Lögberg - 27.01.1921, Síða 6
Bls. 6
LÖGBERG,
FIMTUD AGINN,
27. JANÚAR 1921
I---------------
j /HaKa er
æfl sk6il
I Alt, sem
lærist i)A
Veríx wor*
af (telBlu/c
Vcg! HfBins A
P. P. P
Snjórinn.
Snjórinn befir sína kosti og fleiri en margir
•vita. Hann varðveitir jarðylinn, því frostið í
jörðinni er því þynnra, sem snjór liggur lengur á
henni. Hann leiðir illa bita og 'því gufar minni
hiti út úr snjóþakinni jörð en auðri. Snjóavetrar
varðveita því bæði rætur og fræ jurta.
En snjórinn vamar líka sólarhitanum frá að
komast niður í jörðina; heitt loft kemst ekki gegn-
um snjó. Og þegar snjórinn bráðnar, þá kælir
leysingarvatnið jarÖveginn, því hitinn kemst ekki
upp fyrir frostmark (0°) á meðan. En kæling-
in er líka nauðsynleg, því fræ jurta sofa órólegast
í jarðvegi, sem ýmist er heitur eða kaldur. Líf-
færin í frumlunum fara þegar að myndast við 1°
hita og mörg fræ skjóta frjóöngum við 1,5° hita.
Af þossu leiðir, að mörg jurtin mundi spretta út
um hávetur og deyja svo aftur í næsta frosti, ef
hitinn kæmist niÖur í jörðina. En snjórinn held-
ur kælingunni við, sv-o engin veðurbrigði hafa á'
hrif á jarðveginn, fyr en hinn rétti þroskatími
jurtanna er kominn — voriÖ; en þó getur vorið
víða brugðist og iðgræn jörðin helkalið. Snjór-
inn getur líka orðið jurtum að fjörtjóni, ef hann
feJlur á rakan jarðveg og liggur lengi; jurtirnar
eru ekki alls óhultar undir honum, því líka geta
þær kafnað, ef ísing liggur efst á fönn, eða klaka-
skorpa langtímum saman, eins og oft á sér stað
í vetrarblotum. Snjórinn er því að eins sæði jurt-*
sinna til gúðs, þó að hann falli á freðna jörð, þá
þolir vetrarsæði 18—20° kulda oft og einatt.
Snjórinn greiðir og fyrir rás vatnsis niður
í jörðina. A sumrum fellur um 7—18% af regn-
vatni í jörð niður, en 75% á vetrum.
Kuldinn herpir moldaragnimar saman, svo
bil verður á milli þeirra og því á leysingarvatnið
greiðari götu en regnvatn. Snjórinn heldur
rakanum við, því á snjóléttum vetrum þornar
jarðvegurinn. —
Snjórinn lcælir loftið, því mikinn hita þarf til
að bræða snjóinn og þann hita missir loftið. En
hann jafnar líka loftslagið, því að jörð, sem hul-
in er snjó, er altaf jafnheit, hvernig sem hún er
að öðru leyti.
Snjórinn hreinsar lí'ka loftið. Menn hafa
fundið 6040 gerla í einum teningsmeter af lofti,
auk ryks. Þetta taka snjóflyksurnar með, sér
til jarðar, þegar þær falla. Þegar snjórina
bráðnar, situr þetta eftir og verður úr því svört
efja yfir allan jarðveginn. Það eru ýms efni úr
náttúmnni, bæði lifandi og , dauðri. Þarar,
sveppir, trjábörkur, trjákvoða, trjálauf og blaða-
taugar, jurtahár, blómduft, fræ, hár af dýram,
leyfar af skordýrum o. frv.
Það er einskonar blanda af 26%" af lífrænum
hlutum og 74% af ólífrænum. Alt þetta rotnar
og berst með leysingarvatninu niður í jörðina og
frjófgar jarðveginn og moldarlagiÖ smáþyknar,
sem jurtin nærist á, því aÖ snjórinn býr til með
þessu gróðurmold: hann ber á jörðina, bæði á f jöll
og dali; sá áburður er lífskilyrði fjalljurtanna.
Því eru fjöllin oft svo fögur og bygðir ná upp
undir jökla. Snjórinn ver líka lausamoldina í
fjöllunum fyrir stormmn; hún blési annars í burtu.
Eyðimerkuraar í Suðurlöndum koma ekki ein-
göngu af regnleysi, heldur af því svona meðfram,
að staðvindarnir feykja burtu allri mold.
Snjórinn er líka fullur af lofti og þess vegna
er hann hvítur; 19 tuttugustu af lausamjöll er
loft; einkum er nokkuð af kolsýru í snjónum og
etyður það talsvert að moldarmynduninni. En
kolsýran á drýgstan þátt í uppleysingu jarðar, Því
kolsýrublandað vatn og snjór leysir upp alla málm-
ana, að meira eða minna leyti, þá sem era aðal-
efnin í algengustu bergtegundum í jörðunni og
oll jarðarmyndun og alt jurtalíf er undir komið.
------o------
Darling konungsson.
Þegar konungsson kom til borgarinnar, var
glaumur mikill og gleði á ferðum. Spurðust
veiðimenn fyrir, hvað um væri að vera. Var þeim
þá sagt að konungsson sá er kvalið hefði fólk sitt
svo mjög, hefði fundist örendur af reiðarslagi í
herbergjum sínum. (því þannig hugðu menn af"
drif konungssonar). Fjórir af stallbræðmm
hans hefðu þá reynt að brjótast til valda og skifta
ríkinu milli sín, en mönnum var kunn orðin var-
menska þeirra og tóku þá skjótlega af lífi. Köll-
uðu þeir svo Suliman konungsfóstra til valda og
var krýning hans að fara fram. Töldu þeir nú
þjóðþrif og framtíðarhamingju sína vísa, í ráð-
vendni og réttlæti Sulimans.
Darling konungsson barst illa við þessa sjón.
öskraði hann nú af öllum mætti og streyttist við
hlekkina, en fékk eigi að gert. Sýnu ver barst
hann af, er hann kom á völlinn fyrir framan höll
8Ína og gat að líta Suliman krýndan í skrautlegu
hásæti og mannfjöldann að færa honum áraaðar-
óskir. Ilann sá Suliman lyfta hendi að biðja
aér hljóÖ3 og heyrði hann taka til máls: “Eg
hefi nú þegið kórónu þá er þér hafið boðiÖ mér,
að eins í því augnamiði að vernda hana til handa
Darling konungssmi, sem eigi mun vera andaður
eins og þér hugsiÖ. Segir mér svo hugur um, að
þér eigið eftir að sjá hann bera kórónu þessa rík-
is, með þeirri sæmí og því drenglyndi, er hann
sýndi þá er hann kom til ríkis eftir föður sinn.
Því vei, hann lét ginnast af smjöðrurum, en eg
þekti hjartalag og veit, að ef það hefði eigi verið
fyrir hin vondu áhrif félaga hans, þá hefði hann
orðið réttlátur konungur og sannur faðir þegna
sinna. Látum oss hafa sanna óbeit á syndum
hans, en hryggjumst jafnframt yfir óhamingju
hans og vonumst staðfastlega eftir viðreisn hans.
Hvað sjálfum mér viðvíkur, vildi eg glaður deyja,
gætum vér á þann hátt öðlast konungsson aftur
til réttlátari og virðingarverðari ríkisstjórnar.
Þessi orð gengu mjög til hjarta konungssyni.
Framh.
------o-------
ÚR LJÓÐUM
MATTHIASAR JOCHUMSSONAR
Forsjónin.
Hvað er það Ijós, sem lýsir fyrir mér
þá leiÖ, hvar sjón mín enga birtu sér?
Hvað er þaÖ ljós, sem ljósiÖ gjörir bjart
og lífgar þessu tákni rúmið svart?
Hvað málar “ást” á æsku-ibrosin smá,
og “eilíft líf’’ á feiga skörungs-brá?
Hvað er það ljós, þú varma hjartans von,
sem vefur faðmi sérhvera tímans son?
Guð er það ljós
Hver er sú rödd, sem býr í brjósti mér,
og bergmálar frá öllum lífsins her—
sú föður-rödd, er metur öll vor mál,
sú móður-rödd, er vermir líf og sál—
sú rödd, sem ein er eilíflega stilt,
þó allar heimsins raddir syngi vilt—
sú rödd, sem breytir daufri nótt í dag
og dauðans ópi snýr í vonar-lag?
Guð er sú rödd.
Hver er sú hönd, sem heldur þessum reyr
um hæstan vetur, svo hann ekki deyr—
sú hönd, sem fann, hvar frumkorn lífs míns
svaf
sem fokstrá, tók það upp og líf því gaf—
sú hönd, er skín á heilagt sólar-hvel
og hverrar skuggi kallast feikn og hel—
sú hönd, er skifar lífsins laga-mál
á lilju-blað sem ódauðlega sál?
Guð er sú hönd.
Ileyrði’ eg móður.
Heyrði ’ eg móður hugga börn
hjartaljóði fínu,
og sama ljóðið særðan örn
syngja jóði sínu.
Vöskum dreng.
Vöskum dreng í svip eg sá
sólu sikína banda,
fögur böm úr brúna sjá
brostu mér í and.
Lít og bak við lagarhjúp
leynast keilu slóðir,
brúðaraugans blíðu djúp
byrgir heilar þjóðir.
Svo sem gjörvöll sólarmynd
sjávardropa alin
brosir eilíf andans lind
augans steini falin.
Stökur.
Einatt sýnist öllu gleymt,
sem aldrei hafi veriÖ,
flest af liðnu lífi dreymt,
og lagt á hillu kverið.
Farir þú um sojlinn sæ
sérðu stóra falda,
komirðu heim á hlýjan bæ,
horfin sýnist alda.
Brosir þá við sjónum sögn
svö sem 8pegilglerið,
faðmar sól og friðarlogn
fagurey og skerið.
Yfir farinn æfisjó
eins er þeim að skoða,
sem með innri sálarró
sér yfir lífsins boða.
Ven þig á, er EIli grá
alt vill frá þér taka,
gæðin smáu glaðri brá
gefa þá til baka.
l
---------o----------
Sœtindanautn.
Kynslóðiraar hafa háð langa og harða bar-
áttu til útrýmingar áfengum drykkjum, og unnið
þar svo marga stórsigra, einkum á seinni árum,
að engan veginn er óhugsandi, að í tiltölulega
’náinni framtíð verði hættan af nautn áfengra
drykkja, að mestu leyti útilokuð. — Víða hefir
einnig nokkuð verið unniÖ að því að takmarka-
tóbaksnautn og árangurinn þegar orðið talsverð-
ur.
1 Ameríku, er vindlinganautn á m'eðal ungl-
inga orðin að beinni landplágu, sem krefst þess
að hin opinberu stjórnarvöld taki í taumana. Það
er ekkert sjaldgæft að sjá drengi um fermingar-
aldur með gula alla fing^urgóma af vindlinga-
brenslu, og andlitin, sem vera hefðu átt rjóð og
sælleg, hvít eins og vindlingapappírinn.
En það eru fleiri plágur, sem verðar eru
alvarlegrar íhugunar. Sæfindanautnin hér á Vest-
urhveli jarðar, er komin á það stig, að hún getur
þá og þegar stofnað þjóðarheilbrigðinni í voða. —
Að ógleymdu því, hve miklum peningum, sem verja
hefði mátt til annars nauðsynlegra, er eytt árlega
fyrir hinar og þessar sætindategundir (candy),
þá er hitt þó enn alvarlegra, að með ofnautn 'sæt'
inda, ^tofnar fólk heilsu sinni í voða. Það hef-
ir meðal annars verið viðurkent af læknum, að
tannsýki sú hin almenna, sem unglingar nú á tím-
um eiga við að stríða, stafi að miklu leyti af of-
nautn sætinda. Stöðugt sætindaát, er ennfrem-
ur skaðlegt fyrir meltinguna. Ekkert á betur
við mannlega heilbrigði, en reglulegar máltíðir.
Það er bæði óholt og ónauðsralegt að vera stöðugt
að narta í hitt óg þetta milli máltíða, en þó fátt
óhollara, en sætindi, sem beinlínis veikja melting-
arfærin. En finnist mönnum á annað borð þeir
hafa þörf fyrir aukagetu á milli máltíÖa, þá eru
beiskir eða súrir ávextir heilnæmastir, sökum
þess að þeir innihalda tiltölulega lítið af næring-
arefnum.
Það era ekki öll sætindi jafn skaðleg. Sæt-
indi, sem innihalda púðursykur eða hunang, eru
þau langhollustu og tiltölulega meinlítil, sé þeirra
neytt með máltíðum.
Gott ráð til að venja sig af ofnautn “candvs,’
er að borða í þess stað rúsínur, döðlur og sveskjur.
--------o--------
JURTIN FAGRA
( CTr ‘Æskunni.’)
Úti í skóginum óx jurt ein lítil. Blöð hennar
voru fagur-hvít og mynduðu lit la stjörnu, og í milli
þeirrr var ofurlítið rautt hjarta.
Af blóminu angaði ilmur svo unaðslegur, að
hver sá, er honum andaði að sér, varð gÍaÖur í
huga og ánægður.
Þetta barst litlu kóngisdótturinni til eyrna.
Iíana fýsti að njóta gleði og ánægju, og því fór
hún út í skóginn, þangaÖ sem jurtin var.
Hugfangin horfði hún á blómið fagra, —
horfði á hvítu blöðin og rauða hjartað og andaði
að sér ilminum, sem af því lagði. Og hún kendi
svo mifyllar gleði og ánægju, að slíks hafði hún
aldrei fyr orðið vör.
“Yndisfagra jurt’’, mælti liún. “Það er synd
að láta þig vera hér úti í skóginum. Eg ætla að
grafa um rætur þínar, taka þig upp og flytja þig
með mér heim í höllina. Og þar skal eitt yfir okk-
ur báðar ganga; þér skal líða þar jafn-vel og mér
sjálfri.”
Hún gróf mí kring um jurtina með mikilli
varúð og tók hana upp, án þess að skemma nokkra
af smágerðum rótum hennar, og flutti hana með
sér heim yí höllina. Þar setti hún hana niÖur í
jurtaker úr skíru gulli, og hafði hana inni í -her-
berginu sínu.
“Nú skalt þú eiga jafn-gott og eg sjálf,”
mælti hún; “ekkert skal vera þér of gott, það er eg
getí télátið.”-----
Fyrsta daginn vökvaði hún hana með sætum
miði. — En morguninn eftir var eitt af hVítu blöð-
unum fallið niður á græna mosann, sem lagður
hafði verið í kerið kring um jurtina.
“Eg verð að láta hana eiga enn betra,” sagði
kóngsdóttirin; “ekkert er of gott handa yndis-
fögru jurtinni minni.” Og nú vökvaði hún hana
með dýrindis vmi. En morguninn eftir var ann-
að blað fallið niður á mosann.
“ Vínið hefir verið of sterkt,” hugsaði kóngs-
dóttirin. Eg skal reyna að vökva með mjólk.” Og
hún gerði það. En það fór á sömu leið, morguninn
eftir var enn eitt hvíta blaðið fallið á mosann.
Þegar litla konungsdóttirin sá það, varð hún
döpur í bragÖi.
v “Jurtin saknar skógarins,” sagði hún við
sjálfa sig. “Ilún þráir sólekin og himindögg. Eg
skal því gróðursetja hana aftur þar sem eg tók
hana.” Og hún fór með jurtina út í skóginn og
gróðursetti hana þar sem hún var áður. VonaÖi
hún nú að na?turdöggin bætti henni það sem á
hafði skort aðhlynninguna heima í höllinni.
Og það reyndist svo.
Morguninn eftir gekk kóngsdóttirin útí skóg-
inn til að vitja um jurtina og þá var þar komið
ofurlítið nýtt blað í viðhót, hvítt og fagurt eins og
hin. Og á hverjum morgni kom kóngsdóttirin að
vitja um jurtina, og alt af varð hún fegurri og ít-
urvaxnari, hvíta stjarnan með rauÖa hjartað. —
Enn stendur jurtin fagra og eykur gleði og á-
nægju þeim er á hana horfa. Og svo er háttað um
hverja jurt. — Við hljótum að dást að þeim, ef
við skoðum þær. Sjáum hvemig þær þróast og
hvernig þær eru gerðar: Úr hnefafylli af svartri
mold myndar jurtin það sem vér sjáum: Rót og
stöngul, grein og kvist, knapp og blað, blóm og
ávöxt. Og alt er þetta svo haglega gert, og litimir
svo vel valdir, að enginn listamaður fær búið til
annaÖ eins.
---------o--------
Sannleiks-kom.
Láttu þér ekki detta í hug, að þú getir ekki
látiÖ eldmóð þinn og áhuga í ljós með öðru en stór-
vrðum. Nei, sá sem leggur það í vana sinn, getur
átt á hættu að orð hans verði einskis metin, eink-
um ef framkvæmdirnar samsvara ekki orÖunum.
---------o--------
Góðir siðir.
Framh.
AS taka þátt-í að gera grín að öðrum, hvort
lieldur þeir eru viðstaddir eða ekki, sem grín er
gert að, er öllu velsæmi ósamboðið.
Lotning fyrir trúmála athöfnum, ber vott um
háttprýði og göfuga hugsun.
Lotningarleysi í guðshúsi ber vott um skort á
siðfágun 'foreldra þess er þannig breytir, og ó-
fágað og ótamiÖ eðli.
Umtal um trúarbrögð ættu rnenn að varast í
samtali, nema þar sem allir geta verið sammála,
svo samtalið geti verið virðulegt.
A mannfundum, þar sem mismunandi trúar-
skoðanir eiga sér stað, ætti aldrei að innleiða svo-
leiðis samræður. Það er ókurteisi að vera oft að
líta á klukku, hvort heldur að maður er heima,
eða að heiman. Ef maður gerir þetta heima hjá
sér, þegar gestir eru komnir, þá gefur það til
kynna, að manni leiðist, og sé að hugsa um, hvað
fljótt maður muni nú geta sloppið.
Það er mjög óviðeigandi að sýna afbrýðis-
semi, eða þjóst á meðal gesta. Siðprúður maður
lætur aldrei sjá þykkju í svip sínum né beiskju
heyrast í orÖi við slík tækifæri.
Það er mjög mikil ókurteisi að fara inn í ann-
. ara herbergi án þess að drepa fyrst á dyr. Ekk-
ert samband eða kunningsskapur er svo náinn, að
hann veiti mönnum rétt til þess að ganga inn í
fbúð annara, án þess fyrst ^ð gjöra vart við sig.
Sama er að segja um hirslur, blöÖ eða bréf, -sem
aðrir eiga, hvort það er opið-eða læst, alt slíkt er
friðheilagt. Það ber meir að segja vott um
skort á kurteisi að opna,bókaskáp, eða lesa skrift
sem fyrir mönnum kann að liggja, án leyfis.
Fólk isem tilheyrir sömu fjölskyldu, á aldrei
að láta meinigamun sín á milli, koma fram á opin-
berum stöðum.
Menn eigi ekki að láta á sér sjá, þó þeim finn-
ist að þeir hafa orðið fyrir lítilsháttar móðgun,
eða jafnvel þó þeir hafi orðið það, né krefjast rétt-
ar síns í gesta viðurvist.
1 smábæjum eða bygðum, þar sem fólk lánar
muni og áhöld sér til hægðarauka, ættu menn að
gá að sér að yfirdrífa það ekki, eins og hætt er
við að Iþað verði, þegar mikið er aÖ því gjört.
Munum sem maður fær til láns eiga menn að skila
undir eins og búið er að brúka þá, og sjá um að
þeir séu óskemdir, menn eiga að varast að trassa
að skila aftur því sem þeir hafa fengið að láni.
Ókurteisi er að láta mikið yfir sér, eins að
berast mikið á.
Að látast ekki muna eftir einhverjum er fyr-
irlitlegt, og setur skugga á þann sem það gerir
að eins
Sumt illa vanið og sjálfselskt fólk, heldur að
það geti miklað sjálft sig og aukið vinsældir sínar,
með því að vera ókurteist og iillort.
Menn era dæmdir að miklu leyti eftir því,
livaða félaga þeir velja sér.
Yarasamt ætti fólk að vera með að biðja um
bækur til láns. Ef eigandi bóka veit að gesti hans
langar til að lesa einhverja bók sem hann á, þá
býður hann þeim að lána hana, ef hann vill lána
bókina á annað borð.
Vel eiga menn að fara með bækur sem þeir
hafa að láni og skila þeim eins fljótt og mögulegt
er. Enginn vel uppalinn maður eða kona lætur
sjást fingraför eftir sig á bókum, sem þau hafa
haft til láns, eða að þau hafi brotið blað, skrifað
á spássíurnar, eða lánað þær öðrum án leyfis eig-
endans.
Að hvíslast á og hlægja á opinberum samkora-
um er brot á velsæmi og skilningsleysi, eða fyrir-
litning á rétti annara til þesis að njóta þess sefh
fram fer og á sér aldrei stað hjá velsiðuðu fólki.
Enginn ætti að fara svo úr heimboÖi, að hann
ekki kveðji húsfrúna, og láti í ljósi ánægju sína
út af skemtuninni sem hann hafi notið.
Kaupmaðurinn á engar vörur í búðinni; sem
borga siig eins vel og það, að kunna að haga vel
orÖum sínum.