Lögberg - 09.06.1921, Síða 4

Lögberg - 09.06.1921, Síða 4
4 LÖGBERG, FmTUDAGIMN, 9. JÚNÍ, 1921. w, ögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talsiniari N.6327Ioé N-6328 Jón J. BíJdfell, Editor LltanSakriit til blaðsins: THE GOLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, M»n- Utan&skriit ritstjórans: EBITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M«n. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limlted, in the Columbia Block, 853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba. Það, sem fólki er boðið nú á dögum. í flugriti einu, sem æsmgamenn í Banda- ríkjunum hafa látið sér sæma að senda út á með- al borgara, aðallega vinnulýðs landsins, stendur: “Lítið til baka á stéttaviðureignina á síðastliðn- um tveimur árum, á verkfall útskipunarmanna, á kola-verkfallið, á hið ólöghelgaða verkfall járn- brautarmanna og prentara, á atfarir þær, sem gerðar hafa verið um þvert og endilangt landið; á fólkið, sem hefir verið sent úr landi burt og það, sem sett hefir verið í fangelsi. Hvar hafa dómstólamir verið í þeirri bar- áttu? Með auðvaldinu og á móti verkalýðnum. “Hvar hefir lögreglan verið? Með auðvald- inu og á móti verkalýðnum. “Hvar hefir kirkjan verið? Með auðvaldinu og á móti verkalýðnum. “Hvar voru verkamanna leiðtogarnir? Með auðvaldinu og á móti verkalýðnum. ‘“Hvar voru stjórnimar, ‘stórar og smáar’ ? Með auðvaldinu og á móti verkalýðnum. “Eina ráðið til þess að binda enda á einstak- lings gróða fyrirkomulagið, er rýir þig inn að skyrtunni, heldur þér í angistar nauð, niðurlægir Hf þitt og lætur öll gæði lífsins falla þeim ríku í skaut, er að verkafólkið nái sem mestu af póli- tisku valdi í sínar hendur og verði ráðandi aflið að því er mannfélagsskipunar fyrirkomulagið snertir. “En áður en það getur orðið, verður að eyði- leggja auðkýfinga stjórnarfyrirkomulagið, er nú á sér stað, en mynda í staðinn Soviet-stjóm, al- veg eins og verkalýðurinn á Rússlandi hefir gjört.” Nú, þegar iðnaðarástand landanna er í verra ásigkomulagi heldur en það hefir áður verið í mörg ár. Nú, þegar atvinnuleysið er að verða tilfinn- anlegt og æstar tilfinningar manna sem opið sár, er þessu og öðru eins góðgæti dreift út á meðal fólks. þetta og annað eins er lyfið, sem lækna á meinsemdir mannfélagsins og hinna einstöku meðlima þess. Blygðunarlaus lýgi, lokkandi upp- reistair fortölur og landráðakenningar, sem í- klæddar eru ísmeygilegum hræsnishjúp, eiga að vera heilsusamlegustu meðul málum manna til viðreisnar. Vér erum stundum að hugsa um, hve langt svívirðingin getur gengið, áður en velsæmistil- finningu manna sé misboðið. Vér erum stundum að hugsa um, hve lengi að heilbrigð dómgreind muni þola að það, sem mönnum er heilagast í þjóðfélagsfyrirkomulagi voru, sé niðurnítt, svívirt og fótum troðið af and- legum meinlætismönnum. Vér vitum og viðurkennum, að það eru marg- ar og miklar meinsemdir, sem þjá oss mennina. En af engri vitum vér, sem er djöfullegri en sú, er kemur fram í þjóðfélagi voru í mynd þeirra manna, er tala eins og talað er af mörgum dagsdaglega, og eins og talað er hér að framan í orðum þeim, sem tilfærð eru þar. pað, sem oss í iðnaðarheiminmn er nú mest þörf á, er bróðurleg samvinna, friður og glöggur skilningur á iðnaðarástandinu eins og það er í raun og veru, og skyldu allra málsaðilja til þess að reyna sameiginlega að koma því í það horf, sem heilbrigt er og heillavænlegt fyrir land og lýð. Og það gleður oss að geta sagt, og sagt með sanni, að fjöldi af verkamönnum og verkamanna- leiðtogum skilur þetta og vill bæta úr jþví, að svo miklu leyti, sem kraftar þeirra leyfa. En þá heyrir maður kveða við frá þessum meinvættum friðar og framfara: “peir eru með auðvaldinu og á móti verkalýðnum.” óþarft er að taka það fram, að þetta er hin mesta fásinna og blekking. pessir verkamenn og verkamanna leiðtogar, sem gæta vilja hófs og skyldu sinnar sem borgarar þjóðfélagsins, eru þeir, sem vonirnar um framtíðar úrlausn spurs- mála þeirra, er mestu varða í i ðnaðarmálunum, byggist á. peir skilja, að án fjármagns er framleiðsla ó- möguleg, og það iíka, að fyrirtæki þau, sem fé hefir verið lagt í og ekki geta borið sig, verða að falla. Og það einnig að blása að hatrinu á milli verkamanna annars vegar, og þeirra, sem fram- Ieiðslu aflinu, peningum, stýra hins vegar, er sama og eyðileggja sína eigin atvinnu og með henni sína eigin framfærslu möguleika. — jpeir vita, að það eina, sem bætt getur ástandið, er skilningur á afstöðu málanna og fúsleiki á báðar hliðar til að ráða fram úr þeim. Vér höfum hina mestu skömm á óþokkum og óþokkabrögðum, hverju nafni sem þau nefnast; en oss finst, að vér í bili munum ekki eftir neinu óþokkabragði eins Ijótu, engum tökum jafn- þrælslegum og þeirra manna, sem leggja sig alla fram til þess að magna óánægju manna og fjand- skap einnar stéttar gegn annari. Frá Austri til Vesturs. Eftir porleif Jackson. Prentað hjá Columbia Press, Winnipeg, 1921. petta er aHstór bók, 226 blaðsíður, í 8 blaða broti, með yfir fimtíu myndum. Eins og menn muna, gaf hr. Jackson út fyrsta hefti af landn :ámssögu Nýja íslands fyrir rúmu ári síðan. 1 þessu hefti er saga Mikleyjar, Hnausabygðar og Árnesbygðar, viðauki við sögu Fljótsbygðar; sögur þriggja landnámsmanna, rit- aðar af þeim sjálfum, þær eru eftir Skapta Ara- son, Magnús Stefánsson frá Fjöllum í Keldu- hverfi og Jón Jónsson á Mæri. Enn er bréfasafn, er hinir fyrstu íslendingar, sem hingað komu, rit- uðu heim til vina og kunningja á ættjörðinni. jpetta hefti hefir mikinn fróðleik að geyma og á hr. Jackson þakkir skilið ekki að eins fyrir það, sem hann sjálfur hefir lagt til ritsins frá sínu eigin brjósti, það er söguþætti bygðanna í Nýja íslandi, því hann auðsjáanlega gjörir sér far um að vanda til þeirra sem bezt, að því er heimildir og framsetning snertir, heldur líka fyrir það, að tína saman og koma i eina heild eins þýð- ingarmiklum gögnum um athafnir íslendinga í Ameríku eins og þessi bréf og bréfkaflar eru, og þá ekki síður sögur landnámsmannanna sjálfra, ritaðar með þeirra eigin hendi. Bréfin lýsa ferðalaginu frá gamla landínu og vestur um haf, segja frá því, sem fyrir augun bar og svo líka frá því, hvernig að fyrirheitna land- ið kom þeim fyrir sjónir, við hvaða erfiðleika þeir áttu hér fyrst að stríða og hvernig þeim tókst að ráða fram úr þeim. Svo segir í bréfi frá Jóni Halldórssyni frá Stóruvöllum í Bárðardal í sept- ember 1872: “Við Jóhannes höfum nú verið þessa viku við aðra vél með 1*4 dollar um daginn. Starfi okkar er að hreinsa hluti sem steyptir eru, t. a. m. hjól, ofnpípur og margt fl., svo að bera brætt járn og hella því í forma. Á verksmiðjunni eru fleiri hund- ruð manns og hverjum borgað á vikufresti. Vinn- an er þung með sprettum, en hvildir á milli, og þurfum við að fá betri laun, ef við erum þar lengi. J?að er óþægilegt að koma inn á stórar verksmiðj- ur fyrst, þar sem maður heyrir varla eitt orð þó maður skildi eitthvað. Höfum við verið kallaðir “green boys” (þ.e. grænir drengir eða viðvaning- ar). paÖ nafn fá allir fyrst og er ekki laust við að gjört sé gys að manni, því ekki kann maður að slá eitt högg á meitil eða nokkuð að gjöra með sama lagi og þeir.” Kafli úr bréfi >’rá Sigtryggi Jónassyni í feb- rúar 1875: “‘Eg þarf ekki að fara mörgum orðum um hið annað atriði, er aftraði mér frá að styrkja til þess að menn flyttu hingað á næsta sumri. pað er nóg að segja , að meiningar fslendinga í Ameríku hafa, síðan þeir fluttust hingað, verið mjög skift- ar með tilliti til hvar bezt muni fyrir oss að taka bólfestu. íslendingar í Bandaríkjunum skiftust í fyrra í tvo flokka; annar áleit Wisconsin hinn bezta stað, en hinn flokyurinn áleit Nebraska betri. í sumar myndaðist hinn þriðji flokkur, og gengu í hann nokkrir af Nebraskamönnum. J?essi flokkur álítur að Alaska, eða hinar gömlu eignir Rússa í Ameríku, sé hinn rétti staður fyrir ís- lendinga að safnast saman á, og þeir er skoðuðu land þar, láta mikið af því, eða þó einkum af sjáv- araflanum ,þar. Án þess að eg sé kunnugur, finst mér samt Alaska heldur norðarlega, til þess að þar geti verið öllu frjósamara en á gamla íslandi, og ekki get eg annað séð, en að menn verði hér um bil eins mikið út úr hinum mentaða heimi á Kadi- ak eyju, og menn eru á íslandi. Hér í Canada eru menn nú gengnir í tvo flokka; álítur annar, að bezt muni vera að setjast að í Nova Scotia, þar eð stjórnin þar bjóði mönnum betri kosti, en Ont- ario stjórn gefi, og svo verði menn nær íslandi, sem þeir halda þeir muni betur geta verzlað við með tímanum; en hinn flokkurinn vill vera kyr hér í Ontario og reyna hversu að mönnum gengur að komast hér áfram. Nova Scotia stjórn gaf von um frían flutning þangað, en nýlega hefir hún neitað að gefa hann. Meðan svona stendur alt óráðið og þvínær óreynt, finst mér óráðlegt að eggja menn til nokkurs viss staðar, sem þeir, er þangað væri komið, kannske yndu ekki í; hrakn- ingar frá einum stað í annan eru það, sem eyði- leggja fjármuni þeirra, er hingað koma, ef þeir hafa nokkra, og standa öllum útflutningsmönnum fyrir .þrifum; og þó stjórnin kunni að bjóða glæsileg kjör, þá álít eg ætíð hollara að reiða sig meira upp á sjálfan sig og sína eigin fjármuni, en stjórnir og loforð þeirra um hjálp. Hvað mig sjálfan snertir, þá held eg þeirri skoðun enn, að Ontario hafi marga yfirburði yfir hina aðra staði, er stungið hefir verið upp á fyrir nýlendustað handa íslendingum, enda vegnar löndum hér bet- ur, þegar öllu er á botninn hvolft, en þeim hefir vegnað annarsstaðar í Ameríku, þó ýmsir segi hið gagnstæða. paö er því, undir þessum kringumstæðum, bezt fyrir alla, að hreyfa sig sem minst og láta þá, er í Ameríku eru, útkljá um málið með reynsl- unni. Eg mun seinna láta yður vita framhald af gjörðum manna hér vestra.” Úr bréfi frá Gimli 1876: “pað var á fimtudaginn seinasta í sumri, sem við stigum hér fyrst fæti á land, á nestanga ein- um litlum, sem Sigtryggur Jónasson nefnir í skýrslu sinni Víðirnes. Voru þar fyrst reist tjöld á landi fyrir fólk, en sumir voru á bátunum. Var skömmu síðar tekið til húsagjörðar við vík norð- an við nesið og þar bygð 30 hús, bar af eitt skóla- hús, sölubúð og vöruhús og 27 fveruhús. Ekki þótti ráðlegt að dreifa sér út um land svona und- ir veturinn, og voru allir búnir að koma upp skýli yfir sig um jólaföstubyrjun. J?arna myndaðist lítið þorp eða bær, sem kall- að er Gimli. pað nafn þekkja menn af Eddu, hvernig sem það nú þykir eiga við hér, eða hvort Sem það hefir verið nefnt svo í fyrstu i gamni eða alvöru, veit eg ekki. Máske þetta nafn hafi ver- ið gefið bænum af líkri ástæðu og þeirri, sem Eiríkur rauði nefndi Grænland af. Hann sagði, að þangað leituðu fleiri, ef landið héti vel. J7að er búið að mæla út bæjarstæði, sem gr ein míla á lengd og hálf á breidd, og skifta í smá- lóðir; á hver að kosta 5 dollara og andvirðið að ganga til að mynda með bæjarsjóð. Getur hver fulltíða maður fengið eina eða fleiri keyptar, og þar fyrir utan eina léða til afnota fyrst um sinn. Líka hafa verið kosnir fimm menn í bæjamefnd, er jafnframt skal vera fyrir alla nýlenduna; í henni eru: Jón Taylor, ólafur Ólafsson frá Espi hóli, Friðjón Friðriksson, Jakob Jónsson frá Munkaþverá og Jóhannes Magnússon. Einnig er kominn hér upp barnaskóli; þar kennir ung stúlka, bróðurdóttir Taylors. í Nú eru flestallir búnir að taka land, sumir famir að byggja þar hús og teknir til að ryðja mörkina, og allir ætla nú að fara að vinna, hver að sínu landi, svo þeir geti átt blett til að sá í með vorinu, áður en þeir fara í járnbrautarvinnu. pess er vert að geta, að strax og búið var að kjósa hér bæjarnefndina, var hún beðin að vera í útvegum með prest handa okkur í vor, og gjörð uppástunga um, að það yrði séra Jón Bjarnason, sem nú er í Chicago, af þvi einhver hafði orðið þess áskynja, að hann væri ekki ófáanlegur til að fara hingað. Er það víst aHra sameiginleg ósk og vilji, að þessu verði framgegnt.” úr dagbók Skapta Arasonar 1876: “Um lok desembermánaðar hefi eg skrifað það sem hér fer á eftir: “Flestir eru búnir að taka land, en að eins fjórir búnir að byggja á löndum sínum. Söluverð á vörum þeim, er við komum með, er: hveitimjölssekkur (98 pund) $3.75 kartöflur, meðan til voru, 90 cent bushelið; saltað flesk 16 cent pundið, reykt 18 cent; flat- baunir 7 cent pundið, salt 3 cent pd., edik 40 cent potturinn .steinolía 60 cent gallónið; lítið er til af öðru. pess má geta, að fáir höfðu peninga til að kaupa fyrir; flestum var útbýtt því, er til var, sem stjórnarláni.” “í lok janúarmánaðar hefi eg skrifað þetta: “"Menn alment að byggja á löndum sínum, út og suður með vatninu; vörubyrgðir eru litlar: tóbak og te, og lítið eitt af fleski og kæfu; flutt hefir verið til okkar frá Winnipeg lítið eitt af hveiti- mjöli, alt á 4*4 cent pundið, og ertur 4 cent pd., og hveitikorn 4 cent pundið. pað er malað í istór- um kaffimylnum og svo brúkað til brauðs.” — Svo hefi eg skrifað seint í marz þetta: “Komið að Gimli: hveitimjöl, flesk og sykur, lítið eitt af skóm, smá áhöld: rekur, jarðhófar og fleira. ” — Svo síðast í apríl: “JJennan mánuð hefir mjög lit- ið verið flutt að, vegna ófærra vega. Við lifum nú á fiski og litlu af baunum og hveitikorni, sem ætlað var til útsæðis. Hveitimjöl fór upp í 7 doll- ara sekkurinn í Winnipeg.” — Enn seinna hefi eg skrifað: “Um 20. maí leysti ís af vatninu, 28. kom gufubátur inn á Víðineshöfn með kartöflur og hveiti. Margt af fólki hefir meira og minna veikst af skyrbjúg og margir dáið, og mörgum batnaði ekki fyr en þeir fengu mjólk. Seint í maí voru keyptar 2 kýr. Guðmundur ólafsson og Jón Guttormsson keyptu þær.” pannig mætti halda áfram lengi að draga fram sýnishom af því, sem þessi bók hefir að flytja, en það er hvorki vani að prenta bækur upp í heild né heldur gerist þess ,þörf að draga hér fleira fram til þess að gefa fólki hugmynd um þessa bók yfir leitt, og færa þeim heim sanninn um að hér er um að ræða bók, sem hefir að geyma fróðleik er ekki má glatast og sem snertir alla Vestur-fslendinga. Vér hyggjum að óþarfi sé að hvetja íslend- inga til þess að kaupa bókina og á þann hátt gera mögulegt að þessu þarfa verki sé haldið áfram, og um leið sýna, að þeir meti það þarfa verk, sem hr. Jackson hefir af hendi leyst með ;því að safna ábyggilegum gögnum í sambandi við sögu Vest- ur-íslendinga, sem í þessari bók eru og koma bók- inni út, og að það verði enginn maður á meðal þeirra, sem telur eftir sér að borga hr. Jackson $2.00 fyrir bókina. Ytri frágangur bókarinnar er fremur góð- ur, að því er pappír og prentun snertir. Höfundurinn sjálfur mun ætla sér að ferðast um bygðir íslendinga til þess að selja bókina og biður hann oss að láta þess getið, að norður til Nýja íslands er hann væntanlegur um mánaða- mótin júní og júlí. ílutt Kveðjuræða. á árshátiö Jóns Bjarnasonar skóla 2. maí 1921 af Harald J. Stephcnson. Herra íorseti! Kæru tilheyr- endur! Eg hefi veriö beöinn að segja fáein kveöjuorö fyrir hönd sambekkinga niinna. Eg biö yöur að afsaka máliö, þvi enn er eg ekki kominn svo niður i íslenzku, aö því sé ekki meira en lítið ábótavant. Skólaárin eru skemtilegasti tími æfinnar. Sál og likami eru þá ó- biluð og þá er sarna sem ekkert, er amar aö eöa skyggir á gleði lífsins. Margur maöurinn, þegar hann lít- ur til baka og horfir yfir hin sælu skólaár, andvarpar af söknuði. Skólaárin eru samt eitthvaö meira en gleði-tímabil í lífi manns. Þau ættu að vera frjósamasta tímabil lífsins, því aö það er á skólaárun- um, aö ungmennin þroskast að sál og líkama. Þau koma í skólann með sál, sem tekur á móti áhrifum; og þaö er í skólanum, að “karak- ter” er að miklu leyti skapaður. Eg finn, og veit að bekkjunautar mínir finna það sama, aö viö höf- um þroskast mikiö þau ár, sem við höfum gengiö á Jóns Bjarnasonar skóla, aö viö skiljum viö skólann betur þroskuö, en þegar viö geng- um inn. Við höfum veriö að nokkru leyti búin undir að ganga út i lífið. Og ef að nokkuö af okk- ur yröi lánsamur í lifinu, þá yröi það aö miklu levti aö þakka hinum ágætu áhrifum og undirbúnings- kenslu, er viö nutum á Jóns Bjarna- sonar skóla. Viö veröum ávalt þakklát fyrir það bapp, sem sendi okkur þangaö. Úr þvi aö skólinn hefir hjálp- aö okkur svo mikiö, þá er þaö eðli- legt, aö viö reynum að gera eitt- hvað fyrir hann. Og aö viö reyn- um aö gjöra þaö aö eirrhverju leyti, á iþví er enginn efi. Þaö er ljúf skylda okkar, aö benda þeim, sem ekki vita, hversu nauösynleg stofn- un fyrir íslendinga Jóns Bjarna- sonar skólinn er; að segja þeim frá hinu góða og mikla verki, sem skól- inn er aö gera fyrir ungt fólk, sem af íslenzku bergi er brotiö, og aö efla skólann í hinu góöa verki sínu; og þaö er mín einlæg ósk, að J. B. skólinn megi lengi þróast og halda áfram aö vinna sitt ágætisverk. Eg hefi sagt, aö skemtilegasti tími æfinnar sé skólaárin, og eg get ekki hugsað mér nein ár skemti- legri en hin þrjú síðastliðnu ár, sem eg hefi stundað nám við J. B. skól- ann. Þaö uppbyggilegasta viö skólann og þaö, sem gerir hann svo aölaöandi fyrir nemandann, er þaö vinaþel, sem á þar heima í ríkum mæli. Skólinn er ólíkur öörum skólum aö því leyti, aö nem- endurnir eru eins og ein fjölskylda. Þaö hlýtur aö vera sérstaklega skemtilegt fyrir þá, seni koma frá landsbygöum, og sem þekkja fáa í bænum, að koma á skóla þar sem er eins vel tekið á móti þeim eins og gert er á J. B. skólanum. Það er óhætt að segja, að þeim mundi hvergi finnast að þeir ættu eins vel heima eins og á þessum skóla. Nemendumir eru fáir í samanburði viö aöra skóla og eru allir af is- lenzkum kynstofni, og þeir hafa þess vegna eitthvað sameiginlegt og kynnast hver öörum fljótt. Líka ber hver nemandi velferö skólans fyrir brjósti. Nemendurnir eru lika tengdir böndum sameiginlegs áhuga. Nærri því allir í skólanum taka þátt í gleðifundum og ýmsu þessháttar, svo nemendur skólans eru tengdir saman sem ein stór fjölskylda. Eg mun aldrei gleyma hinum sæla heimilisanda, sem hef- ir hjálpað til aö gera hin síðustu þrjú ár þau skemtilegustu, sem eg hefi lifaö. “Mentun án kristindóms er vara- söm,” hafa margir miklir menn sagt, og að þetta sé satt, er engin 1 Kennið börnunum að spara Hefirðu peningana, sem til þess þarf? Byrjaðu að spara, meðan þau eru ung — láttu þau byrja lífið í þeirri vissu, að þú standir þeim að baki. Sparisjóðsreikningar eru sérkenni ^ THE ROYAL 8ANK W' ÖF GANAOA 4 « Borgaður höfuðstóll og viðlagasj $40,000,000 Allar eignir $544,000,000 || J ástæöa til aö efa. Skólinn er eitt af þeim beztu verkfæru til þess aö kenna kristindóm, og ef aö það hefði verið meira um kristindóm í mentun heimsins, þá væri ástand- iö betra en þaö er. Ef að þetta er satt, þá er hægt að segja, aö j. B. skólinn sé sérstaklega góöur í þessu tillliti, því aö þar haldast mentun og kristindómur í hendur. Þar höfum viö< okkar stuttu morgun- bænir, þar sem aö skólastjórinn les stuttan kafla úr biblíunni, viö syngjum einhvern íslenzkan sálm og heyrum stutta bæn. Marga góöa hugsun hefir skólastjóri vak- ið hjá nemendum sínum viö þessa stuttu morgunbæn og þaö hefir hjálpað okkur á réttan veg. Viö höfum líka kristindómsfræðslu- stundirnar, þar sem viö annað- íhvort lesum Guös orð eöa höfiun samtal um það. Þessar stundir hafa fært mér betri skilning krist- indómsins heldur en nokkuð ann- að, og eg veit að sambekkingar mín- ir álíta það sama. Eg er viss um, að hvergi annarsstaðar mun eg finna eins hreinan, sannan og ein- lægan anda kristindómsins eins og i J. B. skóla. Meö þakklæti mun eg ætiö minnast hins andlega styrks, sem mér veittist á skólanum. Eitt a'f því, sem ætti aö vera ís- lendingum dýrmætt, er móöur- málið. Og í Canada ættu íslend- ingar að halda við sinu móðurmáli, en ekki aö kasta því burt. íslenzk tunga er mjög fögur og íslenzkar bókmentir hafa í sér að geyma margt sem er undur fagurt, og ís- lenzk saga segir frá mörgu, sem íslendingar mega vera stoltir af. Og það er óþolandi aö íslenzk ung- menni, sem hér alast upp, séu svift þessum fjársjóöi. Eg kann lítið i islenzku, en hér um 'bil alt, sem eg kann í móðurmálinu, hefi eg lært á Jóns Bjarnasonar skóla, en þaö bezta, sem skólinn hefir gefiö mér, er löngun til þess aö komast betur niður i íslenzku máli. Aö þekk- ing á íslenzku sé hæði skemtandi og fræðandi, er ekki unt að neita. Þaö gefur betri skilning á ensku máli og er «ins gott, ef ekki betra. en latína sem námsgrein. Og við. sem erum nú að kveðja skólann, erum undantekningarlaust þakklát fyrir það, að hafa gengið í skólann þar sem okkur gafst kostur á að læra mál forfeðranna. Samt hefir okkur ekki verið kent, aö við séum neinir útlendingar í Canada. Viö tilheyrum Canada í orðsins fylsta skilningi, elskum Canada og vilj- um vinna þessu landi alt þaö gott, sem við megnuni. Þaö er meö sorg, að eg hugsa til þess aö kveðja skólann, en eg fæ huggun í því, að eg veit aö eg skil aö minsta kosti eitt eftir. Það eru stafirnir minir, sem eru skornir í ýmsum stöðuni í skólanum. Eg veit aö eg skil eftir marga vini og hvergi annarsstaðar mun eg finna eins skemtilegan hóp af nemendum eins og á J. B. skólanum. Eg mun sakna kunningjanna og oft óska, að vera kominn aftur í þeirra tölu, þar sem vinarþelið á heima. En þannig er lífiö; eg verö að kveðja ykkur, vini mína. Ósk mín er sú, að þiö haldið uppi heiðri skólans í framtíðinni. En það, sem mér sárnar mest, er hugsunin um aö eg veröi að kveöja kennarana. Eg veit, aö þó eg fari þangað sem eg vil, þá mun eg ald- rei finna kennara líka þeim, sem eg kveö. Þau hafa hjálpaö mér og bekkjanautum minum yfir margar torfærur, og hafa uppfrætt okkur eins vel og við höfum getað tekiö viö. Þau hafa útlistað og um siöir látiö okkur skilja. Þau hafa fariö seint og komiö snemma, æfinlega vinnandi fyrir okkur. Þau hafa verið ströng þegar þess þurfti við, og væg, þegar þaö var bezt, og viö höfum oft verið, þó mér leiöist aö segja það, alt annaö en góöir nemendur, og ef viö stönd- umst prófin, vitum við, að það veröur þeim aö þakka, en ekki okkur. Og þess vegna er þaö, að niér fellur sárt aö skilja viö gamla skólann, af því eg veit, aö eg skil viö kennara, sem eiga ekki sína jafningja, og til að sýna þaö, að eg er aö fara meö rétt mál, þá þarf ekki annað ert aö benda á þaö sem ífkólinn hefir afléastað i liöinni tíö og bera þaö saman við aöra skóla af sama tægi; og þetta er að mestu leyti að þakka kennurunum. Megi þau lifa lengi til þess að hjálpa öðrum eins og þau hafa hjálpað okkur. Eg mun aldrei geta fullþakkað þau góðu forlög, er sendu mig á bezta skólann, sem eg hefi gengið á í þrjú ár og nú kveð. Bara einn. Ritstjóri Lögbregs hefir sýnt mér þá sæmd, að gera fáeinar athuga- semdir viö línurnar, sem eg sendi Lögbergi út af stefinu: “Brjóttu kórónu og kross”, í kvæðinu “Til mannsins”, eftir S. R. Söndahl. Eins og vænta mátti, eru þessar at- huganir hógværar og sanngjarnar. En þar sem eg get ekki fallist á, aö áöurnefnd ummæli séu í sam- ræmi við kristindómsstefnuna, vil eg biöja ritstjórann að gera svo vel og leyfa þessum fáu I'ínum rúm. Til aö byrja meö skal eg játa, að eg geri ekki kröfu til aö skilja all- an leyndardóm krossins, en fyrir mínum huga getur hann aldrei orö- ið nema einn, en hugtök hefir hann mörg; en það er algild regla, að Iáta göfugasta hugtakið vera tilveruskilyrði þess, sem um er að ræöa. Sé það nógu stórt, getur ekki komið til mála, að eyðileggja um- rætt atriöi, þó þaö kunni að olla böli, þegar kærleikur þess og líf er langtum sterkara en harmarnir. Menn spyrja oft um þenna eöa hinn konunginn, ef hann legði niö- ur völd', hvert ættnafn hann myndi bera. IMannsandinn þráir aít af að kynnast skapara sínum persónulega og spyr því oft: Birtist drottinn á jarðriki, hvaöa mynd bæri hann? Svarið er ekki til nema eitt. Hann bæri manns mynd. 1 öndveröu sagði hann: “Vér viljum gjöra menn eftir vorri mynd, líka oss.” Á þessari setningu er sú hugmynd upphaflega bygö, aö maðurinn beri guðsmyndina á likama sínutn, eigí síður en, aö að andlegu atgjörfí eigi hann að keppa eftir mynd höf- undar síns. Og maðurinn er skap- aður í kross. Áreiðanlegasta sönn- unargagnið hér sem annars staöar er að finna hjá frelsara vorum: “Hver sem hefir séö Soninn. hefir einnig séð1 föðurinn.” Þó maöur á- valt hugsi frekar um andtegu merk- inguna i þessum roöum, þá virðist sjálfsagt aö taka hana í efnislegri merkingu lika. Og af því herrann haföi tekiö á sig krossins mynd, leituöu hin illu öfl aö því píslarfær- inu er þeim fanst bezt til þess fall- iö að negla limi hans á. Það var krossinn. Þar, meö gegnum negldar hend- ur og fætur, meðan hjartablóð hans dreyröi til þeirrar jaröar, sem .krossinn hans var mótaður af, beiddi hann og vann öllum heimin- um líf og sigur, aö meðtöldum þeim, er negldu hann þarna. fSvo framarlega sem heimurinn vill við- urkenna, aö þessa þurftij. Hin- um afskræmda krossi, hinni ó- þekkjanlegu Guös mynd á mannin- um, vann hann Guðs-likinguna til baka aftur. Fyrir þetta teljum vér krossinn helgan, og dirfumst eigi aö nefna það aö brjóta hann, þó hann færi oss píslir og dauða. En af mannlegum breiskleika vilj- um vér fegin komast hjá að bera hann. Tákni króssins eru menn merktir í skírninni og með tákni hans merkja þeir sig sjálfir, er þeir signa sig, eða geröu, á meðan þess þótti þurfa. (Til er frásögn um það, að önd- ungar á ættlandi voru grípi það ráð, að gera krossmark fyrir sér, þegar verur þær, er þeir eru að særa fram, gerast þeim óþarflega nærgöngular. Skarphéðinn Njálsson brendi sér kross á brjóst, er hann þóttist þess fullviss, að hann ætti að mæta dauða sínum. Og óvíða í frásögn- um mannanna mun að finna dýrð- legri sigur krossins, en í útliti þessa stórbrotna manns hjá Hannesi Hafstein í “Skarphéðinn í brenn- unni”: “Ljómandi kringum hann logamir kvikuðu, Ijósgeislar fagn- andi á honum blikuðu.” Enginn kross er eins þungur og sá, að segja í síðustu iþrengingum: “Veröi ekki minn heldur þinn vilji.” Vart mun finnast stærri maður, en í Skarphéðni, samt hafði þetta ó- mælandi skap beygt sig til hlýöni í viö föötir sinn, meö því að ganga

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.