Lögberg - 15.05.1919, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.05.1919, Blaðsíða 6
 Síða « LÖGBEHG, FHMTUDAGINN 15. MAÍ 1919 Bezta landið í heiminum. l'-ti í reginliafi er eyja ein lítil, indæl og vel um búin. Himininn er þar heiður og fagur árið um kring. Dalir eru djúpir og dældóttir, grundir sléttar og grösugar, ákrar fagrir og frjósamir; alt er þakið ágætustu aldinum og ilmandi blóm- um. Fjöll eru þar hátignarleg og fela í skauti sínu ógrynni gulls og gersema. Aldrei kemur þar vetur, svo að eplatrén og vínviðurinn eru sífrjó; aldrei níður þar þruma, er grandi eik í skógi, eða ávexti á akri. Hin blíða náttúra ríkir á eyjunni með móðurlegri ástsemi, hvervetna veitandi, en aldrei eyðandi; og fram býður hinum sælu evja- búum í rfkulegum mæli alt, sem getur gjört þeim lífið ánægjus-amt; enda nýtur sérhver sá, sem á llieima á þessari eyju, ævarandi gleði og ánægju. Innbúar l>essa sannkallaða Englalands hafa svo mikið frelsi, að ekkert land á hniettinum hefir nokkurn tíma ]>ekt annað eins; og spillir því hvorki fyrir þeim ofríki iliinna voldugu, né öfund hinna aumu. Og þó nrður meykonungur einn yfir eyj- unni með tveim dætrum dáfríðum; og hafa þær allar ótakmarkað vald. Þær eru svo voldugar, að þær gætu, þvert á móti vilja allra keisara og kon- unga, farið frjálst og tafarlaust yfir öll lönd jarð- arinnar og unnið þau, ef að þœr væru ekki svo spakar og hóglátar í lund, að láta sér nægja þau gæði, sem þær hafa heima hjá sjálfum sér, og mettu einskis alla fánýta vegsemd og tign. En aldrei hefir neinn enn nú verið svo voldugur, að liann hafi árætt, eða megnað að raska með her- skikli friði eyjarinnar; það vakir líka yfir henni til varnar ósigrandi hershöfðingi, útbúinn guðleg- um hertýgjum. En ihver sem els'kar og leitar frið- ar, lionmn er aldrei vamað að koma inn í þetta land frelsisins og fagnaðarins. Þar mun oft koma fyrir þér, æskumaður! síðar á æfi þinni, að þú munt leita þér að öruggu hæli, og finna ekki; þú munt mi'tt í stormi og stór- sjó lífsins litast um eftir einhverjum bletti á jörð- unni, þar siem sorg og grernja niðurbrýtur ekki gleði þína; og svo má fara, að iþú hartnær örvænt- ir og hugsir, að þér sé eigi unt að finna frið og ró, fyr en í gröfinni. En þá sika'ltu spyrja sjálfan þig: “hvar er eijjan góða, bezta landið í heimin- um’7 Þú sérð ihana nú að vísu ekki uppdregna á neinu landabréfi, og kems't heldur ekki lít á hana á neinu hafskipi; en eigi að síður er vegurinn þangað beinn og sléttur, og auðfarinn. Jafnvel þó að þú sért sjúkur, þá getur þú samt/hæglega komist út þangað, og færð þá aftur hieilsu þína, glaðværð og_ fjör, því að loftið þar er svo heil- næmt, og vatnið í uppsprettunum svo styrkjandi. Og jafnvel þó að iþú sért fátækur, þá hamlar það þér efeki heldur frá að komast á eyjuna; og þar getur þú þá líka eignast óvenjuleg auðæfi í gulli og gersemum. Því í djúpi þíns eigin ólgandi brjósts liggur þessi evja — Hjarta þitt, og Auðmýkt heitir mey- konungurinn, en dætur hennar Elska og Von. Hugrekki heitir herShöfðinginn, sem hvervetna varnar, og ávalt sigrar sorg og mæðu, sem eru fomir fjandmenn eyjarinnar. Hingað skaltu þá aftur hverfa—því að þú áttir þar áður heima á sæludögum æsku þinnar — og þú skalt með órjúf- anlegri trygð og hollustu gjörast að nýju þegn drotningarinnar í eyjunni. Þá munu dætur henn- ar veita þér allar þær unaðssemdir, sem gjörðu þig sælan meðan þú varst ungur, en sem síðan hafa að eins hvarflað fyrir sálu þína, eins og flögrandi draumsjónir; og hershöfinginn mun með ósigr- andi afli hrinda frá þér öl'lu heimsböli, sem sæfeja kann utan að þér. * Agrip almennustu lífsreglna. Eáttu skilningarvitin ávalt halda árvakran vörð. Kappkostaðu að temja þér glaðværa lund og glaðvært viðmót. Hiauptu aldrei fhugunarlaust eftir nokkurri hvöt hjartans, nokkurri nýbreytni aldarinnar, nokkru dæmi annara. Vertu gætinn og hófsamur í nautn þeirra hluta, sem þörf eða nauðsyn lífsins útheimtir til viðurhalds og ánægju. Láttu aldrei tilfinninguna ráða einsaman, ekki lieidur skynsemina; og breyttu hvorki óskyn- samlega af of mikiHi tilfinningarsemi, né tilfinn- ingarlaust, hvað hyggilega sem er; áformaðu eng- an hlut nema þú hafir báðar í ráðum. Vertu ekki hálfvdlgur í neinu, sem þú gjörir, eða hafnar; heldur vertu þar allur og með heil- um hug. Gjörðu ekki of lítið úr mannlegu hyggjuviti, en eigi skaltu heldur ætla því of mikið. Líttu réttum augum á atburði náttúrunnar og athafnir manna. Láttu enga reynslu, enga eftirltekt, engan lær- dóm vera þér til ónýtis. Kannastu hvervetna við yfirráð andans yfir bókstafnum. i Gjörðu þig aldrei að þræl hleypidóma né geðs- hræringa; augun séu frjáls, eyrun frjáls, andinn frjáls! Varkár munnur, varkárt hjarta í umgengni og viðskiftum við alla menn! Jafnaðu þér ekki saman við þá, sem lifa í betri og áiitlegri kjörum en sjálfur þú, svo að þú spillir ekki ánægju þinni; láttu þér lynda 'þín eigin kjör. Dæmdu aldrei fyr en þú hefir skoðað málið á allar liliðar; og vertu ekki ihlutdrægur. Gættu hæglætis eins í gleðilegustu og sorgleg- ustu atburðum; og hafðu allá stjórn á sjálfum þér. Vertu ebki heimtufrekur hvorki við Guð né menn; og líttu ekki mikið á sjálfan þig. Skoðaðu orsakir og afleiðingar, hafðu tillit til hvorutveggja, og vertu viðbúinn við öllu. Sýndu engum manni fvrirlitning eða afundið viðmót; kannastu við ágæti og yfirburði annara. Móðgaðu engan, né mieiddu í orði eða verki, eða með nokkru viðviki; vertu í r-auii eins og í revnd mannúðlegur og velviljaður öllum. Dæmdu engan, talaðu ekki illa um neinn, áfeldu engan; tildraðu ebki fram eigin speki, eigin mannkostum. Vertu viðfeldinn í samræðum, fræðandi og skemtilegur. Skiftu þér ekki af þeim efnum, sem þér koma ekki við í þinni stöðu, nema þú hafir kall og skyldu til þess. Stundaðu að gjöra sjálfan þig sem liæfilegast- an fvrir þá stöðu, sem þú ert í. Láttu þér ant um að vera í öllu tilliti sem fullkomnastur, svo að ibrestir þínir og ókostir spHli sem minst gæfu sjálfs þín og annara. Skynsemin. Skyn«emin er alt eins opinberun Guðs, eins og ritningin; hún er fyrsta meðalið, hið almenn- asta og eðlilegasta, sem Guð hefir opinberað mönnum með veru sína og vilja, sem hann vil'l kenna þeim með dygð og guðsótta, til þess að gjöra þá hæfilega fyrir Iþá sælu. sem hann hefir ætlað þeim bæði í þessu lífi, og liinu óbomna. Ef vér hefðum ebki skynsemina til að leiðbeina oss, gætum vér ekki þekt sannleika frá villu, rétt frá röngu, dygð frá testi, rödd Guðs frá rödd lýginn- ar; ekki gætt tignar vorrar og vfirburða vfir hin óæðri dýr jarð’arinnar; án hennar gætum vér ekki þekt, skilið, eða fært os-s í nyt nokkra opinberun Guðs, hve æskileg og ómissandi sem hún væri fyrir oss, og aldrei orðið vissir í trú vorri af lifandi sannfæringu hjartans. Án sfeynseminnar hlypum vér eftir sérhverju viltuljósi, og værum leiksoppar í hendi sérhvers svikara, viHumanns og hneigslara. í stuttu máli: hún er Ijós, hún er augq, sálarinnar; oghvað dapurt, sljóft og glýjufult sem augað kann að vera, þá er þó miklu betra að hafa það, en að vera með öllu sjónlaus. Ef þú vilt, æskumaður, sneiða hjá hinum hættulegu ógöngum villunnar og hjátrúarinnar, ef þú vilt botoast áfram leið þína í lífinu óhultur og öruggur, þá skaltu meta skynsemina, eins og aðal- ágæti mannsins, og láta þér ant nm að gæta þeirr- ar tignar, sem hún veitir þér! Þú skalt óhikað hafna öllu, sem stníðir á móti því, er skynsamleg íhugun álítur satt og rétt, hversu álitlegt sem það kann að vera að öðru leyti. Þú skalt tortryggja alt, sem þú annaðhvort ekki getur gjört þér neina hugmynd um, eða þá ekki nema einhverja óskýra hugmynd, svo að þú verður að byggja alt á óljósri tilfinningu, á iþínu eigin eða annara áliti, á reykul- um hugimyndum ímyndunarinnar. Þú sbalt tor- tryggja alt, sem ekki þolir að láta skoða sig og rannsaka hlutdrægnislaust og með köldu blóði; alt, . sem felur sig í myrkri óskiljanlegrar ráðgátu. En um fram alt þá vertu tortrygginn í þeim efnum, þar er menn vilja gjöra skynsemina sjálfa tor- tryggilega fvrir þér, og fá þig til að fara ekki eftir ráðum hennar. Sé það eitthvað í raun og veru skynseminni of vaxið, sem menn eru að gylla fyrir þér, þá kemur það þér alls efeki við, og þú þarft efeki, og átt ebki, eins og skynsamur maður, neitt að skifta þér af því. En ef þáð eru nytsamleg og áríðandi sannindi, sem um er að gjöra, þá hljóta nienn að geta rannsakað þau, fundið ástæður fyrir þeim, og skilið þau að minsta bosti að nokkru levti. Þú sbalt fylgja sérhverjuan ljósgeisla á vegi sannleikans, svo lengi sem þxi getur gjört sjálfum þér grein fyrir hverju því fótmáli, sem þú gengur á honum, að minsta kosti getur þú kom- ist þangað aftur, hvaðan þú gekst út; en hættu þér aldrei út í það myrkviðri, þar sem þú við hvert fótmál fjarlægist meir og meir róttum vegi, og lendir loks í endalausum ógöngum. Lítill sann- leiki, sem þú skilur vel, og sem skynsemin segir þér, að sé veruleg sannindi, er miklu meira verð- ur, og getur betur leiðbeint þér, en nokkur leind- ardómsfull speki, sem þú getur ekki fundið vit né skilning í, og þar sem þú þá verður að láta skyn- semina ráfa eins og í myrkri. Leitaðu ávalt hins sama þá getur þú haldið tign þinni óskertri, og villuljós hjátrúarinnar skal aldrei blekkja þig. Gullkerran. ' f Einu sinni voru tvö fátæk systldn, piltur og stúlka; hét stúlkan Sigríður, en drengurinn Ólaf- ur. Foreldrar þeirra voru dáin og liöfðu ekki látið þeim neitt eftir sig; þess vegna urðu þau að fara á húsgang og lifa á bónbjörgum. Til vinnu voru þau of ung og veikburða, því að Óli var ekki nema tólf vetra og Sigg'a litla ári yngri. Á k\'öldin voru þau vön að ganga að einhverju húsi, er þau nú í það skiftið hittu fyrir, guða á gluggann og ibeiðast húsaskjóls; og oft var þeim tekið vel af góðgjörðasömu fólki, er gaf þeim að eta og drekka. Margir voru líka svo nærgætnir að víkja þeim ein- hverjum lepp. Eitt kvöld komu börnin að dálitlu afskektu húsi. Þau guðuðu. Gömul kona opnaði gluggan og spurði, hver þau væru. Börnin sögðu til sín og bláðu hana að lofa sér að hýrast inni um nótt- ina. “Yelkomið, mín vegna!” sagði hún. Þegar þau voru komin inn, sagði konan við þau: “Eg get ekki fengið af mér að úthýsa ykkur, en verði maðurinn minn var við að þið eruð hér, er ykkur dauðinn vís; honum þykir svo góð steik úr barna- kjöti, að hann slátrar hverju bami sem hann nær í.” Þegar Óli og Sigga heyrðu þetta, urðu þau dauðhrædd; enda voru (þau ekki sein á sér að skríða niður í tunnu, sem konan sagði þekn að fela sig í; þar lágu þau svo grafkyr og þorðu naumast að draga andann. Að lítilli stundu liðinni heyrðu þau að einlhver kom inn og sté þungt til jarðar; það var víst mannætan. Ójá, það leyndi sér ekki, því að nú fór hann að belja og bölsótast yfir því við kerlinguna, að hún hefði enga mannasteik handa sér. Aumingja börnin voru svo hrædd, að þau gátu ekki sofnað fram eftir aUri nóttu; undir dagrenningu rann þeim loks dúr á auga; en ekki höfðu þau lengi sofið, er þau hrukku upp við það, að bóndi var að búast til ferðar; hann spígsporaði svo fast um gólfið, að alt lék á reiðiskjálfi. Kerling gaf þeim nú dálítinn árbita og sagði svo við þau: “Nú verðið þið að vinna dálítið til næturgreiðans; þarna em tveir sópar; farið upp á loftið og sópið stofurnar mínar; þær eru tólf, en þið s'kuluð ekki sópa nema ellefu; þá tólftu megið þið ekki opna; munið mig um það. Eg þarf að bregða mér bæjarleið. Yerið nú iðin, svo að þið verðið ibúin, þegar eg kem aftur. ” Börnin keptust nú við að sópa, og að lítilli stundu liðinni voru þau búin. Nú langaði Siggu litlu að vita, hvað væri í tólftu stofunni, sem þeim var bannað að Ijúka upp. Hún gat ekki stilt sig um að gægjast inn um skráargatið; þar sá hún dálitla'gullkerru, og var gTillliærðum ráhafri beitt fyrir. “Óli, komdu fljótt, og líttu á”, kallaði hún til bróður síns. Þau skygndust hú í srrntri eftir, hvað kerl- ingunni leið, og með því að ekkert sást til hennar enn, flýttu þau sér að opna dyrnar, teymdu rá- hafurinn og kerruna út og óku af stað. En ekki leið á löngu, áður þau sáu mannajtuna og kerlingu hans koma á móti sér langt á burtu, einmitt sömu götuna og þau fóm með kerruna. Óli varð fyrri til máls: “Æ‘, systir mín, hvað eigum við nú til bragðs að takaf Ef þau sjá okkur, þá er dauðinn vís”. “Þei, þei!” sagði Sigga, “eg kann töfra- vísu, sem hún amma mín bendi mér: Sting þú, rósin rauð á vengi! Þótt, sjáist eg, þá sjái mig engi!” 1 sama bili voru þau orðin að rósrunni; Sigga var rósin, Óli þyrnamir, ráhafurinn leggirnir og kerr- an blöðin. Nú kom mannætan og kerlingin að runninum; kerlingin ætlaði að taka rósina, en þá stakk hún sig svo hatramlega á þyrnunum, að blóðið lagaði úr fingrunum á lienni, og hörfaði hún burt gröm í skapi. Þegar þau voru komin í hvarf, flýttu börnin sér af stað og óku alt hvað af tók, þangað til þau komu að bakaraofni, sem var fullur af brauðum. Þá hevrðu þau að sagt var með dimmri röddu inni í ofninum: “Flyttu brauðin mín, iflyttu brauðin mín!” Sigga var ekki sein á sér; hún tók brauðin úr ofninum og lagði þau hjá sér í kerruna, og svo héldu þau áfram. Þá komu þau að stóru perutré, sem var alsett ljómandi falleg- um, fullþroska ávöxtum. “Hristu niður pemr mínar, hristu niður perur mínar!” hejrrðu þau að sagt var inni í trénu. Sigga hristi tréð, en Óli keptist við að tína upp perurnar, jafnóðum og þær duttu niður, og bar þær í kerrana. Viínviðurinn sagði með mjúkri röddu: “Tíndu drúur mínar, tíndu drúur mínar!” Sigga tíndi drúurnar og lét þær í kerruna. Nú víkur sögunni til mannætunnar og konu hans. Þegar þau feomu heim, gripu þau lieldur en ekki í tómt; börnin voru horfin og höfðu rænt gull- kerrunni þeirra og ráhafrinum, sem þau sjálf höfðu sfcolið fyrir mörgum árum og drýgt morð til’ þýfisins, því að eigandann höfðu þau myrt. Bæði var kerran með ráhafrinum í sjálfu sér mikils virði, og svo hafði hún þann ágæta eiginlegleika til að bera, að hvert á land sem hún kom, streymdu að henni gjafir hvaðanæfa frá trjám og mnnum, 'bakaraofnum og vínviðum. Þannig höfðu þau skötuhjúin, mannætan og kerlingin, í mörg ár safn- að gjöfum með kerrunni og lifað í auð og alls nægtum. Það var því ekki að kynja þótt þau þætt- ust eiga vinar að sakna, enda hlupu þau undir eins af stað eftir ibörnunum, til þess að ná aftur gersemi sinni. Og vatnið kom fram í munninn á mannætunni þegar hann hugsaði til þess, hve ágæta steife hann gæti fengið af börnunum, er þeim væri náð og slátrað. Þau stikuðu stórum og leið e’kki á löngu áður en þau sáu álengdar, hvar börnin fóru með kermna. Nú feomu systkinin að tjörn stórri og gátu með engu móti komist yfir hana, því að þar var hvorki ferja né brú. En margar endur svntu á tjörninni og görguðu glaðlega. Sigga hændi þær að bakkanum, fleygði til þeirra mat og sagði: “Heyrið, hópar anda, Byggið brú mi'Ii stranda!” Þá syntu allar endurnar saman í streng, er mynd- aði brú yfir tjörnina. Og þannig komust börnin yfir um heilu og höldnu með kerruna sína og rá- hafurinn. Að stundarborai liðnu kom mannætan að tjörninni og grenjaði rámri röddu: Heyrið, liópar anda, Byggið brú mili stranda!” Endurnar syntu jafnskjótt saman í streng, og karl og feerling fetuðu af stað út yfir tjörnina. En þið skuluð ekki halda að endurnar hafi ætlað að láta þau sleppa. Á miðri leið, þar sem tjömin var dýpst, skutust þær útundan, en mannætan illa og kerlingin hans fóru á blásvarta kaf, og létu þar líf sitt. En það er af Óla og Siggu að segja, að þau urðu vel efnuð, og miðluðu jafnan fátæfelingum ríkulega af auð sínum, ]>ví að þau höfðu sjálf bezt reynt, hver fátæktin er, meðan þau voru börn og lifðu á vergangi. „ Þýtt hefir Björn Bjarnason. Ungum er það allra bezt. Ungum er það allra best, að óttast Guð sinn herra; þeim mun vizkan veitast mest og virðin-g aldrei þverra. # Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mlína, els'ka Guð og gjörðu gjott, geym vel æru þína. Foreldrum þínum þéna’ af dygð, það má gæfu veita; varast jþeim að veita stygð, viljirðu gott barn heita. Hugsa um það helst og fremst, sem heiðurinn má næra; aldrei sá til æru kemst, sem ekkert gott vill læra. Lærður er í lyndi glaður, lof ber -hann hjá þjóðum, hinn er ei nema hálfur maður, sem haf-nar siðum góðum. Oft er sá -í orðum'nýtur, sem iðkar mentan kæra, þussinn heimskur þegja hlýtur, sem þrjóskast við að læra. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu, geymdu þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. Lítillátur, ljúfur og kátur, leik þér ei úr máta; varast spjátur, hæðni og hlátur; heimskir menn sig státa. Víst ávalt þeim vana halt: vinna, lesa, iðja; um fram alt þó ætíð skalt elska Guð og biðja. Hallgr. Pétursson. Úr Pilt og Stúlku. Eftir Jón Thoroddsen. , Ljósihærð, og litfríð og létt undir brún, handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. Vizka með vexti æ vaxi þér hjá! Veraldar vélráð ei vinni þér á! Svífeur hún seggi og svæfir við glaum, óvöram ýtir í örlaga straum. Veikur er viljinn, og veik em böm; alvaldur, alýaldur I æ sé þeim vörn! Sofðu, mín Sigrún og sofðu nú rótt; guðfaðir gefi v góða þér nótt. i v

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.