Lögberg - 14.08.1919, Blaðsíða 7

Lögberg - 14.08.1919, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. ÁGÚST 1919 7 Hrein í meðferð. Seld í hverrl lyfja- búð og matvöruhúsum. Þjóðrækni. (Niðurl. frá 2. bls.) pjóðrækni vor Islendinga hlýt- ur að skapa þjóðarþrif fyrir ríkis- heildina hér, og eigi annað. En — nú er fleira innifalið i þjóðræknis hreyfingunni, en að stunda það, sem þjóðinni isienzku hér er til hagsbóta og vera minn- ugir á það, sem henni er til sæmd- ar, — og nú er talið. pað er við- hald erlendrar tungu, og samband við erlent riki. Eða er elcki svo? -Jú, það er innifalið i þessu hug- taki; en það fellur und'ir hina lið- ina tvo — til hagsbóta og sæmd- ar. Að vér höldum sambandinu sem nákomnustu við heimaþjóð vora er oss og þessu þjóðlífi til hagsbóta. Að vér höldum við feðratungu vorri, er oss og þjóðfé- laginu til sæmdar. Et sæmd eða vansæmd að mentun? Er það ékki mentun áð lesa og tala þá tungu, sem er éin af frumtungum og undirstöðumál- um hins mentaða heims? Ffemur undirstöðumál enskunnar og skandínavísku málanna, en latínan eða grískan. Próf. Max Mueller, hinn mikli málfræðingur Oxford háskólans, sagði: “Að kunna eitt mál er að kunna ekkert mál.” Ef hér væri um tungu að ræða, er ætti engar bökmentir, er óskyld væri siðménnlngar málunum nýju, væri öðru máli að gegna. pá værí vanséð að í því væri nokkur sæmd að halda henni við eða kunna hana. Ef þetta tfl dæmis væri Hottentotta mál, eða Kaffira eða Jakuta. En svo er eigi. petta er undirstöðumáldð eitt, helmsmennlngarinnar sjálfrar. pað er eitthvert frægasta bókmenta- mál veraldarimjar. pað er F'ræði- safnið mikla, er geymir sögu stór- hluta Norðurálfunnar yfir vist skeið, svo að þeirrar sögu er hvergi annarsstaðar að lelta en þar. pað er fræðibókin, er geym- ir hin sameiginlegu hetjuljóð, —j trúarljóð gotnesk-germanska kyn-J stofnsins áður en tungurnar að- greindust, svo að um þau má segja hið sama og skáldið kvað um Suð- ur-Jóta: “Söm eru öll vor sig- urljóð og sami vermir oss eldur.” pað eru ljóðin vor allra, Norð- manna, Svía, Dana, Engla, Saxa og fslendinga. Um fjársjóðu þessa, sem tunga vor geymir og varðveitir, farast einum hinum merkasta manni á Norðurlöndum svo orð: “Viljir þú íslendingur að marki fá ást á landi þínu, þá blaðaðu í æfi þess og kyntu þér alt það, sem þar er skrifað af mentun og athöfnum feðra þinna. Takirðu I burtu það, sem þeir hafa skrásett, munu þér ei að eins æði daufleg NOrður- lönd, heldur muntu í sögu mann- kynsins finna álíka skarð og stjörnufræðingurinn, ef hann rantaði Leiðarstjörnuna.” pað er um þesla tungu að ræða, að viðhalda þekkingunni á henni og veita eftir megni öðrum þá þekkingu, sem oss verða sam- ferða, svo að þeir verði hluttak- endur í hinum sama auði. Og hvernig gæti það skoðast þessu þjóðlífi til meina eður ógagns? Ef svo væri, þá skoðar hinn ágæti vísindamaður Englendinga, Dr. George Webbe Dasent, er var við Oxford háskóla, þetta nokkuð á annan veg. Hann segir I formála fyrir íslenzk-ensku orðabókinni merku, er kend er við Cleasbey, þar sem hann er að tala um hinn mikla kostnað og erfiði og verk að koma henni út: “En þá væri alt hið mikla erfiði vel launað, ef það gæti leitt til þess að draga at- hygli enskra fræðimanna að bók- mentum íslands. pví, þótt aðal- auður tungunnari liggi I hinum fornu sögum, þá skyldi enginn ætla að hin íslenzka tunga síðari alda sé eigi þess verð að kynna sér hana. Hvergi í veröldinni að sama hlutfalli við mannfjölda, hef- ir þróast annað eins bókmentalíf, óslitið, kynslóð eftir kynslóð, og á þessari fjarlægu eyju.” Og svo bætir hann því við, að enginn fræðimaður mundi sjá eftir þeim tíma og f.yrirhöfn er hann legði í að læra þessa tungu, eftir að hann gæti farið að lesa Eddurnar og sögurnar. Sjálfur gat Dasent bezt um þetta dæmt, — þessi af- ,ar nákvæmi og snildarlega þýð- andi Njálssögu, því sjálfur hafði hann þetta reynt. — Nú verður öðrum hverjum að trúa, Dr. Dasent eða útburðarsöngnum, sem telur það þessu landi háska, að nokkrar þúsundir hér kunni að mæla íslenzku. Sú er bót í máli að engir Islend- ingar hér halda þó slíku fram. pað eru að eins einstakir kaupa- laupar, er trúa að þeir skifti um eðli og þjóðerni með hverri maga- fylli, — og eg held að það sé satt, — sonar-synir og sonar-sonar- synir karlsins sáluga í þjóðsögunni er seldi gullkambinn fyrir fjórar skónálar. pað eru þessir gæðing- ar, sem halda að þeim verði létt)> ara skeiðið, ef þeir bregða á sig snarvöl og eru þjóðernislega í mútu, því þeir ætla ekki að berj- ast eins og sá sem út I vindirih slær, heldur eins og þeir sem hand-' sama hnossið. — pá er’ þetta eigi athugað, að halda uppi sambandi við erlend ríki. Væri Island eitt af hinum miklu og fjölbreyttu meginríkjum þessa h^ims, væri tala vor hér I álfu jafn margar miljónir og hér teljast þúsundir, gæti verið ástæða til þess að ætla, að þetta ríki legði óhug á það sam- band sem vér hefðum við heima- landið og legði í það þann skilning að tilgangurinn væri annar en sá að halda uppi viðkynningu og leggja stund á eina sérstaka fræði. Legði þann skilning I að stýrt væri að stjórnbyltingu, eða heimsveld- I'ssamtökum. En nú erum vér að éins örfáar þúsundir hér og héima að eins örfáar þúsundir. Getur því engum óbrjáluðum þetta til hugar komið, engum er nokkurri þekkingu hefir yílT að ráða og nokkurt hyggjuvit til að beita henni. Mun þvi sá ó’ttl, að vér | finnum ónáð fyrlr augum bræðra J vorra hér, ef vér rækjum eða séum | minnugir á möðurþjSð vora, á engu bygður, Hitt er þá að athuga, hvort það geti verið oss sæmd eða ósæmd að halda ósTItnu sambandi við a'ttlandið. Fer það eftir því, hvaða álit og öóm ættland vort á skilið. Ætla má að hlutdrægni komi þar fram I dómi, ef einhver skyldur dæmir um, en síður, ef dómarinn er óviðkomandi. Mætti þá minna á hvað bvílíkiir menn sem Willard Fiske, Lord Ðuffer- in og þúsundir fléiri, hafa um land og þjóð haft að segja, og svo Dr. Dasent er vér vitnuðum til áð- an. Hann líkir Islandi við eyj- una Delos, þar sem hið beims- fræga muster'i Appollons stóð, ljóss og æskuguðsins, og frægast er eyland I öllum hinum forna heimi. En svo segír hann að Delos hafi aldrei verið svo þjak- að af veðrum né hjúpuð þoku né sundursprengd af eldi, eður hrist á grunni. prátt fyrir þetta alt sé þó land þetta (ísland) eítt bið vold- ugasta I andans heimí, hið djúp- spakasta í lagasetningum, hið frjálsasta og sjálfstæðasta um margar aldir, gegn ágangí harð- stjórnar og kúgunar innlendri og útlendri. Er oss nú sæmd að hafa sam- band, eiga ítök I þessu landi? En ef oss er það sæmd, er þá þjóðfé- lagi voru hér það vansæmd? Gæti því eigi miklu fremur staðið gott af því? Er eigi vor sæmd þess sæmd, landsins, þar sem vér lif- um, hugsum og búum?------------- Vér höfum þá með nokkrum orðum gert það, sem vér höfum fengið leyfi til að gera frá hátt- virtri forstöðunefnd þessa hátíð- arhalds, rifjað upp fyrir yður, leit- ast við að minna yður á þýðingu orðsins þjóðrækni. Vér höfum bent á einstök andmæli gegn því að vér skulum geyma þá hugsjón, sem í orðinu felst eða mynda sam- tök utan um hana. Lítið hefir oss íundist til þeirra andmæla koma eða þau hafa til síns máls. En þó mætti sýna þetta enn betur, ef tími væri til. púsund falt meira mætti um alt þetta efni segja, en vér viljum eigi þreyta yður með langri ræðu, er komið er undir kvöld. Bíður það síðari dags og þeirra talsmanna, er margir eru, er betur kunna með að fara en vér. R. Pétursson. Minni íslands. Niðurl. frá 5. bls. hvað haldið þið að hafi staðið í rauðu línunni? “Háskólaprófin. tslendingar sópa dekkið.” pá tóku fjórir íslendingar próf og gátu sér þennan heiður. Sópuðu dekk. Stóðust þeir prófið? pað er tíi peningafúlga, sem auðmaður einn gaf til verðlauna víðsvegar á Bandaríkjunum fyrir þá nemendur, sem framúr sköruðu. Að vinna þau verðlaun er ekki annara meðfæri en þeirra, sem langt skara fram úr því sem stúdentar gjörast alment, því það er tekið tillit til fleira en lærdöms o,g gáfna. par kemur til greina líkamlegt atgjörfi, siðferði og fl. pið vitið öll hvað eg á við. pað er það sem kallað er á ensku “Rhodes scholarship”. Einn góðan veður- dag kom íslenzkur piltur, Skúli Jónsson og vann þessi verðlaun. Stöðst hann prófið? Henáing— tnVíljun, sagði enskurima. En bvað skeður? Árið eftir kom ann- ar íslenzkur piltur, Mr. Tborson og söpaði til sín þessum verðlaun- um. Stóðst hann prófið? Eða hvað er að segja um herra Hjört pórðarson, löngu þéktur um alla Ameríku og víðar, fyrir upp- fyndriingar og þekkingu í vél- fræði og rafmagnsfræði. Hefir hann staðist prófið? Og hvað segja menn þá um ViT- hjálm Stefánsson, nú fyrir löngu orðinn stórfrægur maður um a'lla víða veröld. Hefir hann staðist pmfið? Einar Jónsson er að verða stór- frægur fyrir listaverk sín. Og svona er það hvert sem maður 'lít- ur. En eg þarf ekki að seilast svona langt. ’Dæmin liggja alt i kring um mig. Hvað er um Sigurbjörgu Stefánsson, tók tvo bekki I einu á síðastliðnum vetri og tók fyrstu ©g hæstu verðlaun háskólans. Stóðst hún prófið? Og hvað er með manninn, sem stýrir söngflokknum hér I dag, Jón Friðfinnsson, nýbúinn að taka fyrstu verðlaun fyrir fjórraddað lag. Stóðst hann prófið? Og svo að endingu, hermenn- irnir íslenzku, stóðust þeir prófið? Engin þjóð stóð sig þar betur, þeg- ar miðað er við fólksfjölda, og öll þeirra frammistaða var bæði sjálfum þeim og þjóð þeirri sem þeir tilheyra til stórsóma. pið megið trúa mér, þegar eg segi, að íslendiiígar standast próf- ið við hvaða þjóð sem er að keppa. Og eins og mentamennirnir okkar hafa svarið sig og um leið alla ís- lenzku þjóðina í ætt til Ara por- gilssonar, Snorra Sturlusonar og Sæmundar Sigfússonar, eins hafa hermennirnir svarið sig í ætt til Egils og Gunnars, Skarphéðins og hinna fornu víkinga. Og þið unga fólk, kappkostið að verða sem mest og bezt. Reyrilð að standast prófið I samkepninni við aðrar þjóðir, sem þetta land byggja. pví betri og meiri sem þið verðlð, því meiri heiður fyrir hina íslenzku þjóð að eiga ykkur fyrir afkomendur. Ykkar heiður er hennar heiður. Og nu skal eg segja ykkur sögu að endingu. Einu sinni kom kona með veikan dreng til Haralds kon- ungs Sigurðssonar ©g bað konung að ráðleggja sér eitthvað við sjúk- dómi drengsins. Haraldur sendi konuna til Magnúsar konungs góða með þeim ummælum, að eng- inn væri betri_ maður I Noregi. En Magnús sendi kronjma tll baka aftur til Haraldar með þéim um- mælum, að enginn væri vitrari maður í Noregi. Haraldur sagð- ist sjá hvað að drengnum gengi, hamn hefði mist draumgáfuna. Hann ráðlagði svo konunnl hvern- ig bún skildi fara að og hlýddi hún ráðum hans, (Og þegar dreng- urinn vaknaði næst var hann glað- ur og heilbrígður og .sagði: “Móðir, dreymdi mig nú mér þætti báðir konungarnir koma til mín og hvísla sinn I hvort eyra. Haraldur sagði: “Vertu sem mest- ur og mingastur’, en Magnús sagði: Wertu sem beztur og blíð- astur’.” Draumur drengsins er hamingjuósk mín til íslenzku þjóð- arinnar á þessum degi. Eg öska að hún verði sem mest og mingust og bezt og blíðust. Eg óska að bver einasti maður af hinni ís- lenzku þjóð, hvar sem hann er í beiminum, verði sem mestur og mingastur ©g beztur og blíðastur. Lengi lifi hin islenzka þjóð! Blómgist og blessist ísland! BLUE WBBON TEA Sextán únsur í pundinu ™og að eins íyrsta flokks etni i hverri únsu. Það það fœrðu með kaupum á BLUE RIBBON TEA imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiií'iffl iiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii Hvað er Indurated FibrewareT s EDDY’S Indurated Fibreware, eru ílát og hlutir gerðir úr tré, án þess þó að um | nokkrar fellingar eða samskeyti sé að ræða, og er þar um stórar ramfarir að ræða | frá því, sem fólk hefir átt að venjast. Slík ílát geta ekki sprungið, og brotna ekki 1 þó þau verði fyrir falli. — og ásamt þessum kostum fylgja einnig þau hlunnindi, að 1 slík áhöld eru framúrskarandi létt og auðveld í meðförum. Eddy’s Indurated Fibreware Þvottabalar. Fötur, Smjörílát o. fl. er alt saman unnið úr úrvals timbri og ósamskeytt að öllu leyti, og notað til þess vatnsafl að sveigja efniviðinn í það form, sem ætlað er. A þann tiátt þéttist efniviðurinn svo i E mjög, að ílát þessi verða sterkari heldur en tréð upphaflega var. Síðan er smíðisgripum | | þessum stungið inn í heitan ofn og þar bakast þau unz á yfirborðið er kominn glerungur, 1 | sem engin væta getur nokkurn tima komist í gegn um, og sem ver ílátin að utan gesni 3 m áhrifum lofts og veðurs. 1 í 1 Næst þegar þú þarft að kaupa þvottabala, mjólkurfötu, eða smjörílát, þá skaltu biðja um | Eddy’s Indumted Fibreware. Þú munt komast að raun um að slík ílát eru margfalt 1 | léttari í meðförum, miklu auðveldara að halda þeim hreinum, og auk þess verða þau í | tiltölulega langt um ódvrari en þau, sem gerð eru úr venjulegum við eða málmi. 1 The E. B. EDDY COr, Limited HULL, Canada Búa einnig til hinar makalausu Eddy eldspítur. siltl !IOIIII![l!llillllf)lillliillllllIIIIIÍIIIIIIII!lll[|||||IUIIIII!tllllllllll!l!ll!ltillll!lillilli^ IIIIIIIIÖIIIIIIIIUIIIIIfltlllllUllllllUM^ Business and Professional Cards ...........■■■■■—, HVAÐ sem þér kynnuð að kaupa af húabúnaði, þá er hœgt að semja við okkur, hvort heldur fyrir PENINGA ÚT 1 HÖND eða að LÁNI. Vér höfum ALT aem til húabúnaðar þarf. IComið og akoðið OVER-LAND HOUSE FURNISHÍNG Co. Ltd. 580 Main St., hoini Alexander Ave. a ■ ■ .....■—" > GOFINE & C0. Tals. M. 3208. — 322-332 ElUco Ave. Horninu á. Hargrave. Verzla meC og vir8a brúkaSa húa- raunl. eldstór og ofna. — Vér kaup- um, seljum og skiftum á öllu sem «r nokkurs vlrKL Oss vantar meiin og konur tll t>ess að læra rakaraitSn. Canadiskir rak- ara hafa orSið afi fara svo hundruBum skiftir i herþjónustu. j>ess vegna er nú tækifæri fyrir ySur aS læra pægl- lega atvinnugrein oy komast t gðSar stöSur. Vðr borgum ySur göS vlnnu- laun á meSan þér eruS aS læra, og út- vegum ySur stöSu aS toknu naml, nem gefur frá $18—25 um vikuna, eSa viB hjálpum ySur til þess aS koma á fðt “Business” gegn mánaSarlegri borgun — MontSily Payment Plan. — NámiB tekur aSeins 8 vtkur. — Mörg hundruB manna eru aS læra rakaraiBn á skðlum vorum og draga há laun. SpariB Járnbramtarfar meS þvl aS læra á næsta Barber Coiiege. Heimphlirs Barber College, 228 Pacific Ave, Winnipeg. — Útibú: Re- gina, Saskatoon, Edmonton, Calgary. Vér kennum einnig Telegraphy, Moving Picture Operattng á Trades skðla vorum aS £09 Paciflc Ave Wlnni- peg. TlrcldealPlumbingCo. Horqi Notre Bame og Maryland St Tals. Giirry 1317 Gera alskonar Plumb- ing, Gasfitting, Gufu og Vatns-hitun. Allar viÖ- gerðir gerðar bæði fljótt og veL Rejrnið oss. J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og elcfsábyrgðir o. fl. 808 Paris Building Phone Main 2596—7 G.&H. TIRE SUPPLY CO. Sargent Ave. & McGee St. Phone Sher. 3631 - Winnipeg Gert við bifreiðar Tires; Vulcanizing og retreading sér- stakur gaumur gefinn. Jpað er ekkert til í sambandi við Tires, sem vér getum eigi gjört. Vér seljum brúkaða Tires og kaupum gamla. Utanbæjarpantanir eru af- greiddar fljótt og vel. Islenzk vinnustofa ABgerS bifreiSa, mðtorhjðla og annara reiBhjðla afgreidd fljðtt og vel Elnnlg nýjir bifreiSapartar ávalt vlC hendina. SömuleiSis gert viC flestar aSrar tegundir algengra véla S. ETMXJNDSSOlí, Vlnnustofur 647—649 Sargent Ave. Bústaður 635 Alverstone St. Reiðhjól, Mótor-hjól og Bifreiðar. Aðgerðir afgreiddar fljótt og vel. Seijum einnig ný Perfect reiðhjól- Skautar smíðaðir, skerptir og endurbættir. J. E. C. Williams 641 Notre Dame Ave. i. ■■■> Phones G. 1154 and G. 4775 Halldór Sigurðsson General Contractor 804 McDermot Ave., Winnipeg A. G. CAIíTfR úrsmiður Gull og sUfurvöru kaupmaöiir. Selur gleraugu vif «llra h;cfi prjátíu ára reyn*' l 1 öllu sem aC úr hringjum , g öCru gull- stássi lýtur. — Q rir viS úr og klukkur á styttr tlma en fðlk hefir vanist. 206 NOTRE ' IAME AVE. Siml M. 4529 . .Vinnipeg, Man. Dr. R. L HUKST, v >- >mber of Ro> 1 Coll. of Surgeons X.vg., útskrlfaCv f af Royal College of PWsicians, Lt don. SérfræSmgur 1 brjöst- tauga og kven-sjúkdómum. —Skrtfat. SOf Kennedy Bldg, Portagf Ave. »V mút Eaton’s). Tals. M. 811 Helmb- M. 2696. Tlmt ttl viStals kl. 2—r -)g 7—g e.h. j ----------------------- - t Dr. B. J. BRANDSON \ 701 Lindsay Building TFI.WHONr OARIIV n«0 Ofvicb-Tímar: a—3 H«imili: 770 Victor St. Tklkphonk u.bhy 3Sít Winnip'eg, Man, Vér leggjum sérstaka áherzlu á aS selja nieSöl eftlr forskriftum læk»a. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá. eru notuS elngöngu. Jegar þér komlf met forskriftlna tll vor, meglB þéi vera vlss um aS fá rétt paS sem læknlrlnn tekur til. COEOIiECGK * OO. Notre Utrae Ave. og Sherbrooke 8t. Phones Garry 2698 og 2691 Glftlngaleyfisbréf neld. Dr. O. BJ0RN80N 701 Lindsay Building rtU.RPBOP<B<a*BBT 3!i® Office-timar: a—3 HBIMILII 70* Victor St> aet naBPHONti QABBV T«8 Winnipeg, Man. Dr. J. Stefánsson *01 Boyd Building C0«. POftT^CE A?E. & EDDIOfiTOJi *T. Stuadar eingöngu augna, eyina. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta fré kl. 10— 12 f. h. og 2-5 e. h._ TaUími: Main 3088. Heimili Í05 OliviaSt. TaUími: Garry 2315. Dr. M. B. Haildorson 401 Boyd Bullding Cor. Portsge Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aCra lungnasjúkdóma. Er aS flnna á skrlfstofunnl kl. 11_ 12 f.m. og kl. J—4 c.m. Skrif- stofu tals. M. 3888. Heimlll: 46 Alloway Ave. Talsimi: Sher- brook 3158 DR. O. STEPHENSEN Telephone Garry 798 TiJ viðtals frá kl. 1—3 e.! heimili: 615 Banatyne Ave., Winnij J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. eg Donald Streat Tals. main 536! BIFREIÐAR “TIRES” Goodyear og Domlnlon Tires ætit 4 reiSum höndum: Getum út- vegaS hvaSa tegund sem þér þarfniat. ASgerðtun og “Vulcanizing'’ sér- stakur gaumur gefinn. Battery aSgerSir og blfreiSar til- búnar til reynslu, geymdár og þvegnar. ACTO TIRE VHLOANIZING CO. 309 Cnmberland Ave. Tais. Garry 2767. OplS dag og nótt Verkstofu Tals.: Garry 2154 Heim. Tals.: Garry 2949 G. L. Stephenson PLUMBER * Allskonar rafmagns&höld, evo sem straujárn víra, allar tegundir af glösum og aflvaka (hatteris). VERKSTöFfl: 676 HOME STREET j. H. M CARSON Byr tiíj Ailskonar llml fyrir fatiaða inenn, einnig kviðslltaunibúðir o. fl. Talsími: Sh. 2048. 338 COLiONY ST. — WINNIPEG. JOSEPH TAYLOR LÖGTAKSMAÐUR . HeimUis-Tais.: St. John 1844 Skrifstofu-Tals.: Main 7978 Tekur lögtaki bæði húsaleiguskuldir, voSskuldir, vlxlaskuldir. AfgreiSir alt sem aS lögum lýtur. Skrifstofa, 255 Matn Street Dagtals. St. J. 474. Næturt. St. J. ••• Kalli sint á nðtt og degi. D R. B. G E R Z A B E K, M.R.C.S. frá Englandi, L.RC.P. frá London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manitoba. Pyrverandi aSstoSarlæknir viS hospital i Vinarborg, Prag, og Berlín og fleiri hospitöl. Skrifstofa á eigin hospitall, 416—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutími frá 9—12 f. h.; 3—6 og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabcks eigið hospítul 415—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- linga, sem þjást af brjðstvelkl, hjart- veiki, magasjúkdðmum, innýflaveikl, k vensjú kdðmuin, karlmannasjúkdðm- um.tauga veiklun. THOS. H. JOHNSON og , HJÁLMAR A. BERGMAN, (slenzkir lógfræðÍBt'ar, okrifsT.cba:— Room 8n McArlhur Building, Portage Aveoue Aritun: P. o. Box 1656, Teiefónar: 4503 og 4304. Winnipeg Hannesson, McTavIsh&Freemin tögfræðingar 215 Curry Building, Winnipeg Talsími M. 450 peir félagar hafa og tekið að sér lögfræðistarf B. S. Ben- sons heit. í Selkirk. 1 Tali. M. 3142 G. A. AXF0RD, Málafoerslumaður 503 PARIS BUILDING Winnipeg Joseph T. Thorson, Islenzkur Lögfræðingur Hein#]i: 16 Alloway Court,, Alloway Ave. MESSRS. PHILLIPS & SCARTH Barristers, Etc. 201 Montreal Trust BUlg., Wínnipeg Gísli Goodman TINSMIÐUR VBRK8TŒÐI: Horni Toronto og Notre Dame Pbnae —: kleJmilf. ■arry 2988 Getrry 899 Giftinga og , ,, Jarðarfara- D101111 með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. ,Tals. 720 ST JOHN 2 RING 3 Þér bregður í brún. Ef þú hefir slæma meltingu, lélega matarlyst, höfuðverk og uppþembu, og getur ekki sofið, þá þarftu ekki annað en nota Triner’s American Elixir of Bitter Wine, og það tekur þig ekki lengi eftir það, að ná þér að fullu.. Þú getur fengið þetta makalausa meðal hjá öllum lyf- sölum sökum þess að það hlaut einróma samþykki The U. S. Internal Revenue Department í Washington, þann 2. maí 1919. Efnin í meðali þessu eru þann- ig samsett, að vart getur þann innvortis kvilla, að meðalið lækni hann e igi þegar í stað. —Sama er og að segja um Trin- er’s Angelica Bitter Tonie, sern hefir nú 29 ára revnslu í því að vera óyggjandi heilsulyf. Það fæst einnig hjá öllum lyfsölum. — Joseph Triner Gompany, 1333—1343 S. Ashland Avenue, Chicago, 111. *

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.