Lögberg - 05.02.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 05.02.1920, Blaðsíða 6
Bis. e LÖGBERG FIMTUADGINN 5. FEBRÚAR 1920. Vert51 vors aS grelslum Vegl ltfsins &. P. P- P Æska er œfl skðlV, Alt, sem lærlst þ&. Sagan af Monte Cristo. XVII. KAPITULI. . Verzlun Morrel and Son. í>6ir, sem hefðu verið í Marseilles fyrir nokkr- nm árum og þekt verzlun Morrel and Son, hefðn eéð mikinn mismun á henni ef þeir hefðu komið eftur þangað. Áður var þar alt fult af fjöri og fjöldi verzl- unarþjóna. Nú voru verzlunarþjónarnir allir famir nema tveir; annar þeirra hét Cocles, var það aldraður maður sem lengi var búinn að vera féhirðir verzlunarinnar. Hitt var ungur maður, að nafni Emanúet, sem felt hafði ástarhug til dótt- ur Morrel, og tiafði verið kyr móti vilja vanda- manna sinna. Deyfð mikil bafði líka lagst yfir verzlanina og Morrel sjálfur var orðinn þreytu- og ifiæðu- legur. Lánstraust hans var /þrotið sökum orðróms, gcm flaug manna á meðal eins og eldur í sinu. að oignir hans vru því nær þrotnar. Morrel sat hugsi, hann vissi ekkert hvemig t ann ætti að fara að mæta skuld Bóville, sem félli í gjalddaga þá uní miðjan mánuðinn, og svo þeirri sem félli í gjalddaga 15. næsta mánaðar, nema því að eins að skipið Pharaoh, sem hann átti von á þá ©g þegar frá Indíandi með dýrmætum varningi, karnii fyrir þann tíma. En það var nú orðið tvær yikur á eftir áætlun. ■ Þannig var nú ástandið, þegar klappað var á skrifstofudvr Morrel ög Sons. Emanúel lauk upp íyrir komumanni og setti hljóðan, því hann þekti ekki komumann og bjóst við að hann mundi vera einn af skuldunautum húsbónda síns, og vildi hann reyna að létta byrðinni á honum sem mest hann gat og fór því að spyrja aðkomumann eftir erindi. En aðkomumaður sagðist að eins eiga erindi við Morrel sjálfan. Emanúel gaf Coeles bendingu um að fylgja uianninum til Morrel, en s!krifstofa hans var uppi á lofti. Á stigabrúninni mættu þeir dóttur Mor- rols, stúlku um sextán ára aldur, góðlegri, fagurri og tígulegri. “Er faðir þinn á skrifstofunni?” spurði Cocles. “Já, það held eg,“ svaraði stúlkan, og bætti *dð, “farðu og segðu til gestsins.” “Það er ekki til neins að segja til nafns míns”, mælti komumaður, ‘ ‘því hann þekkir mig ekki. “En þér getið sagt, að umboðsmaður Thomas and Erench frá Róm viiiji tala við hann.” Þegar stúlkan heyrði nafn þessa verzlunar- félags, fölnaði hún í framan og hélt áfram leiðar sinnar ofan stigann. Cocles og komumaður héldu áfram að skrif- fctofudyrum Morrels. Cocles fór fyrst inn, en kom að vörmu spori aftur og bað komumann að ganga inn í skrifstofuna. Þegar aðkomumaður kom inn, sá hann Morrel hvar hann sat við. borð og var að fletta stórri höfuðbók, en undir eins og hann sá ókunna mann- inn, lét hann bókina aftur, stóð á fætur á meðan fcann iheilsaði komumanni og vísaði Ihonum til sætis, gekk svo að stól sínum sjálfur og settist niður. Komumaður virti Morrel fyrir sér dálitla stund. Fjórtán ár höfðu breytt útliti þessa góða og lífsglaða manns ótrúlega. Hárið var orðið snjó- hvítt, andlitssvipurinn raunalegur og augnaráðið, sem var djarft og gat verið gegnum smjúgandi, var nú orðið flóttakent og dauft. “Herra minn,” t ók Morrel til máls, er hafði verið órólegur undir augnaráði komumanns, “þér vilduð tala við mig.” “Já, herra minn,” svaraði komumaður. “Þér vitið hver eg er.” “Já. Umboðsmaður Thomas og French, eða svo segir féhirðir minn.” “Það er satt,” svaraði komumaður og bætti við: “Húsbændur mínir urðu að borga 300,000— 400,000 franka á Frakklandi í þessum mánuði. Þeir hafa því afhent mér öll skuldabréf yðar og beðið mig að framvísa þeim, þegar þau falla í gjalddaga, og sökum þess að þeir vita, að þér mæt- ið öllum yðar skuldum á réttum tíma, hafa þeir ráðstafað þessum peningum á annan hátt.” “Hér er,” hélt komumaður afram um leið og hann tók bunka af skuldabréfum upp úr vasa sínum, “200,000 franka skuld við M. de Boville, sem húsbændur mínir hafa keypt. Þér viður- kennið hana?” “Já,” svaraði Morel og blóðið steig fram í kinnarnar á honum, þegar hann varð að viður- kenna með sjálfum sér, að þetta væri í fyrsta sinni sem hann gæti ctoki mætt skyldugjöldum sínum. “Er það nokkuð meira?” “Nei, ekki núna,” svaraði komumaður, “en í enda mánaðarins hefi eg aðra kröfu, sem er 55,000 franka, og eitthvað af smærri skuldum. En upphæðin til samans er 287,500 frankar.” Það er ekki í orðum hægt að lýsa, hvað Morrel lók út á meðan þessi framtalning fór fram. En svo hélt gesturinn áfram og mælti: “Því er ekki að leyna, að þótt enginn enn hafi orðið til þess að rengja skilvísi yðar og þér hafið ávalt mætt stund- víslega öllum skyldugjöldum, þá samt er það al- talað í Marseilles, að þér séuð að verða gjald- þrota. ” “Herra minn,” svaraði Morrel, ‘það eru nú meira en tuttugu og fimm ár síðan eg tók að mér forstöðu þessarar verzlunar, en það hefir aldrei enn komið fyrir, að við höfum ekki mætt skyldu- gjöldum okkar.” “Mér er þetta ljóst,” madti komumaður, “og jiegar eg nú spyr yður í allri einlægni. hvort að )>ér munduð borga þessa skuld eins stundvíslega og þér hafið borgað allar aðrar skuldir yðar, þá bið eg yður að svara mér jafn einlæglega.” “Já, eg skal borga hana,” svaraði Morrel og bætti við, “ef að verzlunarskip mitt kemur með heilu og höldnu til baka, því þá verður ekki eins erfitt um peningalán fyrir mér. En ef Phar- aoh skyldi nú fara eins og hin skipin mín, þá er mín síðasta von þrotin”. Og um leið og hann sagði þetta sneri Morrel sér undan til þess að hylja tár, sem honum hrukku af augum. “Svo, ef þessi síðasita von yðar bregst,” hélt komumaður áfram, þá—?” “Þá,” svaraði Morrel, “þó hart sé að segja, það liggur ekkert fyrir mér annað en auglýsa öll- um heími, að eg sé gjaldþrota.” “Hvað er þetta? Hvað gengur á? Hvað á allur þessi hávaði að þýða?” spurði komumaður. “ó, hvað?” spurði Morel og varð fölur sem nár. Hávaðinn, sm barst frá stiganum, færðist nær og fóbatak hvrðist í ganginum. Morrl stóð á fætur og gekk fram að hurðinni og lauk benni npp og hneig máttvana niður í stól, sem stóð við dyrnar. Rétt í sömu andránni lauk dóttir hans upp ytri dyrunum og gekk inn hægt og stillilega. Þeg- ar faðir bennar sé hana og sá að augu 'bennar voru orðin grátþrungin og 'hún var nær því að verða yf- irkomin af harmi, reis bann á fætur og ætlaði að mæta henni, en varð sjálfur að styðja sig við stól- l-ríkina. Christopher Columbus. Nú eru liðin hér um bil fimm hundruð ár síðan að hann fæddist í Genoa, ítalskri borg, sem liggur skamt upp frá hafinu. Hann nefndist Christo- pher og sýndist helzt elcki vera hrifiinn af nokkru öðru en landafræði. Drengir af fátæku foreldri höfðu fátt til skemtana í þá daga. Þeir urðu að vinna baki brotnu til þess að létta undir með foreldrum sín- um. En synir efnamannanna gátu tekið sér lífið létt. Þeir óku um strætin á spikuðum ösnum með skrautlegum aktýgjum, háðu veðreiðar, kappsigl- ingar og klifruðu upp í hin frjóþrungnu appels- ínutré, þegar aldinin voru orðin þroskuð. Christopher lék sér mjög sjaldan, hann mátti engan tíma missa frá vinnu sinni, en á öllum frí- stundum las hann landafræði af kappi. Hann fann marfalt meiri ánægju í því að lesa landa- fræði, en nútíðar sveinar njóta við lestur sögunn- ar Robinson Crusoe. Um þær mundir var almenn- ingur næsta ófróður um landaskipun og jarðfræði. Menn hugðu jörðina flata, líkt og pönnuköku sök- um þess, að sá parturinn, er augu þeirra eygði, sýndist ein flatneskja. Christopher óx upp án þess að njóta nokkurr- ar tilsagnar, og hélt að heimurinn væri í raun og veru lítið anað en Spánn og Italía, að viðbættum sárfáum öðrum hólmum, sem hann hafði lesið um. Honum hafði einnig verið kent, að ef gengið væri nógu langt, kæmist maður á yztu rönd—endimörk jarðarinnar, og lengra yrði vitanlega ekki komist, því þar tæki við einhvers konar ginnungagap. Christopher var einn hinna hugrökkustu drengja í Genoa, og hve nær er tækifæri gafst, reyndi hann að sigla með skipum þeim, er út frá höfninni lögðu, eins langt eins og þau fóru, en sú vegalengd var sjaldnast mjög mikil. Á einni slíkri siglingu lenti Christopher í skipbroti og lá við druknun, en lífshættan jók kjark hans að mun og kveykti í brjósti hans óstjómlega löngun til þess að skoða sig um frekar í heiminum. Um þetta leyti hafði ný einkennileg hugmynd brotist fram í huga hins leitanda unglings. Hann hafði veitt því eftirtekt, að ef hann sigldi nokkuð langt út á hafið, þá hurfu honum sjónum hvítu húsin og grænu hæðirnar í Genoa. Hann var sannfærð- ur um, að hann gæti ekki verið kominn það lángt í brott, að skamt væri eftir til yztu randarinnar — endimarka jarðarinnar—, er hann hafði svo oft heyrt talað um. “Gæti ekki hugsast, að jörðin sé hnattmynduð eins og appelsína?” spurði Christopher oft sjálf- íin sig, “og að það sé einmitt hnattbungan, sem veldur því að Genoa hverfur mér sýn, þegar eg kem lengra út á hafið ? ’ ’ Allir skellihlógu, er Christopher lét þá skoð- un sína í ljós, að ef til vill væri jörðin eftir alt saman kúlumynduð. “1 þyí falli höfum við víst tæplega séð alla veröldina eða lesið um hana í landafræðinni heldur,” svöruðu þeir kýmilega “Eg býst við, að svo sé,” svaraði Christo- pher. “ Eg vildi mega sigla höfin á enda, og þá gæti eg með eigin augum gengið úr skugga um, hvort skoðun mín er á rökum bygð eða ekki.” En þótt nú fáir legðu trúnað á að jörðin væri kúlumynduð í staðinn fyrir að vera flöt, þá fór þó þannig, að nokkrir auðugir menn í Genoa skutu saman fé, mönnuðu skip lianda Christopher til þess að hann fengi að einhverju leyti svalað þrá sinni og loitað nýrra landa. Og ekki var heldur ó- liugsandi með öllu, að hann kynni að hafa eitt- hvað fyrir sér, og þá gat. þó verið til einhvers að vinna. Christopher var þá orðinn fulltíða maður, er jietta gerðist, og hann lagði upp í sína fvrstu æf- intýraför. — 1 veraldarsögunni þekkist hann nú að eins undir nafninu Christopher Columbus. Skip Christopher Columbusar var ekki nógu stórt til þess að hann gæti siglt því eins langt og hugur hans taldi nauðsynlegt. Hann sigldi því !il Portúgal og leitaði ásjár konungsins þar, að því er við kom stærra skipi og betur út búnu. — Portúgals konungur var um þessar mundir í þann veginn að senda skip og landkönnunarmenn til x Afríkustranda, og tók hann málaleitun Columbus- ar hið bezta og dáði mjög hugmyndir hans. En bonungur var bæði hrekkvís og undirförull. Hann íafði för Columbusar alt hvað hann orkaði, með smjaðri og fagurmælum, en sendi í kyrrþey á með- an vel mannað far í hina sömu átt og Columbus hafði látið í ljós að hann ætlaði að beina för sinni. Skipið sætti hrakningum og sá þann kost vænstan, að snúa aftur, enda var þar e^ginn Christopher ( olumbus innan borðs. Að því búnu hélt Columbus á fund Ferdin- -mds Spánarkonungs og leitaði styrks af honum til þess að geta haldið áfram rannsóknum sínum. En undirtektirnar voru fremur daufar. Spánn átti í ófriði um þær mundir og fjárhagur ríkisins var þröngur. Það 'bótti því engan veginn ráðlegt, i ð fleygja út fé til jafn vafasams fyrirtækis og rannsóknir Columbusar voru taldar að vera Fjárþröng svarf svo mjög að Columbusi meðan á öllu þessu vafstri stóð, að hann neyddist til þess að betla. En þegar neyðin er sem stærst, stendur hjálpin næst. Og svo fór, í þetta sinn. Isabella drotning Spánverja, er var hinn mesti kvenskör- ungur, hafði heyrt margt sagt af hinum hugrakka æfintýramanni. Hún kvaddi Columbus á sinn fund og ákvað að leggja honum til þrjú smáskip með rá og reiða. Föstudaginn þann þriðja ágúst 1492 sigldi Col- i mbus flota sínum burt úr höfn. Sú för er vafa- Inust hin undarlegasta og æfintýraríkasta. sem sögur fara af, og frá menningarlegu sjónarmiði fékk hún ævarandi gildi, Hvorki hefði átaaviti né sjókort getað komið honum að nobkru haldi, því • ann sigldi leiðir, sem öllum voru áður ókunnar — ekkert mannlegt auga hafði litið. — Þegar versna íór í sjóinn, gerði skipshöfnin uppreist og ætlaði að kúiga Columbus til þess að hverfa aftur til hafn- ar. En Columbus sigraði hverja þraut og eftir ná- lega h'álfs þriðja mánaðar siglingu og hrakninga nm ókunn höf, sá Coilumbus fyrsta ljósbjarm- ann af landi. Þetta var að kveldi hins ellefta október 1492. Draumur Columbusar hafði komið fram. — Jörðin var kúlumynduð, en ekki flöt eins og pönnukaka. — Árla næsta morguns, þegar fyrstu sólargeislarnir tóku að lýsa, sá vel til lands. Fögnuðinum, sem gagntók huga hins fróðleiks- þyrsta æfintýramanns, verður eigi með orðum lýst. Skamt fram undan skipi foringjans mikla lá fögur eyja, næstum því eins aðlaðandi og land- ið, sem hann hafði horfið frá. Fól'kið á eynni, dökt á hár og hörund, hafði hvorki áður séð hvít- an mann, né keldur ®vo fríðan skipastól. Það þauí niður til strandar til þess að fagna hinum tígulega gesti og sæma 'hann gjöfum. Columbus klæddist sínum bezta búningi áður en hann gekk á land og bar í hendi fána Spán- verja. Eyjarskeggjar undruðust mjög slíka dýrð eg urðu snortnir af djúpri lotningu. Þeir féllu á kné með Columbusi um leið og hann 'stakk niður flaggstönginni og helgaði landið Spánarkonungi. Þetta var hin fyrsta reglulega landkönnunar- ferð Columbusar og varð árangur hennar ekkert smáræði. — En Columbus fór margar slíkar ferðir og vann hvem sigurinn öðrum meiri. Hugrekki Columbusar verður æ því frægra, er lengra líður fiá hans fyrsta landnámi. Hann hóf í raun og veru hið veglega landkönnunarstarf sitt fyrst, með því að rannsaka alt það, er að hans eigin landi laut, legu þess og staðháttum og studdi sínar fvrstu áætlanir við þá þekkingu á margan hátt. , Nafn Christophers Columbusar er ódauðlegt í mannkynssögunni, en þó sl'ær samt fundur Ame- ríku á það fegursta bjarmanum. — Þýtt. ------o------ Guðrún og Bjarni. Eftir Karl Andersen. (Niðurl.) Haustið kom og ungu mennimir komu allir heim úr kaupavinnunni. Þeir hfðu nóg að tala um og. nóg að gjöra að gamni sínu, og Magn- ús sparaði hvorugt. Hann þurfti að gorta af svo mörgu, að hann hafði ekki tíma til að taka eftir að Guðrún hló ekki með að sögum hans og kinnar hennar vora orðnar fölar. Hún hló ekki, hún hlýddi heldur ekki á sögur hans, þó að svo kynni að sýnast. Hvað var hún að hugsa um? Hún hugsaði um augun djúpu og dreymandi, sem hofðu horft á hana, um höndina, sem hafði titrað í hennar, og um röddina hljóm- fögru, sem einungis hafði sagt: “Þar sjáumst við aftur, Guðrún!” Yfar allar Magnúsar löngu ræð- ur hljómuðu þau orð, eins og sálmalag heyrist í kirkjunni yfir óp barnanna, sem leika sér fyrir ut- an hana. Yfir fjallinu stóðu skýlfókar nokkrir. “Hann ætlar að gjöra storm,” sögðu sjómennirnir. “Bara að honum skelli ekki á, fyr en briggið, sein- asta verzlunarskipið, sem einmitt nú er að létta akkerum, er komið fyrir skerin í útnorðri frá kaupstaðnum. Fáninn danski hékk á hvítu stöng- um verzlunarhúsanna og frá gaffalrá briggskips- ins; skipverjar sungu, meðan þeir voru að létta akkerum. Kveðjuskotum var skotið frá fjórum gömlum fallbyssum, sem vom hálf-sokknar niður í jörðina á “fallbyssu-garðinum”, sem kallaður var. Briggið sigldi fyrir öllum seglum út úr höfninni; vindur stóð á hlið, og bylgjurnar léku að skipinu svo dælt, að það lagði sig meir og meir, og seglunum var óðum fækkað, því golan hafði þegar vaxið og var nú orðin bálviðri. Skipstjóra þótti engu hætt, og hlýddi því ekki ráði stýrimanns síns að leita aflur til hafnar. “Við náum fyrir sker- in,” sagði hann, “og þá stendur hann prýðisvel.” En vindurinn tók á almætti sínu, eins og til að sýna honum, hvor þeirra væri sterkari. Það hvein í köðlunum, rærnar sviguuðu og sundraðust í mél, seglin rifnuðu og pjötlurnar þutu og flugu út yfir sæinn, er reis í ofurreiði. Stormurinn lék að skipinu eins og knetti, það hoppaði á bárunum, og einum skaflinum eftir annan velti yfir það og sveiflaði öllu frá, er fyrir varð. Eyjan, er lá fvrir hafnarmynninu, skygði á, svo að nú sást skipið eigi lengur af ströndinni; þar stóðu mörg hundr- uð manna á öndinni af ótta, í hlé við klappirnar og bátana, sem stóðu uppi. Sumir tóku aldrei sjónpípurnar frá augunum og horfðu alt af út á sjóinn, en enginn mælti orð. “Nú tekur því fyrir eyna,” sagði gamall sjó- maður loksins. “Nú heggur það niðri,” hrópaði annar, og manngrúinn á ströndinni hljóðaði upp af skelf- ingu og meðaumkun. Briggið var strandað. — Möstrin voru höggv- in, og bátum skotið fyrir borð, en þeir brotnuðu við hliðar skipsins og tveir menn druknuðu þegar. Hinir tóku dauðahaldi í það, sem eftir var af þiljuskjóiinu, og hvað, sem þeir gátu fest hönd á — en var nokkur bjargarvon í þessu ofsaveðri? Þeir, sem á ströndinni stóðu og horfðu á, voru alyeg utan við sig. Þá heyrðist einiiver segja með bænarrödd: “Magnús, þú mátt til að hjálpa, þú verður að fara á stað með bátshöfnina þína, ann- ars drukna þeir allir. Sérðu ekki, að þeir eru að baða höndunum. Heyrirðu það ekki, eg bið þig að gjöraþað fyrir mig. ” En Magnús hirti eigi um bænir Guðrúnar; hann lét sér nægja að ypta öxlum, því að við skip- brotið var ekkert að gjöra — hann átti annars að vænta en dauðans, í bárusænginni köldu. . “Vilji Magnús ekki gjöra það, skal eg fara,” sagði einhver í dimmum karlmannsróm. “Hver kemurmeð?” Það var Bjarni, sem talaði. Hann stóð á ströndinni og sýndist hærri en ella, og and- lit hans var enn alvarlegra, en það átti að sér. “Mér er ekki meira að reyna það en Bjarna,” sagði fyrst einn, og svo annar, og þannig varð dugnaðardæmi hans fljótt til fyrirmyndar. Sex röskir menn stóðu þegar sjóklæddir. Margir hlupu til að setja bátinn fram, og mörg hjörtu báðu honum góðrar ferðar, þegar hann loks var kominn út úr briminu. Þá mættust augu tveggja og sá fundur færði förinni heill. Bjarai fékk það svar í augum Guðrúnar, að ást hans væri tekið, og það lypti þreki hans á flug og margfaldaði styrkleik vilja hans. Förin hepnaðist vel; hann hreif skipbrots- menn úr kverkum dauðans og færði þá heila og haldna til vinanna, sem stóðu á ströndinni og tóku þeim tveim höndum. “Þar sjáumst við aftur,” voru fyrstu orðin hans, þegar hann stökk í land. “Þakka þér fyrir, Bjarai,” sagði hún. Meira gat hún ekki sagt. “Eigum við að fylgjast heim, Guðrún?” spurði Magnús hana. “Nei, í dag skiljast vegir okkar,” sagði hún. Hún sagði það seint og horfði niður fyrir sig á meðan; svo sneri hún sér frá honum og gekk upp eftir á leið til hússins. Veturinn kom og leið; vorið kom með fugla- söng og smáblómin gulu. Hjá móður Bjarna var alt málað og prýtt. Og þegar alt var búið, fluttist Guðrún þangað sem kona Bjarna. Móðir han's feldi e'leðitár brosandi, þegar hún sá ánægjuna skína út úr andliti sonar síns. “Það er sönn ánægja, Guðrún 'litla. að siá. að þú hefir fundið þann mann, sem þú áttir að finna,” sagði hún. “Viltu svo renna þér með mér, Guðrán?” mælti Bjarni, “þú veizt, að eg fer varlega og læt ekki sleðann velta.” “Já, það vil eg,” sagði hún, og lét hann bera sig á armi sínum inn í stofuna. (Alm. Þjóðvfél.—íslenzkað af G.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.