Lögberg - 14.08.1919, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.08.1919, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 14. ÁGÚST 1919 Bls. 5 iiiiHiraiiiiBitiiBiiiiHiniBnnBiiiiBianiiBiiiiaiiniiiaiiiiaiiiiBiiitail Sjóðið matinn á | Rafmagns vél § Og ■ SPARID : peninga, 'tíma og vinnu ■ ; City Light & Power ■ ' 54 King Street | máttugur hefir helt yfir íslenzku Porvaldur porvaldsson var einn þjóðina í öndverðu. með þeim fyrstu íslendingum, sem Hvað sprettur svo upp úr þess- vakti athygli hérlendu þjóðarinn- ari öskustó,-þessu glóandi gjalli? ar á íslendingum sem lærdóms- Eg hefi vaðið með ykkur í gegn mönnum. Hann skaraði fram úr um hörmungar og dauða — bölvun j á sinni tíð og er minst þann dag kúgunarinnar, sýnt ykkur inn í' á dag við þann skóla, sem hann myrkasta myrkrið. En nú skal/gekk á, sem eins hins gáfaðasta ykkur fara að birta fyrir augum. lærisveins sem þar hefir komið. Eg ætla að fara að tala um gróð- urinn. Áður en hraunin voru kólnuð fæðist Bjarni Thorarinsen, og svo hver af öðrum, Björn Gunnlaugs- son, Sveinbjörn Egilsen, Baldvin Einarsson, Tómas Sæmundsson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gísla- son og Jón Sigurðsson. Allir þess- ir fæddust á seinustu áratugum átjándu aldarinnar og fyrstu ára- tugum hinnar nítjándu. Aldrei hefir nokkur þjóð getað stært sig af fegurri blómum upp úr öðru eins fámenni og öðru eins líka kaldakoli. — Mörg og elskuleg stórskáld hefir íslenzka þjóðin eignast síðan, en engan enn sem tekur fram Jónasi og Bjarna. Marga kennara hefir ísland feng- ið og átt, en aldrei neinn sem bet- ur hefir kent en Baldvin og Tómas. Og ekki hefir okkur brostið af- bragðs menn til að hefja íslenzka tungu úr niðurlægingu þeirri sem hún var komin í, upp í þáð veldi, sem henni ber að skipa. En enn sem komið er teljum vér Konráð fyrstan. Og í stjórnmálum. pið vitið öll hvað eg ætla að segja. Jón Sig- urðsson síðastur og mestur, já, langmestur. Og þegar maður svo virðir fyrir sér það, sem íslenzka þjóðin hefir orðið að ganga í gegn um, þá get- ur maður ekki varist því að maður fyllist oft af hryllingi. En um leið fyllist maður aðdáun. Eg veit ekki hvernig það er fyrir ykkur, en svo er það fyrir mér, að aldrei veit eg betui: en þá hvað það er að hlæja með tárin í augunum. Mínir háttvirtu herrar og frúr! Enn þá þarf eg að biðja ykkur um ofurlitla þolinmæði. Eg skal flýta mér eins mikið og eg get. En mér er alveg ómögulegt að skilja við þetta svona. Eg hefi talað um íslenzku þjóð- ina og baráttu hennar fyrir til- veru sinni, reynt að gjöra ykkur það skiljanlegt, að það verðskuldar aðdáun, að þjóðin skyldi komast lifandi í gegn um það, sem hún hefir orðið að líða, og eftir alt saman vera eins bráðlifandi og hún er nú. Fyrir minna en hund- rað og þrjátíu árum að vera að eins þrjátíu og átta þúsundir, stödd á heijar þröminni, en í dag full- valda ríki. pað er þó ástæða að gleðja sig yfir. En þetta er ekki sönnun fyrir því að íslendingar skari fram úr öðrum þjóðum að manndómi. Ekki einu sinni víst að þeir komist þar til jafns. Má vera að aðrar þjóð- ir hefðu þolað þetta alt og miklu meira. Til þess að komast að þessu verður maður að hafa samanburð. Og er þá eðlilegast að snúa sér að þeim parti íslenzku þjóðarinnar, sem dvalið hefir erlendis. Verða þá svo sem að sjálfsögðu fyrst fyrir manni þeir íslendingar, sem hafa sezt að í Ameríku; fyrst þekkir maður þar bezt til og svo hitt, að hvergi hafa íslendingar annarsstaðar lent í öðru eins al- heims-þjóða-mannlífshafi. Eg ætla mér að koma með fáein dæmi, og láta ykkur sjálf skera úr, hvernig fslendingar hafa staðist það manndóms próf. Fyrir nokkrum árum síðaii var barnaskólinn í Selkirk svo óhepp- inn að hann fékk yfirkennara, sem ekki reyndist því verki vaxinn sem þar var um að ræða. Afleið- ingin var sú, að börnin voru ekki eins vel undirbúin eins og þau hafa verið, bæði fyr og síðar. Mörg af börnunum hættu við að skrifa fyrir prófin, treystu sér ekki. Um tuttugu skrifuðu þó og af þeim komust að eins sjö í gegn- um prófið og af þeim sjö voru fimm íslenzk. Hvernig stóðust þau prófið? En því komust ekki fleiri íslenzk börn í gegnum próf- ið? Og verið þið ekki að þessum spurningum. pau voru að eins 5 sem gengu undir prófið, og fóru öll í gegn. Hann dó ungur langt fyrir aldur fram. En merkið lá ekki lengi niðri, því brátt komu aðrir sem farið var að taka eftir, og mætti nefna Fjeldsted, Leo, Guttormsson og fl. og fl. Eg man eitt vor, þar sem eg var að vinna, að blaða- drengur hljóp fram hjá og veifaði blaðinu og hrópaði: Háskólapróf- in! Eg keypti blaðið, því eg sá að eitthvað var prentað með flanna stórum rauðum stöfum, sem náðu yfir hálfa blaðsíðuna. Annars var það ekki siður þá, að prenta með svoleiðis letri, nema þegar einhver stór tíðindi voru á ferðinni. Og Niðurl. á 7. bls. Til Mr. og Mrs. Sigfúsar Pálssonar. Eftir lát einkasonar þeirra Sigurjóns. Von er að þið heiðurshjón hörmulegt sem biðuð tjón, heit nú fellið hrygðar tár hjartans djúpt því blæðir sár, síðan ykkar einkason, yndælasta gleðivon, var úr ykkar örmum hrifinn yfir dauðans huldu klifin. Meinblandin eru manna kjör, mega það eflaust flestir játa. Lífið er eins og óskírð gata, .skilið ei getum guðasvör. Uns vér við hafið hinumegin hljótum að finna sannleiks veginn lífið er alt á flóttaför. Æfi vor líður áfram skjótt, áður en varir ljómar dagur unaðsríkur og yndisfagur, eftir hrímkalda nepju nótt. pá vér ei framar þurfum stríða þrautir við eða sorg og kvíða; öðlumst svo nýjan andans þrótt. par í friðsölum frelsarans frelsta vini vér aftur sjáum og þeim tengjast um eilífð fáum, anægju sönnum krýndir kranz; þá mun vor græða sorgarsáfin, .saknaðs og höfug þerra tárin algildi kraftur kærleikans. Fylgi þér heilög farsældin frændi minn, gegnum líf og dauða, lát þig hugga þá trú ótrauða sæll að nú lifir sonur þinn, 'guðsdýrðar upp í himni háum, hann þars vér glögt í anda sjáum, eilífs til friðar inngenginn. Aldrei skyldum óttast vér örlög heljar kífsins, því að dauðinn að eins er inngangur til lífsins. S. J. Jóhannesson. Miðskólaprófin. Eins og vér gátum um í síðasta blaði Lögbergs, þá voru það að eins nöfn þeirra, sem stóðust þau próf og gengið höfðu á Jóns Bjarnasonar skóla, sem birt voru í blaðinu. Nöfn þeirra sem á aðra skóla hafa gengið og staðist hafa prófið, birtum vér nú. Ein íslenzk stúlka, Nina John- son, tók verðlaun að upphæð $60, fyrir ágæta kunnáttu í latínu og reikningi. Stúlka þessi er frá Winnipeg og er dóttir Árna heit. Johnsonar trésmiðs, sem fyrir skömmu er dáinn, og ekkju hans Guðríðar Johnson. 9. bekkur, kennaradeildin. Bjarni Archibald Bjarnson. Sigurjón Arthur Sigurdson, báðir með heiðri. Dóra Margrét Björnson. Lilja G. Borgfjord. Jessie Christopherson. Oluf Sigridur Egilson. Gudrun Kristin Marteinson. Kristin Anna Olson. Laura Pauline Olson. Clara Mary Marcella Sigurdson. Christina Athalbjörg Storm. Sveinfred Storm. Johanna Sigridur Thompson. Jonina Olafdon (Geography). Thora Palson )Geography). Sigurbjörn Frederickson (Draw ing). Hey og beitifóður í Sas- katchewan. EFTIR JOHN BRACKEN, B. S. A. prófessor í garðrækt við háskólann í Saskatchewan. Innlendar jurtir. pær eru notaðar bæði til heytekju og beitar í öllum nýjum bygðarlögum. pær tegundir, sem mest voru notaðar á hinum fyrstu búskaparárum í fylkinu, voru aðallega “Prairie wool” og “Slough hey”. Báðar tegundirnar hafa allmikið næringargildi, séu þær slegnar áður en þær ná fullum þroska. En slegnar fullþroska, eða eftir að hafa frosið, eru þær næsta lélegt fóður. pað eykur nokkuð á gildi þeirra, að innan um þær vex alla jafna ýmislegt annað kraftgresi, sem gerir beitina eða heyið miklu aðgengilegra og Tiollara yfirleitt. par sem tegundir þessar vaxa þétt, er óþarft að sá nokkrum var- andi jurtum með, en vaxi þær aftur á móti gisið, er rétt að sá öðru grasi til uppfylíingar. Sé svo gras það slegið á réttum tíma, hefir það sæmilega gott fóðurgildi. Fóðurjurta sambland. Undir vissum kringumstæðum er arðvænlegra að sá saman fleiri en einni tegund, hvort sem um er að ræða heytekju eða beit. Og í tilraunastöðv- um kringum Saskatoon, hefir það komið í ljós, að bland- aðar grastegundir hafa gefið meiri heyfeng, en þar sem sáð hefir verið aðeins einni tegund. Eftirfarandi tafla sýnir tegundir þær og hlutföll þeirra, sem bezt munu eiga við í hinum ýmsu mismunandi héruðum Saskatchewan fylkis. 1. Western rye 8 pd., brome 6 pd. 2. Western rye 10 pd., Kentucky blue 6 pd. 3. Western rye 10 pd., timothy 3 pd. 4. Western rye 10 pd., alfalfa 3 pd. 5. Brome 8 pd., alfalfa 5 pd. 6. Timothy 5 pd., Alfalfa 5 pd. - 7. Western rye 8 pd., Kentucky blue 4 pd., alfalfa 3 pund. 8. Western rye 5 pd., brome 3 pd., timothy 2 pd., alfalfa 3 pd. 9. Western rye eða brome 8 pd., red top 4 pd., alsike clover 3 pd. pær spildurnar, sem innihalda alfalfn, gefa mestan heyfeng og ætti þær ávalt að vera tvíslegnar. En hinar spildurnar, sem sáð er í brome grasi, eða brome og alfalfa til samans, eru undir ölum kringumstæðum langbeztar til beitar. í norður eða austur héruðum Saskatchewan fylkis, gefur sú landspildan venjulegast mestan heyfeng, er mestu hefír sáð verið af rúginum, um leið og hin svæðin, með Western rye, alfalfa ogitimothy, skara fram úr þegar til beitarinnar kemur. — í stöku héruðum má vel nota timothy í staðinn fyrir Western rye. 1 héruðum, þar sem mjög er láglent, og hætta ðtafar af flóðum, má hiklaust telja nr. 9 langbezt viðeigandi. Allstaðar, þar sem jarðveginum er þannig háttað, að alsike dregur úr grasvextinum, er gott að sá þeim mun meir af hinni tegundinni, og hætta gersamlgga við alsike. par sem góð gróðrarskilyrði eru fyrir h*endi, má nota 1—2 pund af red clover alsike, alfalfa, í staðinn fyrir jafnþyngd einhvers annars útsæðis. pótt ef til vill ýms- ar smárategundir, að undanskilinni alfalfa, hafi hingað til eigi reynst sérlega vel yfirleitt, þá er þó hvergi nærri fullreynt með þær, og í hinum þunga jarðvegi í norður og austur Saskatchewan geta þær þrifist vel og orðið arð- vænlegar. Riennial Crops. Biennial-fóðurtegundir lifa, eins og nafnið bendir til, ekki lengur en tvö ár, eða hluta úr tveimur árum, og þá deyja þær. Til þess flokks teljast red clover, alsike clover, white dutch clover, sweet clover, winter rye og rape. Skýringar á winter rye og rape, eru gefnar seinna í ritgjörð þessari, undir nafninu “Annual Crops”. Óblandnar smárategundir — rauðsmári, alsike og Dutch, eru mjög lítið ræktaðar í Saskatchewan. pær eru ekki vel fallnar fyrir loftslag það, er einkennir fylkið. Flestar þola þær illa ofurþurka, og rauðsmári og alsike eru svo veikbygðar plöntur að þær standast tæplega harð- an vetur. Hyggilegast er að sá þessum tegundum aðeins í til- tölulega litla bletti í hvert sinn, hvort heldur sem um er að ræða heyfeng eða beit. White og Dutch smári er miklu harðari og er víða ræktaður á harðvelli saman við Kentucky blue gras. Alsike er nokkru þolnari jurt en rauðsmári og á bet- ur við þar sem um láglendi er að ræða. Ýmsar rauðsmára- tegundir, sem fluttar hafa verið inn frá Síberíu, éru sæmi- lega harðgerðar, og því líklegar til að geta þegar fram í sækir, orðið að miklu gagni í landi þessu. Hinn hvíti smári er svo lágur, að hann má teljast óhæfur með öllu til heytekju, en þar sem hann vex innan um annað gra^, er hann dágóður til beitar. Enda ætti aldrei að rækta þa tegund eina sér, í Saskatchewan fylki, nema þar sem um er að ræða tilraunir í grasrækt. Hæfilegt mun vera að sá í ekru hverja frá 10—12 pundum af rauðsmára, 7—10 af alsike og 6—8 of hvít-, smára. Sweet clover (Meliotus alba) er hávaxin, biennial fóðurjurt, með hrjúfan greinóttan stöngul og hvít blóm, blöðin eru fá, nema rétt fyrst í stað, meðan jurtin er sér- staklega ung. Jurt þessi er álíka lífseig og alfalfa, ef hún er inoculated og fær nóg af köfnunarefni úr loftinu. Sweet clover hefir ýmsa annmarka, sem draga nokkuð úr gildi hans. Hann er afar beiskur á bragðið, einkum þó á meðan hann er að þroskast, og þegar hann er full- vaxinn verður hann harður og meltist illa. Stundum get- ur sweet clover, einkum innan um alfalfa, orðið að reglu- legu illgresi. Aðalkostirnir, sem Sweet clover hefir til að bera eru þeir, að hann á vel við veðráttufar fylkisins, gefur af sér mikla eftirtekju, og er biennial. Hann þrífst einnig flestum tegundum betur í héruðum þeim, sem hætt er við hvassviðrum og foki. Sweet clover vex venjulega mánuði fyr en Corn, og helzt grænn mánuði lengur. Vor og haust frost verða honum sjaldan að tjóni, og er hann jafnvel af þeirri einú ústæðu vel til ræktunar fallinn í Vestur Canada. 1 kringum Saskatoon, hefir Sweet clover, þegar honumihefir verið sáð í raðir, gefið meiri uppskeru en nokkrar aðrar fóðurtegundir, jafnvel meiri en Corn. Á hverju meðal sumri, mun Sweet clover verða frá 1—3 feta hár, fyrsta árið sem honum er sáð. Má nota þann grasvöxt, hvort heldur sem vera vill til heyskapar eða beitar. Næsta ár á eftir, er fyrri uppskeran venju- legast það snemma þroskuð, að hana má slá seinni hluta júnímánaðar. Síðari slátturinn fer oftast nær fram um og eftir tuttugasta júlí. petta frá 4—15 pund af útsæði fara í ekruna, eftir því hvað breitt er bilið milli raðanna. Eins og nú standa sakir, hefir Sweet clover mest gildi frá sjónarmiði bænda í Vestur Canada, sem beitijurt. Sumstaðar er hann þó sleginn, með sæmilegun* árangri, fari slátturinn nógu snemma fram. — Verði það leitt í ljós, sem er engan veginn ólíklegt, að Sweet clover, þoli vel vetrarharðindin, ef honum er sáð með nurse crop, þá verður þar með ráðin ein af flóknustu gátunum í sam- bandi við útbeitina, og jafnvel hvað viðvíkur heytekjúnni einnig, í bygðarlögum þeim þar sem hvorki rauðsmári né alfalfa njóta sínj Annual Crops. Hinar beztu tegundir fyrir hey, beit og “green feed” eru hafrar, baunir, bygg, vetrarrúgur, Millets, Corn og rape. ....Hafrar í Saskatchewan fylki eru notaðir margfalt meira en nokkur önnur fóðurtegund. Á mörgum búgörð- um, þar sem innlent fóðurgras ekki vex, nema þá í litlum mæli, eru hafrar og hafrastrá, hér um bil eina hestafóðrið. Eigi slikt fóður að gefast reglulega vel, er um að gera að það sé snemmslegið. Skuli það notað verða til kýrfóðurs, þarf einnig að slá það meðan að það hefir ekkert mist af safanum. Hafrahey reynist yfirleitt vel, þar sem skepnum er ekki gefið of mikið af því, en sé það slegið fnllþroskað, er það nokkuð örðugt fyrir meltinguna, og getuT einkum orðið hestum að tjöni. Búast má við þetta frá 2%—3 tonnum af þurkuðu heyi af ekru hverri, þar sem um meðalgott land er að ræða. pó verður uppskeran nokkuð lægri i annað og þriðja sinn frá plægingu. Baunir og hafrar. — S&mbland af baunum og höfr- um, gefur oft talsvert betri uppskeru en eintómir hafrar. Grastegundir þessar hafa viða reynst ágætlega og stund- um verið notaðar til súrheygerðar, t. d. í Lacombe, Alta. Einnig eru þær allgóðar til beitar. Arthur peas og Bannes eiga einknm vel saman. Victory og Abundance hafrar blandast einnig vel. Baunaskerfurinn er þetta venjulega frá %—1 bushel á móts við 2 bushel af höfrum. par sem jarðvegurinn er sérlega frjósamur skal nota minna af baununum. peir bændur, sem ieggja stund á mjólkurgriparækt eru nákunnugir þessum fóðurjurtategundum, því þær eru einkar vel fallnar til fóðurs fyrír kýr, þótt góðar séu einnig öðrum skepnum. Bygg er ekki talið að vera eíns gott til heytekju og hafrar, en í héruðum þar sem um illgresi er að ræða, svo sem vilta hafra, er það nokkuð notað. pað er miklu bráð- þroskaðra en hafrarnir, og uppskera þess er að jafnaði miklu hreinni. Uppskerumagnið er að jafnaði nokkru minna en af höfrum. Beztu tegundirnar eru Success og White Hulless, enda er allvíða ræktað mikið af þeim. Vetrar-rúgur er að eins lítið notaður til fóðurs. pó er hann stundum sleginn og notaður dálítið til heygerðar. Beztu hlunnindin í sambandi við vetrarrúg eru þau. hvað bráðþroska hann er. Uppskerumagnið er álíka og af höfr- um. Margar aðrar tegundir gefa af sér betra hey, en engar eru þroskaðar jafnsnemma á vorin. Sé rúgur notaður til heygerðar, þarf að slá hann snemma, áður en stöngullinn harðnar, því að öðrum kosti verður hann bæði óaðgengilegur og lítt meltanlegur. prautseigasta rúgtegundin er N. D. No. 959. — Sé rúgi sáð snemma að vorinu, má nota hann dálítið til beitar þeg- ar fram á haustið líður. Sé vetrarrúgur gefinn mjólkur- kúm, meðan hann er grænn, spillir hann mjólkurgæðunum, nema því aðeins að gefinn sé undireins og búið er að mjólka. Sá skal rúgi þessum eigi síðar en í annari viku ágústmánaðar, og er eitt bushel talið fullnægjandi fyrir ekruna. Vor-rúgur hefir eigi jafnmikið uppskerumagn iOg hafrar, nema því aðeins að um mjög léttan jarðveg sé að ræða. The Millets eru ársjurtir, sem notaðar eru einungis til skepnufóðurs í Vestur Canada. Allar þessar tegundir vaxa fljótt, þola allvel þurka en standast illa frost, hvort heldur fyrri part sumars eða að haustinu. par sem jarð- vegurinn er kaldur og saggasamur, þroskast þær mjög dræmt. Eiginlega eiga jurtir þessar bezt heima þar sem hitinn er mestur. pær eru alment kallaðar “Catch crops”, sökum þess, að þeim er oft sáð í stað annara fóðurjurta sem brugðist hafa, eða sýnast ætla að bregðast. Á plægðu landi í kringum Saskatoon, er uppskera þessara fóðurjurta álíka mikil og af höfrum. — Almennast eru þrjár tegundir ræktaðar af Millets, Barmyard millets, Broom corn eða Proso millets og Fox- tail millets. Hinar tvær fyrnefndu eru betur fallnar fyrir gróðrarskilyrði Vesturlandsins. Nafnkunnustu tegundirn- ar eru Foxtail millets, Hungarian, Siberian og Kursk. Við sáninguna er venjulegast notuð sáðvél, og fara frá 20—30 pund í ekruna. Sáning skal fram fara seinni partinn í maí, eða fyrstu dagana í júní. Nota má fóður- jurtir þessar hvort heldur til heygerðar eða útbeitar, en þó þurfa þær sérstaklega góða þurka, ef vel á að vera, sökum þess hve blöðin eru þykk og safamikil. Gefa má öllum skepnum heytegund þessa, en þó er hún einha helzt gefin kúm. Sé tegund þessi síðslegin, er sagt að hún sé skaðleg fyrir nýrun, einkum þó þegar um er að ræða hesta. Corn (Zea Mays) er lítið ræktað til fóðurs í Vestur Canada og er það þó ein allra arðvænlegasta tegundin, sem hægt er að sá. Sé öll vandvirkni viðhöfð gefur hún af sér frá 8 til 20 smálestir af ekrunni. Tegund þessi er sérlega vel faHin til súrheys gerðar, og sem þurkað hey, er hún eitt hið ágætasta fóður. Algengustu tegundirnar eru Compton’s Early, Dakota White Flint og Longfellow, og veita þær mestu uppsker- una. Free Press, Gehu og Quebec Eight Rowed þroskast fyr, en hafa minna fóðurgildi. f Saskatchewan fylki sá menn Corn venjulegast sein- ustu tíu dagana í maímánuði. Jurt þessi er afar veikbygð, og þess vegna er nauð- synlegt að sá henni undir eins og frost er úr jörðu og hættan af nýju frosti um garð gengin. Velja skal mjúkan og frjósaman jarðveg fyrir Corn. Pegar Corn er ræktað til fóðurs er því venjulega sáð með sáningarvél, þótt stnndum sé því einnig sáð með höndunum, á líkan hátt og gert er við kartöflur. Fyrri aðferðin gefur því meiri eftirtekju, en kemur ekki yfirleitt eins vel í veg fyrir þroskun illgresisins. Ef sáð er með vél skal millibilið vera frá 36—42 þumlungar, en 20—30 pund af fræi skal nota í ekru hverja. Ef sáð er með hinm aðferðinni, nægja 15—20 pund. — pangað til plantan er orðin frá 6—8 þumlunga löng, er gott að viðhafa “light drag harrows cultivation”, til þess að koma í veg fyrir að illgresið nái að þroskast, og eins til þess að halda jarð- veginum í góðu ásigkomulagi. Nauðsynlegt er að viðhafa Interillage með 2 hesta Cultivator. Slík aðferð verð- ur til þess að jarðvegurinn heldur betur í sér nauðsynleg- um raka, svo að minni hætta stafar af ofþurki. Eigi upp- skeran að vera notuð til súrheysgerðar, er hún slegin með Corn harvestor og flutt tafarlaust til geymslustaðarins. En sé um að ræða þurkað hey, þá er það venjulega sett i stakk á akrinum. Undir öllum kringumstæðum verður að. slá þesea teg- und áður en frostin koma. Sé um súrhey að ræða, þarf að láta síga úr alt vatn, áður en það er sett saman, til þess að það geti varist myglu. Uppskeran fer venjulegast fram seinustu dagana í ágúst, eða þá fyrstu í septembei*. Rape (Brassioc Napus) er biennial fóðurjurt. Hún hefir ákaflega mikið gróðurmagn og gefur oft frá 10 til 30 smálestir af ekrunni. Nota má jurt þessa jöfnum hönd- um til heytekju og beitar. Blöðin eru mjög safamikil og er því oft örðugt að þurka heyið svo vel sé. — Til beitar er fóðurjurt þessi aðallega seinni hluta sumars og að haustinu, fyrir kindur, svín og nautgripi. Jurtín hefir eigi góð áhrif á mjólkurkýr — það er að segja mjólkin missir nokkuð af gildi sínu, og tapar nokkru af sínum eðlilega lit nema því aðeins, að hey þetta sé gefið undir eins að loknum mjöltum. Rape þolir vel frost, og er því oft bezta fóðurjurtin þegar langt fram á haust líður. — Sáning fer fram með venjulegri sáðvél, með 2—3 feta millibili, á landi sem vel er undirbúið. Gott er að beita gripum á lönd þau, sem rape er sáð í, sökum áburðarins. Hætta getur verið á því, að nautgripir og kindur fái uppþembing af jurt þessari, nema því aðeins að hafa verið vanin við hana smátt og smátt. Einkum er þó hætt- an mest eftir frost, eða þegar mikil dögg er á jörðu. prjú til fjögur pund af útsæði nægja í ekruna. Soiling Crops. Tegundir þær, sem ílestra orsaka vegna eru bezt fallnar til ræktunar í Saskatchewan, eru winter rye, alfalfa (fyrstai uppskeran), hafrar, baunir, corn og rape. Allar þessar fóðurjurtir má nota annað hvort til beit- ar, eða þá sem green feed frá 1. maí og þangað til í nóvem- ber. — Hafrar, baunir og rape eru oft hentugustu og nauðsynlegustu tegundirnar á þeim tímum, þegar aðrar fóðurjurtir eru ekki í því ástandi, sem þær ættu að vera. Mixtures fyrir árlega uppskeru til heys og beitar. Hinar algengustu mixture tegundir, sem notaðar hafa verið, eru baunir og hafrar, en stundum er blandað saman byggi og höfrum, og sumstaðar einnig höfrum og vorrúgi. pær tvær síðarnefndu eru þó oftast nær notaðar eingöngu til beitar. Bezta beitijurtablöndun er venjulega samsett þannig: baunir 60, hafrar 34, millet 2, rape 2. — Sé slík beit ætluð mjólkurkúm, er bezt að sá sem minstu af rape, helzt engu. Niðurstaða. 1. Hinar beztu varandi, fóðurjurtategundir — það er að segja bezt fallnar til ræktunar í Saskatchewan, eru Western rye, brome gras og alfalfa. En af árlegum heytegundum, má telja hafra, baunir, bygg og vetrarrúg þær beztu. 2. Ágætar heytegundir má einnig telja timothy, sweet clover og millets. 2. Til beitar er að jafnaði bezt brome gras, eða sam- bland þéss við alfalfa. par næst má telja Kentucky blue og red top blande* innan um timothy og alfalfa. 4. Beztu tegundir til árlegrar beitar, eru vetrarrúg- ur, hafrar, baunir, bygg og rape til samans. — Sweet clover getur að líkindum einnig orðið allgóð beitijurt, þegar menn eru orðnir vanari við að nota hana. 3. Fullkomnustu og beztu tegundir Soiling Crops, mun óhætt mega telja vetrarrúg, alfalfa, baunir, hafra, corn og rape, sökum þess hve þær þroskast fljótt, og eru snemma nothæfar. FOÐURJURTIR I SASKATCHEWAN Tafla þessi veitir upplýsingar f sambandi við hinar algengustu tegundir. Uppskera S&ning ÁætlaS verB fræsins pyngd fræs & ekruna Venjuleg uppskera, í sæmilega gótSum jarSvegi Air Dry Weight Green Weight Dry Matter Alfalfa (Grimm) Early June Per Lb. 20o to 60c Lbs. 2 to 10 1 14 to 1 6-8 tons 5 to 614 tons 2,200-2,800 lbs. Western Rye Grass Early June lOc to 16c 12 to 16 1 14 tons 2,400-2,800 lbs. Brome Grass Early June lOc to 15c 12 to 16 1 14 tons 2,400-2,700 lbs. Kentucky Blue Grass Early June 15c to 20c 18 to 20 1 ton 1,500-1,800 lbs. Timothy Early June 7c to llc 6 to 10 1 ton 1,700-1,800 lbs. Red Top Early June 25c to 36c 15 to 20 1 ton 1,800-1,900 lbs. Meadow Fescue Early June 20c to 25c i 20 to 30 1 ton 1,700-1,800 lbs. Oats Last half May or as needed lc and up 1 % to 2 14 bus. 214 to 2% tons 9 to 12 tons 3,800-4,800 lbs. Peas and Oats Last half May or as needed Peas 2c and up 100 to 125 2 % to 2 % tons 9 to 12 tons 3,800-4,800 lbs. Beardless Barley Last half May or as needed 1 %c and up 70 to 90 2 to 2% tons 8 to 10 tens 3,300-4,300 lbs. Winter Rye Last half Aug, or as needed 1 %c and up 1 bushel 214 to 2% tons 8 to 11 tons 3,800-4,800 lbs. Hungarian Millet Late May or early June 3c to 6c 20 to 30 2 to 2 % tons 7 to 11 tons 3,000-4,500 lbs. Corn May 20 to 30 4c to lOc 12 to 30 3 to 414 tons 10 to 15 tons 3,600-5,000 lbs. Rape Sweet Clover May 20 to June 20 June 8c to 15c 20c to 30c 4 to 5 4 to 15 2% to 314 tons 12 to 18 tons 8 to 14 tons 4,000-5,000 lbs. Árleg uppskera af plægðu landi. Jón Peter Sigvaldason (Draw- ing). Wm. Fred Frederickson (Saga Canada). 9. bekkur, Combined Course. Guðrún Ingjaldson, Thelma Jónína Johannson, báð- ar með heiðri. Lúðvík Erlendur Anderson. Karitas Gudlief Brekman. Bergthor Einarson. Josephine Lilian Halldorson. Ingibjörg Johnson. Laura Lindal. Laura Helga Solmundson. X. bekkur, Combined Course. Anna Ingibjörg Gudmundson, Florence Isabella Long, Freda Johanna Long, Sigríður Eggertson, allar með heiðri. Guðrún Vigfússon. X. bekkur, kennaradeildin. Guðrún Victoria Thordarson, með heiðri. XI. bekkur, kennaradeildin. Guðlaug Bjarnason. Jóhanna Sigurlína Jóhannsson. Kristín Guðrún Johnson. Sigurlaug Soffia Johnson. Margaret Polson. Elizabet O. Thiðrikson. Lára Eyford (Composition). Thuríður Johiíson (Physics). Ljótunn Guðríður Thorsteinson (Physics). Clara Anná Johnson (bókm.) Sigurbjörg Johnson. XI. bekkur, Combined Course. Nina Johnson, með heiðri. Hannes Hannesson. Eyjólfur Jonsson. IX. bekkur, Arts Matriculation. Arni Benedictson. Ingolfur Einarson. Thorvaldur Peturson. Chris. Thorwaldur Snidal. Harold Freeman Stephenson. IX. bekkur, Engineering Matric. Mundi Björnsson, með heiðri. N^rman Olson. Russell Freeman Stephenson. Part I. Arts Matriculation. Albert P. Halldorson (Saga Canada). Oliver Olson, 1 B. Part I. Engineering Matric. Geir Thorgeirson, 1 B. Part I. Arts Matriculation. IX. og X. bekkur, Combinad Course Lillian Thorlakson (Arithmetic) Guðrún Vigfússon, 1 A. Part II. Arts Matriculation. XI. bekkur, Combined Course. Hannes Hannesson. Eyjólfur Johnson. Olive E. Thorlakson (latnesk málfræði og bókmentir). Part II. Engineering Matric. Ingi Borgfjord. George F. Long (réttritun). Part II. Arts Matriculation. Jón Ragnar Johnson. KENNARA VANTAR við Odda skóla No. 1830 í 7 mán- ;uði, n. 1. frá 15. sept. til 15. des. ,1919; og frá 1. marz til 30. júní 1920. Umsækjendur tiltaki menta- stig, æfing og kaup, er þeir óska að fá. Einnig þekkingu sína í tón- fræði og orgelspili. — Tilboðum veitt móttaka til 1. sept. 1919. .... Thor. Stephanson, Sec. Treas.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.