Lögberg - 18.12.1919, Síða 1

Lögberg - 18.12.1919, Síða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. R E Y NIÐ Þ AÐ! TALSÍMl: Garry 2346 - WINNIPEG ef ð. Það er tii myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. Garry 1320 32. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 18 DESEMBER 1919 NUMER 51 Jólakveðja. Eftir Jónas A. Sigurðsson. Kynni eg andans rún að rita, Réði mestu um Frostaþing: Inn-í sumar, sól og hita Syngja skyldi eg — íslending. Frositið ógnar, firrist sólin, Friðarskortur þjáir enn.------ Eindrægninnar andi um jólin Alla vermi kalda menn. Ef að glatast geislinn, sólin, Guðar nótt á æfiskjá: Eins og broshýrt barn um jólin Bernskuljósin tendra þá. Minstu frænda, feðra, mæðra, Findu snauðum kærleiksskjól; — þvoðu fætur þinna bræðra,---------- — pað er að halda--------kristin jól. Lóan heima. Eftir Jónas A. Sigurðsson. Eg reikað hefi um Rauðárdal, — Frá Rán að Klettaf jöllum, — Um margan fagran fjallasal, — Á frjóum akurvöllum; Að dýrðar-lofsöng, ljúfum klið, Eg leita um vesturs geima; Um skógarlund, við lækjarnið, sem lóusöngnum — heima. pó angi blóm og brosi grund Á blíðum Furðuströndum, Og gjafmild fóstran gutl i mund Oss gefi báðum höndum; — Hér skortir margan andans arf, Menn æðstu nótum gleyma, — Pví lóan frá þeim löndum hvarf Og lofsöng Guði — heima. Við hrjóstrin ber, um hæð og mó, Um háa fjaltasali, Og upp til heiða, út við sjó, Um ættlands fögru dali, — Nú* syngja fuglar sólarbrag, Er seint mun nokkur gleyma, pví enginn heyrði Ijúfar lag En lóan syngur — heima. Eg þrái fagran fuglasöng, Er frið og sannteik boðar, pá grýtt er leið og gatan þröng, Sú Guðs rödd manninn stoðar. En nótum heims og háttabrag Eg helzt vil alveg gleyma, En syngja barnsins ljóð og lag Með lóuflokknum — heima. Við daghvörf sit — í sólarglóð, Um sólhvörf er að dreyma, — En hjartað þráir ljúflings ljóð Sem lóusönginn — heimia. — Er síðast feðra eg safnast tit Og svíf í æðri geima: Um sumardýrð og sólaryl Mér syngi lóan — heima. *) Kævðið er kveðið að sumarlagi.—J.S.A. Heim, Heim. Af “Home, Seet Home” eru til ýmsar útgáfur hjá enskum almenningi. pessi þýðing er af þeim erindum, sem munu almennust.—pýð. Pó reiki’ eg um hallir með heillandi seim, En hrörlegt sé skýlið, hvert barn langar heim. par himneskur andblær og helgandi var Sem hvergi á jörðunni finsst nema þar. Heim, heim, aftur heim; pó hrörlegt sé býlið, hvert barn langar heim. Á mánann eg horfi — og mannlífsins hjam, Hún mamma eg veit er að hugsa’ um sitt barn, Er tunglið frá anddyri okkar hún sér Úr ilmríkum trjálund, sem horfinn nú er. Heim, heirrr, aftur heim; pó hrörlegt sé býlið, hvert barn langar heim. í útlegð, án heimilis, — alt hefi eg mist, — Ó, æskunnar heimkynni gef mér sem fyrst, — Með heiðlóu sönginn, er huggast eg við, — En hjartanu dýrmætan bemskunnar frið. Heim, heim, aftúr heim; Pó hrörlegt sé býlið, hvert bam langar heim. Jónas A. Sigurðsson. ■i; J Haustsöngur. Sumar að endingu aftansöng sló, Ómbylgjan titrandi líður. Tímiinn er flughraður, fegurðin bíður Friðhelg um eilífð, en breytist þó. Hávaða hafbarka raustar Hrostabrim vekur við sand. Veturinn nálgast og nóttin—það haustar. Nú ertu fölnað, þú sólarland. Rignir úr lundi, við laufvinda súg, Lofteldi gullinna blaða, Gusturinn eykur hans eldlega hraða Ofan að laufanna slegna múg. Hvílir sig heimur í eyði Helkuldastirður sem nár, Heiðbjart er yfir ’ans hrímstimda leiði, Hverfist í glersúlur mánatár. Jörð, þú ert eyðingar-yndisleik full, ísmyndir hans eru skýrar, Hélunnar glitrandi vefir og vírar Vefjast um akranna stöngulgull. Ægisljóss árgeislum merluð Ei inn í skugga þú flýrð, Haustskrauti sveipuð og silfruð og perluð sindrar þú tunglbjört í heljardýrð. Gutt. J. Guttormsson. Desember stökur. Liðin ertu, ljúfa nótt, logar vetrarsólin. Það er alt svo yndisrótt, eins og heima um jólin. Þú hefir vakið, Vínlands sól, vonir mér í sálu, en betra’ er að eiga íslenzk jól og una tíér við > jálu. Þú ert vegleg, Vmlands sól, vildi eg þér ei glevma, en fslendingar eiga’ ei jól annarsstaðar en heima. 1919. A. Th. l\ i i Einmana. Hún ólst upp á Fróni, í ylblíðri sveit, og átti þar vini svo marga og góða. pví hún var svo laðandi, að hver hana leit hlaut henni ósjálfrátt vináttu að bjóða. Svo indælis-fríð, og svo brosmild og blíð, hin bjartasta fyrirmynd háttprúðra fljóða. Hún undi við gleðinnar guilhörpu-slag, með góðvinum prúðum í æskunnar ljóma. pað vár sem í leiðslu hún lifði hvem dag; sem léki þar fiðrildi skreytt milli blóma. Og árla og síð, þessa algleymis-tíð, lét unaðar-söngva með fuglunum hljóma. En nú býr hún alein á afskeiktum reit, í aumlegu hreysi, í framandi landi. Og ástvinir hennar og ungvina sveit er öll horfin sjón, leyst úr jarðarheims bandi. í einbýlis-ró, þar í óbygða-skóg, er ekkert, sem kyrðinni friðsælu grandi. Og nú er hún lotin og hnýtt hennar hönd, og hrímgaða lokka sem frostliljur krýni. Og þagnaður söngurinn sæti 1 önd; i sólskærum augum sem geislamir dvíni. Og andlitið frítt, enn þá brosmilt og blítt, en bárótt og hrokkið, þó friðljóma skíni. • Af fémætu á hún ei fast eða laust; en fjársjóður er henni minninga-söfnin. pá dýrgripi telur hún truflunarlaust og tárperlum skreytir öll kæmstu nöfnin. Og í draumi og þrá einatt dvelur þeim hjá, þars dýrleg þá geymir nú síðasta höfnin. Og kyrlátt nú er hennar æfinnar kvöld, þars einmana ferjunnar bíður á sandi. En brátt verða upp dregin ósæis-tjöld, svo ástvini sjái, að við hlið hennar standi. Og hún bíður í ró, vonar bráðlega þó, peir bjóði’ hana velkomna á ódáinslandi. B. P. «! Ík=í= ff Vetur. Eg finn þig koma úr öllum áttum með óskapa kyngi af snjó. — Brimið í þínum bragarháttum bannar svo mörgum ró, — frá strengjanna allra instu þáttum berst ylur af sumri þó. Eg sé þig líkklæða lönd og voga og leggja blómin til,— heyri frá mjúkum héluboga hrímvængjað strengjaspil, — finn sumareðlið slá árdagsloga um íslenzkan porrabyl. Æfintýr mörg við áttum saman um íslenzkan heiðargeim. Að kuldahlátrunum henti eg gaman — fann hlýindi líka í þeim. Eg leit þig af kjarki ljóma í framan — leika sverðum tveim. Flestir kjósa þig feigan, Vetur------- |>eim förlast máske sýn, og skilja’ ei til fulls hið flókna letur — frostrósa málverk þín. Eg veit þó að enginn annar getur ofið slikt helgi-lín. pótt mælirðu oft af miklum þjósti, er máske vott um brá. Mér heyrist eg kenna í hörkugjósti hálfdreymda sumarþrá, — finn jafnt í eldgígs og íssins brjósti eilífðar-hjartað slá! Einar P. Jónsson. Jólin. Jólin um lágnættið ljóma, lofkvæði englanna hljóma dýrð yfir dauða og gröf. Líknin og lífsfórnin alda lýsir á jarðríkið kalda: Frelsarinn1—föðursins gjöf. Enginn er veraldar auður, útvortis búningur snauður, reifarnar fátækra flík. Innra er himinsins hjarta, hátign og alvizkan bjarta, gæzkan af guðdómi rík. Orð hans er kærleikans kenning, kraftur og aldanna mlenning, geislandi sannleikans sól. Lausnari mannkynsins lifir, Ijóma nú jörðinni yfir gleðileg guðsríkis jól. M. Markússon. Ljós. í glæstri höll og lágu hreysi ljóma nú lætur jólablysin kristin drótt; og fagnaðiar nú söngvar sætir hljóma, því sannleikskongur fæddist þessa nótt. En jafnframt því sem björtu blysin glæðum og bjóðum vinum: Gleðilegust jól! vér biðjum þess, að herrann sendi af hæðum oss hlýja geisla af vizku- og kærleiks-sól. Og sannleiksljósdð Kristur kvedkti heimi er kristnum lýsir bezt á vegum hér. Hann vil'l að af því unaðsbirtan streymi; en yfir það ei hvolfist “mæliker”. pví láti kirkjan skæra ljósið' skina, er skuggamyndum svörtum dreifi brott; og keppi að láta kenninguna sína um kærleik hans og sannleik bera vott. En, því er miður, mörgu kreddu-skýi þó myrkvast enn vort trúarfræðis-ljós. f frjálsum blæ, er burt frá flóka knýi, oss betur mundi skarta trúar-rós. Og kærleiksljósið Krists vor hjörtu geymi, svo kulda og hatri þau ei leyfi vist. pað ljós er hiýjast ljósa allra í heimi og lífið kalt, ef það vér höfum mist. Og vizkuljós, er gaf oss guðs vors mildi, sá geisli mætur frá hans vísdóms-sól, hann ætlast til, að leið oss lýsa skyldi úr lágu hverfi’, að björtum sjónarhól. Að kærleiksandi Krists og Ijósið bjarta, oss kveibt í sál af hendi skaparans, vér biðjum megi 'ljóma’ í hverju hjarta; að hreinna og fegra verði lífið manns. B. p. ❖ ♦>o tsszsssssssssæsz r

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.