Lögberg - 01.04.1920, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.04.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta vtrð sem verið getur. R E Y N IÐ Þ AÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG ef ð. Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. Garry 1320 33. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 1. APRÍL 1920 NUMER 14 FALCONS HOCKEY-LEIKJA KAPPAR CANADA Á LEIÐ TIL OLYMPISKU-LEIKJANNA í ANTWERP Allan bikarinn er Falcons unnu. Nöfn leikendanna.—Þeir sem standa á bak við, talið frá vinstri hlið: Guðnmndur Sigurjónsson (eftirlitsmaður. H. Benson. Huek Woodman (varamaður). Konráð Jóhannesson. Klliott (varamaður). Kr. Friðfinnsson. — Framröð, talið frá vinstri hlið: W. Byron. Magnús (í. Goodmann (Mike (íoodman). Frank Fredriokson. Halldór Halldórsson. B. Benson. Eins og til stóð, var úrslita leikurinn, eða öllu heldur leikurinn uin jiað, hvort íslenzki Hockey-flokkurinn eða sá fræknasti Hockey-leikflokkur, sem til er í austurfylkjum Canada bæri sigur úr býtum í þessum hinum mjög svo merki- lega og þjóðlega leik — og þá líka hljóta heiður þann, sem þeim ber, er fram úr skara hjá heilli þjóð — og líka til þess, að lialda uppi merki Canada að því er þenna leik snertir, til Olympisku leikanna, sem í hönd fara. Þegar að þessir íslenzku leiksveinar voru kvaddir á vagnstöðinni hér í Winnipeg at' mannfjölda miklum, voru tncnn sér þess moðvitandi, «ð sigurinn væri þeirra, og sú varð raunin þegar austur kom á leikvöllinn, að þeir gátu með sanni sagt eins og Cæsar: “Eg kom, eg sá, eg sigraði.” íslendingarnir þreyttu þessa úrslita kappleiki í borginni Toronto, á laugardagskvöldið og mánudagskvöldið var, ■og voru þeir aldrei í neinni hættu staddir — voru fljótari á skautum og fimari í leiknum frá bvrjun til enda, heldur en motstöðupicnnirnir, og þegar báðum leikjunum var Íokið, höfðu íslendingarnir 11 vinninga, en mótstöðumenn þeirra 5, og iþeir höfðu meira, eftir því sem austanblöðin segja, þeir liöfðu aðdáun og virðingu hvers einasta manns f'yrir það, hve leikur þeirra var hreinn. “Sumir halda því fram,” segir blaðið Globe, “að leikflokkurinn frá Sudburv hefði rejmst Islendingunum snjallari. Slíkt er táldraumur, því það var ekki einasta, að Islendingarnir sýndu, að þeir væru hinir lang-fræknustu Hoekey-leikarar, sem hér hafa sýnt sig síðan á hiiyim eftirminnanlegu dögum þeirra Yictorias og St. MichaeFs, heldur líka hvernig að menn ættu .að fara með 'þennan leik, án þess að misbjóða reglum listarinnar.” Mail and Empire segir um þá: “Eftir að vera búnir að verja Allau bikarinn í tvö ár, verður Austur-Canada að láta hann af liendi við Fálkana. Þessa menn, sem eru svo fljótir á skautum að undrum sætir, því eftir því sem þeir léku á laugardagskveldið, getur ekkert minna en kraftaverk varnað þeim frá að senda bikarinn vestur til Wkmipeg, á meðan að þeir halda sjólfir áfram til Olympisku leikjanna, til þess að vinna sér og landi sínu meiri heiður og ný verðlaun. Þeir eru verðugir þess, að vera trúað fyrir að halda uppi heiðri Canada við þá leiki.” Blaðið Star segir: “Kallið þið þá hvað sem ykkur sýnist, livirfilbylji Vesturlandsins, fellibyl frá Manitoba, Heita vindstrauma Vestursins, sem ætla að kæfa mann, eða livað annað, sem yður dettur í hug, og sem táknar yfir- burða hraða, og þér liafið lýsingu af Fálkunum.” Leikflokkurinn íslenzki heldur nú áfram austur vfir haf, til Belgíu á Olympisku leikina, þar sem þer þreyta Hockey-leik við leikflokka frá ýmsum löndum, og höfum vér fulla ástæðu til þess að voipist eftir, að þeir beri sigur úr býtum þar, því vart mun þar að etja við skæðari keppi-nauta, heldur en Islendingarnir hafa nú mætt og yfirunnið. Þeir sigla þriðja apríl frá St. John með skipinu Melita. En kappleikarnir í Antwerp fara fram í þessum mónuði. Hugheilar árnaðaróskir Vestur-fslendinga fvlgja þessari kappa-sveit austur vfir hafið. Bandaríkin Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Á laugardaginn var 27. þ. m., var Manitobaþinginu slitið kl. 4,30 r. h. ping þetta hefir verið mjög afkastamikið 176 ný lög, og laga- breytingar, hafia verið samþykt, og eru eum af þeim mjög þýðing- armikil, og verður frekar minst á sum þeirra hér í blaðinu síðar. Einkennilegt atriði kom fyrir í þinginu á föstudaginn. ping- maðurinn fyrir Kildonan og St. Andreas kjördæmið Mr. Geo. C. W. Prout, sem verið hefir aðal talemaður sveifia lánfélaganna, bar fram þá kæru á lvem'dur fjár- málaráðherra fýlkisins, að hann hefði frá upphafi verið mótfallin því fyrirkomulagi, og gert sitt hezta tii þess að eyðileggja það. Ástæðan til þess að þingmaðuTÍnn sem hefir unnið að þessu þarfa má'li, af ósérplægni mikilli, var sú að hann hafði farið fram á það við etjórnina, að sér yrði veitt laun úr fylkissjóði, til þess að líta eftir þessu verki, og fengi líka að halda þingsæti sínu, en slíkt kom í bága við þingskipunar- lög fylkisins, og var því ekki veitt. pessa ákæru sína, og ákærur á móti stjórninni um atbugaleysi í sambandi við þetta mát tók þing- maðurinn til baka á laugardaginn síðasta þingdaginn, og sagðisl ekki hafa ihaft neitt til að byggja kæru sína á, annað en sína eigin tilfinningu í málinu, og vildi 'þvi að orð sln, að því er þau snertu þau atriði málsinis, kæruna á hend ur fjármálaráðherranum og stjórn inni, féllu dauð og ómerk, eða væru æm ótöluð. í sambandi við þessa 'ákæru, og áður en að ræðúmaðurinn sjálfur Mr. Prout, tók hana til baka, kom traustsyfirlýsing í þinginu á Norrisstjórnina, og var hún sam- þykt með 34 atkvæðum á móti 3. Einn, af þessum iþremur sem at- kvæði greiddi á mói yfirlýsing- unni, hefir víst verið Iþingmaður- inn fyrir Laverandrie, sem þá var rétt nýbúinn að halda langa ræðu og fordæma alt sem Norrisstjórn- in hefði gjört, væri að gera, og ætlaði að gera. Annar þeirra sem á njóti var, hefir sjálfsagt verið þingmaðurinn frá St. Rose Mr. Hamelin, sem reiðastur var út af því að Columihía Press hefði gert prentverk fjrrir Manitoba- stjórnina. Hver þriðji maðurinn var, vitum vér ekki, og ekki held- ur út af hverju hann var reiður. Forsætisráðherra T. C. Norris, ávarpaði þingmenn áður en þing- inu var slitið, og sagði að áður en næsfia þing kæmi saman, færu kosningar fram hér í fylkinu, og sagðist ekki sjá neina ástæðu til Jæss, að vera að Ihalda því leyndu fyrir fólki, leins og isiður hefði verið hjá sumum stjórnmála- flokkum, sagðist ekki sjá að í því sambandi væri neitt að fela, eða neitt að óttast, sagðist ekki geta sagt með vissu nær að kosning- arnar færu fram, að nokkum tíma þyrfti til undirbúnings, en að þær yrðu að öllu falli um garð gengnar áður en annir byrjuðu við uppskeru næsta hausts. Á fimtudaginn var 25. þ. m., komu kosningalögin til annarar umræðu í þinginu, og urðu umræð- urnar allhva&sar um þau. Hon Hugh Guthrie hóf umræð- urnar, og skýrði lögin, hélt skýra og skipulega ræðu. Hon Mac- Kenzie King þakkaði ræðumanni fyrir hv@ skýrt og skilmerkilega að hann hefði flutt mál sitt, sagði að mótstöðumenn stjórnarinnar hefðu ásett sér að gjöra ekki þetta mál að pólitískum fótbolta, og lýsti ánægju sinni yfir því, að stjórnin skyldi vera komin út úr þokunni í þessu máli. Sumum þýkir þessi ummæli Mr. King dálítið einkennileg, og halda að eitfihvað muni liggj'a á bak vif þau. Mestum hita hleýpti F. Pardee í 'þessar umræður, iþegar hann þetta mál, “Jafnvel mæður drengjanna sem féllu í stríðinu eru gerðar ómyndugar undir þess- u;m lögum. Mr. Pardee benti á, að útlendingar gætu ekki notið Farbréf mieð\ járnbrautum sem liggja suður til Bandaríkanna hafa verið ihækkuð um tíu af hundraði, frá 29. marz, einnig innflutningsskattur til Bandaríkj- réttar síns undir þeim, og bætir { anna úr 3 8(00 og upp { 3 9 2o( sem við, og engri þjóð hefir vegnað vel, sem snýr bakinu við fólki því sem framleiðir mestan hluta af auð þjóðarinnar.” Oanadamenn verða að borga hér eftir. Um er kent, verðmun á Canada og Bandaríkja peningum. er fallinn í máli Hon W. S. Fielding og fleiri i ^viðdomur er laiimn 1 mal fQ umræðum í verkamanna leiðtoganna 1 Winni peg, og eru fimm af sjö fundnir hafa haldið áfram umræöum i þessu máli, og befir það og snúist um það, hvort nota skuli fylkis- kosningarlistana í sambandsþing- kosningunum, og um það að séð sé um að óvilhallir menn í stjórn- málum sjái um samning þeirra, | þegar nýir listar eru búnir til. Hið fjórða ársþing hermanna- félagsins i Ganada stendur yfir i borginni Montreal. Mörg mál eru þar rædd sem snertir lög fé- lagsmanna og hag landsins. Eitt af því sem þing þetta hefir haft til meðferðar er, að ríkið borgi hverjum þeim sem í Canadiska herinn gekk $ 1,000, og borgi svo $ 1 á dag uppbót fyrir hvern dag sem þeir voru í herþjónustu, þar til uppbótin memur $2,500. pegar tíminn sem menn voru í herþjón- ustu er svo langur að hann nemur 1,500 dögum, ,þá eiga mónn að fá | $ 2,500 útborgaða, annars af- skamtar tími sá sem þeir voru í herþjónustu hve mikið eða lítið ríkið borgi þeim fram yfir $ 1,000. par sem ættingjar eru, sem hafa oröið að sjá á bak sínum í stríð- inu, vilja þeir að tillag þetta borg- ist til þeirra. En er farið fram á af þinginu, að þetta mál sé tekið upp á þessu yfirstandandi þimgi, og útkljáð. Til þess að veröa við þessari kröfu hermannanma, er sagt að ríkið þurfi að borga út $ 215,000,000 En það segja fjármálafræðingar stjórarinnar að sé ókleyft undir núverandi kringumstæðum. Enda hefir fjármálaritari Dominion- stjórnarinnar McNeill tilkynt hermanna 'þinginu að Dominion- stjórnim hafi lýst yfir þvi, að hún sé með öllu frákverf þessari kröfu sekir um allar sjö kærurnar sem á móti þeim voru. pað eru: öld- urmaður John Queen, séra Wm. Ivans, W. A. Pritchard, R. J. Johns og Geo. Armstron. Einn þeirra R. E. Bray, var fundinn se’kur um eina kæruna þá eíðustu. En öldurmaður A. A. Heap, var fríkendur. Kærurnar á móti mönnum þess- um voru: 1. Uppreistar samsæri, til þess að Mtilsvirða lögin 0g æsa einn flokk mannfélagsins á móti öðr- um á árinu 1917, 1918, og 1919. 2 Samsæri í sambandi við fund sem haldinn va.r -í Walker leikhús- inu 22. des. 1918., 3. Samsæri til þess áð hefja ó- löglegt verkfall. 4. Samsæri til þess að stofna í hættu, heilsu og lífi fólksins, og mynda ólöglegan félagsskap á meðal verkmanna, til þess að bjóta sína eigin samninga á ár- unum 1917, 1918 og 1919. 5. Samsæri til þess að eyði- leggja virðingu manna og traust á stjórninni í landinu. 6. Samsæri til þess, að koma á Soviet stjórnar fyrirkprnulagi i Canada. 7. óviðeigandi breytni þeirra í apríl, maí og juní 1919, sem með- borgurum þeirra stóð bæði sfcaði, og hætta af. Tollþjónn í Bandaríkjunum að nafni Verner, kom að manni Sem var að flytja áfengi frá Canada og inn í Bandaríkin. Tollþjónn- inn skipaði manninum að stansa, en hinn gengdi ekki, svo hann dró upp byssu sína og skaut mann- inn. Sá sem fyrir skotinu varð beið bana, hann hét Van Buren og var frá ríkinu Main. Nýr stjórnmálaflokkur er í myndun í Bandaríkjunum, það eru verkamenn, og nokkur bænda- félög, og er sagt að þeir ætli sér að útnefna menn úr sínum flokki til að sækja um forseta og vara- forseta embættin, við næstu for- seta kosningar. Til þess að framfleyta 15 ára gömlum dreng þarf $ 7,500 á ári eftir því, sem ekkjan Eugene Kelly bar fram í rétti í New York nýlega, hafði ihún þetta alt reikn- að út, ein upphæðin-sem drengur- inn gat ekki verið án var gasolía, þurfti hann að eyða $ 294 á ári til þess að kaupa það. Hvað skyldi hann þurfa mikið til l'ífsfram- færslu þessi náungi þegar hann er oröin fullorðinn. í skýrslu sem birt var' í New York í vikunni sem 'leið, stendur að bindindislögin ihafi gjört það að verkum, að nú sé meiri flutn- ingur, út frá Bandaríkjunum en inn til þeirra. Námamenn sem vinna í harð- kolanámum í Bandaríkjunum hafa krafist kauphækkunar sem nem- ur 60%. Segast með engu móti muni 'samþykkja 'hækkun sem nemi minna en 45 og sjö tíundu%. Ástæðan fyrir þessari kröfu segja blöðin að sé óánægja mannanna út af 'því að munurinn á kaupi þeirra sem við gröft linkola vinna, og þeirra sem að harð'kola- greftri vinna sé nú orðin of lítill. Segja að það sé miklu vanda- meira að grafa harðkolin, og þeir eigi því heimtingu á hærra kaupi. Fellibylur geisaði yfir Illinois Massuri og Wisconsiu ríkin á sunnudaginn var. Fjöldi fólks lét lífið, og eignatjón nemur inörgum miljónum dollara. Bylur þessi var skæðastur í út- jöðrum Cicagoborgar að vestan, og í Elgin þar vita menn um 23 dauðsföll. Menn meiddust þar svo hiindruðum skiftir. Hús tré talsímar og ritsímastaurar, og jafnvel járnbrautarvagna, og járnbrautarteina reif þessi voða- legi bylur og molaði, og færði úr lagi. Og ;í bænum Elgin sem er 36 mílurwestur fsá Cicago, er eigna- tjónið metið á 4,000,000. Wilsori forséti hefis tilnefnt Joseph Greiv jsem sendiherira Bandaríkjnna í Danmörku. Bretland Mrs. Humphrey Ward nafnfræg skáldkona látin. Sagði í ræðu sem hann hélt um hermannanna. Billy Sunday segist vera reiðu- búin að sækja um forsetakosn- ingu í Bandaríkjunum við næstu forsetakosningar, og segist vera búin að hugsa sér ráðaneytið ef hann nái kosningu. Maður einn að nafni John R. Taylor hefir heiðurinn af því að leggja til flesta liðsmenn í stríðið af öllum fjölskyldu feðrum i Bandaríkjunum. Mr. Taylor giftist þegar hann vaf ungur, og átti 1Ó börn með þeirri konu áður en hann misti _ hana, og voru 6 drengir orönir fullorönir þegar Bandaríkin fóru í stríðið, innrit- uðúst þeir al'lir í herinn. í annað sinn giftist Taylor, ekkju sem átti fimrn börn, sem fjölguðu tölu fjölskyldunnar upp í 21, og við þá tölu bættust 6 börn sem Taylor átti með seinni konu sinni sem komu tölunni upp í 27. Fyrir nokkrum mánuðum síðan misti Taylor þá konu sína, og er nú giftur lí þriðja sinn ekkju frá Miss. sem átti fjögur börn, sem gjörir tölu barnanna sem Taylor hefir þurft að sjá um og annast 31. Allmörg af þessum börnum eru nú gift og hafa átt börn svo börn, og barna börn Mr. Taylor eru nú, rúmlega hundrað að tölu. Ekki svo ómyndarlegt af manni sem en er ekki sextugur. Nýlega voru fasteignir Henry Astor í New York seldar við opin- bert uppboð, »og iseldust fyrir $ 159075. Mrs.Humphrey Ward, er talin hefir verið ein ágætasta slkáld- kona Breta, var fædd í Hobart, Tasmania, þann 11. dag júnímán. 1851. Faðir hennar var Thomas Arnold, sonur Dr Thomas Arnold Rugby, er nafnkunnur varö af sagnritum sínum, einkum þó Róm- verjasögunni. En föðurbróðir skáldkonunnar var rithöfundur- agæti Malthen Arnold. Mary Augusta Arnold tók að gefa sig við ritstörfum þegar á ungum 8.1 dri og lagði þá mikla stund á spönsk fræði, og eru eftir hana margar ritgerðir um sögu og sið- venjur Spánverja á “Dictionary of Spanish Biography.” n Árið 1872 giftist hún Dr. Hump- hrey Thomas Ward rithöfundi, og frá þeim fiíma ritar hún allar tiækur sínar undir nafninu “Mrs. Humphrey Ward.” Helztu bækur er ihún reit munu vera þessar: “Millie and Ollie,' gefin út 1881. “History of David Grieve,” 1892, og tveimur árum síðar “Marcellla”. Næsta bók hennar “George .Trerady,” var prentuð 1896, og efitir það komu árlega út eftir hana ein'hverjar ritsmíðar. “Helbeck og Bannisdale” birtist á prenti haustið 1898, en leikritið “Eleanor” kojn út aldamótavetur- inn 1900, 'og var sýnt á kounng- iega leikhúsinu í Lundúnum þeg- ar í stað. Árið 1903 kom út “Lady Rose’s Daughter”, en 1905 “The Marriage of William Ashe.’ pað sama ár var einnig prentaður í fyrsta sinn leikurinn “Agatha” og sýndur sömuleiðis á hinu kon- unglega leiikhúsi. — Eftir Mrs. Humphrey Ward liggja einni-g ósköpin öll af ræð- um og ritgjörðum, margt af þvi prentað í blöðum og tímaritum. Mrs. Humphrey Ward átti frumkvæði að ýmsum líknarstofn unum á Bretlandi. Hún var á- kveðinn andstæðingur 'kvennrétt- indamálsins; kvað konifr hafa öðru þarfara að sinna, en vasast í stjórnmálum. veittist hann mjög að Lloyd Ge- orges stjórninni fyrir bruðlun og fvri rhyggju 1 evsi í fjármálum. Fór hann einnig höröum’oröum um afskifti stjórarinnar af heima- stjórnarkröfum Ira, og kvað hið nýja sjálfstjórnarfrumvarp eigi annað vera, en vandræðafálm út í loftið. , Verkfall í kolanámum á Eng- landi hefir vofað yfir að undan- förnu, hafa námamenn krafist hærri launa og breyttra vinnu- skilmála. Vinnuveitendur þar synjuðu framan af að verða við kröfum verkamanna og stjórnin vildi sem allra minst skifta sér af málinu. En samkvæmt fregn- um frá London hinn 26. þ. m., er talið líklegt að verkfallinu muni verða afstýrt, að eirihver sú til- slökun verði gerð af hálfu beggja, er leiða muni til samkomúlags. Stjórnarbylting í Dau- mörku. Danakonungur hefir neytt ráðu- neyti Zahle’s til þess að leggja niður völd Ágreiningur út úr atkvæðagreiðslunni í Flensborg og héruðunum í kring, gefinn að orsök. M. Neergaard falin mynd- un nýs ráðuneytis.— Kaupmannahöfn, 30. marz 1920 Jafnaðarmannaflokkurinn hefir í sambandi við gerbötamenn, kraf- ist þess af konungi að hann setji ráðuneyti það er Zahle hefir veitt for-stöðu -síðan 1913, aftur inn í embætti. Konungur hefir þver- neiitað, en verka-mlannafélögin hótuðu samstundis verkfalli um land ailt. pingið hefir verið kallað saman, konungur skorað á Neegaard að mynda nýja stjórn, en ófrétt um málalok. Alliar aðalgötur borgarinnar voru krökar af fólki síðastliðna nótt, er hrópaði í ákafa “Lengi lifi danska lýðveldið”. Stjórnarmyndun á Islandi. í ræðu, sem Hierbert Asquit fyrverandi yfirráðgafi Breta, flu-tti nýlega í Neðri Málstofunni, Henni% hefir miðar hægfara og hafa ýmsir verið nefndir manna á milli hverjir ilíklegastÍT þættu til að taka við með Jónf Magnús- syni. í da£ tnun hin nýja stjórn loksins hlaupa af stokkunum. Á Pétur Jón-sson frá Gautlöndum að veröa atvinnumálaráðherra, en Magnús Guðmund-sson skrifstofu- stjóri fjármálaráðherra. Him nýýa stjóm mun hafa feng- itt loforð um fylgi 21 þingm. og fjórir aðrir hafa heitið þvi, að bregða ekki fyrir hana fæti.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.