Lögberg - 18.09.1919, Blaðsíða 6
I
r
Bls. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. SEPTEMBER 1919.
Sagan af Monte Cristo.
4. KAPÍTULI.
“En svo eg haldi áfram með söguna, þá var
svo komið fyrir húsbónda minum að hann átti
ekkert til nema húsið sem hann bjó í og ágætt
bókasafn, og voru sumar bækurnar bæði gamlar
og verðmætar. Á meðal bókanna var þar ein, sem
sérstaklega vakti eftirtekt mína. Var það hand-
bók, sem notuð er við guðsþjónustur í rómversku
kaþólsku kirkjunni. Bók þessi var í ágætu bandi
og með spöngum úr guili, og hafði hún verið eign
manns eins nafnkunns í ættinni, sem hét Spada
kardináli.
Hann hafði beðið þess á dauðastund sinni, að
bók þessi yrði aldrei látin ganga úr ættinni. Og
þar af leiðandi höfðu ættingjar hans varðveitt
bókina í gegnum alla erfiðleika og allar hættur,
sem afkomendur hans höfðu orðið að mæta.
Margoft þegar eg var að blaða í þessari bók,
hugsaði eg með mér: “Ef bók þessi mætti mæla,
þá er eg viss um að hún gæti sagt frá því, hvar
kardinálinn hefir falið fjársjóðu sína.”
Svo var það vetrarkveld eitt að eg sat inni í
bókahlöðunni. Eg hafði unnið hart allan daginn,
en þegar skyggja tók lagði eg frá mér pennann
■og sofnaði í stólnum, þar sem eg sat. Eg hefi víst
sofið þó nokkra stund, því þegar eg vaknaði var
■orðið aldimt inni í herberginu. Eg rétti út hönd-
ina til þess að ná í eldspítustokk, sem átti að liggja
á skrifborðinu hjá mér, en til allrar ólukku þá var
hann tómur.
Þá mundi eg eftir að hafa séð óskrifað blað í
'handbókinni, sem eg hafíii verið að lesa í þegar eg
eofnaði, og datt mér í hug að það mundi duga til
þess að kveikja á kertunum með. Svo eg stóð upp,
tók blaðið og gekk með það að arninum, þar sem
daufur eldur brann, og kveikti í því. En mér til
mikillar undrunar sá eg að við hitann kom skrif-
letur í ljós á bréfinu. Eg flýtti mér sem mesi að
slökkva eldinn, sem kominn var í bréfið, tók svo
kertaljós og bar það að blaðinu, að eins nógu nærri
til þess að hita 'það, og þó að dálítið af bréfinu
hefði brunnið, þá var nógu mikið eftir til þess að
eg gat séð að þar var talað um hinn týnda fjársjóð.
Eg sá nógu mikið til þess að skilja, að hér var um
að ræða hina marg umtöluðu og löngu týndu erfða-
skrá Spada kardínála.”
Edmond, sem hlustað hafði á sögu ábótans
með stakri eftirtekt, greip nú fram í og sagði:
“Týnda erfðaskráin! — Þessi lausi bréfmiði, sem
þú fanst í handbókinni!”
Faria brosti og mælti: “Þetta lausa blað
hefir auðsjáanlega verið notað fyrir miða í bók-
ina, og þess vegna verið álitið eins og bókinni til-
heyrandi. Og það er víst ástæðan fyrir því að
hann hefir ekki týnst. Svo er hins að gæta, að
sárfáum afkomendum kardínálans hefir dottið í
hug að skoða handbókina gaumgæfilega — látið
sér nægja að sjá að bókin var vís og í góðu
standi.”
“Svo þú þekkir þá leyndarmálið, sem þeir
voru allir að reyna að uppgötva?” mælti Edmond.
“Já”, svaraði Faria. “En að hvaða gagni
kemur það manna, sem lokaður er inni í klefa í
Chateau d’ If fangelsinu? 0g það sem ergilegast
er af því öllu er það, að hér í fangelsfnu er eg nær
þessum fjársjóð, heldur en eg hefi nokkru. sinni
áður verið. Því að fjársjóðurinn er falinn í helli
í Monti Ohristo eyjunni, sem liggur í sjónum hér
skamt frá og sem, að því er bezt veit, enginn lif
andi maður hefir nokkurn tíma búið í. Og sú
hugsun hefir verið sí vakandi hjá mér í gegn um
öll þau ár, sem eg hefi verið fangi hér, að reyna að
sleppa og komast til eyjarinnar. En á hvern hátt
það mætti takast hefi eg ekki gert mér grein fyrir.
En mér fanst að ef eg losnaði úr varðhaldinu, að
þá mundi mér leggjast eitthvað til.
Stöðugt meðan eg var að grafa, hugsaði eg
að eg væri að grafa göng undir útivegginn. En
mér kom aldrei til hugar að taka neinn annan
fanga í samfélag við mig í þessu máli, þó að eg
sjái nú fingur Guðs í ráðstöfun þeirri, sem orðin
er. Eg er orðinn of gamall til þess að leggja út í
slíka hættuför. Kraftar mínir mundu aldrei bera
mig alla leið. En þú ert ungur og með fullu lífs-
fjöri, og þú ert maðurinn til þess að reyna þetta í
minn stað. ’ ’
Edmond hristi höfuðið og vildi ekki heyra það
nefnt að hann færi, og skildi Faria eftir í fangels-
inu. En gamli maðurinn reyndi að leiða honum
fyrir sjónir að þetta væri þó það eina, sem nokk-
urt vit væri í. En það hafði engin áhrif á Edmond,
hann þverneitaði.
“Þú neitar mér þó ekki um að fara eftir mig
látinn? Segðu mér að þú skulir fara þegar eg er
dáinn,” sagði Faria með mestu ákefð. “Því um-
hugsunin um þessa auðlegð, sem þarna liggur og
enginn hefir not af — þegar svo mikil þörf er fyr-
ir hana í höndrnn góðra manna — þegar svo mikið
gott mætti gjöra með henni, hryggir mig svo mjög.
Lofaðu mér að þú skulir fara héðan og reyna að
ná henni þegar eg er dáinn.”
“1 guðs bænum talaðu ekki um dauða,” mælti
Edmond. “Umhugsunin um það að verða einn
aftur, eftir að vera búinn að finna þig, er óbæri-
leg.”
“Það er einmitt þess vegna að eg er að biðja
þig að lofa mér því að þú skulir reyna að komast
í burtu. En hvenær eða á hvern hátt, því verður
þú sjálfur að ráða fram úr.
Eg finn á mér, að eg á ekki mörg ár ólifuð, en
á meðan mér verður lífs auðið, vildi eg reyna að
undirbúa þig sem bezt, til þess að geta notið slíkr-
ar auðlegðar.”
Og þó að Edmond gæti ekki í fljótu bragði séð
hvernig að hugmynd vinar síns gæti náð fram að
ganga, þá félst hann samt á hama undir eins, því
honum fanst að þeir mundu báðir geta haft gott
af því.
Svo tók Edmond til óspiltra málanna að ^æra
á hverjum einasta degi í tvö ár. Sótti Edmond
lærdóminn kappsamlega undir umsjón Faria, sem
var hálærður og fjölfróður maður, og eftir þann
tíma var Edmond orðinn svo vel að sér, á meðal
annars í ensku, þýzku og spönsku, að hann talaði
þau mál eins vel og sitt eigið. En Itölsku kunni
hann áður.
Á þessum tveimur árum mintust þeir sjald<an
á fjársjóðinn. En Faria lét Edmond læra utan-
bókar lýsingu Spada kardínála á staðnum, þar sem
fjársjóðurinn var fólginn.
“Því þegar þú ferð héðan,” mælti Faria, “þá
áttu ekki víst að geta tekið nein skjöl eða skilríki
með þér. Þess vegna er vissara fyrir þig að leggja
þetta ríkt á minnið.”
Þjóðkunnar merkiskonur.
Abigail Adams.
Þegar það varð hljóðbært að Abgail Smith,
sem var prestsdóttir í Nýja Englands rícjum,
hefði gifst John Adams, fátækum og fremur um-
komulitlum lgöfræðiskandidat, þá datt engum
manni í hug að hún hefði gifst manni, sem átti eft- ,
ir að verða forseti Bandaríkjanna.
Þvert á móti var safnaðarfólk föður hennar
svo óánægt með þessa giftingu, að það gat ekki
annað en látið í ljósi hry^5 sína yfir því, að dóttir
prestsins skvldi hafa fallið svona lágt. Og svo
varð umtalið um þetta hávært að faðir hennar var
nauðbeygður að prédika út af þessu málæði og
óánægju safnaðarmanna sinna.
Abigail Smith var fædd í Weymouth, Mass.
1785’ og ólst hún upp hjá foreldrum sínum þar til
hún gekk að eiga John Adams, eins og sagt hefir
verið.
Á þeim árum var staða konunnar nógu erfið,
þótt að ekki bættist ofan á þá erfiðleika óánægja
vina og vandamanna út af gjaforðinu, eins og hér
átti sér stað. En Abigail lét það ekki á sig fá, því
hún unni manni sínum af öllu hjarta og með allri
einlægni, og með þeim einbeitta ásetningi að verða
honum sem nýtastur förunautur til daganna enda,
gekk hún inn í sína nýju stöðu. 0g því áformi sínu
brást hún aldrei.
Skömmu eftir að þau voru gift, varð hún að
sjá af manni sínum út é stríð. En henni datt ekki
í hug að letja hann. Með brosi á vörn en tárvot
augu sendi hún hann frá sér og litlu bömunum
þeirra, til þess að hjálpa til að frelsa landið undian
áþján Breta og gjöra það að alfrjálsu lýðveldi.
Hún var ekki að spyrja að hvernig fyrir henni
mundi fara, þegar hann væri farinn. Hún var al-
drei hikandi við að gjöra skyldu sína, þegar skvld-
an kallaði. Hún gjörði hana með gleði og af fús-
um vilja.
“Ef þér stendur veruleg hætta af óvinunum,
þá flýðu í skóginn,” skrifaði maður hennar. Og
með þetta sífelt í hug gebk hún að sínum daglegu
störfum með þeim einbeitta\ásetningi að frelsa
börnin þeirra, hvað sem í skærist, og eins þó hún
yrði að leggja lífið í sölurnar.
Og í viðbót við þessar erfiðu kringumstæður
bættLst drepsótt, sem braust út í húsnm nágranna
hennar, og náttúrlega barst líka heim í hennar
eigið hús, og veiktist hún sjálf og börnin. En und-
ir eins og bún var orðin svo hress að hún gat haft/
fótavist, lét hún flytja þá sem veikir voru og
hjúkrunarlitlir í nágrannahúsunum heim til sín og
hjúkraði þeim þar og annaðist um þá sem sín eigin
börn. En þótt hún hefði svona mikið um að hugsa I
heima fyrir, þá gleymdi hún samt aldrei manni
sínum. 0g hvað miklar annir sem hlóðust að
henni, þá hafði hún samt ávalt tíma til að skrifa
honum. * ‘ Eg er niðurbeygð, en ekki niðurbrotin, ’ ’
segir hún í einu af bréfum sínum, til manns síns
fjarverandi, og hann fann til þess að það sem hann
átti bezt og unni heitast, var óhult í umsjá litlu
konunnar hugrökku.
Áður en stríðinu var lokið og friðurinn
breiddi vængi sína yfir bygðir mannanna, þá kom
Adams heim til fjölskyldu sinnar. En hann gat
þó ekki tafið þar lengi, því hann hafði verið kjör-
inn umboðsmaður Bandaríkjanna á Frakldandi.
Nokkru síðar var hann kjörinn sendi'herra
Bandaríkjanna í Lundúnum, sá fyrsti er þangað
var sendur frá lýðveldinu nýja, og þangað fór Mrs.
Adams nokkru seinna. Og þar, eins og allsstaðar
annarsstaðar ávann hógværð hennar, þýðleiki og
kurteisi sér marga vini.
Árið 1789 var Mr. Adams kosinn vara-forseti
Bandaríkjanna, og fluttu þau þá aftur heim. Og
svo, 4. marz 1797 var hann gjörður að forseta.
1 þeirri vandasömu stöðu naut forsetinn
óskiftrar aðstoðar konu sinnar sem fyr, og var það
ósegjanleg hjálp. Sonarsonur hennar segir svo
frá, að álit hennar á hinum þýðingarmestu spurs-
málum sem almenning snertu, hafi haft mikil
áhrif á stefnu þá, sem maður hennar tók í þeim.
Því verður heldur ekki móti mælt, því þráfaldlega
bera bréf hennar það með sér, að skilningur henn-
ar á þeim málum hafi verið skarpur, og sýnir það
meðal annars að hann hefir kunnað að meta þann
stynk og þahn glögga skilning, með því þráfald-
lega að rita neðanmáls á bréfin viðurkenningu
sína.
Þegar John Adams varð forseti, var stjórn-
arsetrið í Philadelphia, en var sköimimu síðar flutt
til Washington. Það var árið 1801 að Abigail
Adams tók á móti gestum í Hvíta húsinu í fyrsta
sinn. Það var þá ekki fullgjört, og salur sá, sem
nú er notaður fyrir bókhlöðu og er uppi á lofti,
var við það tækifæri notaður fyrir móttökusal,
sökum þess að móttökusalurinn, sem er á neðra
lofti hússins, var þá ekki fullgjör.
Abigail Adams átti ekki lengi heima í Hvíta
húsinu — að eins fjóra mánuði. En óafmáanlegt
innsigli setti hún á húshaldið á þeim tíma. Hún,
sem ekki átti sinn jafningja að skarpleik, setndur
oss fyrir hugskots sjónum — lág vexti og grann-
vaxin, andlitið gáfulegt og góðlegt, en þó nokkuð
skarpteitt, augun skær, og gátu stundum orðið
nokkuð hvöss, og á léttlyndi hennar og lífsgleði
gat hvorki stríð, drepsóttir né hungur unnið bug.
Þegar um hjálp til nanðstaddra var að ræða,
lét hún aldrei neitt standa í vegi fyrir þeirri hjálp,
sem hún sjálf gat við ráðið. Og þegar um fórn-
< færslu var að ræða fyrir landið hennar, mann
hennar eða börn, þá hikaði hún aldrei við að leggja
í sölurnar alt sem hún átti.
Ef nokkur kona, sem í Hvíta húsinu hefir
búið, verðskuldar að eiga ítak í hjörtum dætra
þjóðarinnar, fyrir hugprýði og sálargöfgi, þá er
það Abigail Adams, kona Bandaríkja forsetans,
sem var annar í röðinni.
Nákvæm eftirtekt.
Tyrkneskur ölmusumunkur var einhverju ^
sinni á ferð vfir eyðimörku. Þegar minst varði
mættu honum tveir kaupmenn.
“Þið hafið týnt úlfalda!” sagði hann við
kaupmennina.
“Satt er það!” svöruðu þeir.
“Var hann ekki blindur á hægra auganu,
vantaði tönn í miðjan skoltinn og haltur á vinstra
afturfæti?” spurði munkurinn.
“Það kemur heimt.”
“Og voru ekki á honum hunangsbaggar öðru
megin og hveitibaggar hinu megin?”
“Jú, einmitt það!” svöruðu þeir, og fyrst þú
hefir séð hann nýlega og tekið svona vel eftir
honum, þá getur þú eflaust sagt okkur hvar hans
.er að leita.”
“Vinir mínir!” sagði munkurinn. “Úlfald-
ann ykkar hef eg hvorki séð né heyrt; eg þekki
hann að eins af vkkar sögusögn.”
“Það er sennileg saga!” sögðu kaupmenn-
irnir; “en hvar eru gimsteinamir, sem voru í
böggunum?”
“Eg hef hvorki séð úlfaldann ykkar né gim-
steinana!”
Þeir urðu nú öskuvondir, gripu munkinn hönd-
um og drógu hann fyrir dómarann. En ekkert
varð honum til saka fundið, þrátt fyrir ströngustu
rannsókn, og engar líkur urðu færðar að því, að
hann væri svikari eða þjófur.
Þegar við sjálft lá, að hann yrði sakaður um
galdra, ávarpaði hann dómarann mjög rólegur:
“Eg hef haft mikla skemtun af undrun yðar
og játa það, að þið hafið nokkra ástæðu til þess að
gruna ipig um glæp. En eg er gamall einbúi og
hef haft nóg svigrúm til að gefa gætur að ýmsu,
þótt eg hafi alið aldur minn á eyðimörkinni. Eg
sá það á slóð úlfaldans, að hann hafði strokið frá
eigendunum, því að engin mannaför voru í nánd
við slóðina. Eg vissi að dýrið var blint á öðru
auga af því, að það hafði kroppað grashnjótana
að eins öðru megin við veginn. Og að það var
halt, sá eg á því, hvernig sporin lágu í sandinum
einmitt eftir vinstri afturfæti. Eg þóttist vita, að
hann vantaði tönn í miðjan skoltinn af því, að í
miðju bitfarinu stóð mjór grastoppur eftir óbit-
inn.
Og hvað í böggunum var, gat eg ráðið af því,
liversu hveitingjarnir (skordýr í heitu löndunum)
voru áfjáðir að tína eitthvað öðru megin við spor-
in og hunangsflugurnar hinu megin.”
Dómarinn dæindi mumkinn þegar sýknan saka
og lofaði eftirtekt 'hans.
En kaupmennirnir löbbuðu sneyptir leiðar
sinnar. —Unga Island.
Vertu aldrei grimmur við þá, sem
eru annars hugarfars en þú.
(Dæmisaga eftir B. Franklín).
Það bar til eitt sinn, að Abraham sat í tjald-
dyrum sínum um sólsetur. Þá kom maður bjúgur
af elli um götu þá, sem lá af eyðimörkinni og
studdist við staf.
Þá stóð Abraham upp, gekk á móti honum og
sagði:
“Gjörðu svo vel að koma inn! Taktu fót-
laugar og vertu hjá mér í nótt! Þú getur farið
snemma á fætur á morgun og haldið svo áfram
leiðar þinnar’\
En maðurinn svaraði: “Nei! eg ætla að
verða hér undir trénu”. Þá laðaði Abraham hann,
svo hann snerist við og gekk inn í tjaldið; síðan
sótti Abraham ósýrð brauð og þeir snæddu.
En þegar Abraham sá, að hinn ókunni maður
þakkaði ekki Guði sagði hann: “Hvað kemur til
að þú ákallar ekki hinn æzta Guð, skapara himins
og jarðar?”
Maðurinn svaraði honum: “Ekki tilbið eg
þann Guð, sem þú talar um, né ákalla nafn hans,
því eg hefi sjálfur gert mér guð, hann býr í húsi
mínu alla daga og veitir mér alla hluti, sem eg
þarfnast”.
Þá reiddist Abraham hinum ókunna manni og
laust hann, og rak hann í burt út á eyðimörkina.
En þegar miðnætti var komið, þá kom raust Drott-
ins að eyrum Abrahams og sagði: “Abraham,
hvar er hinn ókunni maður?”
En Abraham svaraði þessum orðum: “Drott-
inn, hann vildi hvorki til'biðja þig ná ákalla nafn
þitt, o þess vegna rak eg hann úr augsýn mér út
á eyðimörku.
Þá svaraði Drottinn:
‘ ‘ Hundrað níutíu og átta ár hef e^ sýnt hon-
um miskunn og klætt hann, þó hann hafi verið mér
þverbrotinn, en !þú máttir ekki þola hann nætur-
sakir og ert þó sjálfur syndugur”.
Þá svaraði Abraham: ‘ ‘ Láttu ekki reiði þína,
Dröttinn, æsast gegn þjóni þínum! Já, eg hef
syndgað, en eg grátbæni þig um fyrirgefning”.
Og Abraham fór á fætur og út á eyðimörku
og leitaði vandlega að hinum ókunna manni, fann
hann og færði hann inn í tjald sitt, hann var þá
vingjarnlegur og leysti gest sinn út með gjöfum
morguninn eftir.
1 öðru sinni talaði Drottinn til Abraliams og
sagði við hann:
“Vegna þessarar syndar þinnar skal afkvæmi
þitt vera 400 ár í ánauð í ókunnu landi.
En vegna iðrunar þinnar vil eg leysa það úr
ánauð, og það skal fara þaðan úr landi með miklu
veldi, með glöðu hjarta og með stór-auðæfum.
—Unga Island.
Ljónið og asninn.
(Dæmisaga).
Einu sinni gerði ljón og asni félag með sér
og fóru á dýraveiðar. Þau fóru víða og varð gott
til fanga. Loks komu þau að helli nokkrum. Var
þar fyrir inni í honum mikill fjöldi geita. Þótti
þeim félögum nú vel í veiði bera og hugðu að gera
sér mat úr. Þau skiftu þá með sér verkum. Skyldi
asninn inn ganga og stökkva geitunum út, en Ijón-
ið taka rösklega á móti úti fyrir og láta enga
þeirra undan komast. Síðan fór asninn inn og
hrein og ærðist innan' um hellinn, en geiturnar
fældust læti hans og hlupu á dyr; þá var ljónið
þar fyrir og hremmdi hverja að annari og lagði
þegar að velli. Þegar þessu hafði farið fram um
hríð kom asninn út hróðugur mjög af dugnaði sín-
um og harðfengi; og spurði hann ljónið, hvort því
hefði ekki þótt hann gjöra harða hríð að geitun-
um og ganga rösklega fram.
“Aldrei mun framganga þín fulllofuð,” svar-
aði ljónið, “og hefði eg eigi verið þér gagnkunn-
ugur og vitað að þú ert asni, þá mundi inér hafa
skotið skelk í bringu.”
—Unga Island.
Sólsetur.
Með slegið gullhár gengur sól
að gleðibeð með dag á armi,
og dregur glæstan gullinkjól
af glæstum, hvelfdum móðurbarmi,
og breiðir hann við rekkjurönd
og roðnar, er á beð hún stígur,
og broái kveður lög og lönd
og ljúft í Ægis faðm svo hnígur.
H. H.