Lögberg - 18.12.1919, Qupperneq 3

Lögberg - 18.12.1919, Qupperneq 3
LÖGBERG FIMTUADGINN 18. DESEMBER, 1919 Bls. 11 HELEN MARLOW EFTIE Óþektan höfund. “ó, eg er svo glöð; eg hefi iðkað nýja dans- inn, og ungu stúlkurnar dansa hann ágætlega vel. Bert Parker, viltu gera svo vel og blístra danslagið, þá fær þú að sjá hve yndislega þæi dansa. “ Fimtán af yngstu og fallegustu stúlkunum sem unnu í Milford verkstæðinu, höfðu neytt dagverðar í félagskap, eins glaðar og ánægðar og þær væru úti á bersvæði að leika sér, en nú stóðu þær í þéttum hóp og voru að tala um listasýningu, sem halda átti í góðgerðaskyni kvöld hins mrsta dags, og sem þær allar ætluðu að taka þátt í. í margar vikur liöfðu þær æft sig við þenn- an sjónleik, sem var frumlegur og saminn af ungum leikanda, sem átti ættingja í nánd við bæinn Nord Milford, og þær gátu ekki talað um neitt annað frá morgni til kvelds en vonina,sem þær gerðu sér um að alt mundi ganga vel, eða nm efan fyrir þVí, að það mundi veita góðan árangur. Hin óskýra gráleita birta, sem sólskinslaus marzdagur sendi inn um gluggana uppi á fat- naðarlofti nokkru kastaði engum skugga á kæti þeirra og fjör. Allar töluðu þær í einu, allar gerðu þær kröfu til þess, að á þær væri hlustað, og hinn glaði og hreimfagri hlátur þeirra gerði að þeim fanst dagur inn ekki dimmur. Alt í einu hrópaði ein af þeim glaðlega: ‘ ‘ Ó, hvað eg er gæfurík! Eg kann dansinn minn alveg ágætlega! Bert Parker, viltu gera svo vel og blístra danslagið, og eg skal dansa.” Stúlkan sem sagði þetta, var sextán ára gömul, lipur ogfurðuleg persóna, og svo glettin og full af fjöri, að hún tók hinum öllum fram. Bertie Parker var hörundsdökk og fögur stúlka með svart, hrokkði lxár og ekki síðara en á drengjum. Hún lagaði til rósrauðu varirnar sínar og fór að blístra eins yndislega og nætur- galinn á vorin, en á ineðan greip hin glettna Helena — vinstúlkur hennar kölluðu hana í spaugi “hina fögru Ilelenu” — einhvern saman \ afinn dúk ofan af hilln sem átti að vera skraut bjúpur hennar hljóp fram á miðju stóra loftsins roisti sig upp á tær litlu fótanna sinna og byr- jaði á fallegum “ randardans, ” með ólýsanlega yndislegum hreyfingum. Þetta var hin fegursta sýn, sem maður gat hugsað sér, hópur af hlæandi, aðdáanlegum stúlkum og hin gáskafulla, töfrandi vera svo glöð fyrir frarnan þær — það var HelenMorlow hin fjörugasti æringi ungra sstiílkna, hún var fallegasta stúlkan í Milford með aðlaðandi, gáfulegt andlit, bogamyndaða spékoppa, rós- uniðar varir og himinblá augu, sem á einu augnabliki gátu breytt svip barnslegs sakleysis í yndislega ástleitni, svo að hún gerði alla aðdáendur sína hálfbrjálaða af vonlausri ást, því hiín sýndi þeim öllum svo mikið vfirlæti, að ]>að Ifktist Mði. Til að gera fegurð hennar enn þá fullkom- ;.ri bættist }>að við, að hún hafði sítt hrokkið hár með gyltum lit, það sveiflaðist í kring um hana eins og gyltur geislaröðull, meðan hún dansaði um kring á loftinu eins gæfurík og fugl á vor- degi, meðan litlu iðandi fæturnir hreyfust eftir h>nu fjöruga hljómáli. Hve mikið félagssystur hennar dáðust »ð hinum yndislega dans, hve göfuglega þær við- urkendu að hún hefði veitt þeim hina fegurstu sýn, og með hve mikilli ánægju hún hlustaði á hrós þeirra. “Hve yndislegt og aðdáunarvert!” “Þú, Helen, þú ert sönn fegurð!” “Ó, hve indælt, hve indælt!” “Ó, þú bláeygða fegurð!” “Helen, eg held að þú gerir karlmennina hálfbrjálaða annað kveld.” Slíkar aðdáunarsetningar ómuðu frá kátu stúlkunum, meað Helen hring sveiflaðist fyrir framan þær. Varir liennar opnuðust til að brosa, augun geisluðu eins og safír gimsteinar, brjóstið þrútnaði sökum hinna fjörugu hreyf- inga, og gylta hárið skapaði sólskin, þennan indæla, dimma marzdag. Eingin þeirra hafði tekið eftir þv(, að hinn nöldrnnarsami “gamli Brown,” sem stúlkur- ar kölluðu hann og hiæddust, hafði í kyrþey opnað dyrnar og komið inn, áður en nokkur þirra sá hann. Alt íeinu þrumaði hann með ódjarflegu haturs augnaráði: “Helen Marlov, eg segi þér upp vistinni, íif því þú hefur eyðilagt þenna dúk, sem þii ert með, og kap þitt verður að bæta skaðann. Þið liinar stúlkur gerið réttast í 'því að fara hver til sinar vinnu. Framvegis verðið þið að muna, að fatnaðarloftið í Milford verkstæðinu er ekki leikhns. ” ó, hvað þær urðu kjarklausar og hrvggar. Hin dansandi Helen stóð nú á allri iljinni. Varir Beatricu Parkers náðu aftur sinni eðli- legu lögun, nei, þær mynduðu núll af eintómri undrun, og hinar stúlkurnar ráku upp smá skræki, eins og elding hefði fallið niður á milli þeirra. Þetta var hinn gretti, gamli ráðsmaður með alvörugefna, hörkulega, snoðrakaða and- litið, fálkanefið, stinna gráa hárið, sem stóð upp eins og tindarnir á broddsvíni fyrir ofan lága ennið hans, fölu, slægðarlegu augun, sem blikuðu ilskulega; því þetta var eitt af ga'furík- ustu augnablikum lífs hans. Hann hataði hina fögru Helenu, og frá því hún kom fyrst til verkstæðisins, fyrir ári s(ðan. hafði hann setið um hana síðan til ess, að fá ástæðu til að reka hana burt, þó ekki væri nema fyrir anðvirðilega smámuni. Allar stúlkurnar og Helen líka, vissu þetta eins vel og hann sjálfur, og allar voru þær sannfærðar um, að þó þær knéfélli fyrir honum og beiddu hann að fvrirgefa henni, þá mundi hann glotta að þeim og neita bæn þeirra. Þegar hann gaut horauga til henn»r, sem hafði verið þyrnir í augum lians frá fyrstu, endurgalt hún augnaráð hans með hörkulegum og ögrandi rvkk höfuðsins. Reið, sagði hún: “Eg hefi ekki skemt dúkinn hið minsta, gamli—eg meina lir. Brown, sko,”oghún vafði hann samaii, “hann er eins sléttur og hrukkulaus og hann nokkru sinni hefir verið, og mér finst. það vera stórkostleg illgimi af yður, að stela frá mér borgun fyrir f jögra daga vinnu þegar vesalings blinda amma mín þarfnast þeirra svo mjög.” “Þú hefðir átt að liugsa um hina bUndu, vesalings ömniu þína, áður enn þú eyðilagðir þennan dúk, ungfrú framhleypin; eg skal halda hverju einasta centi, og samt mun það ekki verð nóg til að borga það, sem þú hefur eyðilagt. ’ ’ “Haldið þér á peningunum, gamli þræls- iegi þorpari!” sagði Helen, þar sem hún stóð með eldrauðar kinnar; en jafn reið og hún var, var hún samt svo fögur, að vinstúlkur hennar liefðu klappað lófum saman til að samsinna henni, ef þær hefðu 'þorað það, því þá hefðu þær allar, ef til vill, verið reknar og mist atvinnu sína. Helen stappaði fótunum á gólfið; hún var æst af reiði, sneri baki að liinum gamla nöldrun- arsegg og sagði með uppgerðar kæruleysi við hinar: “Verið þið sælar, stúlkur; eg finn ykkur við æfinguna í kveld. ” Þetta var alt, og lítill hlátur fylgldi þessum kærulaust töluðu orðum, um leið og hún fór í kápuna sína og lét á sig hattinn til að fara; en það voru tár í augum vinstúlkna hennar, þegar þær kvöddu hana stynjand og gengu aftur til vinnu sinnar með þeirri tilfinningu, að þær myndu sárt sakna uppáhaldsins síns, hinnar gletnu Helenu, og óskuðu liinum illa miskunar- lausa Brown, alls ills, um leið og þær hvísluðu hvor að annari við vefstóla sína: “Við vissum að hann mundi gera þetta við fyrsta tækifæri, sem hann gæti fundið. Gamli Brown hatar fallegar stúlkur eins og eitur, og það er af því, að hans eigin dætur þrjár, eru eins ljótar og erfðasyndin og hafa aldrei verið \ irtar neins af neinum; engum manni mun heldur lítast á þær, þó þær séu altaf svo vel klæddar. Nú hefur hann jxi loksins fullnægt liatri sínu til Helenar; en við meguim ekki álíta okkur sjálfar óhultar, því gamli Brown gætir annara fallegra. stúlkna á meðal okkar, og undir eins og hann finnur hið minsta tækifæri, mun hann reka nokkrar fleiri burt, eins og hann gerði með þessa “fögru Helenu.”i 2. Kapítuli. Með engu móti vildi Helen auðmýkja sig fyrir hinum vonda ráðsmanni, sem hafði breytt svo grimdarlega við hana; því það ríkti göfug sjálfsvirðing í liuga hinnar fögru verkstæðis vinnustúlku. Hún yfirgaf verkstæðið og gekk ofan götua með upprétt höfuð og indælt rautt andlit, sem kom sumum er fram hjá gengu til að líta á hana, dáðst að henni og segja: “En hvað þetta er myndarleg og fögur stúlka. Hún er eins mikið upp með sér og drottning. ’ ’ * En það var aðeins í ytra útliti hennar, að hún lét sem ekkert væri að; í liuga hennar ríkti stór og innileg sorg. Burtrekstur hennar var voðaleg ógæfa nú, jiar eð mikil hræðsla átti sér stað í viðskiftalíf- inu, sem hafði hindrað næstum alla verzlun og viðskifti. Mörgum verkstæðum hafði verið lokað, að minsta kosti fyrst um sinn, og þar af leiðandi voru margar þúsundir göfugra fátæk- linga orðnar iðjulausar. Sorgbitin hugsaði hún. “Ó, hvað mér þykir leitt að eg snerti við gamla dúknum; jiví hvar ætli eg geti nú fengið vinnu, svo gamla amma mín þurfi ekki að svelta Ó, það er enginn annar í heiminum til að annast hana en eg.” A þessu augnabliki gekk hún fram hjá verzlunarbúð, þar sem búnar voni til hárkollur og fléttur seldar. Þetta var léleg gata, og visin og lítill Gyðingur kom hlaupandi út, hann greip um mikið af hrokkna hárinu hennar með óhreinu liendinni sinni. “Helen Marlow, viltu selja gyltu lokkana þína?” hrópaði hann ákafur. Unga stúlkan, sem enn þá var gröm í skapi við hinn vonda, gamla Brown, hristi lokkana sina svo hann slefti þeim og sneri sér allæst að honum. “Sleftu hárinu mínu, tsak, þú gamli þorp- ari. Hvernig stendur á því, að þú leyfir þér að snerta það?” Reiði hennar koin honum til að hopa á hæl, en hann liélt áfram ákafur: “Eghefi verið að gæta þín í allan dag, svo eg verð að biðja um fyrirgefningu; en eg liefi verið beðinn um hárkollu með gulgvltu Iiári, svo eg hugsaði strax til þín. Eg ska! gefa þér tuttugu dali fyrir gyltu lokkana þína, og þá verður þú rík. Komdu inn í stofuna mína. og lej'fðu mér strax að klippa þá af þér, fyrst þú ert hér á annað borð.” Gamli Gyðingurinn hlustaði mjög ágimd- arlegur, því hann bjóst við að fá hundrað dollara hjá viðskiftavinum sínum í Boston fyrir þetta indæla hár, sem hann hélt að hann gæti nú fengið fyrir tuttugu. En Iíelen varð enn þá gramari nú, hcldur en hún fyrir stundu síðan varð í verkstæðinu. Hún gleymdi því, að hún var að eins starfandi stúlka, sem var sagt upp vinnunni og ekki átti einn dollar í vasa sínum, en í augum hennar tindraði eins mikill þótti, og hún væri drottning Með hinni skipandi rödd hrópaði hún: “Sneypstu í burtu, þú gamli, viðbjóðslegi Gyðingur. Eg vildi ekki selja þér einn lokk af Iiári mínu, þó eg með því gæti frelsað þitt auma líf. ” Svo flýtti hún sér að halda áfram með tár í augum sökum særðra tilfinninga yfir þeirri ímyndun, að hún væri fáanleg til að selja fallega hárið sitt, sem umkringdi hana eins og sólskin og vakti aðdáun hjá öllum sem litu á hana. Fyrirverðandi sig yfir j>ví, að geta ekki stöðvað tár sín, gekk hún inn í bakgötu, sern lá niður að fljótinu. Þar stökk hún inn í gamla, yfirgefna mylnu, þar sem hún gat grátið út alveg einsömul,. Hún settist á gamlan bekk, liuldi andlitið í vasaklútnum sínum, og þungar stunur af sorg og reiði komu brjósti hennar til að þrútna. “Enhvaðeg hata gamla Brown og gamla Isak, jieir eru viðbjóðslegir jiorparar báðir tvéir,” hrópaði hún beiskjulega; en straum- niðurinn af vatninu, sem þeyttist yfir hina niðurbrotnu stíflu mylnunnar, eyðilagði hvert hljóð frá vörum hennar. Þessi fagra mevja hafði valið sér góðan stað til þess, að eyða sorg sinni og gremju með gráti. Gamla mylnan, þar sem engar vélar hreyfð- ust nú, stóð á bakkanum á fallegu litlu fljóti, sem kom hoppand og dansandi ofan grjótauðga bólið sitt, alla leið frá New Englands ha'ðunum í mörgum krókum ,og bugðum; hingað og j>ang- ;:ð fossað það í gegnum djúpar klettaglufur, þar sem dökk nálatré hreyktu sér til beggja liliða og bönnuðu geislum sólarinnar allan að- gang; en rétt fvrir neðan mylnuna ranr það með hraða miklum, og þar skein sóln á það og veitti því mikla fegurð. pað þurfti ekki lengur að rétta hinni dimmu mylnu arm sinn, til þess að veita vélinni, sem sneri hinum stóru mvlnu- steinum, sífeldan þrýsting. Vesalings Helen, hún hafði fundið skýli, }>ar sem hún gat verið alein með tárin sín; loks varð hún líka rólegri og leit upp til að liorfa á fíjót-ð, sem fram hjá rann. “Ú, ef eg stykki nú út í }>að, hve græðgis- lega mundi það ekki draga mig með sér inn í faðm dauðans, ogr flevja mér svo ofan fvri iossana og merja og berja alt úrmér, sem líktist lífi.” Þetta sagði hún hátt með rniklum hryllingn. Hún stóð nú fyrir útan mylnuna, mjög hagkvæmlega til að vera máluð «f lista- manni — straumharða fljótið, gamla mylnan og hún sjálf, beinvaxin, fögur vei-a, klædd í gamlan bláan rósaléreftskjól. “Nú verð eg að fara heim og segja vesal- iiigs góðu ömmu minni þessi slæmu tíðindi. G, eg er hrædd um að liún reiðist og sne\rpi mig', jiví hún segir svo oft að eg sé óráðkæn og kæru- laus. ó, hvað mig langar til að vera auðug og gæfurík eins og svo margar aðrar ungar stúlkur hér í bænum; en eins fallegar og eg, eru þær samt’ okki. Mig'dréýmir stundum um rólega tilveru og skraut frá bernskuárum mínum, langt aftur í tímann, en þegar eg sp>Tr ömmu mína um það, þá verður hún reið og segir, að það sé aðeins rugl. Eg held hún segi ekki satt. Eg held að eitthvað sé dulið við bernsku mína, sem hún vill ekki segja mér. Hvað á eg að halda um það?” 3. Kapítuli. “Ó, guð minn góður!” hrópaði Helen og hljóðaði, af því hún sá ungan mann í dauðans hættu — ungann mann, sem í litlum bát reyndi a ðkomast \rfir fljótið frá hinni hliðinni. Á liverju augnabliki leit út fyrir að litli báturinn mundi lenda í fossinum; honum var ekki mögu- legt að komast yfir þenna sterka, sogandi straum. Alli r í Milford og Nord Milford vissu, að það var mjög hættulegt að ætla sér að fara vfir fljótið á þessum stað, þar sem straumurinn var svo afarharður, að það var álitið ómögulegt að komast lifandi \rfir. Það var að eins um mið- sumar, þegar fljótið var vatnsminna, að jietta var hugsanlegt. Þegar hún sá manninn í bátn- um, vissi hún strax að hann hlaut að vera ékunnugur og í liættu staddur. Hún fölnaði af samhygð með honum; hún sá að hann hafði skilið í hvaða hættu hann var staddur, og beitti hann öllum lífsin kröftum til að komast úr sterkasta straumnum, sem hafði bátinn á sínu valdi. Hann var duglegur að róa, en straumurinn mundi eflaust sigra hinar storku höndur hans. “Ó,drottinn, frelsaðu hann!” bað Helen með ákafa miklum; hún glevmdi öllu öðru; hún sinti engu öðru en því, hvernig þetta mundi ganga. En hún varð að játa það með sjálfri sér, að það var lítil von um að maðurim gæti bjargað sér, en hundrað líkindi t il jiess, að hann misti lífið. En fljótið var ekki briett, sem var mikil gæfa, og hann var nú komnn a miðju vegar vfir um . Unga stúlkan sá hann mjög greinilega, sá live ungur, fallegur og vel klæddur hann var, og liættan, sem hann var staddur í, kom hjarta hennar til að slá hraðara en nokkru sinni áður. Hún stundi þungan, og í einhvers konar leiðslu sagði hún. “Ó, mikli guð, vertu miskunsamur og frels- aðu hann fyrir mig, annars verður mér lífið einkis virði.” Hún vissi naumast livað hún sagði, hún skildi að eins, að sterk samhjTgð hafði hrifið huga hennar til hins unga manns, sem barðist. fyrir lífinu á þessu straumharða fljóti, svo undarleg, svo skvndileg og svo afarsterk, að hann var henni kærari en alt annað í heiminum. Hún skildi nú líka að hann hafði tekið eftir því að hún stóð þarna á milnuhólsbrúninni, því hún hafði litið í augu hans, þegar þau virt- ust vcra að mæla hvað væri langt að árbakkan- um, sem hann reyndi að ná. R. S. ROBINSON ííínSun1S«5o.o(H»..o Kaupir og selur EG KAUPI TAFAKl.AUST mlkili af MU8KHAT og IT.I ASKINNU.M oK borga eftirfylg:jan<H verlt fyir fá eba mörg: OtlM: tMttla WmO.. EfiMtM. Atta U Pm, Mm. Imn, M • tl VETRAR ROTTU SKINN .........j T50tilS HAUST ROTTU SKINN .......... 5.85 111 1.25 .75 Skotin, Stungin eöa Skemd . ........75 til .40 KITTS ................... ...........26 til .15 ULFSSKINN, fln, í kössum. No. 1...$30.00 til $10.00 ULFSSKINN. fín, t kössum No. 2......$30 tll 7.00 ULFSSKINN No. 3................... 3.00 til 1.50 ULFSSKINN No. 4 .............................50 Einnig aliar abrar tegunöir af sklnnum A markabsvertil NautahflBir 22o til 1 HoKaifsskinn 50c til 4<k- ....Kips 33c til 28c i»r til 24e. $8. til 84. Sendið belnt til HEAD OFFICE: 157-63 RUPERT AVE., WINNIPEG Einnig 150-156 Pacific Ave. East Hugsið yður annað eins! Vér greiðum mönnum og konum hátt kaup, meðan verið er að læra hjá oss Rakaraiðn. Tekur að eins fáar vikur að verða fullnuma; góðar stöður bíða yðar, með $25 til $50 um vikuna, að loknu námi, og auk þess getum vér hjálpað yður a stofna og starfrækja atvinnuveg fyrir eigin reikning. — Mörg hundr- uð íslenzkra karla og kvenna hafa lært Rakaraiðn á skóla vorum og stjórna nú upp á eigin ábyrgð Rakarastofum og Pool Rooms. — Slítið yður eigi út á þrældómsstriti alla æfina. Lærið Rakaraiðn hjá oss og myndið yður sjálfstæða atvinnu. Skrifið eftir vorri ókeypis verðskrá. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED Aðalskrifst.: 626 Main Str., Winnipeg (hjá Starland leikhúsi) Barber College, 220 Pacific Avenue, Winnipeg. Útibú:— Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary. timbur, fjalviður af öllum i \T/> .. I • %>• timbur, ria Nyjar vorubirgoir tegundum, geirettur og au- s konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir j að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. LimitMd----- HENRY AVE. EAST WINNIPEG The Campbell Studio Nafnkunnir ljósmyndasmiðir Scott Biock, Main Street South Sinrii M. 1127 gagnvart Iðnaðarhöllinni Stœrsta og elzta ljósmyndastofan í Winnipeg og ein af þeim stærstu og beztu í Canada. Áreiðanleg og lipur afgreiðsla. Verð við allra hœfi. Allar tegundir af Allar tegundir af KOLUM EMPIRE COAL COMPANY Ltd. Tals. Garry 238 o£ 239 Kolin Undireins pér sparið með því að kaupa undir eins. AMERISK HARDKOL: EGG, PEA, NUT, PEA stærðir Vandlega hreinsaðar REGAL LINKOL LUMP and STOVE stærðir Ábyrgst Hrein — Sótlaus, Loga Alla Nóttina D. D. WOOD & SONS, Ltd. TELEPHONE: GARRY 2620 Office and Yards: Cor. Ross and Arlington Sts. Nú er rétti tíminn til þess að láta taka JÓLAMYNDIRNAR Vér getum ábyrgst yður jafn-góðar myndir, þótt taknar séu að lcvöldinu við ljós, eins og við beztu dagsbirtu. Semjið við oss strax í dag. H. J. METCALFE Aðal eigandi. Lafayette Studio, 489 Portage Ave. I 8 RAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.