Lögberg - 09.06.1921, Page 6

Lögberg - 09.06.1921, Page 6
Bie. 6 * LÖGBERG, FIMTUÐAGINN, 9. JÚNÍ, 1921. ! PERCY og HARRIET Eftir frú Georgia Sheldon. “Við sátum og vorum að tala um yður, ein- mitt núna,” sagði hún glaðlega. “Lítið þér á Helenu hve frískleg hún er. Ungi læknirinn okkar, sem hlynti að Helenu í gær, er nýfarinn, hann sagði að hún yrði jafngóð að fáum dög- um liðnum.” Frúin sagði þetta aðallega til 'þess, að Hel- en fengi tíma til að jafna sig. Hún leit nú upp hrsandi og sagði, um leið og hún rétti homim hendi sína: “Það er afar leiðinlegt að þurfa að sitja inni í þessu góða veðri. Eg þrái að geta riðið mér til skemtunar á þeim jarpa.” “ Eg vona að þér getið j>að bráðlega,” sagði lávarðurinn og þrýsti hendi hennar innilega. “Sá jarpi er í liesthúsinu og þarfnast hreyf- ingar, og eg þrái mína vanalegu fylgdarmey. Mér lá við að biðja Bellu að vera með mér í morgun.” “Ó, þér megið ómögulega vekja slíkar hug- sjónir hjá henni,” sagði frúin. “Hún er nógu trylt án þeirra. Eg yrði hrædd um hana á baki þess jarpa.” “Eg var líka hræddur um aðþér vilduð það ekki, og þess vegna hætti eg við það,” sagði lá- varðurinn hlægjandi. “En satt að segja þarf unga stirlkan eitthvað til að skemta sér við. Hún á enga jafnaldra hér, svo það er eðlilegt að hújj villist inn á ranga braut, þegar hún er ein á ferð. Hún verður gð finna upp á ýmsu til að stytta tímann með, svo hún losni við að fá heimþrá, á meðan við skemtum okkur eftir eig- in vild.” “Bella var yngsta dóttir frúarinnar, gáfuð, fjörug, dálítið sérlynd, á fimtánda árinu. Hún var eldri systir sinni til ama, með hreinskilna, sannleikselska eðli sínu, sem alt af rakst á Hel- enar lævísu og hræsni^blönduðu stefnur. Hún hikaði aldrei rfð að segja meiningu sína við hvert tækifæri. Og að hún gat oft lesið í huga hennar, var ekki viðfeldið fyrir ungu stúikuna Móðir hennar fanst hún stundum allerfið, þar eð hún vissi ekki livað hún átti að gera við hana, og koma henni fyrir í fæðisskóla, en jafnframt sá hún. að hegðun hennar á þessum aldri var henni ekki hentug. Þann tíma se mhún var í Osterby Park, var þar engin jafnaldra hennar. og hún vissi oft ekki hvemig hún átti að eýða tímanum. Þeg- ar hún var með Sir Nelson Hartvell, var hún alt af kurteis og glöð, því hjá lionum fann hún andlegan skyldleika. Hún var sannfærð um að hann var sannleikselskur og göfugur, og revndi gera henni dvölina þar eins skemtilega og hann gat, án þess að neitt 'ljótt lægi á 'bak við. Þegar hann fann að eiuhverju eða áminti hana, tók hún því alt af á réttan hátt, því hún vissi að hann vildi sér vel. “Hún ætti að læra eitthvað ákveðið á hverj- um degi,” svaraði frúin orðum Nelsons. “Eg hefi að hálfu leyt löngun til að auglýsa eftir ungum kvenkennara, sem jafnframt gæti verið henni til skemtunar og annast hana.” “Eg held það sé gott áform, frú,” svaraði ungi maðurinn. “Eg er viss um að Bella þarfnast starfsemi eins mikið og félagsskapar.” “Þér segið satt. Þökk fyrir að þér styð- jið þessn hugsun. Eg ska'l auglýsa í dag,” sagði frúin ákveðin. Lávarður Nelson fór nú að tala við Helen. Litlu síðar voru þau að áforma skemtiferð, einn af fyrstu dögum næstu viku. 12. Kapítuli. “Ung stúlka, átján eða nátján ára, sem hefir lokið námi sínu, óskast sem kennari og fé- lagssystir ungrar stúlku á fimtánda árinu. Hún verður að hafa góð meðmæli, bæði fyrir dugn- að og lundarfar. Hún kemur annaðhvort sjálf eða skrifar til nr. 4, Hyde Park Comer, London, einhvern daginn í síðustu viku júní- mánaðar milli tólf og tvö. Þetta var auglýsingin sem Harriet Gays vaYð litið á í blaðinu um miðjan júní. “Eg held að þetta eigi vel við mig.” sagði hún við sjál£g sig. Hún las auglýsinguna aftur, og sat svo lengi þegjandi og hugsaði. “Eg ætla að gea það,” sagði hún að síð- ustu, klipti svo auglýsinguna úr blaðinu og stakk henni í vasa sinn. Að tveim vikum liðnum átti hún að taka burtfararpróf úr skólanum, sem hún hafði stundað nám í um mörg ár. Hún hafði oft spurt sjálfa sig: “Hvað á eg að gera þegar námstími minn endarl” Hún mundi að Percy hefði sagt að hann skyldi veita henni heimili, og að þau skyldu búa saman. Hún hafði glatt sig yfir þessu til- vonandi ásigkomulagi, en nú voru skoðanir henn ar orðnar breyttar. Hún var farin að skilja að þetta mátti ekki eiga sér stað. Hún hafði altaf kallað sig systir Percy og talað um hann sem bróðir við skólasystur sínar. Hún hafði líka alt af farið að ráðum hans. Alt öðruvísi var ástatt með Percy. Eftir því sem órin liðu og Harriet varð eldri og fegurri, var hann glaður yfir því að hún var ekki í ætt við hann. Hann fann nefnilega að hann elskaði hana, og ásetti sér að giftast henni, þegar hún hefði lokið námi sínu. 1 byrjun síðasta skólaárs hennar, heimsótti hann hana til þess að dvelja hjá henni tvær eða þrjár stundir. Hann hafði með sér lítið yndislegt úr, sem hann vissi að hún þráði. Harriet var yfirburða glöð yfir gjöfinni, lagði hendur sínar á axlir hans og kysti hann. “Þú ert sá bezti bróðir sem til er í heim- inum,” sagði hún glöð. Hann roðnaði og í augum hans var von- brigða svpiur og hrygð. Orð hennar vöktu hjá honum þá kveljandi hræðslu, að hún gæti aldrei elskað hann nema sem bróðii'. Hann fjarlægðist hana ofurlítið ósjálfrátt. “En, Harriet, eg er, eins og því veizt, ekki sannur bróðir þinn,” sagði hann dauflega. Hún varð skelkuð yfir því, hvernið hann sagði þetta; gleði hennar hvarf og roðinn úr kinnum hennar líka. Hafði hún gert nokkuð sem var óviðeig- andi? Áleit hann það rangt, að framkoma bennar var svo frjálsleg. Hún vissi að hann var ekki bróðir hennar í raun og veru. En hann var henni svo góð- ur, að hún elskaði hann sem slíkan, og hún var sannfærð um, að eugin systir elskaði bróður sinn heitar en hún elskaði Percy. Ogþví mátti hún þá ekki láta þessa elsku í ljósi?” En svo fékk hún nýjan taugaskjálfta, verri en hinn fyrri. Henni datt nýtt í hug. Elskaði hún Percy, að eins sem systir? Var þessi sterka ást hennar til hans, ekki annað en ættartilfinning.? Nei, hún var mklu heitari og innilegri. Þeg- ar hún varð þessa vör, kvaldi sú hugsun hana, að hún hefði látið þetta í Ijósi óafvitandi, og að Percy hefði álitið það nauðsynlegt að ásaka hana. En sjálfsálit hennar bannaði henni að láta þetta hugsanastríð koma í ljós . Andlit hennar blóðroðnaði og fölnaði svo, meðan hún með ró- legum og auðmjúkum svip sagði: “Eg veit það, Percy; en þú hefr alt af verið mér svo góður, að eg hefi ekki getað skoðað þig á annan hótt en sem bróður.’ Hann langaði til að taka hana í faðm sinn og segja henni, hve heitt hann elskaði hana, og reyna að vekja hjá henni ást á sér. En nei, hann áleit réttast að bíða með það, þangað til að hún hefði lokið námi sínu, þá ætl- aði hann að biðja hana að verða konu sína. En sér óafvitandi hafði hann við þetta tæki- færi gert misgrip, sem hann hefði viljað end- urbæta með öllum eigum sínum. ef hann hefði vitað það. Þetta atvik féll Harriet afarilla. Áður var hún gæfuríkt barn, en nú var hún þjáð stúlka. Bardaginn sem hún háði við sjálfa sig, varð orsök þess, að hún gat ekki tekið á móti Percy í næsta skifti sem hann heimsótti hana. Þegar þau fundust næst, varð hann mjög hnugg- inn vfir því hve veikluleg hún var. Hún var föl og þreytuleg, en róleg og fá- orð. Hann eignaði heylsuleysi hennar þessa um- breyting. Hún rétti honum hendi sína, en ekki varirn- ar, eins og hún var vön, og þegar hann laut nið- ur til að kyssa hana, þá snéri hún fölu kinninni að honum. Horium féll þett illa, en það gaf honum engan grun um orsök breytinganna. Hún fór svo að spyrja hann um starf hans og líðan í Kingston, svo hann fékk engan tíma til að tala um annað. Hann var órólegur þegar hann fór, og ó- róinn óx með tímanum. “Þetta síðasta ár hefir vTerið þér erfitt Harriett/’ sagði hann einu sinni. “Eg held þú gefist upp.” “Nei, Percy. Eg er alveg heilbrigð,” svar- aði hún áköf. “Eg hefi mikinn áhuga á námi mínu, og vona að fá góðan vitnisburð.” “Eg er nú samt hiálfhræddur um þig,” sagði hann. “Mér hefir fundist þú mjög breytt þessa síðustu mánuði.” Harriet varð mjög bilt við. Hún vildi ó- mögulega að hann fengi að vita orsök breyting- arinnar. “Eg er máske orðin of gömul nú, til að vera eins fjörug og eg var,” sagði hún hlægj- andi. “Eg skal vera glaður þegar alt er afstaðið sagði hann, “þegar eg get fengið þig eingöngu handa sjálfum mér. Þá skalt þú ríða þér til hressingar og skemtunar á hVerjum degi, og þá fáum við að sjá hvort fölnuðu rósirnar í kinn- um þínum lifna ekki aftur. Hve mörg her- bergi heldur þú að við þurfum kæra, Harriet?” Hún blóðroðnaði við þessa spurningu. ‘ ‘ f*að vil eg ekki, og get heldur ekki hugsað um fyr en eg hefi lokið skólanáminu.” Hann gat ekki fengið neitt 'betur fullnægj- andi svar hjá henni, íþó hann reyndi það nokkr- um sinnum. Hann var mjög hryggur yfir þeirri tilfinningu, að vita að hún fjarlægðist hann meir og meir — að einhver hindrun var á milli þeirra, sem hann var ekki fær um að fjar- lægja. Harriet hafði að sínu leyti ákveðið, að hún ,vildi ekki fara til Kingston og búa hjá Percy. Hann var ekki bróðir hennar — það hafði hann líka nýlega mint liana á — Hún átti enga kröfu til að vænta neins af honum nema það sem góð- vild hans vildi láta í té, og loforðið, sem hann hafði gefið afa sínum, að annast um hana. Megnið af eigum hennar eyddist við nám- ið, og hún vildi ekki vera honum til byrðar. Hún ætlaði að vinna fyrir sér. Með þenna ásptning í huga sínum, /klipti hún áðurnefndu auglýsinguna úr blaðinu, og ætl- aði að sækja um stöðuna sem kennari og félags- systir. Þetta var djarflegt fyrirtæki, án þess að leit ráða annara, en hún vissi að Percy yrði því mótfallinn. Hún ætlaði að taka stöðuna, ef hún fengi hana, og að því búnu gat hann ekki hindrað það. Henni var erfitt að framkvæma þetta síð- ustu viku júnímánaðar, því þá átti hún að ljúka burtfararprófinu, bæði skriflega og munnlega. En hún ákvað að gera það í byrjun vikunnar, svo að hún yrði Iaus við það. Hún bað því aðal umsjónarkonu skólans að gefa sér vitnisburð, og varð, einni stundu síðar, glöð yfir því, að fá yfirburða góð meðmæli frá lienni — frá' Havley — sem hrósaði og mælti með henni í öllu tilliti. Með þenna ágæta vitnisburði fór hún út kl. tólf, og lét aka með sig til Hyde Park Corner, þar sté hún ofan úr vagninum fyrir framan stórt og fallegt hús, með skjaldarmerki yfir dyrunum. Hún hringdi dyrabjöllunni. Þjónn í einkennisbúningi opnaði dyrnar, og fylgdi henni í gegnum sniotran dyragang inn í líti ðherbergi, þar sem hann bað hana að setj- ast og bíða. Hún settist og horfði á fallegu húsmunina í kring um sig. “Það væri gaman að búa í slíkum stað, ef maður ætti þetta sjálfur,” hugsaði hún. Lítilli stundu síðar kom fallega kiædd þjón- ustustúlka inn til hennar, og sagði brosandi : “Frúin vill að þér komið upp á loft.” Harriet fylgdi stúlkunni upp á loft og inn í herbergi þar sem hátt var undir þak. Þar fann hún tvær stúlkur, önnur um sex- tugsaldur, en fjörleg og fríð. Hún var sjá- anlega af heldra fólki og tígulega. Þar var líka ung stiilka — fjörleg, lítil huldumeyja með ljósan hörundslit, glettuleg og glaðleg augu með hreinskilinn og heiðarlegan- svip, sem féll strax Harriet vel í geð. “Eruð þér ungfrú Gay?” spurði sú eldri. “Já, frú.” “Og þér eruð líklega komnar sem svar við auglýsingunni um kvenkennara og félagssystur? Þér eruð snemma á ferð með beiðni yðar að mér finst.” Harriet roðnaði dálítið við þessi orð. “Orsökin til þess að eg kem svona snemma er sú, að seinna fæ eg mjög annríkt með burt- fararpróf mitt,” svaraði hún róleg. ,V‘Þér hafið líklega vitnisburð með yður?” spurði frú Stewart og athugaði ungu stúlkuna nákvæmlega. Harriet tók umslag úr handtöskunni sinni, og rétti henni það. “Þetta er mjög góður vitnisbui’ður,” sagði frúin, þegar hún hafði lesið hann. “Hann segir að þér séuð mjög liprar við dráttlist og hjóðfærasöng. Og það þykir mér vænt um. Þú mátt búast við að dvelja tvær eða þrjár stundir á dag við pianóið Bella.” Bella gretti sig kýmnilega og yfti öxlum. Hvernig hún gerði þetta, gladdi Harriet mikið. Augu hennar urðu glettuleg og bros lék um varirnar. Bella hló hátt, kerti hnakkann og sagði glaðlega: “Eg vona að þér séuð ekki alt of kröfuharðar. Ef þér komið til okkar, þá er ftað nefnilega eg, sem er hinn óþolandi nem- andi, er þér eigið að stjóma.” Bros sem Iíktist hlýjum sólargeisla, leið yfiran dlit Harrietts. ‘Hún skildi strax að hún yrði góð vina þessarar hreinskilnu og frjáls legu ungu stúlku. En áður en hún fékk tíma til að svara, sagði frúin ásakandi: “kröfuhörð! Slík orð eiga ekki við unga stúlku Bella. Þxi verðtir að nóta siðfágaðri orð. Viljið þér ekki leika ofurlítið á píanoið fyrir okkur, ungfrú Gay? Eg er sjálf mjög söngelsk, og get þar af leiðandi dæmt um söng,” sagði hún og leit á píanoið. Harriet roðnaði. Hún var ekki hrædd við að leika fyrir fólk, en það var eitthvað í hinni skipandi framkomu hennar, sem Harriet líkaði ekki. Hertogafrúin hafði setið þegjandi og at- ugað Harriet, -síðan hún lá)m inn. Hún sá undir ein's að hún var siðmentuð stúlka, j)ó að hún leitaði sér að stöðu. Hún fékk undir eins samhygð til hennar og dáðist að henni. Nú stóð hún upp og sagði með vingjarn- íegu brosi. “ Yður finst máske erfitt að leika lög án nótna, og þar með á yður ókunnugt pía- nó. Eg hefi stórt safn af nótriaheftum hér. Komið þér og veljið eitthvað, sem þér viljið leika fyrir okkur.” Hún gekk með Harriet að píanóinu og rétti henni fáein nótnahefti, sem hún tók við, leit þakklátlega til hennar og sagði lágt: “Þökk fyrir,” og fór svo að fletta blöðum heftanna. Hún þekti næstum öll lögin, og sagði við hertogafrúna, að hún skyldi leika það sem hún vidi. Gamla konan lagði tvö hefti á nótnahilluna með huggandi brosi. Harriet settist við pianoið og lék ágætlega og rétt. Bella gekk til hennar áður en hún var hálfn- uð með lagið, og horfði undrandi á lipru fing- urna. “Ef eg gæti lært að leika eins vel og þetta, þá er eg fús til að æfa mig margar stundir dag- lega, ’’ sagði hún þegar Harriet var búin. ‘ * En það er svo voðalega þreytandi að sitja stundum saman og æfa sig, og telja hvíldarlaust einn. tveir, 'þrír.” “ Yður líkar þá ekki að telja,” sagði Harri- et brosandi. ’ ’ “Nei, egþoliþað ekki.” “Un til þess að verða lipur við að leika á píanó, er nauðsynlegt að telja. “Er nokkuð annað sem þér viljið að eg leiki?” spurði hún hertogafrúna. “ Já, hérna er eitt lag, sem mér þykir mjög vænt um,” svarði hún. “Það heitir Smala- drengurinn.” Hún lét það á nótnahilluna, og fór svo til sætis síns við hlið frú Stewart. “Farið þér að riáðum,” mínum sagði hún lágt vð hana, “ráðið þér þessa ungu stúlku. Hún er einmitt sú félagssystir sem Bella þarfn- ast.” 13. Kapítuli. Harriet lék þetta fagra, stutta lag með mikilli tilfinningu — eins og hugsunin í því væri hennar eigin. •• 1* k* thnbur, fjaiviður af öllum vorubirgoir tegundum, geirettur og aU- konar aðrir strikaðir tigiar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð giaðir a*ð sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. -------------- Limlted----—------- HENRY AVE. EAST ■ WINNIPBG Eftirspxgrn eftir æfðum mönnum. Menn, sem vita. Menn, sem framkvæma. Aldrei áður hefir verið slík eftirspurn eftir sérfræðingum. Aðferðir vorar eru Practical Shop Methods að eins, og spara 'hinn langa tíma, sem oft gengur ekki í annað en lítilsverðan undirhúning; hjá oss læra menn svo fljótt, að þeir fá sama sem undir eins gott kaup. Vér kennum yður að eins praktiskar að- ferðir, svo þér getið byrjað fyrir yðar eigin reikning nær sem er. Merkið X við reitinn framan við þá iðngreinina, sem þér eruð bezt fallinn fyrir og munum vér þá senda yður skrá vora og lýsingu á skólanum. Vér bjóðum yður að koma og skoða GARBUTT MOTOR SCHOOL, LIMITED Room 3, Calgary — Alberta I----í I----1 Motor Metíhanics | | Tractor Mechanica ----1 I----1 Oxy Welding | | Vulcanizing ----1 I----1 i Battery | | Car Owners ----1 !---1 Ignition, Starting and Lighting ----1 I---1 Regular Course | | Short Course ____l I---1 Hertogafrúin þakkaði henni innilega, þeg- ar hún stóð upp frá píanóinu. “Þér eruð mjög sönghneigðar,” sagði hún með aðdáandi augnatilliti til hins svipfagra andlits Harriets. “Nær getið þér svo komið til okkar ungfrú Gay?” spurði frú Stewart, sem nií var viðfeldu- ari í framkomu, þar eð hún var farin að fá gott álit á Harriet. “Eg get komið á fimtudaginn,” sagði Harr- iet róleg. “Er yður andstætt að yfirgefa London og dvelja við sjóinn í ‘þrjá eða fjóra mánuði?” spurði frú Stewart. “Nei, síður en svo. Eg edska sjóinn,” svraraði Harriet glaðlega. Hún skoðaði sjóinn, sem gamlan vin, þar eð hún hafði dvalið svo lengi á eyjunni ásamt Percy og afa hans. “ Það er ágætt, ’ ’ sagði frúin ánægð. ‘ ‘ Við höfum nefnilega leigt hús í Berighton, þar sem við verðxun þangað til seinast í septemiber, og við hugsum okkur að fara þangað hinn fyrsta júlí. Getið þér verið tilbúnar að fara með okkur þá?” “Já, það get eg,” svaraði hún. Eu hún fölnaði dáliítið við hugsunina um, að fara svo iangt burtu frá Perey. Hún vissi að þá fékk hún ekki tækifæri til að sjá hann alt sumarið. En samt hélt hún fast við þann ásetning sinn, að vinna fyrir tilveru sinni og vera hon- um ekki ti'l byrði. “Gott,” sagði frú Stewart ánægð. “Eg held við getum látið það vera samning, að þér komið til okkar — það er að segja,” bætti húu við, um leið og hún leit rannsakandi augum á hana, ‘ ‘ ef þér eruð ánægðar með launin, sem eg býð yður. Fyrsta árið verða það 50 pund, og frítt hús og fæði. Þegar árið er liðið, og okkur kemur saman um að halda áfram þessum samning, semjum við að nýju um launin.” “Eg vil að þér verðið kennari dóttur minn- ar, og einnig félagssystir hennar í frítímunum. Eg vil að þér kennið henni fjórar stundir fyrir hádegi, og æfið hana við píanóið tvær stund- ir fyrir hádegi,. Hinn hluta dagsins getið þið gert hvað sem þið viljið. Viljið þér taka stöðuna með þessum skilyrðum?” Harriet sagði frúnni með vel völdum orð- um, að hún væri fús til þess. “Nú, jæja þá er þetta afráðið,” sagði frú- in. Fyrsti júlí er á mánudaginn. Við för- um af stað til Brighton kl. níu, og eg^skal senda vagn eftir vður kl. átta.” Frúin stóð upp um leið og húu sagði þetta, sem var bending um, að hún hefði ekki meira að segja. Hún ætlaði að kalla á þjón til að fylgja Harriet ofan, en Bel'la hindraði það með því að segja: “Levfbu mér að fara ofan með ung- frú Gay, mamma.” “Já, velkomið ef iþ úvilt,” svaraði móðir hennar og hneigði sig svo í kveðjuskyni til Harriet. Hún gekk svo til hertogfrúarnnar, til þess að kveðja hana kurteislega, og þessi tigna kona brosti til hennar móðurleg, sem vakti hlýan vináttuhug hjá Harriet. “Vertu sæl, góða barn,” sagði bún vin- gjarnlega. “Þér kunnið eflaust vel við yður í Brigbt'on. Það er einn hinna viðfeldnustu sumardvalar staða í heiminum.” Harriet leit á hana þakklátum augum og gekk kyrlát út úr herberginu. “Eg er sannfærð um, að eg muni kunna vel við yður, ungfrú Gay,” sagði Bella, þegar dyrnar Iokuðust á eftir þeim, um leið og bún lagði hndlegg sinn alúðlega á Harriets. “Þér eruð ekki hið minsta drambsöm e*ða mikillát, sem eg ímynda mér að enskar hefðarkonur séu. Eg ímynda mér jafnvel að yður þyki vænt um skemtanir með köflum,” sgði hún. með gletnis- legu augntilliti. Harriet hló og þrýsti vinsamlega litlu hendinni. “Þökk fyrir ungfrú Bella,” sagði hún.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.