Lögberg - 04.03.1920, Blaðsíða 6
Bls. 6
LÖGBERG FIMTUADGINN 4. MARZ 1920
VerCl vors
aS gelslum
Vegrl lífsins &
P. P. P■
Sagan af Monte Cristo.
19. kapituli.
Rómverski stigamaðurinn.
Eftir æfintýri það, sem France liafði komist
í á Monte Cristo eyjunni, fór hann aftur tjl Róma-
borgar og hitti þar félaga sinn Albert. t*eir höfðu,
eins og sagt hefir verið, leigt sér íbúð þar í gest-
gjafahúsi hjá manni, sem Pastrini hét.
íbúð þeirra var ekki stór, en hún var snotur
og vissi út að framgötu og var á miðlofti hússins.
En allar aðrar íbúðir á því ilofti höfðu verið leigð-
ar herramanni nokkrum, sem smnir héldu að væri
frá Sikiley, en aðrir sögðu að^hann vaari frá
Malta.
Eftir að þeir félagar voni búnir að koma sér
fyrir í gestgjafahúsinu, gerðu þeir boð eftir Past-
rini og beiddu hann að láta tilreiða kveldmat, og v
svo að sjá um að útvega þeim stallbræðrum hesta
og skemtivagn til þess að aka um borgina næstu
daga,
“ Verið þið rólegir, kæru vinir, alt þetta kem-
ur á sínum tíma,” svaraði Pastrini.
Og eftir að þeir félagar höfðu matast, fóru
þeir að sofa og Morcerf með þá tilfinning í huga,
að allir vegir væru þeim færir, sem nóga hefðu
peningana, svo sofnaði hann og dreymdi, að hann
væri að keyra um Rómaborg í skrautvagni, sem
sex gæðingar væru sjæntir fyrir.
Snemma næsta morguns var France á fótum.
Hann hringdi á þjón og að vörmu spori var klapp-
að á dvrnar hjá jveini.
France lauk upp hurðinni og imi kom hús-
bóndinn sjálfur.
“Jæja, herrar mínir,” tók Pastrini til máls,
“eg var hræddur um í gær, þegar eg vildi ekki
lofa ykkur neinu með keyrsluna, að alt væri orðið
of seint. Það er ekki hægt að fá einn einasta
skemtivagn til keyrslu, það er að segja, frá því á
sunnudaginn og þangað til á þriðjudagskveld.
En þangað til á sunnudagskveld væri hægt að fá
t'imtíu, þó að þér vilduð./ ’
“ Jæja,” svaraði Albert, “'það er þó ekki upp
á það versta. I dag er fimtudagur og margt got- -
ur breyzt þangað til á sunnudaginn. ”
“Þá verða að minsta kosti tólf þúsundir
fleiri komnir til borgarinnar, ” tók France fram í.
“Vinur,” svaraði Albert Morcerf, “látum
okkur njóta dagsins í dag, en ekki að vera að gera
okkur rellu út af því, sem skeður á morgun. Við
getum þó æfinlega leigt okkur pláss við einhvem
gluggann og séð skrúðgönguna þaðan, ef ekki vill
betur til. ’ ’
“Pláss við einhvern glugga,” endurtók Past-
rini. “Ómögulegt, það var einn gluggi, sem var
óleigður á fimta Jofti í Doria höllinni, en nú hefir
einhver rússneskiír prins leigt hann fyrir tutt-
ugu sequins ($4f>) á dag.”
Félagamir töluðu nokkuð meira um hvemig
þeir ættu að fara að því, að sjá skrúðgönguna, en
komust ekki að neinni niðurstöðu.
En það samtal féll niður, þegar Pastrini
greip fram í fyrir þeim og spurði, hvort þeim væri
alvara með að leigja sér vagn þar til á sunnudag-
inn og svöraðu fél^garair því játandi og ákváðu,
að vagninn skyldi vera við dyr gestgjafahússins
eftir eina klukkustund.
Þeir keyrðu til St. Peters, en þeir vissu ekki
að það tæki heilan dag að skoða staðinn og mánuð
til þess að kynna sér hann. Það var því farið að
rökkva áður en þeir gættu að sér.
Þeir keyrðu heim í gestgjafahúsið aftur og
sögðu keyrslumanni sínum að vera til staðar
klukkan átta um kvöldið, því þá ætluðu þeir sér að
fara og skoða hið nafnfræga Colosiseum. Ferð-
inni var nákvæmlega niður raðað. Þeir ætluðu
að fara út um Porto del Popolb, keyra með fram
borgarmúrunum ytri þar til þeir kæmu að Porta
del Gionvanni. Þar átti að keyra inn, og þegar
inn var komið, blasti við þeim ráðhúsið, Iögsagna-
staðurinn (The Foram), Severus og Septimus
hliðið, Faustina og Antonius musterið, sem tungl-
ið baðaði í geislum sínum, og var það hin tignar-
lcgasta og áhrifamesta sjón.
Um þetta fyrirhugaða ferðalag sitt töluðu fé-
lagarnir á meðan þeir neyttu kveldverðar. en
Pastrini, er hlustað hafði á samtalið, yfirgaf þá,
Þegar félagarnir voru svo að segja ferðbúnir
og tími sá kominn, sem keyrslumaðurinn átti að
koma eftir þeim, kom Pastini aftur inn til þeirra.
Franoe hélt hann væri að vitja um hvernig þeim
hefði fallið máltíðin og tók að hæla henni, en
Pastrini preip fram í: “Það var ekki til þess að
hlusta á lof yðar um kveldmatinn eða neitt annað,
sem eg kom, þó mér í rauninni þyki vænt um að
heyra það.”
“Komuð þér til þess að tilkynna okkur, að
þér hefðuð útvegað keyrsluvagn ? ” spurði Albert
um Ieið og hann kveikti í vindli sínum.
“Nei, og þér gerið vel í því, vinir mínir, að
sleppa öllum vonum um slíkt; í Rómaborg er ann-
að hvort hægt að gera hlutina eða ekki; þegar að
cinu sinni er búið að segja, að það sé ekki hægt
að gera þetta eða hitt, þá er það svo, og svo er ekki
meira um það,” svaraði Pastrini og bætti við:
“Þér liafið ásett yður að fara að skoða II Colos-
seo?”
“Þér eigið við Colosseum,” tók France fram
í fyrir húsibóndanum.
‘ :Já, það er nú alt og hið sama, ” svaraði
Pastrini og bætti við: “Þér hafið sagt keyrara
yðar að aka þangað í kvöld og ferðaáætlun yðar
er að fara út um del Popolo hliðið, fara svo með-
fram borgar múrunum og svo inn um San Gio-
vanni hliðið. Mætti eg benda yður á, að þetta er
afar hættuleg leið?”
“Hættuleg! Og hvers vegna?” spurðu fé-
lagarnir.
“Vegna hins nafnkunna Luigi Vampa,” svar-
aði Pastrini.
“Og hver er þessi nafnkunni Luigi Vampa?”
spurði Albert.
“Hann var hjarðsveinn hjá greifa San-Felice,
sem á búgarð á milli Palestrina og Gabri vatnsins,
Hann var fæddur í Pampinara, þar sem faðir
hans átti ofurlítinn búgarð, og nokkrar kindur,
sem hann lifði af.
“Þegar drengurinn var fimm ára, fór hann
vistferlum til San Felice greifa, þar sem hann
gjörðist biátt hjarðsveinn. Hann var óvanalega
vel gefinn, lærði sjálfur að lesa og skrifa og var
svo hagur á allslags útskurð, að furðu sætti.
“1 nágrenninu var stúlka, seiú Teresa hét.
Hún var sex ára gömul, þegar saga þessi gerðist
og því lítið eitt yngri en Vampa. Stúlka þessi var
fædd í Val>montone og hafði mist foreldra sína
báða. Nú var hún hjarðmær hjá bónda einum, er
átti heima nálægt Palestrina.
“Lönd þessa bónda lágu að landareign San-
Felioe greifa, og þar sem að þessi hjarðmær og
hjarðsveinn héldu hjörðum sínum til haga á sömu
slóðunum, þá kyntust þah fljótt. Þau töluðust
við um alt, sem þeim datt í hug, þau léku saman,
hlógu saman, hoppuðu kát og glöð, bygðu sér
kastala, klifruðu upp eiua hæðina eftir aðra og
léku sem börnum á þeim aldri er títt. En hjarðir
þeirra breiddu sig út yfir láglendið, lömbin hóp-
uðu sig og stukku svo j allar áttir til mæðra sinna,
og þannig liðu dagarnir. fram undir kvöld, þar
til j>au Teresa og Vampa fóru að skilja hjarðir
sínar, en áður en þau skildu, bundu þau fastmæl-
um að hittast á sama stað daginn eftir. Og
þannig liðu dagar, vikur og ár, þar til Vampa var
orðinn tólf ára en Teresa ellefu ára gömul.
“Þau töluðu, eins og sagt hefir verið, um
sín framtíðarmál og bygðu skýjaborgir sínar.—
Vámpa sá sjálfan sig, í dagdraumum sínum, sem
yfirmann á glæsilegu kaupfari, foringja, sem var
að leiða mikinn og vel búinn her til sigurs, eða þá
fylkis eða landstjóra.
“Teresu dreymdi um auð, ríkidæmi, um fag-
urt heimili, þar sem hún væri drotningia hefði
ótal þjóna í einkennisbúningi til þess að þjóna sér.
“Frá morgni til kvelds bygðu unglingarnir ,
þessa loftkastala, en þeir hrundu aftur á hverju
kvéld um heimferðartímann, því þá urðu þau að
fara ofan af þessum skýjaborgum sínum og ofan
á láglendið, til þess að skilja hjarðirnar og halda
heim með þær.
Svo var það einfT daginn, að Vampa kom að
máli við einn þjón greifans og sagði honum, að
daginn áður hefði hann séð úlf koma ofan úr
Sabinu fjöllunum og ónáða hjörð sína.
Þjónninn fékk honum byssu og sagði að hann
skyhþ skjóta úlfinn, og það var einmitt það sem
Vampa þráði mest af öllu.
Byssa þessi hafði verið ágætis verkfæri á
meðan hún var ný og óskemd. En nú var skeftið
brotið og datt því *engum manni í hug að nota
byssuna. Vamp^t setti samt ekki slíkt fyrir sig.
Hann var sjálfur smiður og bjó til nýtt skefti,
sem var hin mesta gersemi. Og upp frá því, að
hann var búinn að gera við byssuna, eyddi hann
öllum sínum frístundum í að æfa sig í að skjóta.
Svo var það kveld eitt, rétt áður en þau Vampa
og Teresa aðskildu hjarðir sínar til heimreksturs,
að úlfur kom út úr skógarbelti þar sem hjarðir
þeirra voru vanar að vera á beit, en hann var ekki
kominn tíu skref út úr skóginum, þegar skot reið
af og hann lá steindauður á sléttunni. Það var
Vampa sem skaut, og var hann orðinn svo sling-
ur skotmaður, að engu var líft, sem hann komst
í skotfæri við og sem að hann vildi feigt. Hróður
hans sem skyttu og sem manns með yfirburða
hæfileika barst út um nærliggjandi héruð, og þáð
var með hann eins og æfinlega er með menn þá,
eem bera af öðrum að andlegu eða líkamlegu at-
gerfi, að það eru ávalt svo og svo margir menn,
sem hneigjast í áttina til þeirra.
' 0g þó að Teresa væri af öllum viðurkend að
vera fegurst allra meyja, sem heima áttu í Sab-
ine fjalllendinu, þá samt hafði enginn sveinn
dirfst að renna til hennar ástaraugum sökum
þess að allir vissu ,að hún var heitbundin Luigi
Vampa.
Þegar að Teresa var sextán ára en Luigi
átján ára, þá heyrðu þau oft talað um flokk úti-
legumanna, sem höfðu byggistöð sína í Lepine-
fjöllunum, því útilegu og stigamönnum hefir ald-
rei til fulls verið útrýmt úr / nágrenninu við
Rómaborg. Það hefir stundum komið fyrir, að
slíka menn hafi. vantað leiðtoga, en aldrei var
þurð á fylgjendum, þegar leðtoginn var fenginn.
Francis frá Assisi.
Bróðir Francis varði lífi sínu einvörðungu
í þjónustu þeirra, sem bágt áttu og í skugganum
hníptu. Að gleðja, hugga og lýsa var'æfitakmark
hans. Alt af þurfti einhverjum að hjálpa, og
ekkert var svo smátt eða lágt sett í lífinu, að hann
eigi fyndi sína helgustu hvöt í að líkna því á allar
lundir. Einu sinni bjarg-aði hann tveimur falleg-
um dúfum frá því að verða seldar á uppboði. í
annað sinn frelsaði hann héra, sem fastur var í
gildru.
“Kom þú til mín, héri litli,” mælti Bróðir
Francis, og vesalings fanginn losnaði á sömu
stundu og fylgdi honum eins og tryggur hundur
gegn um skóginn.
Dag og nótt mátti svo að orði kveða, að
Francis vekti yfir .sjúklingum, einkum og sér í
lagi þó þeim, er aðrir þorðu helzt ekki að koma
nœrri, svo sem holdsveikum mönnum.
Mikinn meiri hluta starfsæfi sinnar átti
Francis ekkert annað þak en heiðan himininn yf-
ir höfuðið á sér, og enga aðra hvílu en valllendið
eða skógarrjóðrin. Hann iðraði þess aldrei, að
hafa yfirgefið hin jarðnesku auðæfi. Hann elsk-
aði fjöll, og þegar hann starði stundum á tinda
þeirra í fjarlægðinni laugaða í sólarhafinu, þá
fanst honum hann aldrei litið hafa jafn dýrðlegar
hallir.
Einhverjir hafa hlotið að geta lesið hugsanir
hans, því þegar bróðir Francis var kominn á efri
ár, gaf greifi nokkur honuní fagurmyndað skrúð-
grænt fjall í Tuscany-fjallakeðjuuni.
Fátæklingarnir, sem Francis hafði hjálpað,
söfnuðust saman einn góðan veðurdag og klifr-
uðu upp á fjaOlið. Eftir að þeir höfðu svipast um
þar nokkra stund, fundu þeir dálítinn rennslétt-
an blett, með angandi blðmskrúði og kvakandi
fuglahópum. Þar ákváðu þeir að reisa heimili
handa Bróðir Francis. Þeir hjuggu greinar af
cedrusviði, gerðu af þeim hið fegursta skýli, og
fluttu Bróðir Francis þangað að verkinu loknu.
' Þau munnmæli hafa borist mann frá manni,
að morgun einn snemma hafi fjárhirðar á slétt-
unum neðan við fjall Francisar séð frá því leggja
Ijósöldur fagrar og breiðar. Fjallið sýndist alt
ljóma í rósrauðum töfrabjarma, og brotnuðu
geislarnir á ljórum hinna rislágu hjarðmanna-
býla í grendinni.
Þetta var of snenmia morguns til þess að roð-
inn gæti stafað frá sólaruppkomunni. — Allir
störðu hugfangnir á ljósadýrðina, én enginn vissi
hver orsök hennar var.
En þegar síðasti bjarmi töfraljóssins hafði
dáið út og geislar morgunsólarinnar tóku að lýsa,
sást ekkert annað eftir á fja'llinu en skýli Franc-
isar. Fuglasöngurinn var þagnaður, alt hljótt,
enginn á ferli.
En bjarminn af lífi ágætismannsins hefir
ljómað um aldaraðirnar og tendrað ódáinsljós í
sálum hinna sjúku, fátæku, sorgmæddu og
þreyttu. ?
Yfirsjón Moodys. — Eftir Moody.
Eg hafði pródikað fimm kveld í röð í Chi-
cago um líf Jesú. Eg hafði fylgt honuin frá fæð-
ingarstalii hans til dómarasætisins á hinum mikla
degi dómsins. En við það tækifæri varð mér á
svo alvarleg yfirsjön, að hún stendur mér fyrir
hugskotssjónum meðan eg lifi. Gæti eg bætt úr
henni, áliti eg ekki of dýrt, að gefa þessa mína
t hægri hönd.
Það var hið eftirminnilega októberkvöld, þá
er klukkunum á, ráðhúsinu var hringt til viðvör-
unar um eldsvoða í borginni. En eg hugsaði ekk’i
frekar um það. Vér vorum svo vanir við þess-
konar liringingar, að það hafði engin sérleg áhrif
á oss. Eg endaði ræðu mína með því að spyrja:
“Hvað á eg að hugsa um Jesúm?” og sagði síðan
til tilheyrenda minna: “Eg vil biðja yður að
taka þessa spumingu heim með yður, svo getið þér *
komið hingað aftur á sunnudaginn kemur, og þá
getuin við séð, hvað við höfum upp úr því.”
En sú yfirsjón! Ekkert líklegra, en að satan
sjálfur hafi blásið mér því í brjóst. Upp frá þeirri
stundu hefi eg aldrei árætt, að gefa áheyreridum
mínum vikufrest til umhugsunar um frelsið.
Atakanlegt var að heyra söng Sankeys í sam-
komulokin um að frelsarinn væri að kalla á oss
mennina og vér skyídum samstundis fleygja oss
í faðm hans.
Að lokinni samkomunni fór hver heim til sín.
‘ ‘ Eg man, að eg gekk með ungum. manni niður
eftir götunni og þegar eg sá eldblossann kasta
bjarma sínum víðsvegar, sagði eg við þenna unga
mann: “Það er sennilegt, að kominn sé vitjun-
artími Chicagoborgar. Þegar klukkan var eitt,
var hinn stóri salur, sem eg hélt samkomuna í,
brunninn til kaldra kola, og skömmu síðar féll
kirkjan, sem eg svo oft hafði talað í, ofan í eld-
hafið. Aldrei sá eg aftur samkomu þá, sem eg
hafði talað við þetta kveld.
Vinir mínir, vér vitum ekki hvað morgundag-
urinn hefir í för með sér. En eitt veit eg, að ef
þú tekur á móti frelsara þínum í kveld, þá ertu
hólpinn, og ef þú öðlast eilífa lífið, sem hann veit-
ir, þá þarft þú hvorki að hneðast eld né dauða,
eða neitt annað. Akvarðaðu þig í kveld ,— láttu
það ekki bíða til morguns.
Skoska stúlkan. — Eftir Moody.
Það sem hér segir frá, bar við í síðustu upp-
reist Indverja.
Englendingar voru innilokaðir í bænum Luk-
now. Höfðu fjandmenn þeirra umkringt bæinn,
og á hverri stundu var viðbúið, að þeir næðu hon-
um á vakl sitt, og var enska herliðinu grimmileg-
ur dauði vís. — En í bænum var dálítil skozk
stúlka. Hún var þar að bylta sér á jörðinni, en
alt í einu hrópaði hún hástöfum, óg skein gleðin
auðsjáanlega af blóðrjóðu andlitinu á henni: —
“Heyrið, þaraa koma þeir! — Heyrið þið þá
koma!“ “Um liverja ertu að tala?” var stúlk-
an spurð, — “hverjir eru það, sem eru að koma?”
En bamið endurtók spurningu sína: “Heyrið
þið ekki til þeirra?” — og stökk á fætur.
Hvað var það þá, sem hún hafði heyrt? —
Það var hljómur belgpípunnar frá föðurlandi
hennar. Ilún þekti lagið, sem hún hafði heyrt
landsmenn sína leika í einu tvífylkinu, sem nú var
á leiðinni til að losa þá úr umsátinni. — Litla
stúlkan hafði heyrt rétt. Skozka tvífylkið kom
skömmu síðar og bjargaði Englendingunum úr
umsátrinu.
Heyrið þér ekki hljóminn af fótataki drott-
ins, sem er á leiðinni til að frelsa yður?
Bæn fyr 'vr námsbörn,
sem ætlast er til að þau lesi, áður en þau
byrja nám dag hvern.
Ó, minn Jesú, bezti vinur barna,
barn sem varst í heiminum villugjarna.
Meðan eg velkist hehns á köldu hjarni,
hjástoð þína veit mér, litlu barni.
Kenn mér læra, kennarinn allra bezti,
kenning þína mér í veganesti,
kenn mér læra Guðs um skepnu góða,.
gef mér læra að nota reynslu þjóða./
Gef mér sérlivað gott að læra og skilja,
gef mér töngun þinn að stunda vilja,
gef mér minni að geyma lærdómsgreinar,
gef mér skilning, tungu og varir hreinar.
Gef mér skyn, að gott frá illu eg greini,
geym þú mín, svo breyta vel eg reyni.
Legðu mund á höfuð mitt og hjarta,
svo héðan af fyrir guði megi eg skarta, \
og ganga fram sem geisli í húsi rnínu
með gleði, frið og styrk af nafni þínu.
í nafni þínu, barna-vinur beztur,
bvrja eg þá minn fræði-bóka lestur.
—Bjarmi. ,1.
SKRÍTLUR.
------—/,
Vafasöm fyrirgefning.
Prestur nokkur segir frá írskum manni, sem
liann var kallaður til að þjónusta á sóttarsæng.
“Hefirðu fyrirgefið öllum þínum óvinum,
Patrick?” spurði prestur.
“Yíst hefi eg gert það, öllum nema San O’-
Hagan,” svaraði Pat.
“En þú verður að fyrirgefa öllrim, ef þú vilt
komast í paradís,” sagði prestur.
Pat þagði stundarkorn, en sagði svo: —
“ Jæja, það verður ,þá líklega að vera svo, en kom-
ist eg á fætur, þá mola eg á honum hausinn.”
Gamall Skoti var að tala við læknirinn, sem
sagðj: “Ekkert kjöt, ekkert brennivín og bara
einu sinni í reykjarpípu þína á dag.” — Sandy
þreif hat't sinn og rauk til dyra.
“Bíddu við,” sagði læknirinn, “þú hefir
gleymt nokkru.” — “Hvað getur það verið?”
“Að borga mér.” — “Borga, hvað á eg að
borga?” — “Borga mór fyrir ráðlegginguna,
maður.”
“Sona, sona, maður minn. Eg ætia ekki að
fara eftir þessum ráðum.” Með það þaut kari
á dyr.
Hann—“Treystir þú þér til að lifa á kaupinu
mínu?”
Hún, lítur sakleysislega frainan í unnust-
ann: “Já, auðvitað, elskan mín, — ef — ef”
Hann—“Ef hvað?”
Hún—“Ef þú getur fengið þér eins mikla
peninga lianda sjálfum þér.”
“Þolinmæðin þrautir vinnur allar,” sagði
gamli maðurinn kyrlátlega.
“Er það svo?” svaraði ungur maður, sem alt
af var tilbúinn að standa í þrætum. “Eg veit ekki
af neinu tilfelli, þar sem þolinmœðin gerir nokk-
urt gagn.”
Gamli maðurinn: “Máske ,en aldrei hefi eg
séð þolinmæði og þrautseigju bregðast ”
“Jæja,” sagði yngri maðurinn. “Haldið þér
'þá, að þolinmæði eða þrautseigja, sín í hvoru lagi
eða báðar til samans, geti hjálpað yður til þess að
bera vatn í sáldi?”
“Það held eg nú,” svaraði sá eldri. “Eg bara
bíð þar til vatnið frýs.”