Lögberg - 18.09.1919, Page 7

Lögberg - 18.09.1919, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. SEPTEMBER 1919. I Ógœfa og fegurð. Eins undarlegt og það 'hlýtur að virðast, þá er það engu að síður satt, að framúrskarandi fegurð icvenna hefir orðið til ósegjanlegr- ar ógæfu. Eins og í liðinni tíð að fegurðin varð Kleóþotru til ógæfu og 1500 árum síðar Maríu Skotadrotningu, svo hefir það og verið í gegn um alla sögu mannanna. Nálægt smábænum Davidson Mains Midlothian á Skotlandi stendur lítið skólahús, sem vakti ekki all litla eftirtekt um tíma. Fólk kom úr öllum áttum til þess að sjá það, því þar fékk ein af þessum fögru konum nútímans undirstöðumentun sína, Evelyn Thaw var svo fögur þegar hún stundaði þar nám fyrir innan tvítugt, að hún var fyrir þá skuld á vörum manna frá ýmsum lönd- um. En hver mundi hafa getað látið séiv detta í hug á þeim dögum að f.vrir þeirri fögru mær ætti að liggja önnur eins ógæfa og raun hefir á orðið? Hún varð að horfa upp á morð byggingameistarans og miljónamæringsins Stanford White, vera dregin inn í málið sem af því hlaust, og heyra mann sinn Harry Thaw dæmdan. — Líf hennar, sem áður var svo bjart og lofaði svo miklu, varð alt í einu að bitrustu kvöl. Benda má á Cunning systurnar á Englandi, sem meíi fegurð sinni vöktu svo mikið athygli, að þegar þær gengu út í Lundúnum, annað hvort á götum borgarinnar eða í skemtigörðunum, urðu þær að hafa með sér sérstaka lögregluþjóna, til þess að mannþyrpingin gjörði þeim ekki ómögulegt að komast áfram. En þrátt fyrir það, þótt fegurð þessara systra opnaði þeim aðgang að því, sem margir kalla gæði lífs- ins — bæði auðlegð og góðu gj,af- orði, því önnur þeirra giftist her- toga en hin jarli, þá urðu æfilok annarar þessara systra sérstaklega raunaleg. pegar hún tók að eldast, og feg- urð hennar að fölna með þverrandi lífsfjöri, þá fór hún að reyna að halda fegurð sinni við með alls konar meðölum. En notkun meðal- anna gjörði hana svo veika að henni var ekki ætlað líf. Konan, sem lífsgleðin lék við og vaggaði á meðan alt lék í lyndi, var nú beygð og kvíðandi, undir eins og haustvindarnir tóku að næða. / “Æ, lofið þið mér nú að deyja, þegar blómi kinna minna er föln- aður,” var á meðal þess síðasta, sem menn heyrðu hana segja. Sannarlega ekki uppbyggileg orð frá munni konu, sem var aðfram l'omin. pó að lafði Hamilton sé nú búin að hvíla í gröfinni í nálægt 100 ár, þá er víst mörgum í fersku minni undrun manna yfir hinni einkennilegu aðdáanlegu fegurð hennar. Stúlka, sem úr sárri fá- tækt og einstæðingsskap reis upp í hæstu tröppu í mannfélagsstiga Norðurálfunnar og skipaði hið virðulegasta sæti, sem átti fyrir vini og kunningja marga af helztu mönnum Evrópu, svo sem Nelson, listamanninn Romney. Og svo mátti segja að allir féllu fram íyrir og sýndu lotningu. Hver mundi hafa trúað því að hún, í allri þessari dýrð og velgengni mundi hafa skrifað vini sínum einum að hún væri ófarsælust allra kvenna, og að hún væri að hugsa um að snúa heim til Skot- lands, þótt hún þyrfti að ganga berfætt í snjó alla leiðina, og þar að taka líf hans og sitt eigið á eftir. Hvílík ógæfa hefir hlotið að nísta sál þessarar konu. Á stjórnarbyltingar tímabilinu á Frakklandi var víst engin til, sem ekki heyrði talað um hina ómótstæðilegu fegurð Charlotte Corday. En samt er erfitt að hugsa sér óskaplegri endalok en þau, sem hún varð að þola í blóma aldurs síns, að verða morðvélinni frönsku Guillotinunni að bráð. Mikill munur var á atlæti og ætterni þeirra Oharlotte Corday og Mariu Antoinettu, sem var líka orðiögð fyrir fegurð, og iþó urðu endalok hennar hin raunalegustu. Og ef vér viljum líta i)ær oss í tímanum, þá má minna á hina fögru vinkonu Vietoriu drotning- ar keisarafrúna austurísku. Alla æfi sína Var hún óhamingjusöm, og þegar vald hennar virtist standa sem hæst, kemur morðing- inn og vinnur níðingsverkið al- kunna. Við tölu þessara kvenna, sem nú eru nefndar, má bæta Count- essunni frá Castiglione, vinkonu Napoleons III. sem, þegar fegurð hennar fór að blikna, lokaði sig eina inni í húsi og eyddi þar æf- inni. pegar maður hugsar um afdrif þessara og annara kvenna, sem hafa verið afburða fagrar, þá dylst manni varla að mikil kven- leg fegurð og ógæfa haldast oft í hendur. Gœfuve^urinn. Eftir Arthur Gould. Allir ættu að geta verið heil- brigðir, og hver sá, sem er heil- brigður, ætti að geta verið far- sæll. Ef þú ert heilbrigður, þá sýndu það í allri framkomu þinni. Ef að þér hefir fallið þetta lán í skaut, þá ættir þú að leggja þinn skerf fram, til að gera heiminn betri. Hversu fá eru þau andlit, er við sjáum að eru ihamingjusöm? pví ekki að æfa og rækta hjá sér ham- ingjusamlega framkomu? pú mundir þá komast að raun um, að það mundi hafa góð áhrif á þig og þá sem þú umgengst. petta er mjög auðvelt. pvoðu af andliti þínu allan kvíða- og hræðslusvip, en brostu, brostu. Finst þér þetta muni vera erfitt? Ef þú einu sinni hefir byrjað á því og einsett þér það, mun þér veitast það mjög auð- velt. Notum sem bezt möguleika hvers líðandi dags, þá munum við ekki þurfa að kvíða fyrir morgun- deginum. peir eru of margir, sem bera áhyggjur fyrir ókomnum tíma, en gefa minni gætur að líð- ancti stund. Framtíðin mun reynast þér haþpadrjúg, ef þú gerir þitt bezta hverfja líðandi stund. Legðu ávalt iþitt bezta fram og þá munt þú verða fær um að ráða yfir því, sem fólkið kallar forlög, í staðinn fyrir að þau ráða yfir þér. Hættu að búast við ó- höppum. Horfðu á bjarta, sól- skinsríka daga fram undan þér. pað er nóg til af þeim, bæði handa mér og þér. Eg sé þá fram undan mér. Sérðu þá ekki líka, eða get- urðu búist við að ógæfa hendi þig? Flana þú ekki að vandamálum þínum í dag, vænstu eftir því að lifa til morguns. En bygðu aldrei allar vonir þínar á morgundegin- um. Njóttu sjálfs þín í dag, og alla daga. pað er vegurinn til að lifa. “Hlæ þú, og heimurinn mun hlæja með þér, grát þú og þú piunt gráta aleinn.” Sá, sem kvíðir einhverju, dreg- ur það að sér, sem hann óttast. peir, sem ófarsælir eru, óska sér farsældar, en hugsa þó stöðugt daprar og þunglyndislegar hugs- anir; þeir þrá fegurð og ham- ingju, en hugsa ófagurt, um breyskleik og óhöpp. peir skilja það ekki, að “eins og maðurinn hugsar, eins ér hann”, eða “það sem maðurinn hugsar, það er hann.” peir hugsa stöðugt um það sem þeir vilja forðast. Vertu ekki að hugsa um það sem þú þarfnast ekki, heldur um það sem þú þarfnast. Hugsanaáhrif- in á undirvitundina eru næstum því ótakmörkuð. Við getum allir gert dálítið meira að því, að senda sólskin og birtu inn á lífsbraut meðbræðra vorra. pú getur látið gleði og góðvild leggja út frá þér hvar sem þú ferð. Við höfum ó- teljandi tækifæri til þess, í hverri viku — á hverjum degi og næstum því á hverri klukikustund. Látum þau ekki líða hjá, eins og þau sem aldrei koma aftur. Vertu ekki lengi að hugsa þig um, hvort þú eigir að ávarpa aðra hlýlega og með góðvildarhug — mæla hlýlega og uppörfandi orð. Hver siík góð- vildar athöfn mun koma aftur til þín í stærri mæli en þú hefir úti látið. “Mannlegar verur,” segir Rusk- in, “standa í kærleiks skuld hverj- ar við aðrar, því með öðru er ekki hægt að borga það s^m við allir skuldum forsjóninni fyrir umönn- un hennar og kærleika”, sem þýð- ir það, að við eigum að vera örlátir á því góða, sem til okkar berst, mæla hlýtt, rétta vinarhönd og leggja liðsyrði. Með því að gera kðra hamíngju- sama, gerum við sjálfa okkur far- sæla. pess vegna ættum við aldrei að vera hikandi í því að sýna öðrum vinahót eða gera öðr- um smágreiða þegar, tækifæri bjóðast. Eg sagði í byrjun þessarar greinar, að allir, sem heilbrigðir væru, gætu verið farsælir. petta vil eg endurtaka með því að segja: hamingjan býr í sjálfum þér. Hún er ekki eitthvað óákveðið, isem ein- stöku menn geta orðið aðnjótandi; ekki eitthvað það, sem liggur fyr- ir utan vorn daglega verkahring. Hamingjan er í því fólgin að breyta altaf eftir beztu vitund. Hún er fólgin í ráðvendni, hrein- skilni, festu og þolgæði við öll vor daglegu störf. í því, að neyta allrar orku, í því, að taka fram- förum. Hamingja fylgir trúlega unnu verki. Sá sem ekki leggur hönd á plóginn, en vonast eftir því, að einhver verði til þess að gera sig að lánsmanni, verður fyrir von- brigðum. Til þess að verða ham- ingjusamur verður þú fyrst að verða ánægður með sjólfan þig, en þú getur aldrei orðið ánægður með sjálfan þig, nema þú lifir eft- ir þínum beztu og fegurstu hug- siónum. pú verður að aðhafast eitthvað það, sem er í raun og veru nýtilegt. Letingjar hugsa aldrei mikið um sjálfa sig, ekki um það sem lýtur að sannri heill. peir eru eirðarlausir, óánægðir og eru altaf að leita eftir einhverju æsandi til að svala miður heil- brigðum tilfinningum. Okkar mesta hamingja er þegar við sjá- um okkar dýrustu drauma rætast. Við baráttuna að gera drauma okkar að raunveruleik, koma kraft- arnir í ljós; hún lýkur upp forða- búrum okkar, skapar sannan mann. Hamingja er sem afleiðing framkvæmda. Samt hugsa flestir að við mundum verða farsælli, ef við þyrftum ekki að hafa mikið fyrir að öðlast það sem við þörfn- umst. Við njótum þeirra hluta betur, sem við verðum að hafa mik- ið fyrir að ná í. Mundi okkur finnast mikið til um það, ef hver okkar ósk yrði samstundis uppfýlt? & Every lOc Packet of WILSON’S FLYPADS \WILL KILL MOPE FLIES THAN V$8°-°W0RTH CF ANY / \STICKY riY CATCHER\ L A Hrein í meðferð. Selcl í hverri lyfja- búð og matYÖnihúsum. pá hyrfi öll hvatning til fram- takssemi og sönn viljafesta gæti þá ekki þroskast. Við lærum að meta gildi hlutanna fyrir barátt- una við að ná þeim. Ólafur ísleifsson þýddi. —óðinn. James J. Johnson Kapteinn í her Bandaríkja. Fallinn er í foldar skaut frægur íslands mögur, Skuldar orðum hlýða hlaut hetja sling og fögur. Kjark hermanns og burði bar, með blóð víkings í æðum. í hreyfingum öllum snar, öfga frí í ræðum. Ungur gekk með æsku glans í her Bandaríkja, það var staðföst hugsun hans að hopa ei né víkja. Kapteins tign í hernum hann hafði að verðung fengið, því að trúr sín verkin vann velsæmdar hlaut gengið. Til æfingan við herlist hann hafði stjórnin þarfa, síðustu árin verk það vann vaxinn slíkum starfa. Verkfalls manna hyggjan heit hné í sætta miðið þegar kapteins sáu sveit, Seattle við hliðið. Til Filipps eyja (um Fiskatorg) fengs hvar glóðir brunnu, fór með siglu fríðri borg og fólki hernaðs kunnu. Um vilta skbga villi drótt vaskur elta náði, reyndi hart sinn hermanns þrótt, hrós og sigur þáði. Sigraðist ei né særðist hót í sverðs og kúlna hjaldri, Eldi og skotum æddi mót annar Garibaldi. Margar orður heiðurs hlaut herforinginn snjalli, eftir marga unna þraut ötull stríðs á hjalli. pess vel æfða afreks manns, er ættar reyndist prýði, var síðasta herferð hans að hjálpa borgarlýði. Heiðruð verður hermanns list unz heimur svo fer batna að allir hafa í hjarta Krist og heiftar glæður sjatna. Bilaði negg þá hetjan hraust hætti að líða og stríða, i hugum vina ei liggur laust ljósið mannorðs fríða. Inn í sali geisla geyms gekk í Drottins nafni. Far nú vel til friðarheims frægra kappa jafni. Einn guð telur tárin þinnar móður. pú tryggur varst og reyndist sonur góður. pitt göfuglyndi hrelda hjartað gladdi. Hún þig bljúg fyrir ári síðan kvaddi. “Get eg nokkuð gert fyrir þig, móðir? Nú geng eg héðan frjáls á hermanns slóSir.” Gull svo lagði móður mund í síðast. í muna hreinum ástar ljós var blíðast. • Hún bað þig drottin æ til auðnu leiða Og æðstan náðarfaðminn mót þér breiða. j pau kveðjuobðin hennar til þín hinstu af hjartataugum sprottin voru instu. pú horfinn ert til frjálsa föðurlandsins. Ei fölna blóm, þar andi lifir mannsins, þars vinir mætast, aðskilnaður enginn á sér stað, hvar dýrst er sæla fengin. 4. september. 1919. Sv. Símonsson. Til skýringar við framanrituð eftirmæli: — Hið rétta nafn hins látna var Jón Jóhannsson. Hann var fæddur í Mikley í Skagafirði 23. sept. 1876, dáinn í Camp Lewis, Wash., 10. júní síðastliðinn. Dauðamein hans var hjartaslag. Eftirlifandi foreldrar hans eru Jóhann Jóhannsson og Rósbjörg Jónsdóttir í Akra-bygð i Norður-Dakota. pau hjón bjuggju síðast heima í Skagafirði I Pottagerði, fluttust vestur haf og settust að í Pembina, N. D., sumarið 1883. Eftirlifandi syst- kyni ihans eru: Guðrún, gift enskum manni í Edmon- ton, Alta.; Kristín, ógift; Björn, háskólakennari, gift- ur hérlendri konu, og Reimar, ógiftur. Eg, sem línur þessar rita, gjöri það fyrir tilmæli móður sins látna. Sv. S. Business and Professional Cards >—■ 1 ■« HVAÐ sem þér kynnuð að kaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja við okkur, hvort heldur fyrir PENINGA ÚT 1 HÖND eða að LÁNI. Vér hðfum ALT sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoðið 0VER-LAND H0USE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., horni Alexander Ave. t i .1 G0FINE & C0. Tals. M. 3208. — 322-332 KlUce Ave. Hornlnu á Hargrave. Verzla með og vlrða brúkaða húa- muni. ‘eldstór og ofna. — Vér kaup- um, seljum og sklftum á öllu sem «r nokkura virðl. Oss vantar menn og konur tll fesa að læra rakaralðn. Canadlsklr rak- ara hafa orðið aS fara svo hundruðum skiftir I herþjönustu. þess vegna er nú tækifæri fyrir yður að læra þægl- lega atvinnugrein oy komast I göðar stöður. Vér borgum yður göð vlnnu- laun á meðan þér eruð að læra, og út- vagum yður stöðu að loknu n&ml, sem gefur frá $18—25 um vikuna, eða við hjálpum yður til þess að koma á fót "Business” gegn mánaðarlegri borgun — Monthly Payment Plan. — Námið tekur aðeins 8 vtkur. — Mörg hundruð manna eru að læra rakaraiðn á skölum vorum og draga há laun. Sparið Járnbrautarfar með þvt að Iæra á næsta Barber College. HemphlH’s Barber CoUege, 220 Pacific Ave, Winnipeg. — Útlbíú: Re- gina, Saskatoon, Edmonton, Calgary. Vér kennum einnig Telegraphy, Moving Picture Operatlng á Trades skóla vorum að 209 Pacific Ave Winnl- peg. The Ideal Plumbing Co. Horqi Notre Dame og Maryland St Tals. Garry 1317 Gera alskonar Plumb- ing, Gasfitting, Gufu og Vatns-hitun. Allar viÖ- gerðir gerðar bæði fljótt og vel. Reynið oss. J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteégnir. Sjá um leigu á húeum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 808 Paris Buildlng Phone Main 2596—7 G.&H. TIRE SUPPLY CO. Sargent Ave. & McGee St. Phone-Sher. 3631 - Winnipeg Gert við bifreiðar Tires; Vulcanizing og retreading sér- stakur gaumur gefinn. pað er ekkert til í sambandi við Tires, sem vér getum eigi gjört. Vér seljum brúkaða Tires og kaupum gamla. Utanbæjarpantanir eru af- greiddar fljótt og vel. Islenzk vinnustofa Aðgerð bifreiða, mótorhjóla og annara reiðhjóla afgreidd fljótt og vel Einnlg nýjir bifreiðapartar ávalt við hendina. Sömuleiðis gert við flestar aðrar tegundir algengra véla S. EYMTNDSSON, Vinnustofur 647—649 Sargent Ave. Bústaður 635 Alverstone St. Phones G. 1154 and G. 4775 Halldór Sigurðsson General Contractor 804 McDermot Ave., Winnipeg • Sólskinsbörnin. Drottinn blessi ykkur öll annist, leiði, styðji, alla leið að himna höll heim svo veginn ryðji. Staksteina um víðan völl varist þið og ryðjið, þangað til að æfin öll er — þið drottinn byðjið. Biðjið hann um leiðarljós lífsins veg að finna, allra síðast sæluhrós svo þið megið finna. - Jón Einarsson, Minneota, Minn. Dr. R. L. HURST, • >mber of Roj J CoH, of Surgeone, L.g., útskrlfað\ r af Royal College of Phjaiclans, Lf don. Sérfræðlngur 1 brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. —Skrlfst 30F Kennedy Bldg, Portage Ave. .4 mótf Eaton’s). Tals. M 814. Helmb M. 2696. Tlml tll viðtals: kl. 2—r og 1—g e.h. Dr. B. J. BRANDSON 701 Lindsay Building Teletbone oarrv 3*0 Office-Tímar: 2—3 Hsimili: 77« Victor St. Telbphoee oarry 3*1 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu á að selja meðöl eftlr forskriftum lækna. Hin beztu lyí, sem hægt er að fá, eru notuð eingöngu. þegar þér komið með forekriftlna til vor, megið þér vera víbs um að fá rétt Það sem læknlrinn tekur tll. Dagtals. St J. 474. Nœturt. St. J. 166 Kalli sint á nótt og degt. D R. B. GEKZABEK, M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manltoba. Fyrverandi aðstoðarlæknlr við hospítal 1 Vinarborg, Prag, og Berltn og fleiri hospitöl. Skrifstofa á eigin hosplt&U, 415—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstoíutiml frá 9—12 f. h.; 3—6 og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeks elgtC hospítal 415—417 Prltchard Ave. Stundun og læknlng valdra sjúk- linga, sem þjást af brjóstvelki, hjart- veiki, magasjúkdómum, lnnýflavelkl. kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um.tauga veiklun. TH0S. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lógfræBiagar, Skr.ifstofa:— Room 811 McArthar Building, Portage Avenue ásiton: P. O. Box 1656, Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg Hannesson, McTav»h&Freeman Kjgfræðingar 215 Curry Building, Winnipeg Talsími M. 450 J?eir félagar hafa og tekið að sér lögfræðistarf B. S. Ben- sons heit. í Selkirk. Notre Daine Ave. og Sherbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 GJftingaleyflsbréf seld. Tal*. M. 3142 Dr. O. BJORNSON 701 Lindsay Building PlUlraiWHl OARRY 32( Office-timar: 2—3 HBIMILU 76« Victor atiset rRLEPHOHE, OARRY T38 WÍHnipeg, Man. Dr- J. Stefánsson 601 Bcyd Buildíng C0R. P0«T/\CE AfE. & EDMOfiTO)! *T. Stuadar eingöngu augna, eyrna. nef eg kverka sjúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 I. h. eg 2— 5 e. h.— Tal.ími: Main 8088. Heimili Í05 Olivia St. Tal.imi: Garry 2315. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Buildlng Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aðra lungnasjúkdóma. Er að finna á skrifstofunnl kl. 11— 12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrlf- stofu tals. M. 3088. Helmill: 46 Alloway Ave. Talsimi: Sher- brook 3158 DR. O. STEPHENSEN Telephone Garry 798 Til viðtals frá kl. 1—3 e. h. heimili: 615 Banatyne Ave., Winnipeg^ J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somer8et Block Cor. Portage Ave. eg Donald Street Tals. main 5302. BIFREIÐAR “TIRES” Goodyear og Dominion Tlres ætið á reiðum höndum: Getum út- vegað hvaða tegund sem þér þarfnist. Aðgerðum og “ViUcanizlng” aér- staknr gaumur gefinti. Battery aðgerðir 05 bifreiöar til- búnar tij reynslu, geymdar og þvegnar. ACTO TIRE VCIiCANIZING CO. 309 Cumberland Ave. Tals. Óarry 2767. Opið dag og nótt. Verkstofu Tala: Garry 2154 Heim. Tals.: Garry 2949 G. L. Stephenson PLUMBER AUskonar rafmagnsáhöld, tvo sem straujúm víra, allar tegundlr af ' glösum og aflvaka (batterls). VERKSTDFfl: 676 HOME STREET J. H. M CARS0N Byt ti! AUskonar Ilml fyrir fatlaða nienn, einnig kviðslltamnbúðlr o. fl. Talsfml: Sh. 2048. 338 COIiONV ST. — WINNIPEG. G. A. AXF0RD, Málafœrslumaðnr 503 PARIS BUILDING Winnipeg Joseph T. Ihorson I íslenzkur Lögfraeðingur Heimili: 16 Alloway Court,, Alloway Ave. MESSRS. PHICIiIPS & SCARTH Barristers, Etc. 201 Montreal Trust Bldg., Winnipeg Phone Main 512 Gísli Goodman TINSMIÐUR VBRKSTŒSI: Horni Toronto og Notre Dame i—: iUlrollfs Oarrv SB® PhDU Oarry 2988 A. 8. Bardal 84S Sherbrooke St. Selur likkistur og annait um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. En.frem- ur aelur hann alakonar minniavarða og legsteina. Heimitis T»U - Qarry2181 Skrifatofu Tals. - Qarry 300, 375 Giftinga og , , , Jarðarfara- Piom með litlum fyrirvara Birch hlómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST JOHN 2 RING 3 JOSEPH TAYLOR LÖGTAKSMAÐUR H eimUts-Tals.: St. Jobn 1844 Skrifstofu-Tals.: Maln 7978 Tekur lögtaki bæði húsalelguskuldir, voðskuldir, víxlaskuldtr. Afgreiðir alt sero að lögum lýtur. Skrlfstofa, 255 Maln Street Það er ávalt tækifæri. Það er lítt kleift aS skýra frá hve nær maðurinn þarf á öllum þeim krafti að halda, sem flytur hanu að lífstak- markinu—uy)ft> á örðugasta hjallann. Stundum er maður- iun búinn undir úrslita bárátt- una um þrítugsaldur, en þó oftar eigi fyr en hann er kom- inn nokkuð yfir fjörutíu. Trin- er’s Angelica Bitter Tonic er ágætur aflgjafi, þegar maður leggur hart að sér, og hefir til mikils að vinna. Slíkt meðal hjálpar meltingunni, stvrkir taugarnar og gerir mann fús- an til vinnu á morgnana. Efn- in í Triner’s Angelica Bitter Tonic eru undantekningarlaust öll tekin úr jurtaríkinu. — Reynið meðalið! Þetta meðal er alveg óviðjafnanlega styrkj- andi, þegar menn eru að jafna sig eftir hitasótt og kvefpest. — Joseph Triner Company, 1333-1343 S. Ashland Avenue, Ohicago, 111.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.