Lögberg - 06.11.1919, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.11.1919, Blaðsíða 6
Bls. G LöGBERG, FIMTUDAGINN 6. NÓVEMBER 1919 Að líta til baka. Fjitt at' skálduni vorum segir, þegar hann er að hugsa um liðnu tíðina: “Til hvers er að glápa á gamlar tíðir?” Hann meinar þar, að það sé ekki til neins að binda sig of fast við hið liðna, lieldur eigi allir að hugsa fram í tímann, horfa fram, en ekki aftur. I>á er nauðsynlegt að þekkja fortíðina, að þekkja sögu sinnar. eigin þjóðar, því án þess get- ur maðy,r ekki þekt sjálfan sig. Á vegamótum framtíðar og fortíðar eiga mcnn að geta séð bæði fram og til baka. Þrjú hundruð ára ajrnœh. Þrjú hundruð ára afmæli eins af merkisvið- burðum í sögu nágrannaþjóðar^vorrar, Banda- ríkjanna, fer bráðum í hond, og er þegar tekið að búa sig undir það hátíðarhald í Nýja Englands- ríkjunum og náttúrlega lrvarlar hugurinn þá til baka um þrjú hundruð ár. • Til baka og staðna-mist við fyrstu innflytj- endurna, eða öllu heldur við undirbtininginn und-' ir burtflutning fyrstu innflytjendanna frá Eng- landi til Bandaríkjanna. Klizabet Englandsdrotning var dáin og til ríkja kominn á Englandi James I., sem árið 1606 gaf einkaleyfi til félags, sem nefndist Virginia fé- lagið, til þess að ráða yfir landinu sem að lægi á milli Atlanzhafs og Kyrrahafs í vesturátt. Þesssu Virginia félagi var aftur skift niður í tvær deildir, Lundúna og Plymoifth, og hlutu þær þau nöfn sökum þess, að mennirnir, sem fyrir þeim stóðu, áttu heima í þessum bæjum. Um þetta leyti var lítið um atvinnu á Eng- landi bæði í bæjum og á landsbygðinni. Því þá var ekki um verksmiðjur að ra;ða, en hver og einn húsfaðir framleiddi að eins nóg fyrir sig eða lítið meira. Um jarðrækt var og fremur Ktið í þá daga og svo bætti það ekki til, að Englendingar voru komnir upp á að selja ull sína út úr landinu, til Niðurlanda, þar senr vefnaður var á all-háu stigi um það leyti, og Niðurlandamenn sóttust eftir ensku ullinni. Ensku bamdumir fóru því að leggja stund á kvikfjárrækt, en við hana þarf færri vinnumenn heldur en við jarðræktina. Menn töluðu því um að fara úr landi og til Virginia, sem að Sir Walter Raleigh var búinn að segja þeim, að væri land með ýmsa góða landkosti. 4 Fyrsti útflytjendahópurinn. Árið eftir, eða árið 1607 sendu útflutninga- félög þessi fólk* vestur um haf. Plymouth félagið eða þeir, sem á þess vegum voru, settust að með fram Kennebec ánni, þar sem ríkið Maine er nú. En næsti vetur, veturinn 1608, var mjög harð- ur og þar sem menn voru óframfærnir til fanga og lítið var um vistir, áttu þeir við skort að búa, og við það bættist ósamkomulag svo óskaplegt, að sumarið eftir liéldu þeir allir heim aftur, nema að eins örfáar fjölskyldur. Bygð þessi var kölluð Plymouth, eftir enska nafninu. Það var tekið fram, að fyrsta veturinn, sem nýlendumenn þessir voru hér í landi, þá hafi verið jrröngt í búi hjá þeim, og hefði orðið betur, ef að þeir hefðu ekki fundið forðabúr, sem Indí- ánar áttu og allmikið af maís var^eymt í, og tek- ið það. Annars hefði ver farið. En ekki sáu inn- flytjendurnir neina Indíána um veturinn. Það var ekki fyr en um vorið að snjór var leystur og veður var orðið hlýtt. Þá var það dag einn, að Indíána undirforingi einn, sem Samoset hét, kom gangandi heim að bygðum nýlendumanna. Hann staðnæmdist áður en hann kom alveg heim að húsum þeirra, hélt upp hemlinni og mælti: “Velkomnir, Englendingar ”, því Samoset var búinn að læra ofurlítið í ensku. Síðar kom Samoset með kunningja sinn Squanto, og urðu þeir eins og meðalgangarar á milli Tndí- ánanna og Englendinganna. Þeir kendu og Englendingunum, hvernig að þeir ættu að fara að rækta Indian corn eða maize, hvernig þeir ættu að setja útsæðið í jörðina, þegar veðrið væri orðið nógu hlýtt og laufin á eikar- trjónum álíka stór og eyru á íkornum. Og ef að jarðvegurinn væri ekki nógu frjór, þá skyldi grafa fisk þar sem sáð væri, og væri hæfilegt að láta einn smáfisk undir hvert mais korn. Þeir kendu Englendingum líka, hvernig þeir skyldu fara með kjöt, svo þeir gætu geymt það án þess að það skemdist, og hvernig að þeir ættu að gjöra sér föt og skó af dýraskinnum. Ef nýbyggjarnir í Plymouth hefðu ekki not- ið þessarar tilsagnar frá Indíánunum, er ekki ó- líklegt, að frumbýlingsárin hefðu orðið þeim enn þá erfiðari heldur en þau þó urðu. Lundúna dcild félaysins. Lundúna deildin sendi það sama ár á annað hundrað manns til Virgina. Fólk þetta var sent á þremur smáskipum. Þegar skip þessi komu til Amerku, sigldu þau upp á eina, sem skipverjar nefndu James River, og settust að á láglendi einu með fram ánni, hér um bil fimtu mílur vegar frá sjó, og nefndu stað þann Jamestown. Bygð þessi átti mjög örðugt uppdráttar f ram- an af, og stafaði það mest af því, að fólk það sem út kom, var óvant harðri vinnu og því lítt fallið til landnáms starfa. Enda komu jressir fyrstu innflytjendur hingað með það í huga, að grípa hér upp gnægð gulls úr lahjum og ám, en ekki til þess að yrkja landið. Fjöldinn af þessum Jamestown innflytjend- um voru það, sem á þeim dögum kölluðust “gentle- men” á Englandi. En það var fólk, sem ekki vann eða kunni að erfiðisvinnu. Það voru að eins fáir af þeim, er út komu, sem færir voru um að vinna eða kunnu að því. Svo það var fjöldinn af þeim mönnum, sem eyddu tímanum í að leita eftir gulli í Staðinn fyrir að ryðja laiulið og byggja sér hús, og svo þegar veturinn kom, urðu margir þeirra að grafa sig í hóla og hæðir eins og-refir. Fyrsta sumarið, sem þetta fólk var í James- town, veiktist rnargt af því í sumarhitanum og fimtíu dóu, og hefði líklega alt dáið úr vesöld eða hungri, ef það hefði ekki verið fyrir einn mann, sem hét John Smith; hann var allra manna úr- ræðabeztur og duglegastur, og það var hann, sem vissi hvernig hann átti að fara að þvrí að fá matar- forða hjá Indíánum, þegar þeirra eigin forði var að þrotum kominn. Arið 1609 komu enn um fimm hundruð til ný- lendunuar, en það voru flest “Gentlemen” — let- ingjar, sem ekkert nentu eðu kunnu að gjöra, og við ástandið í nýlendunnni, sem ekki var sem glæsilegast, bættist það, að John Smitli, ,sem öll- um þessum letingjum var orðið meinilla við, særðist og varð að hverfa heim til Englands til þess að fá sár sín grædd. En þann vetur fór illa fyrir nýlendutnönnum. Vistaskortur varð svo mikill hjá þeim, að þeir urðu að skera sér til lífs allan búpening sinn, nautgripi, hesta og hunda, og í júní 1610 voru að eins sextíu og níu manns lifandi af þeim sex hund- ruðum, sem þá höfðu flutt til Virgina, og var þá svo mikil óánægja komin í þá, sem eftir lifðu, að þeir lögðu allir af stað á f jórum smáskipum heim til Englands. Þeir fóru eins og leið lá niður Jaímes ána. En þegar þeir komu niður í ármynn- ið, þá mættu þeir skipi, sem var að koma með vistir frá Englandi. Á því skipi var og De La Ware, lávarður, sem var þá nýkjörinn landstjóri hins nýja lands. Með honum sneri fólkið til baka og hafði nú alls nægtir um sinn. De La Ware lávarður dvaldi ekki lengi í ný- lendunni. Hann hélt bráðlega heim aftur. En þegar hann kom til Englands sendi hann vestur mann, að nafni Sir Thomas Dale. Þessi maður, sem var bæði óvæginn og harður, flutti út með sér bæði menn og vistir. Þegar Sir Thomas kom vestur, tók hann við stjórn nýlendunnar og lét brátt til sín taka; en hann tók ómjúkum tökum á letningjunum og allir þeir, er færir voru til vinnu sökum heilsulasleika, urðu að vinna. Hann úthlutaði hverjum manni dálitlum landbletti, sem eigandinn varð að vinna, en hann fékk líka sjálfur að eiga það sem blettur- inn gaf af sér. Þið hafið og heyrt, að tóbaksbrúkun í Evrópu var ekki þekt á fyrri árum, ekki fyrri heldur en að tóbakið fluttist frá Ameríku. Fyrst var heldur lítil sala fyrir tóbak í Evrópu, en fólk komst brátt upp á að nota það og eftirspurnin jókst og tó- bakssalan varð brátt arðsöm fyrir nýlendumenn- ina í Virgina; og varð það til 'þess, að enn fleiri menn fluttust út þangað. Konuefni send út til nýlendunnar. Fyrst framan af voru það nálega tómir karl- ■ menn, sem vestur fóru. En þessi útflutningafélög kojmust brátt að raun um, að það var lítil fram- tíðarvon, svo árið 1619 sendu þeir út níutíu ungar stúlkur. Félagið kostaði ferð þeirra að öllu leyti, en ef að þær giftust, þá áttu menn þeirra að borga félaginu til baka þann kostnað. Stúlkur þessar giftust allar mjög bráðlega og félagið sendi nokkra fleiri skipsfarma af kven- fólki vestur til Virgina. Annar atburður, sem skeði á því sama ári, árinu 1619, er þess verður að á hann sé minst, því að hann er upphaf að svartasta kapítulanum. sem Bandaríkjasagan geymir. Það var um sumarið að liollenzkt skip kom í höfnina í Jamestown; það var kaupfar og var að fala vistir til kaups. Ekkert einkennilegt sáu ný- lendubúar við þetta skip, annað en það, að á því var mikið af svörtu fólki (Negrum). Það voru þrælar, sem þessir menn höfðu til sölu. Nýlendu- menn keyptu nokkra þeirra, og eru það hinir fyrstu þrælar, sem seldir voru í Bandaríkjunum. Fyrsta löggjafarþing Bandaríkjanna. Einn atburður enn, seím skeði á því sama ári, árinu 1619, er vert að geta um, og það er, að á því ári var hið fyrsta löggjafarþing Bandaríkjanna háð. Ellefu bygðir höfðu nú verið stofnaðar, og tóku þær allar sig saman og kusu tvo erindisreka frá hverrF bygð til þess að semja lög handa ný- byggjum. Tuttugu og tveir voru þeir talsins, þingmennirnir, sem komu saman á hið fyrsta lög- gjafarþing, sem haldið var í kirkju einni í James- town í Virginia 30. júlí 1619. Sagan af Monte Cristo. X. KAPITULI. / Leghorn. Það var snemrna morguns í blíðu veðri, að Tartana sigldi inn á höfnina í Leghorn. Edmond stóð uppi á þilfari og leit alt í kring um sig. Hann þekti ba1 þenna svo vel, því hann hafði oft komið þar á fyrri árum, og hann var að gæta að því, livort hann kæmi auga á nokkrar breytingar. En honum sýndist alt vera með sínum gömlu um- merkjum: húsin, göturnar, umferðin á götunum og jafnvel slæpingjarnir, sem að stóðu niður við höfnina, voru þeir sömu og fvr. Þegar þeir höfðu lagt skipinu að og fest það, beiddist Edmond leyfis, að mega fara í land — sagðist nú, þegar hann væri laus við heitstreng- ingu sína, ætla að fá hár sitt skorið og skegg rak- að. Skipstjóri veitti honum það leyfi fúslega og borgaði Edmond peningana, sem hann liafði unn- ið fyrir, með þeim ummælum, að hann mundi þurfa á þeim að halda til þess að borga rakar- anum. Edmond brosti og sagði, að það væri ekki ó- líklegt. Svo fór Edmond í land og fór að líta sér eftir rakarastofu. Hann minti, að fyrri á árum þá hefði verið lítil rakarabúð rétt við höfnina; eftir henni fór hann nú að líta og fann hana eftir stutta leit. Hún var þar með sömu ummerkj- um eins og hún átti að sér að vera. Edmond lauk upp hurðinni og gekk inn. Tveir rakarastólar voru þar inni og einn rakari. Edmond sagðist þurfa að fá hár sitt skorið og skegg rakað. Rakarinn leit við, horfði stund- arkorn á Edmond steinþegjandi. Síðan benti hann honum að setjast niður í stólinn og byrjaði á verki sínu án þess að segja eitt einasta orð Eftir hálfan klukkutíma var vitlit Edmonds tals- vert farið að breytast. Hann var farinn að líta út eins og siðaður maður, og þegar rakarinn hafði lokið verkinu, hefði enginn lifandi maður getað þekt sjómanninn unga, sem þar stóð í rakarastof- unni, fyrir bandingjann, sem áður var. Edmond beiddi rakarann að lofa sér að líta í spegil, og hann horfði lengi í hann. En það var eins og hann hefði aldrei fyr séð manninn í spegl- inum. Það voru liðin fjórtán ár síðan að hann hafði síðast litið í spegil og séð sjálfan sig eins og hann var þá. En andlitið í speglinum var svo gjör ólíkt því andliti, sem hann mundi eftir, að hann hefði séð af sjálfum sér í spegli áður, að hon- um fanst lítill svipur þar með. Hann sneVi sér að rakaranum og spurði hvað verk hans kostaði, og varð alveg hissa þegar rak- arinn setti honurn vanalegt verð. Hann borgaði tafarlaust og fór svo til þess að leita sér að búð þar sem hann gæti keypt sjómannaföt. Honum tókst von bráðar að finna hana, keypti fötin og fór í þau, en yafði föt þau, sem hann hafði verið í og Jacopo hafði lánað honum, saman í böggul, með þeim ásetningi að skila þeim til eigandans undir eins og hann kæmi aftur fram á skipið. En þegar að liann kom fram á skipið vildi enginn kannast við hann. Enginn þeirra þekti hann og gátu ekki mcð nokkru móti trúað því, að þessi sjómaður með snöggklipta hárið, væri sami maður, er fyrir stundu síðan hafði yfirgefið þá al-skeggjaður og með hár, sem náði niður á lierð- ar. Og er ekki að vita hvernig farið hefði ef að Edmond hefði ekki haft föt Jacopo málstað sínum til sönnunar. En þau voru nóg til þess, að skip- verjar trúðu Edmond og buðu hann velkominn í sínu nýja gerfi. Skipstjóranum hafðiMallið svo vel við Ed- mond, að hann hafði hvað eftir annað reynt til þess að ráða hann fyrir ársmann. En Edmond vildi með engu móti gefa kost á sér fyrir lengri tíma en þrjá mánuði í senn. Sökum þess, að um hugsunin um Monte Cristo eyjuna var honum efst í huga, og hann var tíðum hugsi út af því hvernig hann mundi geta komist þangað. En það var ekki um annað að gjöra, en bíða fyrst urn sinn. “Og ef eg gat beðið í fjórtán ár eftir því að komast í burtu úr Chateau d’If fang- elsinu, þá ætti eg að geta sætt mig við að bíða í nokkra mánuði eftir tækifæri til þess að komast til Monte Cristo eyjunnar” hugsaði liann. Edmond var ekki búinn að vera lengi á þessu skipi, þegar hann varð þess vísari að nafn þess var “Amelia’,, og að það var í förum til þess að lauma vörum tolllaust frá einum stað til annars. Skipstjórinn var frá Genoa og var maður bæði á- ræðinn, lagimr' og bezti drengur, þrátt fyrir þessa iðn sína. Hann reyndi, eins og sagt hefir verið, að kom- ast að því, hver Edmond í raun og veru var, með því að spyrja hann spjörunum úr um sjálfan hann og um Malta, því þaðan sagðist Edmond vera, og eins um allar hafnir.við Miðjarðarhafið. En Ed- mond gat leyst úr öllum þessum spurningum, því hann var mjög eftirtektasamur maður, og minni hafði hann svo gott, að hann gleymdi sjaldan því sem fyrir augu hans bar. Eftir að Edmond var búinn að vera á skipinu í nokkra daga, hætti skipstjórinn og skipverjar þessum spurningum; þeir komust að raun um, að Edmond var afbragðs sjómaður og bezti félags- maður, og það létu þeir sér nægja. “Jafnvel þó að hann sé nú eitthvað annað, en liann segist vera,\hvað gjörir það þá til?” hugsaði skipstjórinn. “Mér kemur það ekkert við. Eg hefi náð í mann, sem þekkir alt í sambandi við skip og sem er þess yert að þekkja, og það er það sem mig varðar mestu. Slíkur maður er líklegur til (tess að verða mér mjög þarfur við mína iðn.” Með sinni “iðn” meinti skipstjórinn toll- þjófnaðar verzlun sína, sem var mjög arðsöm og sem hann hafði rekið í nokkur ár; það var heldur ekki æfintýralaust líf, sem þessir tollþjófar lifðu, því tollþjónarnir voru alt af á hnotskóg eftir slík- um mönnum, og það voru ótal hættur, sem sneiða þurfti hjá. Og hann var að hugsa um hvernig að Edmond mundi fella siý við slíka atvinnu. En eins og gætnum manni sæmdi, réði hann við sig að bíða og sjá. Hún þekti söguna. Betlarinn—“Já, frú, eg hefi séð betri daga.” Frúin—“Enginn efi, þú hefir verið dugnað- armaður og getað borið höfuðið hátt. Svo hefir áður trúverðugur þjónn brugðist og hlaupið á dyr með alla peninga þína. Eina barnið þitt strokið með svikagreifa. Þú hefir mist kjark og farið að drekka, orðið betlari og nú lifirðu að eins með þá einu von í huga, að finna óþokkann, sem stal elskulegri dóttur þinni. Svo nú biðurðu mig að rétta þér hjálparhönd á þvrnumstráðri braut þinni.” Betlarinn—“Frú, þér komið tárum í augun á mér. Viljið þér ekki gera svo vel og hafa þetta yfir aftur, svo eg geti lært það utan að? Þetta er svo langt um betri saga en sú, sem eg ætlnði að segja yður. ” — Þýtt. ** - Sama garnla hrúgan. “Glaður að hitta þig, gamli kunningi. Hjá hverjum vinnurðu núna?” Tompkins, súr á svip: “Sömu gömlu hrúg- unni. Konu og sex börnum.”—Þýtt. Útlœrður. Frú Green—“Og hefir nú veran í hernum gert virkilega betri mann úr bónda þínum?” Frú Brown—“Það má nú segja. Hann er al- gerlega umbreyttur. Hann sópar gólfin, þvær diskana og afhýðir kartöflur án þess að segja orð. ”—Þýtt. Betlarinn—“Gætqð þér ekki hjálpað mér eitt- livað svolítið, herra minn? Konan mín er veik.” Ilerramaðurinn—“Eg get látið vður hafa vinnu alla næstu viku.” Betlarinn (hristir liöfuðið) : “En það er of seint, þá verður hún betri og getur komist í vinnu sjálf. ”—Þýtt. Frúin—Þú mátt til að fara varlegar en þetta með postulnið mitt. Þegar þú kornst hér, átti eg mægilegt postulín á borð fyrir átta manns.” Vinnukonan (lítur upp frá hrúgu af brotnu postulíni) : “En sjáið þér til, frú. Eg liirði öll brotin og þér eigið nú hátt upp í þúsund.”—Þýf t Með þér get eg beðið. Ó, ástkæra barn mitt! Eg beið þín svo lengi og beðið eg get ei. Við hljóðnaða strengi er liugur minn dapur og dagurinn löngum svo dimmur, er bið eg og sit hér í öngum. t Og það er svo dimt—eins og dauðinn sé hjá mér, því dagur er engi, er þú ert í frá mér svo langt, langt í burtu. Eg beðið ei fæ, en biðjirðu með mér, Guð heyrir mig æ. Ó, barnið mitt kæra! Eg bið, þú ert nærri Það birtir er þú, sem varst löngum svo fjarri, með kærliekasiis yl aftur kemur til mín. Eg kýs mér í draumum að heyra til þín. Ó, ástkæra barn mitt. Við mætumst á morgun, á morgun er endi á daganna sorgum. Þá krjúpum við bæði. Guð bænheyrir mig. Eg bið og eg trúi. Svo elska eg þig. A. Thorsteinsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.