Lögberg - 22.12.1921, Side 4

Lögberg - 22.12.1921, Side 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1921 Jogbeig Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Preu, Ltd.,,Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talaimar. N-6327 N-6328 Jón J. Bíldfeli, Editor Utan&skrift til blaðsins: Tt(E COIUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172. Winnipeg, Maq. Utan&skrift ritstjórans: EDITOR 10CBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limlted. ln the Columbia Block, 853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba. 1 fr>l»«»»«<»S^««ia«lft>ta»it!a«tftt«R»m«R»«R»«Wft«ia«i»«BW«Btti j JÓLAGLEÐI. | .Tólín eru um frain alt, gleðinnar hátíÖ. í mavgar aldaraðir hafa ungir og gamlir, ríkir og fátækir, yfiiTmðnir og undirgefnir fagnað koniu jólanna í barnslegri og einlægri gleði. Kngin hátíðanna fíytur jafnmikla gleði inn í 'íf mannanna eins og jólin gjöra ávalt og í i'etta sinn, er eins og jólagleðin sé víðtækari, innilegri og hreinni erf hún hefir verið í lífi einstaklinga og þjóða á síðari áratugum, það er eins og lexían um frið á jörðu sé orðin mönn- um meira hjartansmál en 'það hefir verið. síð- an frelsari mannanna, jólabarnið Jesús Krist nr hoðaði heiminum frið og friðþæging. Er það ekki undarlegt — nei, er það ekki dásamlegt að einmitt nú þegar jólahátíðin er fyrir dyrum, sem er öllu kristnu fólki hið sama, og silfurtau- svalalind, er sárþyrstum ferða- I nianni á sandauðn, gróðurlendu á ægilegri (-yðimörk, sæluhöfn sjóþreyttum mönnum, eða ef þau eru það ekki, þá ættu þau að vera það, — að þá einmitt skuli berast út um allan heim fréttirnar um að deilur séu að falla niður, sem staðið hafa á milli manna eina öldina fram af annari, og frá ieiðtogum þjdðanna kemur sú til- kynning, að þeir í allri einlægni hafi nú tekið saman höndum í nafni þjóða sinna, með það fvrir augum að friður mætti verða á jörðu, — nei, að friður skyldi verða á jörðu — að friðar- kc-uning jólabamsins mætti gegntaka hjarta hvers einasta manns — jólagleðin út af komu frel.sarans í heiminn, mætti að ‘þessu sinni verða enn þá innilegri — og vonir um framtíðar frið, — framtíðar bræðralag — framtíðar lífsgleði, að vissu í sálum allra manna. Þessi komandi jól, flytja oss mönnunum því ekki að eins boðskapinn um komu maunkyns- frelsarans í heiminn, sem í meir en nítján hundruð ár hefir gert jólin að skammdegis- ljósi mannanna og yl í ríki vetrarins. Heldur líka viðleitni, einlægari og ákveðnari, heldur en átt hefir sér stað áður, til þess að hin virkilega meining jólanna beri meiri ávöxt í lífi voru hér eftir, en hún hefir gjört hingað til. Að heimurinn verði hetri og fegurri bú- staður mannanna heldur en hann hefir verið | og er nú, að þjóðirnar hætti að bera hver aðra vopnum, að skilningur þeirra á skyldum þeirra hverrar til annarar og takmörk hinna æðstu hugsjóna þeirra skýrisþ. Er það ekki hugsjón jólaboðskaparins ? Er það ekki gleéiefni jólahátíðarinnar ? Undanfarandi höfum vér með athygli fylgt gjörðum afvopnunarþingsins í Washington, og í fyrs-ta sinni í sögunni höfum vér séð þess veruleg merki að leiðtogar þjóðanna, eða þjóð- irnar, sem þeir eru talsmenn fyrir, hafa viljað leggja nokkuð verulegt á sig, til -þess að tryggja velferðarspursmál þjóðanna, létta byrðar ein- ! staklinganna og fórna yfirlæti sínu og aflavon á altari friðarins og friðarhugsjónanna. Þing þetta hefir og heldur ekki látið þar við sitja, heldur hefir það sýnt einlægari vilja til þess að grafa fyrir hinar hættulegu ófriðar- meinsemdir þjóðanna og uppræta þær, svo þær verði aldrei framar til ógæfu og eyðileggingar lieldur en vér hö’fum átt að venjast, slíkt er ó- umræðilega mikið gleðiefni. Gleðiefni er það og ósegjanlega mikið, að íftir meira en sjö hundruð ára biturt stríð, á milli Jra og Englendinga, skuli nú vera kominn friður á því þjóðlífshafi — að beiskjan sem brunnið hefir í brjósti frum og alt af blossað upp, eða brotist út í gegnum aldaraðirnar eins óg glóandi eldhraun, er n úað meiru eða minna leyti sloknuð — vonandi að meztu leyti slokn- nð, og mótþróinn, sem á hina hliðina hefir ver- ið eins þrálátur og hafís þoka, hefir uú breyst í bróðurhug. Það er eins og að leysing mikil hafi orðið nú alt í einu í hug og hjarta leiðtoga þjóðanna — leysing á vanans viðjum, sem hafa hamlað þeim frá að snúa sér í alvöru á mót sól og sumri. En þó slík tákn é óendanlego gleðirík þá getur aldrei orðið sumar í lífi mannanna með góðvild og tilraun þessara manna einna. Það er þýðingarlaust, eða þýðingarlítið, þó afvopnunarþingið í Washington samþykki að eyðileggja Svo eða svo mörg af herskipum þjóðarinnar. Það er þýðingarlaust þó þeir samþykki tíu ára hlé frá herskipasmíði. Það er þýðingariaust þó þeir fyrirbjóði I herútbúnað ailan. Og það er þýðingarlaust ]>ó Englandsstjórn | og sendinefnd Sinn Feinanna á írlandi skrifi undir friðarsamninga, því alt þetta eru meðul eða verkfæri í höndum raanna sem notuð eru ! tftir vild. Eða með öðrum orðum, það er á fólksins valdi — alþýðunnar valdi, hvort tilraunir þess- ! ar Qiepnast eða að þær verða að engu — hvort að þær eiga að ná fullkomnun friðar hugsjón- arinnar, eða að l>ær eiga að kafna í hafi mann- legs liaturs — frjósa í nísingskulda mann- j iegrar sálar. Sá vLsir til friðar sem nú er sýni.Iegur, get- ur aldrei orðið að beri, sá knappur sem er að I sprlnga út, að blómi, sá neisti sem nú er kveikt- ur, að eidi sem vermir mannlífið; nema að tolkið sjálft — al'þýða manna vilji það og vilji leggja svo mikið á sig til þess að útrýma úr lujga sínum og lífi, öllu sem friðarhugsjóninni er mótstætt — vilji vígja sig til þjónustu í ríki j friðarins, réttlætisins og sannleikans. Væri það ekki dásamleg jólagjöff Og 1 mundi það ekki auka jólagleðina ef allir vildu gjöa það? —--------o---------- Unaðsraddir—F riður! “Heyrið þér ei kluk'kur kalla: Komið þér?”—V.B. Legg við eyra! Heyr! nú ómar jólafögnuðurin 1 unaðsbliður um alla jörð. Hin himneska klukku- hringing þrengir sér gegn um hark og háreysti mann- legra athafna og allir hljóta að hlusta, leggja við eyr- un, því hinn blíði lofsöngur englanna hrópar við hymnalag hinn mikla fögnuð um frið á jörðu og vel- l>óknan meðal manna, er í heiminn sé kominn með harninu í Betlehem. Enginn maður er svo önnum kafinn, að hoð- skapur englanna nái ekki til hans, fáist hann að eins eitt augnablik til þess að staldra við og hlusta;—svo mikill er máttur hins heilaga kærleika, sem konung- j urinn í jötunni kemur með úr eilífð sinni inn í synd- ugan mannheim, að nái einn örlítill neisti þess guðlega elds að snerta mannlegt hjarta, bræðir hann á svip- stundu klakabönd hverndagslegra anna utan af því, og “læsir sig gegn um líf og sál, eins og ljósið í gegn um myrkur.” Þvi ríður lífið á, að leggja við eyra og hlusta —hlusta eftir óminum óviðjafnanlega, engla- j söngnum um friðinn frelsarans allra manna, sem fædd- ur er í dag. Og hver ert þú, maður, er loka vilt eyrttm J þínum fyrir slíkum söng! Þegar liinn blíði ástareldur Betlehemsbarnsins varpar bjarma sinum á skuggatjöld mannlegs lífs, hrekkur kristinn heimur við, eins og hann vakni af j dvala, leggur niður dagleg störf, starir í þá sólstafi kærleikans með barnslegri gleði — og hlustar eftir margrödduðum friðarsöng englanna, er helt hefir unaðr eilífs kærleika inn í miljónir mannssálna í nítján aldir. Ljósið og lofsöngurinn eru óaðskiljanleg. Fái hinn eilífi eldur að snerta hjartað, opnast óðara andans eyra svo lofsöngurinn út af fæðing frelsar- ans streymir inn í mannssálina, i hvern einasta streng hennar, svo þeir titra af fögnuði, — og hjartað, snort- ið af fingri lifanda guðs, tekur undir með englunum: Dýrð sé Guði í upphœðum—í dag cr frelsari fœddur! — Hver er sá maður, er gegn slíku almætti fái staðist! Iílustum! vér hinir eldri. Lofsyngjum, að hinir yngri sjái fögnuð vorn og fái einnig lyft upp lífs- glöðum hjörtum sinuin til dýrðar drotni vorum og frelsara, barninu nýfædda í Betlehem. Heyriö!—íslendingar! vestan hafs og au.stan, — leggjum niður þjark og þras á þessuni jólum, hlust- unt með opnum hjörtum eftir óminum himinborna um frið á jörðu, að strengir þjóðarsálarinnar íslenzku fái endurómað lofgjörð sveininum heilaga. Inú í ljósið hans erum vér allir fæddir. Til trúarinnar á hann höfum vér vígðir verið í heilagri skírn. Með klökkum hjörtum og grátnu auga höfum vér hinir eldri við ferminguna heitið honum hollustu til. i dauðadags. Hve dýrðleg konungshilling! Flestir af oss ntunu hafa drukkið í sig með móð- 1 urmjólkinni þá háu hugsjón, að vilja ekki vamm sitt vita, og fátt nnm hverjum sönnum íslendingi þykja meiri vanvirða en það, ef hægt er að bera honum á brýn, að hann gangi á bak orða sinna, að því er til hins hverndagslega og almenna kemur. Það er göf- ug tilfinning, og guð gefi að hún grípi um sig sem mest í dagfari vor íslendinga. En—hvað er um loforðið við meistarann? Hafa ekki ýmsar gælur freistarans reynt að draga hulu fyrir dýrðina frá Betlehemsjötunni — þann fögnuð, er streymt hefir fram af vörum þjóðar vorrar í mörg- um sálmum beztu skálda hennar, og hljómað á tungu islenzks almennings fyrir munn mætra sona Fjallkon- unnar um langa tíð ? — “Ó, það slys, því hnossi að hafna!” Ó, að hver einasta islenzk tunga, hvar i heimi sem er, niætti nú á þessum jólum í hjartans einlægni ferm- ingardagsins taka undir með lofgjörðarskáldinu voru nýlátna, og syngja svo hver hjartastrengur titri af unaði tilbeiðslunnar: | “Vér hillum þig, ó, blessað barn! Þú brosir yfir dauðans hjarn svo kuldinn ber oss kærleiks arð og klakinn snýst í aldingarð. Þú brosir, — jörð og himinn hlær og hjarta hvert af gleði slær. Þú talar, — böl og beiskja þver; þú býður, — allir lúía J>ér! Þú blessar, — heift og hatur flýr; þú liorfir, — syndin burtu snýr; Þú kallar — dauðir kasta hjúp ; Þú kennir, — lífsins skína djúp! Þú, lierrans barn, sem boðar jól, Og birtir hverju strái sól; Ó, gef þú mér þann gleðihag, að geta fæðst með þér í dag! Það var Betlehems boðskapurinn, sem þessa lof- gjörð og auðmjúku bæn knúði af* vörum Matthíasar; það var hann, sem titraði í strengjum Hallgríms, svo að hann “kvað heilaga glóð í freðnar þjóðir; í þrumu- rödd Vidalíns hrópaði þessi sami hoðskapur til þjóð- ar vorrar i tvö hundruð ár, og til vor Vestur-íslend- inga ómar þessi boðskapur tim barnið í jötunni í alvöruþrungnum orðum Jóns Bjarnasonar hart nær hálfa öld. Og ótal fleiri raddir hefir guð af gæzku sinni sent oss, að vér ekki gleymdum að Vegsama hann fyrir gjöfina beztu, Jesú-harnið í jötunni. Minnumst Jiess nú á þessum jólum, vér hinir eldri, er “mamma settist sjálf við okkar horð” — á jólunt æsku vorrar, — og að “Síðan hóf hún heilög sagnamál, himnesk birta skein í minni sál; aldrei skin né skilningskraftur minn, skildi lietur jólaboðskapinn.’’ Þá getum vér tekið undir með Matthíasi í barns- legri gleði hans og tilbeiðslu; “Ljá mér, fá mér litla fingur þinn, ljúfa smábarn; hvar er frelsarinn? Fyrir hálmstrá herrans jötu frá liendi eg öllu: lofti, jörðu, sjá! Lát mig horfa á litlu kertin þín: Ljósin gömlu sé eg þarna mín! Jeg er aftur jólaborðin við, Jeg á enn minn gamla sálarfrið.” Heyrið, ungir íslendingar! sveinar og meyj.ar, slíkar eru endurminningar feðra yðar og mæðra um jólin. Látið nú kærleikseld konungsbarnsins í jöt- unni búa í sál yðar og hjarta, og takið undir þeim heilögu áhrifum fasta lífsstefnu á þessum jólum; “Ásetjið yður” — eins og stendur í hinu göfuga enska blaði “Bible Champion” — “að engin freisting til auðssöfnunar skuli fá að hertaka svo sál yðar, að þér hafið fé ranglega af öðrum, bakið fátæklingum áþján eða látið leiðast á nokkurn hátt af götu réttlætis- ins. Takið og þann fasta ásetning, að freistarinn skuli ekki fá náð því haldi á huga yðar, að hann leiði yður til eigingirni, hégómlegrar og fánýtrar skemtana- fýstar, eftirlátssemi við lágar hvatir holdsins eða neins þess, er hinn minsta blett geti sett á guðsmynd- ina, er yður hefir verið lánuð. Og takið enn fremur þann háheilaga ásetning, að þér skulið, hvað sem það kostar, hiklaust og án afláts híýða jólakonunginum Kristi, og að boðin frelsarans skuli i hvívetna stjórna hugsunum yðar og gjörðum.” Megi nú allir, ungir og gamlir, taka slíkan ásetn- ing, þá verbur öll komandi tíð ein óslitin, G L EÐILEG J Ö L ! Alþýðumaður í Winnipcg. --------o--------- Bœkur sendar Lögbergi. iii. Jólabók V, útgefandi Guðmundur Gamalí- elsson, prentsmiðjan Gutenberg, Reykjavík, 1917. Þetta er dálítið kver (14 blaðsíður prentað með skýru letri á ódýran pappír, en þó sjáan- lega ytri frágangur allur góður. Innihald þessarar bókar er ekki margbrot- ið, en það er hreint og aðgengilegt og Qiefir heilbrigðar kenningar að færa, sem hver maður hefir gott af að kynnast. Fremzt í bókinni er kvæði “Lúter í Worms,” eftir þýzka skáldið Körner Karl Theodor, í íslenzkri þýðingu eftir (luðmund skáld Guðmundsson, þróttmikið kvæði og þrungið af eldmóði trúarinnar. — Eftir að klukkunum hefir verið hringt tvisvar til fundar- ins^rís Lúter sem kropið hefir á bæn, á fætur l'm nokkur augnablik lætur skáldið dauðaþögn r(kja; svo tekur liann til máls: “Jeg styrkist. — ITvort sem herrann nú mér ætlar, hel eða sigur, — við eg búinn er. En rödd í m(nu hjarta heyri eg: “Ó, Qiræðstu eigi kempa guðs, þú vinnur ’ sigur” Já hvað sem ískerst, óttast mun eg livergi, í bæn til hans eg geng í (þennan sal! Sendur er eg að lýsa lýðum öllum með ljósi trúar allan heiminn kring! Tlið nýja er satt, hið sanna ei aftur köllum; Sannleikur tekur aldrei myndbreiting!” Auk þessa kvæðis, sem er alllangt flytur bókin fjórar sög-ur og eitt æfintýri. Sögurnar eni þýddar allar nema ein “Að fremsta hlunni” sem er sögð að vera sönn í öllum aðalatriðum. Bóndi einn sem bjó langt inn til dala verður að fara í kanpstaðinn til að ná í björg og skilja konuna eftir eina með börnin og fénaðinn í vetrar skammdeginu og fela guði og gæfunni hvernig fara muni. Á meðan bóndi er í burtu skellur á moldbylur. Mundi, stálpaðnr drengur og aðal aðstoð mömmu sirmar fer að henni fomspurðri út í bylinn til þess að vita nm, hvort hann hafi gengið nógu vel frá lamb- húshurðinni, finnur ekki hxisin, og hefir ekki bolmagn að standa á móti ofveðrinu og hrekst undan því. Þegar Helga móðir lians verður vör við að hann sé farinn lokar hvin börnin inni í bænum og þýtur út í hylinn að leita að Munda. Hún kemst í lambhúsið við illan leik, en finnur hann ekki þar, þá dettur henni í hug að reyna að komast til hesthúsanna, en þegar hún kem- ur að heydrílum í túnjaðrinum, sem úti höfðu orðið um haustið, sá hún á milli byl-kastanna iivar eitthvað slóst til í vindinum: “Ó! að það væri nú hann; og það var líka. Hempu- löfin slóust til, hann lá á grúfu með hendurnar fyrir andlitinu. Hún greip hann í faðm sinn og þrýsti honum upp að sér, en hann heig niður afllaus, með aftur augun. Var hann dáinnf Kom hún of seint? — Nei, nei, ómögulegt. Hún kraup niður við hliðina á honum, kysti andlitið og talaði til hans með málrómi, sem móðirin ein hefir yfir að ráða. Þá lauk hann upp augun- um og sagði þetta eina orð sem öllu var fegurra í hennar eyrum: “mamma.” — “Þú ert lifandi! — þú ert lifandi elsku drengurinn minn!” — Ef til vill má setja eitthvað út á þessar sögur frá listarinnar sjónanniði. Hér er samt ekkert tildur, engin fordild, sagt látlaust frá því sem íslenzkar mæður bafa átt við að stríða og eiga enn í dag upp til sveita , og inn til dala í íslenzkum skammdegis ofviðrum. — Partur af hinni indælu sögu Selmu Lagerlöf “ Jólasveinninn”, í íslenzkri þýðingu eftir líelga Hjörvar, er í þessari fbók. Selma Lag- erlöf ritar ef til vill allra þeirra rithöfunda sem nú eru uppi skemtilegastar barnasögur og er vel til fallið að gefa tslendingum sýnisliorn af þeirn. Tvær sögur í bókinni eru þýddav af Sig- urði Gunnarssyni, önnur heitír “Giillpeiiing- urinn” lagleg saga, sem sýnir hvo samhúð hreinnar og saklausrar sálar við óærlegar hugs- anir og óráðvandlegt lífsframferði er ilt. Hin sagan “Hetiidund Jón? Broekons”, aðdáan- iega fal'eg saga, og auðsjáanlegs vel þýdd. Jón Breekon, sem er farmaður á björgunaihát situr við sjúkrabeð konu sinnar, sei^ er aðfram Forseti, Stjórnarnefnd og Vinnulið Royal Bankans óska yður hérmeð Gleöilegra Jóla og Farsæls árs 1922 THE ROYAL BANK ___________OFOAMADA Borjraður höfuðstóll og viðlagasj. $40,000.000 Allar eigmr ......... $500,000,000 komin, þegar á brast ofsa veður. Fjöldi manna voru á sjó og vinir þeirra stóðu óttafullir niður við ströndina og horfðu út á brimgarðinn og hafið sem var að komast í æsing. Það er sent eftir Breckon, en hann vildi ekki fara. Konan sem varla gat tekið höfuðið frá koddanum maáiti: “Nei, elsku eig- inmaður, þú hefir aldrei skorast undan að gjöra skyldu þína enn.” — Jón Breckon fer, hrindir fram björunarbátnum og fer út í veðrið, sem var hið ægilegasta, og á sjóinn, sem öllum sýndist ófær. Fyllir bátinn með þreyttum og þjökuðum sjó- mönnum og kemur þeim með heilu og höldnu til lands. — Fer út aftur og ferst. — “ó, þér skylduræknu, hugdjörfu menn! Þér hetjur í lágri stöðu! Slíkir menn vinna iðulega að björgunar starfinu með öllum ströndum vorum, og sýna oss, að göfuglyndi og hugprýði eiga Qieima með ensku þjóðiuni okk- ar”. Þetta er hverju orði sannara og vel sagt. Síðast er æfintýri eftir Filippus Melankton, er Qiann sagði einu sinni undir borðum hjá doktor Lúter, um hvemig heim- urinn launar velgerðir, æfintýri þetta er ekki neitt sérlega fallegt, en með kinnroða verðum vér mennimir að viðurkenna sannleikann sem þar er sagður. IV. Stafrofskver eftir Hallgrím Jónsson, útgefandi Guðmund- ur Gamalíelsson Reykjavík, 1918. — Þetta er önnur útgáfa af þessn kveri og er mikið fullkomnari en sú fyrri — í sannleika er þetta stafrofskver ágætlega vel úr garði gjört. Á fyrstu 15 blöðunum eru myndir og eru myndaheitin öll eins atkvæðis orð, svo sem: fió, gæs, ól, óm, ær, ýr (bogi) ups (þakskegg) o. s. frv. er þetta vei til fallið, því börn læra ekki að eins nöfnin á þessum myndum, heldur vekja þær athygli á ýmsu sem stendur í sambandi við þær, svo er- líka upphafs stafrof í þessum myndaheitum á smáu og stórp letri á á blaðsíðum, sem þau læra ásamt nafninu og eru þannig ibúin að læra alt stafrofið, þegar þau hafa lært síðasta myndaletrið. Svo koma lestrar æfingar, létt eins atkvæðis orð fyrst, svo smá þyngist unz síðast í kverinu er létt algengt lesmál. Lestrar æfingum sem em vel valdar og skemtilegar, fylgja nokkrar myndir og' em þær ekki eins bundnar við staðhætti eins og vér höfum átt að venjast í Iærdómsbókum, sem gefnar liafa verið út á ís- lenzku, og er það stór kostur fyrir þá Vestur-lslendinga er þetta kver nota, sem vér teljum víst að verði margir. Kver þetta er allstórt 112 hiaðsíður í 16 Qilaða broti og prýðis vei vandað að öllum frágangi. Báðar þessar bækur er að fá í bókaverzlun hr. Finns Johnsonar, á Sargent Ave. Winnipeg. Jóladrykkir handa allri fjölskyldunni Drewry's BevéraSéi » Eru samsettirúr þeim efnum, er falla allri fjölskyldunni i geö. Veljiö einhverja af þessum mörgu ljúffengit tegundum Bclfnst Flavor Dry Ginger Ale, Maitum Beer, (Golden Key Brarnl Orange Kist, Maltum Stout, Aerated Waters), Lemon Klst, Special Old Ale, Ginger Wine, Special Port Wlne, Oyster Coctoails, Maltuin Stout, Black f’herry Wtne, Crcme <le Menthe and our full line. PantiS frá kaupmanni ySar, aldinasalanuin, lyfsalanum eSa beint frá OREWRVS LIMITED - WINNIPEG i THE CRESCENT PURE MILK CUMPANY, LEMITED t Óskar hjartanlega öllum Winnipegbúum Gleðilegra Jóla og hin bezta og far sællegasta Nýárs. Vér erum þakklátir fyr ir stuðning viðskiftavina vorra , sem hafa lðtt un dir með oss við að veita reglubundna og ákjósanlega þjónustu. —Vér óskum öllum hagsælda og hamingju sérhvern dag 1922. iiihh f Crescent Pure Milk Company, Limited Winnipeé Mnnifoba i

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.