Lögberg - 10.07.1919, Side 2

Lögberg - 10.07.1919, Side 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JÚLI 1919 SAUÐFJÁRRŒKT í SASKATCHEWAN. Gefið út að tilhlutan Landbúnaðardeildar Saskatchewan stjómarinnar. Fengitíðin. Undirbúningur. — Áður en fengitíðin byrjar, er nauðsynlegt að skoða hrútana vandlega, því um þær mundir er sérstaklega áríðandi, að þeir séu vel í þrif- um. Gæta skal þess vel að fætur hrútanna séu í góðu ásigkomulagi. Eins er áríðandi að viðhafa við þá "clipping out” aðferðina, engu síður en við ær. Skal hrúturinn þá tekinn upp og látinn sitja, á meðan klipt er burt ullin í kringum sinina. — Stundum eru kindur svo loðnar í framan að þær fá ekki notið fullrar sjónar, og er þá nauðsynlegt að klippa ullina í burtu, svo þær geti óhindrað litið í kringum sig. Mjög gott er einnig talið um fengitíðina, að gefa kindum dálítið af laxersalti, sem svarar fjórum til sex únzum handa hverri skepnu. Fjárhúsin þurfa að vera hlý og þur, er það þó eink- um áriðandi í samþandi við ærnar, og þurfa þær einnig að hafa nóg að éta, þegar innistaða er, því skaðlegt getur verið að hleypa hungruðum ám á beit. pess er einnig vert að gæta að ær geta ekki mjólk- að sæmilega nema því aðeins, að þær hafi nóg að drekka. „ Affarasælla er það alment fyrir fjárbændur, að ærnar beri eigi of snemma. — Meðgöngutíminn er fimm mánuðir í öllum algengum tilfellum. Ær, sem lembgast í byrjun desembermánaðar, eru því fyllilega nógu snemmbærar. — Ær, sem bera mjög snemma, beiða venjulega fyrri partinn í september, og má þá halda þeim ef vill, þær bera þá aftur í febrúar- mánuði. Aðferðir við tilhleypingar. — Ærnar skulu hafðar i húsi eða girðingu á næturnar og skal hrútnum hleypt til þeirra að kveldinu. pær sem beiða, hafa að öllu fór- fallalausu fengið fyrir næsta morgun. En þegar ær- hópnum er slept út, skal skilja hrútinn frá þeim, og hafa hann á kyrlátum, skuggasælum stað á daginn. Fullþroska hrútur gagnast frá fjörutíu til fimtíu ám, en lambhrútur frá tuttugu og fimm til fjörutíu. Ær, sem fengið hafa þurfa að vera merktar, og er auðveldasti vegurinn sá, að bera “keel” á brjóst hrúts- ins. — Keel er litað duft, sem leysa skal upp í vatni óg er síðan smurið á brjóst hrútsins, milli framfótanna, og merkir hrúturinn ærnar þá ósjálfrátt. Litblöndu þessa skal bera á hrútinn daglega, og bæta þess að lit- smyrslin nái eigi of hátt, því ef svo færi gætu ær auð- vcldlega markast án þess að hafa lembgast. Smurning þessi skal þánnig vera, að hún sjáist eigi á hrútnum, þegar hann stendur í réttum stellingum. — Gott ráð er einnig að skifta um litblöndu þessa aðra hvora viku, því af því má oftast marka hvort ær hafa beitt upp eða lembgst að nýju. Fóður. — Fóðra skal vel bæði ær og hrúta um fengitímann. Hafrar, eða bran og hafrar til samans, ásamt góðu sléttuheyi, er ákjósanlegt fóður; einnig smári og alfalfa, þar sem slíkar tegundir eru fáanlegar. Eigi skal gefa ám um fengitímann meira en sem svarar þrem fjórðu punds af korni, hverri um sig, og hrút skal eigi gefa meira en pund, eða hálft annað, ef stór er. — Skal yfirleitt kornskerfurinn miðast við stærð og ásigkomulag skepnunnar. Bæði ær og hrút- ar þurfa að hafa nægan aðgang að vatni og salti, og er áríðandi að vatnið sé vel hreint. Meðferð á lembdum ám að vetrarlagi. — Á þessu atriði er byrjendum í sauðfjárrækt langhættast við að flaska. peim hættir til að gera ærnar of feitar, en feitar ær eiga sjaldan hraust lömb, og þess vegna þarf að varast slíkt ásigkomulag eins vandlega og frekast verður auðið. Offita stendur oftast nær í beinu sambandi við hreyfingarleysi. — Gott er að gefa ám, sem allra mest af léttri fæðu, sem byggir upp og styrkir vöðvana og beinin, og eftir að hrúturinn hefir verið tekinn frá þeim, ætti ekki að gefa þeim neitt korn, nema þær séu því gelgjulegri, fyr en komið er fram í marz; má þá byrja á að gefa þeim dálítinn skerf af korni. petta gildir einkum um ær, sem koma frá hinum stærri hjarðbúum, þær eru yfirleitt óvanar við kornfóður, og þarf því allr- ar varúðar að gæta í sambandi við fóðrun þeirra. pví má heldur eigi gleyma að þær voru vanar við ótakmark- aða hreyfingu, og þarfnast slíkrar hreyfingar daglega, ef þær eiga að geta eignast heilbrigð lömb. Með hreyf- ingu er hér átt við sjálfræði, ekki að þær séu hund- beittar og altaf á hlaupum, heldur að þær geti farið >óhindrað um landið, sem þeim er beitt á. — Lembdar ær skuíu eigi minna svæði hafa til umráða, en sem svarar 12—15 ferhyrningsfetum, því mikil þrengsli geta oft valdið hættulegum lambadauða. Mátulegt fóður fyr- ir holdgranna á ætti að vera hálft pund af höfrum og brani til samans, ásamt frá tveimur til fjórum pund- um af léttmeltu fóðri svo sem rófum og káli og svipaður skerfur af grófari fæðu. — Lím eða kvoðukent fóður er mjög sÆaðlegt lembdum ám. — Lembdar ær þurfa að hafa góðan aðbúnað, þær mega hvorki vera eltar né hundbeittar, eða gerðar hræddar, éí þær eiga að verða áfcatasamar eiganda sínum. Einn grimmur og illa vaninn hundur getur valdið meira tjóni< sauðfjárhjörðinni á einum degi, én gætinn og góður fjármaður getur kipt í lag á heilu ári. Ær, sem aldar hafa verið upp á stóru fjárbúi hafa auðvitað vanist hundum, en þá ber líka að taka það til greina, að slíkir hundar eru venjulega vel tamdir, en lembdar ær eru of viðkvæmar, til þess að rétt sé að nota þær til æfingar fyrir ótamda hunda. Fjárhús. — Afaráríðandi er að ærhúsin séu í góðu lag», bæði nægilega rúmgóð, björt og loftgóð. pað hefir stundum því miður brunnið við, að fjárhúsin hafa eigi verið eins vel hreinsuð og Skyldi. Ekkert er skað- legra fyrir sauðfjárræktina, en að láta kindur standa og liggja í votum húsum. Nægilegt af þurru strái þarf að vera í krónum á hverri nóttu, og skift um á hverjum sólarhring jafnóðum og óhreinkast. Gæta verður þess vel, að ferskt loft sé ætíð í fjár- húsum. — pökin þurfa ávalt að vera þur og sömuleiðis vcggir, og verði fjármaðurinn þess var að ærnar hafi fengið kvefrensli úr nösunum, þarf hann að viðhafa því meiri nærgætni hvað viðvíkur aðstreymi góðs lofts og hálmbyngnum á gólfinu. Uiti í fjárhúsunum á veturna í fylki þessu, skal vera frá 35—40 stig á Fahr. mæli, og enginn gufuraki skyldi sjást á fjárhúsunum á morgn- ana, þegar féð er látið út. pað sem mest ríður á í sambandi við hirðing sauð- fjár að vetrinum er það, að húsin séu svo vel bygð, að um þau geti enginn súgur komist, að fénaðurinn geti ávalt verið skraufþur á fótum og ull. — Salt þarf einnig að vera í fjárhúsunum og óþrjótandi forði af hreinu, fersku vatni. Verði ærnar af einhverjum ástæðum mjög óhreinar á fóturfum, er rétt að þvo af þeim með volgu vatni. Góð aðferð við vetnarhirðingu er sú, að gefa ánum í garðann á morgnana eigi meira hey en það, að þær hafi étið upp innan klukkustundar. Undireins eftir miðdagsverðartíma, skal brynna ánum, ef þær eigi hafa haft aðgang að vatni áður, og skal þá gefa þeim hafraskerfinn úti, en hér um bil klukkan þrjú eða fjögur skal gefa þeim “root feed”, en því næst er gott að láta dálítið af hafrastrái eða heyi í jötuna. Gæta verður þess að ærnar éti upp alt, sem þeim er gefið, áður en liðnar eru tvær eða þrjár klukku- stundir frá gjöfinni. — Með magrar ær, sem þarfnast kornfóðurs skal þannig farið, að þeim skal gefið bran eða heilir hafrar ásamt dálitlu áf heyi undireins á morgnana. Ef að hafrastrá er notað til kindafóðurs á annað borð, er bezt að gefa það á kveldin ásamt dálitlu af “root feed”. Sé hin síðarnefnda tegund ekki til, ætti hver bóndi að búa sig betur undir, og hafa nægilegt af benni næsta ár. Bran er að líkindum bezta fóðrið, ásamt svolitlu af flax seed, sem hægt er að fá í staðinn fyrir roots, en eigi má gefa meira af því hverri kind, en svo sem tvær únzur tvisvar eða þrisvar á viku. Hirðing ullar. — Áríðandi er að ullinni á skepnun- um sé haldið eins hreinni og frekast er kostur yfir vetr- artímann. Menn verða að gæta þess að láta fóðrið ekki lenda í ullinni eins og stundum á sér stað, og garðarnir verða að vera þannig bygðir, að kindurnar geti ekki með neinu móti komist alveg undir garðaböndin meðan Iþær eru að éta. Dálítið af mylsnu og dufti hlýtur ávalt að festast í ullinni, en með góðu eftirlæti og hreinlæti, þarf það ekki að verða til tjóns, sem nokkru nemur. Sauðburður. pegar sauðburðurinn nálgast, þarf fjármaðurinn sérstaklega að vera á verði. Annar endi fjárhússins að minsta kosti, eða einhver sú bygging, sem út úr því kann að liggja, þarf að vera vel þur og hrein með nægi- legu strái á gólfinu. Sé fjárskýlið eitt óskift gýmald, má taka fjalvið og festa við vegginn annarsvegar og búa til krubbu, sem verður eins og sj;afurinn L í lag- inu. par geta ærnar verið nokkurn veginn aðskildar meðan á burðinum stendur. pegar lambið er nýfætt, er gott ráð að strá dálitlu af brani á skrokk þess, þá þornar það flj'ótar og örfar móðurina betur til þess að kara. Eftir að liðnar eru frá átján til tuttugu og fjórar klukkustundir frá því að ærin bar, skal hún mjólkuð vandlega. Gæta verður þess að nýbæran ásamt lambi sínu sé fráskilin aðalhjörðinni, að minsta kosti í þrjá daga eftir tourðinn, það er að segja þangað til lambið er farið að geta veitt sér svolitla björg. Júfurmein. — Fjárhirðirinn þarf að hafa nánar gætur bæði á ánni og lambinu fyrstu dagana eftir burðinn; ef að ærin vill ekki láta sjúga sig, þarf að taka hana til nákvæmrar skoðunar, einkum og sérílagi þó júfrið, má oft með því móti koma í veg fyrir júfur- mein, því dráttur í þeim efnum getur verið sérlega hættulegur. Fóðrun móður og lambs. Eigi skal gefa lambá þreskt korn fyrstu tvo til þrjá dagana eftir burðinn, nema því aðeins að hún sé fremur máttfarin og lasburða. Eftir að lambið er orð- ið það stórt, að geta tæmt júfur móður sinnar, er rétt að gefa henni dálítið af hveitibrani, þó eigi mikið í senn, heldur auka skamtinn ögn á hverjum degi. Gott sléttuhey og hafrar með nægilegu af root feed, er yfir- leitt hollasta fóðrið.. Roots eru nauðsynlegt fóður handa lambám, og gettir slík tegund vaxið hvar sem vera vill í öllu fylkinu, en hafa þarf góðan kjallara, roothouse, eða gryfju til þess að geyma þá fóðurteg- und í. Lambaveiki. — Algengustu kvillar í lömbum stafa, oftast frá meltingunni, og má þá oftast um kenna óheppilegri fóðrun mæðranna, annaðhvort of þungri fæðu, eða þá ofsnöggum fóðurskiftum. Hafi lamb verið aðskilið frá móðurinni í lengri tíma, má eigi láta það sjúga, er það hefir fundið hana aftur, fyr en búið er að mjólka nokkuð niður úr henni áður. Meltingarleysi má oftast lækna með því að draga úr kornskamtinum um helming og sprauta inn í enda- þarmijin svo sem hálfum kaffibolla af volgu vatni, með glycerine saman við, vatn það þarf að hafa soðið. áður en það er notað. Augnasárindi. — Slíkur kvilli gerir oft vart við sig í lömbum, og sé eigi reynt úr því að bæta í tæka tíð, getur svo farið að lömbin geti orðið blind með öllu. Meðalið, sem nota skal og reynst hefir nær óbrigð- ult, er næsta einfalt. Leysa skal tjörusápu upp í volgu vatni og þvo með því andlit. lambsins og láta tvo til þrjá dropa falla inn í augað. Sé þetta gert með ná- kvæmni, er batinn óbrigðull. Hvaða koltjörusápa sem er, Cooper’s Fluid, Naptholeum, eða Zenoleum dugir einnig vel. Munnsárindi. — pau má einnig lækna með sömu aðferð. Bursta skal vel þann hluta munnsins, sem sár er, og þvo hann síðan með koltjörublöndu. Slík blanda kemur oft að góðu haldi, þegar um er að ræða júfur- mein í ám. Rófustýfing. — Til þess að höggva rófu af lömbum, þarf gott fjalhögg og egghvassan meitil. Sá, sem á lambinu heldur í fangi sínu, leggur rófu þess á fjal- borðið, sprettir á skinnið og flettir því upp, tekur þá hinn maðurinn meitilinn í hönd ser og stýfir rófuna af í liðamótum. — pegar rófan hefir verið stýfð af, f<*.'r.r skinnið sa nan fyrir framan b inið >g grær þvi miklu fljótar. Stundum er skinnið saumað saman, en stundum bregður fjárhirðir glóandi rauðum meitli á sárið og hættir þá strax að blæða. Á hrútlömbum skal eftirskilið af rófunni sem svar- ar þumlungi eða hálfum öðrum, en á gimbrum frá tveimur til þremur þumlungum. Rúning. Rúningartími. — Hann skal standa frá 10. júní til 1. júlí. Ullarbinding. — Reifin skulu þannig saman sett, að togið viti inn. Eigi skal festa reifin saman með “binder twine”. Bændur, sem nota binder twine fá ,lægra verð fyrir ull sína. Sérstakan tvinna fyrir ull má ávalt fá, og er bezta tegundin unnin úr pappír. Ullarpökkun. — Fá má einnig sérstaka poka, sem beinlínis eru ætlaðir til ullar pökkunar. Böðun sauðfjár. Böðun er eitt af nauðsynlegustu atriðunum í sam- bandi við sauðfjárræktina, enda ætti sérhver bóndi að hafa fullkomin baðáhöld við hendina. Böðun ætti að fara fram að minsta kosti tvisvar á ári. Fyrri böðunin ætti að fara fram hér um bil þrem vikum eftir rúninguna; er rétt að baða lömbin einnig um sama leyti, því ef nokkur lús eða önnur óværð, hefir eftir verið skilin á ánum, má víst telja, að slíkur ófögn- uður hafi einnig komist á lömbin. Fyrsta baðið skal eigi innihalda eitur, heldur skal þá nota koltjöruteg- undir, svo sem Zenoleum eða Cooper’s Fluid. — Sumarfóður á ám og lömbum. Bæði ær og lömb þurfa að hafa góðan haga á sumrin, en sé þess eigi kostur, þarf að gefa þeim nægi- legt af heyi, eða öðru velverkuðu fóðri, svo sem heilum höfrum og brani, og skal gefa slíkt fóður til helminga. Pað er afaráríðandi að lömb, einkum og sérílagi þau, sem ætluð eru til kynbóta, fái eigi í sig neinn kyrking. Dálítill kornskamtur á dag eykur þrótt lambs- ins jafnt og þétt. Eins og venja er til, eru lömbin vanin undan, þegar þau eru þetta tíu til tólf vikna gömul. parf þá að gæta hinnar stökustu varúðar við hvorttveggja. Séu lömbin vanin undan alt í einu, þarf að láta ærnar vera á léttri beit, og skyldu þær helzt eigi á beit vera lengur en hálfan dag fyrst í stað—fyrstu tvo til þrjá ^agana, því annars er hætt við ofmikilli mjólkuraðsókn í júfrin. Góðar mjólkurær, þurfa að vera mjólkaðar að minsta kosti tvisvar á dag. Algengustu sauðfjársjúkdómar. pað eru varla nokkur húsdýr, sem örðugra er að eiga við í sjúkdómstilfellum en sauðfé, og engum dýr- um hættara við sjúkdómum. Eina ráðið til þess að hafa hrausta sauðfjárhjörð verður því það, að neyta allra bragða til þess, að koma í veg fyrir sjúkdómana. — Sé um innvortis sjúkdóma að ræða, ætti hlutaðeig- andi fjárbóndi eða fjárhirðir, að ná í dýralækni, en sé þess eigi kostur, að skrifa eins fljótt og unt er lýsingu af sjúkdómnum, eins nákvæma og unt er að dæma eftir ytri tilburðum hinnar sjúku skepnu, og senda lýsinguna til The Dominion Health of Animal Branch eða The Department of Agriculture, hvorttveggja í Regina. Meltingarsjúkdómar. — pað er fyrir löngu sannað, að meirihlutinn af meltingarsjúkdómum í sauðfé á rót sína að rekja til ofmikils eða þó óviðeigandi fóðurs. mjög lítið, og það eingöngu létta fæðu. pess vegna er áríðandi að gefa sjúkum kindum aðeins Uppþemba. — Slíkur sjúkdómur er mjög algengur og orsakast af ofhleðslu í vömbinni; ólga kemst í alt saman og þenur skepnuna út, og veldur oft dauða, nema við sé gert í tæka tíð. — Lækna má slíkan kvilla oftast með því að hella ofan í skepnuna, svo sem fjór- um matskeiðum af linseed oil, ásamt einni teskeið af ammoniavatni eða terpentínu. Stýflun. — pegar fé er tekið af grænum haganum og gefið þurkað fóður, er langhættast við stýflun. Enda er slíkur sjúkdómur algengastur að vetrarlaginu. Bezta meðalið við því er laxersalt, svo sem fjórar til sex únz- ur, leystar upp í köldu vatni, að viðbættri einni mat- skeið af algengu matarsalti. Diarrhoea. — punnlífi, eða niðurgangur, er sjald- an mjög hættulegur sjúkdómur á sauðfé, og læknast oftast fljótt, ef gætt er góðrar reglu við korngjöfina og skepnunum veittur ávalt nægilega greiður aðgangur að salti. Lömb, sem af slíku þjást, þurfa að fá daglega inntöku: eina teskeið af linseed oil og fimm dropa af engifers kjarna. Að gefa inn. — pegar gefa skal kindum inn fljótandi lyf, er gott að fylgja eftirgreindum leiðbein- ir.gum: Meðalið skal látið I hálsmjóa flösku. Kindin skal hnept inn í eitt fjárhús hornið. par skal hún tek- in, en maður sá, er á meðalinu heldur, tekur með vinstri hendinni undir neðri kjálka skepnunnar, reisir höfuð kindarinnar dálítið upp, stingur stútnum í munnvik hennar, og lætur renna ögn í einu; en gæta verður þess vandlega að skepnunni svelgist ekki á, láta aldrei renna meira úr flöskunni, en skepnan getur auðveldlega kyngt niður. COPENHAGEN Munntóbak Búið tilúr hin- um beztu, elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum Þetta er tóbaks-askjan sem Kefir að innihalda Keimsin bezta munntóbek Umraœli Anders Howden um tsland. [Hér fer á eftir þýðing á grein, er nýlega stóð í norska blaðinu “Gule Tidende”, eftir prestinn og skáldið Anders Hovden. Hann er íslandsvinur mikill. Kannast innborinna manna. pað er bæði andleg og efnaleg hætta fyrir Is- lendinga. ---------íslendingar eru fátæk- ir af fjármunum, en auðugir af anda og hugsjónum. Sögueyjan hefir enn ekki þyrlast inn í hvirf- ilbyl peningaleitarinnar, sem hamlar andlegum vexti annara menn óefað við hann hér, meðal annars af ljóðmælum þeim, er; landa. Sagnfræði og skáldskapur Matth. Jochumsson hefir þýtt ^eft- j Hfa jafn fersku lífi og fyrrum á ir hann: “Bóndinn”. í þessari íslandi. grein er ýmislegt, sem við hefð-1 En séu íslendingar efnalitlir, um gott af að leggja okkur á hjarta, þó þar sé aftur á móti sumt, sem við getum ekki fallist á, t. d. ummæli hans um fæðingar- réttinn]. ísland hefir hlotið nafnið: þa er landið auðugt. Og þjóðin getur orðið auðug á óbrotinn hátt, fái hún að eiga land sitt sjálf. pað er fossaflið og rafmagnið, | sem geyma auðinn. pað er gull | framtíðarinnar. pess vegna er , a°um greitt banahöggið MUstætt ríkL Mér finst, a« ÞaS | f*5ingarréttur Dana ,vo M,a heimsundur hefili verl5 ,eIt hafi keypt það nafn of dýru verði legur íslandi. Danir geta laum-: einhverjum Englendingi fyrir fá- í vasa sinn — fyrir lítið eða ekki neitt, eins og komið var á daginn hér í Nijregi. Áður en við áttuð- um okkur að fullu, var mikið af verðmætasta fossafli okkar komið í erlendar hendur. Norðmaðurinn var á leiðinni til þess að verða verksmiðjuþræll erlendra manna. Sama hættan, og jafnvel í enn sitærri stíl, er þarna fyrir ísland. Sjálft á það ekki auðmagn til þess að notfæra sér~ fossaflið strax. En Danir hafa peninga. En eiga afkomendur norsku «yni minnismerki í Reykjavík, og höfðingjanna, afkomendur Egils, héldi afhjúpunar-hátíð þar með Gunnars að verða verksmiðjulýður æskulýð fslands. petta er nokk- í sínu eigin landi, og þræla fyrir urs um vert að muna í framtíð- útlenda auðmenn? pegar verk- inni! En steinninn er mállaus. smiðjurnar taka að svarra og PaS þarfnast einhvers meira til að súrra, þegar fslendingar eru stífla hinn erlenda straum. Bezta vinnulýðurinn, þá er norska and- i stíflan mundi vera lýðháskóli, sem i haldið gæti íslenzkum æskulýð Mér dettur Geysir í hug! Ef vakandi fyrir þjóðerni sínu. Lýðháskólinn hefir gert danska bóndann fremstan allra bænda beri að sama brunni með fossana. Eg gisti eina nótt í Reykholti, bæ Snorra Sturlusonar. Mér var' þeim skóla. ísland verður að hefir hann og unnið ágætt verk; bezti æskulýður vor kemur úr Snorri Jónsson Eins og getið var um í Lögbergi, sem út kom 3. apríl síðastl., andaðist einn af hinum eldri landnámsmönnum í Nýja- íslandi, Snorri Jónsson, að heimili sínu í Riverton (áður nefnt “Lundur”) við íslendingafljót, Manitoba, þann 27. marz, 1919. — Var líkið flutt til Snæbjörns, sonar hins látna, er býr um 5 mílur norðvestur af Árborg, og fór jarðarförin fram frá heimili hans 2. apríl til grafreits Árdals-safnaðar, þar sem Snorri sál. var jarðsettur samkvæmt eigin ráðstöfun. Séra Jóhann Bjarnason flutti húskveðju á heimili Snæbjörns og hélt ræðu yfir moldum hins látna. Jarðarförin var ein hin fjöl- mennasta, er átt hefir sér stað til Árdals-safnaðar grafreits, sem er l1/^ mílu vestur af Árborgar járnbrautarstöð. Snorri sál. Jónsson var fæddur í Máfskoti í Reykjadal, í fuður-pingeyjarsýslu, hinn 14. desember 1856, og var því á 63. ári, er hann lézt. Foreldrar hans voru heiðurshjónin Jón Mar- teinsson, frá Garði við Mývatn (d. 1873?) og Kristlaug Ólafs- dóttir, frá Narfastöðum í Reykjadal. pau bjuggu fyrst nokkur ár á áðurnefndu Máfskoti, en fluttu þaðan—og Snorri sál. með þeim—vorið 1863 að Fjöllum í Kelduhverfi, í Suður-pingeyjar- sýslu, og átti Snorri þar heimili stöðugt unz hann flutti til Canada sumarið 1883, enda var hann hér kendur við “Fjöll” (eða “Fjall”, eins og sumir nefndu það). Tveimur árum áður en Snorri sál. flutti frá Islandi vestur um haf (vorið 1881) giftist hann Kristjönu dóttur hjónanna Sigurðar Eiríkssonar‘og Guðrúnar Erlendsdóttur, er um all- mörg ár bjuggu á Ingjaldsstöðum í S. pingeyjarsýslu. pau hjónin, Snorri sál. og kona hans, fluttu frá íslandi til Canada sumarið 1883, komu til Nýja-íslands snemma í ágúst og settust fyrst að í bæjarstæðinu Riverton við íslendingafljót, sem er 3 mílur suðvestur frá mynni þess. En vorið 1886 nam Snorri sál. land 3 mílur norður frá Riverton, syðst í svonefndri ísafoldar-bygð. par lézt Kristjana, kona Snorra, 21. okt. 1899, og 3 árum síðar, eða vorið 1902, flutti hann sig, með börn sín, búferlum úr ísafoldar-bygð suðvestur í nýja bygð, er þá var rétt að byrja og nefnist Árdals-bygð, og nam land þar sem Snæ- björn sonur hans nú býr, um 5 mílur norðvestur frá Árborg. par Kjó Snorri sál. þar til vorið 1914, að hann brá búi og flutti sig til Riverton, bygði sér snoturt hús á sömu stöðvum og hann fyrst settist að á, er hann kom til þessa lands, og dvaldi þar unz hann lézt. Snorri sál. lét eftir sig 4 börn, öll uppkomin og mann- vænleg, og eru þau hér talin eftir aldri: Snæbjörn (giftur Sigríði Jónsdóttur, ættaðri úr Dalasýslu) er býr á föðurleifð sinni; Unnur, gift Jakobi Sigvaldasyni, er býr í svonefndri Víðir-bygð, skamt norðvestur af Snæbirni; Njáll Kristján, ógiftur, er býr á heimilisréttar-landi sínu, rétt austan við Snæbjörn; og Erlendur, ógiftur, er nú í Canada-hernum, en mun telja heimili sitt hjá systkinum sínum. Snorri sál. var fremur hár maður vexti og svaraði sér vel, ljós yfirlitum með blágrá augu — sór sig greinileg'a í íslenzk- norrænar ættir. Hann var kjark- og dugnaðarmaður, sem sýndi sig bezt í framkvæmdum hans sem nýbyggi — nam og býgði upp tvö nýbýli. Hann var greindur vel, hygginn og vin- fastur, og vel látinn af öllum, er kyntust honum að mun. — Hér er því fallinn frá einn af hinum nýtustu frumbyggjum Nýja-íslands. S. J. varnað svefns. Eg hugsaði um hve mikið við Norðmenn höfum Snorra og íslendingum að þakka. það er eins og Sivle (norskt skáld, Snorra ‘,‘Me hadde glöymt baade far og mor” o. s. frv. — pá dreymdi mig, að norskur æskulýður reisti Snorra Sturlu- eignast lýðháskóla. Og æskulýð- urinn norski verður að styrkja það til þess. pað er fyrst og fremst þaðan, sem hjálpin á að 1857 1904) kvað umjkoma. Vitanlega er mörgu bjarg- með því að.heimila Dönum rétt að öllum gullnámum náttúrunnar. ar þúsundir króna! Bara að ekki Norðurálfunnar. Hér í Noregi WHEN USING WILSON’S FLY PADS READ DIRECTI0NS CAREFULLY AND F0LL0W THEM, E I'j'u miklu hctri en gomí flugnapapp- írlnn. Hrelnni í Meðferð. Fæst lijá lyfsölum os? inatvörusiilum. inu að lyfta hér heima. Eitt slíkt Grettistak er biblían á norsku. Og margt fleira. En hvað um það — norskur æskulýður verður ein- hverntíma að þakka Islandi fyrir öll andlegu auðæfin, sem við höf- um fengið þaðan. En þau verð- mæti borgast ekki í peningum. En þeir geta sýnt hjartalagið. Skólastjóra íslenzks lýðháskóla höfum vér þar sem er Helgi Val- The Wellington Grocery Company Corner Wellington & Victor Phone Garry 2681 License No. 5-9103 Hefir beztu matvörur á boðstól- um með sanngjörnu verði. týsson. Mjög mikill hæfileikamað- ur bæði í ræðu og riti. —fsafold. Hinum góða keim er að þakka

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.