þeim börnum, sem þau væntu sér af mesta sóma, liggja þegar í gröfinni, þau sem þeim þótti vænst um; af vinum þeim, sem þau ætl- uðu sér að bixa að bæði vel og lengi, er helmingur- inn þegar frá þeim horfinn; af þeirri tign, velsæld og frambvæmdum, sem þau gjörðu sér vissa von um, sóst varla skugginn einn eftir. 13. Afhuga öllu fetar gamalmennið að marka- steinum æfinnar. Það gjörir það nauðugt að Hta aftur fyrir sig. 14. Hið umliðna er í augum þess blekking- anna land, hið ókomna land vonarinnar. Það lít- ur burt af jarðlxfinu og lyftir augunum í hæðir, þar sem engin blekking á sér stað. 15. Hann segir: sú var tíðin að eg hafði ljóns afl, að eg hafði jötunmóð, að eg hafði til að bera hyggindi og stálþrek — en minn bezti tilgangur fórst fyrir, og viðleitni mín hafði allan annnan á- rangxxr en eg hafði búist við. 16. Þú skoðaðir oft huga þinn um það, mað- ur! hversu lítið afdrifin samsvöruðu athöfnxim manna, og hvernig dauðlegur maður neyddist oft til að ganga annan veg, en hann sjálfur vildi. 17. Þú skalt þá vita, að það eru ekki blind forlög, sem meðvitundar- og stjórnlaust leika sér að kjörum manna. 18. Heldur er það hin æðsta speki, sem aðdá anlega stjómar liinu gjörvalla, og hinu eínstaka, kjörum lxims minsta skriðkvikindis, eins og hinnar stærstu Iþjóðar, svo að öllu sé vel borgið. Hún leiðir alt fram til fullkomnunar. 19. Maðurinn hefir ekkert á sínu valdi nema sjálfan sig, — ekki nokkuni hlut nema sjálfan sig. Jafnvel það, sem honum er næst, eins og er líkam- inn, má varla heita á valdi hans. 20. Maðurinn á einungis ráð á sjálfum sér, anda sínum. Andinn einn hefir vilja. Andinn getur ráðið sjálfum sér. Hugrenningin er á hans valdi, viljinn er á hans valdi, athöfnin er á hans va'ldi, en afleiðingar hennar em ekki á valdi hans. 21. Ilann varpar athöfn sirmi út í lífsins straum; þar verður hún að leifesopp óteljandi smá- alda, sem allar enx samtaka; og hann getur ekki gjört ráð fyrir afli þeirra né steftiu. 22. Af mörgu, sem hann xæðst í, af mörgu, sem liann vann með mestu fv*rhöfn, mestum á- huga, er hann bjóst við glæsilegustu afleiðingum af, uppsker hann langminstan árangur. 23. Aftur var margt verk, sem hann gjörði sér minstu von xtm, orsök til afleiðinga, sem hon- um höfðu sízt tii hugar komið, og var af allri al- þýðu, sem dæmir um athafnir manna eftir afleið- ingunran, en ekki eftir tilganginum, talið honum til mikils ágætis, eða tif mikillar minkunnar. 24. Þamnig er það sitthvað maðurinn og vilji hanis, eða athöfn hans og afleiðingar hennar. Réði hann fyrir athöfnupi sínum, eins og hann ræður yfir vilja sínum, þá væri hann eins og guð. 25. En það lifir einn guð, ©em öllu ræður í kringum þig. Hann stjórnar kringumstæðum, at- burðum, kjörum; þú .sem ert svo skamsýixn, hefst að eins og blindur maður um aragrúa viðburðí anna, og veizt ekkert hver afdrifin verða. 26. Afdrifin gjöra ekki athöfn þína góða, heldur hefir hún alt sitt ágæti af vilja þínum og góða tilgangi; að öðru leyti getur enginn dauðleg- ur maður og jafnvel ekki sjálfur þú ábyrgzt þér hana. 27. Viljinn einn, sem þú áformar með athafn ir þínar, er Iþinn ábyrgðarhluti; alt annað, sem af þeim leiðir, er handleiðsla og stjórn forsjónar- innar. 28. A'lt er komið undir blessun hennar. Hún sýnir sig ekki einxmgis þá, er hún fær óskir þínar, heldur einnig þegar hún fær þær ekki. 29. Sé tilgangur þinn hreinn, og hafir þú hugsað þig um hlutinn, einis og þú hefir bezt vit á — þg farðu og framkvæmdu! 30. Ekkert illviðri getur grandað hinu góða sæðinu. Engin heilög hugrenning er ávaxtarlaus; ekkert orð, sem talað er fyrir sannleika og réttlæti, þýtur framhjá árangursláust; sérhvert frækorn, sem þú sáir út á akra dygðarinnar, ber ávöxt. 31. Þú munt sjá þá á degi uppskeninnar, og binda þá úr þeim kórónu dýrðarinnar um höfuð þér. Grace Darling. Það var á Ferne eyjunum snemma morguns í septembermánuði. Veðrir hafði verið afar-vont um nóttina og sjórinn var úfinn og ægilegur. Vita- vörðurinn og dóttir hans, Graee, vox*u nýkomin á fætur, og í gegnum dimmuna, sem smátt og smátt var nú að greiðast sundur fyrir birtu dagsins, sáu þau skip, sem um nó'ttina í ofveðrinu hafði rek- ist á kletta, sem istóðu upp úr sjónum með fram ströndinni, en sem skipverjar höfðu ekki séð sök- um myrkursins sem á var, og þó að þeir hefðu séð þá hefðu þeir ekki getað sneitt fram hjá þeim sök- um ofveðursins. Þegar skipið rakst í klettana brotnaði það í miðju og sökk afturhluti þess í sjóinn, en framhluti þess hékk enn á klettunum og þeir af mönnunum, sem lifandi voru hengu í í’eiðanum, en það var auðséð að þeir mundu ekki halda það út lengi, því bæði voru þeir dauðþreytt- ir svo þeir gátu ekki haldið sér mikið lengur, svo skullu öldurnar með feiknaafli á skipflakinu, og yfir og var auðsjáan'legt að jþær mundu bera það með sérþegar minist varði af klettunum, og sökkva niður í hafið. Skyldi nokkur mögulegleiki vera á að bjarga þessum sjómönnum aðframkomnum ogþjökuðum? Hús vitavarðarinis stóð á einni af þessum eyjum. Graoe hafði ekki komið dúr á auga alla þessa nótt, stonnurinn hafði lamið húsið utan svo það nötraði, og sjórinn hafði velt sér upp að ströndinni með feikna gný, og þegar hann skall á bergvarðri ströndinni dnxndi undir isem af mörg- um fallbyssum væri skotið. Graoe var dóttir vita- varðarins, hún var fædd þarna í eynni, og hafði verið þar frá því fyrst að hún mundi eftir sér, og í gegnum viðurrokurnar og brimgnýinn um nótt- jina hafði hún af og til heyrt neyðarköll sjómann- anna, og þegar dagaði sá hún strandið hér um bil eina mílu enska í burtu frá eyjunni og hún sá mennina halda sér dauðahaldi í reiða skipsins á milli þess að ólögin skullu á skipinu og huldu það, og mennina. “Við verðum að reyna að hjálpa þeim, látum opkur setja fram björgunarbátinn undireins”, mætli Graoe við föður sinn. “Það er þýðingarlaust, Grace”, mælti faðir hennar, “við bomximst aldrei til þeirra.” Hann var margreyndur sjómaður og vissi að sjórinn, þeg$r að hann var í slíkum hamförum var ekkert leikfang. Við getum ekki beðið hér og horft á mennina devja”, svaraði Graoe, “við verðum að minsta kosti að gjöra tilraun til að bjarga þeim.” Faðir hennar gat varla neitaðþví, að það væri skylda þeirra að reyna. 'Svo þau bjuggu sig í snatri, gengú niður að ströndinni og hnindu á flot björgunarbátnum. Graoe settist undir aðra árina en faðir kenar undir hina og reru alt sem þau gátu í átjtina til strandsins. En það var eins og þau ætl- uðu aldrei að kornast alla leið. Litli báturinn jþeirra var eirus og fis á öldurótinu, stundum upp á háum ölduhryggjum og stundum eins og ofan í djúpum dölum. En á endanum komust þau samt út undir skipsflakið, en þá mættu þeim mestu erfið leikarnir og hætturnar. A klettunum, sem þar stóðu upp úr sjónum og skipið hafði strandað, brotnuðu öldurnar og steyptu sér hvítfextar og með æðandi afli alt í kringum skipsflakið. Lengi, lengi voru þau Grace og faðir hennar að reyna að komast að sikipinu án þess að lenda i því óskaplega öldufióði, sem að sjálflsögðu hefði tekið litla bátinn þeirra og molað hann í spón á klettunum, en að lokum kom ltag svo þau gátu lagt bátnum við hlið skipsins. Faðir hennar klifraði upp á þilfar skipsins, náði mönnunum, einum og einum í senn og lét þá siga í snæri niður í bátinn, sem Grace varði sjóum og hélt föstum við skips- hliðina. Loks vonx allir skipsbrotsmennimir komnir í bátinn og faðir hennar líka, settust þau þá aftur undir árar og léttu ekki rýðrinum unz landi var náð. Sjómennirnir voru færðir heim í hús vita- varðarins og þar sýndi Graoe að hún gat verið eins mjúkhent og hugsunarsöm hjúkrunarkona og hún var hugrökk að bjarga, og hún hjúkraði mönnum þessum og annaðist þá þartil þeir voru alir heilir heilsu of færir til heimferðar.. Þetta skeði fyrir löngu, löngu síðan. Grace. er dáin fyrir mörgum árum og hxxn hvíiir á strönd- inni ekki langt frá því sem að heimili hennar var. — En hún er ekki gleymd — hún gleymiist aldrei — Á sumi’hi fer f jöldi af fólki út til eyjarimxar til þess að sjá gröf Grace Darling. — Þar er ekki að sjá stóran kirkjugarð með mörgum og dýnim minn ismerkjum — heldur eina gröf, á henni hefir veríð reistur lítill minnisvarði, sem þó minnir á kær- leiksverk konunnar sem þar hvílir og sem gjörði hana fræga. Það er steinn með mynd af konu, sem hvílir í sínu hinsta leguxúmi og heldur á ár í hægri hendi. Gimsteinarnir hennar Cornelíu. Morgun einn í Rómaborg, fyrir mörg hundr- uð ámmsíðan, stóðu tveir bræður í sumarhúsi lag- lega gjörðu að inman, en að utan vafði vínviðurinn sig upp með veggjum þess. Garðurinn sem það stóð í var stór og fagmr mfcð blómareitum, fögrum trjám og stígum sem lágu xxm hantn til og frá. Drengirnir stóðu og horfðu á móður sína, sem var að ganga ásamt vinkonu sinni í garðinum. Eftir að sveinarnir höfðu horft stundarkorn þegjandi á konurnar mælti sá yngri: “Hefurðu nobkumtíma séð eins fallega konu og þessa vin- konu móður 'þinnar ? Það er eins og hún væri drottningin sjálf.” “Hún er samt ekki eins fallieg og hún móðir obkar”, mætli eldri driengurinn. “Hún er að vísu fagurlega klxedd, það er satt, en hún er ekki eins göfugmannleg, og ékki eins góðleg og hún rnóðir okkar. Nei, það er móðir okkar sem er eins og drottning.” “Það er satt”, mælti sá yngri, “það er engin kona í Róm, sem er eins drottningarleg og hxxn móðir okbar.” Þegar að bræðuniir höfðu slitið samtalinu kom móðir þeirra til þeirra til þess að tala við þá. hún var hóflega klædd — að eins í óbrotnum, en þokíbalegum livítum kirtli, fmtur hennar og hand- leggir voru berir að sið Rómverja, og ekkert bar hún gnllstáss, sem þá var siður. Það eina útvort- isskraut, sem hún bar var hár fagurt og mikið, sem vanalega hébk í fléttum, en sem hún hafði nú gert upp í hnút aftan til á höfði sér. I>egar að hún kom ti drengjanna brosti hún til þeirraog blíða og viðkvæmni stafaði úr augxxm hennar. “Dreng- ir, eg ætla að segja jlkkur nokkuð”, mælti hún. Drengirnir hneigðu si'g, eins og var siður allra ungmena á þeim dögum í Rómaborg þá er yfir- boðarar þeirra yrtu á þá og mæltu: ‘‘ Hvað er það sem þú ætlar að segja okkur, móðir?” “Þið eigið að borða með Okkur í garðinum í dag, og að lokinni máltíð ætlar vinkona okkar að sýna okkur gimsteina kassann sinn, sem þið hafið heyrt talað um.” Dyengirnir litu hálf feimnir á vinkon móður þeirra,\sem þar stóð hjá þeim. Var það mögu’legt að hún ætti fleiri hringi en hún hafði á höndum sér, eða að hún ætti fleiri gimsteina heldur en að glitruðu á hálsi hennar? Þegar að máltíðinni var lokið, opnaði gestur- inn gimsteinaíbassann og drengirair urðu alveg ' hissa — fengu næstum ofbirtu í augun. Þar voru langar perlufestar hvítar sem mjöll og mjúkar sem silki, rúbinar rauðir sem glóð, sapphires djúp-bláir, sem himininn yfir höfðum þeirra og demantar, sem blikuðu eins og stjörnur á nóttu. Lengi horfðu drenginniir á gimsteinana. þangað til að sá yngri hvíslaði að bróður sínum: “ö, að hún mamma ætti svona faltega gimsteina.” Að síðnstu var sýningu þasSari lokið og eigandinn læsti aftur gimsteinakassanum, og gekk vandlega frá honum og mælti: “Er það satt Cornelía sem að eg hefi heyrt, að þú sért fátæk og eigir hvorki gull né gimsteina?” “Nei, eg er ekki fátæk” svaraði Cornelia um ieið og hún tók báða drengina í fang sér, þrýsti þeim að hjarta sér og mælti: “Þetta eru mínir gimsteinar. Þeir eru þúsundum meira virði en alt þitt glingur. Smalinn í þokunni Það voru liðnar fjórar vikur frá fráfærunxxm, og ærnar voru orðnar spakar. Þær höfðu látið mjög illa fyrstu vikuna, en samt hafði smalann á Hóli aldrei vantað neina þeirra. Smalinn hét Sig- urður og var sonur hjónanna, sem bjuggu á Hóli. Þetta var fyrsta sumarið, sem Siggi smalaði, og var hann nú oriðnn tólf ára gamall. Sigga þótti gaman að smala, og var það mesta ánægja hans að horft á fossana, sem steyptust stall af stalli niður f jallið, og hlusta á niðinn í lækjunum, þegar þeir runnu, bláir og tærir, urn grænar og grösugar brekkxxr niður í ána. Það var fjórði sunnudagur eftir fráfærur; himininn var hulixm þunnum skýjaklæðum, en úti á firðinum sigldi þokan. Þok- an, þessi óvinur smalans, sem gjörir honum oft svo erfitt á smalaferðum hans. Þenna dag fór Siggi snemma að smala, því haxln var hræddur við þok- una. Hann gekk með hægð fram dalinn, og labb- aði Skjambi, hunduriim hans, með honum. Þokan færðist nú óðum nær og nær, og eftir litla stund var komin nið'aþoka. Siggi fór nú að verða hrædd ur um að liann findi ekki ærnar, og fór hann nú að ganga hraðar. Þegar hann kom fram í miðjan dalinn, fann hann fáeinar ær skarnt frá ánni. En það var nú efcki mikið af 50 ám. Hann sigaði nú Skjamda upp hlíðina, og eftir litla stund kom hóp- ur af ám niður hlíðina. Siggi fór að telja og sá að enn vantaði fimm ær, og það beztu mjólkurærn- ar. Hvað skyldi nú til bragðs taka ? Átti hann að leita? Já, leita vildi hann. Hann bældi svo féð og lagði af stað fram dalinn. Honum fóru nxí að detta í hug sögur, sem hann hafði heyrt, af álfa- fólki, er heillaði til sín menn í þokxx, og fór að langa til að ,snúa aftur. Holt og hæðir, sem áður voru honum svo kær, sýndust honum nú vera svo stór og hrikaleg. Hann fyltist hræðslu og kvíða; hræðslu við hinn einkennilega svip náttúrunnar, og kvíða fyrir að finna ekki ærnar. Ilann fór að hlaupa. Þegar hann hafði hlaupið um stund, fór að verða meira á brekkuna en áður, og sá hann nú að hann var kominn fram að heiðiimi, sem lá fyrir botni dalsins. Hann afréð að fara ekki lengra, og sett- ist hjá stórum steini, sem var þar x heiðinni, alveg vonlaxxs um að finna ærnar. Honum fanst hann vera svo einmana, og náttúran svo sviplaus og köld. Hann kraup nú á kné við steininn og bað Guð svo lxeitt og innilega um, að hann findi æmar sxnar. Þegar hann hafði lokið bæninni, settist hann niður. Einhver undarleg ró færðist yfir hann. Eftir stutta stund stóð hann upp, og hon- um fanst eins og nýtt fjör færðist um sig allan. ITann fór að halda heim. Þegar hann kom þang- að, sem hann hafði skilið við æmar, sá hann, sér til mikillar gleði, að ærnar, sem hann vantaði, voru komnar; en hvaðan þær komu, það vissi hann aldrei. . ”Eg sá aðeins hann“ Svo er sagt að Cýras Persakonungur hafi á herför einni hertekið höfðingja nokkum, konu hans og börn. Er þau voru leidd fram fyrir Cýr- xi s, spurði hann höfðingjann: “Hvað vilt þú gefa mér, ef eg veiti þér líf og frelsi?” “Ilelming ríkis míns,” svaraði höfðinginn. ‘Og ef eg gæfi einnig börnunum þínum frelsi?’ ‘ ‘ Alt ríki mitt. ’ ’ “En ilivað viltu þá gef mér fyrir frelsi kon- unnar?” “Sjálfan mig!” Cýrusi geðjaðist svo vel að svari þessu, að hann gaf allri fjölskyldunni frelsi án laxxsnar- gjalds. Á heim'teiðinni spurði höfðinginn konu sína, 'hvort hún hefði ekki tekið eftir því, hve fríður maður og göfugur Cýrus væri. Konan svaraði: “Eg sá aðeins hann, sem var fús til að gefa sjálfan sig sem lausnargjald fyrir frelsi mitt.” HVORT'VAR BETRA. Jens litli var að koma heim urn kveldið með nokkur fuglaegg, sem ihann liafði fundið. Mætti hann þá Maríu systur sinni, sem hafði stóran fjaðraskreyttan hatt á höfðinu. Hún sá strax hvað drengurinn hafði meðferðis og sagði við þann: “Þxx ættir að skammast þín, Jens, fyrir að taka eggin frá aumingja litlu fuglunum. Hveraig heldur [>ú að þeim verði við, þegar þeir koma heim og finna hreiðrið sitt tómt? Hefurðu athugað það?” ‘ ‘ Það er víst ekki hætt við að þei r komi heim að hreiðrinu sínu”, svaraði Jens litli, “því það er búið að skjóta þá handa þér og þú hefir vængina af þeim á höfðinu.” SANNLEIKUR OG GAMAN. Faðirinn: “Vegurinn til gæfunnar er oft langur og erfiðxir, sonur minn.” Sonurinn: ‘ ‘ Eru engir stuttir vegir til, faðir minn?” Faðirinn: “Ó, jú, drengur nxinn. Svarthol- in okkar eru full af mönnum, sem hafa reynt þá” VARLEGA FARIÐ. Þau voru á gangi saman. Stúlkan, sem var guðspekingur, sagði: “Hvað heldurðu að þú mundir segja, ef eg segði þér að eg hefði verið fædd á Egyptalandi fyrir 3000 árum síðan. “Egmundi segja að þú litir ekki út fyiir það,’ mælti maðurinn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.