Lögberg - 14.04.1921, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.04.1921, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTTJDAGINN, 14. APRIL 1921 Egill. Saga frá Þel&mörk. Eftir John Lie. Eftir jólin kom nýr drengur í skólann. Hann hét Egill frá Bakka. Hann var lítill og^renlu- legur, fölleitur og maguríeitur. A*ugun v<^u stór ■og lágu utarlega, og var augnaráðið hvarflandi og vandræðalegt. Hræddur og feiminn læddist liann inn í skólastofuna, og settist yzt á neðsta bekkinn. Bakki var mílu vegar tfrá bygðinni, út í ó- bygðum. Það var í munnmælum, að á fyrri tímum, áður en svartidauði geysaði yfir landið, væri átta býli undir Bláfjalli. Nú var þar alt skógi vagsið. Eini bærinn þar var Bakki, sem ^etóð undir fjallinu sunnanverðu. Það sáust glögg -merki gamalla akra og steintófta. Nú var það að mestu vaxið hrísi og skógi, því að Tingstað, einn af ríkustu bændunum í því bygðarlagi, átti Bakka, og hafði þar selstöðu. Enginn hafði viljað búa þar, fyr en Þorgrímur Indriðason tók jörðina gegn litlu eftirgjaldi. Aðalatvinna hans var daglaunavinna hjá bændum í bygðinni. Konan sá að mestu um heimilið. Hún ræktaði akurinn, og heyjaði fyrir fáeinum geitum, sem þau áttu. Hún vann baki brotnu dag og nótt, en það var henni ofraun, því að hún var heilsunaum. Börnin dóu nær því eins ört og þau fæddust. Eg- ill var f jórða barnið. Það leit út fyrir að hann mundi lifa; en þegar hann var ársgamall, dó móð- ir hans. Þá flutti amma hans að Bakka, og tók að sjá um drenginn og heimilið eftir föngum. Það var snemma morguns, kennarinn var ekki kominn, og í skólastofunni voru ærsl og ó- læti. Sumir voru að lesa, sumir að tala saman og hlæja, og sumir voru hjá Asíuuppdrættinum, bentu á hann með reglustrikum, og voru að þræta um hvar Síam væri. Út við arninn voru nokkrir stálpaðir strákar og léku sér að því að gera vinnukpnunum ýmsar skráveifur, klípa þær í handleggina, stíga ofan á tærnar á þeim, eða hrinda þeim frá arninum, svo að þœr gætu ekki ornað sér. Allir höfðu augun á nýja skóladrengnum. Hann fann það, og þorði ekki að líta upp, en lét sem minst á sér bera, og óskaði að hann gæti smog- ið inn í vegginn. Hann var fátæklega klæddur, og fötin fóru afar illa utan á honum, því að ekkert fatið var upphaflega saumað handa honum sjálfum. Gráa treyjan hans var afar stór, og svörtu buxurnar of iitlar; þær náðu ekki nema á miðjan legginn. “Hefir nokkur séð slíka sjón!” sagði einn drengjanna, og benti með fingrinum. Hann átti við stóru og ólögulegu prjónahúfuna hans Egils. Allir í stofunni hlóu og flissúðu nema Egill. Hann vissi að verið var að hlæja að sér, og hann roðnaði út að evrum. Hann færði sig innar, svo hann var nærri dottinn niður af beklmum. Hvar átti hann að fela sig, leita skjóls fyrir hmtra- illviðrinu? Eftir litla stund þagnaði hláturinn. Allir fóru að stara á Egil og virða hann fyrir sér frá hvirfli til ilja. Hann hafði ristarskó á fótunum, sem voru honum alt of stórir, þeir voru af ömmu hans. Það lá við að allir færu aftur að hlæja., Hann var þveginn og kembdur, og fötin voru hrein og ógötótt. — Enginn tók eftir því, en þeim 'þótti það svo gaman, að þau voru öll bætt með mislitum bótum. “Hann hefir náð í mislita kyrtilinn hans Jósefs,” sagði einn. “Hvaðan eru,” sagði aikiar. “Frá Bakka,” sagði Egill lágt. “Frá Bakka!” sagði Níels Norðlingur, “við erum jafn fróðir, þótt við vitum það. Ertu <"rá Hunda/bakka, Kúabakka eða Svínabakka?” Níels var langur og luralegur s’áni. í lanmi var hann kallaður “Líflangur” en upphátt þorðu menn það ekki, því hann var álitinn sterkastur allra í skólanum, og harðhentur var hann og óvæg- inn við smælingja. Honum fanst hann vera orð- inn fullorðinn. Hann var hátalaður, og bar sig mikilmannlega, enda fanst honum hann hafa rétt til þess, því að hann var ríks manns sonur. Egill fór að gráta. “Hvað heitir þú?” sagði drengur einn með hnöttótt höfuð, síhlæjandi andlit, og lítil, skýrleg og gletnisleg augu. Það var ólafur í Asi, mesti æringinn í skólanum; leikinn í því að fremja strákapör, og koma sér svo úr klípunni. “Getur þú ekki svarað strákur?” “Varið-yður! Hann er villimaður, sem flær höfuðleðrið af öllum sem hann drepur. En hvar er beltið þitt? “Hann þorir ekki að sýna grímurnar, hann hefir þær víst í stóru skotthúfunni sinni. “Nei hann er Japani. Sjáið þið hvað hann er gulur og skakkeygður. Hann etur snígla, skal eg segja ykkur. ó, hefði verið sumar núna, þá skyldum við víst hafa tínt handa honum”. _ “Það er hann Egill á Bakka,” sögðu sumir, “hann á heima uppi í óbygðum, og hefir aldrei komið til manna.” “En nú skulum við menta þig, drengur minn,” sagði Níels, “komdu hérna, eigum við ekki að byrja á að kenna þér landafræði. Hvað er þetta ætlarðu ekki að boma? En eg skal, svei mér koma þér hingað, 'heimskinginn þinn.” Hann tók hann svo án frekari umsvifa og bar hann að lands- uppdrættinum, og setti hann þar á stól. Egill þorði ekki að veita viðnám, og sagði ekki eitt einasta orð, en fór að gráta. “Hlustaðu nú á! Hvað er það sem hangir þarna á þilinu? Líttu upp!” Egill reyndi að stöðva grátinn, og leit upp. Hann skildi ekkert hvað öll þessi strik bogalínur og punktar áttu að þýða; hahn hafði aldrei á æfi sinni séð landsuppdrátt né heyrt hans getið. “Þú ættir að vera vel að þér í landafræði, «sem ber landsuppdráttinn á bakinu,” sagði einn. Allir hlóu. “ Já, það er alveg rétt,” sagði Níels “hver hefir dregið upp landmyndina á treyjunni þinni? Lofaðu mér að sjá. En þetta er alt vitlaust, tóm fjöll og landspildur, en ekkert stöðuvatn eða sjór nokkurs staðar.” f ‘ ‘ Þú þegir eins og þorskur. Hana nú, eg verð að koma þér ó rekspölinn. “Þetta er uppdráttur af öllum heiminum, skaltu vita, öllum eins og hann er. Það eru •< æði mörg lönd, drengur minn. Hvað heitir nú þetta? Nú! veiztu það ekki? Jæja, svaraðu fyrir hann óli, svo aþ við getum haldið próf.” Hann benti á Sínland. “ Allur heimurinn!” kall- aði Ólafur í Ási. “Ágætt” sagði sá sem yfir- heyrði. “Taktu nú vel eftir”, sagði hann hughreyst- andi. ( “Hvaða land er nú þetta?” Hann benti á Indlandshaf. * ‘ Manschuriuland! ’ ’ “Rétt! veiztu nokkuð um það land?” “Já, þar eru eintómir karlmenn en engar konur.” “Rétt er það. Hvað hetir konungurinn”? “Nabal.” “Gott! hvar eru takmörkin?” “Ararat að norðan, Finnmörk að sunnan, Garasim að austan og Kúba að vestan.” “Ágætlega svarað, drengur minn, þú fær á- gætiseinkun ílandafræði. ” “Hefir þú lesið sögu Noregs?” Egill þagði. Hann var hættur að gráta, en var stúrinn og sneypulegur, því að hann fann, að það var verið að gera gys að sér. “Hvað hét fyrsti Noregs-konungur?” “Kaífas”, svaraði ólafur í Ási. “Nei!” öskraði Níels, “hann var konungur í Danmörku. Hugsaðu þig betur um.” “Þei! þei!” sögðu nokkrar af stúlkunum, “þarna kemur kennarinn, hann er kominn að gatnamótunum ”. “Reyndu að komast einhvern tíma ofan af stóinum, Egill, annars verðurðu barinn,” sagði Níels. Egill stökk niður af stólnum og settist aftur á bekkinn. Hann var orðinn sótrauður í framan, því að hann var bæði hryggur og reiður, og skammaðist sín svo mikið. Þegar kennarinn kom inn, var dauðaþögin í skólastofunni. Hann hengdi upp yfirhöfnina sína og hattinn sinn, og gekk svo um gólf nokkrum sinnum. Þá kom hann auga á nýja skóladreng- inn, gekk til hans og lagði höndina á koll honum, og leit framan í hann. Egill fór þá atftur að gráta, þó að kennarinn væri alls ekki reiðulegur á svipinn. Hann var aldraður maður, alrakaður og mjög góðmannleg- ur. En hann h^fði gleraugu og Agli sýndist hann svo alvarlegur. Egill var svo hræddur og auðmjúkur. “Skyldi hann slá mig fast, þegar eg les rangt,” hugsaði hann. “Einmitt það.” sagði kennarinn, og lagaði á sér gleraugun. ‘ ‘ Það er hann Egill á Bakka. “Hversu gamall ertu?” “Tíu ára um kyndilemssu.” “Hefirðu nokkuð lært?” Egill þagði. “Kantu að lesa?” “Ofur lítið,” “Það var ágætt. Hérna lærir þú bráðum, meira. Vertu ekki að gráta. Hefirðu nokkuð lesið undir yfirheyrslu í dag?” “Nei, eg hefi enga bók.” “Hérna er spurningakverið, lestu fyrir mig ofur lítið, eg skal útskýra það fyrir þér síðar.” Egill las nokkur boðorð hér um bil reiprenn- andi, en með svo einkennilegum framburði, að hin börnin gátU ekki varist hlátri. “Þegið þið!” sagði kennarinn alvarlegur, “munið eftir því, að hann er móðurlaus vesaling- ur, og hefir aldrei fyr verið í skólaum. Þið tneg- ið aldrei stríða honum eða vera vond við hann.” Agli gekk ekki vel að lesa. ‘ Stundum las hann alt vitlaust, og sum orðin komu svo hrapar- lega á afturfótunum, að allir fór að skellihlæja. --------“Ponsus Platus”. — “Nei, nei, svoná er það ekki í bókinni, segðu Pontíus Pílatus.” Hann reyndi að hafa orðin upp eftir kennaranum, en gat ekki borið þau rétt fram. Hann fór að gráta, og sagði: “Villa kendi mér það svona.” “Villa, hver er það?” “Amma.” “Nú einmitt það, en það er nú samt rangt, þú verður að reyna að læra að lesa það eins og það er í bókinn, og eins og eg segji það.” Um miðjan daginn fór kennarinn heim að borða, og þá höfðu börnin tveggja tíma hvíld. Egill vissi ekki hvort hann ætti að áræða að leysa nestispoka sinn. Flest börnin átu smurt brauð með osti ofan á; sum höfðu líka mjólkur- flöskur, og drukku úr þeim með brauðinu. Sum höfðu kjöt, og þau steiktu það á glóðinni á arn- inum. Egill hafði ekkert nema kartöflur og of- urlítinn rifbita. Loks herti hann upp hugann og gekk að arninum til þess að steikja rifbitann. “Hvaða uppátæki er þetta”, sagði Níels, “hefir nokkur séð annað eins! Villimenn eta kjötið ávalt hrátt. Vertu ekki að látast vera siðaður, kristinn maður.” Allir fóru að hlæja. Níels hratt honum frá eldinum, og enginn lagði honum liðsyrði. Hann geymdi rifið, settist niður og át nokkr- ar kartöflur. Hann hélt niðri í sér grátinum, því hann vissi að það yrði hlegið að sér enn meir, ef hann færi að gráta. Framh. --------o-------- Fjalla-Indíánarnir í Labrador. Þótt getið sé að vísu um mannflokk í fræði- bókum, er Montagnais, eða Fjalla-Indíánar nefnist og hefst við á Labrador, þá eru upplýsing- ar þær alla jafna næsta ófullnægjandi — helztu lifnaðareinkenna sjaldnast að nokkru getið. — Maður sá, er mest hefir lagt sig í framkróka með að kynnast þessum einkennilega kjmflokk, er Dr. F. G. Speck og hefir hann farið hverja rann- sóknartförina ofan í aðra til Labrador í þeim til- gangi að afla sér sem mestrar þekkingar á þess- um afskekta lýð. Hann hefr numið tungu Fjallabú- anna vel og hefir það a ðsjálfsögðu veitt honum greiðan aðgang að hugsana-uppsprettum og eðlis- einkunum fólksins. Dr. Speck telur þjóðflokk þenna vera kominn af hinum fornu, svo nefndu Cree-Indíánum, er heima áttu miklu sunnar og vestar á Labrador, en þessir Fjalla-búar nútíð- arinnar. Kveðst hann þess fullvís, að hinar ‘ sífeldu árásir af hálfu Iroquois flokkanna, hafi smátt og smátt hrakið umkomuleysingja þessa norður á bóginn, þar til þeir að lokum hafi leitað öryggis í skörðum og gjám Laurentisku fjallanna, einangraðir að öllu frá ættstofni sínum. En afleið- inguna af slíkri einangran telur hann vera þá, að Fjalla-búar -hafi glatað hátterni og siðum for- feðra sinna, sem og tungunni. öldum saman hefir þessi einkennilegi kynflokkur, dvalið óáreitt- ur og fráskilinn glaumi umheimsins, í hinum eyði- legu klettabeltum og mjög sjaldan komið til ment- aðra manna bygða. — Svo strjált búa Fjalla-Indí- ánar þessir, að tvær og þrjá rdagleiðir eru á milli skýla þeirra. Aðalatvinnuvegirnir eru fiski- og dýraveiðar og hafa þeir iðulega fyrir hendi all- mikið af verðmætum skinnategundum. Kaupstaðarferðirnar, eru í raun og veru aðal merkisviðburðurinn eða stórhátíðin í lífi þessara olnbogabarna tilverunnar. En slíkar ferðir eru aðeins farnar einu sinni á ári til næstu selstöðu- verslunar Hudson’s Bay verslunarfélagsins. Kaupstaðarferðin hefst venjulegast í marzmán- uði og stendur yfir fram í júnílok. Er yfir mörg hundruð mílur af vegleysum að fara, jökla, klotta, klungur og ár. Þegar til Kaupstaðarins kemur, er eins og gefur að skilja ekki lítið um dýrðir. Margt nýstárlegt ber þar fyrir auga öræfalýðsins forvitna, er farið hefir á mis við öll þau forrétt- t indi, sem nútíðar menningin veitir. Kunningjar mætast þar oft, er ekki hafa fundist svo árum skiftir og meðan í kaupstaðnum er dvalið, hnapp- ast allir gestirnir saman í hvirfing líkt og um eina fjölskyldu væri að ræða og neyta fæðu sinnar í sameiningu. 1 hversdagslífinu lætur fólk þetta hverjum deginum nægja sína þjáning, það safn- ar aldrei vistum, býr sig aldrei undir veturinn, treystir því að eins að alt af leggist eitthvað til. Þegar heimilisfaðirinn hefir ákveðið kaupstaðar ferð, tekur hann sig upp með alla fjölskylduna, því óhugsandi væri að skilja nokkum eftir heima, þar sem ekki er um neinn forða matvæla að ræða. Dvölin í kaupstaðnum stendur venjulegast yfir í hálfan mánuð og eru þá allar giftingar frá fyrra ári, endurnýjaðar og staðfestar af prestinum og börn skírð. — Verzlun öll fer fram í vöruskiftum. Fjalla-búar leggja inn í verzlunina skinnavöru sína og fá í staðinn veiðarfæri, svolítið af léreft- um og dúkum og hinni og þessari munaðarvöru. Vörukaupin fara fram tvo síðustu dvalar- dagana í kaupstaðnum, en að þeim loknum, leggja þyrpingarnar af stað til heimilanna afskektu og eyðilegu, Það er engu líkara en fábreytni og kaldauðn landsins hafi steypt sálarlíf Fjallabúanna í sarna móti. Þeir eru allra manna friðsamastir, en gersneyddir því skapandi ímyndunarafli, er ein- kennir mentuðu þjóðirnar. Bardaginn fyrir til- verunni hefir verið tilfinnanlega strangur, sífeld- •» ar glæfrafarir upp á líf og dauða í leit eftir björg. Þess vegna með fram, hefir lítill sem enginn tími unnist til hugsjóna þroskunar. Indíánaflokkur þessi, er kristinn, að minsta ksti að nafninu. Um hreinan og ómengaðan kristindóm er þar vart að ræða, sem glöggast má ráða af hinni miklu hindurvitnatrú, er ríkir á með- al flokks þessa yfirleitt. í sögnum er berast frá manni til manns meðal Fjalla-búanna, ber mest á tveim mönnum, Tsegabesh hinum mikla og syni hans Tsegabeshis, sem aliqent er kallaður hinn smávaxni, mikli maður. Hvað feðgarnir tákna í þjóðtrú fólks þessa, verður ekki með vissu sagt, þó líklegt að áhrif þeirra hafi að einhverju leyti verið sett í sambönd við veðráttufarið og þá einkum og sérílagi illviðri, því fremur þótti ilt af þeim hljótast en gott, þar sem þeir lögðu leiðir sínar. Önnur almenn tegund hjátrúar með fólki þessu er sú, að á botni fljóta og stöðuvatna ríki illur andi, er það hafi helst fyrir stafni að kló- festa sundmenn og 'hrífa þá með sér niður í undir- djúpin. Það er einnig algeng skoðun Fjalla- búanna, að meðfram strandlengju úthafs og stöðu- vatna, sé krökt af harla kynlegum mannverum, er Memekwegu kallast og er flokkur sá nefndur fólkið með þunnu andlitin, enda mælt að ásjóna þess só svipuðust hnífsegg. Engum kvað sá kyn- flokkur vinna mein, en hræddur er hann að sögn við Fjallaibúana, þótt ekki verði skýrt á hverju ótti sá er bygður. Ritgerðir Dr. Speck um Indíánaflokk þenna, hafa hreint ekki lítið gildi frá sjónarmiði mann- fræðinnar sboðað og eru auk þess svo alþýðlega ritnar, að hver sá er les, nýtur af þeim óskiftrar ánægju. Ilver er auðugastur. Eftir Iwan Turgenjew. Þegar menn sem eg heyri, lofa hann Rauð- skjöld (Rothschild) fyrir það, að hann af ofboðs- legum tekjum sínum ver þúsundum króna til að ala upp fátæk börn, lækna sjiika og hlynna að gömlum mönnum, þá verður mér það að vikna og eg lofa hann líka. En þegar eg vikna og lofa hann, þá detta mér æfcíð ósjálfrátt í hug fátæku bóndahjónin, sem tóku frændbam sitt munaðarlaust til sín í kofa- garminn sinn, sem allur var af göflum genginn. “Við tökum hana Kötu til okkar,” sagði konan; “þó við eigum reyndar ekki einskilding eftir — við höfum ekki einu sinni ráð á að kaupa salt í súpuna okkar. . .” “ Jæja, þá borðum við hana saltlausa,” sagði bóndinn, maður hennar. Þeim bónda nær hann ríki Rauðskjöldur ekki! --------o-------- Móðirin: “Því barðir þú hana litlu systir þína?” Bob litli: “Við vorum að leika Adam og Evu og í staðinn fyrir, að freista mín með eplinu, þá át hún það sjálf.” “Svo frú Jibway býður sig fram til þing- mensku?” “ Já”. “Hvernig líst hr. Jibbs á það?” “Og hann er vongóður.” “Heldur hann að hún muni ná kosningu?” “Nei, en hann heldur að eftir að hún hafi staðið í kosinga baráttunni um hríð, þá muni hún komast að raun um að enginn staður jafnist á við heimilið.” “En ef eg get lánað þér fimm dali, getur þú þá gefið mér nokkuð í pant?” “Orð ábyggilegs mann%” ‘ ‘ Farðu og sæktu hann og eg skai sjá hvað eg get gert.” Meðal maður er viss um að hann eigi meira kaup, en honum er borgað, þar sem meir en meðal maður fer og sýnir það. Meðal maður er líkur hval, að því leyti, að þegar hann hefir náð upp á yfirborðið, þá fer hann að blása. “Góða mín,” sagði hann þegar að hann var að klæða sig. “Eg býst við að þú hafir sagt satt í gærkvöldi, þegar þú sagðir mér að það væri innbrotsþjófur í húsinu.” “Því,” sagði konan. “Hvað hefir komið þér til þess að skifta um skoðun?’’ “Það, að eg hefi tapað öllum peningunum sem eg hafði í vasa mínum, þegar eg háttaði í gærkvöldi.” “Það er þér mátulegt,” svaraði konan. “Ef ’þú hofðir haft hug til að fara á fætur og skjóta þrjótinn, þá hefSfurðu getað verndað peningana þína.” “Getur verið,” svaraði maðurinn. “En þá hefði eg líka verið orðinne kkjumaður”. Hún gaf hnnum helminginn af penigunum til baka.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.