Lögberg - 05.05.1921, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.05.1921, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUÐAGINN, 5. MAf 1921 PERCY og HARRIET Eftir frú Georgia Sheldon. Hann var dálítið feiminn, þegar hann leit í hin undrandi augu hennar, en varð svo glaður yfir að sjá hana. <(Afsakið að eg trufla yður,” sagði hann, gekk til hennar og hneigði sig. “Eg kom að- allega til að heimsækja tfrú Ashleigh. Og meðan eg beið eftir henni, komu fleiri gestir. Eg vildi síður hitta þá, og þess vegna fór eg hingað, til að bíða hér bak við dyratjöldin, þang- að til þeir færi aftur. Leyfið mér að eins að spyrja um líðan yðar, svo shal eg fara burtu.” Framkoma hans var svo kurteis og við- feldin, röddin svo samhygðarleg og andlit hans sýndi svo mikla hluttekningu í sorg hennar, að Emilia Graham varð mjög viðkvæm. Hún stóð upp, rétti honum vingjarnlega og blátt áfram hendi sína segjandi: “Þér megið ekki ætla að þér truflið mig, hr. Carlscourt. Mér þykir vænt um að sjá yður. Fáið þér yð- ur sæti og bíðið, þangað til hinir gestirnir eru farnir.” Hann hikaði, leit til bréfsins hennar svo á hana. “Eg er búin með bréfin mín, á að eins eft- ir að skrifa utan á þau,” sagði hún og settist, og gaf honum bendingu um að setjast á annan stól. “Þökk fyrir,” sagði hann glaður yfir til- boðinu. “En segið mér, eruð þér nú heil- brigðar.” “Já, líkamlega,” svaraði ' hún með tár í ^augum. Þó að Adrian væri kjarkgóður maðjw, hefði hann á þdssu augnabliki getað grátið af með- aumkun með henni, svo átakanleg var tilraun hennar við að halda sjálfstjórn sinni. “Það gleður mig að heyra það,” svarði hann með innilegri hluttekningu og skifti svo um umtalsefni. ‘ ‘ Frú Ashleigh segir méy, að þér ætlið bráð- um til Ameríku,” sagði hann. “Já, við förum 30. apríl. Mikilsverð við- skilfti krefjast nærveru minnar þar, annars hefði eg ekki farið heim aftur.” Þessi orð glöddu Carlscourt. “Kunnið þér svo vel við yður hér, að þér gætuð fengið yður til að setjast hér að?” “Eg kann mjög vel við mig í Englandi. En það er ekki af því, að mér er nauðugt að fara aftur til Ameríku. Það er af þ^í. að mig hryllir við að fara yfir hafið,” sagði mh. skjálí- riidduð. ' / “Eg held þér þurfið ekki að hræðast hættu á sjónum um það leyti, sem þið ætlið að fara. I apríl lok er veðrið vanalega gott,” sagði hann hughreystandi. “Já, það er satt; en isjórinn er miskunar- laus. Auk þessa verðum við, ’mamma og eg, að ferðast aleinar, því vinir okikar sem urðu sam- ferða hingað, eru farnir heim,” sagði hún. Adrian leit fljótlega á þessa svartklæddu persönu, og einkennilegur svipur leið yfir and- lit hans. Svo snéri hann samtalinu að öðru. Þau töluðu saman eina stund, en þá kom frú Ashleigh til þeirra. “Hvaða töfraiyfi haífið þér beitt, Adrian?” spurði frúin, þegar hún fylgdi drwwfh til dyra. Ernilia hefir aldrei verið eins lík því, sem hún var, eins og nú.” Adrían var gláður að sjá. “Eg hefi ekkert töfralyf notað. Eg hefi að eins i^eynt að komia henni til að gleyma sjálfri sér,” sagði hann. “ Vesalings Emilia; hún kvíðir svo fyrir að vera á sjónum,” sagði frúin. “Það er engin furða, eftir þá reynslu sem hún hefir orðið fyrir. Hún fer þann 30. apríl,’ sagði hann. “Já, með gufuskipinu “Persiu.” En það er afar leiðinlegt að hún skuli fara aiein.” “Þekkir hún engan, sem gæti komið og sótt hana?” Nei, síðan Graham dó, eru þær mæðgur einmana í heiminum.” ^ “Vesalings unga kona,” sagði Adrían ( arlscourt hálfhátt við sjálfan sig, meðan hann gekk ofan höfðingjaseturs tröppurnar og sté upp í vagninn sjnn. “Vesalings lífsþreytta konan, sem sorgin hefir þjáð svo mikið. Ætli hún verði nokkurntíma hugguð?” 5. Kapítuli. Frú Graham og móðir hennar fóru á skip út hinn 30 apríl, eins og ákveðið var. Enginn getur skilið tilfinningar frú Emiliu þegar hún snéri aftur til síns tóma heimilis. “Ó, mamma — eg lield eg geti ekki jiolað þetta!” kveinaði hún, þegar strendur Englands hurfu sjón hennar. “Ef það væri ekki þín vegna, gæti eg næstum óskað þess að eg væri fatæk og yrði að vinna fyrir mér — hvað helzt sem fengi mig til að gleyma sjálfri mér og tempra sorg mína.” Mjög þvingandi sorg og örvilnan réðist nú a þe8fa ungii ekkju, þar sem hún stóð við há- stokkinn hjá móður sinni. Kæra Einily, j>ú ert í mikilli geðshræringu,” svaraði móðir hennar. “Guð hefir að sönntf lagt hendi sína allþungt á þig; en þú hefir enn j>á mikið að þakka fyrir; þú ert mjög rík.” Iívaða not og gleði hefi eg af auðnum nú, þegar eg hefi engan, sem getur notið góðs af honum,” svaraði dóttirin. “Auður minn virðist að eins hæðast að mér í sorg minni og söknuði. ’ ’ “1 stað þess að líta á hann frá þessu sjón- armiði, getur þú varið honum öðrum til blessun- ar. Farðu að gefa þig við líknarstörfum með alvöru, og þú munt finna þúsundir af mann- eskjum, sem eiga við erfiðari lífskjör að búa en þú. En nú fer skipið að rugga svo mikið, að mér líður illa. Eg ætla að fara ofan og leggjast út af um stund. Nei, fylg þú mér ekki,” hún sagði þetta, þegar Emilia bjóst til að verða henni samferða. “Ef eg þarf nokk- urs, þá hringi eg eftir einhverri af þernunum.” Svo fór hún. Emilia settist aftur í körfustólinn, sorg- þrangin og hugsandi, en þá staðnæmdist ein- liver í nánd hennar, sem ætlaði að ganga fram- hjá. Hún leit upp, þekti manninn og veiklulegt bros lék tuii varir hennar. “Hr. Carlscourt!” sagði hún og rótti hon- um glófakkeddu hepdina. “Frú Graham!” svaraði hann og þrýsti hendi hennar. “Eg þarf væntanlega ekki að segja yður, að þessi samfundur gleður mig mik- ið.” “Hann gleður mig líka,” svaraði hún og stundi hægt, sem benti á ánægju, og roðnaði um leið, sem staðfesti sannleika orða hennar. “En hvernig stendur á að þér eruð hér?” spurði hún. ‘ ‘ Eg hefi lengi haft viðskifti í Ameríku, sem kölluðu mig þangað; og mér fanst að nú væri, hentugasti tíminn,” svaraði hann brosandi. Nú mundi hún eftir deginum, fyrir mánuði síðan, þegar hann kom inn til hennar í bóka- stofu frú Ashleighs, og að hún hafði þá sagt lionum hve mjög að hún kviði fyrir ferðinni yfir hafið. Hún var nú sannfærð um, að hann fór þessa ferð að eins til þess, að sjá um að þær væri ekki alveg einmana. Hún hefði álitið þetta óþarfa hugulsemi af öðrum en honum. En Adrian var að öllu leyti göfugmenni, og hún gat ekki annað en verið honum þakklát. Hún varð undir eins rólegri og glaðari. Hún dáðist líka að því, hve sannleikselsk- ur hann var. Hann reyndi ekki að dylja það, að hann fór þessa ferð meðfram vegna þess að vera þeim til skemtunar. “Það gleður mig”, sagði hún blátt áfram. En raddhreimurinn lýsti betur en orðin, hve glöð hún var yfir fylgd hans. Þau fóru svo að tala saman um hitt og þetta, þangað til allmikill stormur var kominn. Adrian stóð þá upp, til þess að finna betra skjól fyrir frúna. “Líður yður ver, þegar skipið ruggar?” spurði hann. “Nei, alls ekki,’ svaraði hún brosandi. “Mér líður vel á sjónum, og er aldrei veik.” Adrian var með sjálfum sér glaður yfir því, að mega nú vera átta daga samvistum við þessa fögru konu. Og það urðu líka átta dagar sem hvorugt þeirra gleymdi. Frú Gerard var allmikið sjóveik, og varð lengst af að halda sér við rúmið. Veðrið var tiltölulega gott alla leiðina, og þegar frú Graham var búin að líta inn til móður sinnar og hlynna að henni, gekk hún upp á þil- far og settist í gott skjól, sem Adrian hafði fundið handa henni, og annaðhvort las eða tal- aði við hann. Og svo var það skemtigangan á efsta þil- fari, sem hann sagði nauðsynlega eftir há- degisverð, er var svo áníegjuleg. Þegar frú Gerard var loksins orðin svo hress, að hún gat farið upp á þilfarið, var ungi inaðurinn svo stimamjúkur við hana, að þær urðu báðar mjög þakklátar honum. Hann hafði sagt Emeliu að hann ætti enga vini, og hvorki foreldra eða systkini. En þó var hann svo umhyggjusamur og nærgætinn, eins og hann væri vanur að hjúkra veikum kon- um og körlum. Þegar þau komu til New York, annaðist hann um farangur þeirra og keypti farbréf handa þeim, svo þær þurftu ekki að ómaka sig með neitt. Emilia Graham var mjög hnuggin yfir því, að verða að skilja við fylgdarmann sinn. Carlscourt fylgdi þeim til stöðvarinnar og kom þeim vel fyrir í lestarvagninum, svo sett- ist hann til að tala við þær í síðasta sinn Nú blés eimreiðin í fyrsta sinn, og Emiliu fanst að hún yrði að þakka honum fyrir alla hjálp hans og alúð á ferðinni. Hún sagði þess vegna brosandi, en með skjálf^ndi vörum: “Það er skylda mín að þakka yður, hr. Carlscourt, fyrir alla vinsemd yðar til okkar vesalings einmana konanna. Eg get ekki fundið orð til að þakka yður eins og vera ber. En nú verðum við líklega að kveðja yður; annars verið þér óviljandi með lestinni.” “Það er einmitt það, sem eg ætla að gera,” svaraði hann brosandi. “Eg verð yður sam- ferða til Chicago, frú Graham. Eg hefi við- skifti þar til að ljúka við.” Emilia gladdist yfir þessu, og hún gladdist yfir því líka, að lestin fór þá af stað, því hún vonaði að hann mundi þá ekki sjá roðann, sem kom fram í kinnar hennar. En liann sá hann nú samt. Adrian fann að hann elskaði hana af al- huga. Hún var jafn fögur ytra sem innra — elskuleg og aðlaðandi. Hann hafði ásett sér að ná ást hennar, þegar sorgin rénaði. Ferðin til Chicago var jafn skemtileg og sjóferðin. Emilia var glaðari en hún hafði nokkru sinni verið, síðan sorgin heimsótti hana. Frú Gerard þótti vænt una þetta. Hún fór nú að vona að elskaða barnið hennar mundi nú fara að jafna sig dálítið aftur. En þegar lestin nálgaðist Chicago, fór Emilia að verða allhnuggin. Hún vissi nú að hún kom að tómu húsi, og að hennar elskuðu mundu aldrei láta sjá sig þar aftur. Adrian sá þetta und , ir eins og vorkendi henni af alhuga. Hann áleit (bezt að láta hana eina um hugsanir sínar, og fór því að tala við frú Ger- ard. Frú Grakam hafði símritað lögmanni manns síns frá New York, hr. Tufts — göfugur og sannleikselskandi gamall maður — nær hún kæmi. Þau fundu hann á stöðinni bíðandi eftir þeim. Emilia var komin að því að gráta þegar þessi föðurlegi gamli maður greip báðar hendur hennar og sagði skjálfraddaður: “Mig gleður það innilega, að þér eruð komnar heim.” “Heim!” endurtók hún hrygg. “HvaS* er þetta heimili fyrir mig nú? Þau elskuðu, sem voru mitt eina yndi, eru horfin. Eg get ekki — eg vil ekki þola þetta! ’ ’ Augu gamla mannsins fyltust tárum, en" hann reyndi að segja glaðlega: ‘ ‘Þér munuð finna alt í góðu ásigkomulagi, kæra frú Gra- ham. Eg hefi útvegað yður nokkra lipra og, æfða þjóna, og konan mín er þar til að taka á móti yður og bjóða yður velkomna.” “Þökk fyrir. Þið eruð bæði mjög góð við mig,” svaraði hún og dró blæjuna fyrir andlitið, til að dylja tárastrauminn, sem hún gat ekki lengur varist. Frú Gerard kynti Carlscourt og Tufts hvorn öðrum. Þegar þeir höfðu talað saman fáein augnablik, kvaddi Adrian frúrnar vin- samlega. Hann vissi að heimkoman hlaut að vera sorgleg, og áleit því réttast að yfirgefa þær. “Aðsetur mitt verður í Sherman House,” sagði hann lágt, þegar hann þrýsti hendi frú Graham. “Ef eg get á nokkurn hátt verið ykkur tií hjálpar eða gagns, verðið þér að ^era svo vel að láta mig vita það. Að fáum dógum liðnum skal eg annars heimsækja yður.” “Já, komið þér sem fyrst,” sagði hún, um leið og hún sté upp í vagninn og ók til tóma heimilisins síns í Michigan Alle. 6. Kapítuli. Adrian Carlscourt dvaldi 4. vikur í Chica- go, til þess að kynnast borginni sem bezt. Auk þessa átti hann foágt með að skilja við þessa fögru konu, sem hann með hverjum degi virti og elskaði meira. « Þegar fyrsta sorgin, sem várð að brjótast út, var um garð gengin, gerði Emilia alt, sem hún gat, til að tempra hana og halda sjálfstjórn sinni. Hún annaðist móður sína með aðdá- anlegri umhyggju, og var eins góð og alúðleg við gestinn Adrian, eins og hann væri bróðir hennar. < Hún, sem var vel kunnug í allri borginni, fylgdi Adrian til allra þeirra staða, sem hún hélt að hann mundi hafa gaman af, og gerði idvöl hans eins þægilega og hún gat. Hún hafði líka gott af þessu, því þessar sífeldu tilbreytingar komu henni til að gleyma sjálfri sér, svo hún varð með hverjum deginum kátari og alúðlegri. Þegar Adrian sagði henni, að nú yrði hann að fara, hikaði hún ekki við að kvarta yfir því, að nú væri þeirra þægilegu samvistum lokið. “Mér er ekki auðvelt að kveðja yður, hr. * Carlscourt,” sagði hún blátt áfram. “Eg skal aldrei gleyma góðvild yðar. Eg skulda yður mikið, og vil alt af hugsa um yður, sem einn af þeim vinum sem eg met mest.” Adrian fölnaði við síðustu orðin. Gat hann aldrei orðið meira fyrir hana, en mikils virtur vinur? spurði hann sjálfan sig. “Þökk fyrir, að þér Htið þannig á mig,” sagði hann brosandi. “En þér hafið ekkert að þakka fyrir; það er eg sem skulda yður þakklæti fyrir alla þá gleði, sem eg hefi haft af samvistum yðar og móður yðar. En,” bætti hann við eftir litla þögn, “þetta verða ekki síðustu samfundir okkar. Eg ætla nefnilega að fara hringferð um landið hér í sumar. Með yðar leyfi vil eg fá að koma hingað, og kveðja yður í síðasta skifti, áður en eg fer til Eng- lands aftur í haust.” Emilia leit á hann þakklátum augum, og roði kom fram í kinnjum hennar. “Fyrst svo er kveð eg yður ekki nú, það verður að eins “hittumst heil aftur,” sagði hún brosandi. Hann langaði til að spyrja hana, hvort hann mætti skrifa henni, ^n við nánari íhugun hætti hann við það, og þrýsti hendi hennar að eins þegar hann fór. Vorið og sumarið leið. Á ferðum sínum hafði hann séð mikið af ásigkomulagi Ameríku, dvalið í mörgum stórbæjum og laugastöðum — siglt yfir stöðuvötnin og stóru árnar. I september voruað eins fjórar vikur þangað til hann fengi að sjá konuna, sem hann elskaði. y Hann var farinn að þrá meira og meira að sjá hana, og hann hefði farið beina leið til Chicago og dvalið seinustu fjórar vikurnar samvistum við hana, ef hann hefði ekki verið hræddur við að opinbera með því tilfinningar sínar til hennar. Hann vissi að tíminn var en ekki kominn, til að opinbera henni ást sína. Hann kveið fyrir því að yfirgefa hana og fara heim, en hann hafði ásett sér að fá levfi hennar til að skrifa henni, og gerði sér góðar vonir um árangur þess. Fyrsta október kom hann um kvöldið til Chicago, og næsta morgun gekk hann til heim- ilis hennar. Þar fekk hann þá fregn, að mæðgurnar væru í heimsókn hjá vinum sínum í Aurora, og kæmi ekki aftur fyr en þann sjöunda. /Þetta voru honum mikil vonbrigði, en hann mundi að hann hafði ekki sagt þeim hvaða dag hann kæmi aftur. Hann eyddi tímanum til ýmsra smáferða, og þegar loks sá sjöundi kom, fór hann ekki að \T /> • .. | • v thnbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgair tegundum, geirettur og au- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. --------------- Limlt.d-------------- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG Margir íslendingar óskast til að læra meðferð bifreiða og gas-dráttarvéla á Hemphill Motor Schools. Vér kennum yður að taka í sundur vélar, setja þær saman aftur og stjórna bif- reiðum, dráttarvélum og Stationery Engines. Einnig hvernig fara skal með flutninga-bifreiðar á götum borgarinnar, hvern- ig gera skal við tires, hvernig fara skal að við Oxy-Acetylne Welding, og Battery vinnu. Margir lslendingar sóttu Hemp- hill Motor Schools síðastliðin vetur og hafa fengið hátt kaup í sumar við stjórn dráttarvéla, fólks- og vöruflutnings bifreiða. Vor ókeypis atvinnnskrifstofa útvegar vinnu undireins að loknu námi. parna er tækifærið fyrir íslendinga að læra alls- konar vélfræði og búa sig undir að reka Garage atvinnu fyrir eigin reikning. Skrifið eftir vorum nýja Catalog, eða heim- sækið vorn Auto Gas Tractor School, 209 Pacific Ave. W.peg. Útibú að Regina, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver, Victoria, Toronto og Montreal. Stærsta kerfi í heimi af Practical Trade Schools. Eftirspurn eftir æfðum mönnum. Menn, sem vita. Menn, sem framkvæma. Aldrei áður hefir verið slík eftirspurn eftir sérfræðingum. Aðferðir vorar eru Practical Shop Methods að eins, og spara hinn langa tíma, sem oft gengur ekki í annað en lítilsverðan undirbúning; hjá oss læra menn svo fljótt, að þeir fá sama sem undir eins gott kaup. Vér kennum yður að einis praktiskar að- ferðir, svo þér gétið byrjað fyrir yðar eigin reikning nær sem er. Merkið X við reitinn framan við þá iðngreinina, sem þér eruð bezt faillinn fyrir og munum vér þá senda yður skrá vora og lýsingu á skólanum. Vér bjóðum yður að koma og skoða GARBUTT MOTOR SCHOOL, LIMITED Room 3, Calgary — Alberta , I---í v I---1 Motor Metíhanics | j Tractor Mechanics | Oxy Welding | | Vulcanizing | Battery | | Car Owners Ignition, Starting and Lighting Regular Course j j Short Course I----1 I----1 IpUHUIHUIHIilHlUK'IIHISHiQHniHUIHUIHIíH!!! ll!HH!l!IH!!IHiHIIIIH!QHII ■ Ef þér ætlið að byggja i I Fáið Verðlista Vorn ■ I I | I I LUMBER, SASH, D00RS, o. s. frv. BUILDERS’ HARDWARE, o. s. frv. MANTELS, TILEWORK, GRATES, Alt sem þér þarfnist, fœst hjá oss. ÁBYKGST AÐ ÞÉR VERÐIÐ ÁNÆGÐIR “Everything For a Building” I ■ ■ ■ ■ M ■ i PhoneA7391 179NotreDameAve ^IIIH!!1H!IIHIII!H!l!H!IIHII!HI!IH!IIIHI!!H!!l IIIIHIIIIÉQQHIIU i ■ v SKOFRÉTTIR The Canadian Importing Heildsölufélag með skó og stígvél, hefir nú sett á fót smásöluverzlun í skófatnaði. Pægilegir skór eru lífsnauðsynlegir fyrir heilsu almennings. pað tilkynnist hér með að hin góðkunna Quebec Shoe Store, að 639 Main Street, er nú komin í hendur nýs eiganda, sem Jætur sér öllu framar ant um að gera viðskiftavini sína á-/ nægða. Enda hefir hann að baki margra ára reynslu í öllu, sem að skófatnaði lýtur. Sjaldgæft úrval af karla, kvenna og barna skóm. QUEBEC SHOE STORE 639 MAIN STREET, WINNIPEG heimsækja þær fyr en um kvöldið, til þess a# vera viss um að þær væru komnar. “Já, hún er komin aftur,” sagði þjónnin», þegar hann kom þangað. Hann tók á móti nafnspjaldinu og fór með hann inn í salinn. Fimm mínútum síðar kom Emilia Graham inn til hans.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.