Lögberg - 18.12.1919, Blaðsíða 1
I
JOLABLAD 191
32. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 18. DESFMBER 1919
NÚMER 51
Eftir Dr. JÓN BJARNASON--Fluttur að Gimli 1877.
DAG er gleðihátíð kristinna manna,
j því í dag minnast þeir þess, að syndur-
| unum er frejeari fæddur, guðs son,'
1 I drottinn Jesús Kristur. í dag eru all-
lllHMIilllllllié. , * ,
ir, sem heyra eða lesa jolaevangehum
vort, kvaiddir til að l'agna og vera glaðir yfir
því, að guð hafi orðið maður, tekið upp á sig
syndabyrði Adams barna og losað kynslóð
vora við reiði hins réttláta um alla eitlífð. í dag
hljómar himnesk rödd í eyrum vorum, um leið
og vér minnumst bamsins nýfædda í Betlehem,
þar sem það liggur í jötunm, sem segir, að vér
skulum ekki óttast, því í dag sé oss fæddur
frelsari, frelsari frá synd og sorg, þjáningum
og dauða, eymd og örvænting, og að þetta mikla
fagnaðarefni muni veitast öllu fólki. f dag
fáum vér að heyra, að kristnir menn eru ekki
kallaðir til þess aðeins að sýta og gráta, ekki til
þess að skoða heim þennan, þennan vorn jarð-
neska bústað, að eins sem eymdar dal, aðsetur
myrkra, mótlætis og von'eysis, ekki til þess að
ganga með sífeldan ótta í hjartanu fyrir örlög-
um sínum bæði hérna og hinum megin grafar-
innar, heldur þvert á móti til að fagna og ganga
lofsyngjandi gegn um lífið, hrósandi sigri yfir
því himneska ljósi, sem á fæðingarstund Jesú
Krists uipprann heiminum, yfir þeim friði á
jörðu og guðs velþóknan yfir mönnunum, sem
hinar himnesku hersveitir lofuðu guð fyrir á
hinni fyrstu kristilegu jólanóttu. f dag fagna
allir kristnir menn, sem annars halda nokkra
sérstaka jólahátíð, hinum nýfædda frelsara.
Mitt í eymd sinni og óláni sakir syndarinnar
lofsyugja kristin böm trúarinnar víðsvegar
um heiminn drotni í dag fyrir frið þann, sem
Jesús flutti öllu fólki frá föðumum á himnum.
Vér, sem hér höfum safnast saman, skulum
líka reyna að vera með að lofsyngja lausnar-
anum á þessum degi, því sé annars trúin í hjört-
um vorum, þá hljótum einnig vér, hversu margt
og mikið, sem annars kann að vera að hér hjá
oss, að finna til þess, að Jesú fæðjng er oss
sannarlegt, já óendanlegt gleðiefni. Honum.til
dýrðar skulum vér þá hafa yfir þennan fagra
jólasálm:
“'Hin fegursta rósin er fundin,
og fagnaðar-sæl komin stundin, v
er frelsarinn fæddist á jörðu;
hann fanst meðal þymanna hörðu.”
Vér lesum í guðspjallinu, að á fæðingar-
nóttu Jesú Krists hafi engill drottins birst fjár-
hirðumnum, sem vöktu yfir hjörð sinni rétt
fyrir utan Betlehem, og sagt við þá: óttist
ekki, því eg flyt yður mikinn fögnuð, sem veit-
ast mun öllu fólki, því í dag er yður frelsari
fæddur. Orsökin til þess að hjarðmenn þessir
urðu hræddir, var sú, að birta drottins ljómaði
í kring um þá. Heimurinn fékk hér himneskt
tákn, merki þess, að mannkynsins endurfæð-
ingarstund var komin, merki þess, að sól rétt-
lætisins væri fyrir fult og fast tekin til að skína
á jörðina. Postulinn Páll fékk viðlíka tákn á
smni endurfæðingar-stund, á því augnabliki,
þegar Jesús Kristur fæddist í sálu hans. Hann
var á leiðinni til Damaskus, þegar skyndilega
leiftraði ljós af himni yfir hann. Hann féll
til jarðar, heyrði rödd drottins, hætti að spyma
móti broddunum og trúði. Hvortveggja at- '
burður er fyrirmyndan þess Ijóss, þeirrar himn-
esku birtu, sem Ijómar inn i sálu hvers þess
manns, sem fær Krist inn í hjarta sitt. Án
Jesú Krists er heimurinn í myrkri, og sama er
að segja um hverja einstaka sál, sem ekki nær
að endurfæðast fyrir trúna á hið kristilega ev-
angelíum. En hvernig verkar nú þetta ljós,
sem tók til að skína fyrir fult og fast i heimin-
um með holdtekju guðs sonar? Hver áhrif
hefir birta kristindómsins á hjarta mannsins?
það sjáum vér fyrst á hjarðmönnunum. Um
þá segir guðspjallamaðurinn, að þeir hafi orðið
næsta hræddir; og hin fyrsta verkun, sem hið
himneska ljós Jesú Krists hafði á postulann
Pál, var að hann datt til jarðar. En undir eins
og hann fékk ráðrúm til að gefa drotni hjarta
sitt, hafði sjálfur ákvarðað sig til trúarinnar,
reis hann upp og barðist hugrakkur fyrir frels-
ara sinn og með frelsara sínuirn þaðan í frá.
Eins tekur engill drottins brátt allan óttann
úr hjarta hjarðmannanna. óttist ekki, segir
hann, því í dag er yður frelsari fæddur, og eftir
það fóru þeir í skyndi inn í bæinn til að sjá at-
burð þann, sem guð hafði kunngjört þeim,
fundu Maríu og Jósef og bamið liggjanda í jöt-
unni, sneru síðan aftur og lofuðu guð. Kristur
getur ekki fæðst í hjarta mannsins, nema fyrir
iðrun og trú. Fyrst þarf það að ganga upp
fyrir manni, að hann sé þræll syndarinnar. Mað-
ur þarf að verða “næsta hræddur”, skelfast af
andlegu ástandi sínu; maður þarf að falla til
jarðar eins og postulinn PáU, hníga niður undir
syndabyrði sinni, líta sjálfan sig í sinni eymd
um leið og drottinn himnanna stendur frammi
fyrir manni í sinni dýrð. petta er iðrunin, en
það, sem skapar í oss andá iðrunarinnar, er lög-
mál drottins. pegar lögmálið var útgefið á
Sínaí-fjalli forðum, þá fylgdu þar með reiðar-
þruuiur og eldingar. Alt fjallið lék á reiði-
skjálfi. pessi umbrot í náttúrunni, sem sam-
fara voru opinberan lögmálsins, eru með réttu
að skoða sem fyrirmyndan þeirrar hugarhrær-
ingar, þess ótta og skelfingar,er þetta sama lög-
mál verður að verka í manninum, áður en hann
getur haft gagn af fagnaðarboðskapnum um
endurlausnarverkið. Sá getur ekki glaðst af
Jesú Kristi, sem ekki hefir áður fundið til sorg-
ar yfir því að vera hjálparlaus, fundið til ótta
yfir því að vera einmana, mist alla trú á mátt
og megin sinnar eigin náttúru. Sá getur ekki
lofað guð fyrir það að mega vera í himnaríki,
eður með öðrum orðum heyra lausnaranum
Jesú Kristi til, sem ekki hefir reynt, að það er
sárt, að standa fyrir utan dyrnar. Sá getur
ekki fundið til fagnaðar yfir því að frelsari sé
fæddur, sem ekki hefir haft neina sorg yfir
sínu andlega ástandi. Eins og lögmálið þarf
að ganga á undan evangelíinu, eins verður iðr-
unin að ganga á undan trúnni. Heilbrigðir
þurfa ekki læknis við , heidur þeir, sem sjúkir
eru. Meira að segja: hinn gamli maður í oss
þarf að særast til ólífis, ef hinn nýi, Jeeús
Kristur, á að geta fæðst og lífi haldið í sálum
vorum. pessi sami sannleikur gildir og með
tilliti til mannkynsins yfir höfuð. Heiminum
gat ekki fæðst frelsari, gat ekki haft neitt gagn
af guðdóndegu endurlausnarverki, fyr en hann
hafði fundið til þess, fyr en hann sjálfur hafði
áþreifanlega sýnt það og sannað, að hann gat
enga björg sér veitt í andlegu tilliti. Saga
hinna mentuðu heiðingja í fornöld fyrir fæð-
ingu Jesú Krists, Grikkja og Rómverja, sann-
færði þá og síðan allan heiminn um að mann-
kynið hefir engan mátt til að losa sig úr þræl-
dómi og eymd hinnar almennu spil'ingar, því
sð þess meir sem mentun og íþróttir blómguð-
tst hjá þessum þjóðum, þess meir óx guðleysið
♦g siðaspillingin og þess huggunarlausari varð
dmenningur á tíma neyðarinnar, sorgarinnar
cg dauðans. Og því aumara sem fólksins á-
stand varð, því meira fann það til þarfarinnar
é hjálp'af hæðum. Hjápin kom líka þegar
nest lá á. Á stjórnarárum Ágústusar keisara,
æm í nafni Rómverja réði yfir öllum menta-
bndum fornaldarinnar, var aðventu-tími mann-
lynsins úti. Fjöldi heiðingja var þá orðinn
lægilega undirbúinn til að geta séð sína eigin
iynd. pá er tíminn kominn fyrir guð til að láta
jós hins eilífa Orðs skína úr myrkri. pá er
ími fyrir mannkynið til að beygja sig niður að
Larninu í jötunni í Betlehem og leita þar friðar
lyrir tíma og eilífð. pá er tími fyrir þjóðirnar
dfiié°Vei ög'íunar^eiilstöku sálir meðai þeiri'a tií
að veita kristindóminum viðtöku. Nú ljómar
birta drottins ekki að eins umhverfis hjarð-
mennina í bygðarlaginu við Betlehem, heldur
og inn í ótal angistarfull hjörtu meðal æðri og
lægri stétta — sem allar fundu jafnt til þarf-
arinnar á guðdómlegri endurlausn—, og í allra
þessara manna eyrum hljóma sömu orð og þau,
er engillinn færði fjárhirðunum á fæðingar-
nóttu drottins: Óttist ekki, því eg flyt yður
mikinn fögnuð, er veitast mun öllu fólki, því í
dag er yður frelæsari fæddur, sem er drottinn
Kristur. pess má geta, að fjölda margir heið-
ingjar höfðu þegar áður en kristindónruinn var
þeim prédikaður, fullkomlega þekt til þunga
lögmálsins á herðum fínum, því þótt ekki hefðu
þeir lögmál það, sem drottinn gaf fsraelsmönn-
um, var samvizka þeirra í mörgum tilfellum
nægilegur typtunarmeistari til Krists, svo þeg-
ar kristindómurinn er þeim fyrst boðaður,
þurfa þeir engan undirbúning að hafa, heldur
geta rakleiðis vai-pað sér í miskunnarfaðm
hans, er sendur var til að endurleysa syndar-
ana. pegar áður en drottinn Jesús hittir þá,
eru þeir dottnir ti’ jarðar, svo hann þarf að einsv
að reisa þá á fætur.
Hefir birta drottins ekki oft ljómað inn í
sálu þína, maður eða kona? Hefir ljós krist-
indómsins ekki aftur og aftur ljómað umhverf-
is þig? Hefir ekki himnesk rödd, rödd heilags
anda í guðs orði, margoft sagt þér, að öllu fólki
sé frelsari fæddur? Vissulega, hversu dauft
sem ljós kristilegrar kirkju kann að hafa logað
víða heima á fslandi á þessum síðustu tímum,
þá er þó svo mikið víst, að öllum, sem hér eru.
hlýtur að vera al-kunnugur fagnaðarboðskapur
jólahátíðarinnar. En við hinu þykir mér hætt-
ara, að margir geti ekki fundið til þess, að sér,
sínu eigin hjarta, sé frelsari fæddur, af því að
þeir þekkja ekki eða athuga ekki skilyrði fyrir
því, að hver einstök sál geti haft not af komu
Jesú Krists hingað í heiminn. Eg geng hér út
frá minni eigin andlegu reynslu. Eg hefi oft
ekki getað fundið frið í guði, ekki getað huggað
mig við endurlausnarverk frelsarans. ekki getað
glaðst í trúnni á J. Kr., af því að hjarta mitt
hefir ekki getað fengið af sér að koma allslaust
af öllu góðu, með ekkert annað en ófullkomleika
sinn fram fyrir drottin. Mér hefir gleymst
það, tilfinning mín hefir átt svo bágt með að
trúa því, að enginn á erindi til Jesú með annað
en synd sína og ranglæti, og að svo lengi sem
maður býður Jesú nokkuð annað, fetur maður
aldrei komist inn í himnaríki eða samfélag trú-
aðra. Er ekki svona ástatt fyrir mörgum yð-
ar, sem í dag leitist við að fagna fæðing Jesú
Krists? Hafið þér nokkra virkilega gleði yfir
því að yður sé fæddur frelsari ? Getið þér bú-
ist við að fá gengið heim af þessum samfundi
vorum lofandi guð eins og fjárhirðamir, þegar
þeir höfðu með eigin augum séð að frelsarinn
var virkiilega fædclur og alt var svo sem eng-
illinn hafði kunngjört þeim? pað getið þér
ekki, nema þér annað hvort áður en þér komuð
hingað eða að minsta kosti áður en vér slítum
gusþjónustufundi þessum hafið fengið augun
upp ekki að eins fyrir því að þér eruð aumir,
syndugir og vanmáttugir, heldur og fyrir því,
að þér megið ekki bjóða drotni neitt annað en
eymd yðar, synd og vanmátt. pér þurfið að
nálgast drottin að eins með ranglæti yðar, að
eins með það hjá sjálfum yður, sem veldur yður
ótta og skelfingar. Ef þér viljið leita drottins
sem frelsara yðar, ef þér eigið að geta fagnað
yfir því að yður sé frelsari fæddur, þá má hug-
ur yðar ekki festa sig við neitt annað hjá sjálf-
um yður en það, sem þér þurfið að frelsast frá.
pað sem kallað er dygð hjá þér eða mér, má ekki
'kdttta "til greina frammi fyrir frelsaranum.
Drottinn Jesús er kominn í heim þennan til þess
að guð verði alt í öllu. Ætlirðu sjálfur að byrja
betrunar-verk þitt og að eins fá hjálp eða að-
stoð hjá Jesú Kristi, þá kemstu enga leið. Jes-
ús Kristur verður sjálfur að byr.ja og fullkomna
viðreisn þinnar andlegu náttúru. Alt er ó-
mögulegt, nema þú fallir tií jarðar með postul-
anum Páli, og biðjir Jesúm að meðtaka þig að
eins sem syndara. pá fyrst fær þú heyrt rödd
engilsins: Óttast ekki, þér er frelsari fæddur.
Ef eg ætti að svara upp á þá spuming,
hvað mest stendur íslendingum fyrir þrifum,
þá myndi eg segja: pað, að svo margir af þeim
oftreysta mætti sínum og megin í sáluhjálpar-
málum sínum, en þar á móti vantreysta mætti
sínum í veraldlegu tilliti. Menn eru ónýtir í
því að hjálpa sér sjálfir líkamanum til fram-
færis, en finna sig alt of sjálfbjarga til að ann-
ast sálu sína. Menn finna oft sárt til þarfar-
innar á endurlausn eða frelsun úr líkamlegri
neyð, úr jarðneskum bágindum, en miklu síður
til þarfarinnar á endurlausn úr fjötrum synd-
arinnar, endurlausn frá hinum andlegu bág-
indum, endurlausn frá eilífum dauða. pað er
merkilegt, að þótt þjóð vor hafi nálega alla sína
æfi lifað á sannarlegum lögmáls-tíma, þá virð-
ist almenningur varla neitt móttækilegri fyrir
evangelíum Jesú Krists nú en fyrst þegar birta
drottins ljómaði í landi voru. Gefi guð nú, að
það, sem fólk þetta hefir gegn um gengið, síð-
an það flutti úr sínum fomu átthögum, fái vak-
ið löngun í mörgum hjörtum eftir endurlausn-
ara frá synd og andlegum dauða.. Gefi guð, að
birta drottins fái ljómað skært í kring um alla
menn, karla og konur, í þessari nýlendu, svo
þeir geti litið dýrð hins heilaga og réttláta, og
um leið hræðst andlegt ástand sitt. pá mun
ekki líða á löngu, að jóla-evangelíið verður
hljóðbært hér hjá oss og menn í hverju hreysi
heyra með sama fögnuði og hjarðmennimir
forðum rödd engilsins: óttist ekki, — eg flyt
yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllu fólki,
því yður er frelsari fæddur. pá mun trúin a
Jesúm Krist fyrir alvöru taka sér bústað i
hjörtum manna, og almenningur mun þá finna
til þess, að drottins friður er kominn ofan á
jörðina og að velþóknan guðs hvílir yfir mann-
kyninu. pá munu menn sannfærast um, að guð
elskar syndarana og býður þeim alla sína bless-
un í Jesú Kristi.
Komið, komum allir til ljóssins, þess himn-
eska ljóss, sem enn ljónuar frá barninu í Betle-
hem með sömu birtu og á postula-tímabili kirkj-
unnar. Verum með þeim heilaga skara, sem á
vorri öld flýr til drottins miskunnar í Jesú
Kristi og daglega leitar sálum sínum friðar í
hans faðmi. Með frelsarann í hjartanu þarf
enginn neitt að óttast. Menn fá þá hug og á-
ræði til að rífa sig fram úr bágindum og basli
þessa jarðneska lífs. Menn fá þá kjark til að
bera sorgir og sjúkdóma. Menn hafa þá líf í
dauðanum. Sá, sem trúir á Jesúm, óttast
ekki, því hann veit að honum er frelsari
fæddur.