Lögberg - 05.05.1921, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.05.1921, Blaðsíða 2
2 LOGBERG, PiMTUDAGINN, 5. MAf 1921 Jögberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,>Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnigeg, Man. Talsimari >'.6327>É N-6328 Jón J. Bfldfeli, Editor Utanáskrift til blaðsins: TtfE COLUMBIA PRESS, Ltd., Box3172, Winnipeg, M»l- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. The “Lögberg” ls prlnted and, published by The Columbia Press, Limlted, in the Columbia Block, 853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba. Óáran. UndirstöSu atriði allrar efnalegrar vel- megunar vor mannanna, er iðnaðurinn. Hann er hornsteinn velmegunar þjóða og einstakl- inga. Þegar ‘þróttur og fjör er í iðnaði og framleiðslu er velmegun í landi, en aftur á móti erfiðleikar og skortur þegar deyfð er í iðnaðarmálum. Þetta er viðurkend staðreynd allra þjóða og allra manna á öllum tímurn. En þó deyfð og óáran í iðnaði hafi alt af sömu afleiðingar í för með sér, þá er hún ekki ávalt jafn hættuleg. Stundum stafar deyfðin af því að of mikið hefir verjð framleitt af vissri vörutegund, svo hún fellur í verði um tíma. Stundum af því að menn liafa farið of geyst og peningastofnanirnar taka í taumana um stundarsakir, á meðan jafnvægið er að kom- ast á. En slík og þvílík tímabil eru ekki stór- hættuleg Jwí þau geti orðið mörgum matminum erfið, J>au eru í flestum tilfellum eins og segl- skip sem misvindi hefir sveigt út á aðra hliðina, J>au rétta sig við aftur. En tímarnir sem standa yfir nú eni alt al- varlegri. Hættan sein vofir vfir Jijóðum og einstakl- ingum í sambandi við iðnaðar framleiðsluna er virkilegri og alvarlegri en menn gjöra sér yfir- leitt grein fyrir. A stríðstímunum, á meðan hugir manna snérust eingöngu um að framleiða til stríðs- þarfa, hvernig sem ástatt var og hvað sem það kostaði, urðu þjóðirnar að sleppa hendinni af hinum vanalegu verziunarmálum sínum, að meira eða minna leyti og þá sérstaklega verzl- unarsamlxindum við aðrar 'þjpðir. Og nú þegar stríðinu er lokið og menn fara aftur að reyna að ná þessum samböndum, sem eru lífsspursmál fyrir þroska og lífstilveru hverrar Jijóðar, þá eru komin svo mörg Ijón á veginn, svo mikil óáran í alla skapaða hluti, að í mörgum tilfellum virðist nú sem stendur ómögu legt að ná því takmarki, vegna þess að iðnaðar- málin eru í svo mikilli óreiðu heima fyrir hjá flestum þjóðum, að Jiær fá ekki notið sín. Iðnaðarins sem vér framleiðum er þörf, bæði heima fvrir og í öðrum löndum, en fram- leiðslan heima fyrir kostar orðið svo mikið að vér getum ekki selt hana nema í skaða. Hér í Winnipeg er til dæmis húsaekla og þörf á fimm þúsund húsum að minsta kosti, en Jiað ko>star svo mikið að byggja þau að engin von er til að slík fyrirtæki geti borið sig sjálf, og því óráðlegt og ómögulegt fvrir einstaklinga að leggja út í þau. Bændurnir í Manitoba og í Canada eiga all- mikið hveiti óselt frá árinu í fyrra, víða vilja menn kaupa hveiti, og víða þurfa menn þess, en engin von er nm að geta fengið neitt nálægt Jrví verði fyrir feornforðan, sem framleiðslan á honum kostaði bændurnar. Á Englandi er einn af aðal atvinnuvegum þjóðarinnar, kolaframleiðslan, komin svo, að þ.jóðinni er með engu móti hægt að keppa við framleiðslu annara landa í þeirri iðnaðargrein á opinberum markaði og alt sökum þess að framleiðslan er orðin svo dvr, og nú sem stend- ur er búið að loka 487 jámbræðslu verksmiðj- um þar, af 500 sem til eni í landinu sökum verk- fallsins sem þar stendur yfir. A ættlandi voru höfum vér fyrir satt að togaraútgerðin — aðal lífsstofn landsmahna hafi orðið að hætta veiðum, sökum þess, að eng- in von var til þess að láta hann borga sig. 'Þannig getum vér haldið áfram, nálega út í það óendanlega, en þess gerist ekki Jiörf, vér höfum bént hér á nógu mikið til þess að minna menn á, hversu að ástandið er alvarlegt — bent á nógu mikið til þess að mönnum ætti að getg skilist að slíkt ástand getur með engu móti haldið áfram, — sýnt fram á nógu mikið til þess, að hverjum hugsandi manni ætti að vera ljóst, að hér er ekki nema um tvent að tefla, eyðilegg- ing, eða þreyttan hugsunarhátt og aðstöðu að- al hlutaðeigenda, sem eru vinnuveitendur ann- arsvegar, en verkjiiggjendur liinum megin. 1 Konungs skuggsjá er talað um árgalla, óáran «>ða haliæri og er einn árgalli þar talinn haittulegri en allir aðrir, þar stendur: “Nú er enn ótalinn árgalli, er miklu er þyngri einn en allir þessir er nú höfum vér talda, ef árgalli kann að koma í fó'lkið sjálft, er byggir landið, eða enn heldur, ef árgallií kemur í siðu þeirra og mannvit eða meðferðir, er gæta skulu stjórn- ar landsins, fyrir því að margt liggur til ráðs, að hjálpa því landi er óáran er á, ef á þeim löndum er gott, er í hjá liggja og vjela (skifta) vifrir menn um. En of óáran verður í fólkinu, eða á \siðum Ian<lsins, }>á standa þar miklu stærstir skaðar af, J)£í að Jkí má eigi kaupa af öðrum löndum með fé, hvorki siðu né mannvit, ef það týnist áour var í landinu............................. Þá þykir ósiðarmönnum árvænt og bera þeir þá út plóga sína, því næst rennur upp ófriðar ávöxtur, vex ágirnd og ójöfnuður. ” Er ekki eins og þessi orð hö>fundar Kon- ungs skuggsjár séu- til vor töluð? Hefir ekki að undanfömu verið, og er ekki enn árvænt fyrir ósiðarmenn vor á meðal? Hafa þeir ekki verið, og eru þeir ekki enn, að bera út plóga sína? Eru ekki ávextir ófriðar, ágirndar, ójafn- aðar og haturs, auðsæir hvar sem maður lítur. Eru það ekki einmitt þeir, sem ern að gera viðskiftalífið og félagslífið óviðráðandi og and- stvggilegt? Þetta verður að breytast — klakinn verð- ur að Jiiðna, hatrið sem kveikt hefir verið, að slokna, ágirndin að hverfa, og ójafnaðurinn að lagast, og í stað þess að koma velvild, sem sprottinn er af sannri og einlægri umhyggju fyrir veiferð Jíjóðfélags heildarinnar, og þá er von til þess að ástandið lagist, fyr ekki. ----------------------o--------- Numið alt, sem þóknast þér, Þína speki dýrast meti. Gef eg sannleiks gulli safni, Gef í vizku’ og náð eg dafni. Endurminningar 'frá Jóns Bjarnasonar skóla. Eftir A. R. Magnússon. “Eg hristi snöggvast af mér diinman dofa, í djúpið liðins tíima berast læt; Þá sé eg fyrir björtum röðli roða Og rjúfa þögn eg heyri sönglög inæt.” Jóns Bjarnasonar skóla minnist eg ávalt með klökku og Jiakfelátu hjarta; með söknuði yfir Jiví að hafa ekki getað notið hans lengur, og með glöðum liuga, J>egar eg hugsa til þess, að hann á eftir að gjöra það sama fyrir svo marga aðra, sem hann gjörði fyrir mig og okk- ur öll, sem þar áttum samleið á ferðalagi okk- ar í gegn um lífið. Fyrst af öllu og ávalt með hjartans þakk- læti og djúpri virðingu, minnist eg skólastjór- ans, sem leiðbeindi ofekur svo vel og okkur þvkir svo vænt um; og eins hinna keimaranna, sem Iþá hjálpuðu til að gera þann tíma, sem eg naut skólans, svo frá'.bærlega skemtilegan og nytsaman. Okkur er það víst öllum minnis- stætt til þessarar stundar, livað hin hjartanlega alúð og hreinskilni skólastjóra hafði góð og mikilvæg áhrif á okkur undir eins fyrsta dag- inn, þegar liann með hlýju brosi bauð okkur öll velkoinin og lét í Ijós þá ósk sína, að okkur mætti hepnast að færa okkur í nyt alt það góða og háfleyga, sem við nú þegag sæjum að hin brosandi framtíð vildi rétta að okkur, og að við mættum vinna saman í bróðerni með alúð og óbifanlegu frausti á signr sannleikans. Það er víst ekki þýðingarlítið fyrir framtíðina, að Jóns Bjarnasonar skóli dregur saman, í þess- um anda og með þessu augnamiði, hina upp- vaxandi íslenzku kynslóð í Vesturheimi. Nokkr- ir voru á skólanum úr mínu bygðarlagi, og sum- um þeirra kyntist eg fyrst verulega þar. Það bezta í okkur, ef við annars áttum nokkuð, sem svo mætti kalla, hJaut að koma fram, undir á- hrifum slíkra kennara. Og eins lærðum við að þekkja og virða nemendur úr öðrum bygðar- lögum; og við fundum svo innilega til þess, að við erum öll systkini, og að það, sem sérstak- lega átti að tengja okkur saman, var íslenzkt þjóðerni og kærleiksríkur kristindójnur. Nú vil eg spyrja: Væri þetta hægt í enskum skóla? Þeirri spurning get eg svarað hik- Jaust, því að eg hefi reynt 'það sjálfur síðan: Nei, það er ómögulegt. Við lærðum íslenzku á skólanum, og sá lær- dómur var sérstaklega níikils virði, vegna J)ess, að við fundum þar alt af sameiginlega til þes>s að við erum af íslenzku bergi brotin, og að með J>ví að læra íslenzku, vorum við að læra að lesa okfcar eigin *hjörtu. Það tegndi okkur nánar saman, og roðinn sem stundum færðist í kinn- arnar, }>egar við lásum íslenzk Ijóð og íslenzk- ar sögur, bar þess ljósan vott, að íslenzkt blóð, ^lóðið Ounnars og Njáls streymir enn í okkar æðum, þótt við fáum ekki litið — nema í anda — íslenzkar hlíðar og hóla. Og þetta vona eg að verði, Þessi söngur hlýtur að óma í hjörtum vorum til æfiloka. Þegar eg fór frá Jóns Bjarnasonar skóla, var J>að mín heitasta þrá, að skólinn mætti halda áfram að vera leiðarstjarna vestur-ís- lenzks æskulýðs og framleiða og opinbera í ís- lenzku þjóðlífi hér, J>ann sannleiks-kraft, sem Guð hefir veitt okkur. Okkur, íslenzkum neimentlum Jóns Bjarna- sonar skóla, er það ljúf skykla, að benda Vest- ur-lslendingum, sem ekki hafa reynt, hvað sfeólinn er, á það, að liann er óviðjgjnanlegur fyrir nemendur sem af íslenzku bergi eru brotnir. —Sameiningin. Skylda yðar að spara MaSurinn með peninga í Sparisjóðnum þarf ekki að kvíða framtíðinni Sparsenii, sem alin er af viljafestu, er ein af fegurstu venjum fólks. Sparisjóðsdeild við íhvert útiibú vort THE RQYAL BANK OF GANADA Borgaður höfuðstóll og viðlagasj........ $40,000,000 Allar eignir ..:............ $544,000,000 |:,!IHIIT !!IIBI!! UMIIIII llBlH!!!!H!!l!B!!iaiHII uinBimr Bezta hveitimjöl $4.49 hundrað pd. | Guðbjörg Pálsdóttir Ólson. (ŒFIMINNING) “pað fækkar vorum forna lýð, Hún fyrnist okkar landnámstíð. peir gömlu hníga hér og >ar Er hófu upp merkið framsóknar. Og hún var ein af þeirri þjóð sem þéttast veðurmegin stóð^ þar sem að frost og fátæktin til fósturs tóku nýbýlin og þar var það sem vel hún vann að vefja hlýju’ um aumingjann.” Kr. Stefánsson. A ineðan Hekla hefir bál að bjóða og brýzt fram nokkur fo*ss um jökulslóð. Og ástin sem við berum til fósturlandsins væna, sem svo vel hefir tekið á móti okkur> og vafið okkur verndarörmum, hún eykst við það, að hér sknlum við hafa tækifæri til að njóta arfleifðarinnar íslenzku líka; og við finnum að fósturlandið krefst þess, að við varðveitum þennan arf, og rækjum þakklætisskyldu okkar við Canada, og leitumst við að verða melri rnenn og konur og listfengari og mentaðri bor?- arar, sakir auðuga móðurmálsins ofekar, í stað þess að kasta því frá okkur. Á Jóns Bjarna\ sonar skóla varð okkur það ljóst, að íslenzkan er dýrmæt gjöf Guðs til allra þeirra, sem af ís- Jenzku bergi eru brotnir, og að það er skylda okkar fyrir Guði, og skylda við þetta Jand, að ávaxta það pund, sem Guð hefir gefið okkur, en ekki að grafa það í jörðu. En skólinn gjörði meira. ‘Hvergi ann- ars staðar hefi eg orðið var við hinn sanna, kærleiksríka, einlæga og frjálsa anda kristin- dómsins, eins og þar. Marga góða, fagra og hreina hugsun hefir skólastjóri vakið hjá nem- endum sínum. Með blessaða dæminu frelsar- ans hefir hann vermt hjörtu okkar og eins og dregið þar einhverja skýlu frá, 'svo að við gæt- um betur notið hins guðlegá sólarljóss, sem alt af er nóg af, ef við að/eins getum lært að opna hjörtu okkar fyrír J>ví, sem gott er. Aldrei mun eg gleyma indælu íslenzku sálm- unum, sem við sungum þar á, hverjum degi. Og 'Serstaklega man eg eftir, að Jæssi var oft sung- inn: Sem getið var nýlega hér í blað- inu lézt að heimili sínu 602 Mary- land Str. .hér í bæ Guðbjörg hús- freyja Pálsdóttir Olson, föstudag- inn hinn 1. apríl ,s. 1. á 67. aldurs- ári. Hún var lengi búin að vera þjáð, en eltakum þetta siðastliðna ár. Hafði heilsu hennar farið hnignandi nú tvö síðustu árin. Með burtfó'r hennar er héðan farin ein hin einstakasta og mæt- asta kona úr hópi þjóaðr vorrar, hvort horft er til hinna fyrri eða síðari tíma. Heimili hennar var eitt hið mesta greiða heimili með- al vor og sannnefnt “Hjálparstað- ir”, einkum á landnámstíð vorri hér. Og þótt hún skipaði eigi húsmóðursætið fyr en nú undir hið síðasta annaðist hún um hús- móðurstörfin, og æfinni fórnaði hún fyrir alla þá ei; þar nutu upp- eldis eða hælis eða skjóls um lengri eða skemmri tíma. Guðbjörg heitin var fædd hinn 14. dag október mánaðar árið 1854 í Dagwarðargerði í Hróarstungu í þeim árum og áttu eigi athvarfs að leita. Og á “EyjóLfsstöðum” eins og heimili þeirra var nefnt, hefir gestanauðin haldist fram til hins síðasta. Fimm fósturbörn er flest voru tekin á hvítvoðungs- aldri ólu þær systur upp auk þess' sem heimilið veitti aðhlynn- ingu öllum iþeim fjölda yngra fólks er þar leitaði atharfs um lengri eða skemmri tima. Árið 1913 hinn 21. des. andaðist Signý heitin eftir tveggja ára sjúkdóms þjáningar. Tók þá Guðbjörg heitin algerlega við hús- forráðum, vildi hún nú eigi yfir- gefa Iheimilið er hún hafði um svo langan aldur eflt og annast, með því líka að þá mátti það sízt henn- ar missa. Var þá og tengda- bróðir hennar farinn að missa svo sjón sína að fiann mátti eigi sömu störfum sinna og áður. Á- gerðist ,sá sjúkdómur hans svo að hann varð aliblindur nú fyrir nokkrum árum síðan. Varð það nú hnnar kærasta ósk að vera honum til hjálpar og stuðnings það sem eftir væri æfinnar — æf- innar er hún hafði fórnað, frá æskuárum fyrir aðra. Var það síðasta fórniri. Til þess enn betur að fá þeirri fyrirætlun fram- gengt giftust þau hinn 16. apríl vorið 1917, og hefir hún verið hans sjón og hægri hönd, og sam- band við hinn ytra heim síðan. Eftir nokkur sjúkdóms áfelli er hún varð fyrir nú é síðastliðnum tveimur árum, gekk hún undir uppskurð á hinu almenna sjúkra- Næstu viku seljum við hveitimjöl frá Grafton Roller MiU P Co., sem allir viðurkenna að sé bezta mjölið, sem búið er R til í Norður Dakota, á að eins' $4.49 hundrað pundin. Not- ! ið því tækifærið nú að kaupa byrðar fyrir sumarið. |7etta | lægra verð, mikið lægra, en annað mjöl af iakari tegund er j nú selt fyrir. Nú er alt útlit fyrir að hveitikorn fari að stíga aftur í verði eftir Jrennan mánuð. petta verð, sem að ofan er nefnt, verður í gildi að eins næstu viku. Elis Thorwaldson, — Moontain, N. Dakota ■l!:HllllB:':l:H!!!!H.,l þæ/tti frumbýlingsára vorra hér í álfu, en margur mun minnast er til aldurs er kominn, og mun árn- aður þeirra og blessunaróskir fylgja henni við burtförina héðan og iheim., —R. P— Fréttabréf. Herra ritstjóri Lögbergs! NorðurMúlasýslu. Foreldrar henn- ar voru þau hjón Páll Ásmundsson| húsi bæjarins hinn 3. marz síðastl. og póra Eiríksdóttir er bjuggu í Dagverðargerði. Voru systkini hennar mprg og dóu fimm á unga eða spillist er “Lærdómstími æfin er; Ó, miim Drottinn, veit eg gefl aldri. Meðan hún var enn barn að aldri misti hún föður ,sinn, en systkinin héldu saman með móð- urinni er hélt við bú um nokk- urn tíma, unz við því tóku þau Signý, elsta dóttirin og Eyjólfur Eyjólfsson er giftu sig um þær mundir. Bjuggu þau nú á jörð- inni Eyjólfur og Si.gný um 8 ára skeið og dvaldi Guðbjörg heitin hjá þeim ásamt þrem systrum þeirra, og fluttist , síðan með þeim vestur um haf árið 1876. Dóu þar úr bólunni miklu þann vetur, tvær yngstu 'systurnar, voru þá eftir á lífi allra systkinarina að eins þær systurnar <þrjár Signý, Guðbjörg og Sigurborg, er síðar giftist Jóihanni Gottfred (andaðist fyrir mörgu márum síðan), var hann ættaður af Norðurlandi. Vorið 1880 fluttist fjölskyldan annars kostað. ; Heilsaðist henni eftir vonum eft- ir uppskurðinn og komst heím hinn 17. sama mán. En batinn varð skammvinnur, og andaðist hún sem áður segir hinn 1. apríl s. 1. Útförin fór fram frá heimilinu og kirkju Únítarasafnaðarins sem hún tilheyrði, mánudaginn þann 4. s. m. Húskveðju flutti séra Guðm. Árnason, en ræður í kirkj- unni þeira séra Rögnvaldur Pét- ursson og séra Runólfur Marteins- son. Jarðarförin var afar fjðl- menn, svo fáar hafa fjölmennari verið meðal íslendinga hér. Blóm voru lögð á kistu hennar eingöngu af ættingjum, samkvæmt ósk henn- ar og fyrirmælu-m sjálfrar, því hún hafði Ibeðið þess aðrir gerðu það ekki, en ef þeir vildu samleið- arinnar minnast með sér, þá gæfi hver í fátækrasjóð tiil Lsinnar kirkju það er til blómakaupa yrði Athugasemd við “Vígslusálm’ Kæri herra ritstjóri! til Winnipeg. Tók þá Guðbjörg sál. við hússtörfum á heimilinu. Var það ærið verk því svo mátti að orði kveða að það stæði um þjóðbraut þvera á þeim árum og lengi 8Íðan. Voru húsráðendur öll samtaka í því, að skjóta ýfir þá skjóli sem að heiman komu á Með þakklæti yar hún kvödd fyrir hennar mörgu og góðu verk er hún hafði unnið; fyrir mann- kosti hennar; fyrir kærleikann er hún hafði öllum auðsýnt er hún hafði náð til á samleíðinni, og fyr- ir eftirdæmið er hún hafði veitt. Með æfi hennar lýkur fögrum Um leið -og eg sendi iblaði þínu nokkra dollara sem mér hafa innheimst nýlega fyrir það, vil eg minnast að eins fárra atriða héðan úr Seattleborg fyrir síðustu tíð svohljóðandi: Heilsufar msðal landa, hefir alment verið heldur gott á þessum vetri, þrátt fyrir breytilega veðráttu alt til þessa loftkulda o g votviðri að öðru hverju. Margir sólskinsdagar hafa þó komið á milli, sem sópað hafa burt drunga loftsins og glatt um ieið hjörtu mannanna, því alla varAar sólskinið, einkum á vetrin, og þegar sólin skín, þá er um leið sumarveður á Kyrraihafsströnd, vanalega á hvaða tíma árs sem er. Tímar hafa verið daufir hér í borg á þessum vetri, atvinnuveg- ir í rýrara lagi, og nokkrir eru þeir, sem finst útlitið framundan \era síður en -glæsilegt; aðrir hafa aftur betri von um að meira líf og fjör færist Ibráðlega yfir þessa borg og búendur hennar. Segja sem svo, að Seattle geti ekki sofið lengi í einu, hafi ekki tíma til þess, og eg sem þetta rita, felst á þá trú að svo muni vera. Annars eiga ódæmin öll að fram kvæmast hér á þessu ári í bygging- arlegu tilliti, eftir þv-í sem bæjar- iblöðin kasta út frá sér, ef nokkuð er á það að Ibyygja. En þrátt fyr- ir þótt slakt sé með atvinnu hér nú, og þúsundir manna gangi dag- lega um torgin vinnulausir, þá hafa lándar flestir eitthvað fyrir stafni, ef ekki allir. pví kunn- ugir menn sem bera sig eftir björginni, verður hér lengst eitt- hvað til, þó dauft sé í ári. Nokkr- ar skemtisamkomur hafa ísl. hald- ið á vetrinum en kirkju samkom- yr engar, síðan séra Sig*. ólafsson, fór héðan af ströndinni í febr. s. 1. að undanteknum sunnudaga- skóla sem ísl. hafa hér með me- þódistum, þó nokkuð út af fyrir sig, oig gengur vel,. Síðasta skemtisamkoman var haldin á sumardaginn fyrsta fjölmenn o-g igóð. Stór söngflokkur kom þar fram, æfður af hr. Sigurði Helga- syni, voru í honum 18 karlar og konur, og kvað mikið að söng þeirra eins og vænta mátti undir stjórn Sigurðar; ræður voru fluttar og “recitations” fram ibornar af skólabörnum sem fóru fram á ensku, og einsöngvar og píanó spil féll alstaðar inn á milli. Skemtiskráin var öll á íslenzku að undanteknum framsögnum barnanna, alt fór í alla staði hið bezta fram. Góður arður varð af samkomu þessari sem ganga á allur til gamalmenna heimilisins Eetel. Margt fleira mætti rifja upp til frásagna héðan, en sem ekki gerist þörf nú og oflangt á eftir tíma, því þær fréttir yrðu að rekjast til síðastliðins hausts. Langt frétta/bréf var skrifað héðan I janúar í vetur, en sem af ein- hverskonar völdum glataðist áður en það komst -í pressuna. Engar almennar fréttir því komið héðan síðan á miðju sumri síðastliðnu. H. í 30. tölulb. Heimskrinélu þ. á., birtist kvæði undir fyrirsögninni: Víg.slusálmur. Hefi eg orðið fyrir því óhappi, að vera af fjölda grunaður um að hafa ort það, — að líkindum aðallega fyrir þá sök að stafirnir “G. J. G.” standa undir því. Vildi eg ekki láta undir höfuð leggjast að andmæla þeirri fjarstæðu. Kirkjumál hefi eg aldrei látið mig svo miklu skifta, að eg færi að leggja slík orð í belg, sem komt fram í kvæði þessu, því síður að eg hreytti -slíkum .skömmum í menn sem eru mér eingöngu að góðu kunnir. Vil eg minnast þess, að undir fyrsta kvæði mlínu, sem birtist í Heimskringlu fyrir nærri 20 árum, ritaði eg G. J. G. En það skeði í þann tíma, að annar Ihöfundur kom fram á ritvöllinn með sömu stafina. Síðan hefi eg ritað * nafn mitt fullum stöfum (eða þannig að ekki yrði um vilst), undir alt sem eg hefi látið á “þrykk út ganga.” Œtla eg mér að halda þeirri reglu, hvort sem hún nægir -eða ekki að forða mér frá þeirri .skötnm, sem er annars manns eign í svo föstu formi að mætti á ensku líkingamáli nefnast “real estate.” Ekki vildi eg eiga mannorð mitt né nokkuð annað undir manni, sem ritar fult nafn sitt undir það sem hann veit að er háskalaust og held- ur að sér stafi heiður af, -en að eins upplhafsstafi nafns síns, sem eins geta táknað. nafn annars manns, undir það sem hann veit að er til skammar og skapraunar. Svo> eg seilist «kki langt eftir líkingum, er um hann eins og hestaþjófinn, sem klæðir -pi'g sem líkast öðrum mönnum, til að verða ekki grunaður um glæp- inn fremur en þeir — jafnvel að einhver annar, sem lengra er úti í ljósinu og fjær fylgsninu, verðl grunaður fremur en hann. Gutt. J. Guttormsson. -------í------- Yfirlýsing. Að gefnu tilefni beiðist eg þess, að þér, herra rit- stjóri, ljáið rúm í yðar heiðraða blaði eftirfylgjandi línum: Með því að það hefir komið framan í miig, hvað eftir annað, undanfarna viku, að eg eigi að hafa róið að því, að Mrs. N. Holmes nokkur að 698 Toronto Street, lét taka Dr. Sig J-úl. Jóhannesson, fastan fyrir að hafa ‘1by false prtences” Ihaft út úr henni $1,120, þá er þáð í skjótu bragði sagt, að eg er algerlega saklaus af því. pess vegna lýsi eg hérmeð yfir því, að það eru tillhæfulaus ósann- indi og uppspunnin lýgi, að eg sé valdur að áminstri framkvæmd þessarar Mrs. N. Holmes. Eg ihefi ajdrei, enn sem komið er, séð Mr.s. N. Holmes, og þaðan af siður talað orð við hana munnlega eða skriflega; mann hennar hefi eg séð einu sinni, og það var ein- um eða tveimur dögum eftir að Mrs Holmes þessi hafði látið taka Sig. Júl. Jóhannesson fastan. petta get eg auðveldlega sannað, hvenær serfi vera skal. Winnipeg, 1. maí 1921. Jón Runólfsson. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.