Lögberg - 06.11.1919, Blaðsíða 5

Lögberg - 06.11.1919, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 6. NÓVEMBER 1919 Bls. 5 Að spara Smáar upphæðir lag-ðar inn í banka reglulega geta gert stærri upphæð en stór ínnlög, sem lögð eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp- hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3% á ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn. Byrjið nð logsja Inn í sparisjóð hjí. THE DOMÍNION BANE Kotre Duine liranch—W. H. HAMII/TON, Manager. Selkirk Branch—K. J. MANNlNtS. Manamr. i g ■ 1 ■ B]i!BiuiHiinHiniHiriHiiiiH:iiiHiHiinaiiiiHii!ii 1 ■ BIIIHIIIIBimiBIMIIBrc fl Á flstöð Yðar Eigin Bœjarfélags getur sparað yður 50% á eldsneytisreikningnum. Eldið Við Rafmagn og gerið yður gott af ódýrasta suðu- magninu í Norður-Ameríku., City Light & Power 54 King Street rimemuiniHnMHni IIHIiUI im>a«l!llH!lllHlli:H:i||H|]||Bii|ia tækjum, að hann með tárum og kveinstöfum hafi borið fram bæn og auðmjúk andvörp fyrir guð. Svo hann hefir náttúrlega Al t ItPT'l A omo-f Q T1 rl 1 IV* oí Ai fiTAirvniti nt/ÍÍCi-i X Jóns Bjarnasonar skóli. Gefðu mér það, að eg geti þó öðru hverju grátið — og staðið svo frammi fyrir þér, miiin guð og faðir, eins og lítið barn.” Vér sungum í sálminum áðan: “Það er svo oft í daaðans skuggadölum, að dregur myrkva fyrir lífsins sól; mér sýnist lokað ljóssins gleðisölum, öll lokin sund og fokið hvert í skjól” — og svo var meiningin, að vér syngjum biðjandi áframhald yersins: “ Ó guð, lát enn þó ætíð skína mér opinn himinn þinn, að dýrð eg sjái þína.” Það liafa líklega flestir sungið þetta með þurrum augum, en það er líka til að syngja þetta og því líkt guðs orð með votum augum; það er unt að syngja þetta trúaður með þurrum augum, en það er ómögulegt með votum augum að syngja þetta öðru vísi en trúaður. Er ekki vonin meiri, er ekki kærleikurinn sterkari, er maður ekki nær guði, þeg- gratiö. Moöirin i æfintýrinu grét úr sér augun, og svo urðu hin grátnu augu hennar að skínandi perlum niðri á hafsbotni. En hún fékk aftur augun sín og þá sá hún betur heldur en nokkru sinni áður. Geti maður biðjandi grátið frammi fyrir guði, þá er eins og maður á meðan hafi mist sjón- ar á hinni jarðnesku tilveru með öllu hennar mótlæti og neyð, öllu sínu eigin liðna lífi með þess mótlæti og neyð. Það er eins og þessi vanalegu augu séu úr manni. 1 gegn um tárin horfir maður beint inn í guðs himinn, inst inn í hjarta guðs, eilífðin blasir öll við manni, með endalausri guðlegri liuggun og von. Maðurinn grátandi í slíkum sporum er blindur sökum táranna fyrir öllu, sem á bak við hann liggur. 1 gegn um tárin horfii Iiann beint inn í eilífðina. Ó. hve hægt er að biðja þá! Ó hve inndælt er að standa frainmi fyrir guði sínum og frelsara þá! Maður stendur inni í bænaheiminum og dyrnar, sem þaðan út í hinn jarðneska mannheim með hans syndum og sorgum, neyð og dauða, táli og sjónhverfingum, eru lokaðar. Þar inni í bænaheiminum var móðirin grátna og grátandi stödd, þegar meginhlutinn af því, sem af henni segir í æfintýr- inu, gjörðist. Og þegar hún svo aftur fékk augun sín, með öðr- um orðum, hætti að gráta og gekk aftur út í jarðlífið, þá sá hún meira og betur en áður, sá svo mikið, að hún út af barns- missinum og allri sinni miklu neyð og sorg gat beðið eins og .Tesús í Getsemane: “Verði ekki minn, heldur þinn vilji, himn- eski faðir!” Menn segja, og eg segi það með, að tárin sé himneskar huggunarlindir fyrir manninn staddan í mótlæti og sorgum. En hvers vegna eru þau það? Þau eru það fyrir þá sök, að hið gleðilega í sorginni kemnr þá fram. Þegar tár er í mannsaug- anu, slíkt tár og her er um að tala„ þá mitt í sorginni, hörm- ungunum og bölinu, speglar kærleikshiminn guðs sig í því tári, gegn um tárið sér liinn syrgjandi, áhyggjufulli, hræddi og kvíðandi maður bjarta stjörnu á hinum andlega himni’ uppi yfir sér eða í sjóndeildarhringnum andlega fram undan sér. Sú stjarna er stjarna vonarinnar. Það er skugginn af tárinu eins og hann tekur sig út á þeirri hlið tilverunnar, er að guði snýr. Það er ljósmyndin af tárinu, eins og hún kemur út á for- tjaldi eillífðarinnar. Blíða, blessaða, guðlega eilífðarvon. sem sést svo skýrt eins og stjama af fvrstu stærð, þegar tárið. slíkt tár og hér er um að ræða, tár, sem er skylt tárunum í augum frelsarans. tár eins og móðurinnar í æfintýrinu, er í manns- auganu. — Vér viljum í neyð vorri og sorgum biðja, þurfum endilega, þegar fokið er eða fokið sýnist vera í öll skjól hér niðri, öll sund eru lokin, ekki fært að komast lengra áfram eitt einasta fet, þurfum þá endilega að biðja: “Ó guð lát enn þá ætð skína mér opinn liiminn þinn, að dýrð eg sjái þína.” Afbiðjum þá ekki tárin, því í gegn um þau sjáum vér guðs himinn í skýrari og skærari mynd heldur en hann á nokkurn annan hátt verður séður af dauðlegum mannsaugum hér niðri. Þökkum héldur fyrir tárin, af því vér höfum gegn um þau séð hið inndælasta, huggunarríkasta og himneskasta af því, sem hér niðri getur borið fvrir manuleg augu. Eg er, ef til vill, of-lengi búinn að dvelja við tárin, of lengi búinn að tala út af þessu eina orði í upphafi textans, er segir frá því, hvað augum Jesú leið, er hann við innreið sína, hina síðustu, kom borginni Jerúsalem svo nálægt, að hann sá hana. En það kemur af því að mér finst og eg véit það með vissu, að tár Jesú hafa svo ómetanlega og óendanlega þýðing fyrir mannlífið, og eins líka af því, að eg veit með engu ininni vissu, að tár vor vanalegra manna hafa svo makalausa þvðing fyrir líf vort í guði. Þð lcemur af því, að tárin, Krists 'tár og'hin kristilegu mannatár, í trúarmeðvitund minni binda svo algjör- lega saman himin og jörð, guð við manninn og manninn við guð, kærleiknn á himnum uppi við kærleikann mannlega hér niðri á jörðinni. Og það kemur af því, að eg hefi aldrei séð neina göfugri ^jón á æfi minni, en þegar eg stundum liefi horft inn f grátandi mannsauga. Og það kemur loks af því, að mig langar svo oft til að gráta, þegar eg ekki get grátið, langar svo mikið til að vera drotni mínum eins nálægur eins og eg veit, að maður getur verið á trúuðum tára-augnablikum sínum, — sem aftur hefir leitt mig til að skoða slík tár björtustu perlurnar á liafshotni mannlífsins. En nú skal eg hætta að tala um tárin og minna á, hvað kom . á eftir tárunum hjá Jesú. Þér munið, hvað það var, sem kom út á honum tárunum í sögu texta Vors. Hann leit vfir hina lielgu höfuðborg sinnar eigin þjóðar, sá syndagjöldin hræði- logu, sem yfir henni vofðu, liugsaði um ókomna evðilegging hennar, alla þá sáru nevðartíð, sem fvrir börnum hennar lá út af því, að fólkið ekki fékst til að þekkja sinn vitjunartíma. Og svo grét Jesús. Yfir gröf Lazarusar vinar síns grét Jesús líka, en annars er ekki í guðspjöllunum minst á tár hans. Höfund*- ur Hebreabréfsins minnist þess um Jesúm á almennum orðatil- stærri, rís aldrei hærra í andans heimi, en rétt eftir að hann hefir grátið. Óðar en tárin eru þornuð af augum hans yfir gröf Lazarusar, hrópar hann fyrst í bæn til guðs, þakkandi honum fyrir að hann hefði bænlieyrt sig, og síðan með guðlegu ahnaittisorði inn í gröfina: “Lazarus, kom þú hingað út,” og tafarlaust opnast gröfin og liinn látni maður kom lifandi út. — Og svo íí texta vorum: Óðar en hann eftir tár sín yfir ó- komnum óförum Jerúsalemsborgar og þau orð, sem þar með fylgdu, var komiim inn í bæinn, gekk hann inn í musterið, og rak þá út þaðan, er þar voru að vanhelga þennan drotni lielg- aða stað, með þessum híörðu orðum: Ritað er: mitt hús er bænahús, en þér hafið gjört það að ræningjabæli. Hugsið yð- ur kraftinn, eldinn í orðum Jesú, er hann sagði þetta. Enginn áræddi að segja eitt orð til mótmæla. Musterið er tómt á svip- stundu.— Svona sterkur, svona óumræðilega mikill og máttug- ur hefir Jesús auðvitað alt af verið, þegar hann var nýbúinn að gráta. Það mátti ^ýnast þýðingarlaust að fara að vinna fyrir guðsríki í Jiessari borg, sem liann var nýbúinn að gráta yfir sem þeirri, er sjálfsagður dómur vofði yfir. En Jesús gengur til verks eins og ekkert væri því til liindrunar, að hið andlega frelsisstarf hans gæti borið fullkominn ávöxt. Hann vinnur nú hvað harðast og ákafast fyrir guðs ríki, þegar engin von sýndist vera um framgang þess, vinnur eins og Íífið lægi við, því liann vissi nú sérstaklega fyrir það, sem hann hafði horft á gegn um«sín tár, að lífið lá einmitt við. Þau koma aldrei ávaxtarlaus af augum Jesú, hans tár. Hann er alt af hvað harðastur í sókninni og vörninni fyrir liið mikla eílífðarmálefni, seln hann var að berjast fyrir, eftir að tárin hafa runnið af augum lians. Hann hefir alt af meiri von fyrir sitt málefni eftir tárin en á undan þeim. Hann grætur þangað til vonar- stjarnan hans er gegn um tárin alskýr og ljómandi komin fram á hinn andlega sjóndeildarhring fram undan honum.—Dag eft- ir dag gengur hann í musterið til þess að kenna þar eftir þessa musterishreinsun. Óvinir hans eru alt í kring um hann. ’Það er ráðin atför að honum, sem átti að kosta hans líf. Hann pré- dikar, vinnur, biður eins og ekkert sé, vegur hans alfær, mál- efni hans sigurinn vís. Svona sterkur gengur Jesús út í lífið og dauðann eftir að hann er búinn að láta tárin draga vonar- stjörnu sína fram lír ]>okunni. Þau eru ónýt þín tár, maður, ef þú ekki verður sterkari maður, trúaðri maður, vonarfyllri maður eftir að þú ert búinn að gráta, heldur en þú varst áður en veikleiki þinn kom út á þér tárunum. Tárin eru manni gefin af guði, ekki til þess að gjöra mann að veikari manni, heldur til þess að gjöra mann að sterkari manni. Eg vil gefa yður öllum ráð til þess, að tárin verði yður til blessunar. Lítið eins og móðirin í æfintýrinu niður í brunn örlaganna, meðan augun eru enn vot af tárum og meðan trúin brennur enn í hjarta yðar. Þá sjáið þér þar guðs kærleika, kærleika hans í því. þegar hann kom til yðar með mótlætið, sorgina, mótspyrnurnar, krossinn og sjálfan dauðann. Og gangið svo með mynd hins guðlega kærleika á augum yðar burt þaðan út í lífið, með vonarstjörnuna fyrir yður, sem birtist yður svo björt og skær gegn um tárin út í stríðið og stritið — fram á móti nóttinni eins og fram á móti deginum. Lífið er stríð, á því ef enginn vafi, en sérstaklega er lífið stríð fyrir öllum þeim, sem vilja lifa og deyja eins og guðs börn, lifa og deyja sem lærisveinar hins krossfesta. En þá gildir, að missa ekki sjónar á vonarstjörnunni sinni í því stríði og geta þá líka grætt fyrir líf og dauða, fyrir tíma og eilífð á hverju tári, sem kemur fram í augað, geta latið allar sínar sorgarsögur enda eins og sorgarsaga ,móðurinnar í æfintýrinu endaði með bæn til drottins um það, að hans vilji verði, geta eins og hún látið tár- in sín verða að æ fegurri og bjartari perlum, eftir því sem þau verða fleiri, geta grátandi staðið Jesú eins nærri eins og hann stóð oss nærri grátandi yfir Jerúsalem. í skólanum eru nú 49 nemendur. Einhverjir bætast við síðar, en ekki víst hvað margir. Af þessum hópi er 21 nemandi í 11 bekknum og er það stærsti hópur, sem nokkurn tíma hefir verið I þeim bekk, og nokkrir þeirra hafa ekki verið í skóla vorum áður. í 10. bekk eru 22 nemendur, nokkrir þeirra einn- ig nýir. í níunda bekk er hópur- inn minstur, 6. Sérstaklega þar gætum vér tekið á móti fleiri nem- endum. Gæti verið tækifæri fyrir gáfaða nemendur utan af landi enn í níunda bekknum í vetur. Pilt- arnir eru í miklum meiri hluta í skólanum. Einhver velviljaður fór um dagin að aug- lýsa í Lögbergi nöfn þeirra íslend- inga, sem eru í undirbúningsdeild- inni í Wesley College. Ekki hafa | verið birt nöfn nokkurra annara | íniðskólanemenda og er því sann-' gjarnt að spyrja: hvers vegna aðj vera að birta nöfn nemenda í þess- um miðskóla fremur en öðrum? Var það gjört af einhverjum, sem vildi hefja undirbúningsdeildina í Wesley upp yfir alla aðra miðskóla og þá sérstaklega Jóns Bjarnason-j ar skóla? Eða var það gjört til að | sýna sóma þeirra, sem ganga fraru hjá skóla kirkju sinnar og þjóðar? pó held eg skóli vor þoli vel saman- burð hvað kenslukrafta snertir við j hvaða annan miðskóla sem er í; Manitoba. En íslendingnum er svo fádæmi gjarnt til að fyrirlíta ís- lendinginn þrátt fyrir alt þjóðern- j isgumið og allan þann nasablástur. j i Hins má geta, að nemendur þeir, sem frá oss hafa útskrifast, eru að þokast upp í mentastiganum. Meiri hluti þeirra, sem nú eru í fyrsta bekk “college”-deildar í Wesley,1 eru nemendur, sem hafa útskrifast af Jóns Bjarnasonar skóla. einn vetur voru f jögur börn hans á skólanum í einu. Friðrik Guð- mundsson í Mozart, Sask., átti eitt sinn þrjú böm sín í skólanum í einu. Sama er að segja um ólaf G. Johnson, að Isafold, Man. 1 þetta sinn eru allir þrír drengir Ásmund- ar P. Jóhannssonar í Winnipeg. Fjögur börn Áraa Eggertssonar hafa verið í skólanum, þó þau hafi ekki öll verið þar í einu. Auk þess- ara eru nokkrir, sem hafa sent oss tvö af börnum sínum í einu: Hall- dór S. Bardal, A. S. Bardal, S. W. llelsted, Jón Eiríksson (Mary Hill) Einar Johnson (Lundar), Jakob Einarsson (Hekkla, Ont.), Mrs. Eyjólfsson (Riverton) og Jón Sig- valdason (Riverton). petta er frábærlega vel gjört og þakklæti eiga allir skilið, sem hafa sent oss nemendur, hvort sem þeir voru fleiri eða færri. Útgjöld skólans eru stórum mun meiri nir en nokkru sinni áður. Stafar það að nokkru leyti af verðhækkun á því, sem að skólanum lýtur eins og öðrum hlutum í þessari dýrtíð og að nokkru leyti af stækkuðum. kenslustofum og auknum útbún- aði. Allir vinir skólans víðsvegar um bygðir íslendinga verða að reynast honum drengilega. Ungir og gamlir, fullorðnir og börn, tak- ið öll höndum saman um að sjá skólanum vel borgið. Vér höfum ekkert að treysta á, nema guð og íslenzkan almenning, og vér trúum því að hvorugt bregðist. R. Marteinsson. ManitobastjórninogAlj}ýðumá!adeildiii Greinarkafli eftir Starfsmann Alþýðumáladeildarinnar. Söguatriði. Einn vinur skólans sagði: “Bezta gjöfin, sem nokkur getur gefið l skólanum, er nemendur.” petta ér óefað rétt, þótt hitt sé líka satt, að skólanum verður ekki haldið við nema með fé og þess vegna þurfa allir að styrkja skólann á hverju j ári. Vini, sem veitt hafa skólanum I fjárstyrk, hefir skólinn átt marga, j en hann hefir líka átt frábæra vini, sem hafa treyst honum fyrir börn- um sínum. Sumir þeirra hafa jafnvel átt 3 til 4 börn þar í elnu. Ber þar fyrstan að nefna Sigur- björn Sigurjónsson í Winnipeg. Hann var einn hinn allra fyrsti maður að senda oss nemanda og Skilvindur á bændabýlum. Smjörgerð er ein af allrá þýð- ingarmestu framleiðslu tegund- um í Manitoba. pað er að vísu satt, að eins og nú standa sakir, er mikill meiri hluti smjörs búinn til í verksmiðjum, en þó er vitan- lega allmikið af smjöri unnið á bændabýlum. Árið 1918 áætlaði landbún.deild Manitoba fylkis að unnnið hefði verið í fylkinu smjör er nam sjö miljónum doll. í pen- ingaverði, en allar afurðir mjólk- urframleiðslunnar, smjör, ostujr, rjómi o. s. frv., natn til samans yfir ellefu milj. dollara. Árið 1918 fluttist út úr Manitobafylki hátt upp í tveggja milj. doll. virði af smjöri og er það því sýnt, að út- fiutningur þessarar einu fram- leiðslu tegundar hefir stóra þýð- ingu fyrir viðskifti fylkisins. pað er því bráðnauðsynlegt fyrir oss, að leggja sem allra mesta áherzlu á gæði ’smjörsins, til þess að geta kept við smjör anmara landa og landshluta, svo sem Nýja Sjálands þar sem smjörframleiðslan stendur hæstu stigi. í þeim tilgangi að greiða fyrir arðvænTegri framileiðslu mjólk- ur afurða í fylkinu sem allra mest að upt er, hafa prófessorarnir við Dairy T)epartment í Manitoba búnaðarskólanum samið og gefið út bækling (á ensku), er menn geta fengið tafarlaust, með því að rita til The Publication Branch, Mani- toba Department of Agricnlture: “The Cream Sepanator on the Farm.” — 1 bæklingi þessum er gefið glögt yfirlit yfir það, hve mikiH hagur sé að því að nota skilvindur, hvaða tegundir skuli kaupa og ’hveraig með þær skuli farið og rjómann eftir að búið er að skilja mjólkina. Hagnaðurinn við notkun skiT- I vindu hvílir að miklu leyti á því. hve margar kýr eru á þýlinu. f bæklingnum eru sýndar myndLir af þremur smjör-hrúgum. Ein þeirra inniheldur 18% pund af smjöri, sem bóndinn hefir tapað- með því að setja mjólkina, ssð kallað er, í stað þess að skilja hana. Með öðrum orðum, ef afi kýr gefur af eér 4,000 pund af mjólk, sem er lítið meira en það, • sem meðalkýr gefur af sér á ári, I og ef mjólkin úr þeirri kú væri sett í grunnum trogum, þá mundi tapast 18% pund. En ef sama í mjólk væri sett í djúpa dunka og þeir síðan geymdir í köldu vatni, þá jnundi smjörtapið eigi nema ! meiru en 7% punds. En sé góð. skilvinda notuð, bapast alls ekki neitt af smjörmagni mjólkurinn- ar, eða að minsta kosti ekki þafi sem nokkru nemur. pað er áætl- að, að sé um tíu mjólkurkýr afi ræða. þá sparist á ári $27.00 bori5 saman við aöferðina að setja mjólkina í djúpa dunka, en $75.60 jtil móts við setningu mjólkur í grunnum trogum. Með því að nota skilvindu, fæst j ávalt meiri og betri rjómi. Og er höfuðástæðan sú, að mjólkin er þá ávalt «kilin |ný, 'og þess vegna Ikemur rjóminn ávalt nýr og fersk- ur til verksmiTSjunnar — rjðma- l búsins. Skilin mjólk er miklu j betri til fóðurs fyrir húsdýr, svo ■ sem kálfa, grísa og hænsnin, og stafar það einnig aððallega af þvi að mjólkin'er nýrri. 1 blaði þessu verður bráðlega frekar skýrt frá ýmsu þessu vifi- víkjandi, svo sem hvafia skil- vindutegundir séu hentugastar og hveraig með þær skuli farið.. Fagnaðarsamsæti fyrir afturkomna hermenn var haldið i skólahúsinu á Hnausum í Breiðuvík í Nýja íslandi þ. 16. þ.m. Stýrði því Gisli verzlunarstj. Sig- mundsson og hófst það um kl. níu að kvöldi. Fóru fyrst fram skemt- anir og síðan rausnarlegar veiting- ar, er konur bygðarinnar stóðu fyr- ir. Fyrstu ræðuna á samkomunni flutti séra Jóhann Bjarnason. Aðr- ir, sem töluðu, voru-Sigurjón bóndi pórðarson, Magnús Magnússon, Miss Ina Stefánsson, og Eiríkur S. Einarsson. Er hinn síðasttaldi heimkominn hermaður, sjálfboði úr 223. herdeildinni. Hinir, sem ver- ið var að fagna, voru: S. V. Sig- urðsson, Sigursteinn Albertsson, Sigurlaugur Jóhannsson og Por- steinn J. Bergsson. — Sökum for- falla voru ekki allir þeir, er fagna átti, viðstaddir. Voru þeir staddir norður á vatni. Komu þó heim fyr- ir næstu helgi og var fram'hald samsætisins haft sunnudaginn þ. 19., eftir messu, og fór það nú fram í húsi Mrs. Valgerðar Sigurðsson, ekkju Stefáns heit, kaupmanns. Var aftur margt manna saman komið. Fluttu ræður þar þau Mrs. Sigurðsson, Bjarni Marteinsson og Mrs. Helga Jónsson. Fór sam- sætið fram hið bezta, eins og það hið fyrra. — Einn hinna ungu manna, er í stríðið fóru úr Breiðu- vik, kom ekki aftur, Guðni Bjarni Jónsson, vaskleika maður og vænn drengur, 25 ára gamall. Féll í or- ustu í sept. í fyrra. Var hann sonur Jóns sál. Guðmundssonar bónda á Gíslastöðum og konu hans Steinunnar Magnúsdóttur, en bróð- ir Gunnsteins bónda Jónssonar á Gíslastöðum, er kvæntur er Elinu, uppeldisdóttur Stefáns heit. kaup- manns Jónssonar í Winnipeg. Var það eini skugginn, sem hvíldi yfir samsæti þessu, að hinum unga röska manni, Guðna, hafði ekki orðið afturkomu auðið. Má að vísu segja, og það með sönnu, að Breiða- vík, þó fremur sé hún lítil bygð og fámenn, hafi sloppið vel, að missa ekki nema einn mann í stríðinu. Hitt þó vitanlega jafn satt, að harmur þeirra, sem sérstaklega áttu hann og fengu hann ekki heim aftur, er eins þungur fyrir því, þó bygðin í heild sinni slyppi svona vel. Harmssaga þessi hins vegar endurtekin svo undúr víða um ^bygðir og heimkynni vor íslend- [ inga eins og kunnugt er. í'VrÁftar T-ncrh.T %i f: 9 f ; ' LÁNSTRAUST ER SKILYRÐI FYRIR ÞVl AÐ KLÆÐAST VEL Mestu fjármálafræðingar þjóðarinnar segja, að undir góðu lánstrausti sé framtíð hennar komin. Hví skyldi þá eigi sama reglan gilda, þegar um einstaklinga er að ræða? Og þér hafií) nákvæmlega sama rétt til þess að njóta góðs af lánstraustinu og sérhver annar. Ver vitum, að þér farið ekki fram á að fá meira, en þér getið borgað fyrir, og þess vegna er oss áhugamál að þér opnið hjá oss reikning. ' Látið það sannast og sjást á útliti yðar, að yður lí$i vel. Og jafnvel þótt þér kynnuð að hafa tiltölulega lágt kaup, þá getið þér samt fengið hjá oss nýtízku klæðnaði gegn mjög vægum borgunarskilmálum unz skuldinni er lokið. pað er mjög einfalt mál að fá föt hjá oss; vér erum ekki með neina rosmu af fyrirspurnum eða í neinni upplýsinga- leit; vér trúum því eindregið, að þér séuð öll áreiðanlegt fðlk, sem treysta megi út í æsar. pegar þér kaupið hjá oss, þá skuluð þér að eins sannfæra sjálfa yður fyrst um það, hve mikla peninga þér megið missa á hverjum borgunardegi, og vér högum greiðsluskilmálunum eftir því. pér getið komið með afborganirar í búðina, eða vér skulum senda eftir þeim, ef yður hentar sú aðferð betur. Petta eru að eins Hrein og Einföld Viðskifti, þar sem engra vaxta er krafist. Vér gætum yðar hagsmuna í öllum tilfellum jafnt og sjálfra vor. Ef þér hafið ekki skift við oss áður, þá skuluð þér umfram alt ekki láta yður detta í hug, að vér seljum lakari vörur en aðrir, þótt vér veitum lán. Nei, svo langa langt í frá— Vér veitum yður einmitt tækifæri til þess að reyna vöruna á meðan þér eruð að greiða fyrir hana með mjög auðveldum afborgunum. (pað gera ekki búðirnar, sem selja út í hönd). ( Oss er ánægja að fá viðskifti yðar, og núna er tækifærið til þess að opna við oss reikning. TÉE STORE IN THE AIR — TAKE ELEVATOR Komið og skoðið nýtízku fatnaði vora fyrir konur og karla. Snið og frágangur er þannig, að lengra verður eigi náð í fullkomnun. — Verðið er ótrúlega lágt, og sðrhver fatnaður ábyrgstur. Lítil borgun út í hönd nægir. Vér trúum yður fyrir afgangium. Kvenfatnaður frá $35.00 til $250.00 Kven-Yfirhafnir frá $32.00 til $160.00 Kvenna Loðkápur frá $350.00 til $585.00 Kvenkjólar frá $20.00 til $87.00 Kven-Pils frá $9.50 til $37.50 lllll!lllll!!IHIIII!llill!lllllllllill ii !iii ■ i Hl NEW YORK OÖTFITTING Company 215 Mclntyre Block - - Phone Main 6297 Klæðist vel með hœgu móti. ■jllllllllMlllllllllllllMIIM IW WWII—WilM ilBi||llii!i!lBllBWIIII»!Wlini:ff ffB^miWllllWBWBflWWflWflflBflWWflWWMWWWflflWWWWWflB^ Karlmanna föt frá $29.00 til $85.00 Karlm. Yfirhafnir frá $27.00 til $65.00 Karlm. Loðkápur frá $200.00 til $$600.00 Karlm. Regnfrakkar frá $22.00 til $45.00 h'- Karlm. Buxur frá $8.00 til $16.50

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.