Lögberg - 03.06.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.06.1920, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN S. JÚNÍ 1920. Bls. 3 HELEN MARLOW EFTIE Óþektan höfund. “Að viku liðinin eru jól. Nei, eu livað tímiim líður fljótt. Eg' verð sannarlega að Það var Helen sem talaði þanwijí við Vara vit nú, og kaupa það sem eg þarf í dag.’’ sjálfa sig, þar sem hún sat 'við hallborðið í t.ókahei’berginu og skrifaði niður lista yfir það, sem tiún ætlaði að kaupa til jólanna. IIún var að upplagi mjög örlát, svo þetta varð atliangur listi. Hann náði vfir Monteith fjölskvlduna alta, Nathaliu og hvern og einn einasta af vinnfólkinu. Líka nöfn allra í leikfélaginu, Fred Oaklands og 'frú Douglas. Alt ]>etta fólk hefir reynst mér svo sannir vinir, að eg verð að gefa þeim öllum eitthvað, til að sýna þeim, að eg er ekki eins skeyting- arlaus og snauð af tilfinningum, eins og eg sýnist að vera,”sagði hún og stundi. En til Budolph Armstrong hafði hún enga jólagjöf. “Eg hata hann,” sagði hún, “og* hvers vegna ætti eg að láta eins og mér þætti vænt um hann, þegar mér þykir það ekki? Hann hefir þvingað mig til að heitbindast sér, og eg aúla að endurgjalda það með því, að sýna honnni-*ekki liina minstu vinsemd.” IIún hugsaði um þetta stygg í skapi og stóð upp -tiI þess, áð vfirgefa hehbergi þetta, þegar alt í einu einhver stóð fvrir framan hana með framréttar hendur. *‘Sir f Loriiner Lovel,” lfrópaði hún undrandi. “ Já, það er eg fallega Helen; hélduð þér eg gæti látið vera að koma hingað aftur?” Rödd hans var glögg og spyrjandi, en í augum hans var ástarglampi; hann tók litlu hendurnar hennar, þrýsti þær htýlega og sagði svo: ‘Ó, hve langur mér hefir fundist þessi mánuðnr vera, síðan eg yfirgaf yður, kæra Helen. Eg gat ekki verið kyr, eg varð að ’koma hingað aftur til að réyna að ná gæfu minni. Ó, horfið þér ekki svona ásakandi á mig. Eg veit livað þér hugsið: Gat hann þá ekki fundið eina eða aðra fallega, unga og góða stúlku í sínu eigin landi ? Hvers vegna kemur hann hingað, til að teita sér að konu- efni? Er þetta ekki — það er það, sem þér hugsið með sjálfri ýður?” , “Ó, þér eruð óþolandi,” sagði hún, sem T:ú var dálítið farin að jafna sig eftir þessj óvæntu viðbrigði. Hún ibrosti ofurlítið ang- urvær. “Gefið mér nú verðlaun mín, ungfrú Hel- en. Lofið mér því, að þér viljið giftast mér, og eg skat bíða eftir yður, þangað til yður er farið að þykja vænt um mig.” Hann fann tit mikillar meðaumkvunar með hinum drenglundaða, hreinskilna unga barún, cn hún gat að eins svarað: “Sú stúlka sem giftist yður, Sir Lorimer, verður sannarlega öfundsverð kona, en slíkt lán fellur aldrei í minn hlut.” “Ó, Helen gefið þér mér ofurlitla von til að tifa við. Eg skal vera mjög þolinmóður; eg skat bíða lengi”. “En vitið þér ekki? Hafið þér ekki 'lesið það í blöðunum?” greip hún fram í fyrir honum. “Lesið í blöðunum? Nei því meðan eg dvatdi í Englandi, varð eg að verja öllum tím- anum saman við lögfróða menn, en undir eins og þeir voru búnir að koma fjármálum mín- um í rétt horf, varð eg óþolinmóður og flýtti mér aftur til New York. Hvað er það, sem eg ætti að vita, ungfrú Helen?” *‘Að eg á að gifta mig,” stamaði hún. “Þér ætlið að gifta yður?” stundi ungi maðurinn upp og liné_ niður á stól; liann gat ekki sagt eitt einasta orð. Ó, hvað hún fténdi í brjóst um hann. t Hún vissi sjálf live kveljandi það var að etska, og vera ekki endurelskuð. Hann var orðin mjög fölur, og ánægjan, sem áður skein í augum hans, hafði breyst í örvilnan. En hún gat enga von gefið honum; hún hélt jafnvel, að það væri betra að dýpka hjarta sár hans, með því að láta hann vita hið versta, með því móti mundi sorginni, ef til vill, létta fyr af honum. Þess vegna sagði hún alúðlega: “Mér þykir leitt að þér skylduð ekki vita þetta, áður en þér komuð. Það átti sér stað litlu eftir að þér voruð farinn héðan — eg á við heitbilnding mína. Það er Rudotph — Annstrong- sem eg á að giftast. Hann — hann — hefir sókst eftir mér — um langan tíma. Nu mundi hann að hún hafði sagt honum, að hún elskaði annan en vonlaust. “Svo ást yðar var samt sem áður endur- goldin?” sagði hann í hryggum róm, og lmn nedtaði því ekki. Látum fóllíið álíta að hún sé ánægð, ef það vill það; það væri fullnæging fyrir mikillæti hennar að nokkru lgyti. Hann reyndi að herða upp kjark sinn og sagfði: “Eg get ekki annað en öfundað keppinaut minn, en vðar vegna, ungfrú Helen, skal eg reyna að liata liann ekki, yður óska eg af ein- tægni hinnar stærstu og beztu gæfu lífsins.” “Eg er yður þakklát,” svaraði liún, því hún mat í rauninni mikils hans góðu ósk. Hann furðaði sig á því, að í róm hennar duldist ein- hver sorg, og andlit liennar var tionum líka gáta; ]>að bar engan ánægjusvip, eins og það ætti að gera. Hún hafði nú náð lionum, sem hún elskaði með leynd. “Eg er yður þakklát,” endurtók hún með svo blíðri rödd, að hún líktist mest angurvær- um hljóðfærasaung og* bætti svo við: “Eg vona og lield að þér yfirvinnið bráð- lega þessi vonbrigði. Það eru svo margar aðrar stúlkur, sem geta. hjálpað vður til að gieyrna mér.” Og nú dró hún stólinn sinn fast að hans og sagði innilega vingjarnleg: “ \'ið skulum liætta við þetta, og tala \ vingjarnlega saman um (eitthvað annað. Því við munum altaf vera góðir vinir. Eignm \ ið ekki að vera það ? Nú ætla eg fvrst að segja yður frá ininni móðurjegu velgerðavinu, frú Monteith'. Yður mun hryggja það að tieyra, að lijartveik'i hennar fer versnandi. • í meira en viku hefir hún verið neydd til að halda sér við rúmið. Þó við vonum hins hezta, hræðumst við ]>ó komu hins versta.” Ilann leit út fyrir að vera hreinskilnis- lega hryggur yfir þessu og* sagði það líka; . hann þekti frú Monteith vel frá dvöl sinni við Ieikhúsið. Helen þurkaði tár af augum sínum, sem komið hafði í ljós, og sagði enn fremur: “Munið þér eftir liinni fallegu Nathaliu okkar?” “Já auðvitað, eg* hefi oft furðað mig yfir því, að þér skvlduð óska þess, að eg elskaði hana í stað yðar.. Við hvað áttuð þér með þessu, kæra Helen?” “Eg gat ekki fengið mig til að ljósta upp leyndarmáli ungrar stúlku, 'kæri Sir, en okkar á milli get eg nú sagt þér frá því, eg hétt mig* lrafa séð, að hin fagra Nathalia elskaði vður. En nú er úti um það.” “Úti um það? Svona fljótt?” sagði hann, eins og* honum mislíkaði að þetta gæti verið satt. . “Já, úti um alt,” svaraði Helen í trúnaði “Hún hefir nú fundið annan, sem henni þykir vænt unr — hann er svo mennilegur og falleg- ur. Þér hafið máske heyrf minst á hann — hinn inikla söngvara Fred Oakland.” “Fred Oakland, hann sem héfir samið leikinn Rósadrotningin”. Eg hélt hann væri erlendis,” sagði barúninn undrandi. Hún teit á hann undrandi augum. “Hann kom hingað fyrir fáum vikum srð- an,” sagði hún skjálfrödduð — “en ekki vissi eg að hann var var — höfundur leiksins, sem eg hefi aðalhlutverkið í.” “Ó, ó, nú hefi eg slept kettinum úr pok- anum; en það er of seint að iðrast. Já, Mont eitlr keypti leikritið af honum í Evrópu. Hann krafoist þess, að nafni höfundarins skytdi lialdið leyndu —* .hvers vegna, veit eg ekki. Góða mín, segið lronuin ekki að eg* hafi komið upp um hann.” “Nei eg skal ekki segja honum það,” svaraði trún, og blóðið streymdi fram í kinnar hennar, sem áður voru svo fölar. Svo sagði hún: “Þér þekkið þá Fred Oakland?” “Já, heldur vel. Eg lrefi fundið hann að minsta kost fimtíu sinnunr erlendis. Og þér segið að Nathalia hafi veitt lrann? Já, þá hefir hún sannarlega verið heppin.” .“Langar yður til að sjá hann. Hann er nú í samkomusalnum ásamt Nathaliu.” Það var eins og liann lrefði gleymt von- brigðunum, sem hann hafði orðið fvrir í ann- að sinn, af því Helen liafði leitt lruga hans inn á aðra braut, og fór með henni í samkomu- salinn, þar sem Oakland og-Nathalia voru að æfa sig í rrýjunr logum, jer hann lrafði komið nieð. Srðan frú Monteith var nejrdd tit að dvelja r herbergjum sínum, var Helen flesturn stundum hjá henni, og Fred og Nathalia Jiöfðu liafði svo mikið tækifæri til að vera saman með áfornr sín, að ]rað var hér um bil úti um upp- gerðar *á^tfirlelk þeirra, ])eg*ar Helen var ekki í nánd, til þess að gremjast yfir honum. “Eg* er orðin ])reytt af þessu, eruð þér það okki líka, Natlralia?” hafði hann einnritt þenna dag* sagt við hana hreinskilnislega með hryggum svip. “Okkur hefir ekki heppn- ast þetta; hefir okkur? Hún er of þóttafull til að skeyta unr það.” “Já, það lítur svo út, að hún taki ekki neitt tillit til okkar,” svaraði unga stúlkan með vonbrigðum. Helen hefði glaðst yfir þessum orðunt ef lrún hefði heyrt þaú, og skil- ið, hve vel henni tókst að villa þeim sjónir. Hú!n ;gja,t kvalislt, hjarta hennar mátti springa, en leyndarmál þetta ætlaði húir að taka með sér í gröfina, með þóttafullu brosi og meiningarlausum hlátur tit enda. Upþlitsdjörf, beinvaxin og með sér með- vitandi fegurð, gekk hún inn í samkomusalinn með Sir Lorimer á hælum sínum. “Ó, Nathalia, liér er gamall og góður vinur; en máske þú hafir gleymt honum,” sagði hún með dálítið ásakandi róm; sem átti að benda á hverfulleik hennar í ástamálum. Oakland sat við pianoið, og Nathalia stóð við lilið hans og ætlaði að fara að snúa við nýju nótnablaði. Hún snéri sér skjótlega við, þegar hún heyrði orð Helenar, og hin geislandi augu hennar mættu bláu og spvrjandi augum unga Englendingsins. Eitt augha’blik fanst henni herbergið snúast í kring, og Oakland furðaði sig á því, lrvers vegna luin greip í handle^g lians með skjálfandi hendi. Sir Lorimer tók ekki eftir öðru en hreyf- ingum hennar, þegar hún greip í handlegg söngvarans, og liann skildi það sem merki imi vináttu hennar og innileik; þegar hann tók hendi hennar brosti liann við henni, eins og hann vildi segja, -að hann þekti leyndarmál lrennar. Nú hoilsaði Fred Oakland Sir Jjoifimer eins og gömtum vin, og* þessi fjögur virtust brátt vera sem góðir vinir sín á milli. Eng- an grunaði að þetta væri í rauninni sjónleikúr. Ungi barúninn kunni illa við að ást Nat- haliu til sín skyldi hverfa svo fljótt. Hann gaf henni nákvæmar ^gætur, og lionum fanst, að hairn lrefði ekki áður veitt því eftirtekt, hve fögur og aðlaðandi ]>essi unga, kolbrúna söng- ineyja vár. “ Þetta er afleiðingin af gæfuríkri ást,” liugsaði hann, þegar hann sá livernig húu og Oakland umgengust hvort annað, og hann fann nú enn þá sárar en áður til þess, að Helen hafði neitað honum. A einn eða annan liátt gat lrann koinið því svo fyrir, að Natlralia fór* með honum yfir í hinn enda langa salsins, til að sýna" honum nokkur listaverk. Þannig* urðu því Helen og Oakland ein út af fyrir sig. Hann snéri sér nú rösklega að henni og* sagði: “Eg fer héðan eftir jólin til New Eng- lands, til þess að heimsækja rrokkura ættingja á ýmsum stöðum þar; get eg* gert nokkuð fvr- ir vður í Nortlr Milford, gamla heimilinu yðár?” v ----------o--------- öO. Kapítuli. “Get eg gert nokkuð fyrir yður í North Milforcf, gamla heimilinu yðar?” endurtók Oakland alúðlega. Helen hrökk við og roðnaði. Hún nmndi svo glögt eftir gamla heimilinu og gömJu dögunum, þegar hugur lrennar var svo glaður og án sorgar, þrátt fyrir erviða vinnu. og fátækt. Nú var hún rrk og nafnfræg, en nú bjó sorg í huga hennar, sem hrrn þá þekti ekki. Þegar hún hugsaði um glöðu félagssystur sín- ar, verkstæðisstúlkuitnar, furðaði ,hún sig a þvr, hvaða forlögum þær hefðu orðið fyrir, og ’ datt í lrug* lrve undarlega hennar lífsferill hafði skilið við þeirra, og sameinast liinum rnikla heimi, sem hafði veitt henni svo afar— mikið lrrós, að hún liafði' hlotið nafnfrægð beggja megin hafsins. Henni kom nú til hugar góða konan í gamla húsinu, þar sem lnin hafði skilið eftir gamalt koffort, með gömlum, gnlum skjölum og bréfunr, ásamt fataböggul frá bernskuár- um sínunr. Hún lrafði lofað að Seirda eftir þvr öllu, en aldrei komið það til liugar fyr en nú. Henni datt nú i hug, að lrún gæti beðið Oakland að taka þessa muni fvrir sig og koma með þá. Frú Johnson var búin að geyina þá svo lengi fyrir hana; nú gat hún liaft tíma til að le§a innihald þessara gömlu skjala og bréfa. “Ivomið þér til North Milford?” spurði hún róleg en Irrökk við, þegar lrún hugsaði um hina fyrstu samfundi þeirra þar. Hann horfði á hin hálflokuðu augu henn- ar og kinnarnar rjóðu, þegar hann svaraði: “Frændur mínir búa í næsta bænum, og mig* langar svo mikið að heimsækja aftur Nm*th Milford, sökum gamalla endurminninga”. Uún gat ekki dulið það að hún skildi hann en lrún sat þögul og óskaði þess, að hann vildi litífa henni við gönrlum og kveljandi endur- minningum. En lrann sáf-ði enn fremur: “Eg skat aldrei gleyma því, með hve miklum kjark og dugnaði þér frelsuðuð líf mitt þar eitt sinn, Helen, í miðju hins sterka straunrs, og eg ætla að ganga til lriírs sama staðar, og endur- kalla í huga minn þann viðburð.” “MinnisY þér ekki á þetta,” sagði hún með kvalafullri rödd. “Það sem eg gerði ])á, voru að eins smámunir; ó, hve mikið lraf- ið þér ekki gert fyrir mig síðan. Hve eðal- lyndur og göfugur vinur þér hafið verið mér, meðan eg — get aldrei — borgað vður aftur — þessa skuld mma til yðar.” . “Hugsið þér aldrei oftar um þetta,” sagði lrann og reyndi að vera rólegur, því það var ekki ætlun haus/að lrún skytdi sjá geðs- hræringuna , sem hafði gripið hann. Hann bætti við og reyndi að brosa: “Ef þér viljið senda einhverjum af vðar gömtu vinunr einhver boð — ef það er nokkuð, sem eg get gert fyrir vður, gerið þá svo vel að nota tilhoð mitt. Mér skal vera sönn ánægja að gera yður greiða.” Hún fahn að þetta nrundi vera þannig. Hann hafði altaf framkvæmt ýms erindi fyr- ir hana. Verið henni greiðagjarn vinur. Það’ var eins og þau væru sköpuð hvort fyrir annað en forlögin höfðu 'aðskilið hjörtu þeirra með óskiljanlegri grimd: Hún var viss um að lrann gæti og vildi fram- kvæma starf það, sem liúií fól honum á hendur hjá ekkjufrú Johnson; hún ætlaði að biðja hann fyrir bréf til hennar, og liann gæti sent koffortið. “Eg býst við sagði lrún-seinna, “að þetta sé lítils eða einkis virði, en mig langar til að lesa gömlu bréfin og geýma fatnaðinn, senr eg var klædd í, þegar eg var ofnrlítil mús. Um koffortið skeyti eg ekki hið minsta. Eg held það sé bezt hún búi rrnr fatnaðinn og bréfin í bögli, og svo eruð þér svo góðrrr, vona eg, að taka það með yður r koffortið yðar.” Honuni þótti vænt rrm að geta gert. lienni greiða, og lofaði að gera það, #sem hún bað um. Helen Itugsaði jafnfranrt um hinar stórrr gjafir, sem hún ættaði að senda þessari góðu ekkju og hinni gönrlu félagssvstur sinni, Bertie Parker, lrinni fjörugu, dökkliærðu, * ungn stúlku. “Við förunr frá New York fvrstu vikuna Ujanúar, skat eg segja vður, til að leika þrjú kvöld í Philadelphia; þaðan förum við til Chieago. Við komum ekki aftur fyr en í endan á marz. Þér vitjið þá rnáske gera svo vel og geyma þessa smámuni fyrir mig, þang- að til að eg kem aftur.” “Eg skal koma aftui^m New York, áður en þér farið héðan,” sagði liann ákveðinn, og nreð duldri sorg hugsaði hún, að það v^eri sökum Nathaliu, að liann vildi koma svo brátt aftur. Þegar Sir Lorimer og* Nathalia komu aft- Hugsið yður annað eins! Vér greiðum mönnum og konum hátt kaup, pjeðan verið er að læra hjá oss Rakaraiðn. Tekur að eins fáar vikur að verða fullnuma; góðar stöður bíða yðar, með $25 til $50 um vikuna, að loknu námi, og auk þess getum vér hjálpað yður a stofna og starfrækja atvinnuveg fyrir eigin reikning. — Mörg hundr- uð íslenzkra karla og kvenna hafa lært Rakaraiðn á skóla vorum og stjórna nú upp á eigin ábyrgð Rakarastofum og Pool Rooms. — Slítið yður eigi út á þrældómsstriti alla æfina. Lærið Rakaraiðn hjá oss og myndið yður sjálfstæða atvinnu. Skrifið eftir vorri ókeypis verðskrá. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED Aðalskrifst.: 626 Main Str., Winnipeg (hjá Starland leikhúsi) Barber Gollege, 220 Pacific Avenue, Winnipeg. trtibú: — Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary. » ll/* .. 1 • v* timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tcgundum, geirettur og au- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ■ ■■ Limitad —— 1 1 ... HENRY AVE. EAST - WINNIPEG Allar . Allar tegundir af tegundir af KOLUM EMPIRE COAL COMPANY Ltd. Tals. Garry 238 og 239 Automobile og Gas Tractor Sérfræðiuga verður meiri iþörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hvl ekki að búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Traetor vinnu. Allar tegundir véla — L 'head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder vólar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvar þér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcanizing verksmiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—ailir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT M0T0R SCH00L, Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. iu* til þeirra, voru þau farin a5 tala urrr leik- tiúsmálefni, og hann sagði Helenu frá tilboÖi, ~er hann trefði fengið, nefnilega að vera með á trringferð þess félags, sem ungfrú Clotse Graydon ynni hjá, og hefði áformað að gera. “Hafið þér þegið tilboðið?” spurði hún með titrandi vörum. “Nei, alls ekki,” sagði trann hlæjandi og bætti svo við með lægri róm: “Húrr Írefir tvisvar sjfinnm gert mig reiðan, og eg get ald- rei fyrirgefið lrennr það.” Hún vissi við livað hann átti, og aftur kom sterkur roði fram r kinnar hennar. Ó, hve göfugri ást hún hafði hrint frá sér, og live sárt hún varð nú að þjást fyrir það. Brátt komu nrr fleiri í heimsóknar skyni, að mestu leyti me^'limir leikMagsins, og, þegar allir voru farnir, sá Helen, að það var cí' seint að kaupa jólagjafir þenna dag. “Við skulrrm fara út árla dags á morgnn, Nathalia”, sagði hún við vinstúlku sína. “Getrrr þú ekki látið það bíða þarrgað til eftir hádegið? Eg hefr lofað að vera með 'öðrunr fyrri liluta dagsins,” sagði lrin fagra kolbrún og roðnaði. “Eg vil ekki fresta því, en eg get farið alein,” svaraði Helen í styttingi og gekk upp á loft til herbergis síns. Hún var r als eng- um efa rrm, að Natlralia hefði lofað að mæta Oakland. Hún reyndi ekki að lrata Nathatiu, en hún gat ekki varrst því að öfunda hann af liihnm göfuga kærasta hennar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.