Lögberg - 15.12.1921, Síða 3

Lögberg - 15.12.1921, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER 1921. Bta * 1 * ^MWWBflflPHflMIIIIIIITItlBflWIHnMHfltlWMWDHUQinTrnniPffiHMffiBWllllItlh- Sérstök deild í blaðinu LniimmiiiiiiiiiiiniiuiiiuiiiiiiiiiimiiHnniiiiniiiimiiiQimuinuiiiiiiiuitnininm’- SOLSKIN ■'limiUU!!! Fyrir börn og unglinga <4nn UlllUUi’ IIIHHIl l!lilHIUlBi!milUH!IH!!!!BI!limiB>l!l lnilHI!l!BlllM!ll!agiailimillH!l!!a!IIIHI!IIHIll!Hn!ia!IIIBIIimil!l IIIBÍ9 Fimm smásögur. Böðvar M'agnússon í Dýravininum. I. AUMINGI. Þ’órðiur á Tjömum átti mörg hross, því þar voru hrossahagar góðir. Stóðið gekk sjálfala í afrétt hreppsbúa á sumrin, en á veturna hélt það sig oftast fram á svonefndri Selmýri. Á Selmýr- inni vom no'kkrar smátjarnir, er bærinn dró nafn sitt af. J?að var eitt vor um fardagana, í slagveðurs- rigningu, að Páil, sonur Þórðr, á 13. ári, kom (hlaupandi heim frá því að smala lambánum, með tvö lömb í fanginu, sem voru nær dauða en lífi af kulda, 'því í Selmýri var slæmt fyrir lambær í rigningatíð. Þórður stóð á hlaðinu þegar Páll kom og segir Páli litia að Jarpskjóna, sem var þrevet- ur, hafi kastað fram á tjarnarbakka og folaldið hafi oltið ofan í tjörnina, sé það nær dauða en lífi og þurfi því endilega að fara fljótt og sækja það, svo það drepist e'kki. En Þórður segir, að á sama standi, þó folaldið drepist. Páll litli sgir, að það sé ósköp fa'llegur hestur, jarpskjóttur með hvít augu. “ Já, glaseygður í tilbót,” segir Þórður. í þessu kom Þómnn kona Þórðar út á hlaðið og frétti af folaldinu, og eftir stutt samtal var Páll litli þotinn á stað með vinnumanni Þórðar til að sækja folaldið, sem skalf af kulda, þegar þeir fundu það. Vinnumaður sagði, að folaldið mundi drepast, en Páll hélt því fram, að ef þeir flýttu sér heim, þá væri hann viss um að mamma sín gæti hjálpað folaldinu svo það héldi lífi. “Blessaður litli auminginn”, sagði Þórunn húsfreyja þgar folaldið kom heim á hlaðið, og hún fór að hjú'kra því, *1 eg held folaldið sé bezta reiðhestsefni ef það lifir.” “Já, glaseygður á báðum augum og allir hóf- arnir 'hvítir. Það versta hefir hann af báðum for- eldrunum. Eg held að það sé bezt að vera ekkert að stríða við folaldið,” segir Þórður. En húsfreyja var ekki á sama máli. Hún fór með folaldið inn í bæ og gaf því volga nýmjólk, svo það hrestist, svo lét hún sækja hryssuna og lét ala hana á töðu þangað til komin var svo mikil mjól'k í hana, að hún gat sjálf fætt afkvæmi sitt. Nafninu “Aumingi”, sem húsfreyja gaf honum fyrsta daginn sem hann lifði, hélt hann til dauða- dags. Undir móðurinni gekk hann, þar til hann varð tveggja vetra. í ýmsu var Aumingi ólíkur öðrum tryppum, sem alast upp í stóði. Hann varð aldrei feitur á sumrum og fór oftast einförum. Líklega hefir atlæti mæðginanna, Þórunnar og Páls, valdið því að hann ekki samdi sig að siðum annara tryppa. En allir spáðu því, að viljugur myndi hann verða og töldu hann reiðhestsefni. Þegar Aumingi var 5 vetra, og Þórður fór að ala hann og koma honum á bak, þá kom það í ljós, að hann var ekki einungis viljugur, heldur það sem kallað var “hringlandi vitlaus af fjöri”, svo Þórður átti nóg með sitja hann. Þótti nú hús- freyju rætast það, sem hún hafði spáð, og átti nú Aumingi um stund góða daga hjá Þórði, því eng- inn hestur í sýslunni, og þótt víðar væri leitað, tók hann á spretti. En ekki gat Þórður náð hon- um niður á gott skeið, og kom það til af því, að f jörið var of mikið í hestinum, og eigandinn eng- inn reiðmaður. Pórður var því aldrei vel ánægð- ur með Aumingja, sagði að hann væri of fjörug- ur fyrir sig og förið bæri kraftana ofurliði. Lau'k svo þeirra viðkiftum, að Þórður seldi Aumingja í Kaupstaðarferð í Eeykjavfk, þegar hann var 7 vetra búðarmanni einum, sem séð hafði til Aum- ingja undir Þórði, þegar hann kom niður í bæinn dálítið liýr. Fyrst var Þórður dálítið tregur að selja klárinn, ekki sarnt af því að honum þætti sérlega vænt um Aumingja því ætíð var hann hræddur þegar hann sat á 'honum, heldur vegna j>ess, að hann var hræddur við að konan eða son- ur sinn mundi segja eitthvað óþægilegt út af söl- unni, þegar hann kæmi heim. Nú var Aumingi orðinn eign annars manns. Hann var fullur af æs'kuföri og lífið blasti á- nægjulega við honum Eigandinn nýi var samvizkusamur maður, en hann kunni ekki að fara með hesta, og því síður að hafa vit fyrir fjörhesti, svo þegar Aumingi var búinn að vera í Reykjavík yfir sumarið, var hann skinhoraður um haustið. Honum var riðið á hverjum sunnudegi, og þó diagleiðir væru ekki langar, þá var það nóg, því aldrei linaði hann á sprettinum, þangað sem ferð- inni var heitið, og auk þess var nú harðara undir fæti en hann hafði vanist á Selmýrum. Næsta vetur var hann alinn og látinn standa á hörðu fjalagólfi. Sumarið eftir fékk hann viðlíka spretti og árið áður, en nú kom það fram, að framfætumir fóru að bila, jjótt samur væri vilj- inn. Lauk þessu svo, að eigamdinn seldi Aum- ingja á Porra 9 vetra gamlan, þá lítið haltan, en ó- viðráðanlegan af fjöi. Maðurinn sem keypti hann, hét Jón,og var lansamaður. Hann var góður drengur, sem kostaði töluverðu upp á fóður Atrni- ingja og þótti vænt um hann, þó hann réði ekki við hanm, og ætíð vora Jón og Aumingi á harða spretti, hvar sem þeir sáust á ferð, en Jón var léttur, svo Aumingi virtist þola þetta, en það sem verra var, var það, að honum hætti við >ví eins og fleirum, sem eiga góða hesta, að lána hann öðr- um, og þar af sumum svo þungum mönnum að þreidítill hestur var ekki fær um að hlaupa með þá á löngum spretti, svo þetta reið Aumingia að fullu. ^ Jón átti Aumingja hálft annað ár. Bróðir Jóms kom þá frá Amerí'ku. Hann var 200 pd. að þyngd, og lánaði hestinn um vorið í aur og ófærð. Annan hest hafði hann með, en hann varð fljótt latur í ófærðinni, svo 'þess vegna lenti mest strit- ið á Aumingja þar sem verst var, því hann fór yfir það alt með fjörinu, og eins og 'hann væri á fjalagólfi, en þessi ferð eyðilagði hann. Ekki var þetta samt síðasti spretturinn, sem hann fór þetta vor, því nií afréð Jón að fara með bróður sínum til Ameríku og þurfti hann víða að fara til að kveðja kunnmgja og ættingja sína og ætíð var Aumingi í þeim fehðum, því öðrum hesti hafði Jón ekki ánægju af að ríða. Margir urðu nú til að fala liestinn af Jóni um vorið, en enginn gat fengið harm fyr en bann væri alfarinn af landi burt, sem átti að verða um Jónsmessu frá Reykja- vík. En þegar til átti að taka, gengu allir frá sínum fyrri boðum þegar þeir sáu Aumingja, sem í engan fótinn gat stigið, grindhoraður og með mæðusvip. vSá eini af þeim sem suður fór, til þess að taka á móti honum og áður hafði boðið 180 krónur, vildi nú ekki kaupa hann dýrara en 100 krónur, í þeirri von, að hann fitnaði og heilsan batnaði. Þegar vinur Jóns, sem þar var stadd- ur, frétti þetta, biður hann Jón að selja sér hest- inn fvrir sama verð og aðrir bjóði, og gerði Jón það. Hinn nýi eigandi fór nú með Aumingja heim til sín og bjóst við, að geta látið raunasögu hans enda 'hjá sér, því hann hélt mikið upp á góða reið- hesta. Bn þetta fór á annan veg. Bóndi sá, sem eignaðist Aumingja, var dýravinur og fór vel með hestinn. Eftir tvö ár lagðist hann hættulega sjúkur og bjóst við dauða sínum. Bað hann þá konu sína að sjá svo oim, að Atumingi væri drep- inn næsta haust, því þegar hann hefði keypt hann liefði hann gert það af því, að hanrn hefði ekki get- að séð hestinn flækjast lengur manna á milli og verða ónýtur löngu fyrir tímann. Hann sagðist halda, að það væri eitt af því fáá, sem hann hefði igert vel, og því vildi hann að það góðverk yrði e'kki gert ónýtt. Reyndar hefði hann fengið fulla ’borgun fyrir það, því aiisstaðar hefði Aumingi verið sér til ununar, í haganum, við stallinn og á sprettunum sínum. Bóndi dó, en Aumingi var seldur bónda á næsta bæ, með því skilyrði að hesturinn yrði drepinn næsta haust. En að áliðnu sumri léði bóndi kaupa- konu sinni hestinn til Reykjavíkur. Á leiðinni lenti hún í kvenfólkshópi, sem reið mjög hart, og var lítið stanzað. Þegar ferðin var á enda í Reykjavík um kvöldið, riðaði Aumingi og skalf, og að morgni lá hann dauður. Betra hefði Aumingja verið að deyja í tjörn- inni strax, þegar hann fæddist. Svona fór þessi góði hestur löngu fyrir tímann af illri meðferð og svona fara margir gæðingarnir. Margir eru ]>eir, sem vilja eiga þá, en fáir kunna með þá að fara. -------o----- MAURAR heyja grimman bardaga um “mjólkurkýr” Oss hættir við að gefa lítinn gaurn að því, sem virðist “smátt”, og lítilfjörlegt í ríki nátt- úrunnar. Það er þó í raun og veru eins merki- legt og það sem “stórt” er. Pað fer ekki mik- ið fyrir maurnum, en engu að síður er það þó mjög merkilegt skorkvikindi. Af maurum eru til margar tegundir einkum í heitari löndunum, þar sem mest er af þeim, og flestir hafa heyrt ýmsar sögur af þeim, sem lýsa hyggindum og starfsemi þessa litla dýrs. Salómon konungur segir: “Þú letingi! farðu til maursins og nem hyggindi af honum,” og hafa menn þannig frá hinum olztu tímum tekið eftir þessum eiginleik hjá maurnum. Gul maurategund nokkur hafði talsverðan hóp af blaðlús, sem maurarnir notuðu sem “mjólkurkýr. Þeir kreistu lýsnar, sem við það gáfu af sér vökva, isem maurarnir hirtu og þótti mikið í varið. Þeir vöktuðu lýsnar, svo þær komust eigi burt, og voru þær þannig einskonar “húsdýr” hjá maurunum. Þetta vissi önnur maurategund, 'sem þar var nálægt. Þeir maurar voru svartir að lit og miklu smærri vexti en þeir gulu. þeir öfunduðu gulu maurana af því, að hafa alla þessa “mjólk”, sem þeir gátu ekki náð í, því að “kýraar” voru í svo góðri gæslu hjá þeim gulu. iSvörtu maur- arair réðu því af að fara með hemað á hendur þeim gulu. Þeir röðuðu sér í stórar fylkingar og sendu njósnara á undan sér. Hinir gulu höfðu einnig haft njósnara úti og fengu brátt vitneskju um, að ófriður væri fyrir höndum. Þeir brugðu því við og kölluðu saman lið sitt, og fylktu því í mesta snatri og isendu léttasta liðið af stað, til þess að reyna að tefja fyrir þeim svörtu, meðan þeir væru að safna meira liði. Svörtu raaurarnir ifærðust alt af nær, og loks sigu fylkingarnar saman og laust þá í harða orustu. Áhlaupið var hið grimmasta, og var ekki að tala um nein grið. Gulu mauramir, sem voru stærri, tóku svörtu maurana og bitu þá í sundur í miðju, en 'þeir svörtu vora þréfalt fleiri, og það var það, sem hjálpaði þeim. Þeir réðust tveir á einn gulan maur, hélt annar honum- föstum, með því að bíta í fæturaar á honum, meðan hinn skreið upp á bakið á honum og beit hann til bana. pegar bardaginn hafði staðið um hríð, voru allir gulu maurarnir drepnir, en af þeim svörtu var tæpur þriðjungur á lífi. Þeir tóku svo “kýrnar” og ráku þær heim til sín og höfðu þær síðan fyrir “mjólkurkýr”, á alveg sama hátt og hinir gulu frændur þeirra höfðu haft, meðan þeir voru á lífi. Jakob Gunnlögsson •—Dýravinurinn. T rumbuslagarinn. Einu sinni sem oftar var Napoleon í stríði og hafði honum veitt miður og vildi láta menn sína draga sig til baka, svo hann ávarpar ung- lingsmann eða dreng, sem var trumbuslagari í liði hans oig mælti: “Gefðu þeim til kynna, að þeir eigi að hopa undan. ’ ’ “Herra,” mælti drengurinn, það lag 'hefi eg aldrei lært að slá á trumbuna mína, “en eg ekal slá annað, sem er svo máttugt að jafnvel þeir dauðu rísi upp og berjist.” Drengurinn fékk leyfi til að slá það lag á trumbuna og nýtt líf færðist í hermennina særðu og dauðþreyttu, svo að ekkert stóðst við þeim og þeir rá'ku óvinina af höndum sér og unnu frægan sigur. Láf allra drenigja og allra manna er stríð. og sá sem lærir að líta hugdjörtfum og vonbjörtum augum á lífið, 'hann er sá sem sigur vinnur á öll- um mótköstum og kemst áfram. Þegar eitthvert verk liggur fyrir hendi, ein- hver skylda býður; þá eiga unglingar að hugsa um trumbusveininn hans Napo'leons, sem ekki kunni að hörfa til baka. pegar sáttasemjarann mikla ber að garði, þá er það aldrei góðvildin sem vér höfum sýnt, er vér sjáum eftir, heldur napuryrðin og harð- neskjan. — George Elliot. Franfkvæmdiraar færa ekki alt af með sér ánægju, en án þeirra er hún engin tiL — Disraeli. Kærleíkur. 1 þjónustu annara getum vér ekkert tekið með oss, sem er dýrmætara en kærleiknrinn, því hann er undursamlegur förunautur og tkennari. Fjöl- hæfni og lífsreynsla eru lítilsvirði án hans og iðjusemi og fórafærsla, geta aldrei fylt skarð hans. Það gefur hugrekki og sárábót, þrótt og sókndirfsku, að vita, að einhver elskar mann, og lætur sér ant um framgang mála þeirra, eða verka sem maður hefir á hendi. Vísdóms molar. Eins og vér leggjum grundvöllinn í dag, svo verður bygt á morgun. Iðjuleysi er seinfara, og fátæktin er fljót að ná því. Ráðstu aldrei til uppgöngu á fjallið fvr en þú kemur að því, þá verður það kanske ekki eins hræðilegt. Ekkert land verður voldugt fyrir fermílutal það, sem það geymir, heldur af atgjörfi fólksins sem í því býr. * Enginn maður skyldi blygðast sín fvrir að kannast við, að hann hafi á röngu að standa, því það meinar að sjóndeildarhringur hans er stærri í dag, en hann var í gær. Eftir því sem maður hugsar meira um sjálf- an sig, ef menn hugsa slíkt, því ljúfmannlegri verða menn. Sjálfsþótti ber vott um skilnings- skort. Til gamans. iStúlka ein efnileg, réðst hjá hefðarfrú einni, sem einkaritari hennar. Hún var ekki búin að vera lengi í stöðu sinni þegar hún komst að raun um að samkomulagið á milli frúarinnar og manns hennar var ékki uppá það bezta, og svo var langt frá því, að þau rifust á hverjum einasta degi. Svo hún 'sagði upp >stöðu sinni. Frúin spurði því hún væri að fara, hvort hún vildi ekki hafa ritarastöðu á hendi. Stúlkan svaraði: “Þið þurfið ekki á ritaÆ að halda á þessu heimili, það sem þið þurfið er sáttasemjari.” Skólakennari einn, sem hafði lokið við að segja nemendum sínum frá þegar Columbus fann Ameríku, bætti við: “Og alt þetta skeði fyrir meira en fjögur hundruð árum.” Eftir ofurlitla stund leit lítill gáfulegur dreng'- ur upp með undrunar svip á andlitinu, rétti upp liendina og mælti: “En það minni, sem þér hljót ið að hafa.” “Hvað gengur að þér Haraldur, þú ert svo áhyggjufullur?” “Þrældómur — ekkert annað en þrældómur frá morgni til kvölds!” “Hvað ertu búinn að þræla lengi?” “Eg byrja á morgun.” Ekkill nakkur kysti fallega unga stúlku, einmitt við jarðarför konu einnar. Vinir hans álösuðu honum fyrir þessa breytni, við þvílíkt tækifæri, en hann sagði: “Æ, eg er svo örvinglað- ur, að eg veit ekki hvað eg geri.” Tignarleg skepna Hin velþekta myndastofa Martel s Photo Studio 264 PORTAGE AVE. Winnipeg, : : Manitoka PHONE A 7986 Næst við Chocolate Shop DR.B J.BRANDSON 701 tilndaay Bulldln* Phone A 7067 Office tímar: 2—3 Thos. H. Johnson og Hjalmar A. Bcrgman Islcnzldr lögfræðtngar Helmlli: 776 Viotor St. Phone: A 7122 Wlnnipeg, Man. Skrifstofa Room 811 McArthur Bulldisg. Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A 6849 og 6840 |r~- ■ . .. —■ Dr. O. BJORNSON 701 Ldndsay Building Office Phone: 7067 Offfice itlmar: 2—3 Heimili: 764 Victor St. Telephone: A 7686 Winnipeg, Man. W. J. UNDAIj & oo. W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefánsson. I.ögfrirðinKar 1207 Union Trust Bldg. Wlnnipeg P4 er einnig að finna 4 eftirfylgj- andi timum og stöðum: Lundar — á hverjum miövikudegl Riverton—Fyrsta og þriðja |>rlðjudag hvers mfinaðar Gii tli—Fyrsta og þriöja mið- vikudag hvers m&naðar DR. B. H. OLSON 701 Lindsay Bldg. Office: A 7067. Viðtalfltími: 11—12 ojr 4.—6.80 10 Thelma Apts., Home Street. Phone: Sheb. 5839. WXNNIPBO, MAN. Arni Anderson, isl. lögmaCur f félagi við E. P. Garland Skrifstofa: 801 Electric Rall- way Chambers. Telephone A 2197 Dr. J. 0. FOSS, íslenzkur læknir Cavalier, N.-Dak. ARNI G. EGGERTSSON, LLA íslenzkur lögfræCingur. Hefir rétt til að flytja mál bæði í Manitaba og Saskatohewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Buildine COR. PORTiyCE ATE. & IDMOJiTOfi ST. Stund.r eingongu augna. eyi na. nef og kverka sjúWdóma. — Er að hitta frá kl. 10- 12 f. h. eg 2 5 e. h,— Talalmi: A 3621. Heimill: 627 MicMillan Ave. Tais. P 2691 Phone: Garry 2616 JenkinsShoeCo. 689 Notre Dame Avenue Dr. M. 6. Halldorson 401 Boyd Bnildlnfl Cor. Portag. Ave. og Bdmonton fltundar eérstaklaga b.rklaaykl og aSra lungnasjúkdðma. Br a8 flnna 4 ekrtfstofunnl kl. 11— 12 tm. og kl. 2—4 c.xxl Skrlf- stofu tals. A 3521. Heimill 46 Alloway Ave. Talalml: Sher- brook 2169 Vér leggjum sérstaka fiherzlu 6 zð selja meðöl eftlr forskrlftum ltekna. Hin beztu lyf, sem hægt er að ffi, eru notuð eingöngu. fegar þér komlð með forskriftlna tll vor, megið þér vera viss um f& rétt það sem læknir- inn tekur tH. OOKCLEUGH & CO Notre Dame Ave. og Sherbrooke 8t. Phones N 7669—7650 Gifting&lyfisbréf seld DR. K. J. AUSTMANN 810 Sterling Bank Bldg. Cor. Portage og Smith. Phone A 2737 Viðtalstími 4—6 og 7—9 e.h. Heiniili að 469 Simcoe St. Phone Sh. 2758 A. S. Bardal 843 Sherbrookc St. Selur líkkistui og annast um útfarír. Allur útbúnaður #á bezti. Ennfrem- ur selur hann alekonar minnisvarða og legsteina. Skrifst. talsfmi N 6o08 HeimUis talsími N 6607 J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. eg Donald Street Talsími:. A 8889 J. Johnson & Co. Klacðskurðarmaður fyrlr Konur og Karla MargTa fi.ra reynsla 482*4 Ma.in Street Rialto Block Tel. A 8484 WTNNIPEG Vér geymuir. reiðhjúl yfir vet- urinn og gerum þau eins og ný, ef þess er úskað. Allar tegund- ir af skautum búnar til aam- kvæmt pöntun. Áreiðanlegt verfc. Lipur afgreiðsla. EMPIRE CYCLE, CO. 641Notre Dame Ave. JOSEPH TAYLOR LÖGTAKSMAÐOh HeimUis-Tals.: St. John 184* Sk rifHtof u-Tals.: Main 7978 Tekur lögtakl bæfli húsaleiguskuldts. veðskuldlr, vlxlaskuldlr. Afgreiðlr aM sem að lögum lýtur Skrifstofa. 955 Miun Btrwt Giftinga og 1 1 s Jarðarfara- °l°m með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST JOHN 2 RiNG 3 ROBINSON’S BLOMA-DEILD Ný blóm koma inn dagiega. Gift- ingar og hátíðablóm sértaklega. Útfararblóm búin meC stuttum fyrirvara. Alls konar blóm og írr á visaum tima. —íslenzka töluC 1 búðinni. Sunnud. tals. A6286 Sími: A4163 Isl. Myndastofa WALTER’S PHOTO STUDIO Kristin Bjarnason eipandi Næst við Lyceum leikhúsiC 290 Portage Ave. Winnipejr J. J. Swanson & Co. Verzla meö taateignir. S)á ut— leigu á húaum. Annsst lán n_ elásábyrgðir o. fl. 80« Parts Bulblhig Pbouea A 6349—A 8319

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.