Lögberg - 22.12.1921, Side 1

Lögberg - 22.12.1921, Side 1
w 34. ÁRGANGUK || WINNIPEG, MANITORA, FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1921 NÚMER 51 .új 1 ÓLAGUÐSPJALLIÐ er nú í huga vorum. og þar stenudur þetta : “Fœddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jöt- una, því þau fengu ckki húsrúm í gestahcrberginu.” — Ilin mesta og inndælasta gleðihátíö vor er út af barni, sem fædd- ist svona fátæklega, á eins lágum og lítilfjörlegum staö, sem byrjaöi æfi sína meö því, aö vera útrek- inn úr mannlegu félagi. í manna híbýlum þarna í Betlehem, fékst ekkert húsrúm handa honum. Þau María uröu aö víkja útúr _ gestaskála hins litla bæjar fyrir öörum gestum, sem meira þótti í variö og meira létu á sér bera. Úthýsiö með jöt- unni varð að duga handa þeim. Þarna .fæddist barnið, sem hefir gefiö oss vora jólagleði. Og æfisaga hans, er i jötunni fæddist, hún hefir þessa yfirskrift: “Refar hafa holur og fuglar himinsins skýli, en mannsins sonur hefir hvergi höfði sinu aö aö halla.” Og svo endar æfi hans meö þessu: í blóma og broddi lífsins er hann dæmdur til dauða og krossfestur milli tveggja óbótamanna. Meö alt þetta kemur jólahátiöin fram í huga vorn. Maður sorganna, maður fátæktarinnar, maöur krossins og kvalanna er fæddur — þar er efni jólagleði vorrar, þaö er heimsins langmesta gleöi- efni. Gleöiefniö er svo mikið, aö herskarar himn- anna syngja yfir sorgarbarninu í jötunni: “Dýrð sé guði í upþhæðum, friður á jörðu og velþóknan yfir mönnunum.” Alveg einstakt í sinni röö, er gleðiefni jóianna og lofsöngurinn yfir jötunni er undarlegri en nokkur annar lofsöngur, sem nokk- urn tíma hefir heyrst. 1 sUara hluta i. kap. Rómverja-bréfsins er voðaleg lýsing á hinu siðferðislega og andlega á- ■)*: standi manna í mentalöndum heimsins, hins ?óm- verska heimsríkis, um þaö leyti er boðskapurinn um hann, er fæddist i Betlehlms-jötunni, fór aö breiðast út um löndin. Þar í er meöal annars þetta: “Fullir allskonar prettvísi, saurlífi, vonsku, á- girndar, ilsku, fullir öfundar, manndrápa, þrætu- gimi, svika, illmensku, illkvittnir, bakmálugir, guð- lastarar, smánarar, drambsamir, sjálfhælnir, hrekk- visir, foreldrum óhlýönir, samvizkulausir, trygö- rofar, ræktarlausir, ósáttgjarnir, ómiskunnsamir (29.-31. v.). — Þetta er yfirskriftin frá Páli post- ula yfir mannfélaginu á svokallaöri gullöld hins forna Rómaveldis. Þetta eru lýsingarorðin, sem heilagur andi leggur Páli í munn, til þess aö ein- kenna með líf og hugsunarhátt þeirrar aldar manna svona aiment. Þaö var gullöld þá í heiminum, í meira en einum skilningi. Visindi, íþróttir og bókmentir stóðu þá á hæsta stigi meðal Rómverja, og ríkismannadýrðin rómverska, með sinu feykilega auösafni og glóandi gulli var þá í sínum fylsta blóma. Meiri hlutinn af almenningi var aö vísu ánauðugir þrælar, sem fremur voru taldir til dýra- flokksins en reglulegra manna. En þessir “reglu- legu menn”, þeir voru menn gullaldarinnar, og gullaldarmönnunum lýsir postulinn eins og vér höf- um heyrt. Hann gengur alveg fram hjá hinni gyltu dýrö samtíöar sinnar; lætur rétt eins og hann sjái hana ekki; en hann afhjúpar orminn, hinn eyðanda orm, sem lá á gullinu og sem langa- lengi haföi verið að vaxa þar, þangaö til liann var nú orðinn svo voöa stór, að hann gat naumast stærri oröiö. Hin siðferðislega spilling i mannfélaginu róm- verska hafði alt af verið að magnast, eftir því sem hin vaxandi mentun færöi mönnum heim sanninn um þaö, aö goðasögur og trúfræöi heiöindómsins væri ekkert annaö en æfintýri. Gullaldar-mentun- in rómverska gjörði út af við hina heiðnu trú, og af því aö hún gat ekkert sett í staðinn, eins og mentunin, hversu háu stigi, sem hún nær, aldrei getur fylt pláz trúarinnar, þá spiltist gullaldar- lýöurinn meir og meir i siðferðislegu tilliti. Fjöld- inn hugsaði yfir höfuö um ekkert annað, en að njóta lifsins, en fann þó alt af ööru hverju til þess, aö nautnin fullnægði ekki instú þrá sálarinnar. Og einstöku djúpt hugsandi menn aldarinnar, eins og t. a. m. hinn frægi sagnaritari Tacitus, sáröfund- uöu þjóðirnar, sem ósnortnar voru enn af róm- versku mentaninni og sem í rauninni lágu fyrir ut- an endimörk hins mentaöa heims, fyrir það, hve jj . óendaniega ípiklu meira þeir áttu í eigu sinni af dygðum og drengskap, hversu miklu hreinna og sælla líf þeirra var heldur en hinna hámentuöu Rómverja. Gofugustu sálir heiöindómsins á þeirri öld hölluðu sér að hinni svo kölluðu stóisku heim- speki, er löngu áður var upp risin á Grikklandi, og sem með miklu afli hélt fram dygð og sjálfsafneit- an svo sem æðsta endimarki mannlegs anda. Þeir sáu heiminn í hans voðalegu spilling; þeir vissu af Ifrelöartnn t Wöti itnnt <0rmurtttn á <í lulltnu Eftir séra JÓN BJARNASON . . ■ ■ = ^ =—1 — —f'j mannféjaginu á leiðinni að rotna sundur í andlegu tilliti. En persónulegan lifanda guö gátu þeir ekki fundiö meö heimspeki sinni, og gátu þar af leið- andi ekki beint hinum líöandi og leitandi manns- sálum þangað. Og svo er ekkert friðland fyrir anda mannsins á hinni vondu tið, þegar hið góða málefni sannleika og dygða sökum hinnar yfir- gnæfandi spillingar verður að lúta hér í lægra haldi. Lifsskoöanin endar i helberum “pessimismus”, sem aftur leiöir til þess, að þessir beztu menn þessarar ógæfusömu aldar grípa einatt til sjálfsmorðs svo sem hins síðasta óyndis úrræðis. Svo lengi sem endurlausnarhugmynd kristindómsins er óþekt, liggur hin pessimistiska lifsskoöun opin fvrir heimsins beztu mönnum. Kristindómurinn kemur með von og vissu end- urlausnarinnar. - Hann kemjir meö hina bik svörtu lýsing á hiuu siðfræðislega ástandi mann- félags, þegar gullöld menningarinnar rómversku stóö sem hæst. Hann sýnir ofurmagn syndar- innar eins voöalegt eins og það var, voöalegra jafn- vel en sjálf örvæntingin í huga djúpsæustu anda heiðindómsins útmálaði þaö fyrir sér. En um leið og hann sýnir þessa svörtu mynd, sem knýr hverja sál til að varpa sér flatri í duftið út af alls herjar- dauðameini mannfélagsins, kemur hann með endurlausnar evangelíið þetta: “Yður er frelsari fæddur” Og yfir jötunni í Betlehem, fjarri róm- versku dýröinni og heimspekiskenningunni hljómar hinn himneski lofsöngur englanna: “Dýrð sc guði í upphæðum, friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum." Hiö norska Realista-skáld, Alexander Kjelland, sem alveg virðist standa í anda fyrir utan kristin- dóminn, en sem hefir ákaflega mikinn styrk í því að afhjúpa hinn andlegu tnein á þjóðarlíkama síns fólks, hefir meðal'annars ritaö átakanlega slcáld- sögu eina, sem eftir aðalpersónunni,er sagan hljóðar um, heitir Else. Það er ung stúlka, sem smádregst niður í syndir og svívirðingu, ekki fyrir þá sök, að hún væri svo vond í sjálfu sér, 'heldur af því að velmetið og háttstandandi fólk lagði snörur fyrir hana, svo hún var búin að sleppa sér og, hálf- sokkin áður en hún vissi af. Það voru úlfar í kristilegum sauðarklæðum, sem voru aðal orsökin til falls hennar. Endirinn á hinni raunalegu æfi- sögu hennar er það, að hún dauðhungruð og viti sínu fjrer eitt kvöld—og það einmitt aðfangadags- kvöld jóla — var gripinn í matvælaþjófnaði af lögreglunni og dregin í dýflizu, þar sem hún rétt eftir sama kvöldið sloknaði út af. Svo kemur hjá skáldinu lýsing á jólahátíðinni og jólagleði hinna einstöku persóna og hins “heiðvirða” mann- félags, sem höfðu steypt þessiun vesalingi. Menn haida sin jól og syngja sína jólasálma eins og ekk- ert hefði í skorist.—Það er herfilega nöpur heims ádeila — eða öllu heldur kirkjuádeila — þessi svo kallaða jólasaga Kjellands. Látum vera að hún komi frá penna vantrúarinnar. Hún minnir þó engit að stður á það, hvilík skrípamynd af kristin- dómi trú og lif kirkjumannanna einatt er, hve voðalega lágt vorrar aldar kristindómur oft og víða stendur, hve skerandi mótsögn er í þvi, að taka sér í munn lofsöng englanna, út af endurlausn- arevangelíinu og hafa þó samvizku til að drýgja hverja svívirðing sem vera skal. Þegar kirkjan gleymir því hlutverki sínu, að refsa syndum manna jafnt á háum stöðum sem lágum, þá læt- ur guð vantrúarmennina koma með sinn sára hirt- ingarvönd yfir sjáifa kirkjuna. Þegar kirkju- mennirnir sjálfir eru orðnir að rotnunarupp- sprettu i mannfélaginu. þá er von að kirkjudni svíði undan vopnum vantrúarinnar. Að kristindómurinn verði eins og í þessari nöpru jólasögu Kjellands hafður fyrir skálkaskjói eða fyrir ábreiðu til þess að varpa yfir alls konar siðferðislega rotnun, viö því er voðalega hætt ein- mitt á þessum tima, og líklega i engu landi fremur en í Ameriku. í hinum svokallaða kristna heimi nú er, því miður, eigi ósvipuð lifstefna ráðandi eins og meðal hinna heiðnu Rómverja á öndverðri keisaraöldinni: að einu leytinu þamslaus fíkn í auð, peninga, taumlaus gróðagirnd, brennheit ást á mammon, að hinu leytinu óstjórnleg mun- aðarfýsn, löngun til þess, eins og kallað er að njóta lífsins, sem þýðir sama sem að liía í sukki og sví- virðingum. Þessi stefna er það, sem á vísinda- legu máli, er kallað materialismus. Materialismus þýðir nú í rauninni sama sem guðieysi, en hann getur samt býsna vel þrifist und- ir hjúpi kristilegrar trúarjátningar. Meðan kirkjan var i algjörðum un'nni liluta i manhfélag- inu, á postulaöklinni og píslarvættisöldinni, bar ekki á þessu, og það stóð ekki heldur til: Aðrir en sanntrúaöir inenn höfðu þá enga hvöt til þess að gjörast limir kirkjunnar, því grimmar ofsoknir og nöpur fyrirlitning vofði þá yfir játendum krist- innar trúar út af 'þeirrí trit, er þeir játuðu , svo heiður og upphefð frá heiminum var ekki væntan- leg á þeim vegi. En þegar kirkjan er orðin í meiri hlutanum í mannfélaginu, þegar hin kristna trúarjátning stendur ekki lengur i augum heims- ins eins og eitthvað ilt og óheiðarlegt, þegar það þvert á móti fer aö opna mönnum veg til meiri metorða og lífsþæginda að ganga undir kristilegri trúarjátning, þá fer materíalismusinn að geta átt heima i kirkjunni, og þegar hann hefir fengið tæki- færi til að smeygja sér þar inn, fer líka greini- lega að bera þar á honum. Við fyrsta álit kynni mönnum nú að virðast svo sem Ameríka, það er að segja Bandaríkin og Canada, ætti að vera það land heimsins þar sem materialisminn ætti sízt að geta þrifist undir hjúpi kristilegrar trúarjátning- ar, iþar sem hér er þó fullkomnara trúarbragða- frelsi heldur en í flestum öðrum löndum hins svo kailaða mentaða heints. Það væri því ekkert undarlegt þótt nienn kynni af því að draga þá álykt- an að þeir menn, sem gefið hafa sig hér Material- ismus aldar þessarar á vald, hefði enga freisting til að sigla undir fölsku flaggi. kristilegrar trúar- játningar. En þessu er alls eigi svo farið. Til þess er einmitt hér svo ákaflega mikii freisting. Að heyra kirkjunni til, ganga undir ein'hverri kristindómsjátning, hefir stór-mikla þýðingu fyrir menn í þessu landi í borgaralegu tilliti, þannig, að það er margfalt hægra að komast hér upp til met- orða og tignar, ná trausti aimennings til að styðja sig til embætta, fvrir þann, sem kallaður er krist- iiinar trúar, heklur en þann, sem undir engri slíkri trúarjátning gengur. Kirkjan með öðrum orð- um er hér, þótt hún sé ekki nein ríkiskirkja, miklu fremur en í flestum öðrum mannfélögum ofan á í almenningsálitinu. Og þá liggur í augum uppi, að í öðrti eins lýðstjórnarlandi eins og þetta, er stór freisting fyrir þann, er ná. vill stuðningi frá al- menningi til lx>rgaralegra embætta og annarar veraldlegrar upphefðar, en sem í lífsstefnu og and- legri skoðan stendur utan kristninnar, að ganga í orði kveðnu undir kristnu nafni, gjörast að nafri- inu litnur kristninnar. Og svo verður niðurstað- an, að kirkja þessa land§, engu síður en annara landa kirkja, verði einatt svo full af Faríseahætti, að út af flóir, að Mammons þjónusta og Material- isnius getur svo sorglega vel þrifist í hinni frjálsu kirkju þessa frjálsa lands. Einskis iands þjóðiíf á þessari öld likist víst eins mjög hinu fornróm- verska þjóðlífi eins og hið amerikanska. Hinn rómverski styrkur og hamhleypu-dugnaður er hér. Þegar um hin amerikönsku stórstig í veraldlegum framkvæmdum er aö ræða, hina nærri því æðis- gengnu framsókn fólks hér í auðsafns og verald- legrar stórmensku, þá er eins og hinir fornu Róm- verjar sé á ný komnir fram á sjónarsvið heimsins. En hin svartasta hlið af rómverska þjóðlífsand- anuni sýnir sig líka hér, því Materalismus með viðlíka rotnunareinkennum eins og þeim. er til- færð voru hér að framan úr 1. kap. Rómverja- bréfsins, hefir greinilega voðalega voldugt ríki i hinu ameríkanska þjóðlífi, oft, hræðilega oft, og víða undir flaggi kristinnar trúar. Inn í þessar andlegu hættur, sem þetta iand frelsis og framfara alveg ómótmælanlega hefjr tii brunns að bera, erum vér ísiendingar fiuttir eða óðum að flytja frá landi, sem vér höfum fyrir satt að sé á yfirstandandi tíð áþreifanlega að, “blása upp.” Fólk vort kemur yfir höfuð að tala blá- snautt til þessa lands, í þeirri von, að sér takist hér í betra landi og meira af borgaralegu frelsi að bæta hinn jarðneska hag sinn langt fram yfir það, sem heima var hugsanlegt að unt væri. Sú von hefit þegar greinilega ræzt og mun enn frekar rætast á ókominni tíð. Svo með tiliti til þess at- riðis hafa vesturfarir íslendinga vissulega heppn- azt. Þeir eiga yfir höfuð nú þegar miklu betra hér í sínum nýju heimkynnum heldur en fóik al- ment á íslandi, að því er líkamlega framfærsiu snertir, og hinn verklegi framsóknarstraumur hér hefir brátt hrifið íslendinga með sér, svo að vinnu- dugnaður þeirra, er að eins fá ár hafa átt heima í þessu landi er miklu meiri heldur en alment gjör- ist á íslandi. Þetta alt er ávinningur sem vert er að þakka forsjóninni fyrir. En hinar andlegu hættur liggja opnar fyrir fólki voru hér engu að síður, og það einmitt hættur, sem vegurinn tii þægilegri lifskjara með auknum efnuni hefir i för með sér. “Þeir, sem ríkir vilja verða, faila í freistni og snörur,” segir orð kristindómsins “því aí> ágirndin er rót alls ills." Og það er nú eirt- mitt þetta, sem hugur manna yfir höfuð stefnir að i þessu iandi, að safna auð fjár, að verða sem allra fvrst rikur. Enda cegja menn, eins og tekið er fram í síðasta númeri þessa blaðs, að fyrsta orðið, sem innflytjanda fólk lærir í hinu almenna tungumáli þessa lands, sé orðið dollar. Ef það er nú rétt, sem naumast verður með rökum ve- fengt að fjárgræðgi og mammonsþjónusta sé ríkj- andi afl í þjóðlífi þessa lands, en landið að hinu leytinu fyllra af kristnum kirkjum heldur en nokkurt annað land í heimi, þá er auðsætt, að mikið af nútíðar kristindóminum hér er ekkert annað en kalkaðar grafir, fagrar og skínandi að utan sökum trúarjátningarinnar, sem á lofti er haldið, en að itman fullar með dauðra manna bein og alls kyns óhreinindi. Englarnir sungu forðum: “Dýrð sé guði í upphæöum, friður á jörðu og velþóknan yfir mönnunum” yfir sorgarbarninu í hinni fátæklegu jötu. Nú syngja kirkjur iandsins — og landanna — jænnan jólalofsöng yfir Materialismus og mammonsþjónustu aidarinnar. Það er eins og öllum fjöldanum hafi verið opinberuð þau tíðindi, að Jesús Kristur frelsari heimsins hafi fæddur ver- ið í höll Ágústusar keisara eða mitt inn í hinni rómversku ríkismanna dýrð. Lifsstefnan hjá öllum þorra sjálfra kirkjumannanna talar hástöf- um á móti 'því, að þeir trúi í sannleika á jólaguð- spjallið eða sjálfsafneitunar-evangeiíum kristin- dóntsins yfir höfuð. — Ef hér er ekki hætta fyrir hið inn flytjandi fólk vorrar þjóðar. þá er líka engin hætta neinsstaðar til. Þeir af íslendingunt, sem virkilega vilja halda dauðahaldi i kristindóminn og sem þegar hafa sannfæring fyrir því, að hið kristna evangelium sé vor eina frelsis von — þeir mega með engu móti nú eða i framtíðinni gjöra sig ánægða með slikan kristindóm, kristindóm, sem ekki er annað en lausajátning kristinnar trúar yfir heiðinglegum Materialismus í sinum eigin hugsunarhætti og lífi. Þegar fjárgróðauppþotið mikla hérna um árið geysaði i Winnipeg og næstliggjandi bygðum og bæjum þessa lands, þá gafst Íslendingum hér tæki- færi til að sjá frant á hætturnar, sem fyrir öllum þorra manna liggja, þá er mammon er mjög auð- fenginn. Menn rökuðu þá saman fé nærri fyrirhafn- arlaust, og mönnum fundust sér allir vegir færir. Það er hið versta óhappaáfall, sem vort fólk hefir orðið fyrir siðan það fluttist vestur um haf. Hugs- unarháttur margra spiltist þá stómm, og sumir bíða þessa, ef til vill aldrei bætur. Materialisminn með öllum hans eyðileggjandi fylgifiskum læsti sig inn að hjartarótum almenn- ings. En á sama skerinu er enn hætt við að marg- ir af aðkomanda fólki vorrar þjóðar standi viðs- vegar um landið á ókominni tið. Og þvi endum vér nú þessa hugleiðing vora. sent vér byrjuðuni með jólaguöspjall kristninnar i huganum, með þeirri alvarlegu áskorun til vors islenzka kirkju- lýðs í þessu landi, að hann taki vel eftir teiknum timanna, athugi, hvort batnandi efnahagur hans er ekki að fiytja hugarfarið enn lengra burtu frá Bctlehemsjötunni. v.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.