Lögberg - 24.04.1919, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.04.1919, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. APRfL 1919 ö g b c r g Gefið út hvern Fimtudag af Th« C«l- umbia Pren, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSEVfí: GARRY 41« og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager btanásknft til blaðsins: THE eOLUMBIA PRES8, Ltd., Box 3172. Winnipog, N|an. Utanáakrift ritstjórana: EDITOR LOCBERG, Box 3172 Winnipog, ^an. VERÐ BLAÐSINS: »2.00 um árið. llllllllllil!li[|lllllli!lillllllllllllllliílll)WlllilllllllimHIIIIIIIIIIII Lífsgleði Eitt af því fegursta sein lífið getur veitt er lífsgleði, og fátt er }>að sem hægt er að segja mönnum eða konum meir til ihróss, lieldur en það að þau séu lífsglöð, og fátt er það, sem færir meiri yl inn í hið ikalda líf vort heldur en návist lífsglaðra manna og kvenna. i Oft höfum vér heyrt menn segja: Ó, hvað hann eða hún á gott að vera svona lífsglöð. Og svo er þar við látið sitja, án }>ess að reynt sé til að gjöra sér grein fyrir því hvernig á þess- ari lífsgleði standi, ogfíka án þess að hugsa um hve afar þýðingannikil hún er. Menn hugsa kannske ekki um það, að lífs- glaði maðurinn eða lífsglaða konan hafa þurft að leggja á sig afarmikið erfiði til þess að eignast ihana. Hugsa máske ekki um það, að þegar þeir fyrst komu auga á perlu Kfsgleð- innar, að þá hafi hún skinið á sorgar-hafsbötni og að þeir hafa orðið að kafa sjóinn t-il botns til þess að ná henni. Eitt er alveg víst, og það er að enginn mað- ur getur eignast sanna lífsgleði fyrirhafnar- laust. Og hitt er líka víst, að enginn þarf að fara á mis við hana, senx er reiðubúinn að borga verðið sem hún kostar. Svo spursmálið verður þá : Borgar það sig að vera lífsglaður maður? Og hvert er verðið ? l»að mætti alt eins spyrja livort að Vólskin náttúrunnar borgaði sig. Hvort að grösin, blómin og jurtirnar mundu skreyta grundir, dali og hlíð, ef að sólin ekki skini. Hvort fuglarnir mundu syngja eins glatt. Hvort jörðin mundi gefa eins ríkulegan ávöxt. Hvort hún mundi veita mannanna börnurn eins ríku- iega úr fofrðabúri sínu, ef sólin liætti að skína. Og sólin þarf ekki að lxætta að skína til þess að sýna og sanna o»s þetta. Það þarf ekþi annað en að ský komi á milli vor og hennar til þess að lífið verði dapurt og kaldara. Og það sem sólin er náttúrunni, það er lífs- gleðin lífinu. Mannssálin er sólin, og það er undir henni komið hvort að dimt er eða bjart, kalt eða hlýtt, bjartsýni eða bölsýni, gleði eða hrvgð. En ef að hún á að geta skinið eiils bjart og sól náttúrunnar, þegar hún skín í heiði, þá má ekkert ský vera á milli hinnar einstöku manns- sálar og iþeirra, sem hún er með í lífinu, eða réttara sem hún nær til, því ef það er, þá kólnar í lífi mannanna, eins og í náttúrunni þegar ský hylja sólina. En það sem byrgir fyrir Kfsgleði mann- anna er ekkert annað en það vonda og ljóta í fari þeirra. Þar sem ljótar hugsanir búa og ljót orð hrjóta af vörum, þar getur engin Kfs- gleði verið, hvorki hjá þeim sem yfir þeim hugsunum á að ráða, né heldur hjá þeim sem þær ixerast til. Hjá þeim sem óeinhi^gnin situr í hástóli getur heldur ekki verið um neina Kfsgleði að ræða, því hann er alfaf að svíkja lit — svíkja sjálfan sig óg aðra. — Altaf að gjöra lífið óhreinna og ljótara. Enginn sá sem með framkomu sinni í lífinu er spillaudi, getur sjálfur verið lífsglaður mað- ur, né heldur getur orðið bjartara í kringum nokkra manneskju í lífinu fyrir veru hans í því. Svo til þess að geta verið Kfsglaður irtgður þarf maður að vera hreinhjartaður maður, og til jxess að geta aukið lífsgleðina í lífinu, má ekkert af þessum illveðurs skýjuni mannlífsins grúfa yfir sál vorri, því eitt einasta þeirra getur byrgt svo fyrir lífsgleði mannsins að hún fái hvórki að lauga eða verma hans eigin huga né heldur náð til annara manna-. Og þetta er verðið: “ Látið sama lunderni búa í yður, sem var í Jesú Kristi”. Oft er }>etta erfitt, og ef til vill mönnunum ofvaxið. En það er engum manni ofvaxið að revna — það er engum manni ofvaxið að vilja. — Það er beinKnis skyilda allra manna að vilja og reyna. t)g það er nxeð lífsgleðina eins og alt annað, að það er að all rnikJu leý-ti á valdi sjálfra vor hvernig fer fyrir manni í !}jeim sök- um — hvað mikla nekt að maður vilí leggja við hana, livað mikið að maður vill gjöra á móti skapi sínu — leggja í sölurnar til þess að eignast hana og halda henni. Vestur fslendingar, þurfum vér hennar með? Þurfum vér þess að einstaklings líf vort og fólagslíf vermist og hreinsist í geislum lífs- gleðinnar — í geisilum kærleikans? Lítið yfir hið félagslega ástand vort, eins og það er nú, og athugið hversú mikið þið finnið }>ar af sannri lífsgleði. Hlustið á ræðiir inanna, pg vitið hvað mikið ' af yl þið finnið leggja frá orðum þeirra, og hvað mikil Kfsgleði lýsir sér í ræðum þeirra. Hafið þið tekið eftir því, hvað mörg ský grúfa nú um þessar mundir yfir íslenzka þjóð- arbrotinu, sem hvr í fiessu landi, og hvað menn gjöra mikið til þess að auka þau, en lítið til þess að dreifa ? Pinst mönnum ekki að tími sé kom- inn til þess að átta sig fyrir alvöru á ástandinu á meða'l vor, eins og það nú er — á ljótleikan- um, sem virðist alt ætla að gleypa, á kuldanum, sem alt vill nfsta og í ómenskunni sem er að leitast við að reka upp hausinn í hverju h-orni. Finst mönnum ekki að við ættum að fara, að leggja rækt við einhvem sóilskinsblett þar sem Kfsgleðin og Kfsfegurðin fengi að njóta sín? Nýtt lýðveldi. Að fá að lifa sínu Kfi, er tilfinningin sem nú virðist gagntaka þjóðirnar, stórar og smáar, um heim allann. Að fá að vaxa þjóðernislega, og.leggja rækt við menningþá sem þeim er skyld ust og eignlegust, að fá að þroskast án þvingun- ar og yfirráða annara. Og þessi réttur er nú viðurkendur og með honum er sú yfirsjón, sá misréttur^ eða réttara sagt óréttur, að aflið skuli hafa rétt til þess, að brjóta ttndir sig parta, stóra eða smáa, af veikari þjóðum og neyða þær til að taka upp siðmenn- ing, sem þeim er ónáttúrlegog óskyld. Þessari þrá þjóanna, að fá að lifa sínu lífi, var gefin byr undir báða vængi, með hinum fjór- tán friðarákvæðum Wilsons forseta, eða sem vanalega eru kend við hann, þó hann sé ef til vill ekki höfundur þeirra hugmynda, en sem hann hefir gefið fast form, og leggur sig nú fram til iþess, að fá viðurkendar. Eittaf þeim atrið- um sem . þar er tekið fram, eins og kunnugt er sem friðarskilyrði, er sjólfsékvarðanir hinna ýmsu mannflokka. Nú hefir fjöldi af þjóðunum fært sér þetta í nyt, og ein sú síðasta sem fram keinur og biður um sjálfstæði sitt, samkvæmt þessu skilyrði, og samkvæmt loforði sem henni var gefið fyrir tuttugu árum síðan; iþað eru Philippiu-eyja- húar. 'Þeir hafa sent fjörutíu manna nefnd til Bandaríkjastjórnarinnar og fara frarn á það, að eyjarskeggjum sé veitt fult sjálfstæði. Eins og menn muna, þá hafa Pilippiu-eyja- menn verið undir vernd Bandaríkjánna, síðan að stríðið stóð á milli Spánverja og þeirra, 1898 var eyjarskeggjum þá heitið, að Iþeir skildu fá að ráða sér sjálfir, þegar þeir væru komnir á það menningarstig, að líkindi væru til þess, að þeir gætu staðist í samikeppni þjóðanna. Arið 1916 var völdunum að miklu leyti slept við þá, fengu á sjálfstjóm í öllum sínum heima- málum, og'hefir þeim farist sú stjórn vel úr hendi. En Bandaríkin hafa þó staðið á bak við þá og farið með þeirra utanríkí'smál, sem hefir verið þeim ómetanlegur styrkur. En nú finst þeim, að sá tími sé kominn, að iþeir ættu að taka að sér veg og vanda af öl'lum sínuxn múlum — ættu nú að fara lifa sínu lífi — fá fulla viður- kenningu fyrir sjáfstæði sínu. Wilson forseti hefir svarað þessari beiðni Piiippiumanna, með bréfi, þar sem hann segir tiÖ sér finnist að skilyrðin sem nauðsynleg séu til þess að þetta verði veiýt, hafi að mestu verið uppfylt og stundin sé nálæg, að þessi bæn þeirra verði veitt, ef að þéir sjálfir séu áfram með það. Misjafnlega taka Bandaríkjablöðin í þetta. Sum þeirra telja samibandið, eins og það er nú, vel við unanlegt fyrir báða málsaðilja; að hætta geti verið ó því fyrir Bandaríkin að sleppa bendi sinni af eyjunum, og eyjarskeggjum, því þeir gætu verið hremdir af einhverjum öðrum. Sum þeirra eru hraxld við Japana; að þeir muni ná fótfestu á eyjunum og jafnvel ná þeim undir sig. ItJn sendinefndin kveður enga hættu á slíku vegna þess að hinir h'ersióu Japanítar, sem hafa og ráðið miklu þar í landi séu nú orðnir áhrifa- lausir, og eins muni sú tilfitming, sem hjá þeim var vakandi, og tiL var all mikib af hjá 'þjóðinni, sú að Iþeir ga'tu harist á rnóti öllum heiminum hafa fjarað út að mestu þegar að þeir sáu hvað ýmsar þjóðir gjörðu í þessu striði. — Einkum hvað Bandaríkin voru þróttmikil og fljót til framkvæmda eftir að þau fóru í stríðið. Nefnd- in segir að um 700 Japanítar séu búsettir á eyj- um á móti um 10,000,000 Philippinos. Söngmeistarinn Caruso. Láttu. þér ekki detta í hug, að þú verðið nokkurntíma verulegur söngvari,” sagði ítalsk- ur sönglkennari fyrir réttum aldarfjórðungi við Enrieo Caruso, sem nú er alment talinn einn binn frægasti og fullkomnasiti tenorsöngvari samtíðarinnar. Þessi fyrsti kennari Caruso’s þótti allvel að sér í list sinni, og \'oru ummæli hans því tekin til nokkurra greina þar í bygðar- laginu. — Hann bætti því seinna við, að í raun og veru væri það ekkert annað en hlægilegasta fiarstæða fyrir piltunga eins og þenna Caruso, að vera að burðast við söngnám. Svona er nú dómgreindin istundum skrítin. — En þrátt fyrir hrakspárnar liefir Enrico Caruso farið hverja sigurförina á fætur annari um víða veröld og unnið það tignarsæti í ríki sönglistarinnar, er að eins fá skipað “þeir fáu útvöldu.” Caruso er í þenna heim borinn árið 1874 í borginni Naples á ttalíu. Fjönugt sönglíf var í borg þeirri nnv þær mundir, og voru menn vanir að segja, að tæpast mundi vera þar sá strák- hnokki, að eigi gæti hann sungið, þótt fáitt gæti annað, er til nokkurs væri nýtt. — Var það venju legast Mutverk sóknarprestsins, að grenslast eftir sönghæfileikum drengjanna, og fó þá til þess “að koma í flokkinn” ef þeir þóttu því vaxnir. Og Caraso var einn þeirra, sem í flokk- inn komst. En ekki var fvrir laununum að gangast, frekar en títt er, þegar um slíkan starfa er að ræða — ef til vill takmarkalaust Jof frá þeim, sem minsta höfðu ])ekkingun,a, en afskiftaleysisþögnina fró hinum. — Þó tóbst honum að vinna sér inn nokkra skild- inga með því að syngja við baðstöðvamar í Naiples, þar sem ávalt var hinn mesti fiöíldi gesta. Þar hitti hann ungan bary- tone-söngvara, er um það leyti var að reyna að ryðja sér braut til söngfræðar og tilsagnar naut hjá kennara einuip er Gruglielmo Vergine nefnd- ist. BarytoneHSÖngvarinn fór með Carnso til kennara sínis og fékk hann til þess að reyna rödd hans. Og koinst Vergine að þeirri niðurstöðn eftir fyrsta prófið að Caruso væri með öllu óhæf ur til söngs. En barvtone-söngvarinn var ekki alveg á sömu skoðun, og hætti hann ekki fyr við, en Vergine hét því að reyna piltinn í annað sinn og fóru þá svo leikar að niðurstaðan varð alveg gagnstæð. ‘‘Gerðu þér samt ekki of góðar vonir,” sagði Vergine með kæruleysilsblæ í röddinni. ‘ ‘ Bezta iioðið, sem eg get veitt þér er það, að þú greiðir mér í kenslueyri f jórðapartinn af öllu því fé, er þú vinnur þér inn á næstu fimm órum; það verð- ur nú samt KkJegast enginn feitur af því,” hætti hann við brosandi. Caruso fanst eins og þaraa hefði ihann nú í i-aun og yeru gleypt sjöstirnið. Slík fódæma kostaboð bafði hann aldrei vogað að láta sig dreyma um, og auðvitað tók hann þeim fegins-’ hugar. Og nú eru liðin tuttugu og fiinm ár síðan að Caruso fyrst söng opinberlega í óperu einni, er L’Amico Franeeseo nefndist. Sönigleikur sá hefði að líkindum löngu gleymdur verið, ef nafn æfintýramannsins, söngmeistarans frá Naples lxefði eigi orðið við hann knýtt. — Caruso söng fjórum sinnum í leiknum, og iWaut að launum eitt hundrað franka, gljáleðursskó til þess að nota á leiksviði, þunnan álklæðnað og hálsbindi. Og víst er um það að Vergine fékk tafarlaust sína tuttugu og fimm franka. — Eftir þessa fyrstu söngtilraun, flaug hróð- ur Caruso’s út um alla Italíu, og var liann svo að segja samstundiis viðurkendur langbeztur tenorsöngvari þjóðar sinnar. Eigi leið á löngu áður en isöngfrægð hans fór að gera vart við sig í Ameríku. Og því var það, að Maurice Grau sendi utmíboðsmann sinn á fund Caruso’s, er þá var staddur í Milan og gerði honum tilboð nin að koma til New York; launin áttu að vera $200 um vikuna í 20 viikur. — öaruso þótti tilboðið all glæsilegt og jafnaði í huganum $4,000 niður í 20,000 franka, það hljómaði sannarlega ekki illa í eyra. — “Það er hreint ekki »vo afleitt”, sagði hann. “Eg iheld eg slái mér á það.” Umboðsmaðurinn kvaðst hafa mundu samn inigiiin útbúinn og undirskrifaðan áf Mr. Grau innan hálfsmánaðar. — Dagrnir liðu þannig hver af öðrUm og loks sá fimtándi líka, að hvorki heyrðiist neitt frekar frá Mr. Grau né umboðs- manni hans. Caraso só því þann kost vænstan að ganga að saanningi er honum hafði boðist frá Pétursborg. Fórust Caruso þó þannig orð: ‘ ‘ Eg hefi dregið mig of lengi eftir Mr. Grau. Eg þarf á nýjuim vetrarfrakka að hallda og svo að sjálf- sögðu fáeinum kolamolum í eldstæðið.” Rúmu misseri síðar hafði Maurice Grau heyrt 'Caraso syngja í Lundúnum, og sendi hann enn út af örkinni umboðsmann sinn Antonio Scotti til að ná tali af Caruso. Fóru þá svo leikar að samningar tókust af háifu Caruso’s við Mr. Grau. — Átti Caruso samkvæmt þeim samningi að syngja fimtíu sinnum og 'hljóta að launum $1,000 í hvert skifti, með von um árlega haJkkun. TIugTir Caruso’s hafði lengi staðið til New Y'ork, og nú sýndist istaiksteinunum rutt úr vegi, fyrirheitna landið hefjast sólroðið upp úr blá- Sæviisbungunni — landið, sem “opið stóð hverjum þeirn, sem þorði að koma og reyna”, huldulandið, sem margfaldast hafði að fegurð og fulikomnun í draumtöfrum æfintýramannsins. “Kóngur vill sigla, en byr blýtur að ráða. ” — Caruso var um þessar mundir í Lisbon bundinn samningi við Operuféílag nokkurt þar í borginni. Samningur só var svo að segja útrunninn og var söngmeist- arinn í óða önn að taka isaman pjönkur sínar og búast til Ameríkuferðarinnar. En rétt í þeirri andmnni barst honuin sú fregn að Mr. Grau. væri sjúkur, hefði orðið að hætta við óperastörf in og að samningurinn væri þar með að sjálf- sögðu úr gildi numinn. ^Nú fór að þykna í Caruso. Hann einsetti sér að komast til New York, hvað sem tautaði. Þessvegna tók hann samstundis það ráð að skrifa landa sínum einum, er búsettur var í New York og fá hann til að tala málli sínu við for- gonguimenn ópéruhallanna. Maður þessi brást vel við, fékk í lið með sér ýmsa málsmetandi ítali þar í borginni og hélt til fundar við Mr. Conried, sem þá var mestur áhrifamaður við Metropolitán, og fór þess á leit, að hann tæki að sér að fullnægja isamningi þeim, er Maurice Grau hafði gert við Caruso, en sem farið hafði snögglega út um þúfur. • Mr.^Conried kvaðst engin deili vita á þessum Caruso, en lýsti yfir því, að sjáJfur væri liann í þann veginn að leggja af stað til ItaKu og skyldi hann taka mál- ið til nánari íhugunar, er þangað kanni. Jafnskjótt og Mr. Conried kom til Domo- dossa-la ó lan-damærum Italíu og alla leið til Mil- an, gerði hann sérþað að fastri'reglu að spyrja hrautarþjóna og blaðadrengi að sömu spurn- ingunni: “Ilvaða maður er Carnso!” Svörin voru ávatt eins: “Nú er eg öldungis hissa. Þekkirðu hann ekki? Ilann er langfærasti ten- orsöngvari þjóðar vorrar, og Kklegast mesti söngmaður heimsims.” Jiúmum mánuði síðar, þegar Mr. Conried kom heim aftur til New York, gerði hann boð cftir kunningja Caruso’s þeiin er áður úár nefndur og mælti til hans á þessa leið: “Eg hefi Ókveðið að fullnægja sajmnjngnum við Car- uso, nú veit eg hver maður hann er, og nú þarf cg að eins að vita hvar hann er niðnrkominn.” Caruso var þá staddur í Ijisbon, og kunn- ingi iians sendi honum tafarlaust svoWjóðandi hraðskeyti: “Þú hefir sigrað. Samningur við Conried undirskrifaður. ’’ Caruso tók fregninni feginshugar, sem vænta mátti, og innan fárra daga var hann lagð- ur af stað -til “fyrirheitna landsins.” Á mámidagskveldið þann 23. nóvembermán- aðar órið 1903 söng Caruso í fyrsta skiftið í New York; söng hann þá “Hertogann í Rigo- letto.” Hann lagði undir sig Ban-daríkin í and- legum skilningi, á þessu eina kveldi. t New York liefir hann sungið alls 549 sinnum, og' segja blöð þaðan, að ef til. vill hafi hann áldr'ei sungið eins dásamlega, og á hinu \ < nýafstaðna tuttugu og fitom ára söngafmæli s-ínu. Caruso hefir sungið á ítölsku í þessum óperam: “Rigoletto,” “Aida,” “La Bohéme,” “L’Africaine,” “La Favorita,” “La Sonnam- buta,” “La Traviata,” “Les Huguenots,” . “Fedore,” “Adrienne Lecouvreur,” “Cavaþ Jeria Rusticana,“Pagliacci,” “L’Amore dei Tre Re,” “Un Ballo in Masdliera,” “Lodoletta” “Martha,” “L’Elisir d’Amore,” “Manon Les- caut,” “Madama Butterfily,” “La Fanciulla ^ del West,” “Lucia di Lammermoor,” “La Gio- conda,” “fl Trovatore,” “Don Giovanni,” “Germania,” “Iri-s,” “Lucrezia Borgina,” “Tosca,” “Tosca,” ‘%La Franza del Destino.” En á frönsku befir ihann sungið í óperanum : “Les Pecheurs de Perles,” “Araiide,” ‘Faus-t’ “Julien,” “Le Prophéte,” “Carmen,” “Sam- son et Dalila” og “Manon.” Minnisvarðamálið. í síðasta blaði var sá sann- leikur staðhæfður, í sambandi við byggingu minnisvarða yfir failna íslenzka herm-enn, að ekikert það gæti réttilega tali-st minnisvarði sem reist -kynni að verða lí eigingjörnum tilgangi til sérstakra hagsmuna fyrir núlif- andi kynölóð og þær sem á eftir koma. Svo sem stofnanir þær, sem nauðsynlegar eru til þess að mæta sífeldlega áfallandi þörf jim ungdóms, elli eða armæðu, og sem hvert vel skipað sveitar- félag þarf að eiga, starfrækjaog viðhalda sjólfu sér til vemdar, til uppeldis unglingum. Ellihrum um til umönnunar, sj-úkum til læ-kninga og fátækum til styrkt- ar. Slíkar stofnanir eru rétt- mætlega sjálfsagðar og stofnun þeirra og viðhald á að hvíla á gjaldþoli þjóðarinnar. En allar slíkar stofnanir eru með öllu óskyldar hinu nýafstaðna mikla stríði og eiga ekkert skylt við þa^. þetta grundvallar atriði er svo einfalt 1 eðli -slínu og svo auðskilið öllu heilbrigðu hugs- andi fólki að það æltti að vera óþarft að orðlengja um -það, og svo mikið er víist að Winnipeg fslendinguim -hefir frá iþví fyrsta skilist það. pes,s vegna hafa þeir með atkvæðagreiÓsíu á al- mennum málfundum um þetta atriði tv-ivegis játað >gig sam- þykka s-tefnu minnisvarðafélags- in-s; að rei-stur sé varði úr steini og málmi og með því auka á- kvæði að listamaðurinn íslenzki Einar Jón-sson sé fenginn til að gera hann. Við þessar atkvæðagreiðslur, sem og allar ílhuganir málsins mun það hafa legið djúpt í með- vitund landa vorra hér í borg: 1. Að það hefir jafnan á liðn- um öldum svo skoðað verið að varðar gerðir af grjóti eða málmi eða hvorttveggja þessu, væru allra ástæðna vegna það eina sem notihæft væri til þess að votta með því þá virðingu, vel-unnan og þakklætistilfmn- ingu sem velkja ætti og viðhalda í hugum ikomandi kynslóða, við- uirkenningu Iþess sem vel hefir verið í haginn búið fyrir þær. 2. Að íslenzka þjóðin hefir í þessu átt sammerlkt m-eð öðrum þjóðum. pess vegna befir fyrir löngu síðan verið reist upp á Austurvelli í Reykjavík á Is- landi myndastytta af Albert Thorvaldsen, víðfrægasta lista- manni . sem kominn er af ís- lenzkum stofni. pað var lengi eina listaverkið sem til var í landinu. petta listaverk var þar til þess reist að hver kynslóð fram af annari skuli u-m ókom- inn aldur hafa í minni þennan mdkla snilling og þá sæmd og nytsemd sem hann vann landi sínu með æfistárfi sínu. 3. pegar íslenzka þjóðin fyrir nokkrum árum tókst í fang með almennum samskotum austan hafs og vestan, að íheiðra minn- ingu Jóns Sigurðgsonar og halda henni sívakandi í hugum lands- ins bama um aldir fram, svo þau skyldu vi-ta um verk það -hið mikla sem hann vann landi sínu og þjóð til varanlegra hagsmuna, þá var það einróma talið rétt og sjálfsagt að gera minnisvarðann úr málmi og steini og 'það var gjört. 4. Að bygging bamahæ-lis, sem ^ýmsir telja hæfilegast til viðhalds og sæ-mdar minningu vorra föllnu hermanna, sé alls ekki og geti ekki skoðast að neinu leyti skylt minningunni um þá, af ýmsu-m ástæðum sem ekki virðist þarft að greina ná- kvæmlegar frá fyekar en þegar hefir verið gert í fyrri greinum um minnisvarðamálið. 5. Að hverskyns annað lfkn- arhæli sem reist kynni að verða sé háð sömu andmælum sem barnahælishugmyndin og að þau andmæli s.tyðjist við svo gild og

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.