Lögberg - 09.06.1921, Side 7

Lögberg - 09.06.1921, Side 7
LOOBERG, FIMTUDAGINN, 9. JöNí, 1921. Bls. 7 Til skáldsins J>ORSTEINS p. J70RSTEINSS0NAR I. Hann hafði sent mér “Ráðherramyiidina” og ‘Ljóða-þætti” sína að gjöf. é Kvæði þín og mæra mynd meðtók eg með gleði! — Last þeim velja væri synd og víst að fárra geði. Gjafir þínar, porsteinn minn, þakka eg af hjarta! — Æ þig leiði lukkan svinn listaveginn bjarta. Sérhver geisli sendur mér, af sönnum vinarhuga, - anda mínum yndi ber og orku — til að duga. Ekki væri gatan greið og gjarnast lítill styrkur, ef að enginn lýsti leið lífsins gegnum myrkur! II. í tilefni af fjörtutíu ára afmæli hans, þ. 11. nóvember 1919: Listamaður, ljóðsnillingur, lifðu sæll um — aldar skeið! íslandsvinur, íslendingur, á þér skíni sólin heið! Fyrir góðu, ljúfu ljóðin og listaverkin mörgu þín, einhvem tíma þakkar þjóðin þér—ef metur blómin sín. IV. Við heimför hans til íslands í apríl 1920: óska eg að heilan heim hamingjan þig leiði, og svo vefji örmum tveim undir frelsismeiði! Ættjörðina elskar þú, eins og verk þín sýna, og þess njóta ættir nú eftir heimför þína. Oss þó sé það ærið tjón austur þig að missa, á því græðir ættar Frón, og sú huggar vissa. Eg þér fylgi’ í anda heim, óðmæringur góði, og úr þýðum öldu-hreim að þér hvísla ljóði. Heilsa frá mér fjollunum, fjörðum, dölum, heiðum, ánum, vötnum, uppsprettum, engjum, túnum, meiðum! Og fólki öllu Fróni á fús eg kveðju laga. Lánið það á landi’ og sjá leiði alla daga! J. Asgeir J. Líndal. III. Við móttöku jólakorta hans, í nóv. 1919: Afbragðs myndir — íslenzkar eg hér glaður skoða! Æsku-sól og eilífðar yndi — mér þær boða! pegar hugsa’ eg ísland um og þess mengið káta, hýrnar yfir huganum hann þó sje að — gráta. Auðnu-sólin alla tíð á þig geislum stafi, undralandið, eyjan fríð, úti’ í regin hafi! T I L JÓNASAR A. SIGURÐSSONAR (Kveðið við móttöku bréfs og bréfspjalds, sem öðrumegin var á skjaldarmerki íslands, en hinu- megin mynd af Víðidalsfjalli, Stóru-Borg og norðurhluta Víðidalsins): J?etta bréf og þetta spjald þýðleik hjartans sýnir! Og anda minn, sem æðra vald, örvar, gleður, brýnir! Skjaldarmerki fslands er anda mínum nærri, en æskustöðva myndin mér miklu er þó kærri. / ótal margt hún minnir á, myndin þessi góða, f mínum æskuárum frá, um sem mætti Ijóða. Fyrir þessa fögru mynd fáðu blessun sanna. Hún er mér göfug gleði-lind:— geymir minninganna! (2-2-’21) í - J .Ásgeir J. Línda). Leiðrétting:—f síðara kvæðinu til J.A.S., sem prentað er í jólablaði “Lögbergs” í vetur, hefir (í 1. línu) .misprentaist: “Lóukvakið”, fyrir: Lóukvæðið.—J.Á.J.L. Vinsamleg leiðrétting. í Lögbergi er kom út 2. þ. m. er ritgerð eftir Dr. B. J. Brandson, (séra Rögnv. og Tjaldb málið), sem þetta stendur í: “Ihér foefir hann iþó komist svo langt að sameina brot úr Tjaldbúðarsöfnuði og Ú- nítara söfnuð sinn, þó með þvi skil- yrði að hinn nýji söfnuður kasti Únítara nafninu, þetta mundu sumir kalla að sélja frumlburðar- rétt sinn fyrir málung matar og hefir það ætíð þótt lítilmannlegt, alt frá þeim bíma er Esau gerði það. Einsdæmi mun það vera í kirkjusögu þessa lands að kasta fyrir borð sérkenninafni sinnar kirkjudeildar, en látast samt ekki gera það.” í sambandi við þetta ofanskráða vildi eg gefa þessar upplýsingar: Á sameiginlegum fundi Únítara og Ný-guðfræðinga (fylgjenda stefnu séra F. J. Bergmanns heit.) fyrrum meðlima Tjaldbúðarsafn- aðar, er haldinn var í Únítara- kirkjunni 11. apríl s. 1., voru lög samþykt fyrir hinn nýja samein- aða söfnuð og set eg hér þrjár fyrstu greinar laganna. 1. Nafn: “San^þandssöfnuður Nýguðfræðinga og Únítara í Winnipeg.” Samþykt með öllum atkvæðum utan einu. 2. Tilgangur: pað er tilgangur þessa safnaðar að koma á einingu, samhygð og samvinnu meðal kristinna frjáls- trúarmanna íslenzkra í Winnipeg. 3. Játning: Söfnuður þessi játast undir trú Jesú Krists, og í samræmi við kenningar ihans staðhæfir að hin sanhá trú sé innifalin í ást til guðs og kærleika til mannanna. Á þessu má sjá að Únítara nafn- inu hefir ekki verið kastað. Þjáðist dag og nótt. Píslir af völdum Dyspepsia lækn- ast með “Fruit-a-tives.” Litle Bras D’or, C. B. “Eg þjáðist hræðilega árum saman af Dyspepsia og stýflu. Fékk verki eftir hverjamáltíð og þembdist upp. Loks ráðlagði vinur minn einn “Fruit-a-tives.” Eftir viku var stýflan horfin og allur verkur þar með. Upp frá því kendi eg aldrei framar ógleð- innar, sem Dyspepsia jafnan hef- ir í för með sér og nú er eg alheill heijsu. Robert Newton. 50 c. hylkið, 6 fyrir $2,50 reynslu skerfur 25 c. Fæst hjá öllum lyfsölum eða beint frá Fruit-a- tives Limited, Ottawa. fyrir: og ættingjanna minna. — - afmælis-kvæðinu til Matth. J., sem birtist í Lögb. þ. 21. þ.m., er, fyrsta vísu orði, fyrstu vísu; lnnds”, fyrir: lands. í 7. vísu orði, vísú, er; “þjóðvaknings”, fyrir: jjóðvakning: fþekking og trú o.s. frv..). 28. apríl 1921. J. Ásgeir J. Líndal. ið Enginn rétt sinn. hefir selt frumlburðar- Opið bref T I L TÓMASAR HALLDÓRSSONAR Thomas Halldórsson, Mountain, N. Dak. Heiðraði kunningi. 1 tilefni af grein þinni í Lögbergi, sem iit kom 17. marz næstl., með fyrirsögninni: “Pólitikin í N. Dak- ota”, vil eg leyfa mér að ávarpa þig með nokkrum línum, og mest vegna þess, að enginn annar hefir, svo eg hafi orðið var við, gefið hina minstu viðurkenningu fyrir þeirri grein. Eg ætla þó ekki að reyna til að svara þessari löngu grein, því það hlyti að verða mjög þreytandi fyrir alla, sem lesa. Ef það er, sem þú virðist halda fram aðallega, að Lemke sé ákjósanlegur embættis- maður, að Townley sé mannvinur og hafi orðið gjaldþrota af annara manna völdum; að bændur séu kúgaðir af Wall Street kliku og öðru auðValdi, og séu nii að reyna að komast úr þeirri kreppu; að 42 skafígreiðendur hafi orsakað þá c>- gæfu; að rikið hefir ekki enn getað selt “bonds”, að rikisstarfræksla sé það sem von sé til að bæta hag bænda; aðl Bank of North Dakota hafi grætt fé, sem komi ríkisbúum til hagnaðar; að mylnuiðnaður rik- isins hafi reynst vel; að útlán bank- ans hafi verið gjörð rétt og sam- vizkusamlega; að það mundi hafa orðið stór hagur fyrir rikið, ef því hefði tekist aö fá 17 miljón dala lán eins og til var ætlast; að sendi- nefndin frá Kansas til North Da- kota sanni hvað alt sé i góðu lagi hér, og fið síðustu hvaða tjón það væri þessu riki, ef Frazier ríkis- stjóri skyldi verðá afturkallaður eins og í ráði er—, efþetta er rétt, segi eg, þá ert þú og þeir, sem halda þessu fram, vitru mennirnir, en eg og þeir sem eru á móti þessu öllu erum bara flón. En. það hverjir eru flón verður ekki útkljáð af hvorugum okkar í dálkum Logbergs. Það verður að vera vigtað og mælt á aðra vegi og þeir vegir er nú að finnast og koma i ljós, svo óþarfi er að eyða þar um mörgum orðum, og sízt við þá, sem sjáandi sjá ekki og heyrandi heyra ekki. Ef sannanir og sannleikur hafa það álit og það gildi, sem eg hefi skilið að til sé ætlast, eftir siðferð- islegum og kristilegum hugsunar- hætti, þá er engin afsökun fyrir neinn að bera lýgi, falsi og blekk- ingum vitni í þessu máli, því sann- leikurinn er þar svo skýrt skráður, að ekki er neinum vorkunn að vill- ast. Og það er á ábyrgð hvers eins, jafnt i þessu máli eins og í öllum öðrum málefnum, hvort hann ber sannleikanum vitni eða ekki. Eg býst við, aö hinn æðsti dómari sé sá eini dómari, sem hefir vald til að fella um það fullnaðardóm. En eg býst við, að þú hafir þá sannfæringu, að það, sem þú segir i greininni, sé rétt og satt, og eg þekki þig að þvi að vera vandaður á allan hátt og að vilja koma fram í öllu á sem allra heiðarlegastan hátt. Á því er ekki hinn minsti efi, að það er þitt insta eðli. En “hvaðan koma Hallgerði þjófs- augun”? Hvaðan koma þér bitur- yrðin, hatrið og rógurinn, sem í sumum orðum þinum finnast, t. d. Congress Court, Wall Street klíka, fjárglæfra brallarar, einokunar of- sóknarflokkur, einokrara sinnar, kúgarar, kúgunar klíka, corpora- tion lögmenn, 0. f 1- ? Grein þín ber alls ekki ljóst méö sér, hverjir þessi nöfn eiga skilið, en auðvitað er hægt að skilja, að þau eru ætluð þeim, sem ekki fylgja þinum flokki. Lika er auð- séð, að þau eru af þér tekin að láni úr þinum flokksblöðum, af þér bara snarað á íslenzku til fóð- urbætis fólkinu, og þvi ekki hægt að leggja á þig fulla sök. En sorg- legt er það eigi að síður, að þú og svo margir aðrir vel innrættir, vel upplýstir og að öllu leyti vandaðir og góðir menn, skuli ekki einu sinni hafa fallið flatir fyrir falsi póli- tiskra prakkara og vera svo seinir að sjá sannleikann og komast til baka á réttan kjöl til að styðja hann, heldur skulið þið þar að auki taka upp aðferðir þessara ófyrir- leitnu kjaftaskúma, og til að breiða út á milli manna róg, hatur og lýgi til að blekkja með alla þá, sem eru miður sjálfbjarga að sjá og skilja hvað sú aðferð er óheiðarleg, ó- ! kristileg og ósamboðin öllum heið- arlegum mönnum, og um leið skað- leg i allri umgengni manna á milli. í þessu sambandi dettur mér í hug það, sem “None Partisan Leader”, eitt ykkar sterkasta flokks blað, segir nýlega í sambandi við mótspyrnu þá, sem flokkur ykkar hefir að mæta, þar er sagt: “If few of these black hundedst would Að sameiningu þessara flokka hefir verið unnið ihreinskilnislega og refjalaust — og mér vitanlega engin afsláttur á trúmálasviðinu átt sér stað, þess engin (þörf, þar sem stefna og kenning beggja þessara flokka er í öllum aðal- atriðunum sú sama. Bróðurlegast Fred. Swanson. Ritari Samibandssafnaðar Ný guðfræðinga og Únítara í Winni- peg. be filled up with cold lead, they would hesitate to make these cow- ardly attacks on the farmers and workers, as cowards they are, who would not dare to when their own precious skin is in danger.” Mjög fögur hugmynd, sem ætti ef til vill að vera haldið á lofti á íslenzku líka. Að síðustu væri ekki úr vegi að benda þér á þann sannleika, að mest af þeim lesendum Lögbergs, sem þetta mál snertir beinlínis, eru búsettir í fjórum til fimm town- ships í vesturhluta Pembina county og i ísl. nýlendunni í McHenry Co., og eru langflestir bændur, að eins örfáir i bæjum. Af þessum les- endum er stór meiri hluti algjörlega mótfallinn þínum stjómarflokki. En þú gleymir þvi, og skipar þeim öllum á sama bekk, með illyrðum og hroka í þeirra garð, en fyllir sjálfur flokk andstæðinga þeirra, sem er mestmegnis sá lýður i vest- urparti ríkisins, sem eru mjög margir óupplýstir útlendingar, sem ekki lesa hérlent mál og eru því hæglega afvegaleiddir; og enn fleiri eru þar þjakaðir fyrir uppskeru- brest um mörg undanfarin ár sokknir í skuldir af þeirri ástæðu, °g hugsa nú að eins um það eina, að geta með einhverjúm ráðum náð í efni ánnara sér til viðreisnar. Þ’ar er hugmyndin um að skifta upp á meðal ríkisbúa, upprunnin, og þar er styrkur og framtíð flokks þins enn ekki á meðal les- enda Lögbergs. Eg kveö þig svo, Tómas. Mér þykir fyrir, að þú skulir vera eins viltur vegar eins og grein þín bend- ir að þú ert. Þú ert að gefa börnum okkar og allra annara ljótt eftirdæmi með rógburði, haturs- kenningu og bituryrðum. í því ertu sekur, ef ekki beinlínis, þá samt á þann hátt, að brúka þá að- ferð á sama máta eins og þeir, sem þú liefir kosið að fylgja að málum. Um sannleiksgildi staðhæfinga þinna i stjórnmálum N. Dakota ætla eg áð reyna að skrifa nokkr- ar athugasemdir við og við á næstu vikum, ef enginn annar verður til að gjöra það og ef Lögberg vill taka það. Og ef þú finnur, að eg þar halla réttu máli, þá bið eg þig, vin- samlegast, að benda hlífðarlaust á það, sem þér finst að eg fara rangt með. Með vinsemd, S. Thorwaldson. Helga Arnbjörg Féldstéd dáin 24. maí 1921. í blómagarði gréri rós, við glatt og ylblítt vorsins ljós; þar út sín fðgru blöð hún breiddi, um ibeðinn sæla angan leiddi. Er eigandinn um garðinn geikk hann glitiblóm indælt litið fékk. “pá rós” hann kvað “með skrautið skæra nú skal í vermireit rninri færa.” “pví fyrst hún slíkan blóma ber í beði köldum úti hér, hve mun hún blika björt þar inni og blómgast undir hendi minni. Hann sendi þangað þjóninn sinn að þessa rós hann flytti inn; hún kennir nú ei ihrets né hríða í herrans vermireitnum fiíða. Við opið skarð í rósa-reit os9 renna saknaðs-tárin heit. En vissa sú skal hjörtun ihugga að hún var flutt í ljós úr skugga. B. V- Wonderland. Á miðviku og fimtudag leikur Naziniaska á Wondrland í mynd inni “Billions”. Hefir hún þar með hðndum að leika rússneska prinsessu. Föstu og laugardag “The Smart Sex” saga af söng stúlku, þetta er bnáðskemtileg kvik mynd. Leiðréttingar. Þessar prentvillur hafa slæðst inn í ljóð mín, sem birtust í Lög- bergi Þ- 31. marz:— í kvæðinu um Stgr. Th. er í síð asta vísuorði, fyrstu vísu, “með”, fyrir: sem (mannsinsý. Þá er ár- talið (1913), við það kvæði, sett á undan, i staðinn fyrir á eftir, síð- asta erindinu. — í visunum um Jón Msgnússon Frá Skeggjastöðum á Jöknldal. I nýkomnu bréfi frá íslandi barst sú frétt, aö Jón bóndi Magnússon frá Skeggjastöðum á Jökuldal hefði andast 25. jan. síðastliðinn, hjá dóttur sinni og tengdasyni, Birni Þorkelssyni (frá Klúku) Hnefilsdal á Jökuldal. Vanda- menn hans og vinir ýmsir hér vest an hafs hafa óskað þess, að eg skrifaði nokkur minningarorð um ón, og þess vegna er Lögberg beð að birta þessar- línur, því Jón átti marga ættingja og vini hér vestan hafs. Jón ól allan aldur sinn á Skeggja- stöðum, nema 11 ár, og var hann )ó hálfáttræður, er hann lézt. Þeg- ar hann giftist fluttist hann að Mýnesi í Eiðaþinghá og bjó þar 8 ár, flutti siðan aftur að Skeggja- stöðum og bjó þar eftir föður sinn iar til nálægt þremur árum áður en hann lézt; þá brá hann búi og flutti til áðurnefnds tengdasonar síns og Guöríöar dóttur sinnar var þá ellin farin aö lama starfs- irek þeirra hjóna og erfitt orðið um að fá vinnufólk. Sigriður kona Jóns lézt rétt eftir það um jólin 1918. — Faðir Jóps var Mag- nús bóndi Pétursson á Skeggja- stöðum, ættaður frá Héðinshöfða Tjömesi í Þingeyjafsýslu. En móðir Jóns var Guðný Stefáns- dóttir frá Gilsárvelli i Borgarfiröi eystra. Kona Jóns var Sigríður Jóns dóttir bónda Einarssonar frá Snjó- holti í Eiðaþinghá, en móðir henn ar og kona Jóns i Snjóholti var Guðný Sigfúsdóttir yngri, dóttir séra Sigfúsar Guömundssonar aö séra Sigfúsar Guðmundssonar að Ási í Fellum. Sigríður var ekkja er hún giftist Jóni, var fyrri maður hennar Jón Halldórsson, og var Haldór faðir hans ættaður úr Mý vatnssveit. Hann druknaði í Kald á í Jökulsárhlíð. Um þann atburð var kveðin þessi visa: “Halldór veldis völdum snildar vildi halda, Höldi gildum Kaldá kældi, kvöldaði snild en alda’ hann tældi.’"- Þau Halldór og Sigriður áttu eina dóttur, Guðnýju að nafni; er hún gift Magnúsi Hjörleifssyni í Vest- ur-Selkirk; eiga þau 5 börn, öll vel til manns komin. Þau Jón og Sig- riður eignuðust tvær dætur, er upp komust, Guðríði og Guðnýju; hin siðamefnda lézt tæplega tvitug. En Guðríður er gift áðurnefndum Birni Þorkelssyni í Hnefilsdal. Sigriður var fremur greind kona, sem hún átti kyn til. Bróðursonur hennar er Jón Runálfsson skáld i Winnipeg.' Hún var starfsöm og heimilisrækin, helgaði heimilinu alt strafsþrek sitt, en lét litið á sér bera utan heimilis, en var manni sinum samhent í þvi að gjöra heim- ilið að einu þessu sjálfstæða heim- ili, þar sem aldrei er f járskortur og húsbændur þurfa engum hjálpar- manni að lúta. Við fráfall Jóns Magnússonar er hniginn í.valinn einn af hinum sið- ustu öndvegishöldum bændastétt- arinnar á Jökuldal frá siðari hluta nitjjándu aldar, sem gjorði ]iá sveit nafnkenda fyrir auðsæld og búsæld. Jón var fremur fríður maður sýnum, gildur meðalmaður á hæð og þéttvaxinn, prúðmann- legur i framgöngu, látlaus og góð- glaður og í vinahóp gat hann veriö æringi, glettinn og gamansamur. Hann var karlmenni að burðum, og starfsmaður með afbrigðum. Öll um hjálpað svo að litið bæri á. Hann var enginn auglýsingamaður í þeim efnum . Komst einn af vinum hans (]. Pálsson) svo að orði með mynd hans i Óðni, að “hann hefði mörgum hjálpað svo ekki bar á og þess vegna er hins mæta manns minna getið en skyldi.” Og fáa hefir sá er þetta ritar þekt, er drengilegar og stór- mannlegar borguðu veitta hjálp, ef )að kom fyrir að hann þuffti hennar við. Um búskap Jóns og heimilis- stjórn er það eitt að segja, að bú- mannsauga hans var sívakandi, bú- mannshöndin sistarfandi. Mjög ét hann sér ant um að hjúin hefðu sem allra beztan viðurgjörning, enda var húsmóðirin ekki matsár. Og kaup þeirra galt hann áreiðan- lega. En lítt vor honum um slæp- ingja gefið og ótrúa verkamenn. Ef það fylgdi stjómarfarslegu sjálfstæði íslands, að þar risu upp mörg heimili i viðbót við það sem er, jafn sjálfstæð og heimilið á Skeggjastöðum, þá þyrftu ekki >eir, er smæstum augunum lita á ísland og íslenzku þjóðina, að gjöra gys að því, aö ísland væri sjálfstætt riki, myndað af ósjálf- stæðum einstaklingum. Og margir sem þektu Jón á Skegjastöðum, mundu hafa tekið undir með mann- inum, sem sagði það um annan bónda sem lika bjó um tíma á Jök- uldal: “Svona ættu islenzkir bændur að vera.” 13. mai 1892, Jón Jónsson, frá Sleðbrjót. BARÐIST VIÐ AÐ NÁ ANDANUM pví nær heilsulaus aumingi, Raff byggir heilsu sína upp að nýju. “Eg heyrði margt sagt um Tan- lac, en síðan eg reyndi það, get eg með góðri samvizku sagt, að slíkt meðal hefi eg aldrei reynt, sagði David Raff. Mrs. Kristín Stefánsson F. 2. jan. 1900—D. 1. maí 1921. Þ. 1. maí andaðist að heimili sinu i Eyford-bygð, N.-Dak., Mrs. Kristin Stefánsson, að nýafstöðn- um bamsburði, 21 árs að aldri. H,ún var nýlega gift Mr. Ingi- gunnari Stefánssyni, syni Ármanns Stefánssonar og Kristjönu Krist- jánsdóttur, og dó að fyrsta barni, sem hún ól 29. apríl. Hún var af mesta myndarfólki komin, dóttir Kristjáns Gíslasonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, er bjuggu í Pembina, N.D. Eina systur á hún á lífi, Elisu að nafni, seni er gift kona í Saskatchewan. Ætt hennar er norðlenzk; móð- urættin úr Þistilfirði, en föðurætt- in úr Eyjafirði. Var Gisli afi henn- ar föðurbróðir þeirra bræðranna Sigurðar og Kristjáns Kristjjáns- sona i Eyfordbygð, en móðurbróðir séra Valdimars Brfems. Kristín sál. fæddist í Pembina 20. jan. 1900, og missir þar móður sína á 2. ári. Flyzt hún þá með föður sinum til Sask. og elzt þar upp. en er löngum á vetrum hjá Svanfríði Gísladóttur, föðursystur sinni í Eyfordbygð. Fvrir einu og hálfu ári missir hún föður sinn. og er þá um stund í Winnipeg óg gengur þar á skóla. Að því loknu giftist hún manni sínum, elur barn sitt og deyr úr blóðeitrun. Þetta var sérlega vel greind kona, myndarleg i verkum sinum og ráð- deildarsöm. Hún var nýkomin inn á sitt eigið heimili, og eins og þar var ástatt, virtist sem hennar mætti ekki missa við svona fljót. Samt varð hún að kveðja, i blóma lifs- ins, svona sorglega slysalega, svona sorglega fljótt. Sú kveðja ómar lengi í sálu mannsins hennar og vina, og guði er ekki um megn að láta einnig kveðjuna þá verða þeim til góðs. Hans umsjá sé hún, mað- urinn hennar og barnið þeirra falin. Jarðarförin fór fram við Ey- fordkirkju 18. maí, að fjölmenni viðstöddu, eftir að barnið hennar, sem er dóttir, var skírt við líkbörur hennar um leið og hún var borin út, og gefið hennar nafn. Sjálf er hún nú horfin sýn, en minning hennar lifir. P. S. David Raff. 250 N. 59th. St. Philadelphia,, Pa. Mr. Raff hefir búið í Philadelp- hia alla sína æfi og er mikils- virtur börgari. “Heilsa mín var öll á molum,” sagði hann. “Mag- inn var í þvllíkri óreglu, að eg beinlínis kveið fyrir að setjast að borðinu. Mér fanst eg heldur vilja ganga fastandi, en þurfa að líða kvalirnar, er ihverri einustu 0g einni máltíð fylgdu. Eg þembd- ist allur upp af gasi og fékk svo ákafan hjartslátt, að eg vissi varla mitt rjúlkandi ráð. Stundum þrengdi ,svo að andholinu að mér lá við köfnun. Taugarnar voru einnig allar úr lagi gengnar og naut eg því ekki svefns nema með höppum og glöppum. Loks var eg orðinn svo af mér genginn, að eg gat við illan leik dregist um húsið og sama sem ekkert unnið. “Vinur minn einn ráðlagði mér að reyna Tanlac því iþað hefði svo mörgum til heilsu komið, er líkt stóð á fyrir. Og það get eg stað- hæft hvar sem er, að Tanlac er fyrsta meðalið, sem eg þekki, er gerði alt, sem sagt var að það ætti að gera og gæti gert. Fimm flösk- ur í alt, hafa gert mig eins hraust- an og þegar eg var upp á það allra bezta. Nú get eg neytt hvaða matar sem vera vill, án þess að finna til nokikurrar minstu ógleði og hefi þyngst um fimtán pund. Nú eru taugarnar í bezta lagi og hefir því fylgt vær svefin á hverri einustu nóttu. Tanlac er sann- kallað töfralyf, er eg fyrir mitt leyti fæ aldrei nógsamlega lofað.” Tanlac er selt í flöskum og fæst í Ligget’s Drug Store, Winnipe. pað fæst einnig hjá lyfsölum út um land; hjá The Vopni Sigurðsson, Limited, Riverton., Man., og The Lundar Trading Company, Lund- ar, Manitoba. DÁNARFREGN. Matth. J., er, í 1. vísuorði, 14. vísu, “góða” fyrir: góðu (Guðm. góðu framkoman bar vott um sjálfstæði tvo). I 17. vísu, 3. vísu orði. er: ns látlausan bændametnað í svpit- 17. visu, 3. visu orði, er: “Engin þjóð á æðri óð”, fyrir: “Engin þjóð á æðri ljóð.” — í són- hættinum til Þ. Hallgrímss., er, í ööru visu orði: “heila-ósk”, fyrir: heilla-ósk.—I vísunum “,Til Fréttar. Lögb.”, er, í innilokuðu skýring- unni: “br.”, fyrir: Sbr., eða Smbr. Og í síðasta vísuoröi, fyrstu visu til hans, er: “og ættingja minna”, og látlausan bændametnaö. í sveit arstjórn var Jón um tíma og gegndi oddvitastörfum, en litla löngun hafði hann til að sinna því, enda var eðli hans þannig, að hann var “óhlutsamur um önnur mál.” Jón var um langt skeið einn hinn mesti gróðamaður, og talinn af ýmsum féfastur. En þeir, er bezt þektu hann, álitu hann hefði mörg bæði sina og allra. Hann var guð- rækinn og hélt vel trú sína til dánardægurs. — Jarðarförin fór fram frá heimili dóttur hins fram- liðna 17. maí. Hann var jarðsung- inn af séra Run. Runólfssyni, að viðstöddum öllum úr suðurenda bygðarinnar. Friður dottins sé með hans anda. hann var trúr köllun sinni og mun uppskera trúrra þjóna verðlaun. < r ■ Hinn 15. maí lézt i Pipestone- bygð, eftir langvarandi ellilasleika, öldungurinn Þorsteinn Einarsson, 87 ára gamall, var þó ekki fullvíst um fæðingarár hans. Hann var fæddur á Hvammi undir vestri Evjafjöllum i Rangárvallasýslu; foreldrar hans voru merkishjónin Einar Gunnarsson og kona hans Guðbjörg Þorsteindóttir; bjuggu þau hjón lengst á Reiðarvatni i sömu sýslu; ólst Þorsteinn sál. upp með foreldrum sínum til 15 ára aldurs og misti þá bæði föður og móður á sama ári. Fór hann þá til Böðvars bónda á Reiðarvatni hvar hann dvaldi 4 ár, var |>ar eftir á Stóra-Hofi vinnumaður í 15 ár. Hann giftist 34 ára gamall Krist- ínu Guðmundsdóttur úr sömu" sveit á Rangárvöllum. Fluttust þau hjón suður í Leiru á Suðurnesjum og eftir stutta dvöl þar fluttu þau til Reykjavíkur; þar misti hann konu sína 1882, var eftir það á ýms- um stöðum þar til hann fór til Canada árið 1902. í hjónabandi eignuðust þau hjón 4 börn. hvar af tvær dætur lifa, önnur gift kona á ammn íslandi, hin gift kona í Pipestone- bygð. — Þorsteinn sál. var hvers- dagslega glaðlyndur, trúr og á- hugasamur í kölhin sinni; tryggur vinur sínum, vel að verki farinn og verkmaður inn bezti, meðan heilsa og kraftar leyfðu. Ráðvendni og triimensku áleit hann helga skyldu DÁNARFREGN. Þann 8. maí 1921 dó á King George spítala Mrs. Fanney Caze, fædd Fjeldsted. Hún var fædd í Neshrepp i Snæfellsnessýslu á Is- landi 10. febrúar 1899, var þvi rúmra 22 ára er hún dó. Foreldr- ar hennar voru Ari bóndi Fjeld- sted, dáinn í maí 1915 hér i Winni- peg, og kona hans, Ólöf Fjeldsted, en enn lifir hér i borginni. Fanney sál. dvaldi hjá móður sinni þar til hún giftist þann 31. október 1919, eftirlifandi manni sínum, Charles Caze. Fanney sáluga var góðum gáfum gædd, stilt, hógvær og blíð i lund, trygg og vinföst til ættingja og vina, i einu orðr hafði flesta ]>á kosti, er góða konu prýða. Hana syrgja auk hins ung amanns henn- ar, öldruö móðir, fjórar systur og margir vinir. Jarðarförin fór fram frá útfararstofu Bardals, hvar likræða var haldin af séra Runólfi Runólfssyni, er einnig jarðsöng hana i grafreit stuttan veg frá hænum Selkirk, hvar lík- hvilir til hins mikla dags drottins vors. Friður sé með henni og guð huggi hennar öldruðu syrgj- andi móður, systkini og vini. Innilegt þakkketi til allra, er fylgdu hinni látnu til grafar. frá móður og systrum, og þeim er blóm lögðu á kistu hennar. Blessuð sé minning hennar. R

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.