Lögberg - 15.12.1921, Page 2
Bla. 2
LöGBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER 192L
.f?
Þjáðist af Eczema í
mörg ár.
“Fruit-a-tives” hreinsuðu hörund
hennar.
Poine St., Pierre, P. Q.
“í J>rjú ár þjáðist eg af illkynj-
aðri hörundsýki. Eg leitaði til
ýmsra lækna, en þeir fengu ekkert
bætt mér. — pá notaði eg úr
öskju af “Sootha-Salva” og tvær
dósir af “Fruit-a-tives” og út-
brotin eru nú farin af höndunum.
Verkurinn hvarf og hefir ekki
gert vart við ,sig aftur. — Eg á-
iít þetta undravert, þar sem ekk-
ert annað meðal hafði reynst að
nokkru liði, þar til eg fór að nota
“SoothaTSalva” og “Fruit-a-ti-
v€£” hið mikla meðal úr jurtum
soðið.”
Madame Peter Lamarre.
50 c. hylkið, 6 fyrir $2,50 og
reynsluskerfur 25c. Selt hjá öll-
um lyfsölum eða beint frá Fruit-a-
tives, Limited, Ottawa.
Stærsta velferðarspurs-
málið.
Framh.
Mönnum þykir ef til vill undar-
legt, að alt þetta fjas skuli vera
gert út af þessum sérstaka at-
vinnuvegi. Margir segja að
bændurnir hafi velt sér í góðær-
inu undanfarandi og ættu því
ekki að vera ver staddir en aðrir,
þó flestir gangi inn á að á þeim
atvinnuvegi Ibyggist velferð lands
og þjóðar fremur en á nokkrum
öðrum einum atvinnuvegi lands-
ins og svo mikið er víst, að Can-
adamenn eru farnir að sikilja það,
að ef landbúnaðurinn er í niður-
lægingu — að ef bændurnir
svelta á landinu, þá líður fólki
líka illa í bæ og borg.
Nýlega ritar Henry C. Wallace
akuryrkjumálaritari Bandaríkj-
anna, allítarlega um þetta mál og
kemst hann meðal annars svo að
orði: “pað eru tvær ástæður
sem liggja til grundvallar fyrir
þessari deyfð í landbúnaðinum.
önnur er kostnaðurinn við fram-
leiðsluna. Og ef vér tökum alt
til greina, sem takast ætti þegar
um framleiðslukostnaðinn er að
ræða, þá komumst vér að raun um
t. d. að á síðasta ári, að kostnað-
urinn við framleiða einn mælir af
maís i Iowa, þar isem maís fram-
leiðslan er á hæsta stigi, var 9
cent á mælirinn. par í var tal-
ið, vinnulaun, leiga á landinu og
alt annað, er réttilega átti að telj-
ast Itil framleiðslu kostnaðarins.
Fjöldi fólks segir, að landverð
sé óskaplega hátt og toppverð á
því ætti ekki að leggjast til grund-
vallar, þegar um virðing þess til
leigu væri að ræða, það væri o'k-
ur.”
í samíbandi við þetta dæmi er
það satt, að verð landsins er mið-
að við söluverð þess á síðasta ári.
pað er og líka satt að framfærsla
verðs á akuryrkjulandi hefir ekki
verið nærri eins mikil og menn
ímynda sér, eða að þeim hefir
verið talin trú um. í einstaka
tilfelli, heyra menn talað um að
ekra Iands sé seld fyrir $400—500
og ganga svo út frá því að það sé
meðalverð . En því fer fjarri.
Meðal framfærsla á verði á bezta
maíslandi, sem til er í Bandaríkj-
unum er um 80% frá því sem það
var á undan stríðinu. Vert er
og að taka það til greina að í þeim
héruðum þar sem maísframleiðsl-
an er sem mest, þar er að minista
kosti helmingur landsins á leigu,
og verða leiguliðarnir að borga
eftirgjöldin samkvæmt verði því
sem á landinu er, en ekki eftir
því, sem mönnum finst að ætti að
borga.
pað er og satt, að ef vér drögum
verð landsins undan með öllu í
þessu sambandi, þá er verð það
sem bændurnir geta fengið fyrir
maís mælirinn talsvert mikið
minna en verðið sem hann ge?tur
fengið fyrir hann. Stærsta at-
riðið í sambandi við maís fram-
leiðsluna er eftir alt ekki landið,
heldur vinnan.
*
LandbúnaSar afurðir í lágu verði.
önnur ástæðan,- fyrir þessum
erfiðleikum í samjbandi við land-
búnaðinn er að verð á landbúnað-
ar afurðum hefir fallið óhæfilega
mikið í verði, borið saman við aðr-
ar vörutegundir; og jlíka þegar
þær eru bornar saman við fram-
leiðslukostnaðinn. T. d. er
verð á mais nú í dag í Iowa 20%
lægra, en það var fyrir stríðið,
verð á eldisgripum er frá 20-25%
hærra en það var fyrir stríðið,
Ef vér leggjum verð það sem
Chicago markaðurinn borgar fyr-
ir þá til grundvallar, en heima í
héraði eru slíkir gripir í sama
verði og þeir voru fyrir stríðið.
Nú er að athuga verð á vörum
þeim, sem bóndinn þarf að kaupa
Kaupgjald er 100% hærra en það
var fyrir stríðið. Flutnings-
gjöld með járnbrautum 70—90%
hærra. Vörur eins og sorajárn,
kók, steinolia, cement, eru frá
100—150% hærri í verði en þær
voru fyrir stríðið. Kaup fólks,
sem í verksmiðjum vinnur, og á
járnbrautum, hefir hækkað um
meira en 100%.
Með öðrum orðum, þegar bónd-
inn er að selja vöru þá sem hann
framleiðir, fyrir verð, sem er ekk-
ert hærra en það var fyrir striðið,
og ef um mikinn vöruafgang er
að ræða, þá verður hann að
borga frá 5C>—150% hærra fyrir
nálega allar nauðsynjavörur sín-
a en hann gerði fyrir stríðið.
pessir erfiðleikar í sambandi
við landbúnaðinn eru óumflýjan-
íegir, á meðan slikt ástand helzt,
og erfiðleikar þeir og deyfð hljóta
að læsa sig inn í alt iðnaðar og
verzlunarlíf þjóðarinnar.
pó eg hafi hér isérstaklega tal-
að um héruð þau sem maís er
framleiddur í, þá er sama að segja
um landbúnaðar iðnað landsins
allan og sérstaklega eru erfiðleik-
ar foændanna í suður og vestur-
ríkjunum tilfinnanlegir.
Baðmullarbændurnir í Suður-
rikjunum, gripabændurnir í vest-
ur-rikjunum og þeir sem aldini
rækta eru allir í sömu plágunni.
petta er ásigkomulag sem krefst
beztu andlegu kraftanna, sem
þjóðin á yfir að ráða. Ef þessu
heldur áfram færast þessir erfið-
leikar út til hvers einasta manns
í landinu. Vér erum allir
bræður, það sem þrengir að kjör-
um bóndans gjörir kringumstæð-
ur allra borgaranna innan skamms
erfiðar. Bændurnir eru máske
frá 35—40% af tölu íbúa þjóðar-
innar. Hvað sem hefir veruleg
áhrif á gjald(þol þeirrra, hefir
líka áhrif á kjör fólksims, sem
framleiðir, eða verzlar með vöru
þá sem bændurnir kaupa.”
Er ekki þetta satt um afurð-
ir landbúnaðar vors hér í Canada,
þó einkum sé átt við Bandaríkja-
þjóðina, með því sem hér er sagt?
Mr. Wallace heldur áfram og
segir: “Við getum ekki vonast
til þess, að jafnvægi komist á,
fyr en jöfnuður kemist á verð hlut-
anna, sem er sanngjarnt fyrir
alla menn, og sanngjarnt í sam-
bandi við alla framleiðslu.
Landbúnaðar afurðir vorar
verða að koma upp í verði, og aðr-
ar vörur verða að koma niður unz
sanngjarn jöfnuður er fenginn.
pegar maður er að tala um að
þessi eða þessi vörutegund, hvort
heldur það eru nú landbúnaðar
afurðir eða ekki, verði að falla í
verði unz hún er komin á sama
verðstig og hún var fyrir stríð-
ið, er ekki á neinum rökum bygt
— er blátt áfram rangt. Vér
söktum landi voru í stórskuld,
þegar gangverð allra hluta var ó-
eðlilega hátt. Ef vér létum það
nú falla til Ibaka á sama stig og
það var fyrir stríðið, þá væri það
sama og tvöfalda þjóðskuld vora.
Vér getum betur borgað þá skuld
með því að halda verði á hlutun-
um nálægt því sem það var þeg-
ar það lán var tekið. Samt er
það í augum uppi að vér getum ekki
haldið við þeim háu prísum sem
áttu sér stað á stríðsárunum, en
ef við reyndum að halda jafnvægi
prísanna, segjum 70% hærri en
þeir voru á undan stríðinu, þá
mundu allir á því græða.
Vér komumst í gegnum þetta
tímabil. pjóðin er ekki neitt
líkt því að vera gjaldþrota. Bænd-
urnir eru ekki gjaldþrota. Smátt
og smátt kemist jafnvægi á, á milil
bændavörunnar og annara vöru-
tegunda. En þegar um framtíð-
ina er að ræða þá kemur annað
spursmál til umhugsunar. Leyf-
ið mér með fáum pennadráttum
að minna á helztu atriðin í land-
búnaðar sögu vorri.
Bændurnir í Bandaríkjunum
hafa þegar heildartala þeirra er
tekin, framleitt korn og nautgripi
íyrir minna en framleiðslu kostn-
að í síðastliðin sjötíu og fimm ár.
Ef vér tökum til greina allan
kostnað sem reiknast á í sam-
bandi við framleiðsluna. pað
sem eg meina er, að ef bændurn-
ir héldu eins nákvæman reikning
yfir útgjöld sín öll, þar með tald-
ir sanngjarnir verttir af höfuð-
stól, eða innistæðu bóndans í bú-
inu, bæði í landi gripum, verkfær-
um og sanngjarnt kaup, sem hann
þarf að borga við framleiðsluna,
og ber það saman við verð það
sem hann selur afurðir búsins
fyrir, þá staðhæfi eg að sá reikn-
ingur sýndi tap. Samt tek eg
ekki hér með í reikninginn gróð-
urmagn jarðvegsins, sem í eðli
sínu er partur af innistæðu, eða
höfuðstól bóndans, sem hann hef-
ir selt með korni sínu. Eg Iegg
það 'bara ofan á. Mér er ljóst
að mörgum hættir við að rengja
staðhæfingar þær sem hér hafa
verið gerðar viðvíkjandi tapi bsnd-
anna. peir hafa máske þekt ein-
hverja bændur sem urðu efnaðir;
en eg tala hér um bændur upp
og ofan, bændur upp til hópa og
frá því sjónarmiði er það sem eg
hefi sagt helkaldur sann'leikur, og
er isá sannleikur staðfestur af
öllum vísindarannsóknum sem
gerðar hafa verið í þessu efni.
Bændurnir hafa getað, og enda
verða fúisir á að selja uppskeru
sína fyrir minna en það kostaði
þá að framleiða hana, sökum þess,
að í fyrsta lagi, þeir verða fúsir á
að lát nokkuð af þeiim halla
mæta hagnaði þeim, sem heimilis-
festan á landinu hefir veitt þeim.
í öðru lagi að fyrir þá skuld að
með aknum innflutningum hafa
lönd bændanna hækkað, í verði.
Svo að á liðnum árum, gátu efni-
iegir og ráðsettir bændur, með
aðstoð sparsamra og samhentra
eiginkvenna, isem bændakonur
eru yfirleitt sem betur fer, lagt
til síðu dálitla upphæð af fé —
nægilegt til þess að borga niður
í landbletti, og með því að neita
sér um flest lífsþægindi, borgað
blettinn út og séð hann svo vaxa í
verði, þangað til land það var orð-
in dýrmæt eign.
Fólkið ieitar til bæjanna.
7 % I ■* ;'fr
Á þessu tímabili höfum vér
framleitt meira af lífsnauðsynj-
um manna, en vér sjálfir höfum
þurft með. Afleiðingin af því
hefir orðið sú að bændur vorir
hafa þurft að keppa við bændur
annara landa, og gjöra sig ánægða
með verð það er 'samkepnin skap-
aði. Önnur afleiðing af þessari
auknu framleiðslu var sú, að hún
hefir hjálpað tilþess að byggja
upp verzlunar þrótt þjóðarinnar,
og iðnaðar stofnanir hennar.
Hækkun á landverði, en lækkun.
á verði landsafurða, hefir rekið
marga af hinum yngri bændum til
bæjanna, þar sem þeir héldu að
vinna þeirra yrði betur borguð
en á landinu, og þeir ættu fremur
kost á að komast efnalega áfram
f sumum af ríkjum Bandaríkjanna
þar sem framleiðslan er sem mest,
er færra fólk að finna á landinu,
en það var fyrir þrjátíu til fjöA-
tíu árum síðan. pessi flutn-
ingur fólks af landinu og í bæina
hefir verið algerlega náttúrlegur,
réttlættur af kringumstæðunum.
Sá flutnimgur heldur áfram á
meðan að atvinna fólks í bæjum
er betur borguð en á lands^bygð-
inni, meira tækifæri til að komast
áfram, meiri lífsþægindi, og tæki-
færi til mentunar, og þáttöku í
veraldlegum eða kirkjúlegum fé-
lagsskap. pað eru óumflýjan-
legar afleiðingar af hagfræðis-
ástandinu, eims og það er nú vor
á meðal og þó menn þagni aldrei
um náttúrufegurð landsins, né
heilnæmi landloftsins, þá getur
það ekki breytt ástandinu eða snú-
15 straumnum frá bæjunum og að
landsbygðinni.
Og satt að segja, hefir þessi
burtflutningur fólks af Jandinu
ekki verið mjö tilfinnanlegur fyr-
ir bændurnar enn sem er, því
feykimikil farmför hefir átt sér
stað við framleiðsluna. Uppfund-
ing! véla, sem hafa gert verkið
auðveldara og fljótunnara, hefir
gjört það að verkum að framleiðsl-
an hefir aukist, en ekki minkað
þrátt fyrir burtflutning fólksine
af landinu og fjölgun fólks í land-
inu hefir framleiðslan aukist þeg-
ar miðað er við fólkstal í land-
inu, þannig að landbúnaðar fram-
leiðslan er nú meiri á hvern mann
í landinu en áður var, og er sú
aukna framleiðsla að þakka hent-
ugum vinnuvélum og verkfærum,
og aukning á ræktun landsins.
pessu er ekki hægt að halda áfram
í framtíðinni. pörfin fyrir
landbúnaðar afurðirnar í heimin-
um er nú að verða meiri en fram-
leiðslan getur fullnægt, 'þegar sér-
stakar kringumetæður raska jafn-
væginu.
Mest af bezta akuryrkjulandi I
Bandaríkjunum er nú gengið upp,
það er að segja landi sem arðvæn-
legt er að rækta, það eru að vísu
til stór svæði af votlendi, landi
sem er of þurt til akuryrkju o. s.
frv., en það er óhugsandi að hag-
nýta sér þá fláka til framleiðslu
uerna með því móti, að hægt sé að
byggja á hærra verði fyrir afurð-
ir þess en fáanlegt var fyrir stríð-
ið. pað er líka hægt að auka
Iandframleiðslu í ríkjum þeim
sem mezta landbúnaðar fram-
leiðslan er í, með því móti að menn
eigi það víst að fá það verð fyrir
vörur sínar sem borgar fyrir
hinn aukna kostnað sem sú fram-
leiðsla hefir í för með sér.
Undir lan^búnaðar fyrirkomu-
lagi því sem hjá oss er, þá höf-
um vér framleitt meira af land-
búnaðar afurðum á hvern mann
en nokkur önnur þjóð, en vér höf-
um ekki fengið nærri eins mikla
uppskeru af ekru hverri, eins og
Evrópuþjóðirnar. Og það verð-
um vér að gera oss grein fyrir að
^ðal aukning á landbúnaðar fram-
leiðslunni, verður hér eftir að
koma af aukinni ræktun landsins
oig þar með aukinni uppskeru af
ekru hverri, en það verður aftur
að byggjast á verði afurðaTina,
sem getur gjört þann kostnað
mögulegan.
Bóndinn er sá eini maður, sem
við stóriðnað fæst í landinu, sem
aldrei hefir átt neinn þátt í að
setja verð á vöru þá sem hann
framleiðir. Hann hefir verið
neyddur til að taka það verð sem
aðrir hafa boðið honum. Aldrei
hefir hið minsta tillit verið tekið
til framleiðslukostnaðar hans,
þegar verðið á vörum hans var á-
kveðið. pegar lítil hefir verið
uppskerati, hafa prísar verið háir,
en þegar uppskeran hefir verið
mikil, þá hefir verðið verið óhæfi-
lega lágt. pegar uppskeran hef-
ir verið mikil, þá hafa bændur
vanalegast borið minna úr býtum,
en þegar hún hefir verið lítil.
Landbúnaðurinn sýnist að vera
sá eini iðnaður, þar sem framleið-
endunum er hegnt fyrir aukna
framleiðslu, með. því að láta þá
tapa á henni.
Framtíðarhorfur.
pað er engum efa bundið að
þegar að jafnvægið kemst á aft-
ur, að þá heldur land áfram að
hækka í verði, svo framarlega að
landbúnaðarstefna stjórnarinnar
sé heiblrigð; en sú hækkun verð-
ur að vera hægfarnari en hún
hefir verið. Hin gífurlegra fram-
færsla á landverði er hætt, og
bændurnir geta ekki hér eftir reitt
sig á framfærslu lands síns í verði
tfl þess að mæta hallanum við
framleiðsluna. Landbúnaðar
afurðirnar verða að seljast hærra
verði í framtíðinni en þær hafa
gjört í liðinni tíð.
pað virðist hafa vérið meining
manna, að hinn ríki og frjóvi jarð-
vegur akurlenda vorra og slægju-
lands, sé og verði ævarandi — að
þar sé að ræða um óuppausanlega
námu. petta er hinn skaðlegasti
hugsunarháttur fyrir þjóðina.
Vér verðum tafarlaust og I allri
einlægni að innleiða fyrirkomulag
í lancfbúnaði vorum, sem getur
veitt íbúum landsins lífsnauð-
synjar sínar fyrir sanngjarnt
verð og sem líka verndar gróðrar-
kraft jarðvegsins, því það er vor
langmesta þjóðarinnistæða, eða
þjóðarauður.
Tala leigujarða hefir farið mjög
vaxandj og) vakið ótta á meðal
margra. En til þess er engin á-
stæða, því reynsla mannanna er,
að eftir því sem landið hækkar í
I verði, eftir því fjölgar fólki sem
bújarðir taka á leigu og þarf það
ekki að vera slæmt í sjálfu sér.
Bóndi sem hefir lítinn höfuðstól,
getur betur staðið sig við að leigja,
heldur en að kaupa land, þegar
það hefir náð því verði sem tak-
markað er af framleiðslu mögu-
leikum landsins. Menn eru fús-
ir á að leggja fé sitt í gott land
gegn lágum vöxtum, sökum þess
hve tryggingin er góð. En það
er ýmislegt sem þessu leigu-fyrir-
komulagi er samferða, sem þarf að
laga. Ef þjóð þessi á að vera
sjálfri sér fullnægjandi að því er
til landbúnaðar framleiðslu kem-
ur, eins og forseti Harding benti
á í einni ræðu sinni, þá megum
vér ekki draga lengur að gefa
þessu spursmáli alvarlegar gæt-
ur.
pað er ekki framleiðslan ein
sem um er að ræða, það er og
spursmál um möguleik bóndans
til þess að .selja það sem 'hann
framleiðir. Vér framleiðum
meira en nokkur önnur þjóð í
heimi, en markaðs fyrirkomulag
okkar er slæmt. Vér verðum að
rannsaka nákvæmlega alt það
sem framleiðsluna og söluna á
henni snertir. par næst að athuga
samkepni bænda annara landa,
þar sem lífskröfurnar eru minni
og lífsskilyrðin færri, en þær
kröfur sem fólk vort gjörir til
þeirra hluta. Vér verðum að at-
huga eftirspurn og framboð á
vörum í heiminum. Vér verðum
að framleiða á hagkvæman hátt
og haga framleiðslunni eftir þörf-
unum. v Vér verðum líka að at-
huga lán-fyrinkomulag vort, og
aöstöðu þeirra sem halda fjármál-
um ríkisins í hendi sinni og hafa
þannig á valdi sínu að hafa áhrf,
annað hvort beinlínis, eða óbein-
línis á hvernig þeir eru lánaðir
út og geta á þann hátt haft áhrif
á verð á landbúnaðar afurðunum.
Sama er að segja um flutning á
þeim vörum með járnbrautum og
skipum, þeim flutningstækjum
þarf að haga svo að sem beztum
notum komi, því að með óþægilegti
fyrirkomulagi á þessum flutnings-
tækjum, má fella og reisa verð á
vörum þessum eftir vildi. Vér
urðum að borga dýru verði þá
reynslu á stríðsárunum.
Velmeigun vor, sem þjóðar, er
undir velmeigun bændanna komin.
Landbúnaðardeildin leggur fram-
tíðar áætlanir sínar með það fyrir
augum. Við höfum ágæta menn
og gott fyrirkomulag, og við ætt-
um að reyna að nota þekkingu nú-
tímans til þess að fullkomna og
tryggja landbúnað þjóðarinnar.”
al, sem reynist óbrigðult við
Ikfevi, hósta og lungnaisjúkdómi.
Peps inniheldur sérstök efni,
sem leysast upp, eftir að þau
jhafa verið sett á tunguna og
verða að gufu, sem þrýstist út í
aflar lungnapípurnar og öndun-
arfærin. pessi gufa mýkir allar
pípur og ihverja taug og himnu
og gerir öllum létt um andar-
drátt. pótt enginn lögur eða
önnur meðul fái þrýst sér inn í
öndunarfærin, þá hefir gufa þessi
að þeim greiðan aðgang.
Frítt til reynslu. Klippið þenn-
an miða úr blaðinu, og skrifið á
hann nafn blaðsins og dagsetn-
ingu, ásamt 1 cents frímerki og
sendið til Peps Co., Toronto. pá
verður yður sendur ókeypis skerf-
ur til reynslu. Hjá lyfsölum 50c.
Fréttabréf.
Exeter, Tulare Co., Cal.,
1. desember 1921.
Heiðraði ritstjóri Lögbergs.
Eg ætla að leyfa mér að senda
þér fáar línur og biðja þig að
gefa þeim rúm í Lögbergi, til að
láta kunningja mína og vini vita
hvað mér líður, á þessu ferða-
rambi mínu hér. Eg ætla að
skifta þeim í þrjá flokka: Fyrst
stutt ágrip af ferðinni hingað,
síðan um hina ýmsu útkróka, sem
eg hefi ásett mér að taka, og
síðast, hvernig mér geðjast þetta
sólskinsland og um ýmislegt, sem
eg sé og heyri á leiðinni. Á þenn-
an hátt get eg bezt fullnægt lof-
orðum við svo marga um að láta
heyra frá mér við og við á meðan
við erum hér. En auðvitað verð-
ur löng þögn á milli, því efni í
æfintýri verður að taka sinn
tíma.
Hið fyrsta er þá, að á þremur
eða fjórum dögum áður en við
réðum af að leggja á stað, höfð-
um við engan tíma til að kveðja
nema örfáa vini okkar austur frá,
og biðjum við á því afsökunar,
því vinir og vandamenn höfðu
sannarlega ástæðu til að vonast
eftir, að við gætum gefið okkur
tíma til að sjá þá eða skrifa þeim
áður en við færum; en sem sagt,
við afréðum þessa ferð á elleftu
stundu, og þurftum í mörgu að
snúast þann stutta tima, sem við
höfðum til að verða tilbúin.
Við lögðum á stað frá Akra um
miðjan dag á föstudag 25. nóv.,
tókum lestina í Cavalier kl. 3 e.
m.., frá Grand Forks kl. ..10 um
kvöldið, á stað frá St. Paul um
miðjan dag á laugardag. Frá
; Omaha .Nebraska, kl. 10 það
■ kvöld, frá Cheyenne, Ooloradlo,
kl. 8 sunnudagskvöld og komum
til Salt Lake City, Utah, fyrir
miðjan dag á mánudag; þar stönz-
uðum við þrjá kl.tíma og skoð-
uðum þann (bæ grandgæfilega,
með öðru ferðafólki og fylgis-
manni, því Mormonar eru æfin-
lega eftirtekta verðir, þó eg sé nú
heldur farinn að tapa áhuga fyr-
ir að geta haft tækifæi að eiga 10
til 2(T konur í einu. Frá Salt
Lake City fórum við stuttu eftir
hádegi og komum til Sacramento,
Cal., um miðjan dag á rþiðjudag;
höfðum þá nótt tvö eftirminnileg
æfintýri; hið fyrra var, að sofa
fyrir 8 dollara hvort yfir nóttina,
og hitt var að fara yfir Sierra
Nevada fjöllin. Um þau mættí
segja með sanni, það sem Jónas
Hallgrímsson kvað: “Gat ei nema
guð og eldur, gert svo dýrðlegt
furðuverk.”
Frá Sacramento fórum við kl.
4 og 'komum til Fresno kl. 10 það
kvöld; þar skamt frá lifir Hose-
as bróðir oldcar; en við gleymd-
um því, eða skeyttum ekki um
það í bráð, — við heimsækjum
hann síðar, — en sváfum þar um
nóttina, og á miðvikudagsmorg-
un tókum við lest hingað til Ex-
eter, þar sem Sveinn bróðir okkar
er á landi, 34 ekrum, eina og
kvart mílu frá bænum; höfðum
þá verið á nærri stöðugri ferð 5
daga og 5 nætur og skift um lest
átta sinnum, en vorum samt í
bezta lagi og funðum hvorki til
lúa né leiðinda. Veðrið var orð-
ið ákjósanlegt, hvorki heitt né
kalt, bara logn, þykt loft, en þó
þurviðri.
Allir hér standa nú á kafi í
oranges, því hér eru þær í haug-
um og nú er verið að safna þelm
saman, flokka þær, pakka þeim 1
kassa og koma þeim á markað-
inn. Markaðsverð er heldur lágt,
en þó mun hver ekra gefa af sér
talsverðan arð. Sveinn bróðlr
minn hefir 20 ekrur, og mun fál
fyrir sitt land og sína vinnu frá
150 til 200 doll. af ekru
Með vinsemd.
S. Thorwaldson.
frá Akra, N. D.
---------o--------
AFMÆLIS-VÍSUR.
5. júlí 1888.
Tímans hjólið flughratt fer
Fæst það stöðvað eigi:
þrjátíu og eins eg er
árs á þessum degi.
pakklát minnist þess mín önd,
prátt þó jeg því gleymdi:
í blíðu og stríðu herrans hönd
Hagi mína geymdi.
Mjög tómlátur margt eitt sinn
Miskunn stygði eg’ þína.
Fyrirgefðu, faðir minn,
Feil og bresti mína.
Ef þú lifa ætlar mér
Enn í veröldinni,
Guð minn, krafta gefðu mér,
Að gegna skyldu minni.
Eg þótt ráfi’ um ókunn lönd,
Aðstoð gef mér þína.
Fús í þína föðurhönd
Fel eg lífsstund mína.
5. júií 1921.
Kvölda tekur, dagur dvín,
Dregst til loka æfin mín.
Gjalda þökk skal guð minn þér.
Gleymist þraut þá liðin er.
pegar svörtust sorgar ský
Svifu minni nálægð í,
og sýndust ætla að senda mein,
Sólin drottins náðar skein.
Virðing hlaut eg ibæði og brígsl,
Bros og tár eg reyndi á víxl.
þannig liðu, frí við fár,
Fjögur yfir sextíu ár.
Ekki ríkur er né var,
Oft þó skorti ei nauðsynjar.
Lagði drottinn líkn með þraut,
Líka eg gleðistunda naut.
Guði sé lof fyrir gæðin fín:
Góða konu og börnin mín.
Góða vini, göfgan auð; ,
Góða heilsu og daglegt brauð.
Alviðbúinn' er eg nú.
Öruggur í von og trú.
Horfi fram á hinnsta blund,
Hvenær sem að kemur stund.
Dottinn, ef að þóknast þér,
pjáning elli léttu af mér.
Ættfólk mitt svo öðlist ró.
Eigin byrði er hverjum nóg.
Guði sé lof fyrir liðna tíð,
Leiddi hann mig fyrr og síð.
Hvað sem mætir hvert eitt ,sinn,
Honum fel eg endirinn.
I. V. L.
Lausavísur.
Framgirnd minni fullnægt er,
Fræðaþrá eg gleymi,
Geti’ eg eitthvað gjört af mér
Gott í þessum heimi.
In the quest, O'h, man,
Put to test thy rod.
Do the best you can.
Leave the rest to God.
I. V. L.
Hélt að konan
vœri ólœknandi
priggja ára Vanheilsa Bætt að
Fullu með Tanlac.
“Konan mín var í svo aumu á-
higkomulagi, að eg var orðinn
því nær úrkula vonar um að
nokkuð fengi bætt henni,” sagði
Arthur Llewellyn, trésmiður, sem
heima á að 428 Alexander Av-
enue, Winnipeg.
“Síðastliðin þrjú ár hafði heilsa
hennar farið hnignandi jafnt og
þétt, þrátt fyrir íterakaðar lækn-
inga tilraunir. pað var alveg
sama hvaða meðul hún reyndi,
ekkert sýndist verða að haldi.
Hún þjáðist af illkynjuðu melt-
ingarleysi, og fylgdi því höfuð-
verkur og hverskonar óþægindi.
Útlitið var annað en glæsilegt.
En vottorð um gildi Tanlac, réð
fram úr vandanum að því leyti,
að eg afréð að útvega konunni
•þetta fræga meðal, og henni fór
talsvert að bana. Eftir að hafa
lokið úr þrem flöskum, mátti svo
að orði kveða, að hún væri búin
að fá fulla heilsu. Og nú líður
henni blátt áfram ágætlega. Hún
kennir nú hvorki meltingarleysis
né höfuðverkjar. Með þessu með-
ali er mér ljúft og skylt að mæla
við hvern sem er. Tanlac á eng-
an sinn líka.”
Tanlac er selt í flöskum og
fæst í Liggetts Drug Store, Win-
nipeg. pað fæst einnig hjá lyf-
sölum út um land, hjá The
Vopni-Sigurdson, Limited, Riv-
erton og The Lundar Trading
Company, Lundar, Man.
i
Mannskaðaveður
ógurlegt gekk yfir Danmörku
dagana 23.—25. okt, og gerði tjón
mikið á allri strandlengjuni og í
höfnum inn um land. Gufuskip-
ið “Ulvsund”, eign Sameinaða
félagsins, sem var á siglingu á
milli Kaupmannahafnar og Nak-
skov, fórst með allri áhöfn. Auk
skipverja sem voru 15, er talið
að farist hafi 4 farþegar. Lík
hefir rekið á land, en ekkert sézt
til skipsins. Fergnir hafa borist
úr öllum áttum um skipreika, sam-
fara manntjóni. Fregnir hafa
ekki komið af einum lö Norðpr-
sjávar fiskisfcipum frá vestur-
ströndinni, og er óttast um af-
tlrif þeirra.—Vísir.
-------o--------
Stúdentafélagið
í Reykjavík átti 50 ára afmæli
14. nóvember síðastl. Var þess
minst með skemtifundi í félaginu
sem haldinn var í Iðnaðarmanna
húsinu. FV>rseti féiagsins, Vil-
hjálmur p. Gíslason, setti fund-
in. Auk hans töluðu þeir Sig.
Eggerz, Árni Pálsson, prófesor
Ágúst H. Bjarnason og Bjarni
Jónsson frá Vogi. Söngnum
stýrði Árni Thorsteinsson og
Bened.. Á. Elfar söng nokkur lög.
—VLsir.
Beztii Tvíbökur
GengiÖ frá’þeimjí
Tunnum................ 50-60 pund
Pappkössum - - - - 18-20 pund
Smápökkum - 12 únzur
Biðjið Kaupmanninn jðar um þær
SKRIFIÐ EÐA SÍMRITIÐ
Quality Cake Liimited
666 Arlington St. - Winnipeg