Lögberg


Lögberg - 30.12.1920, Qupperneq 4

Lögberg - 30.12.1920, Qupperneq 4
Bls. 4 LÖGBERG, EIMTUDAGINN, 30. desember 1920. ÆögLmq Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TaUimar: S-6327 06 Ji-6328 Jón J. Bfldfell, Editor Dtanáalcrift til blaðsins: THE COLUMBI^ PRESS, Ltd., Box 3172. Winnipeg, Man- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Llmiited, in the Columbia Block, 853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba. Þrjú hundruð ára afmæli Pílagrrímanna. / & f»a?> var (!. sept. 1620 að skipið Mayflower, sani var að eius 180 smálestir að sfærð, lagði á stað frá Southampton á Englandi áleiðis til landsins fyrirheitna með 100 manns innamborðs. Og eftir langa og harða útivist í hafi lenti íolk þetta í Plvmouth, Massaehusetts, 21. des. 1620, ■jmr sem iþað nam sér land og reisti bygðir og bú. Eftir þrjú huudruð ár sjáum vér þetta fólk í anda, menn, kouur og börn, eftir sjávarvolkið, þar sem það lendir dauðþreytt í Plymouth höfn- inni, og þess fyrsta verk er, eftir að það stígur fæti sínum á land, að krjúpa á kné og þakka verndina, sem það hafði notið á sjóferðinni löngu og erfiðu, og biðja guð að blessa framtíð sfna í þessu iivja landi, er Jiað var komið til. Fólk þetta var komið til þess að byggja eitt hið auðugasta land heimsins og leggja und- irstöðuna að voldugustn lijóð í heimi. Fyrir þeim Islendingum, sem frumbýlings- líf fólks vors þekkir í þessu landi, Jmrf ekki að iýsa erfiðleikum þessa fólks — þessa litla hóps, sem um hávetur lenti allslaust Jmrna á strönd- mui við haíið austur í Massaehusetts; livernig að fullur helmingur þess dó sökum vöntunar á lífaþægindum um veturinn 1621. En þeir sem lifðu, gugnuðu ekki né gáfust upp. Þeir báru rauniua sem sönnum ihetjum sómdi, og þeir gjörðu vork sitt vel. Fyrir það minnist nú allur hiun enskumæl- andi heimur þrjú hundruð ára bygðarafmælis pí'lagrímamia, sem lentu í Plymouth 21. desem- ber 1620, með þakfclætj og aðdáun. Félag á Euglandi hefír undirlbúið sýningu mikla til minningar um Jiennan merkilega at burð, og hefir félag það áformað að koma til Ameríku na'sta sunxar og sýna Plynmuth ný- Vndulífið, líf Jiessara fyrstu pílagríma. um }>\rer og endilöiig Bandaríkin, eða frá Boston ail;i leið til San Franeiseo. í sýning þossari taka 130 manns })átt, og Imast J>eir við að hagnaðurinn af henni verði í það Tninsta $500,000 auk kostnaðar, og á sú upphæð að gefast til Tíknarstarfsemi innan 'j Bandaríkjanna til minningar um nýlendufólkið í Plymouth nýlendunni gömlu og landnám þess. AVf inuuum, sem þessir fyrstu innflytjend- ur Plynioutli nýlendunnar áttu, er nú fremur lítið til; J»ó eru nokkrir Jjeirra varðveittir í húsi því í Plymouth, í Mas.sueliusetts, sem ber nafn þeirra. A meðal annars er J>ar Damaskus svei'ð Myles Standisli, mannsins, sem Longfellow hef- ir gert ódauðlegan í ljóðum síuum, pottur, sem hann átti, og byssan hans. Enn fremur er þar partur W ábreiðu, sem konan hans Rósa átti, og dúkur, sem dóttir þeirra hjóna, lAra, bjó til, og < r 'þetta haganlega saumað í dújiinn: “Eg heiti Lára Standish. Drottinn gefi mér styrk til þess að gaxiga á aínum vegum og gjöra sinn vilja. líann stjórni höndum mínura svo verk mín leiði til flekklausra dvgða. Og fyrir það skal eg gefa þér einum dýrðina.” I húsi þessu er og biblía .John Aldens, sera sagt er frá í kvæði Longfellows að flutt hafi bónoi'ð MyTes "Standish, eftir að hann misti konu sína Rósu, til Priscillu, er Longfellow læt- ur MyTes Standish kalla engilinn eins og þeir séu á hiinnum, en sem sagði við Alden, eftir að að hann trúHega hafði flutt bónorð Standish: ”ííví talarðu ekki fyrir sjálfan þig, John?” \ --------o-------- Nýjar bækur. nULDA: Segðu mér að sunan, Kvæði, 103 bls., átta blaða brot. Útgefandi: Þorsteinn Gíslason, Reykjaík. lí>20. Hulda skáldkona hefir með óvenjulega ljóðrænni list, fundið greiða götu inn að þjóðar- hjartanu íslenzka fyrir löngu, og er þó enn í Móma Tífsins. Fyrstu kvæði hennax*, ef eg man rétt. munu hafa birzt í blaðinu “Ingólfur” skömmu eftir aldamótin og vöktu þegar athygTi Ijóðvina sökum þíðleika og búningsfegurðar. Síðan hefir hún alt af verið yrkjandi eða syngj- andi, því kvæðin minna mann helzt ávalt á ang- urblíft lóuflcvak. Nokkrar smásögur eftiv Iluldu hafa verið prentaðar , og einkennir sama æfintýrafegurðin. þajr allar; hygg eg þó, að Ijóð- nnum muni lengri aldur a*tlaður og byggi þá skoðun mína á því,wað í raun og veru hefír höf. endurvakið þjóðlegt IjóðTistarform, sem bók- /nentir vorar máttu illa án vera og þó var farið íA fyrriast yfir, — vikivakana, viðliigin og þul- nrnar. Kvaiðin í bók þessari eru flest stutt, en stutt kvæði eru líka 1>ezt, ef ekkert vantar í þan. Af J fyrsta kvæðinu, Vor, má nokkuð marka heildar- blæ þessara Hulduljóða: Komið er vor í djúpan dal dögg um nætur skín. Alt fer að gróa, nema gleðin mín. Löngu horfin, löngu týnd hún lifir í fjarska þó eins og aftanstjama; því er mér bönnuð ró þá vorið 'leggur Tjómastaf . um lönd og sjó. Fegurðin er syngur í sólheitum blænum, skelfur á léttum laufum, Ijórnar yfir sænum, minnir, góð og gullhrein, á gleðina mína. Gott eiga þeir, sem aldi-ei því Tjúfasta týna. Ýmsum er bannað að eiga blómin sín. Engum eg .segi hvar ljósið kysti mín. Há eru fjöll, sem dýpstu dalli byrgja, dagurinn lang-ur þeim, er þrá og syrgja. Birkiangan, brekkuró, bezt er í ykkar heimi; öruggur þar fegurstu gullin mín eg geymi. Engin nema þögnin og þúsund blómatár vita, hvar þau blika bak við rúm og ár. — Fagurt er í skóginum; skúrin kom og fór, brennur glatt við kveldsól liiml blái daggarsjór; svífur yfir dalinn svanaifylking stór. Spuniing með svanvængjasúginum flýgur. Sárblíð sem andvarp úr djúpinu stígur: “ ‘Segðu mér það’, vatnið mitt sólar.gulli búna! ‘hvernig líður Vilfríði Völu-'fegri núna’?” Margir held eg læri jxetta kvæði utan að og þá ekki sízt börnin. Þótt formið sé svona und- ur einfalt, má J>ó hreint ekki svo lítið af efni kvæðisins læra: “gott eiga þeir, sem aldrei því Ijúfasta týna”.— FóTkinu hættir oft við að týna J>essu og hinu dýrmætu, stundum ef til vill aTlra Ijúfustu lífsminjunum. í>að verður því aldrei of vandlega brýnt fyrir almenningi, að vernda það ljúfasta, sem lífið hefir að bjóða, og l>arna (v efnisrík bending í þá átt, iþótt hóglát sé. A fertugustu og fjórðu blaðsíðu bókarinn- ar er kva*ði, sein heitir Stríð, þrjú erindi í alt, er lýsa skoðun skáldkonunnar á þeirri afvega- leiddu menningu, sem til blóðbaðsins loiddi. Tvö síðari erindin hljóða þannig: Til hvers, 'til hvers er Jiað alt, ást og mannúð, snilli og vit? — Ris Jútt, menning, reyndist valt, rós þín drúpir blóði lit. Maske eftir ragnarök rísi jörð úr ægi ný, þetta hinztu heljartök ? hoiftar mannkynssögu í. Löng er orðin aldaleið innst úr rökkri villimanns; enn þú stígur erfðaneyð eins og skuggi’ í fótspor hans. Gæti sæzt á ár og víg sál hvers manns, er skelfur nú, , % ef engin fórn /*r fyrir gíg, fundin er til ljóssins brú. Þulurnar liennar Huldu ern perlur hver annari fegurri, til dæmis Iíjásetuþulan: Sólin skín á lauf og lyng •langt upp til heiða. Hjarðsveinninn við hamralind er hár sitt að greiða, loikka sína ljósbrenda að greiða. Aldan ber hans ungu mynd eftir straumagljá. — “Hvert ætlarðu’ að líða, lindin mín smá?” “Eg er að synda ofan í dál og út í sjá.” “Ef þú dalsins drotning sér á döggslegnu engi, leiktu þá lengi, lind mín blá, á strengi, alla þíiia inndælustu strengi.” T’essar Tjóðlínur oni að eins fyrri partur þul- unnar. Þá má enda á kvæðið Rokkhljóð, eitt það ís- íenzkasta af íslenzkum kvæðunj, er eg minnist að Tiafa lesið í langa tíð. “Aniraa, snúðu roklclnn þinn, er rökkrið færist nær. Huganum er J>ytur hans, að fornu kær, meðan stjarna í vesturvegi vakir logaskær. Amma, snúðu rokkinn þinn. Mér rennur margt í hug: Eg sé áífahamra við elfarbug; hríslur grannar höndum vefja hengiflug. Inn í kva*ði þetta, sem er tuttugu erindi alls, er fíéttað hið fegursta fjölgresi íslenzkra þjóð- sagna. — Kvæðið Islenzkur liestur, er-átakanleg æfi- saga “þarfasta þjóns” íslenzku þjóðarinnar, M*m “rekinn var með svipu” á “hörðu gráu stræti” og tapað hafði sinni eigin jörð; grænu, afgirtu blettirnir í borginni minna blessaða skepnuna á æskustöðvaniar, en svipunni er haldið á lofti og blettirnir þjóta fram hjá líkt og draumblik. Síðasta vísan í þessu áhrifa- niilkla kvæði, er svona: En liugur Jiinn mun sljófgast og þessi sára þrá Þreytast á að flúga um loftin tóm og blá, stritains langi vegur og strætaglaumsins bylgja mun stéla hyerri hugsun og vaninn einn þér fylgja. Mér finst eg eigi geta lagt frá mér penn- ann, án þess að benda á kvæðið Náttúrubarn, smákvæði að lengd, en stónkvæði að skáldlegri snilli: Bjarganna skuggi und brúnum er, bládýpi vatnsins í augum þér, vfir þau skinið og skúrin fer til skiftis á vængjum, Ijósum og dökkum. Orð iþín og viðmót anda að mér— angan frá dalanna birkislökkum. N ÝÁRS-ÓSK \ /ÉR þökku m ölluin vorum viðskiftamönrum fyrir við- * skifti þeirra síðastliðið ár, cg treystum því að geta gert betur fyrir yður á Kinu komandi ári. Náttúrubarn, hve broslegt að ,sjá þá blæju, er menningin lagði þig á, rétt eins og þokuský fjúka frá, — því frjáls þarftu að vera, ef Ufið þér mætir, —fiá hjartarót instu og yzt á brá, ef eitthvað ber fögnuð í hug eða grætir. Eg tel nokkurn veginn víst að flestir þeir, sem Ijóð þessi lesa, muni verða mér samdóma um, að þau séu bæði lilý og formfögur, en að einhverjir kunni á hinn bóginu að draga frum- ieiksgildi þeirra í efa. En er ekki fegurðin frumleg í eðli sínu? Illjóta ekki falleg kva-ði að vera frumleg M'ka? Náttúran beitir oftast nær tveim aðferðuin við að Jiíða Maka og gera jörðina gróðurhæfa; ýmist asahláku með stormgný eða þá sólbráð. Báðar miða aðfei’ðirnai’ vitanlega að sama tak- ruarki. Stormgnýsins kennir sjaldnast í ljóð- um Huldu, þau minna fremur á mýkt Guðmund- ar Guðranndssonar, 'en mátt Gríms Thomsens. Það er oft kalt á tslandi og vetrarríki þjóð- sálarinnar helzti mikið. Sólbráðin mijn því ó- víða velkomnari en þar. — Hulduljóðin minna mig á sólbráðina heima, og mér finst ætlunar- \ erk þeirra hlutfallslega það sama. Bókin kostar í kápu $1.75, en í skrutbandi ^-2.75 og fæst í bókaverzlun Hjálmars Gíslason- ar, 506 Newtou Ave., Elmwood, Winnipeg. E. P. J. ---------o-------- Reynist betur brœður mínir. Sér er örbirgð anda og tungu, Örbirgð þeirra, er málið laga; Örbirgð þeirra, er óðmál sungu. Andans tötur ber vor saga. — Trú og kirkja barin beinum, Blindir þykjast aðx*a leiða; Ilenda um bekki hnútum, steinum, Háskalega ýmsa meiða. Kæpleiks fátækt, fjöllum hærri, Fylgir oss í ves'turbygðum. AJt af virðast færri og færri Feðra vorra er lriúa’ að dygðum. — Auragirndin, gleðiþorstinn, Glæsimennum snýr í þraria. ' Þjóð og kirkja þrumulostin Þorir varla orð að mæla. Gull var nóg á Gnítaheiði, Gulls er nægð í Vesturheimi. Fjöldann, hygg eg, Fáfnir leiði, Ferill Iians J)ó dauðann geymi. Auraglöggir í sl endinga r Ofraargir á Fáfnir trúa, Feiieg öriög fjöldann þvinga, — Fjölda margir að því búa.------ Margur audans afli er fenginn, Ytri hagur blómgast víða.-----— Aifar, tröllin afturgengin, — Illir vættir fyrri tíða: Ganga um bygðir ljósum logum, Líkt sem Glámur þjóðarfylgja Orðinn sé, — að ólánsvogura 1’ltleg‘ðar oss knýi bylgja. ÖnguTl flár og fóstran heiðiu Fólag andlegt með sér gera. Hainröm fTögð við feigðarseiðinn Forneskjunnar rúnir skera. — Augu Gláms á okkur stara, Enda skuggann hræðast margir. — Andans menn í útlegð hjara, < )ft er fátt um lið og bjargir. Ef oss Glámur glepur sýnii*, — Grettis erfðasynd ef ber eg: Réynist betur, bræður mínir! Bratta leið um Drangey fer eg.— Ber er hver að baki sínu Bróður nema dyggan eigi.------- Hætti, í útlegð, öllu mínu niuga að finna megi. Jónas A. Sigurðsson. -------—o--------- Þó eg í vætunni veTkist og veltist frá ströndinni burt, eg býst við að brimsjóar lífsins 'beri mig aftur á þurt. Þegar eg kom á fætur. Þetta færa þarf í stef, þó eg hafi legið: L/ífið væri erfitt ef Enginn gæti hlegið. K N. Bopal llanfe of Canaöa Höfuðstóll og varasjóður............................ $38,000,000 Allar eignir........................................$598,000,000 j Auðvelt að spara ÞaS er ósköp auðvelt að venja sig á a8 spara metS þvi að leggja til síðu vissa upphæð á Banka reglulega. í spari- sjóðsdeild vorri er borgað 3% rentur, sem er bætt við höfuðstólinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, SELKIRK BRANCH, P. U. TTJCKER, Munagcr W. E. GORDON, Manager. Minningarorð. / “Svo gennur alt aS GuSs vors rdði. gleðin og sorgin skiftast á; þótt vinur hnipi lik að láði og logi tár á hreldri brá, þá huggar eitt, sem aldrei þrást: Vér aftur siðar munum sjást." —Kr. .1. Þann 14. júní 1920 andaðist að heimili sínu í Blaine, YVashington, U.S.A., húsfrú Guðlög Guðbjörg Thomsen, kona Rlisar G. Thomsens, húsmálara, er lengi átti heima í YY'innipeg og síðar um tíma að Gimli, Man. Guðbjörg ('er ætíð var kölluð “Begga”j var dóttir Eyj- ólfs Oddssonar í Blaine, Wash., og Ingibjargar Jónsdóttur, konu hans—dáin í marz 1915. Pessi unga kona var burtkölluð rétt á hádegi lífsins, Jiegar verkið stranga og erfiða var ei nema hálfunnið, — og ekki Jiað. — Hún hafði þjáðst og liðið mikið í mörg.ár, en fáir vissu það, því “Begga” möglaði aldrei. Hún dó úr inn- vortis meinsenid. Þessi hjón, Mr. og Mrs. Elis G. Thomsen, eignuðust þrjú börn, tvo drcngi og eina stúlku,—og ent þessi: Ditlev Fr. August, 13 ára; Guðrún Ingibjörg Eyjólfína, 10 ára: Valdemar Gottfred, nærri 2 ára. Guðlög Guðbjörg Thomsen var fædd 28. dag febrúar- mánaðar 1883, að Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði í Suður-Múla- sýslu á íslandi, var hún því 37 ára er hún dó. — Eluttist til Canada árið 1901 og settist að í YVinnipeg. Árið 1906 gekk hún að eiga eftirlifandi mann sinn, Elis Gottfred Thomsen; bjuggu þau um hríð að Gimli, Manitoba, en fluttust svo vestur á Kyrrahafsströnd og hafa lengst af búið i Blaine, YY'ash., síðan. — Sex systkiniGuðbjargar sál. eru á lífi ásamt öldruðum föður, og eru }>au þessi: Sigurður og Einar 5 . Oddson í Blaine, Wasli.; Jón Valdemar, í Seattle. Wash.: Mrs. Skúli Johnson, Blaine; Mrs. Th. Thorsteinsson, Ruskin, B.C.; og Mrs. Jakobína Johnson, Winnipeg. Guðbjörg sál. var ágætis kona og góð móðir, og er því “skarð fyrir skildi” þar sem þrjú börn missa ástríka móður. Hún var kát og alúðleg í allri framkomu, að trúarskoðun var liún lútersk—hún bar lotningu fyrir öllu þvi góða og göfuga. Hún var dálitið “seintekin” að kynnast, en eftir þvi sem eg kyntist henni lengur, eftir því fann eg enn meir hvaða ágætis eiginleika hún hafði til að bera. Lengi lifi minning liennar. Winnipep, 20. des. 1920. Vinur. Ut tré af illri rót. Gyöingar voru þeir að ætt og uppruna, sem lögðu grundvöllinn undir sósíalista stefnuna, Áhrifa- mestu foringjar stefnunnar hafa flestir verið Gyðingar.— Gyðinga- hatrið og ofsóknirnar, sem öld eft- ir öld hefir ráðið svo miklu í Ev- rópu, skapaði óánægju þessarar fyrirlitnu og margþjáðu þjóðar, yfir ríkjandi mannfélagsskipun. Gyðingar hafa á öllum öldum, hvar sem þeir hafa búið, verið ó- venju miklir fjármálamenn og á- gjarnir okrarar. Á miðöldunum lánuðu þeir peninga gegn 12—50 per cent. vöxtum. þeir hafa víð- ast verið mestu auðvaldsmennirn- ir. pó áttu (þeir stundum í raun- inni hvergi heima. pa$ er arf- gengt eðli þessarar þjóðar, að sækjast mjög eftir auði og mann- virðingum. En allir einstakling- ar gátu eigi ríkir orðið. En af því leiddi, að margir mikilhæfir ein- staklngar af þessum kynstofni, sem auðurinn toldi illa við og eigi gátu safnað í kornhlöðu, fyltust hatri og gremju til allra hinna, sm við betri kjör áttu að búa og voru efnaðir. pannig var 'það með Saint Símon, sem kallaður hefir verið “faðir sósíalistastefnunnar”. Og svo mætti nefna fleiri, sem gerst hafa leiðtogar sósíalista, að þeir hafa sagt eins og tófan, sem eigi náði í berin: “pau eru súr.”— “pau eru banvæn.” — peir hafa brunnið í skinninu af löngun til aufis og valda. En þegar þeir eigi fegu óskir sínar uppfyltar, sneru þeir við blaðinu, og ibörðust móti sínu insta eðli. pegar þess er gætt, að helztu leiðtogarnir hafa verið Gyðingar, verður það einnig skilj- anlegt, hvernig á því stendur, hve óvenju mikiö hatur þeir 'hafa bor- io til kristindómsins. pó voru þessir menn fyrir löngu búnir að hafna feðratrú sinni og siðgæði. petta má sjá af ritum þeirra Saint Símon, Karl Marx, Lasalle o. fl. En mestu kristindóms'hatarar voru þeir sósíalista foringjarnir Bebel og Liebkneckt. pessi síðar- nefndi gaf út rit 1898, um nýja þjóðfélagsskipun. Hann ætlast til að þetta þjóðfélag, sem hann dreg- ur upp mynd af á pappírnum, sé htiðni fylgjandi. Honum er illa við kristindóm og kriatilega siði. Hann telur þesskonar hluti þjóð- arböl. Enn þá dýpra tók Bebel í árinni. Hann reit bók um sama leyti, bein- línis á móti kristinni trú og sið- gæði, með óvenju ljótum guðlöst- unarorðum og hatri til höfundar kristindómsins. Hann hatar alt það, sem flestum er heilagt mál. Hann kvartar líka sárt yfir því, hve sósíalistum gangi seint að uppræta síðustu leifar kristinnar trúar, sem hann segir að standi sósíalistahreyfinguni mest fyrir ■þrifum! Pað eru nú nálega 20 ár síðan eg las útdrátt úr þessu riti Bebels og ýms flugrit, sem danskir og þýzkir sósíalistar dreifðu út um öll Norðurlöd. pá komst eg inn i anda sósíalistastefnunnar. Og þá

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.