Lögberg - 27.01.1921, Side 5
LÖGBERG, s FIMTUDAGINN, 27. JANúAR 1921
Bli. 5
fram fé til viðhalds Fríkirkjunni. En, eins og Hálsbury lávarð-
ur tekur fram, hafa dómstólarnir enga heimild til þess að vera með
nein heilabrot um það, hvað sé mikilvægt eða ekki mikilvægt í hinum
upprunalegu trúarskoðunum. pað, sem um er að ræða, er, hverjar
skoðanirnar í raun og veru voru. Hann tilfærir trúarskoðanir Pres-
bytera kirkjunnar sameinuðu, sem halda fram algjörðum aðskilnaði
ríkis og kirkju, og bendir á hvað ósamrýmanlegar þær tvær stefnur
séu.
Halsbury lávarður tekur þar næst til íhugunar útvalningar kenn-
inguna kalvínsku, sem minnihíutinn hélt fram, að vikið hefði verið
frá í sameiningar skilmáiunum, og úrskurðar, að einnig af þeirri á-
stæðu beri að dæma málið minnihlutanum í vil.
Halsibury lávarður tekur til ihugunar staðhæfing þá, að sérhver
kristin kirkjudeild hafi samkvæmt eðli sínu vald til þess að breyta
kenningum s'inum og sýnir ómótmælanlega, að slík staðhæfing hefir
við ekkert að styðjast. Um það farast honum þannig orð (bls. 628):
“Eg geri ekki ráð fyrir, að nokkur muni neita því, að einstakling-
ar eða félags-heild megi breyta trúarskoðunum sínum samkvæmt því
er samvizka þeirra býður, en þegar menn hafa gefið fé til ákveðins
fyrirtækis og því til eflingar þá hafa eftirmenn þeirra ekkert vald
til þess að nota það á annan hátt.”
Halsbury lávarður efast stórlega um, að 'hér sé um neina veru-
löga sameining hinna tveggja kirkjudeilda að ræða og álítur, að sam-
einingin sé að eins í ytra fyrirkomulagi, en ekki hvað kenningar
snertir. Hann kemt þannig að orði (bls. 628):
“Sameining þessi er ekkert annað en yfirskin. Ekkert kirkju-
félag getur orðið hluttakandi í eignum annars kirkjufélags, sem helg-
aðar hafa verið sérstökum trúarskoðunum, að eins með því að þau
segi á þá leið: pað er sumt í þessu eða hinu játningarritinu, s)em
við skulum koma okkur saman um að láta liggja í þagnargildi og ganga
þannig frá játningum okkar, að bæði geti undir þær skrifað.
“Að mínum dómi myndar slikur samningur alls ekki kirkju, eða
þá—svo eg viðhafi orð Sir William Smiths—trúarbragðalausa kirkju.
Játningar hennar væri ekki ætlaðar til þess að vera trúarjátning,
heldur til þess að breiða ofan yfir trúaratriði þau, er gæti orðið sam-
einingunni til fyrirstöðu.”
Fyrir dómstóli þessum var því haldið fram fyrir hönd verjenda, að
Tjaldbúðarsöfnuður hafi verið eða sé orðinn játningarlaus söfnuður og
væri þess vegna al'ls ekkert óeðliilegt eða óleyfilegt við það, að hann tæki
inn I söfnuðinn eða innlimaði meðlimi únítarasafnaðarins, sem einn-
ig sé játningarlaus stofnun. pví var haldið fram, að hin fyrirhug-
aða sameining væri í raun og veru ekki beinl'ínis sameining heldur
miklu fremur hitt, að Tjaldbúðarsöfnuður væri að vaxa með því að
bæta við sig meðlimum únítarasafnaðarins. pví var enn fremur
háldið fram, að Tjaldbúðarsöfnuður hefði aldrei skoðað játningarritin
bindandi, hefði viðurkent trúfrelsi einstaklingsins og hefðí fyrir þá
sök sagt sig úr lúterska kirkjufélaginu. Frá þessu sjónarmiði
væri sameining við lúteTska kirkjufélagið í rauninni óaðgengilegri en
við únítara.
pvi var enn fremur íhaldið fram, að í aðalefninu þýddi samning-
Hrinn það, að Únfitarasöfnuðurinn legðist niður og gengi inn í Tjáld-
buðarsöfnuð. Staðhæft var og, að ibáðir söfnuðimir neituðu plenary-
innblæstri ritningarinnar og héldi því báðir fram, að játningarritin
væri ekki bindandi, og geti þess vegna ekkert verið sameining þeirra
til fyrirstöðu.
Við rðkfærslu málsins fanst mér málfærslumaður verjenda halda
vel uppi málstað þéirra frá þessum hliðum. En hér er í aðalefninu
sannreyndir að ræða. Að mínu áliti hafa kærendur fært órækar
sönnur á staðhæfingar sínar i kæruskjalinu, einkum og sérílagi þær,
sem gerðar eru í þéim greinum kæruskjalsins, er tilfærðar eru hér að
framan. Sá úrskurður yfirdómarans virðist mér óhrekjandi, að með
hinum fyrirhuguðu undirstöðuatriðum til sameiningar við Únítara-
söfnuðinn, kæmist slík sameining á, væri i grundvallar-atriðum vikið
frá stefnu Tjaldbúðarsafnaðar, sem fram er tekin í grundvaliarlög
um hans.
Eg skil þannig dómsástæður lávarðadeildarinnar í Fríkirkjumál-
*nu — á eg hér einkum við dðmsástæíSur þeirrai Halsbury lávarðar,
Davey lávarðar og James lávarðar — að samkvæmt þeim sé með öllu
ómögulegt að verja annan eins samning eins og þann, sem verjendur
i máli þessu hafa leitast við að gera.
Oss var bent á ýmsa merkilega dóma í Bandaríkjunum, sem bygð
ir eru á þeim sömu ensku dómsúrskurSum er vitnað er til í Fríkirkju
málinu.
I málinu Kniskern v. Lutheran 'Churches, I Sanford Ch. Rep.
489, var landeign veitt árið 1789 fjárhaldsmönnum evangelisks lút-
ersks prestakalls, er tvéir söfnuðir heyrðu til, “til sameiginlegra af
nota og hagnaðar fyrir prestakallið um aldur og æfi.” Báðir söfnuð-
irnir bygðu kirkjur — saroéiginleg trúarjátning þeirra var Ágsborg-
ar-játningin. Árið 1830 gengu þéir i Hartwick kirkjufélagið, er
var evangeliskt lúterskt. Árið 1837 sögðu þeir skilið við Hartwick
kirkjufélagið og stofnuðu nýtt kirkjufélag, ásarot öðrum söfnuðum,
Adams, 64 Mass. 129, var söfnuði veitt
‘éins lengi og hann heldur fast við
fneð trúarjátning, sem í þrenrur höfuðatriðum var frábrugðin Ágs-
orgar-játningunni. Úrskurðað var, að með þessu hefði verið brotin
s í yrði þau, sem afnot eignarinnar væri ibundin, og eignin á ólögleg-
an hátt notuð til annars en þess er til var ætlast.
í málinu Princeton v. Adí
erfðagjöf er hann skyldi njóta
S^*a» nn 2iltianú* aðalkenningar og meginreglur trflar og kirkju
siða, er þá voru únítariskar. úrskurðað var, að með því að viðtaka
kenmngarkerfi og helgisiði þrenningarmanna hefði söfnuðurinn fyr
irgert öllu tilkalli til gjafarinnar.
par stendur meðal annars þetta:
“Fra fyrstu kristni hafa þær (stefnur þrenningarmanna og Únít
ara) avalt verið álitnar, eins og þær eru cnn í dag, andvígar stefnur
Og domstólarmr hafa gefið þann úrskurð, að fé, sem gefið hefir verið
til styrktar annan stefnunni, sé misbrúkað og því ranglega varið sé
það notað til styrktar hinni stefnunni, og hafa tekið í taumana þegar
um slíka misbrúkun fjár er að ræða.”
Vér tökum eftir því, að í dómsástæðunum í þessu máli, eins og i
Kniskem málinu, er vitnað í Atty-Gen. v. Pearson, 3 Mer. 353; Shore
v. Wiison, 9 Cl. og F. 355; Atty-Gen. v. Drummond, I Dr. og War.
353, og aðrar alkunnar enskar heimildir.
í málinu Baker v. Ducker, 21 Pac. Rep. 764, var úrskurðað, að
meirihluti safnaðar (First Reformed Church of Stockton) ekki mætti
reyta tilganginum, sem eignin var keypt í, með því að viðtaka frá-
rugðnar kenningar annarar kirkjudeildar og breyta um nafn.
í málinu Lindstrom v. Tell, 154 N. W. R. 969, var samskonar úr-
s urður gefinn . Meirihluti safnaðar hefir ekki leyfi til að nota
eignirnar þannig, að í bága komi við hin upprunalegu skilyrði er af-
no þeirra. voru bundin, sé þVí mótmælt af minnihluta — hvað lítill
sem sa minnihluti kann að vera.
Málið Rottman v. Bartling, 35 N.W.R. 126, kom upp í Nebraska.
vissir embættismenn og meðlimir evangelisks lútersks safnaðar
• ameinuðust ‘Die Erste Deautsche Evangelische Zions Gemeinde” án
Sf'n a_næFÍlegan fyirvara samkvæmt safnaðarlögunum. Dóm-
i f, 6. ,nn!? 1 málinu, að með því þeir ekki framar væri meðlimir
; ers “ irkjunnar þá bæri þeim ekki umráð yfir eignum safnaðar-
lns- par stendur:
bei ^rsl!ta'atriðið * máli þessu er það, hvort kærendur og þeir, er
máí11 að. maluTr\ eða verjendur og þeir, er þeim fylgja að
„8f , 1)11111 r^tt;i °F lðgmæti Fyrsti evangeliski lúterski
ba« U< Ur. ■, ^et)raska f'ity> Að vorum dómi sýnir vitnaleiðslan
um yrei!!!legra’ að kærendur og þeir, er þeim fylgja að mál-
Pe^ FyrStl eva^elislci íúterski söfnuður í Nebraska City.
klofn^ k,rfVuleSnr félagsskaPur klofnar og úr því á að skera, hvor
stólarn *^Urel'1 loFmætt áframhald félagsskaparins, þá fara dóm-
beirm ^ e* í'r hanS el?m !8gum og stjórnarskipun samkvæmt anda
ekki v. S tllgan?1: Harnson v. Hoyle, 24 Ohio St. 254. Væri þetta
sem ernnig* H -IT* ^ fl°kk manna innau lhvaða «afnaðar
komulagr Sam ’ að br6yta kennin?um hans og stjórnarfyrir
MerH409ta “f1? *tn} er Attorney ^neral v. Pearson, í
gefnar — hvn JT a há leið> að >e?ar eignir eru þannig
tekið að tiZZ faStC!gn 6ða lausafé ~ að greinilega er fram
uði móiLælendfnnnvu "r1 Sé Sá aí5 VÍðhalda frikirkjusöfn-
báea við land ía’ T heldur fram neinum kenningum er koma í
8 landsl«kin, þa er það skylda dómstólanna að sjá um, að slík-
um fyrirmælum sé fullnægt og með féð farið samkvæmt tilgangi
stofnendanna. 1 sama máli, á blaðsíðu 400, segir Eldon lávarður:
pegar ósamlyndi kemur upp í söfnuði, þá er dómstólunum að eins
að taka tillit til eðllis hinnar upprunalegu stofnunar sér til leiðbein-
ingar við úrskurð sinn. Og að skírskota til nokkurs annars mæli-
kvarða (svo sem, til dæmis, skilnings meirihlutans) væri að mynda
nýjan félagsskap, og væri slíkt algerlega fyrir utan verkahring dóm-
stólanna og gagnstætt skyldu þeirra. Meginreglur þessar eru við-
urkendar í dómunum Craigdallie v. Aikman, I Dow, I; Foley v. Wont-
ner, 2 Jac. og W. 245 Leslie v. Birnie, 2 Russ. 114; Davis v. Jenkins,
3 Ves. og B. 156; og Milligan v. Mitchell, 3 Myl. og Cr. 272, og 1 Myl.
og K. 446.’.
“Sömu meginreglur eiga við í máli þessu. Pað, að verjendur
sögðu sig ekki úr í einum hóp heldur reyndu að halda umráðum yfir
kirkjunni, breytir engu. Öll vitnaleiðslan bendir til þess, að þeir
hafi fallið frá lúterskri trú og eiga því ekkert tilkall til safnaðar-
eignanna: Kniskern v. Lutheran Churclhes, I Sandf. Ch. 439; Harri-
son v. Hoyle, 24 Ohio St. 254; Field v. Field, 9 Wend. 401. Gable
v. Mlller, 10 Paige, 627, og 2 Denio, 492; Church v. Wood, 5 Ohio,
283.”
I málinu Schnorr’s Appeal, 67 Pa. St. R. 138, ritar Sharswood
dómari dómsástæður réttarins og dæmir þannig, að sé söfnuður mynd-
aður og honum aflað fjár, hvort heldur með gjöfum eða samskotum,
sem tilheyrandi einhverjum ákveðnum trúJarbragðaflokki eða háður
ein'hverju sérstöku kirkjustjórnar fyrirkomulagi, geti hann ekki rof-
ið slíkt samband eða breytt slíku stjórnarfyrirkomulagi. Vitnar
hann þar til Atty-Gen. v. Pearson, 3 Mer. 352. Honum farast
þannig orð:
“peir í kirkjulegum féiagsskap, þótt í minnihluta sé, sem halda
fast við og beygja sig undir viðteknar reglur kirkjunnar inn'an safn-
aðar og félagsheildarinnar, eru hinn lögmæti söfnuður og hið lög-
gilta félag, sé söfnuðurinn löggiltur: Winebrenner v. Colder, 7
Wright, 244. Eignir safnaðar, er klofnar, tilheyra þeim hluta hans,
sem fylgir safnaðarlögunum, þegar skera á úr hvor sá hluti safnað-
arins sé, eru þau kirkjuleg lög og venjur, kirkjusiðir og meginreglur,
sem söfnuðurinn viðurkendi áður en ósamlyndið kom upp, mæli-
kvarði sá, er dæma verður eftir: Mc Ginnis v. Watson, 5 Wright, 9.
pótt virðast kynni, að skoðun Lowrie , yfirdómara í síðastnefndu
máli komi í bága við nokkuð í ákvæðum þessum og hialda því fram, að
söfnuður geti breytt meginreglum eða siðvenjum sínum í nokkru
verulegu án þess að fyrirgera rétti sínum til eignanna, því að neita
sliku “væri að neyða allar kirkjur til að lúta lögum, sem eru gagnstæð
insta eðli alls hugsana og trúarlífs”, og vegna þess, að trygging sú
fyrir trúarbragðafrelsi, sem fiög landsins veita, banni oss að skilja
lögin á þann veg, þá leyfi eg mér allra virðingarfylst að vera slíku ó-
samþykkur og andmæla því. Eg geri það þv'í fremuir sem slíkt var
með öllu óviðkomandi .nokkru atriði má'lsins. Dómstólar, sem hafa
með höndum eftirlit og umsjón með öllum löggiltum og ólöggiltum
félögum, verða að hafa einhverjar ábyggilegri og ljósari meginreglur
við að styðjast en þær, sem dregnar verða út úr hugmyndinni um
hugsana og trúarbragða frelsi. Tryggingin fyrir trúarbragða-
frelsi kemur eignunum alls ekkert við. Hún tryggir engum frelsi
til þess að stela kirkjum. Hún veitir einstakllingum rétt til þess að
segja sig úr söfnuði, mynda nýjan söfnuð með þeirri trúarjátningu
og því stjórnarfyrirkomulagi er þeim gott þykir, mynda nýjan sjóð
og koma upp annari kirkju; en hún veitir þeim engan rétt til þess
að leggja undir slg eignir, sem menn, er ef til vill eru hnignir til mold-
ar höfðu helgað annarskomir afnotum. Lög hugsana og trúarlífs
standa efcki landslögunum ofar héldur verða að lúta þeim”.
I málinu Guðmundsson v. Thingvalla Lutheran Church, 150 N. W
R. 750, var um það rætt, hver áhrif grein í safnaðarlögunum hefði
þar sem fram er tekið: “Sundrist söfnuðurinn, heldur sá hluti hans
eigninni, sem heldur fast við þessi safnaðarlög.” Og á það var
bent (bls. 769), að sú regla hefði gilt jafnvel þó ekki hefði verið neitt
slíkt grundvallarlaga-ákvæði, og var því til sönnunar vitnað í 34 Cyc.
1167.. Hið trúarlega ágreiningsatriði er um var að ræða í deilu
þeirri, og tíl málsófcnar leiddi, var plenary-innblásturskenningin.
Allar heimildir þessar sýna og sanna, að Tjaldbúðarsöfnuður
getur ekki skoðast játningiirlaus söfnuður eða sem kirkjulegur fé-
lagsskapur er af yflrlögðu ráði hefir svo óákveðnar og teygjanlegar
kenningar og trúarskoðanir, að hann sé nógu breiður til þess að geta
innhýst hvað sem vera skal innan kristninnar. Tjaldbúðarsöfnuður
hefir augsýnilega ekki verið og er ekki þannig, heldur hefir borið með
sér og ber með sér öll sýnileg einkenni kristins safnaðar. Eins og
Halsbyry lávarður tekur fram í Fríkirkjumálinu (bls. 612) :
“Alment talað mundi maður segja, að samleikur trúarlegs fé-
lagsskapar, sem gengur undir nafninu kirkja, hljóti að felast í kenn-
inlgar samræmi. Játningarrit hans, trúarjátningar, fyrirskipanir,
mælikvarðar, o. s. frv., er augsýnilega til þess ætlað að tryggja sam-
eining I trúnni sem meðlimirnir játa, og í öllum kristnum kirkjum
virðist það vissulega vera 'aðal-tilgangurinn með játningarrit og trúar-
játningar að menn játi oplinberlega eina tíður aðra trúarskoðun sem
band það er tengi þá saman í eina krLstilega félalgsheild.”
Lögmæti fundarboðsins er boðaði fundinn 15. maí 1919, þegar
gengið var að tilboði Fyrsta íslenzka Únítarasafnaðarins um samein-
ing með 38 atkvæðum gegn 16, var véfengt vegna þess, að það tæki
ekki nógu greinilega fram verkefni fundarins. 1 viðbót við dóms
úrskurði þá, er til er vitnað S dómsástæðum yfirdómarans, vitna eg
til Pacific Coast Coal Mines v. Arbuthnot, (1917) A. C. 607. Að
mínu áliti er enginn minsti vafi á því, að fundarboðið er ógilt þótt’
málrið, eftir minni skoðun, ekki snúist beinlínis um það atriði heldur
um hitt hvort hér sé um fráfali frá trúnni að ræða.
1 fljótu brajgði lá mér við að fallást á staðhæfing þá, að dóms-
úrskurðurinn hefði gengið of langt. Dómstódarnir skerast í leikinn
í þessum efnum einungis vegna þess að ranglæti er btíitt í sambandi
við eignirnar. pví þá ekki að 'láha dómsúrskurðinn ná að eins til
eignanna? pví var þess vegna haldið fram, að alls engin þörf væri
á yfirlýsing þeirri í öðrum lið dómsúrskurðarins, að verjendur hafi
fállið frá, sé ekki lengur meðlimir safnaðarins og hafi fyrirgert öllu
tilkalli til eígnanna. En í ljósi dómsúrskurðanna sést, að svona
hefir nákvæmlega farið fyrir verjendum. Og það eru þeirra eigin
gjörðir, er þeir af ásettu ráði hafá gert sig seka í þrátt fyrir ein-
dregna mótspyrnu minnihlutans, sem nú koma þeim í koll. Mér finsl
sérlega sláandi það sem Sharswood dómari segir í Schnorr’s Appeal
og eg hefi tilfært hér að framlan. Verjendur verða að sæta afleið-
ingum sinna eigin gjörða og lítilsvirðingar þeirra á réttindum annara.
Eg álít að dóm þann, er áfrýjað hefir verið, beri að staðfesta og
að vísa frá áfrýjan verjenda.
Verjendur greíði málskostnað.
Dennistoun yfirréttardómari:—
Eg er algerlega samþykkur niðurstöðu og dómsástæðum hins hátt-
virta yfirdómara King’s Bench réttarins, sem í máli þessu dæmdi,
og einnig er eg samþykkur dómsúrskurðinum eins og hann er bókað-
ur. Mál þetta hefir vertið ítarlega fært hér í yfirréttinum, og bar
flutningur máJlsins vott um mikla guðfræðilega þekkingu og rannsókn
málfærslumannanna. Mr. Tihorson, sem ekki flutti málið í undir
réttinum, og hafði að eins 'Mtinn tíma tii undlirbúnings, færði mál
áfrýjenda með miklum dugnaði.
Mikill hluti rökfærslunnar snerist um það, hvort hinar þrjár
almennu játningar, Ágsborgar-játningin og Fræðii Lúters 'hin minni,
væri bindandi fyrir Tjaldbúðarsöfnuðinn, og eg er á sama máli og
háttvirtur yfirdómarinn, að með safnaðarlögunum frá 1894 hafi söfn-
uðurinn víðtekið játningar þessar og, að þær hafi aldrei verið
numdar úr gildi. pótt aldrei nema inn á það væri gengið, sem
verjendur halda fram, að meðlimum safnaðarins hafi verið leyft mikið
skoðanafrelsi, þá er engu að síður fullsannað, að söfnuður þessi var
myndaður og honum haldið uppi á grundvelli þrenningarlærdóms-
ins og engum öðrum grundvelli. 1 mínum huga er þetta úrslita-
atriðið í máli þessu, án tillits til mismunandi skýringa á lærdómi
þessum, er fram kunna að koma í játningarritunum, og án tillits til
nofckurra játningarrita.
Sú tilraun nokkurs hluta TjaldbúðarsafnaCar að sameinast við
urkendum Únítarasöfnuði með þeim skilningi að hvorugir þyrfti að
slá neitt af trúarskoðunum sínum þrátt fyrir mótmæli mjög mikils
hluta Tjaldbúðarsafnaðar, hlaut að kljúfa söfnuðinn eins og raun
varð á.
Sameiningar-grundvöllur sá, er.samþyktur var, var hvorki meira
né minrva en samningur um að stinga undir stól öllu því í grund-|
vallar-atriðum trúarinnar, er aðskilur þessar tvær kirkjudeildir, og
rækja starf hins nýja safnaðar á f járhagslegum grundvelli er báðum
væri hagkvæmur, undir leiðsögn prests (ef fáanlegur væri) sem
sneiddi hjá öllu því, er meitt gæti tilfinningar annarshvors flokksins.
Hugsanlegt er, að menn með nákvæmlega sömu trúarskoðanir gæti
myndað slíkan söfnuð, en eftir mínum skilningi er ekki hægt að neyða
mikinn hluta safnaðar, er heldur fast við lúterska skoðun á þrenn-
íngu guðdómsins, til þess að veita stórum flokki manna með algerlega
frábrugðnar skoðanir á guðdóminum hlutdpdd í kirkjueign sinni.
pað er ekki verk dómstólanna að fást við 'leyndardóma og skýr-
ingar guðfræðilegra kenninga nema að svo miklu leyti sem þess ger-
ist þörf til þess að geta ákveðið um eignarrétt. pví var haldið fram,
að Fyrsti Únlítarasöfnuðurinn í Winnipeg viðurkendi föður, son og
heilagan anda á vissum stöðum í handbók sinni, en (það var játað)
með ákveðnum skilyrðum og mjög svo á annan veg en þrenningar-
menn.
Sagan sýnir, að á liðnum öldum hafa 'hVað eftir annað risið deil-
ur á meðal játenda kristindómsans um þetta og því lík efni. Um
smávegis ágreining um það, hvernig beri að skilja vissar trúarsetn-
ingar og lærdóma, hefir verið deilt af miklu ofurkappi, er t.l þess
hefir leitt, að á vorum dögum hefir myndast mesti fjöldi kristinna
trúarflokka á þann hátt, að skoðanabræður hafa myndað sérstaka
flokka.
Allar þessar skoðanir, er menn sameiginlega og samvizkusiaan-
lega aðhyllast, ber að virða, og dómstólarnir hafa ávallt veitt þeim
fullkomna viðurkenning þegar um eignir er að ræða, sem safnað hefir
verið til þess iað halda uppi kenningum og trú stofnendanna. Alt,
sem útheimtist, er að komast að raun um hverjar þessar kenningar
Og trú séu olg, þegar vissa er fengin fyrir því, vernda þá er stöðugir
hafa staðið gegn yfirgangi hinna er vilj-a fleygja af sér fornum viðjum
og taka á sig aðrar þægiilegri í þeirra stað.
í máli þessu er það deginum ljósara, að kærendur halda fast við
þrenningar-kenningu lútersku kirkjunnar og, að verjendur eru reiðu-
búnir til þess að veita söfnuði, er Únítaratrú játar og getur orðiðj
meirihluti hins nýja safnaðar, skilyrðislaust full réttindi í söfnuðin- j
um og fullkomna hlutdeild í safnaðareignunum með valdi til þess að
breyta safnaðarlögunum eftir geðþótta meðlima hins sameinaða
safnaðar. pað, að Únitarar leggjia kirkjueign sina till samsteyp-
unnar, gerir málið einungis flóknara og nauðsynlegt fyrir dómstól. -a
að skerast í leik áður en þeirri eignasamsteypu verður við komið.
Markverður dómur og mjög svo hliðstæður er dómurinn í má'linu
Free Church of Scotland v. Overtoun, (1904) A. C. 515. Var þar
úrskurðað, að samleikur trúarlegs félágsskapar, sem gengur undir
nafninu kirkja, felist 1 samræmi kenninga, játningarrita, trúar-
játninga, fyrirskipana og mælikvarða. Band það, er tengir sr.man
l.ristilegan félagsskap, getur verið þannig, að það veiti einhverjum
vald til þess að hafa umsjón með, breyta eða draga úr trúarsctning-
um þcim og meginreglum, sem félagsskapurinn eitt sinn batt sig við.
En sanna verður, að slíkt vald hafi verið veitt.
Alls engin tilraun var gerð til þess að sanna, áð stofnendur þessa
safnaðar h'afi áskilið sér eða eftlirmönnum sínum vald til þess að
breyta 'hinni skýlausu viðurkenning þrenningarlærdómsin3 sem ein-
kent hefir söfnuðinn frá byrjun.
Tjaldbúðarsöfnuður er fríkirkjusöfnuður, óiháður nokkru kirkju-
félagi, biskupi eða öðru kirkjulegu valdi. Grundvallarlög þau, er
söfnuðinum er stjórnað undir, voru samþykt með atkvæðagreiðslu
meðlima ihans árið 1894. Ellefta grein þeirra, með fyrirsögninni
“Eignir”, hljóðar svo:
“Eign þessa safnaðar gtítur ekki gengið í annara 'hendur, nema
söfnuðurinn ákveði það með þj allra atkvæða á fundi. Ska'l þó málið
hafa verið borið upp og rætt á næsta fundi þar áður. Sundrist
söfnuðurinn, heldur sá hluti hans eigninni, sem heldur fast við þessi
safnaðarlög”
prettánda grein ákveður á þessa leið hvernig megi breyta safn-
aðarlögunum:
“Ekki verður lögum þessum breytt nema þj atkvæða á safnaðar-
fundi samþykki breytinguna; þó þarf hún að hafa verið borin upp
og rædd á næsta fundi á undan.”
Engin breyting eða tilnaun til ibreytingar á safnaðarlögunum var
gerð áður en sameining við Únítarasöfnuðinn var rædd og samþykt.
Peir, sem sameiningunni voru hlyntir, hafa vafalaust litið þannig
á, að með því þeir ekki væri að gefa upp neitt af sínum sérskoðunum
eða trúarsetningum væri engin þörf á neinni lagabreyting.
Að mínu áliti skjátlaðist þeim í þessu efni. Með þessu var verið
að gjör-breyta eðli safnaðarins í heild sinni, og jafnvel þó einstakir1
meðlimir hefði hugsað sér að halda fast við skoðanir sínar, nægði ekki1
sllíkt til þess að varðveita einkenmi þau er söfnuðinum voru gefin af
stofnendum hans.
Jafnskjótt og sameiningin væri komin á, átti að semja ný safn-
aðarlög, er byggjast skyldi á frumvarpi séra Friðriks til sambands-
laga og skilyrðum sém Jakoibs Kristinssonar. Áður en hægt væri
að viðtaka slík ný .safnaðarlög varð að sjálfsögðu að nema úr gildi
gömlu safnaðarlögin og draga úr eða sleppa með öllu ákvæðum þeirra
um játningarrit lútersku kirkjunnar á ísllandi.
Petta mundi hafa í för með sér algert fráhvarf og fclofning og,
samkvæmt 11. grein safnaðarlaganna, “heldur sá hluti safnaðarins
eigninni, sem heídur fast við þessi safnaðarlög.”
Ellefta grein gerir ráð fyrir að safnaðareignin geti gengið í ann-
ara hendur, haldi söfnuðuninn áfram að vera til sem ein heild og
haldi fast við safnaðarlögin. Hún gerir einnig ráð fyrir því, sem
hér hefir komið fram, og segir fyrir um það, ihverjum eignin beri ef
söfnuðurinn “sundrast.”
Tveir-þriðju allra atkvæða, sem um er talað í 11. grein, er alt ann-
að og óskylt þeim tveimur-þriðju atkvæða sem um er talað I 13. grein.
pessar tvær greinar eiga við alveg óskyld efni og aðferðir.
Verjendur hafa ráðstafað safnaðareigninni á annan hátt en safn-
aðariögin gera ráð fyrir, og án nokkurra tilrauna til breytinga á
safnaðarlögunum hafa þeir reynt að kollvarpa þeim.
Kærendur hafa staðið á móti þessu og söfnuðurinn hefir “sundr-
ast” samkvæmt 11. grein. Kærendur og þeir, er þeim fylgja að málum,
hafa “haldið fast við safnaðariðgin”, en verjendur og þeir, er þeim
fýlgja að málum, hafa brotið þau. Og eg er háttvirtum yfirdómara
King’s Bench réttarins sammála, að fara verði eftir safnaðarlögun-
um og að dæma verði þeim eignina er hún ber samkvæmt skýrum
fyrirmælum þeirra.
pegar kirkjulegur félagsskapur er myndaður til eflingar og út-
breiðslu vissra ákveðinna trúarkenninga, sem fram eru teknar í
grundvallarlögum hans, þá er meðferð eigna hans þeim skilyrðum
bundin, að þær sé notaðar til þess eins, og hefir meirihluti safnað
arins ekki vald til þess að nota eignirnar þannig að i bága komi við þau
skilyrði sé því mótmælt af minnihluta — hvað lítill sem sá minni-
hluti kann að vera.
Dómsúrskurðir þeir í Bandaríkjunum, sem hér eru ti'lfærðir, eiga
hér mjög vel við og eru margir hverjir svo að segja nákvæmlega' hlið-
stæðir máli því, sem hér er um að ræða: Princeton v. Adams, 10
Cushing (Mass.), 129; Kniskern v. Lutheran Churches, I Sanford Ch.
Rep. (N. Y), 439; Baker v. Ducker, 21 Pac. 764; Lindstrom v. Tell,
154 N.W.R. (Minn.), 969; Rottman v. Bartling, 35 N.W.R. (Neb.),
126; Ramsey v. Hicks, 87 N. E. R. 1091; 89 N. E. R. 597; Schnorr’s’
Appeal, 67 Pa. St. R. 138.
Eg álít að beri <að vísa frá áfrýjan verjenda og þeim 'beri að
greiða málskostnað.
CHAMBERLAINS
ineðöl ættu að vera á hverju
heimili.
Chamberlain’s Liniment er ó-
viðjafnanlegt
sem gigtar á-
burður, einnig
mjög gott við
Lumbago, liða-
veiki, tauga-
tognun ,bólgu,
vöðva sárind-
um og meiðsl-
um. Líka gott
við biti, kláða
o. fl. Ekkert
betra til að
bera á og
nugga úr herð-
ar og bak, ef
maður þjáist
af bakverk eða
öðrum vöðva-
sárindum.
Verð 35 cent cg 65 cent.
Mji'í/ MHF. fiAd
Chamberlain’s Mustard Palm
gerir sama gagn og Mustard
plástur, er langtum þægilegra til
brúkunar og bezti áburður aí
þeirri tegund, sem enn hefir vcr-
ið búinn til. Verð 60c askjan.
Chamberlain’s
Cough Remedy
er bezta hósta-
og kvef meðaLið
er menn þekkja
Mæðrum er sér-
staklega ráðlagt
að gefa það
börnum sínum.
Hefir það reynst
þeim ágætlega á
undanfömura
árum og mun
reynast eins vel
framvegis. —
Jafnvel við kíg-
hósta hefir með-
alið reynst vel
35c og 65c.
kÉ C0UGHS
ÍM C0LDS
ip’ CR0UP
WHÖOP,,*t
linl »iw>w
BROMCwm
50M THROAT
wriuCHZA
ouwíríi ifratttut.
SMALL &IZr.
Annað hóstmeðal, sem reynst
hefir ágætlega er Chamberlain’s
Cold Breakers; sérstaklega hefir
bað reynst vel fullorðnu fólki,
bæði við hósta, kvefi og höfuð-
verk. Chamberlain’s CoLd Brea-
kers gefa góðan og skjótan bata.
Verð 50c.
Við kveisu og inn-1
antökum er ekkert
jafn gott og Cham-
berlain’s Colic and
Diarroea Reme-
dy. Kveisa og inn-
antökur eru svo al-
gengar að flaska
af þessu ágæta
meðali ætti því að
vera á öllum heim-
ilum. Verð 35 cent
til 60 cent.
C —
W! ■œ*1
ro» PAIN |N Tltt STOMACM CMC.CHOUH* HCABlft COtiC ■lUOUI couC iwunTeav coue SUMMtR CÍWPIAINT ov5wtnnco»*úimotA 01OOOV KVt 1 Eultr iSTí í r* w». stts 1 Fm-i
l m C\0«dT »7 (toialaii ItfeÍK Ct, | TotMM, OiUMto
| 8m*U StM
1 ^
Sjóðnum lokaS.
Montreal Wekly Witness lætur
þess getið að Kínasjóðnum verði
lokað í enda þessa mánaðar (Jan.).
pað biður því alla er safnað hafi
fé fyrir hann, að senda það sem
fyrst austur. til sin. Eg tók á
móti $4,50 og sendi þann 11. þ. m.
þangað. Gefendur Mrs. Stefán
Anderson Leslie $1,00. Sigurður
Sigbjörnsson $1,00. 33 litlar stúlk-
ur $1,00. Lim Lie (Kínverji)
$1,50.
Svo þakka eg ritstjórunum báð
um fyrir að birta grein mína, um
þetta mál. Líka ðllum þeim er
litu það mildum augum og létu
eitthvað af hendi rakna. Sérstak-
lega þakka eg frú Ingibjörgu
Goodmundson vingarnlegar undir-
tektir.
Vinsamlegast.
Rannveig K. G. Sigbjörnsson.
JUNIPER
TABLETS
A ml
tV« B«B| Kiwv«
Kidncy »o«l BUoJcr
Rcmedie* , /
ManutMtmre *<7
outmtf wmou aii2
T«ror<ta, C«UrU
MUCE. 50 CENT3
Nýrnaveiki
er sífelt að
fara í vöxt.
Juniper Tab-
lets eru góð-
ar við öllurt.
kvillum sem
frá nývanum
stafa. Vær
hreinsa blóð-
ið og koma
lagi á þ/ag-
rásina. \ erð
5íi cent
tiL*
Ef þú þáist af höfuðverk þá
reynudu Chamberlain’s
TABLETS 25<t
CHAMBERLAIN MEDICLNE
Dept. H-------Co., Ltd.
Toronlo, Canada.
Fæst hjá öllum lyfsölum og
hjá Home Remedies Sales, 850
Main St., Winnipeg, Man.