Lögberg - 01.05.1919, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
1. MAÍ 1919
3
Vane og Nina
EFTIR
Charles Garvice
“Það verður að eins að íþyo það,” sagði
Mannering glaðlega. “Það jafnar sig líklega.”
Hún þvoði sárið með skjálfandi höndum.
‘ ‘ Mér — mér þykir svo vænt um að þér drápuð
hann ekki, enda þótt — enda þó eg eitt augnablik
. óskaði næstum---------en hvað þér hljótið að
vera sterkur!” stamaði hún út úr sér með lágri
rödd.
“Eg vissi ekki að þér liorfðuð á okkur”,
sagði Mannering ásakandi. “Bg sagði yður að
loka dyrunum”.
“Já, eg gerði það líka, — en eg gægðist út
um rifurnar ’ sagði hún ihóglát.
Gamli læknirinn kom nú inn í kofann.
Ilann var lotinn og veiklulegur; en á þessu
augnabliki bar á allmikilli æsingu hjá honum,
sem kom honum til að líta liraustlegar út held-
ur en tilfellið var.
“Nína, livar er hr. Mannering? En þér
eruð þá þarna”, sagði hann og leit til þeirra
undir loðnu, livítu augábrúnunum. “En, livað
er að ?” spurði hann skyndilega alhnikið óró-
legur.
Nína leit upp. “Hr. Mannering er særður,
pabbi. Skipverjarnir vi'ldu stela kassanum,
og—og—”
“Hvað Iþá? Já, það liefir enga þýðingu”,
greip hann frani í fyrir 'lienni óþolinmóður.
Lofaðu mér að komast að”.
Hann rannsakaði sárið. “Það er ekki
hættulegt. Láttu mig fá léreftsdruslu. Ríf þú
dálítið af skyrtuerminni—hverts vegna börðust
þið í raun og veru? Á þ'essum tímum, þegar
menn þurfa á öllum kröftum og geðró að halda?
Mannering og Fleming”, bætti hann við, meðan
hann með æfðum fingrum hreinsaði sárið og
batt um það, “eg hefi gert markverða uppgötv-
nn. Komdu með nál, Nína”. Hún fann örygg-
isnál og ætlaði að fá honum hana. “Nældu
henni hérna í”.
Mjúku, köldu fingurnir 'hennar, snertu
blíðlega og með meðaumkun við særða hand-
leggmlm.
“Nú er það gott. Þér verðið brátt heil-
brigður aiftur. Sá næsti. Hvað er þetta — eg
liélt eg væri í sjúkrahúsinu. Lítið þér á. Man-
nering”.
Hann sneri sér að kas'sanum, sem þau not-
uðu fyrir borð, tók upp úr vösum sínum það
sem í þeirn var og lét á hann.
“Lítið þið á þetta”, sagði liann æstur.
“Vitið þið 'hvað þetta er? Bíðið við — lokið
þið dyrunum fyrst”.
Nína lokaði dyrunum og kom svo aftur til
þeirra, um leið og hún paeð leynd leit til særða
mannsins.
“Takið þið einn þeirra og rannsakið
hann”, hvíslaði læknirinn ákafur.
Mannering tók ósjálfrátt einn af steinun-
r.m.. Hann hugsaði um sjómennina og um það,
hve lengi honum mundi takast að stjórna þeim.
“Nú”, sagði læknirinn óþolinmóður. Hann
var rauður í andliti af geðshræringu, og stórir
svitadropar sátu á lirukkótta enninu.
• “Þeir líta út eins og algengir steinar”,
sagði Mannering undrandi.
Læknirinn fnæsti mikillátllega og óþo'lin-
rnóður. “ Algengir steinar! Það er gull^ þeim
— gull, heyrið þér það. Þey!” Hann leit
kvíðandi til dyranna. “Það er gull. Við erum
rík—ríkari en nokkurt ykkar hefir hugmynd
um. Eg fann þá í dalnum milli lrálsanna í suð-
vestur liéðan. Það eru ógrynni gulls þar niður
frá, skal eg segja ykkur”.
Hann leit blóðhlaupnum augunum sínum
frá einum til annaris í æstu skapi.
FJeming og Mannering litu alvarlega 'hvor á
annan hugsandi: “Hann er brjálaður”.
“Ógrynni gulls, segi eg — óvanalega auð-
velt. að ná því. Og það er okkar eign alt saman.
Við eigum margar miljónir, máske biljónir, segi
cg ykkur. Ó, hvað hitinn er mikill”. Hann
strauk Irendinni um ennið og hné niður á sæti
við hlið borðsins. ,
Nína studdi hendinni huggandi á öxl hans.
‘ ‘ Þú ert þreyttur, pabbi, — þú þarft nú að hvíla
þig—”
‘ ‘ Hvíla mig — rugl! Þú talar eins og barn.
Þú skilur ekki hvað þetta þýðir, Nína. Okkur
er fleygt á land í ódáinsakur, og við skiftum
auðnum á milli okkar. 1 raun réttri tiTheyrir
auðurinn yður, Mannering, því án vðar liefði
enginn stigið fæti á land hér. Það er ósegjan-
lega. mikið af gulli. Munið það. Nína — eg erv
svo þyrstur. Eg ,liefi verið svo lengi úti í sól-
skininu í dag. Gefðu mér vatn — vatn”.
Hann átti erfitt með að draga andann.
Andlitið var náfölt og afmyndað. Mannering
hljóp út og sótti dólítið af vatni, og þegar gamli
maðurinn var búinn að drekka dálítið af því,
jafnaði hann sig ofurlítið.
“Farið þið nú”, sagði Nína 'lágt. “Eg
skal koma honum til að leggjast út af, og þá
getur hann máske so’fnað. Eg vona að liann
verði betri á morgun”.
Ilún rétti Mannering hendina, og þegar
hann tók hana, tautaði hún: “Góða nótt — og
innilegt þakklæti”.
“Góða, mlnnist þér ekki á það, ungfrú
Nína”, sagði ’hann.
“Haldið þér að noklcuð sé hæft í uppgötv-
an læknisins?” spurði Fleming hikandi, þegar
þeir urðu samferða til kofa síns.
Mannering ypti öxlum.
“Eg veit það ekki. Það getur vel skeð að
það sé satt. Menn finna gull á svo mörgum ein-
kennilegum stöðum. En okkur hefði verið
meira gagn að því, að hann hefði fundið bansdi-
tré — eða tré, sem hefði veitt okkur klæðnað t.
d. Gullið getum við ekki einu sinni etið ’ ’.
Fleming hóstaði voðalega.
“Það er þó satt. Mannering, þetta ætti að
vera lærdómsgrein fyrir einn af okkur, sem
eyðum lífi voru til að safna gagnslausum auð.
Eg vildi að einhverjir af miljónerum okkar
liefði orðið fyrir því sama og við”.
Hann hóstaði aftur.
“Farið þér nú inn og reynið að sofna dá-
lítið”, sagði Mannering.
“Og þér? Þér ætlið eflaust líka að hvíla
yður í nótt, Mannering?”
‘ * Og já. Eg ætla að einS að ganga um kring
fvrst”.
Fleming gekk imi í kofann og fleygði sér á
rúmið; hann var mjög þreyttur eftir æsing
binna síðustu stunda. Þegar Mannering var
viss um að félagi hans svaf, gekk liann til kofa
Vernons og lagðist niður fyrir utan dyrnar með
skambyssuna í hendi sinni.
Þó hann 'hefði afráðið að sofna ekki, hlýtur
hann að hafa fallið í mók, en vaknaði við hljóð
Nínu.
“Hr. Mannering----------pabbi”.
Hann var staðinn upp á sama augnabliki
og fylgdi lienni inn í kofann.
En hann gat ekkert gert, læknirinn var
dáinn. Æsingin yfir uppgötvaninni, sem hami
hatfði gert, rétt á eftir að hafa legið veikur af
liitaveiki, gerði enda á lífi hans með lijarta-
flogi. Ungá stúlkan stóð við hlið hins fram-
liðna með þur augu; hún lokaði tár sín inni í
hinum sorgþi’ungna liuga. Mannering gat ekk-
ert sagt, en flýtti sér að sækja Flettning.
Hann mætti honum, þegar hann kom frá
fjöruborðinu, hóstandi og álútur.
“Mannering”, sagði hann í örvilnunar-
róm, “þeir----— þeir eru farnir”.
“Hverjir?” spurði Mannering dauflega.
“Skipverjarnir — allir saman. Þeir hafa
tekið bátinn og eru farnir”.
Mannering kinkaði 'koilli dimmur á svip.
‘ ‘ Það er þeim lfkt. Fyrst báturinn er far-
inn, megum við sleppa allri von um að losna
héðan líka. Bg hefi líka slæma nýung; —
Vernon læknir er dauður. Farið þér til kofans,
Fleming; hún þarfnast yðar”.
Fleming dró andann afarhratt og gekk til
kofans án þess að segja meira.
Mannering stóð á sjávarbakkanum og
og liorfði xít á liafið. Með bátnum var þeirra
síðasta von um að losna þaðan horfin. Hann
sjáilfur, Fleming og Nína voru nú einu íbúar
þessarar eyðilegu eyju. Ilonum sýndist sjór-
inn hæðast að sér með valdi sínu — var það
ekki eins og hann tautaði: “Eg er húsbóndinn,
þií ert þrællinn. Eg hlæ að þér og öllum ])ínum
erfið'leikum; minn vilji er lög. Eg hefi fleytt
ykkur hingað til lifandi dauða. Hann verður
ekki umflúinn”.
ITve lengi hann stóð þar og starði á bár-
urnar, vissi hann ekki. Hann vaknaði aftur til
lífsins og krafa þess, þegar Fleming kom.til
hans og sagði: “Er nokkur skófla t-il, Manne-
ring?”
Mannetfing kinkaði kolli, fann skófluna, og
svo grófu þeir gröfina. Að því búnu gengu
þeir til kofans og báru dána manninn til graf-
arinnar.
Nína .fylgdi þeim niðurlút, og stóð óhreyf-
anleg á meðan Fleming framkvæmdi greftrun-
arreglurnar. ftvo gekk hún jafn niðurlút og
áður til kofans. Nú átti þessi foreldralausa
unga stúlka að eins þessa tvo menn fyrir fé-
lagsbræður.
Fleming talaði nokkur huggandi opð til
hennar, sem Qiún hlustaði á með þakklátri auð-
mýkt. Að áliðnum degi skildi hann við hana
og fann Mannering við dyrnar á kofa þeirra.
Hinn veiki, uggi prestur, var fölur og þreytu-
legur, og gat naumást talað ifyrir hósta.
“Hvernig líður henni?”'spurði Mannering.
v “Eg veit ekki vel, hvað eg á að segja.
Þetta er voðalegur viðburður fvrir liana, vesa-
lings stúilkuna. Og — Mannering — mér hefir
komið t.il hugar—að eg ætti að tala vúð yður”.
“Taliðþér”, sagði Mannering utan við sig.
Fleming settist á bólið sitt, og átti erfitt með
að draga andann.
‘ ‘ Eg verð að gera skvldu mína, góði vinur.
Læknirinn er dáinn, og eg lield að ekki líði lang-
ur tími þangað til eg fer líka”.
“Talið þér ékki þannig, maður”.
“Já, það er nú saint þannig, því ver. Eg
hefi a'ldrei verið heilsuliraustur, og alt ]>etta,
sem fyrir okkur hefir komið núna undanfarið,
hefir lamað krafta mína. Ef eg dey núna,
Mannering, — þá verðið þér og ungfrú Vernon
tvö ein eftir”.
Hann þagnaði um stund, því lióstinn ætlaði
að kæfa hann.
“Já, það er tilfellið”, sagði Mannering.
Fletning leit til hans sorgþrungnum augum.
“Einsömul — þér og hún. Mannering,
liennar vegna og vðar líka verðið þið--grun-
ar yður ekki hvað eg á við? Þið verðið að gift-
ast, góði vinur”.
Mannering starði á hann, eins og hann
gkildi ekki orð hans. Svo varð svipur hans all-
a'stur og alvarlegur.
“Gifta okkur!” sagði hann hissa.
“Já, gifta ykkur”, sagði Pleming ofur
liægt.
III. KAPITULI.
Mannering hné niður á kistu og starði
fram undan sér.
“Ilafið þér aldrei hugsað um það, — aldrei
athugað þá stöðu, sem hún verður stödd í, ef eg
skyldi deyja, og þér og hún verðið einsömul
liér?” spurði Fleming með liásri rödd.
Mannering hristi höfuðið. “Nei; yður
finst máske að eg sé sjálfselskur og eftirtekta-
laus, en —”
“Nei, nei”, greip Fleming fram í með
ákafa. Þér liafið liáft svo afarmikið að liugsa
um. Það er mesta furða að þér skylduð ekki
gefast upp fyrir löngu síðan, þegar maður hugs-
ar um alt það, sem þér hafið átt við að stríða.
En, eins og þér vitið, þá hefir engin ábyrgð hvílt
á mínum veiku herðum, svo eg hefi haft tírna til
að hugsa. Auk þessa er eg prestur, og það er
því skylda mín að hugsa um og fyrir ykkur bæði.
Það hefir búið í mér uppihaldslaust, síðan mig
fór að gruna, að læknirinn mundi deyja, og eg
.vissi líka að eg átti ekki langan tíma eftir að
lifa”.
“Eg vona þess innilega, að yður geti batn-
að ennþá”, sagði Mannering hlýlega, en Flem-
ing hristi liöfuðið.
‘ ‘ Við skulum ekki eyða tímanum til að tala
um það”,sagði hann rólegur. “Mínir dagar
eru taldir, eg finn það. Og hugsið svo um það,
hve hjálparlaust ásigkomulag ungu stúlkunnar
veður, Mannering. Við skuium íhuga það al-
varlega —”
“Það getur skeð að skip sjái merkið — log-
ann uppi á fjallinu — nær sem helst”, tautaði
Mannering.
“ Já, ef það ættti sér stað áður en eg dey,
þá væri alt í góðu lagi; en það er eins víst að það
komi ekki fyrir. Og ef hingað kæmi skip, eftir
að eg er farinn, og fyndi vkkur tvö hérna, og
tæki vkkur með sér; hvernig myndi hún þá /era
stödd? Þér vitið þetta mjög vel sem heimsmað-
ur, Mannering. Hún stæði verjulaus gagnvart
liinni opinberu skoðun, sem ávalt er tilbúin að
níða og isvívirða, hlífir engu og sýnir enga með-
aumkun.’”
“Eg veit það”, sagði Mannering lágt.
“En ef þið væruð gift, þá hefði enginn neitt
að «egja. Jatfnvel hinn versti baknagari vogaði
ekki að kasta fvrsta steininum. Þér hikið lík-
lega ekki Mannering? Hvers vegna ættuð þér
líka að gera það í raun og veru? Hún er ung,
falleg og góð — Hin blíðasta og göfugasta—”
Mannering þaut á fætur , en hné svo niður
á sætið aftur.
“Já, það er hún”, sagði hann. “En eg?
Þér þekkið mig ekki að neinu leyti. Þér stingið
upp á þvá, að þessi fallega, göfuga, unga stúlka
skuli giftast manni, sem þér vitið ekkert hvern-
ig liefir hegðað sér á liðinni æfi. Eg er fátækur.
Og eg get, ef til vill, verið slæmur maður —
úrkast-----”
Fleming' liristi höfuðið óg sagði með
áherzlu:
‘ ‘ Fátækur eruð þér máske, en þér eruð alls
ekki lítils verður maður. Þér gleymið því, að
við liöfum ávalt verið saman á allri ferðinni,
að eg liefi búið saman við yður hérna á eyjunni,
og þar af leiðandi liaft tækifæri til að kynnast
liæfileikum yðar enn betur.”
“Hjónabandið mundi ekki vera löglegt”,
sagði Mannering.
“Jú, það held eg. Eg er ekki eins fróður
mn hjónalbandslögin og eg ætti að vera, en eg
er næstum alveg sannfærður um það, samt sem
áður. Og þó þið væruð ekki fyllilega gift sam-
kvæmt borgaralegum lögum, þá væruð þið það
sarnt, samkvæmt hinum ’siðferðislegu. Og ef
\kkur yrði bjargað, þá gætuð þið látið gifta
ykkur aftur í fyrstu höfninni, sem þið komið í,
éða þegar þið komið til Englands aftur. Eg hefi
yfirvegað ]>etta málefni frá öllum hliðum, og
mér dyljast ekki vandræðin sem því fvlgja”.
“En það getur verið að liún vilji ekki gift-
ast mér”, sagði Mannering lágt, og horfði utan
við sig út í bláinn.
“Eg held liún samþykki það. Þér verðið
að ispyrja hana — segja henni hvernig kringum-
stæðurnar eru—”
“Nei, nei”, Mannering stóð upp, gekk til
dyra og sneri bakinu að Fleming. “Það get eg
ekki. Eg er ekki fær um það. Eg mundi tala
svo klaufalega, að liún neitaði mér hreint og
beint. Að hugsa sér — að verða að segja ungri,
saklausri stúlku, að eg noti hina vandræðalegu
stöðu hennar mér til hagsmuna, og bindi hana
aTilangt við mig, sem hún þekkir ekkert. Eg
get ekki gert það — og eg vil það ekki heldur”.
Fleming liallaði sér aftur á bak á koddann
sinn, sem búinn var till úr þurru þangi, og
byrgði augun með höndum sínum.
“Eg >skil tilfinningar yðar, Mannering. Eg
skal tala við liana. Eg skal skýra kringumstæð-
urnar fyrir henni, og liún verður að gefa sam- ,
þykki sitt. Eg skal fara til hennar undir eins,
meðan eg er fær um það. Viljið þér gera svo
vel og hjálpa mér að standa up|>?” Mannering
hjálpaði honum að standa upp og gaf honum
nokkra dropa af imikilsverðri konjaksflösku,
sem þeir liöfðu getað náð í og liaft með sér.
“Þökk fyrir, — að eins fáeina dropa. Þökk
fvrir, Mannering, — mér 'hefir ekki skjátlað í
dómi miínum um aðalseigin yðar. Það var gott,
að þér lilýdduð svo fljótlega. Flestir mundu
hafa komið með mótsagnir — eða neitað bein-
línis. Þeir mundu hafa hugsað um sjálfa sig
en ekki um hana —mannorð hennar og frara-
tíð”.
“Revnið þér aðeins ekki að gera mig of
dýrðlegan”, sagði Mannering. “Mér finst eg
vera viss um að þér munið hrósa mér um of,
og að eg 'Sé. heimskur, að lilýða yíjur. En — við
höfum verið félagar, góðir félagar, og þegar þér
farið að tala um samvizku og meginreglur, þá
fell eg til lilýðni”.
“Þér breytið eins og göfugmenni og lieið-
arlegur maður”, sagði Fleming.
Mannering leit til hans að Jiálfu leyti reið-
ur. “Det.tur yður 'það ekki í hug, að þér berið
of auikið traust ti'l mín? Hvernig getið þér
vitað að eg er ekki nú þegar giftur?”
Fleming brosti veiklulega.
“Þá hefðuð þér sagt mér 'það um leið og
eg bar upp uppástungu mína”, svaraði hann
blátt áfram.
Mannering næstum iþví stundi.
“Það er ómögulegtað ráða við yður. Jæja,
þér verðið l]>á að fara til Iiennar — segið þér
henni-----segið þér henni—”, Mannering
stamaði og hugsaði sig uih, svo bætti hann við:
“ Segið þér henni að þetta sé yðar hugmynd, en
ekki mín, munið þér það. Og að — þetta skuli
ekki vera nein veruleg gifting”.
Húðir og skinn!
Hæsta verð fyrir: Vor-rottuskinn,
Húðir, Ull, Seneca-rætur
Sendið alt til vor. Þér getið átt von á réttu
og hæSta verði og fljótri borgun.
Skrifið eftir verðlista.
B. LEVINSON & BROS.
281-3 Alexande*- Ave.
WINNIPEG
R. S. ROBINSON
Stofnsett 11883
HöfaVttóll $250,000.00
Gærir
Uli
Kaiplr o« ulir
RAW FURS
Seneea
rwtir
útlbú:
Seattle, Waih.,
Edmonton, Alta.
Lo Pu, Man.
Kenora, Ont
i. S. A.
»2.00
No. 1 Mjö* stðr
Vor Rotta ______
No. 1 Meðal
Vor Rotta ......
No. 1 MJÖgr stðr
Vetrar Rotta
No. 1 MJögr atór
Haust Rotta ...
Smærri ogr lakari tegrundir hlutfallslegra lægrri.
Rfttifi ekki mekn eftlrapurn er mlkil.
Ver borgum óvanalega hatt vertS fyrir Flsher ogr Marten
Nautshutfir 15—16c. HutSir af ungrum nautum .20 Kalfsk .30
SENDID BEINT TIL isr HEAD °aF»ÍiM57r«Im AT™sV«.WIN",ris
?2.50
»1.50
*1.90
M.50
No. 1 S'tor
Vor Rotta
No. 1 MJögr atórt $10 HA
Svart Mlnk .... 1
No. 1 MJögf stór $00
Fin Ulfa ........
No. 1 Mjögr stór $on nn
Vanales Ulfa
Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín
Beztu Meðmæli.
Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk
mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann-
gjarnt.
Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast
um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra
eru í ólagi.
. Dr. C. C. JEFFREY,
„Hinn verfacrni tannlæknir"
Cor. Logan Ave. o£ Main Street, Winnipeg
'17 ■ 1 ■ .." ' — 1 1 -J
TIL. ATHUGUNAR
500 menn vantar undir eins til þess aS lœra atS stiörna bifreiBum
og gasvélum — Tractors á Hemphills Motorskölanum 1 Winnipeg,
Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port-
land Oregon.
Nú er herskylda 1 Canada og fjölda margir Canadamenn, sem
stjörnuðu bifreiöum og gas-tractors, hafa þegar oröiC aB fara I berþjön-
ustu eBa eru þá á förum. Nú er ttml til þess fyrir yöur aC lœra göBa
iön og taka eina af þeim stööum, sem þarf aö fylla og fá t laun frá
$ 80—200 um mánuölnn. — paö tekur ekki nema fáeinar vikur fyrlr
yöur, aÖ læra þessar atvinnugreinar og stööurnar biöa yöar, sem vél-
fræöingar, bifreiöastjörar, og vélmeistarar á skipum.
Námiö stendur yfir í 6 vikur. Verkfæri frt. Og atvlnnuskrlf-
stofa vor annast um aö tryggja yöur stööurnar atS enduöu námt.
SlálÖ ekki á frest heldur byrjiö undir eins. Veröskrá send ökeypls.
KomiÖ til skólaútibús þess, sem næst yÖur er.
HemphUls Motor Schools, 220 Pactfic Ave, VVinnipeg.
útibú t Beglna, Saskatoon, Edmonton, Lethbridge, Calgary, Vancouver,
B. C. og Portland Oregon.
* • •• 1 • timbur, fjalviður af öllum
Wyjar VOrubirgðir tegundum, geirettur og alt-
konar aðrir strikaðir tiglar, Kurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ©kkert sé keypt.
i
The Empire Sash & Door Co.
--------------- Limitvd--------------
HENRY AVE. EAST - WINNIPEG
Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við
þá eða þau félög sem auglýsa í blaðinu
L
VIÐSKIFTABÆKUR
(COUNTER BOOUS
Hérna er tækifœri sem borgar
sig að athnga!
Samkvæmt verzlunar-löggjöf landsins, þurfa
kaupmenn að nota viðskiftabækur, (Counter Books)
Vér höfum nú tekið að oss EINKAUMBOÐSSÖLU á
VIÐSKIFTABÓKUM fyrir alla Vestur-Canada. Og er
þetta einmitt sú tegúndin sem yður vanhagar um.
Það er beinn peninga sparnaður fyrir íslenzka Mat-
vöru- og Álnavöru-kaupmenn að panta viðskifta-
bækur »ínar hjá oss.
SITJIÐ VIÐ ÞANN ELDINN,
SEM BEZT BRENNU.L
SENDIÐ PONTUN YBAR STRAX!
TIL
®(je Columfjta $reðö
LIMiTED
Cor. Sherbrooke & William, Winnipeú
Tals. Garry 4J1G--417