Lögberg - 15.12.1921, Side 6

Lögberg - 15.12.1921, Side 6
Kls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER 1921. ii/* .. | • timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og au- konar acírir strikaðir tiglar, Kurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó eikkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limitad HENRY AVE. EAST WINNIPEG Stolna leyndarmálið. Eftir Cbarles Garvice. Constance bjálpaði föður sínum í yfirhöfn- ina, og gekk svo inn í insta herbergið. Nokkrum mínútum síðar kom 'hún aftur út með lítinn böggul. 1 honum voru föt og þeir peningar, sem líökniriim bar ekki á sér. “Við erum ferðbúinn,” sagði hún. Foringinn benti mönnum sínum að koma til sín. “Látið þið fara eins vel um þau í vagnin- nm og mögulegt er,” sagði hann. Þeir tóku mjúka dú'kinn, sem lá fyrir fram- an ofninn, einn stól og fáeina aðra húsmuni, og létu þ áupp í vagninn, iSvo opnaði 'hann dyrnar og hneigði sig fyrir Constance. “Verið þér ekki hræddar,” sagði hann ró- legur. “I>ér eruð eins óhultar — ef til vill óhultari — heldur en með fylgiiiðinu, sem eru allir gullnemar.” Við hlið föður síns ge<kk Ootístance út í myrkrið. Vagninn með fjórum hestum fyrir, stóð' fyrir utan dyrnar. Foringinn ætlaði að hjálpa henni upp í vagninn, en hún vék sér frá honum. Hann beit á jaxlinn, sagði ekkert, en hjálp- aði lækninum upp í vagninn og lagði vagndúk ofan á hairn. ■“Góða nótt,” sagði hann svo. “Þið eigið óhulta ferð fyrir höndum, þó hún sé ekki viðfeldin. Far þú af stað, eg skal ná ykkur,” sagði ihann við ökumann. Hann stóð og horfði á eftir vagninum, og gekk svo inn í húsið. Fenton og Daníel töluðu saman með kvíð- andi svip. Afsakið,” sagði foringinn, um leið og hann leit á Fenton. “Þér viljið máske verða stúlkunni samferða? Eg skal lána yður hest. Eruð þér tilbúinn að fara! Og hafið þér dá- lítið til að gefa mönnum mínum að drekka?” Fenton hristi höfuðið. Foringinn hló og sagði: “Það gerir heldur ekkert. Pér getið beðið dálítið. Þér ættuð að fara heim tiil konu yðar hr. Daníel, og hugga hana. Komið þér nú, hr.,” sagði hann við Fenton. “Þér hafið líklega alt, sem þér þurfið IIÚ?” “Já,” svaraði Fenton rólegur. Hann hafði lifað nógu lengi í þessum lagalausa stað, til þess að vita að vissast var að taka öllu rólega. “Eg er alveg tilbúinn.” “Eru engir verðmætir munir eftir í þessu húsi?” spurði ræningja foringinn. “Hér er ekkert, sem er nokkurs virði, við erum fátæík. Þér getið litið eftir því sjálfur ef þér viljið,” svaraði Fenton. Foringinn opnaði dyrnar og leit inn. Hvað er þetta alt saman?” spurði hann undrandi. “ Yinur minn var vísindamaður, og hafði gaman af að gera tilraunir,” svaraði Fenton. “Einmitt það,” sagði ræninginn, um leið og hann tók nokkur frumefni í handi sína og skoðaði þau forvitinn. “Vísindi hér á eyði- mörkinni er alveg nýtt.” Augnabliki síðar kom hann út með pípu í munninum og pappírsblað í hendinni. „Hann er þá vísindamaður. Og unga stúlkan er dóttir hans?” “Já,” sagði Fenton. Foringinn lagðist á hnén fyrir framan ofn- inn, og hélt pappírsmiðanum að loganum. “Og þér?” spurði hann. “Eruð þér bróðir hennar eða maður?” “Nei,” svaraði Fenton. “Ekki. En þér yrðuð másike feginn,að geta orðið eiginmaður hennar?” “Við erum heitbundin,” svaraði Fenton. Mig langar til að ríða á eftir henni, ef þér viljið gera svo vel að lána mér hest. ” “Það skal eg gera með ánægju. En hvern- ig stendur á því, að pappírinn logar ekki ? Hon- um hefir lklega verið dýft í einhvern lög?” Hann stakk honum í vasann, greip skörung- inn og skaraði í eldinn. Fenton tók ekki eftir orðum hans, en hnefti að sér yfirhöfninni og horfði til dyranna. “Jæja þá,” sagði foringinn. “Nú skul- um við ná vagninum að fáum mínútum liðn- um. En —- getur það verið mögulegt, að það sé hann, sem er að koma aftur?” Dyrnar voru nú opnaðar sikjótlega, og einn af ræningjunum kom inn. “Flýtið yður ,hr.!” hrópaði hann. “Pað er verið að elta okkur, og þeir eru tífalt fleiri en við.” “Eruð þér viss um að þeir séu svo marg- ir?” “ Alveg viss!” -i Foringinn klappaði á herðar Fentons Hlæj- andi: “Eg ver því ver neyddur til að stefna í aðra att en til Melbourne. En þér gerið rétt- at í því, að flýta vður af stað og gæta stúlkunnar og gamla mannsins. Góða nótt. Eg skil þest eftir handa yður.” “A næsta augnabliki voru þeir horfnir. Nú var Fenton einn eftir í kofanum. Fyrst hugsaði hann um Constance, og hrað- f.ði sér til dyranna. Hesturinn stóð fyrir utan bundinn við stólpa. Hann leysti hann og sté á bak. Svo 'Sat hann kyr og hugsaði sig um litla stund. “Þér þurfið enga hættu að óttast,” saeði hann hátt við sjálfan sig. “ög henni mundi ekki líka það, að eg færi að elta hana. Hvers vegna ætti eg ekki að vera kyr hér og-----” Hann stkk hendinni í vasann og þreifaði á leiðbeiningunni um að mýkja jaspíssteininn. “Já,” sagði hann, “það er alt saman mitt — alt! ” Hann fór af baki og teymdi hestinn að skúr bak við kofann. AJð því búnu gekk hann inn, bætti nokkrum Ikubbum af við í ofninn og lagðist svo á gólfið til að hugsa. Hendi hans kom óvart við eitthvað, sem valt eftir gólfinu. Fyrst hélt hann að það væri einn af gimsteinunum og leitaði að honum, en í hans stað fann hann hring. Fenton skoð- aði hann við eldbjarman nákvæmlega. Það var signethringur með undarlegu skjaldanmerki: brotin kesja með arnarmynd. Fenton hafði aldrei séð læknirinn með hring á fingri og hann efaðist um að hann ætti r.okkum. En hver átti þá þenna hring? Hafði einhver af ræningjunum mist hann? Það var líklegast. ’ ’ Hann lagði hringinn innan í leiðbeiningar- .skjölin, og teygði svo úr sér máttvana af þreytu og sofnaði. 3. Kapítuli. Að einu éri liðnu sté ung stúlka út úr lest- inni við Beringtotístöðina. Hún var einmana og Mædd sorgarbúningi. Svipur hennar var mjög sorgþrunginn. Bæjarsendill kom nú til hennar og spurði kurteislega: “Er noldkur farangur, sem eg get hjálpað yður með?” “Já, lítið koffort,” svaraði Constance og leit í kringum sig á stöðinni. “Getið þér bent mér á leiðina til Brakespeare Kastel?” .spurði hún. “ Já, ungfrú. Hann er hér um bil þrjá kílómetra héðan,” svaraði bæjansendillinn. “Þér takið líklega vagn til að aka þangað?” Þessi orð voru naumast komin yfir varir hans, þegar vagn kom akandi til stöðvarinnar. Þegar hann var að nema staðar, var dyrunum lokið upp og lítill drengur hoppaði út úr þeim, og án þess að ansa ökumanni h'ljóp hann fram á stöðvarpallinn. Þetta var laglegur drengur, sjö átta ára gamall, með sítt, jarpt hár. Hann hljóp til Constance, tók ofan húfuna og sagði: “Afsakið eruð þér ungfrú Gra- ham?” “ Já, eg er ungfrú Graham,” svaraði Con- stance. Hann brosti ánægjulega, rétti fram hend- ina, en dróg hana strax til sín aftur, til að taka af henni glófaun. “Afsakið,” sagði hann. “Eg gleymi alt af að taka af mér glófann, þegar eg tek í hend- ina á eitíhverjum. Mér þykir vænt um að þér eruð komin; eg kom til að mæta yður; amma ætlaði líka að taka á móti yður, en hún hefir höfuðverk. Eg er lávarður Lauce- brook. ” Constance tók í hendi hans, laut svo niður og kysti hann. “Það var vel gert af þér, litli vinur minn að koma hingað og mæta mér,” sagði hún. “Nei, mér fanst það að eins svo skemtilegt. James,” sagði hann við bæjarsendilinn, sem hann bekti vel, “annast þú um farangur ung- frú Grahams. Komið þér nú.” Hann rétti henni hendina til að hjálpa benni uop í vagninn, eins og hann væri tíu ár- um eldri. “Pér eruð líklega mjög þreyttar, en það er, sem betur fer, ekki mjög langt heim til mín.” “Eg er ekki þreytt,” sagði Constance bros- andi. Eg er vön við langar ferðir, en frá London og hingað er hvorki langt né þreyt- andi.” “ Amma sagði að þér kæmuð frá útlöndum, yfir stór höf, eg hefði feginn viljað vera yður samferða.” “Og mér hefði þótt vænt um að hafa þig með mér!” sagði Constance. “Er þetta alvara yðar?” Hann leit á hana stóru augunum sínum. “Það væri gaman að ferðast með yður. Mér geðjast svo vel að yður. En það er máske ekki viðeigandi fyrir lítinn dreng, eins og mig, að tala þannig til fullorðinnar stúlku. Er yður andstætt að eg segi blátt áfram, að eg kann vel við yður.” “Nei, alls ebki,” svaraði Constance. “Þökk fyrir,” sagði hann alvarlegur. “Amma segir að mér sjáist oft yfir, þér verðið að áminna mig, þegar það skeður.” “Hafi þetta verið yfirsjón, þá er það að minsta kosti fögur yfirsjón,” svaraði Constan- ce brosandi. Hann hugsaði um þetta, kinkaði svo kolli og sao'ði: “Eg skil. Eg vona að yður líki vel við mig. Ungfrú Browjohn gerði það ókki. Hún sagði að eg væri óróaseggur, og það er eg líklega.” “Eít vona að bú sért það ekki,” sagði Constanee. “En hver er ungfrú Browjohn?” “Hún var síðasta kenslukonan mín. Hún var óræsti — það er að segia, hún var ekki við- teldin,” sagði hann. “Hún var ekki ung og falleg eins og þér, heldur gömul og brúkaði glerau°Ti. Eg held hún hafi líka brúkað nef- tóbak. ’ ’ “Fg sret huggað þig með því, að eg brúka ekki neftóbak,” sagði Constance og hló hjart- anlega. Dreneurinn hló líka, flutti sig nær henni og lagði hendi sína í hennar. “Mér lízt vel á yður, ungfrú Graham,” sagði bann. “Og eg vona að þér kunnið vel við ml" ViGið bér reyna að gera það?” held að mér verði það ekki mjög erf- itt. lávarður Lancebrook,” svaraði hún bros- andi. “Það er ágætt! En kallið mig ekki Iá- varð Lancebrooke, heldur Arol: Þar er skírnarnafn mitt.” “Það er eg fús til að gera. En nafnið er svo undarlegt.” “Það er Normandiskt,” sagði Arol. “Við erum nefnilega frá Normandí. Nafn föður iníns var Cedric Wiliiam Arol. Hann er dáinn. Og faðir yðar —” hann þagnaði. Constance tók utan um hendi hans og sagði “ Já, Arol, hann er líka dáinn.” “Mér þykir það leitt; en að þeseu leyti eru kjör okkar eins. Og mamma mín er líika dá- in; eg man ekki eftir henni, eg hefi alt af verið hjá öminu. Við iifum kyrlátu lífi hér í kast- alanum. Eg vona að yður finnist ekki mjög einmanalegt hjá okkur.” “Nei, alls ekki,” svaraði Constance. “Mér geðjast svo vel að kyrlátu og reglubundnu lífi. Það verður eins og hvíld fyrir mig, sem hefi farið svo víða um heiminn.” “Eg skal segja yður,” sagði hann alvar- legur að amma mín hefir orðið fyrir mikilli sorg á æfinni. Fyrst dó maður hennar, afi rninn, markgreifinn, og það var slæmt, var það ekki?” Constance kinkaði kolli. ‘ ‘par næst vissu menn ekki hvar föðurbróð- ir minn, sem nú er markgreifi, var. Hann hvarf skyndilega fyrir löngu síðan, og vesalings amma vissi þá ekki, hvort 'hann var lifandi eða dauður. “Vesalings mannesikjan,” sagði Constance með hluttefcniögu. “J'á, það var mjög, leiðinlegt, sagði ungi iávarðurinn með alvarlegum svip. “Ef hann hefði verið dáinn, þá hefði eg verið markgreifi; en við fengum síðar meir að vita, 'sem betur fór, að hann er lifandi.” “Þig langar þá ekki til að vera mark- greifi?” spurði Constanre brosandi. “Nei, mig langar ekki til þess,” svaraði hann hugsandi. “Markgreifar hafa alt af gigt, og þeir hafa alt af svo mörgu að stjórna. Eg hefi heyrt afa minn segja, að hann hefði 'helzt viljað vera fæddur sem verkamaður, eins og Iíodgson, sem sópar akveginn að kastalan- um. Þess vegna er eg mjö glaður yfir því, að Wolfe föðurbróðir minn er lifandi. Hann heitir í raun réttri Wolfgang, en amma kallar hann alt af Wolfe.” “En þér megið ekki tala um hann við hana, meira en nauðsyn krefur; því það kemur henni til að gráta — það er að segja, hún grætur má- ske efcki, en maður getur séð, að hún á erfitt með að verjast gráti. Það er kveljandi fyrir íeóður að missa son sinn í svo mörg ár.” Constance hneigði sig samþykkjandi, og hugsaði um hvernig hún gæti bezt fengið dreng- inn til að tala um annað, án þess að særa hann. En hún var ekki búin að finna aðferðina þegar hann sagði: “Eg vildi að hann kæmi aftur, þá gréti ekki amma oftar.” “Er ekfci markgreifinn í kastalanum núna?” spurði Constance undrandi. “Nei, við vitum ékki hvar hann er sem stendur. Amma fékk bréf frá útlöndum fyrir nokkrum mánuðum síðan, þar sem hann þá var staddur. En þar var ekki minst á að hann ætl- aði að koma heim. Hann hefir nefnilega alt- af verið léttúðugur. Afi minn og hann áttu í harðri þrætu, og að henni lofcinni hvarf Wolfe skyndilega. En nú erum við bráðum komin heim — sko þarna er fcastalinn.” Hann benti á stóra byggingu með mörgum litlum tumum, em stóð á hól, >svo hún náði hærra upp en trén. “Þetta er mjög stór hygging,” sagði Con- stance, og ljómandi fögur.” “Það gleður mig að yður geðjast að henni,’ sagði Arol. “Mér þykir hún Kka skemtileg. Eg held eg hafi aldrei séð neitt höfðingjaset- ur jafn fagurt og Brakespeare, þó eg hafi víða farið,” sagði hann hreykinn. “Eg hefi eitt sinn verið í London. Eg skil ekki að Wolfe frændi skufí vilja forðast jafn indælan stað — einkum þar eð það er hans eigin jarðeign. Mér finst það benda á mjög lélegan hugsunarhátt. Finst yður það efcki líka, ungfrú Graham?” “Eg held eg hafi enga heimild til að hafa nokkra skoðun í þessu máli, Arol,” svaraði Constance. “Nú erum við heima,” sagði hann, þegar vagninn ók inn undir stóra hvelfing og nam staðar fyrir framan dyr kastalans. Þjónn opnaði dymar. Arol sté út úr vagninum og rétti Constance hendi sína, til þess að hjálpa henni ofan. * Hvíthærður maður og vingjarnlegur á svip, kom ofan breiðu tröppurnar og hneigði sig. “Þér þurfið efcki að ómáka yður, Belford; eg skal fylgja ungfrú Graham til ömmu,” sagði Arol. “Gott, iávarður,” sagði kjallaravörður- inn. “Komið þér með mér,” sagði drengurinn, tók fast í hendi Constance og leiddi hana upp tröppurnar og inn í dyraganginn, sem var afar- stór og með mislita glugga., svo 'hann líktist meira bænahúsi en íbúðarhúss forstofu. Þjónn í dökkum einkennisbúningi opnaði dyr, og litli fylgdarmaðurinn hennar, sem enn þá hélt í hendi hennar, leiddi hana inn í lítið en mjög indælt herbergi, þar sem birtan temprað- ist af hárauðum silfciblæjum og kniplingum. í fyrstu gat Constance ekki séð alt greini- lega. En brátt sá hún gamla konu með snjó- bvítt hár, klædda svörtum silkikjól, standa upp af lágum stól og ganga móti sér. “Hér er ungfrú Graham amma,” sagði Arol. Markgreifainnan í Brafcespeare rétti fram hvíta hendi og leit á andlit Oonstances. Meðan hún gerði það, þrýsti hún hendi ungu stú'lkunn- ar innilega. “Mér þykir vænt um að sjá yður, ungfrú Graham,” sagði hún með lágri röddu, sem og { herberginu. “pér hafið farið langa leið. Eg vona að skrafgjarni drengurinn minn hafi ekki þreytt yður enn þá meira,” sagði hún og lagði hand- legginn um 'háls hans. “Hefi eg gert það? Það datt mér ekki í hug,” sagði litli lávarðurinn iðrandi. Hann tók mögru, hvítu hendina og þrýsti henni að kinn sinni, eins og til að biðja afsöfc- unar. “Nei, alls ekki,” svaraði Constance. “Eg vona að við séurn nú þegar orðnir góðir vinir.” “Já, eg kann svo vel við hana. Er hún ekki indisleg amma?” hvíslaði drengurinn að ömmu sinni í einlægni, en þó svo hátt, að Con- stance heyrði það glögt. Gamla konan brosti. “Arol meinar að minsta fcosti hreinskiln- islega það sem hann segir,” sagði (hún vingjarn- lega við Constance. “Og nú viljið þér að líkindum fara upp á loft og hvíla yður, eftir ferðalagið.” “Get eg ekki fengið ieyfi til að fylgja ungfrú Graham til herbergis hennar? Það verður svo skemtilegt,” sagði Arol. Constance rétti hendina að drengnum, sem greip hana með ókafa pg leiddi hana út úr stof- unni og upp breiða stigann, sem lá að göngum er snérust hringinn um kring hin stóru anddyri. Constance ætlaði að stíga inn í þetta her- bergi, sem henni var ætlað, er kurtei's stúlka opnaði fyrir hana, þegar aðrar dyr í ganginum voru opnaðar, og ung stúlka kom út með há- vaðalausum og hröðum skrefum. Hún var lítil vexti með dökt, slétt hár, sem umkringdi andlit með hörðum dráttum, er enga fegurð átti aðra en döfck augu, sem voru geisl- andi skörp. Constance fanst liún horfa á andlit sitt með rannsakandi augnatilliti. “Má eg kynna þér ungfrií Graham, Ruth frænka,” sagði Arol með vanalegri kurteisi. Stúlka þessi rétti tífcki Constance hendina, eins og gamla konan igerði, en heilsaði henni að eins með lítilli hneigingu. “Það gleður mið að sjó yður ungfrú Gra- ham,” sagði hún. “Eg vona að Arol valdi yður ekfci of mikilla óþæginda.” Röddin var lág en hörkuleg eins og svip- urinn. Constance endurgalt hneigingu hennar með því að beygja höfuð sitt, og svo fór hin ofan. Þegar Oonstance ætlaði að ganga inn í herbergið sitt, stóð hún nokkur augnablik kyr á þrösfeuldinum, eins og að hún væri í efa um að hún ætti að ganga inn. Henni fanst það naumast mögulegt, að þetta stóra og skraut- lega herbergi væri ætlað sér. En nú kom stúlk- an, dró blæjumar frá gluggunum og opnaði svo aðrar dyr að minna herbergi með hvítum hús- munum — eins og tízka er að hafa í svefnher- bergjum. Koffortið hennar Constance stóð á háum fótaskemli, og það sannfærði hana um, að þessi herbergi voru ætluð henni. K O L Drumheller Saunders Creek Lethbridge American Hard Vér beiðumst aðeins að þér reynið oss með eina pöntun og erum vér þá vissir um framhald á verzlun yðar. JAMES REID 301 Enderton Bldg. Aðal augnamið vort, fyrst og síðaist og alt af er ánægðir skiftavinir. KOLT KOL! vér seljum allar tegundir af KOLUM Hörðum og linum. Beztu tegund af DRUMHELLER KOLUM sem þekkjast á markaðinum. Pantanir afgreiddar fljótt Thos. Jackson & Sons Skrifstofa 370 Colony St. SímarrB 62-63 1795

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.