Lögberg - 30.12.1920, Page 2

Lögberg - 30.12.1920, Page 2
Bls. 2 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN, 30. DESEMBER 1920. Vertíðarlok Woodrow Wilson. Eftir ritara hans Joscph Patrick Tumolty. Að nokkru leyti er iþað Wilsons eigin skynsemi, sem g-erir honum stníð andstyggileg. Honum finst þau vera ósamboðin menning vorra daga, og finst að menn og þjóðir hefðu átt fyrir löngu að finna ráð til þess að jafna sakir sínar á 'skynsamlegri hátt. Mannúð hans rís líka öndverð á móti stríðum. Vorkunnsemi hans við tíðandi menn, syrgjandi konur og föðurlaus börn sker hann í hjarta. Eg hefi séð forsetann við skyldu- störf sín,— séð (hann athuga bæn- arskrár manna um uppgjöf saka þeim sem dæmdir hafa verið, bæði af herrétti og ríkis dómstólunum. Lögin og virðing Ihans fyrir þeim annars vegar, og hjarta hans 'blæddi, þegar hann varð að stað- festa liflátsdóm. Og sökum mann- úðar ihans og skilnings sá hann eins mikið í gegn um fingur sér með breyskleika mannanna eins og fögin framast leyfðu. þau at- riði komu of oft fyrir til þess að þau verði hér talin. Látum oss að eins minnast á eitt í sambandi við varðmennina, sem sofnuðu á verði og voru samkvæmt herlögum dæmdir til Mfláts. Sökin var mikil og lögin ákveðin og taka skýrt fram að þegar varðmaður sofnar á verði, þar sem móti skæð- um óvini er að etja, þá er það| dauðasök. Forsetinn vissi, að þessir menn voru sekir, og að sök þeirra var( mikil; en hann vissi líka og skildi ástæðuna fyrir þyí. að svona hafði farið; að sökum mannfæðar, þá hefðu þessir menn orðið að standa á móti fjandmönnum sínum unzj þróttur þeirra var nálga þrotinn, og svefninn yfirlbugaði þá sökum þess að þeim hafði ekki komið dúr, á augu i margar nætur. Herlögin eru máske of ströng til þess að taka slíkt til greina, en forsetinn vgrr ]>að ekki. Hann1 skildi, að ekkert anmað en þetta1 gat komið fyrir undir kringum-1 stæðunum, og náðaði mennina. Einibeittni Woodrow Wilsons er ínur hiið n á mannúð ihans. Hann hatar ranglæti af öllu hjarta.1 pungamiðjan í málstað pjóðverja var ranglæti. Saga þjóðasamn-J inganna lí Evrópu er saga rang- lætisins gegn smáþjóðumum. pað var eðlilegt, að Woodrow Wilson gerðist talsmaður smáþjóðanna. pegar teningunum var kastað, | þegar ógnanirnar frá pjóðverjum^ komu til Bandaríkjanna, þegar f Bandaríkjáþjóðin Ihafði ákveðið aðj grípa til vopna, þá var Woodrow Wilson friðarmaðurinn. (Hannj sagði einu sinni í samnings til-j "im sínum: “Friðarhugsunin • | er mer ástríða”). pá var hann orð- inn talsmaður stríðsins og þess að bjóðin legði alt að sér til þess að hægt væri að iberjast með sem mestum krafti, svo að stríðið tæki^ sem fyrst enda, að pjóðverjar yrðu sem fyrst krafðir til reikn-j ingisskapar og að þjóðirnar gætu1 mæzt á sameiginlgum grundvellii og trygt heiminum frið á komandi j árum. Af öllum þeim ræðum, er fluttar voru á stríðstímunum, er engin herskárri en sú, er Wood- row Wilson flutti, þegar'hann tal- aði til sjóforingja Bandarikja| flotans 17. ágúst 1917. Bngin ræða hefir nokkurn tíma verið flutt af stjórnmálamanni Bandaríkjanna, sem jafnast á við hana að dirfsku. Munið hvað hann. sagði við sjóliðsforingjana: “Vér erum að elta broddflugur um alla landareign vora, en för- um fram hjá hreiðrum þeirra. Enginn okkar veit hvernig vér eigum að komast að hreiðrunum og eyðileggja þau, og samt ör- vænti eg um að elta broddflugur um höfin, þegar eg veit 'hvar hreiðrið er og veit, að þaðan koma broddflugurnar eins ótt og eg get eyðilagt þær. Eg er fýs fyrir mitt leyti, og eg veit að þið eruð fúsir, sökum þess að eg þekki upplag ykkar; eg er fús til að sjá af Ihelmingi af sjó- flota vorum og Breta, ef hægt væri að hreinsa hreiðrið; því eg veit, ef við gjörum það, þá er stríðið unnið.” pað var hann, sem krafðist þess, að tundurdufl væru lögð í Norð- ursjóinn til þess að kafbátarnir kæmust ekkert út úr höfnum sín- um. Sérfræðingar sögðu, að það væri ókleift. Wilson forseti, sem var ekki herfróður maður, sagði að það væri hægt og að það .yrði að gjörast, og það var gjört. pað var Wilson forseti, óher- fróði maðurinn, sem fór fram á, að sambandsherinn á vsturstöðv- unum yrði allur settur undir stjórn Foch hershöfðingja, til þess að hægt væri að beita afli því, sem samibandsmenn áttu yfir að ráða, á sem hagkvæmastan hátt á móti pjóðverjum. Friðarmaðurinn Wilson eggjaði til framgöngu og samtaka á öllum svæðum, til þess að afl samlherja yrði sem sterkast og stríðið ynn- ist senri fyrst. Aðal atriðin í huga hans voru fyrst, að enda stríðið með þVí að brjóta á bak aftur mótstöðu og hejrafl Miðveldanna, og síðan að komast að heppilegri niðurstöðu með samnninga þjóða á milli og önnur viðskifti þeirra, sem eins og allir vita hafa verið orsök að víð- tækum striðum, og koma samning- um og viðskiftum þjóðanna á það stig, þar sem einstök mannfélög og þjóðir væru óhultar fyrir yfir- gangi og ágirnd annara. Hann hefir haldið fram 10. gr. friðarsamingsips sem hjarta- punktinum í þejim samningum, þar hann vissi, að með samtökun- um einum var hægt að vernda landeignir og sjálfstæði þjóðanna frá yfirgangi framgjarnra og ó- stýrilátra þjóða Með kröfum síum til Banda- ríkja þjóðarinnar um að sam- þykkja 10. grein friðarsamnings- ins, var forsetinn að reyna að fyrirbyggja það, að Bandaríkja- þjóðin þyrfti aftur að fara út í stríð, með því að fá hana til þess að taka þátt í fyrirkomulagi því, sem fyrirbygði stríð. Hann vildi koma í veg fyrir næsta stríð, áður en það væri hafið. « Af allri hinni stjórnmálalegu' ósamkvæmni Bandaríkjamanna, er! sú ósamkvæmni Repulikka mest,' að af alþjóða sambandinu standi ófriðarhætta. Á síðustu árum hefir aðal á- hugamál Woodrow Wilsons verið það, að fá Bandaríkjaþjóðina til að taka aðal þáttinn í því þýðing- rmikla verki, að tryggja frið í heiminum, og þá líka Bandaríkja- þjóðinni frið. Wilson, sem fyrst og síðast er Bandaríkjaþegn, hefir þráð það dýrðlega hlutskifti fyrir þjóð sína. Á síðustu ferð sinni um landið, þegar hann fann að kraftarnir g voru að þrotum komir, þá var það : sá boðskapur, sem hann fann sig : knúðan til að boða samborgurum ÍS sínum. Einu sinni á þeirri ferð 1 sá hann börn, sem skipuðu sér í jt raðir á gangstéttum borgar einn- 1 ar í vesturhluta landsins, og í á- 1 varpi sínu til þeirra komst hann svo að orði: “Eg get ekki rent g augum yfir þennan barnalhóp án 1 þess að hugsa um það að eg er!l vergi þeirra og þau eru mínir | skjólstæðingar pað er mín hjart- ff kærasta ósk, að alþjóða samband-! § ið verði til þess að þau verði aldr- ei send í sömu erindum og menn j vorir nú síðast” pað er eins og stríðið hafi flutt huga Wilsons frá yfirstandandi 1 tíð og því daglega, fram í tímann, til hinna óbornu kynslóða, til þess J að tryggja þeim 'betri, réttlátari, óhultari og ánægjulegri unriiheim heldur en sá var, er í rústir lagð- ist 1914 Eins og allir miklir!| brautryðjendur frelsisins festi J hann huga sinn við komandi tíð, en mat einskis sitt eigið líf, nema , 1 að því leyti er það gat orðið miðill' § til framtíðar betrunar. Frá sjónarmiði yfirborðs stjórn-|J menn þurfa að ihafa til þess að geta flaggað með henni framan í hvern mann. pað kom fyrir ofurlítið atriði í Vosturríkjunum, sem flestir for- setar hefðu látið síma út um alt land. Dauðþreyttum eftir dags- •verkið og sárveikum vanst honum ásamt konu sinni tími til þess að heimsækja kunningjafólk fyrri konu sinnar, sem bjó í smákofa í einu af útjaðra strætum bæjar- ins. Eg hefi ekki kynst neinum öðrum manni, sem ekki hefði reynt að hliðra sér ihjá þessari um- hyggju undir krigumstæðunum; eða ef þeir hefðu farið, sem ekki hefðu skotið því að einherjum, sem aftur hefði komið því til eyrna! blaðamannanna. petta var saga, sem fólk hefði viljað heyra, og ihún hefði farið vel í dálkum Iblaðanna. Hannj veit ekki hvernig á að fara að snúa óeigingjörnum kærleiksverk-! um til pólitiskra inntekta fyrir' sjálfan sig. Eg, ritari hans, sem h'efi hug-1 mynd um hvað það þýðir, að vera hampað í almenningsálitinu þegar til atkvæða kemur, hefi oft verið gramug út af því, að hann skyldi ekki reyna að færa sér þetta bet- ur í nyt; en sem vinur hans og velunnari hefir mér iþótt vænna um hann fyrir að ihann gjöx'ði það ckki. í eðli hans var eitthvað of fínt til þess að þoia Ihinn rauna- lega stjórnmálaleik, eins og hann| kemur oss venjulega fyrir sjónir. | Eg minnist eins atburðar semi om fyrir í Sea Girt. Blaðamaðurj hafði nýlega skrifað um hann, og við fórum fram á við hann, aðj hann skyldi nú gera eitt af þess-j um brögðum, sem fólkið les um| með svo mikilli áfergju. pá segir j hann við mig: “Tumulty, þúj hlýt.ur að skilja, að eg get ekki | gjört þessa hluti. Eg hefi enga: tilhneigingu til að láta hampai ruér framan í fólkið. Ef fg reyndi það sjálfur, þá mundi það mistak- ast. Eg þrái kærleika fólksins, en eg nýt hans Iíklega aldrei.” (Framh.) Fulikomin lœkn- ing af Eczema Afbragðs aðferð, sem Gefur óbrigðulan árangur. “Eg þjáðist mjög af svitakláða, svo rúmfötin urðu stundum gegn- vot. í fjóra mánuði þjáðist eg gríðarlega. Og eftkert dugði þar til eg reyndi “Fruit-a-tives” and “Sootha Salva.” Hefi eg alls notað þrjár öskjur af Sootíha Sal- va og tvær af Fruit-a-tives, og er nú alhell. G. W. H. Bæði þessi meðul fást hjá lyfsöl- um á 50c. hylkið eða 6 fyrir $2^50, eða send gegn fyrirfram borgun beint frá Fruit-a-tives Ltd. Ottawa. — Fruit-a-tives fæst og sem reynsluskerfur á 25c. rpiBiHWiiiiniiMMiiiipiiiiwwiiiiii'iiiiiiiii'nmimiiisiiTiTinn;tH^immiiit>iiiinii!:i''iinimiiiiiiimwii!i:':'i':iinimmHiffliimniaiiimammiiiiifflmgniwnmirwmBiiiiffltíiBwifflfflininmii’i^ iiuiwiua»iiBiwiwiHiiii»iiiiwwuniiiwi»»uii»iii>iPWWWffl málamanna, hafði Woodrow Wil son einn tilfinnanlegan veikleika. I Ekki samt þann sem mótstöðu-^ menn hans bera honum á 'brýn, að hann Shafi verið yfirgangssamur og óráðþæginn. Athugum starfsferil hans, og þér munuð ganga úr skugga unþ að enginn annar forseti hefir lait-i að oftar ráða til congressins, þing- manna efri málstofunnar, eða einstakra þjóðþingsmanna i Hvítahúsinu, eða í ráðstofu þing- hússíns, en hann, og það vita þeir. En 'það kemur þeim vel að bera á móti því, þegar um hag stjórnmálaflokks þeirra er að ræða. óánægjuefni þeirra við Wilson er ekki það, að hann leit-' aði ekki ráða þeirra, heldur það, að hann vildi ekki gjöra eins og þeim sjálfum sýndist, og að hann var ekkert feiminn að segja þeim það. Woodrow Wilson skildi ekki köllun sína á þá leið Hann álítur, að forsetinn eigi að leiða, en ekki að vera leiðitamur jábróðir ann-| ara manna—verkfæri til þess að hrinda vilja þeirra í framkvæmd. | Hann heldur því fram, að forset-j inn sé svaramaður fólksins—j þjóðarinnar og geti ekki selt þá skyldu sína. i hendur neinna ann- ara. Nei, veikleiki eða yfirsjón sú, sem eg tala um, er ekki falin í þessu, sem nú hefir verið minst á, heldur í því, að ihann kann ekki að smjaðra fyrir öðrum. Hann kann ekki aðferðina, að gjöra sér mat úr mannkostum sínum á framsíð- um dagblaðanna. í honum er ekk^ ert efni að fá til auglýsingar. Hann er von'brigðin sjálf fyrir fréttaritara, sem koma eftir sög- um er láta vel í eyrum fólks. pó að hann sé mannúðin sjálf, þá skortir hann hæfileika þann, sem The Royal Bank of Canada A ð al-Reikningsskil 30. NÖVEMBER 1920. SKULDIR TO THB PUBLIC: Deposits not bearing interest............ Deposits bearing ínterest, includinsr interest accrued to date of statement ............................ $12^329,308.42 331,688,078.60 Notes of the Bank in Circulation ...................... Balance due to the Dominion Government ............... • Balance due to other Banks in Canada................... Balance due to Banks and Banking Correspondents in United King-dom and foreign countries ................. $455,0ir,387.02 41,672,973.74 19,972,801.38 $ 6,807.41 14,959,003.06 Bills Payable .................... ■ Acceptances Under Letters of Credit TO THB SHAREIIOLDERS: Capital Stock Paid Up ......... Reserve Fund .............. Balance of Profits carlied forward $ 20,134,010.00 546,928.20 14,965,810.47 3,997,678.28 17,228,6 47.29 $552,855,298.18 20,134,010.00 20,680,938.20 Dividends Unclaimed ..................................... Dividend No. 133 (at 12 pér ent„ per annum*, payable Deember lst, 1920 ................................. Bonus of 2%, payable December 15th, 1920......... 11,107.37 685,979.48 402,680.20 999,767.05 $594,670,013.43 1*GN1R Current Coinl ....................................................í 17,910.122,50 Dominion Notes ...............................-................... 28,727,403.00 United States Currency ........................................... 27,181,668.00 Other Foreign Monev .............................................. 6723,995.37 $ 80,543,188.87 Deposit in the Central Gold Reser\res ............................... 23,500,000.00 Notes of other Banks ................................................... 3,431,180.21 Cheques on other Öanks ................................................ 26,490,706.01 Balances due by other Banks in Canada................................ 291.51 Balences due by Banks and Banking Correspondents elsewhere than in Canada ................................................. 37,044,019.59 Dominion and Provincial Government Securities, not exceeding market value .................................. .........• • • • 12.808,172.80 Canadian Municipal Securities and British, Foreign and Colonial Public Securities other than Canadian, not exceeding bnarket value .................................................. 21,400,126.90 Raiiway and other Bopds, Debentures and Stocks, not exceed- ing market value ............................................... 16,117,459,49 Call Loans in Canada, on Bonds, Debentures and Stocks... . 12,899,573.85 Call and Short (not exceeding thirty days) Loans elsewliere than in Canada . . ........................................... 44,962,994.23 $279,197,713.46 Other Current I^oans and IJisounts in Canada (less rebate of interest) ...............................................$183,747,409.41 Other Current Loans and Disounts elsewhere than in Canada (less rebate of interest) .................................. 102,674,210.39 Overdue Debts (estímated loss proy ided for)....................... 420,381.04 -$286,842 966 9,498 Real Eestate other than Bank Premises ...................................... Bank Premises, at not more. than cost, less amounts written off ............ Liabilities of Customers under Letters of Crídit, as per contra............... 17,228,' Deposit with the Minister for the purpose of the Circulation Fund ............ 860, Other Assets not included in the foregoing .................................... 76 ,000.84 ,349.43 425.46 647.29 000.00 876.95 $594,670,013.43 H. S. IIOLT, Presidént. BDSON L. I’EASE, Managing Directar. C. E. NEILL, General Manager. SKÝRSLA YFIRSKOÐUNARMANNA VOr skýrum hluthiifum I The Royal Bank oif Canada irit pvt: Að samkvmt ft.liti voru, hefir 1511 starfræksla bankans, sú er við höfum nftb til að kynna okkur. verið í fullu samræmi við leyfisbréf han.s Að við höfum yfirfarið allar veðtryggingar í aðalsariftsofu bankans og yfirlitið pen-v ingaeign hans 30. nðv. 1920. sem og áður, eins og lagt er fyrir 56. grj bankalaganna, og höfum fundið alt að vera ábyggilegt og t samræmi við bækur bankans. Einnig fórum við yfir og bárum saman peningaeign og veðtryggingar I ölliim helztu útibúum bankans. Við vitnum, að ofanskráður jafnaðarreikningur var af okkur borinn saman við bæk- ur bankans I aðalskrifstofu hans, og við eiðfestar skýrslur frá útibúum hans, og er hann að okkar áliti vel og samvizkusamlega saminn og sýnir sanna mynd af hag bankans eftir okkar beztu vitund, samkvæmt upplýsingnm og skýringum, sem okkur hafa gefnar verið, og samkvæmt bókum bankans. Við vottum og, að okkur voru í té látnar allar upplýsingar og skýringar, er við æsktum eftir. •IAMES MARWICK, C. A. / S. ROGER MITCHELL, C. A. of Marwick, Mitchell tf Co. , JAMES G. ROSS, C. A., of P. S. Ross <f Sons Montreal, Canada, 18th December, 1920 Yfirskoðunarmenn. REIKNINGUR UM ÁVINNING OG TAP Balance of Profit and Loss Account, 29th November, 1919.. $ 1,096,418.74 • Profits for the year, after deducting charges. of management and all other expenses, accrued interest on deposits, full provisíons for all bad and doubtful debts and rebate of interest on unmatuiid bills ............................. 4,253,649.24 APPROPRIATED AS FOLLOWS: i Divideneds Nos. 130, 131, 132 and 133 at 12 per cent per annum ........................................ Bonus of 2 per cent. to Shareholders .............. Transfer to Officers’ Pension Fund ................ Written off Bank Premises Account.................. War Tax on Bank Note Circulation................... Transfer to Reserve Fund ...............'.......... Balance of Profit and-LOss carried forward ........ 2,153,159.11 402.680.20 100,000.00 400,000.00 180,295.47 1,567,005.00 546.928.20 ■ $ 5,350,067.98 $ 5,350,067.98 VARASJÓÐUR Premium on New Cápital Stock ............................... 1,567,005.00 Balance at Credit, 29th November, 1919 ....................$ 17,000,000.00 Transferred from Profit and Loss Acount .................... 1,567,005.00 Balance^it Credit, 30th Novemiier, 1920 $ 20,134,010.00 H. S. HOLT, President. Montrea), líth December, 1926. EDSON L. PEASE, Managing Director. C. E. NEILL, General Manager. H' HEIMMNS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbaksiölum KOL! • • KOL! Vér seljum beztu tegund afDrumheller kolum, sem fæst á markaðinum. KAUPIÐ EITT TONN OG SANNFÆRIST. Thos. Jackson & Sons Skrifstofa, 370 Colony St. Símar: Sher. 62-63--Ö4 KOL HJÁ D. D. WOOD & SONS, Ltd, EF YÐUR VANTAR í DAG— PANTIÐ HJÁ Phones: N 7641 — N 7642 — N 7308 Skrifstofa og Yard á horni Ross og Arlington Vér höfum að eins beztu tegundir SCRANTON HARD COAL —Hin beztu harðkol ....Egg, Stove, Nut og Pea. SAUNDERS CREEK — Stór og smá beztu Canadisk Kol. DRUMHELLER (Atlas)—Stór og smá, beztu tegundir úr því plássi. STEAM KOAL — að eins þau beztu, — Ef þér eruð í efa þá sjáið oss og sannfærist. Margir íslendingar óskast til að læra meðferð bifreiða og gas-dráttarvéla á Hemphill Motor Schools. Vér kennum yður að taka í sundur vélar, setja þær saman aftur og stjórna bif- reiðum, dráttarvélum og Stationery Engines. Einnig hvernig fara skal með flutninga-bifreiðar á götum borgarinnar, hvern- ig gera skal við tires, hvernig fara skal að við Oxy-Acetylne Welding, og Battery vinnu. Margir íslendingar sóttu Hemp- hill Motor Schools síðastliðin vetur og hafa fengið hátt kaup í sumar við stjórn dráttarvéla, fólks- og vöruflutnings bifreiða. Vor ókeypis atvinnuskrifstofa útvegar vinnu undirelns að loknu námi. parna er tækifærið fyrir íslendinga að læra alls- konar vélfræði og búa sig undir að reka Garage atvinnu fyrir eigin reikning. Skrifið eftir vorum nýja Catalog, eða heim- sækið vorn Auto Gas Tractor School, 209 Pacific Ave. W.peg. Otibú að Regina, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver, Victoria, Toronto og Montreal. Stærsta kerfi í heimi af Practical Trade Schools. Islendingur sem tekinn var fangi á Russlandi kemur til Canada. St. Johns N. B. — 23. des. — Tekinn til fanga á Rússlandi af BolSlhevikimönnum og hafður í fangelsi, sem var morandi af alls- konar ófögnuði, og urðu mest- megnis að lifa á iheitu vatni og svarta hrauði, búið til úr strái og höfrum, var hlutfall þeirra Lts. G. F. Eyfords og Lts. O. Demp- ster, sem komu með skipinu Empress of France. —Mr. Eyford er sonur Gríms Eyfords, járn- brautarstjóra (roadmaster) í Prince Alhert Sask. peir félagar sögðu ljótar fréttir úr landi Bolshevika: t. d. hefðu þeir séð 4,000 karla, konur og börn leitt út til slátrunar (skotin), og meðan þeir voru fangar í Petro- grad hafi 3000 íyrrum yfirmenn úr hernum, verið settir í fangelsi og hafi 600 af þeim verið skotnir. í nóvemher síðastíliðnum hafi 8000 kvenmenn á ýmsum aldri verið látnar í'ara i skógarhögg — Löghelg morð voru algeng Iþar. peir félagar létu í ljósi að á meðan þeir “rauðu” réðu lofum og lög- um þar í landi, mundi ekki ásig- komulagið batna. — Íslands fréttir. Félag manna í Borgarfirði, Guðmundur Björnsson sýslumað- ur o. fl., fékk í fyrra Halldór Guð- mundsson raffræðing til að skoða fossana í Andakílsá,' með það fyr- ir augum, að komið yrði þar á raf- magnsframleiðsiu. H. G. leist vel á fossana til þessa, og síðan var Petersen verkfræðingur fenginn til þess að gera þar nauðsynlegar mæl ingar. Fossarnir geta fram- le;tt 10,000 hestöfl. Nú hafa sýslufélög Borgarfjarðar- og Mýra sýsína tekið fyrirtækið að sér og íhafa til ráðaneytis verkfræðing- ana Guðm. Hlíðdal og Stgr. Jóns- son. Er hugsað að vinda svo bráðan 'bug að framkvæmdum þessa fyrirtækfe sem auðið er, en kostnaðurinn talinn eitthvað ná- lægt 5 miljórium kr. Rafmagniö á að notast Um alt'ihéraðið, til lýs- ingar, suðpj reksturs ^lutnings- tækja o. s. ffrv. — Slíkt fyrirtæki sem þetta á að ge\^ breytt öllum búnaðarháttum héraðsibúa á skömmum tíma, og munu þá önn- ur 'héruð koma á eftir og feta í spor Borgfirðinga. pað er sagt, að fossar þessir séu sérlega ve’ lagaðir til virkjunar. Um síðastl. mánaíamót fórst enska bo’nvörpuskipið “Marý A. Johnson” við Geirfuglasker vest- ur af Reykjanesi. Var austan- stormur ög sjógangur mikill. Skip verjar voru 16 og fóru allir í einn >bát, og rak hann svo með þá vest- ur til hafs. Eftir tveggja daga hrakninga snérjst vindurinn til vesturs og fóru þeir þ*á að leita til lands. Á 4. degi frá þvtí að strand- ið varð, hittu ibátsmenn enskan botnvörpung, ^‘Dunna Nook,” sem ibjargaði þeim og kom með þá •hingað inn, mjög þjakaða, kvöldið 3. þ. m. Niðurjöfnunarnefndar-kosningin 6. þ. m. fór fram um leið og bæjar- stjórnarkosningin. par voru einnig tveir listar að eins, A-listi studdur af Sjálfstjórnarfélaginu og hlaut hann 1233 atkv., og B- listi studdur af alþýðuflokknum, og hlaut hann 1253 atkv. Fjórir efstu mennirnir af Ihvorum list- anum voru kosnir, af A: Páll H. Gíslason, Samúel ólafsson, Pét- ur Zóphhóníasson og Guðmundur Eiríksson, en af B: Magnús V. Jóihannsson, Ólafur Lárusson, Felix Guðmundsson og Haraldur Möller. Bæjarstjórnin á Siglufirði hef- ur k«ypt jörðina iSaurflbæ fyrir 11,- 500 kr. — Aukaútsvör þar í bæn- um, sem jafnast eiga niður í haust eru 60 þús. kr/ Tiðin er enn góð. Bjartviðri BÍð- ustil daga og lítið frost. í nótt hefír töluvert snjóað. .piHiiiiiiiiii!tii!ii!!iuií!iuiii!iii:iuuiii«iiiiiiiiiiiiii!ii:iiiiiiiiNiimiuuuiiuiniiiiiinHi!!inuiiniiiiitiiiiiiiiiii)iiiiiiiuiiitiiiniHiitiitimifniniiiiniininiHmimHimiiiin!iiiiniiini'ii!iiiiiiiiiiiuiiiii!iiimiiiiiiiiiiiHiiiiiii

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.