Lögberg - 03.06.1920, Blaðsíða 4
Blé. 4
LOGB&RG, FIMTUH'AGINN 3. JÚNÍ 1920.
St. George kjördæmið.
i.
I því kjördæmi bjóða sig fram tveir íslend-
ingar til fylkisþings við næstu kosningar:
þingmaðurinn sem þar hefir verið, herra
Skúli Sigfússon, og séra Albert Kristjánsson,
Únítara- og lýðkirkju- prestur og bóndi.
Síðan að vér heyrðum um það framboð og
þá útnefningu prestsins, þá liöfuyi vér verið að
hugsa um, hvernig að á því stæði. Verið að
hugsa um, hvaða ástæða væri til þess fyrir ls-
lendinga í St. George kjördæminu að snúa bak-
inu við sínum fyrra.þingmanni.
Skúli Sigíusson er einn af frumbyggjum
bygðarinnar. Hann hefir borið hita og þunga
dagsins með bygðarmönnum þar frá því að
bygðin var í bernsku og fram á þennan dag, og
hefir ávalt komið fram sem nýtur og ábyggileg-
ur borgari í öllum greinum. Enda sýndu bygð-
armenu við síðustu kosningar, að þeir báru ein-
dregið traust til hans.
Hvað hefir nú komið fyrir svo alvarlegt, að
bygðarmenn þurfi að snúa baki við Skúla'?
Hefir framkoina hans á þingi verið bygð-
armönnum til vansæmdar?
fjða hefir hann ekki fylgt sómasamlega
fram áhugamálum kjördæmisins ?
Hvað framkomu Skúla á þingi snertir, þá
liefir hann komið þar fram með festu og einurð
svo að álit hans hefir stórum vaxið hjá sam-
verkamönnum hans og þeim, sem ganm hafa
gefið að framkomu hans.
En um áhugamál hins víðáttumikla kjör-
dæmis hans vita allir héraðsmenn, sem opin
hafa augun og vilja vita tiið sanna.
Skúli hefir verið boðinn og búinn að fyJgja
fram hverju ðinasta máli, sem kjördæminu var
til heilla og sanngirni var um að biðja, og á
cllra manna vitorði er það, eða ætti að vera, að
aldrei í .sögu þeirrar bygðar eða innan þess kjör-
dæmis hafa aðrar eins framkvæmdir átt sér
stað eins og síðan Norrisstjórnin kom til valda
og Skiíli Sigfússon var sendur á þing til þess
að annast um velferðarmál kjördæmisins.
Og vér héldum, að það væri einmitt til þess
sem menn væru sendir á þing—að vinna að
framförum og farsæTd ntannfélags þess, sem
trúir þeim fyrir málum sínum.
Og Jtað er einmitt þetta, sem Skúli hefir
gert, en samt er einhver hluti af löndum vorum
í St. George kjördæminu, sem ekki vilja hafa
hann áfram.
Ekki getur það verið sökum ótrúmensku,
ónytjungsskapar eða vanræksln á skylduverk-
um, að þeir vilja koina Skúla fyrir kattarnef, né
heldur eiga þeir von á, að kjördæmið græði á
skiftunum, því með allri virðingu fyrir mót-
stöðumanni Skúla, þá dettur oss ekki í hug að
hann skilji betur þarfir kjósendanna í St.
(Jeorge en Skúli gerir, og því síður að hann hafi
meiri tök á að hrinda þeim í framkvæmd en
Skúli.
Oss er sagt í opinberu blaði, að Skúla hafi
verið boðið af mönnum þeim, hem standa á bak
við útnefningu séra Alberts Kristjánssonar, að
þeir skyldu draga þingmannsefni sitt til baka
með því móti, að Skúli afneitaði Xorrisstjórn-
inni og sliti sambandi sínu við hana—stjórninni,
sem meira hefir látið gera til framkvæmda í St.
George kjördæminu heldur en nokkur önnur
stjórn, sem setið hefir að völdum í Manitoba.
Ekki átti Skúli samt að gerast liðhlaupi
sökuin framkvæmdarleysis stjórnarinnar í fylk-
ismálum, því allir, sem með sanngirni tala um
þau mál, viðurkenna, að stjórnin hafi verið
framtakssöm og mikilvirk. %
II.
Fyrsta, og þá Jíka sterkasta ástæðan fyrir
þessu nýja framboði í blaðinu, sem aðallega
stendur á bak við séra Albert, er, að hann sé
ræðumaður mikill og að kveða muni að lionum á
þingi-
Sjálfsagt eru þeir hæfileikar mikils virði,
þegar þeim fylgja Jieir aðrir eiginleikar og á-
stæður, sem nauðsynlegar eru til þess að mað-
urinn geti komið því í framkvæmd, sem honum
er áhugamál.
En mælskan ein, orðin tóm, eru fremur Jétt
á metaskálunum.
Séra Albert hefir talað um langt skeið til
Únítara, bæði á Gimli og að Otto, en ekki virð-
ast ræðurnar hafa náð þar tiladluðum notum—
inælskan ekki revnst enhlít á því svæði fremur
en annars staðar.
Oss dettur ekki í liug að revna að draga úr
mælsku-áhrifum séra Alberts Kristjánssonar—
dettur ekki í hug að Væra á móti því, að hann
geti taJað meira en Skúlj.
En vér vildum benda á, að Skúli hefir
framkvæmdirnar, verkin, sér til málsbóta, og
J)a*tti oss ekki ólíklegt, að þau væru eins affara-
sæl til uppbyggingar kjördæminu, eins og lang-
ar og oft óþarfar þingræður.
Arið 1916 veitti Norrisstjórnin $24,368.59
til vegagerða í St. George kjördæminu, og er
ekki ósanngjarnt að halda, að Skúli Sigfússon
hafi átt sinn þátt í að þetta fé var veitt og líka í
J)ví að sjá um, að peningum þeim væri trúlega
varið til þeirra frgmkvæmda, sem þeir voru
ætlaðir.
Arið 1917 voru $26,104.38 veittir af Norris-
stjórninni til vegabóta í kjördæminu.
Arið 1918 veitti stjórnin $24,851.81 og árið
1919 veitti hún $43,399.82 til þess að bæta og
byggja vegi innan þessa kjördæmis, og vér vilj-
um benda íslenzkum kjósendum í St. George á
að Norrisstjórnin og þingmaður þeirra, Skúli
Sigfússon, liefir litið eftir hag kjósendanna í Sf.
George á-01111111 svæðum á sama hátt og gjört
Jiefir verið að því er vegabætur snertir.
III.
Önnur ástæðan, sem gefin er í þessu sama
ldaði fyrir framboði séra Alberts Krist-
jánssonar, er, að Skúli liafi ekki viljað snúa
baki við Norrisstjórninni — stjórninni, sem nýt-
ust og duglegust hefir verið allra stjórna, er
setið hafa að völdum í Manitoba fjdki og meira
hefir gert til þess að efla framför í hans eigin
kjördæmi en allar fylkisstjórnirnar til samans,
sem á undan lienni hafa verið. '
Þessi kostur manna þeirra, sem nú styðja
séra AJbert til kosninga, var náttúrlega óað-
gengilegur fyrir Skúla — hlýtur að vera óað-
gengilegur fvrir hvem einasta sjálfstæðan
mann, því með slíku lagi á þingmaðurinn ekki
að vera málsvari kjósenda sinna á þingi eftir
beztu vitund og dómgreind sjálfs sín, heldur
þrælbundinn málsvari þess eða þeirra, sem
mestu ráða í þeim flokki eða félagi sem útnefnir
hann, og svo er hrópað á strætum og gatna-
mótum, að slíkir menn séu málsvarar fól’ksins!
Hver mundi geta láð Skúla Sigfússyni þó
hann léti ekki ginnst til að dansa eftir liljóð-
pípu Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar í Win-
nipeg og þeirra manna, sem básúna stjórnmála-
kenningar hans út á meðal fólksins.
En eftir því sem skilríkir menn úr kjör-
dæminu segja oss, þá er það ekki óánægja með
framkomu og ráðdeild Norrisstjórnarinnar,
sem er brennipunktnrinn í þessari mótstöðu á
móti stjórninni, Jieldur að leiðandi mennirnir í
henni og í stjórnarflokknum veittu lierskyklu-
Jógunum frá 1917 fylgi sitt.
Vér getum ekki rannsakað hjörtu og nýru
landa vorra, sem svona hugsa, en lítt skiljan-
legur er slíkur hugsunarháttur oss.
Því fyrst og fremst voru þessir menn al-
frjálsir að því að veita þessu eða hverju öðru
máli, sem þá og þjóð þeirra snerti, á þann hátt
sem þeim sjáJfum þótti bezt við eiga.
Og þeim Jiótti bezt við eiga, þegar lier sam-
bandsmanna var í dauðans hættu .staddur og
málefni J)að hið víðtæka, sem- liarist var fyrir,
sýndist ætla að verða yfirgangsfullum • harð-
stjórum að firáð, að Játa alt víkja fvrir því eina
að vinna stríðið og verrnla freísi og sjálfstæði
lands vors og þjóðar, hvað sem það kostaði og
hvað sein hver segði.
()g )>að er jiá fyrir þessa framkoinu þess-
ara manna og annara merkra borgara jíessa
lands frá Jiafi til hafs, að liópur íslenzkra borg-
ara, með Albert prest Ivristjánsson og Sigurð
JúJíus Jóhannesson i broddi fylkingar, sem
sjálfir hafa Jagt af hoJlustueið og kalla sig
brezka borgara, kveða upp pólitiskan dauða-
dóm yfir Norrisstjórninni og öllum þeim sem
henni fvlgja að málum.
Hvað skyldu þeir verða margir, íslenzku
Jijósendurnir í StsGeorge, sem láta leiðast út á
slíka glapstigu?
--------o-------
Hið sameiginlega iðnaðarráð.
f fyrra revndi Norrisstjórnin að koma
að löggjöf um málamiðlun milli verkveitenda og
verkamanna, eftir ítrekaðar umJeitanir hjá báð-
um málspörtnm. Þá voru lög samin'hér að lút-
andi, er að Jíti'Jli framkvæmd urðu, með því að
fulltrúar verkamanna fengust ekki.íil að beita
henni fyrir sig, þó mjög tjáist stjórnin hafa til
þeirra vandað með rannsókn þeirra atgerða og
tilrauna, sem í því efni liafi gerðar verið víðs-
vegar um heiminn. Og eftir að tilraunir stjórn-
arinnar um friðargerð í iðnaðardeilum mis-
tækjust, hélt hún áfraim að reyna að finna því
vandasama efni nokkura úrlausn. Af þeim til-
raunum eru sprottin lögin um iðnaðarhagi, gerð
á síðasta þingi, eða réttarg sagt viðauki og
breyting á hinum fyrri lögunum, frá árinu á
undan, og samkvæmt þeim var stofnsett hin
Sameinaða Iðnaðarnefnd, með ráði og hlutdeild
hvoratveggja, vinnuveitenda og verkamanna-
fulltrúa. Með lögunum er nefndinni veitt vald
og verkasvið, sem sjá má af eftirfarandi ágripi
af umboðsskrá hennar:
“Fimm skulu vera í nefnd þessari, tveir
iulltrúar af hálfu vinnuveitenda, tveir af verka-
manna hálfu, hinn fimta kýs stjórnin fyrir fylk-
isins liönd, og skal sá vera formáðnr hennar.
‘*Til rannsókna skal nefndin hafa sama
rétt og dómari. JHvenær sem nefndinni þykir
Jíklegt, að iðnaðardeila sé í aðsigi eða hefir á-
staiðu til að ætla, að slík standi yfir, þá hefir
luín vald til að rannsaka það efni og gera um
skýrslm Oftlega mun slík rannsókn koma í veg
fyrir verkföll og í hvert sinn mun almenningur
fá skynsamlega vitileskju um hvað tilefni sé
til miskliðar.
Svo er ráð fyrir gert í lögunum, að nefnd-
in liafi allajafna eftirlit með verði lífánauð-
synja og skýri frá þvrí. Slíkar skýrslur munu
sýna almenningi hvort kauphækkunar sé þörf
og kröfur þar um sanngjarnar eða ekki. Néfnd-
iri hefir vald til að rýna eftir framleiðsluverði
hverrár nauðsynjavöru sem er og sannvirði
hverrar vinnu sem er og birta skýrslu þar um.
Ef sú rannsókn er grandgæfileg og stöðug, mun
hún leiða í ljós, hverjir draga sér óhæfilegan á-
bata, svo og hindra slíkan fjárdrátt (profiteer-
ing); jafnframt mun þetta draga úr óróa með-
al fólks og sýna að yfirvöldin eru vakandi og
hafa aðgæzlu á hagsmunum almennings. Enn
fremur á nefndin að liafa auga á og gefa skýrslu
um þá, sem líklegir :séu til að verða vinnulausir
og hverjir enga atvinnu hafi, svo ráðstafanir
verði gerðar þar að lútandi, svo og á húsnæðis-
leysi og því hversu viðvíki um afkomu heimila
til frambúðar með því kaupi, som nú gerist.
Þá hefir nefndin vald til að aðgæta og
skýra frá ef vinnuveitendur draga sér ósann-
gjarnan ábata, einn eður fleiri í félagi, með því
að klípa af kaupi verkamanna sinna. Með þessu
á að vera loku skotið fyrir þrælatök á verka-
mönnum og liafa hönd í bagga með þeim vinnu-
veitendum, sem hafa hvorki lært neitt né gleymt
neinu á undanförnum reynslutíma.
Nefndinni er heimilt að taka upp og halda til
laga með fjárstyrk málstað hvers verkamanns,
e -'mætt hefir kúgun eða ósanngjarnri meðferð
og liðsinna honum til að fá hlut sinn réttan fyr-
ir dómi. Enn fremur má hún kæra hvern sem
brýtur nokkurt lagaboð viðvíkjandi vinnuveit-
endum og verkamönnum eða almenningi og
halda þeirri kæru til laga.
^ Þ$ð er enn eitt, sem nefnd þessari eða iðn-
aðarráði er ætlað vald til: að leggja fyrir
stjórnina tillögur til laga eða ráðstafana. er
leiða til aukinnar atvinnu eða rýmkunar á at-
vinnu og fyrirbyggingar atvinnuleysis.
Það er enn í lögum þessum, sem sett var á
síðasta þingi, að verkamenn og vinnuveitendur
hafa heimild til að gera samninga, hver samtök
þeirra við önnur eða fulltniar útnefndir af sam-
tökum þeirra, eða hver einstakur út af fyrir sig,
eða það sem nefnt er “colleetive bargaining” á
hérJendu máli.
Þessi nefnd er svo skipuð, að allir mega vel ,
við una. Tilgangurinn er auðsjáanlega góður
og jafnvel nauðsynlegur, að ekki þarf um að
tala. Báðum aðilum í sjálfsvald sett að koma í
veg fyrir verkföll og þann usla, er hvorum-
tveggja og þjóðfélaginu í heild sinni stafar af
þeim.
--------o--------
Glíman í Voröld.
Grein sú, sem birtist í Voröld 28. maí, með
fyrirsögn: “Landinn glímir”, kemur mér ein-
kennilega fyrir sjónir, og eg get ekki leitt hjá
mér að gjöra dálitla athugasemd við hana.
ÍYrst er þar sagt, að Skúli Sigfússon sé ekki
liberal, og eftir þeirri sögn fylgi ekki þeim
flokki. Þetta mun vera stórkostlegur misskiln-
ingur, því sé nokkur sannur liberal, þá er Skúli
það.
Svo er annað: Voröld hefir frá upphafi
lýst því yfir, að hún sé bændablað og vilji og
skuli taka þeirra málstað til þess síðasta.. Nú
vita allir, að Skúli Sigfússon er bóndi, og hefir
á síðasta kjörtímabili sýnt það með framkomu
sinni, að hann er bændum hlyntur og trúr flokki
sínum á sama tíma.
“Það er viðurkent í VoraJdar-greininni, að
Skúli sé “drengur góður”, og get eg ekki ver-
ið greinarhöfundinum neitt þakklátur fyrir
þann vitnisburð, því það vita allir.
En hví er nú ráðist á Skúla, sem hefir sýnt
með framkomu sinni þessi ár, sem hann hefir
verið þingmaður, að enginn hefir hlynt meira
að kjördamn sínu en hann, og komið þar ótrú-
Jega miklu í verk á þeim erviðu tímum, sem
liafa staðið yfir.
Eg get því með engu inóti skilið, hvað hér
er átt við, þar sem enginn getur annað sagt en
að Skúli hafi reynst svo vel kjósendum sínum
sem frekast var liægt að vonast eftir.
Þeir sem eru réttsýnir, hljóta að viður-
kenna þetta. Hví fer nú séra Albert að sækja á
móti manni, er svo prýðis vel hefir reynst
kjördæminu! Er það ekki til þess að veikja þá
svo báða, að hvorugur nái kosningu? Þetta
hlýtur séra Albert að sjá; því undir öllum
kringumstæðum hefir Skúli yfirhöndina, það
veit eg með sanni.
Hvað þýðir þá þessi “glíma” annað en að
standa í vegi fyrir velferð og þörfum kjördæm-
isins ? Af því eg veit að séra Albert er rétt-
sýnn og góður drengur, þá vona eg að hann
sjái þetta í tíma og dragi umsókn sína til baka,
því með slíku gjörir hann kjördæminu gagn, og
vinnur sjálfum sér vinsæld og virðingu.
Þar eð eg fór að gjöra nokkra athugasemd
við þessa “glímu”-grein, þá vil eg leyfa mér
að segja, að við, kjósendur í St. George kjör-
dæmi, karlar og konur, getum ekki án góðrar
meðvitundar annað en greitt Skúla Sigfússyni
atkvæði okkar, manninum, sem er búinn að
vinna svo mikið fyrir okkur og á eftir að vinna
meira. Eg, sem þekki Skúla vel, treysti engum
fremur en honum til koma í framkvæmd áhuga-
málum vorum og gæta hagsmuna vorra innan
og utan þings.
Kjósandi í St. George.
Fréttabréf.
Prince Rupert, B. C.,
20. maí 1920.
Herra ritstjóri!
Eg lofaði þér að senda þér fáein-
ar línur, þegar eg væri kominn
vestur. En eg held, að það taki
meiri ritara en mig, að skýra frá
öllu, sem hér fer fram. Ferðin
gekk vel, nema við vorum 12 kl.-
stundir á eftir áætlun. Mér leizt
vel á mig í Saskatoon og Edmon-
ton; eru þeir fallegir bæir og
blómlegar sveitir í kring um þá.
pegar við komum upp að fjöllun-
um var fagurt að líta þau himinhá
og klædd snjóhvítri ábreiðu ofan
í miðjar hlíðar. Mjög lítið af landi
sá eg á leiðinni i gegn um fjöllin,
sem eg hefði viljað þiggja gefins,
og er alt líkast því, sem eg hefi
heyrt getið um ódáðahraun á ís-
landi.
Brautin er voðalega slæm viða í
fjöllunum og fer lestin stundum
uxagang. Við vorum 3 daga og 4
nætur til Prince Rupert og vorum
mjög fegnir þegar ferðin tók loks
enda.
Hér er tekið vel á móti manni,
en betra er að hafa skildinga í
skjóðunni, því án þeirra þykir ná-
unganum ekki eins vænt um þig.
Fyrsta daginn gekk eg mig upp að
knjám til þess að sjá bæinn og
alla hans dýrð. Sá bátana lenda
með áttatíu þúsund pund af heil-
agfiski og vigtuðu sumar lúðurn-
ar frá 15 til 200 pund hver. Hlut-
ur hvers manns á því skipi var á
þriðja hundrað dollarar eftir 18
daga útivist; fór skipið 800 mílur
norður í haf til Alaska. Laxinn
veiða þeir á öngla, sem þeir draga
á eftir smábyttum og gasolínbát-
um Hafa bytturnar einn öngul
pieð “reel” á, sem þrædd er upp á
öngulinn og er töluverður lær-
dómur við það. Er síldin þar að
snúast og veltast, rétt einS og lif-
andi síld væri, og um leið og lax-
inn grípur beituna slakar veiði-
maður á færinu og þreytir laxinn
þannig. pessi sort af laxi heitir
Spring SalmoD, hann vigtar frá 8
pundum upp í 30 til 50. Fjöldi af
gasolínbátum, 20 til 28 fet á lengd
vinna að þessari veiði, og er einn
maður á hverjum og hafa þeir
$1,500 eftir sumarið; litlar byttur
fá stundum eins hátt og $30 á dag.
Aflinn er 40 til 50»mílur norður
héðan og fór eg þangað til þess
að sjá aðferðina.
Eg er búinn að heimsækja hina
dýrmætu Smith’s eyju, og var
okkur tekið þar með mestu alúð og
íslenzkri gestrisni. En landinu
þar vil eg vera laus við að lýsa,
eftir því sem minn smekkur er, en
eg vona að eg eignist aldrei þann
óvin, sem eg vildi svo ilt að senda
hann þangað í ræturnar, mosann
og ruslið.
Mér lízt vel á mig hér í bænum,
og er hér gott tækifæri fyrir
góða og duglega landa. En þeir
verða að eiga sína báta sjálfir og
vera engum háðir. Hér er nóg af
letingjum, sem ekki gera annað
en drekka og spila, og þeir verða
seint ríkir. Mjólk er hér mjög
dýr, 5 pottar fyrir dollarinn. Hér
er voðaleg rigning með köflum og
fyrst eftir að eg kom hingað var
stöðug rigning í fjóra sólarhringa.
Hér verða aílir að klæðast olíu-
fötum frá því þeir fæðast og þar
ti! þeir deyja. Konur ganga í
knéháum stígvélum eða meira.
Fólk lítur hraustlega út og er sæl-
legt ag frjálslegt á svip. Kven-
fólkjð hérna þarf ekki rauða duft-
ið til áburðar, því sjávarloftið
skapar því rauðar kinnar.
•Laxveiðin í ánni byrjar ekki fyr
en í næsta mánuði, í kring um
þann 20.
1,500 manns.
til Vancouver og koma með C.N.R.
til Winnipeg.
Eg bið forláts á þessu klóri, og
bið að heilsa öllum kunningjun-
um eystra.
B. Anderson.
Frá fslandi.
Búpeningsfjöldinn 1918.
Samkvæmt búnaðarskýrslum
var tala sauðfjársins vorið 1918,
645 þúsundir, eftir því sem Hag-
tíðindin skýra frá. Er það 41
þúsundi meira en árið áður, og
nemur þá fjölgunin 6,8%. — Sauð-
fé hefir aldrei náð svo hárri tölu
í skýrslum, sem þetta ár. Áður
var sauðfé talið flest vorið 1913,
sem sé 635 þúsundir. En árin
J914—1915 fækkar fénu aftur um
79 þúsund.
Sundurliðun fjársims 1917—
1918, er á þessa leið:
1917 1918
Œr ............ 429082 447770
Sauðir og hrútar 47307 48809
Gemlingar .... 127308 148242
Samtals .... 603697 644021
Flest er féð á Norðurlandi, þar
næst á Vesturlandi, að Vestfjörð-
um meðtöldum en fæst á Austur-
landi. En miðað við fólksfjölda
er það flest á Austurlandi.
Tala nautpenings 1918 var
24300 alls. par af voru:
1917 1918
Kýr og kvígur .... 18067 18203
Griðung. og naut 1076 990
Vetrungar 2740 2197
Kálfar \.. 3770 2910
Samtals .... 25653 24300
Hefir þá nautpeningi í heild
sinni fækkað um 1353 gripi eða
5,3%. Kúnum hefir þá að eins
fjölgað, og nemur sú fjölgun 136,
eða 1%. Minst er fækkunin á
Suðurlandi, en mest á Vestfjörð-
um.
Hrossin voru þetta vor talin að
vera 53218, og hafa þau aldrei
náð svo hárri tölu. Og þó má
gera ráð- fyrir, að ekki hafi þar
komið öll kurl til grafar. Eftir-
ir aldri skiftast þau þannig:
1917 1918
Fullorðin hross 30513 31722
Tryppi ........... 16399 17907
Folöld ............ 4415 3589
Samtals .... 51327 53218
Hefir þá hrossunum fjölgað
þetta fardagaár um 1891, eða
3,7%. pó eru folöldin færri en
árið áður. — Á Suðurlandi hef-
ir hrossunum fjölgað mest, en á
Austurlandi hefir þeim heldur
fækkað. En langflest eru þau
á Norðurlandi.
Geitfé var í fardögum 1918,
1704. pví hefir fjölgað frá árinu
áður um 337 eða 24,7%
Aukaþingið 1920.
Á aukaþinginu í vetur voru 60
mál alls til meðferðar. par af
voru samþykt 19 lög og 13 þings-
álykjtunartillögur, —Engin af
þessum lögum snertu beinlínis
landbúnaðinn, nema ef telja
skyldi lögin um að leggja jarð-
irnar Kjarna og Hamra í Hrafna-
gilshreppi undir lögsagnarum-
dæmi bæjarfélags Akureyrar. Af
öðrum lögum má nefna lögin um
manntal á íslandi, er skipa fyrir
um almenn manntöl, er ártalið
endar á o. Skulu þessi manntöl
fram fara 1. des. það ár, nema
konungur tiltaki annan dag, og
skal manntaíinu lokið þann dag.
— pá má nefna lög um eftirlit
með útlendingum, er hingað flytj-
ast, lög um heimild fyrir land-
stjornina til að takmarka eða
parf við þá veiði um banna iLnnflutning á óþörfum
Eg býst við að fara varningi, og síðast en ekki síst,