Lögberg - 17.11.1921, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.11.1921, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. R E Y N IÐ Þ AÐ! TALSÍMI: N6617 , WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Tals A7921 34 AKi ANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGIN \ 17 NÓVEMBER 192! NUMER 46 AFVOPNUNARÞINGIÐ.—ENGIN HERjKI? í TÍU ÁR. KRAFIST AÐ BANDARÍKIN EYÐILEGGI 3!) HERSKIP, EN GLA N 0 l1), JAPANAR 17. FRIÐUR OG EINING RÍKIR Einhvers vert. eftir Edgar A. Guest. Já, þetta alt er einhvers vert: — að eygja bros við fótmál hvert og halda stryki, stefnuhár, þótt stritsins daggir vökvi brár, — að ganga prúður, prjáll á snið, en planta rósir heima við og reyna að skelfa skúþgafans frá skýlisdyrum öreigans. Pú þarft ei fremd né frægðar-vald, — og frægðin heimtar stimpilgjald — en hennar án jafn auðvelt er við iðju dags að skemta sér. Og hver sem helzt er köllun þín, þá krefur lífið iðgjöld sín: Að trúr þú sért við eðli og ætt og aldrei rjúfir gerða sætt. Ef ást ti'l flaggs og föðurlands, er fyrsta 'kend þíns innra manns og fylgdarsveitin finnur hver, að fyrst og bezt hún treysti þér; — ef’heimilið á liuga þinn, mun hrygðin elkki voga inn, — ef brosið eykst við ómak hvert, er æfistarfið nokkurs vert! Einar P. Jónsson. Ds Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Hon. A. B. Hudson fyrrum dómsmálaráðgjafi Manitoba fylk- is, hefur ákveðið að sækja um kosningu til Sambands þings í Suður — Winnipeg. pegar Mr. Hudson sagíii af sér ráðgjafaembætti í Norris stjórn- inni, hafði hann í hyggju að draga sig út úr pólitíkinni fyrir fult og alt. En svo almennar áskoranir bárust honum frá kjós- endum í Suðurhluta borgarinnar, að hann lét loks tilleiðast að verða í kjöri. Hann sækir sem óháður stuðningsmaður frjáls- lynda floksins. Dr. Mclvar, hefir verið útnefndur af hálfu Meighen-flokksins, til þess að sækja um kosningu í Mið — Winnipeg. Frjálslyndi flokkurinn hefir út- nefnt Edward F. Ryan lögmann til þeiss að -sækja um kosningu í West Calgary, gegn Hon. R. B. Bennett dómsmálaráðgjafa og J. T. Shaw, er býðUr sig fram af hálfu bændaflokksins. Skýrslur frá síðasta manntali sýna,~að í Manitoba fylki hefir fólkið fjölgað síðan 1911 úr 461,190 upp í 613,008, eða 32.92 af hundraði. Árið 1911 var fólks- talan í Winnipeg 136,035, en nú í ár eivtalan komin upp í 178,364; eru útjaðra eða undirborgirnar ekki þar með taldar. Árið 1911 taldi St. Bonifac-e 7,483 íbúa en nú í ár 12,816; nemur viðbótin því 71.20 af hundrað. í Brandon voru árið 1911, 13,839 íbúar, en í ár er talan komin upp í 15,359. Portage la Prairie taldi árið 1911, 5,892 íbúa, en nú 6,748. Fólksfjöldi í hverju sambands- kjördæmi Manitoba fylkis um sig, er sem hér segir; íbúatalan árið 1911, einnig sýnd: Brandon, 1911,.........39,734. ---- “ -----1921....... 40,140. Dauphin 1911 ......... 23,358. ---- “ ----1921........ 35,219. Lisgar, 1911.......... 25,978. ---- “ ----1921........ 29,921. MacDonald 1911 ........ 20,802 ---- “ ----1921......... 23,811 Marguette, 1911...... 32,384. ---- " ----1921........ 41,217. Neepawa, 1911, ........ 23,923. ---- “ ----1921, 28,968. Nelson, 1911................. 11,884. ----- “ -----1921, ......... 19,483. Portage la Prairie, 1911,.... 22,059. ----- “ -----1921........... 24,534. Provencher, 1911............. 24,318. ---1921, ..........29,243. 1911.............. 32,599. ----- “ -----1921........... 57,805. Souriis, 1911- .............. 27,133 ----- “ -----1921........... 26,399. Springfield, 1911............ 36,903. ----- “ -----1921, ..........57,869. Mið - Winnipeg, 1911, .... 58,903. ----- “ -----1921........... 76,180. Um bæjarfulltrúastöður sækja þessir: 1. Kjördeild: • F. 0. Fowler, A. H. Pulford, J. G. Sullivan, R. J. Shore og Georeg Wildeman. 2. Kjördeild: F. H. Davidson, A. D. Gray, J. O’ Hare, Ernest Robinson, R. S. | VV’ard, Robei’t Sutherland, Thom- as Flye, Arngrímur Johnson, Allice Holling, Samuel Jordan og C. Vanderlip. 3. Kjördeild: Herbert Jones, John Queen, John Blumberg, W. M. Gordon, J: L. Wiginton, J. S. Leitch, J. A. Barry, E. J. Reynolds og H. Strange. Um skólaráðsmensku sækja í fyrstu kjördeild: Arthur Congdon, C. S. Riley, J. D. Morton, Jabez Miller, A. E. Bowles, og Arthur Griffins. í annari kjördeild: Garnet Coulter, James Simkin, George Reynolds, A. H. S. Murray. í 3. kjördeild: Robert Jacob, Dr. A. H. McFarlen, H. W. Pow- ers, E. McGrath, John Simpkin, R. Durward og T. Smith. Frjálslyndi flokkurinn hefir út- nefn-t E. J. Murray lögmann, til þes® að sækja um kosningu í Norður-Winnipeg. Manitoba þingið kemur saman hinn 12. jan. næstkomandi. Capt. J. W. Wilton, fyrrum þingmaður fyrir Assiniboia kjör- dæmið, hefir verið útnefndur af hálfu frjálslynda flokksins, til þess að sækja um kosningu til sambandsþings í Mið - Winnipeg. Capt. Wilton er mesti hæfileika maður og ágætlega máli farinn. Selkirk, Bandaríkin. Senator Johnson frá Califor- nia krefst þess að afvopnunar- mótið í Washington verði haldið fyrir opnum dyrum, svo alþjóð Norður - Winnipeg, 1911,.... 45,682. manna gefist kostur á að fá sem ---- “------1921.......... 62,902. glegsta vitneskju um tilhögun ! Suður - Winnipeg, 1911, .... 35,525. alla og uppástungur, er fram j ---- “ -----1921, .......TTt 59,287. koma, án þess að þurfa að byggja 1 alt á lituðum blaðafregnum. Sena-! Eftirfara-ndi skýrsla eýnir tor Johnson, sagði í þössu sam- fólksfjölda þessara bæja í Mani- bandi, -að leyndin sem yfir öllu toba, árin 1911 og 1921: hefði hvílt á friðarþinginu í Ver- Beausejour, 1911, 847; 1921, sölum, hefði fætt af sér óskapn- honum við landgönguna fagnað af General Pershing. Senatið hefir samþykt Corpor- ation tekjuskatt, er nemur 15 af hundraði.. Hagstofa Banadríkjanna hefir gefið út skýrslu, er sýnir að 54,- 421,832 kjósendur ,voru á kjörskrá árið 1920, 27,661,880 karlar, en 26,759,952 konur. Kosninga- rétturkarla og kvenna þar í landi, er bundinn við 21 árs aldur. . peir Sumner E. W. Kittle, Wil- liam V. Pratt og Louis N. Nulton, isem allir hafa haft á hendi kaf- teinsstöðu í' sjóhernum, hafa ver- ið útnefndir til aðmíráls tignar af Farding forseta. Bandaríkja fulltrúarnir fjórir, er sæti eiga á afvopnunarmótinu í Washington, hafa hlotið sama tignarstig og sendiherrar. Er þetta gert til þess að, þeir skuli jafngildir að tign, erindrekum annara þjóða, þeirra er mótið hafa sótt. Senaþið hefir skipað fimm manna nefnd, til þess að rannsaka kærur, bornar fram af senator Wats»n frá Gesorgia, þar sem hann- fullyrðir að ameriskir her- menn hafi verið ýmist skotnir eða hengdir af liðsforingjum, án þess að yfirheyrsla hafi farið fram, og sannað á þá nokkrar sakir. Við bæjarstjórnar kosningarn- ar í New York, sem fram fóru fyrir skömmu, nrf:i úrslitin þau, að J. F. Hylan borgarstjóri, var endurkosinn, með mesta atkvæða- magni, sem nokkur borgarstjóri hefir h-lotið í sögu borgarinnar. Hann hlaut í alt 665,770 atkvæði. H. H. Curran, studdur af sam- steypuflokknum fékk 296,082 at- kvæði, en Jacob Parker, jafnað- armaður, 75,733 atkvæði. Hyl- an borgarstjóri er deókrat, og allir aðrir umsækjendur til bæjar- stjórnar af þeim flokki, hlutu kosningu með einsdæma meiri ! hluta. menn. En eins og sagt var í síðasta blaði, gjörði Sinn Fein sendinefndin T9ð að skiílyrði, að þeir fengju tvö nyrstu héruðin í Ulster. Blaðið Daily Cronicle, ber það upp á Unionista í Lund- únum, að þeir rói öllum árum að því, að spilla fyrir samkomulagi á milli Sinn Fein og U-lstermanna, i þeirri von að þeir geti neytt Lloyd George stjórnina til að segja af sér og varar blaðið al- varlega við þeirri aðferð. Ein- hver, sem nefnir sig leiðtoga í Unionista flokknum, talar um það sem líklega væri í vændum ef kosningar yrðu í desember. Hann segir “þar sem Gladstone, Balfour og Asquith, biðu ósigur, þar er Lloyd George líklegur til að bera 'igur úr býtum. Og ef hægt yrði að ráða fram úr írsku málunum og með farsællegum úr- slitum þingsins sem fjallar um takmörkun á vígbúnaði í Washing- ton, þá er Englandi trygð fram- Ríkisþing pjóðverja, hefir ný- lega lýst trausti á hinni nýju ’stjórn Juliusar Wirth, kanzlara. Allmikill fjöldi Communista, safnaðist nýl. saman fyrir fram- an ræðismanns skrifstofu Banda- ríkjanna í Basle á Svisslandi, í þeim tilgangi að mótmæla sektar- dómi tvegga ítala, er fundnir voru sekir um morð og dæmdir til lífláts í Massachusttetts rík- inu í Bandaríkjunum. Lögreglan skarst skjótt í leikinn og tvístraði fylkingum uppþots seggjanna. Soviet stjórnin á Rússlandi, hefir tilkynt stjórnum þjóða þeirra, er Rússland skuldar pen- inga, að hún sé viljug til að við- urkenna skuldir allar upp að ár- inu 1914, isvo fremi, að slíkar þjóðir viðurkenni jafnframt hina núverandi, rússnesku stjórn. Sendisveit Soviet stjórnarinnar t?ð á framfara og frelsisbrautinni ! ‘ Warsjá. tilkynnir að her allmik- í fleiri mannsaldra.” | 111 undir stídrn Petlura, aðalfor- ingja Soviet-andstæðinga, 988. Biftle, 1911, 434; 1921, 562. Boisseváine, 1911, 918; 1921. 826. Carberry, 1911, 872; 1921, 789. Carman, 1911, 1,271; 1921, 1585 Dauphiq, 1911, 2,815; 1921, 3,862. Delorain, 1911, 808; 1921, 684. Emerson, 1911, 1,043; 1921, 746. Gladstone, 1911, 782; 1921, 833 aðinn mikla, — friðarsamningana svo kölluðu og þjóðbndalags- sáttmálann. “Verði ekki farið í felur með málin á afvopnunar- mótinu, má gera sér vonir um glæsilegan árangur, annars verður hann enginn,” komst senator Johnson að orði. í ræðu, sem Harding forseti flutti fyrir skömmu, að Birming- ham, Alabama, lét hann í ljós þá Grandview, 1911, 637; 1921 846. i ósk, að negrar í Bandaríkjunum Hartney, 1911, 623; 1921, 579. Killarney, 1911, 1,010; 1921, 869. Melita, 1911, 690; 1921, 575. Minnedosa, 19lT, 1,483; 1921, 1,479. Morden, 191, 1,130; 1921, 1,268 Morris, 1911, 598; 1921, 796. Neepawa, 1911, 1,864; 1921, 1,887. Oak Lake, 1911, 449; 1921 500. Rapid City, 1911, 580; 1921, 570. Rivers, 1911, 590; 1921, 557. Russell, 1911, 562; 1921, 694. Selkirk, 1911, 2,977; 1921, 3,722. Souris, 1911, 1,854; 1921, 1,710'. Stonewall, 1911, 1,005; 1921, 1,103. ð Swan River, 1911, 574; 1921, 903. Virden, 1911, 1,550; 1921 1,357. The Pas, 1921, 1,859. Transcona, 1921, 4,180. Fólkfjöldann í Pas og Trans- cona, árið 1911, sýnir skýrsla þessi ekki.... Útnefningar til borgarstjóra í Winnipeg, fóru fram síðastliðinn föstudag og hlaut núverandi borgarstjóri Edward Parnell endurkosningu án gagnsóknar. fengju að njóta í fjármálum jafn- réttis við hvíta menn, en að frá samfélagslegu sjónarmiði, væri ákjósanlegt að flokkar þessir hefðu sem allra minst saman að sælda. Senatið hefir samþykt við at- kvæðagreiðslu, að nema úr gldi hinn svonefnda “excess profits tax” frá 1. janúar næstkomandi að telja. Thomas L. Blanton, þingmaður demokrata flokksins frá Texas, hefir fengið ofanígjöf frá þing- forsetanum, fyrir að hafa stung- ið inn í þingtíðindin ákvæðum, sem ekki voru sannleikanum sam- kvæm. Samuel Feltan, einn af fram- kvæmdastjórum járnbrautarfé- laganna -í vesturhluta Bandarikj- anna, hefir opinberlega lýst yfir því, að félög þar muni innan skamms að fara fram á, að laun járnbruatarþjóna verði lækkuð að mun, því sýnt sé, að brautirn- ar geti ekki með öðru móti borið sig. Marskálkur Ferdinand Fock, er nýkominn til New York, og var Á leið sinni til Indía, kom rík- iserfinginn brezki við á eyjunni Malta i Miðjarðarhafinu. Er það lítil eyja að eins 17 mílur á lengd.; en níu og hálf fermíla að stærð, sem er minna en vanalegt Town- ship í Austurfylkjum Canada. En eyja þessi er merkileg og á merki- lega sögu. pað var við þessa eyju sem liggur stutt undan strönd ítalíu og sem í tíð Róm- verja hét Melita, að Páll postuli og þeir sem fluttu hann sem fanga á fund Cæesars í Róm, brutu skip sitt. Páll dvaldi 3 Vikur á eynni og var í miklu af- haldi hjá Publíusi, sem þar hafði manna forráð, að þeim tíma liðn- um hélt Páll ferðinni áfram til Róm. Síðar á árum var eyjan aðset- ursstaður nafnkunns víkinga- flokks. í Napoleons stríðunum tóku Bretar eyjuna og undir Par- ísarsamningnum frá 1814 voru Bretum veitt full umráð yfir henni og síðan hefir hún verið partur af brezka veldinu. Mikið hafa Bretar gert á eynni. Bygt þar skipakví, svo hægt er að gjöra við hvaða skip sem er, enda er eyjan aðal flotastöð Breta í Miðjarðarhafinu. Eyju þessari hafa Bretar stjórn- að sjálfir að mestu leyti, að eins látið eyjarskeggja velja meðráða- menn. En nú hafa Bretar veitt þeim fulla sjálfstjórn í heimamál- um sínum og löggjafarþing, sem þeir sjálfir kjósa til og setti rík- iserfinginn brezki hið fyrsta lög- gjafarþing Maltamanna, þegar hann kom þangað á leið sinni til Indía. Nýlega hefir lögreglan á ír- landi fundið fangelsi, sem lýð- veldismenn höfðu sett á stofn, var þar inni ungur maður dæmd- ur til dauða og átti hann að eins nokkra klukkutíma eftir ólifað. prír vopnaðr menn gættu hans og í sömu byggingunni og fang elsið var í, fanst allmikið af her- útbúnaði og vél til þess að taka á móti og senda loftskeyti. Verkamálaráðherra Breta, T. J. Macnamara, hefir lýst yfir því í brezka þinginu, að útlit sé til að minsta kosti ein og hálf miljón manna verði vinnulausir á Bretlandi í vetur. Drengur að nafni George Ed- wards, gekk nýlega frá Manc- hester og til Black Pool á Eng- landi, 53 mílur vegar á 11 klukku- tímum 45 mínútum og 59 sekúnd- um. Og er sagt að það sé fljótasta ferð á fæti af unlingi, Haost. sé í þann veginn að ráðast inn í ú- kraníu. Skaðabótanefnd bandaþjóðanna, hefir veitt pjóðverjum fimtán daga gjaldfrest á 500,000,000 marka gulls, sem þeim ber að greiða 15. þ. m. Allmikil sprenging varð nýlega í byggingu amerisku ræðismanns skrifstofunnar í Lissabon, en or- sakaði eigi verulegt tjón. sprengi- kúlum hafði verið komið fyrir í anddyri hússins. Lögreglunni hefir enn ekki tekist að komast fyrir hver valdur muni vera að tilræði þessu. Florsætisráðgjafi Japana, Ta- kashi Hara, var myrtur í Tokjo fyrir skömmu. Morðinginn heitir Nakaka. Hinn látnj for- sætisráðgjafi, var talinnn að vera einn allra mætasti stjórnmála- maður hinnar japönsku þjóðar. Frá Íslandi. Bretland Ákveðið er að setja upp rafur- magnsstöð við ána Jórdan, Yar- mok og aðrar 4r í Palestine, og á að leiða rafurmagnið um bygðir landsins, til að lýsa hús og bæi og notkunar við iðnaðar fyrirtæki, eftir því, sem skýrt hefir verið frá ií þinginu á Englandi. Ef að samningar á milli Eng- lendinga og íra skyldu mistakast, þá segja menn að það mundi hafa í för með sér stríð, sem kostaði 250,000,000 pund sterling og 50',- 000 mannslíf. Ráðningu hefir biskupinn í Liverpool gefið Rev. G. Vales O- wen, presti við Oxford kirkjuna, út af því, að hann hafði leyft Sir Arthur Conan Doyle, að flytja prédikun I þeirri kirkju. Fer biskupinn allþungum orðum út af því í garð Owensprests og segir, þó Sir Conan Doyle, hafi ekki bein- línis boðað andatrú í þessari ræðu sinni, þá hafi hugsun hans og orð stefnt í þá átt, þegar hann hafi talað um Oxford kirkjuna sem vita, er lýsti þeim í áttina til hærri og æðri sannleika. Bisk- uninn benti á að þessi orð og það að hleypa leikmanni upp í prédik- unarstólinn án leyfis hlutaðeig- andi yfirvalda hefði vakið hneyxli og óþægindi. Höfund- ur Sherlock Holmes, .í umtali um þetta bréf biskups, sagði að þessi , ,, _ afstaða hans væri mjög einkenni- Sem enn er þekt ^rengur Eg heyri haustið kalla með harðan skapadóm, og sé hvar fölnuð falla hin fríðu sumar blóm, eg lít á lundinn auða þar lögin standa skráð, við djúpið Mfs og dauða með drottins kraft og ráð. Eg stend á strönd við hafið með straumaföllin djúp, og lít á lífið vafið í leyndardómsins hjúp, frá bjartri himins höllu í hylling ljóma bönd, með Ijósið yfir öllu þar eillf stjórnar. hönd. Nú drúpir björkin bleika \ og -ílómin hvíla deydd, á vorsins iskrautið veika er voðin kalda breidd. Eg heyri kvöldið kalla með krafti þrungið hljóð, og ihádags hljómar falla í haustsins vögguljóð. Vér syrgjum sumardaga með sólar-yl og skraut, og hljóminn ljúfra laga er létti tímans þraut, oss hræðir haustið kalda sem hylur dýrstu blóm, þá syngur sérhver alda hinn sára feigðardóm. En hví skal hræðast dóminn með húm og feigðar stríð, því aftur blika blómin þá brosir hlýrri tíð, þótt svíði sorgin bitra er sigur lífsins hár, og geislar vorsins glitra í gegnum haustsins tár. M. Markússon. leg og ókristileg. þessi er 11 ára gamall og var ekki meira eftir sig en það, að hann hljóp út að leika sér morg- uninn *ftir við systkini sín, eins og hann var vaunr. írsku málunum miðar lítið á- fram, en þó lítið sé að gjörast á yfirborðinu, þá er óefað, að verið er að vinna í áttina á bak við tjöldin. Stjórnmálaleiðtogarn- ir í Ulster, hafa í einu hljóði tek- ið í sama strenginn og leiðtogi Stórnin á Ungverjalandi, hefir þeirra Jamefe.Craig og neita með , krafist þess, að Karl fyrverandi öllu að láta nokkurn part af I konunur Ungverja, afsali sér til- Ulster af hendi við Sinn Fein kalli til ríkistöku. Á Stokkseyri ibar það við síð- astl. sunnudag, að þar varð isjáv- arflóð mikið, er eyðilagði tvo mó- torbáta. Veður var þó hægt þar eystra, lítill suðaustlægur vindur og brim nokkuð af hafi. En er á daginn leið fór að aukast svo stóralda af útsuðri, að menn þar eystra segjast ekki hafa séð annað eins. Á innri höfninni á Stokkiseyri lágu nokkrir mótorbátar. Ein- um þeirra — um 10 smálesta bát — hvolfdi í einu ólaginu og slitn- aði hann upp réft á eftir og braut um leið gat á annan smærri bát, esm lá þar hjá og sökk hann eftir skamma stund. Hinn bátinn, sem upp slitnaði, rak vestur á fjörurnar og sökk þar eftir að hafa vejst yfir Iskerin. Hinn báturmn, brotnaði mjög mikið eftir að hann var sokkinn. pykir tvísýnt að hægt verði að gera við bátana aftur, og er því skaði eig- endanna mikill, þv.í báðir bát- arnir voru mjög lágt vátrygðir. Auk þessa gerði sjóflóðið mikl- ar skemdir á kálgörðum þeim, sem jT myrkri llRgja fyrir neðan sjógarðinn, alla leið firá Stokkseyri og vestur und- ir Hraunsá. - —Morgbl. --------o-------- Bylting í efnafræðinni. Bylting í efnafræðinni virðist vera í vændum. Draumur alkymistanna um ummyndun efanna virðist vera að rætast. Mikið hafa mennirnir strítt við að búa til gulj, en hefir ekki tekist enn. Nú er ekki von- laust um að þetta kunni að takast. Verkefnið, sem fyrir leggur, er að leysa úr læðingi frumeindir Hvaðanœfa. og eiginleikum þess. Radíum var uppgötvað áður en það fanst, eins og stundum hefir verið ályktað um tilveru himinn- hnatta og þeim mörkuð braut áður en sjónaukarnir hafa náð isvo langt út í ihimindjúpið. Curie- hjónin urðu vör við verkanir þess, áður en þeim tókst að einangra það. Efni þetta er unnið úr öðrum efnum sem heita thorium og uran. Fyrstu námurnar voru í Joa- chimsthal í Austurríki. pær eru nú þrotnar. Bestu námurnar eru nú í Pardoxdalnum í Colorado og í sunnanverðu Utah. Til þess að ná einu grammi af radfum þarf mörg hundruð smálestir af fyr- greindum efnum. Sagt er að úbstreymi Radíums vari í 20,000 ára. Væri hægt að leysa alla orku eins grams á einu augna- bliki mundi hún nægja, til þess að hita 32 smálestir af vatni frá írostmarki upp í suðumark. Eðlisfræðingurinn Sir William Ramsey hefir rejknað út, að orka einnar smálestar af radíum mundi nægja, til þess að reka 15,000 hestafla vél viðstöðulaust í 30 ár. petta undraefni brennur án þess að eyðast, gefur frá sér orku án þess að það léttist, lýsir og til læknjnga við krabbaimeini og nokkrum öðrum isjúkdómum tekur það öllu öðru fram. Nú er kappsamlega unnið að því af eðlisfræðingum að leysa atomorku annara efna og eru þeir þegar komnir á nokkurn rekspöl með það. Ein smálest af radíum geymir jafnmikla orku og ein hálf miljón ismálesta af kolum. Væri hægt að leysa orku efnanna á líkan hátt og ra- díums mundi það valda slíkri byltingu í öllum verklegum efn- um 'heimsins, að jafnvel djörf- ustu draumar og getgátur þykj- ast komast skamt á þeirri bylt- ingaleið. Og á þeirri leið er tsá efnanna. pað er þegar sannað að þetta getur tekist og að við það j mögulejki að einu frumefni werði losnar óheyrilega mikið orku-: breytt 4 annað. streymi (atomorkan). En ekki er til í heiminum meira Fyrsta sporið sem stigið hefir af hrejnu radíum en 200 gr. og verið í þá átt að kynast undra- mætti atomanna var uppgötvun Curie - hjónanna í París á radíum hvert gram kostar hálfa miljén króna. —Dagur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.